Sjávarafl júní 2021 2.tbl 8.árg

Page 6

Frá verbúðum til vottaðrar vinnslu Þjóðin hefur ekki farið varhluta af þeim hræringum sem hér hafa átt sér stað undanfarið. Jarðskjálftar skuku suðvesturhornið vikum saman og fann fólk svo sannarlega fyrir því. Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir er staðsett í Grindavík, skammt frá upptökum skjálftana. Sjávarafl tók framkvæmdastjórann Pétur Hafstein Pálsson tali. Gosið er léttir Vísir hf var eitt þeirra fyrirtækja sem glímdi við rafmagnsleysi þegar sló út í orkuveri HS Orku á Svartsengi vegna skjálfta í byrjun mars, en orkuverið sér bæjarfélaginu fyrir rafmagni. Jarðskjálftarnir sjálfir höfðu einnig áhrif á daglegt líf og líðan fólks á svæðinu. Pétur Hafsteinn segir að starfsfólk fyrirtækisins hafi heldur betur fundið fyrir því. „Jarðskjálftarnir voru erfiðir og taugatrekkjandi, fólk missti bæði svefn og hvíld vegna þeirra. Þetta byrjaði með látum í fyrra í kringum Þorbjörn, og þá var ekki á hreinu hvort það væri vegna niðurdælingar á heitu vatni eða kvikuinnskots. Nú sjá menn hvað er um að vera og þakka sínum sæla fyrir að þetta kom ekki upp hjá Þorbirni heldur þar sem það er núna.“ Það var ákveðinn léttir þegar eldgos braust út við Fagradalsfjall og viðstöðulausri skjálftahrinu linnti. „Við erum sæmilega róleg yfir eldgosinu. Þetta er eins mikið túristagos og það getur verið og það verður sífellt tignarlegra og fallegra,“ segir Pétur Hafsteinn, og bætir við: „Við erum vön svona skjálftahrinum, ég hef upplifað tvær stórar áður, 1967 og 1973, og svo alltaf af og til einhverja skjálfta en þetta var þannig að það hlaut eitthvað að gerast.“

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Mynd aðsend.

Bjuggu á verbúðunum

Snorri Rafn Hallsson

Við erum vön svona skjálftahrinum, ég hef upplifað tvær stórar áður, 1967 og 1973, og svo alltaf af og til einhverja skjálfta en þetta var þannig að það hlaut eitthvað að gerast. 6

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

Í gegnum tíðina hafa ýmsir aðilar verið meðeigendur Vísis, en þó hefur fjölskyldan ávallt farið með meirihluta í fyrirtækinu og er Vísir hreinræktað fjölskyldufyrirtæki í dag sem leggur áherslu á hátæknivinnslu og ábyrgar veiðar. Fjölskylda Péturs flutti til Grindavíkur árið 1965 þegar faðir hans, Páll H. Pálsson stofnaði Vísi ásamt tveimur öðrum. Fyrstu árin í Grindavík hafðist fjölskyldan við þar sem nú eru skrifstofur fyrirtækisins. „Þetta voru verbúðir, sem almennt gengu undir nafninu „braggi“ eins og aðrar verbúðir í bænum en voru náttúruleg ekki braggar í þess orðs merkingu, þegar pabbi keypti fyrirtækið. Við bjuggum hérna fyrstu árin og það fór bara vel um okkur. Á veturna


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.