Birgir Örn Smárason verkefnastjóri MATÍS Þang og þari við Íslandsstrendur.
Óhefðbundnir próteingjafar í fiskeldisfóður A
ðgengi að hágæða, sjálfbært framleiddum próteinum verður sífellt takmarkaðra vegna fólksfjölgunar, aukins þrýstings á náttúruauðlindir og loftslagsbreytinga. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið meiri. Til að mæta aukinni eftirspurn verður núverandi próteinframleiðsla að tvöfaldast fyrir árið 2050. Evrópa er ekki sjálfbær þegar kemur að próteinframleiðslu, en 70-80% af fóðurpróteinum álfunnar er innflutt, að mestu frá Suður-Ameríku. Þessi staðreynd hefur beint sjónum að fæðuöryggi og almennri samkeppnishæfni Evrópu. Neikvæð áhrif próteinframleiðslu nútímans eru að mestu leyti tengd verksmiðjubúskap sem orsakar víðtæka losun gróðurhúsalofttegunda, óhóflegri notkun lands og vatns og tapi á líffræðilegum fjölbreytileika. Til þess að mæta áætlaðri framtíðareftirspurn eftir próteini munu núverandi framleiðsluaðferðir setja aukinn þrýsting á auðlindir heimsins og leiða til frekari losunar gróðurhúsalofttegunda. Það er því afar mikilvægt að finna og þróa sjálfbæra próteingjafa sem hægt er að framleiða í magni sem mætir vaxandi eftirspurn matvæla- og fóðuriðnaðarins. En hvernig skilgreinum við nýja eða óhefðbundna próteingjafa (e. alternative proteins)? Hvað er það sem gæti talist til þessara próteina? Mikilvægt er að auka það val sem við höfum þegar kemur að sjálfbærum matvælum og fóðurhráefnum. Eins og fram hefur komið er eitt af stærstu verkefnum vísindasamfélagsins að þróa prótein sem framleitt er á sjálfbæran hátt, þar sem við göngum ekki á auðlindirnar og þar sem við nýtum að megninu til efni sem nú er vannýtt. Sem
44
SJÁVARAFL JÚNÍ 2021
dæmi má nefna framleiðslu á skordýrum, en það er iðnaður í örum vexti. Skordýrin eru alin á lífrænum úrgangi sem í flestum tilfellum kemst ekki aftur inn í næringaefnahringrásina. Þannig er mögulegt að framleiða hágæða prótein úr þeim úrgangi sem nýtist lítið eða ekkert, með litlum umhverfislegum tilkostnaði. Matís hefur á undanförnum árum komið að og leitt töluverðan fjölda af rannsóknarverkefnum sem tengjast þessu málefni á einn eða annan hátt. Hlutverk Matís er margþætt en snýr meðal annars að því að tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu en einnig að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs. Fiskeldi sem ein grein matvælaframleiðslu hefur vaxið mikið á undanförnum árum innanlands sem erlendis og eru vaxtarmöguleikarnir gríðarlegir. Til þess að mögulegt sé að stækka greinina enn frekar er mikilvægt að rannsaka gæði og eiginleika fjölbreyttra próteingjafa og prótein-framleiðsluaðferða. Rannsóknir síðustu ára hjá Matís hafa gefið vísbendingar um notkunarmöguleika fjölbreytts efniviðs og hér á eftir verður farið yfir hvers kyns prótein og hvaða framleiðsluferlar hafa helst verið í deiglunni og hvers vegna þau hafa orðið fyrir valinu.
Skordýr Skordýr sem fæða handa mönnum komust almennilega á dagskrá í hinum vestræna heimi eftir útgáfu skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), Edible Insects: Future prospects of food and feed security, árið 2013. Skýrslan vakti gríðarlega athygli og með