Stúdentablaðið - FRIÐUR, desember 2022

Page 39

2 The Student Paper 98. árgangur 2. tölublað

Sérð þú hvað er b est fyrir þig?

bhm.is Við gætum
hagsmuna háskólafólks

Establishing lasting peace is the work of education; all politics can do is keep us out of war.

Myndskreyting / Illustration Amber Lim Shin

Ritstýra / Editor Lísa Margrét Gunnarsdóttir [hún · she/her]

Útgefandi / Publisher Stúdentaráð Háskóla Íslands

The University of Iceland’s Student Council

Ritstjórn / Editorial team

Birta Björnsdóttir Kjerúlf [hún · she/her]

Dino Ðula [hann · he/him]

Hallberg Brynjar Guðmundsson [hann · he/him]

Maicol Cipriani [hann · he/him]

Rohit Goswami [hann · he/him]

Samantha Louise Cone [hún · she/her]

Selma Mujkic [hún · she/her]

Blaðamenn / Journalists

Birgitta Björg Guðmarsdóttir [hún · she/her]

Elís Þór Traustason [hann · he/him]

Helen Seeger [hún · she/her]

Jakob Fjólar Gunnsteinsson [hann · he/him]

Margrét Jóhannesdóttir [hún · she/her]

Mayu Tomioka [hún · she/her]

Rakel Anna Boulter [hún · she/her]

Sindri Snær Jónsson [hann · he/him]

Victoria Bikshina [hún · her/she]

Tess Mavrommati [hún · her/she, hán · they/them]

Yfirþýðandi / Translating Supervisor

Victoria Bakshina [hún · she/her]

Þýðendur / Translators

Anna Karen Hafdísardóttir [hún · she/her]

Birgitta Björg Guðmarsdóttir [hún · she/her]

Erna Kristín Birkisdóttir [hún · she/her]

Heiður Regn Einars [hán · they/them]

Helgi James Price Þórarinsson [hann · he/him]

Íris Björk Ágústsdóttir [hún · she/her]

Prófarkalesarar / Proofreaders

Alice Mary Barbara Heeley [hún · she/her]

Amrita Goswami [hún · she/her]

Írena Rut Jónsdóttir [hún · she/her]

Þórunn Halldórsdóttir [hún · she/her]

Sérstakar þakkir / Special thanks

Regn Sólmundur Evu

BHM

Félagsstofnun stúdenta

Amber Lim

Ahmed Khaled Rdwan

Ritstjórn Politica

Hugrún - geðfræðslufélag

Dúkrista á forsíðu / Cover linocut Regn Sólmundur Evu [hán · they/them] www.instagram.com/regnevu

Myndskreyting á síðunni á móti / Opp. pg. illustration Amber Lim Shin [she/her/they]

Ljósmyndarar / Photographers Anoop A Nair [hann · he/him] Guro Størdal [hún · she/her] Hildur Örlygsdóttir [hún · she/her]

Hönnun og umbrot / Design and layout Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay [hann · he/him] — www.alexjean.design

Leturgerðir í meginmáli / Body text typefaces Separat (Or Type) Bookmania (Mark Simonson)

Prentun / Printing Litlaprent

Upplag / Circulation 700

The Student Paper | 2. tölublað, 98. árgangur | Desember 2022

Ritstjórnin

The Editorial team 7

Ávarp ritstýru Editor's Address 8–9

Ávarp forseta SHÍ: Að vera til friðs Student Council's President Address: Keeping the Peace 10–11

Ekki í okkar nafni? Tálsýnin um friðland Not in Our Name? The Illusion of Peace 12–15

Stríð með augum rússnesks ríkisborgara — Viðtal við Victoriu Bakshina Ukraine’s War from the Perspective of a Russian Citizen — Interview with Victoria Bakshina 16–18

Hún hlustar og reynir að skilja, orðlaus: Um Máltöku á stríðstímum eftir Natöshu S. She Listens and Attempts to Understand, Speechless: On Language Acquisition in Times of War by Natasha S. 20–21

Úkraínumenn á Íslandi: Sjálfboðastarf Olgu Khodos, Yaroslavs Pavlyuk og Konstantins Stroginov Ukrainians in Iceland: Olga Khodos, Yaroslav Pavlyuk and Konstantin Stroginov's Volunteer Work 22–24

Hið góða, hið illa og togstreitan á milli The Good, the Bad and the Conflict 26–28

Að láta gott af sér leiða: Sjálfboðast. Rauða krossins Doing Some Good: Volunteering With the Red Cross 29–31

Rotnandi sælustundir: Þegar hatur nær fótfestu á björtum stöðum Rotting Idylls: Festering Hate in Bright Places 33–35

Friður fyrir öll, friður fyrir gleymda fólkið Peace for Everyone, Peace for the Forgotten People 36–37

Átök sem stuðla að framförum Conflict as a Means for Progress 38–40

Tómlætið deyfir tilfinninguna Passivity Dulls Feeling 42–45

Það þarf hugrekki til þess að vera friðarsinni Being a Peace Activist Requires Courage 46–48

Að púsla sér saman: Gönguleið í átt að sjálfsuppgötvun Peaced Together 49–52

Innri friður Inner peace 54–55

Ófriður í prófatíð: Hollráð sjúkraþjálfunarnema Unrest and the Exam Season: Insight From a Physiotherapy Student 56–58

Svefnbyltingin: Rýnt í saumana á svefntengdum lífstílssjúkdómum Revolutionizing Sleep: Getting to the Bottom of Sleep-Related Lifestyle Diseases 59–61

„Hvað gerir þú til að öðlast innri frið og ró?“ “What do you do to feel at peace?” 62–63

Að gera stúdentaíbúð að griðastað A Sense of Home in Student Housing 64–66

Ljósið á móti myrkrinu Light Versus Darkness 68–69

Innra stríðið: Sáttur við ekkert The War Within: At Peace With Nothing 70–72

Láttu mig í friði: Fyrir þau sem fá ekkert me-time A Little Peace and Quiet, Please: For Those Who Need More Me-Time 73–75

Að finna frið innan um glundroðann Finding Peace Amidst the Chaos 76–77

Friðarjafnan hennar ömmu: himinn + náttúra+ þögn Grandma's Equation for Peace: Sky + Nature + Silence 78–79

Friðsæld í íslenskri náttúru Finding Peace in Nature 80–82

EFNISYFIRLIT CONTENTS
RITSTJÓRNIN THE EDITORIAL TEAM 7
Maicol Cipriani L ísa Margrét Gunnarsd ó t t i r H a l l bergBrynjar Guðmund s s o n
Dino Ðula
Rohit
Samantha LouiseCon e
Birta
B. Kjerúlf Selma Mujkic
Goswami

Kæru stúdentar, svartasta skammdegið er skollið á, og í rökkri vetrarmánaðanna finnst mér oft skapast meira rými til að hugsa. Þegar við ritstjórnin settumst niður í byrjun skólaárs og ræddum hvaða áherslur við vildum einsetja okkur á komandi ári, sammældumst við um að við vildum reyna að fanga það sem okkur liggur á hjarta, fjalla um hlutina sem eru í umræðunni bæði í háskólasamfélaginu og víðar. Umræðuefnin sem eru efst í huga okkar margra þessa dagana eru ekki í léttari kantinum, en þau eru samt sem áður raunveruleg og skipa veigamikinn sess í nútímanum sem við lifum.

Í þessu tölublaði er áherslan friður, en líka fjarvera hans. Hvort tveggja endurspeglast í dúkristu Regns Sólmundar Evu sem prýðir forsíðuna, og fyrirbærið friður - og stríð - er án efa það sem einkennt hefur árið sem er að líða. Stríð í stóru samhengi, eins og viðbjóðsleg aðför Pútíns að nágrannalandi sínu, Úkraínu, hefur áhrif á litlu eyjuna okkar í NorðurAtlantshafi því hér eru flóttamenn og innflytjendur frá Úkraínu sem þarfnast stuðnings okkar einmitt um þessar mundir. Ég hvet alla lesendur sérstaklega til þess að lesa sér til um sjálfboðastarf Olgu, Yaroslavs og Konstantins (greinin ber titilinn Úkraínumenn á Íslandi), þar er að finna upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja þeirra mikilvæga starf og hvernig við, stúdentar, getum lagt lið í baráttu Úkraínumanna hér heima.

Innri friður er einnig eitthvað sem prýðir síður þessa tölublaðs, og stríð í smærra samhengi - stríðið við sjálf okkur, nú þegar prófatíð er nýafstaðin og við erum flest í spennufalli, koffínfráhvörfum og aum í efri vörinni eftir óhóflega nikótínpúðanotkun. Ég mæli eindregið með hugvekju Hugrúnar - geðfræðslufélags, hollráðum sjúkraþjálfunarnema og einlægum pistlum nemenda

ÁVARP RITSTÝRU EDITOR'S ADDRESS

um hvernig þau stuðla að sínum persónulega friði og stemma stigu við áhrifum þessara streituvaldandi vetrarmánaða.

Hvort sem þú fagnar jólunum í kristnum skilningi, vetrarsólstöðum í heiðnum skilningi eða einfaldlega þeirri staðreynd að framundan blasir við örlítið andrými, óska ég þér gleðilegra og friðsælla stunda á lokaspretti ársins 2022, og ég vona að þú njótir lestursins.

—Lísa Margrét Gunnarsdóttir (hún/hennar) Ritstýra Stúdentablaðsins 2022 – 2023

///

Dear students, the blackest of night is upon us, and I feel like the dark winter months often allow us more space to think. When the editorial team sat down at the beginning of the school year to discuss what we wanted to write about in the coming year, we all agreed on wanting to capture what’s on our minds and writing about the things we’re discussing amongst ourselves, both within the university society and in a broader sense. The topics weighing on our minds these days aren’t always very light-hearted, but they are nevertheless real and prevalent in the times we are currently living.

In this issue our emphasis is on peace, but also its absence. Both are present in Regn Sólmundur Evu’s linocut which adorns the front page, and the concept of peace - and war - has undoubtedly made its mark on this passing year. The absence of peace, in a broad sense, such as Putin’s abominable warfare aimed at his neighbouring country, Ukraine, affects our little island in the North Atlantic because

Lísa Margrét Gunnarsdóttir Editor’s Address Ávarp ritstýru
8
Þýðing /
Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd / Photo: SHÍ / Student Council of the University of Iceland

there are refugees and immigrants from Ukraine among us, and they need our support at this point in time. I especially encourage all readers to read about Olga, Yaroslav and Konstantin’s volunteer work (the article is titled Ukrainians in Iceland), where you’ll also find information on how to support their important work and how us students can aid Ukrainians in Iceland as they fight for their very existence.

Inner peace is also present on the pages of this issue, as well as the absence of peace in a more narrow sense - the absence of peace within ourselves now that examinations draw to a close and we’re all exhausted, over-caffeinated and our upper lips are hurting from excessive nicotine pouch use (this goes out to Icelandic students more than international students, I hope you haven’t picked up on this particular Nordic habit). I recommend Hugrún

(an organization for mental health education)’s article on inner peace, the sound advice offered by physiotherapy students and students’ earnest words on how they facilitate their own personal peace and combat the stress during these trying winter months.

Whether you celebrate Christmas in a Christian sense, the Winter Solstice in a heathen sense, or simply rejoice in the fact that ahead of us lies a little bit of breathing room, I wish you happy and tranquil times in these last moments of the year 2022, and I sincerely hope you enjoy the read.

—Lísa Margrét Gunnarsdóttir (she/her) Editor of the Student Paper 2022 – 2023

LASER

AUGNAÐGERÐIR

Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir

Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos @ augljos.is • www.augljos.is
Við erum á Facebook og Instagram /Augljos

Að vera til friðs Keeping the Peace

Friður er fallegt orð sem lýsir góðu ástandi - ég er sjálf friðarsinni, og ef ég hugsa um heimsfrið og friðsæld sé ég fyrir mér brosandi fólk og rólegheit. Ég hef hins vegar óbeit á orðasambandinu „að vera til friðs.“ Þar hefur friðurinn misst sína góðu orku og vísar til ástands sem er gott fyrir önnur en þau sem eiga að halda friðinn - skipun frá þeim sem ráða til þeirra sem minni völd hafa um að vera ekki að búa til neitt „vesen.“ Stúdentar hafa í gegnum tíðina verið óhræddir við að raska friðnum og þannig verið þrýstiafl á breytingar víða um heim og átt þátt í að búa til betra og réttlátara samfélag. Stúdentaráð Háskóla Íslands á að baki langa sögu um að rugga bátnum og berjast fyrir breytingum eftir sinni eigin sannfæringu, og hefur meðal annars andmælt því að háskólinn sjái um tanngreiningar fólks á flótta og barist fyrir uppbyggingu stúdentagarða, umhverfisvænni háskóla og jafnrétti allra til náms í víðu samhengi, svo fátt eitt sé nefnt. Við eigum „ófriðar“stúdentum fyrri tíma því margt að þakka og okkur ber skylda til þess að halda baráttunni stöðugt áfram.

kallað eftir því að það sé talað um hlutina eins og þeir eru í raun - að horfst sé í augu við þá staðreynd að þetta eru ekki skrásetningargjöld í orðsins fyllstu merkingu heldur séu þetta í raun skólagjöld sem innheimt eru í opinberum háskóla. Þetta er óþægileg umræða fyrir undirfjármagnaðan háskóla, en þetta er umræða sem við verðum að taka og við verðum að krefjast breytinga. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins, en nemendur í opinberum háskólum á Íslandi standa undir miklu meira af fjármögnun háskólastigsins heldur en gildir á Norðurlöndunum, löndunum sem við horfum til og viljum bera okkur saman við. Skrásetningargjaldið við Háskóla Íslands er margfalt hærra en þekkist á hinum Norðurlöndunum, þar sem það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningarné skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum. Gjaldið felur í sér álögur á stúdenta sem nú þegar vinna í miklum mæli meðfram námi, eða 72% íslenskra stúdenta samkvæmt EUROSTUDENT VII og segjast um 70% þeirra ástæðu þess að þeir vinni með námi vera að annars eigi þeir ekki efni á að vera í námi.

Undanfarnar vikur hefur Stúdentaráð haft hátt um skrásetningargjöldin sem innheimt eru við skólann, en ráðið hefur um árabil dregið réttmæti gjaldsins í efa. Þetta 75.000 króna „skrásetningar“gjald stendur meðal annars undir kostnaði við skipulag kennslu, skipulag prófa og almennan rekstur háskólans, þrátt fyrir að lögin setji þau skilyrði að gjaldið fari ekki í kostnað vegna kennslu og í rekstrarkostnað. Stúdentaráð telur að með þessu sé Háskóli Íslands að rukka stúdenta meira en skólanum er heimilt samkvæmt lögum. Við höfum

Stúdentar eiga ekki að vera til friðs. Stúdentar eiga að láta í sér heyra, setja spurningamerki við ríkjandi ástand og krefjast breytinga. Skrásetningargjaldið takmarkar aðgengi að háskólamenntun og skerðir þar með jafnrétti allra til náms. Við verðum að halda baráttunni áfram, krefja stjórnvöld um að standa við loforðin um stórsókn í menntun og sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi.

Student Council's President Address Ávarp forseta SHÍ 10 Rebekka Karlsdóttir
Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd / Photo: SHÍ / Student Council of the University of Iceland

Peace is a pretty word which describes a comfortable situation - I’m a pacifist myself, and when I think of world peace and tranquility I picture smiling people and calm surroundings. That being said, I despise the phrase “keeping the peace.” Within those words, peace loses some of its pleasant energy and instead describes a state which doesn’t benefit those meant to keep the peace - instead, it’s an order from those in power aimed at those without power to not make a “fuss” about things. Throughout the years, students have been adamant in disturbing the peace, and by doing so, we’ve brought about change all around the world and done our part to ensure the betterment and the prevalence of justice in our society. The Student Council of the University of Iceland has a long history of rocking the boat and fighting for change, by protesting the University’s participation in dental examinations to determine the age of refugees, by fighting for student housing and by calling for an environmentally friendly university as well as everyone’s equal access to education in a broad sense. We owe a lot to those students who’ve disturbed the peace, and it is our duty to keep fighting for change.

For the last few weeks, the Student Council has brought the university’s enrollment fee into the limelight - the Council has in fact questioned its legitimacy for years. These 75.000 ISK meant to go towards costs related to students’ enrollment is used to finance the organization of teaching and examinations, as well as the university’s general maintenance - even though it’s specified in Icelandic law that enrollment fees should not be used to finance teaching and maintenance. The Student Council thus argues that the university is charging students more than it is legally allowed to. We’ve

called for an honest conversation on the matter - the acknowledgement of the fact that these fees are not enrollment fees, they are in fact tuition fees charged by a public university. This is an uncomfortable discussion for an underfinanced university, but it is a necessary one and we must strive for change. The University of Iceland should not have to reach into students’ pockets on top of the government’s financing, but it is a fact that students attending public universities in Iceland play a much bigger part in financing higher education than in our neighboring Nordic countries, the countries we look up to and want to compare ourselves to. The enrollment fee at the University of Iceland is far higher than is known in other Nordic countries, where neither enrollment nor tuition fees are charged in public universities. The fee is an added weight upon the shoulders of students, most of whom already have to work alongside their studies - 72% of Icelandic students according to EUROSTUDENT VII. Additionally, 70% of Icelandic students claimed that their reason for working alongside school was that otherwise they would not be able to afford higher education.

Students should not keep the peace. Students should make themselves heard, challenge the status quo and demand changes for the better. The enrollment fee is a roadblock when it comes to higher education, and thus hinders everyone’s equal right to education. We must keep fighting, we must demand that governing bodies keep their promises regarding the betterment of education, and we must ensure that public universities are financed sufficiently.

///
11

Ekki í okkar nafni?

Annað erindið í Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, frá 1944, byrjar svona:

Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf?

Ísland hefur lengi verið talið friðarparadís og Íslendingar eru gríðarlega stoltir af því, eins og sést á ljóði Huldu sem varð næstum að þjóðsöngnum okkar. Er það þó raunin eða eru sögurnar af friðsæla Íslandi tálsýn?

Ísland hefur verið efst á listum veraldar fyrir jafnrétti og friðsæld í langan tíma. Íslendingar eru stoltir af því að hér sé enginn her og að samfélag þeirra sé öruggt. Frá upphafi mælinga Global Peace Index hefur Ísland ávallt hlotið fyrsta sætið fyrir friðsælasta land heims. Mælingarnar byggjast á öryggi borgara og hernaðarlegri þróun ríkis. Hernaðarleysi okkar spilar því stóran þátt að tryggja okkur þessa stöðu.

Þetta vörumerki sem friðarparadís má gagnrýna sterklega. Við erum hluti af hernaðar- og varnabandalaginu NATO, sem hefur einungis styrkst og staða okkar í því stærri á síðustu mánuðum, vegna augljósra aðstæðna: stríð Rússa gegn Úkraínu. En þetta er gamalt stef, íslenskir friðarsinnar hafa fordæmt aðkomu okkar í NATO frá upphafi þess, við könnumst við þessa gagnrýni.

Undanfarin ár má hins vegar sjá nýja gagnrýni blossa upp í samfélaginu, framkoma ríkisins við flóttafólk og innflytjendur hefur verið hreint út ómannúðleg. Efst í hugum okkar nú eru nýlegar brottvísanir lögreglu á hælisleitendum til Grikklands, þótt að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi dæmt það ómannúðlegt ástand fyrir flóttafólk. Almenningur hefur mótmælt þessu harðlega en útlendingastofnun, stjórnvöld og lögreglan neita að taka ábyrgð og benda öll hvert á annað. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki fordæmt aðgerðirnar og hunsar óskir almennings.

Hvernig getur Ísland verið talið friðsælt land þegar við

vísum fólki úr landi með ofbeldi í tuga tali og kerfisbundinn rasismi kemur í veg fyrir að fólk fái skjól? Svarið liggur í skilgreiningu borgara. Öryggi borgara gefur betri einkunn í friðarvísitölunni en hælisleitendur og innflytjendur í umsóknarferli eru ekki skilgreindir sem borgarar. Umsátur og ofsóknir lögreglu og yfirvalda á þessum hópum teljast ekki ógn við íslenska borgara og því erum við enn þá talin friðsælt samfélag.

Við viljum kynna lesendur fyrir viðeigandi kenningu úr smáríkjafræði um vörumörkun ríkja (e.nation branding). Sú kenning bendir á hvernig smáríki nota oft orðspor sitt til að hafa áhrif innan ákveðinna málaflokka á alþjóðasviði. Smáríki hafa sjaldnast mikil völd þegar kemur að efnahagi og hernaði en hins vegar getur orðspor og ímynd smáríkis verið þeirra öflugasta og áhrifamesta tól. Þannig afmarka smáríki sig við sérstök málefni og „vörumerkja“ sig með því. Það er innbyggt í þjóðarímyndinni og flutt út líkt og vörur. Algengt dæmi er t.d. hvernig Norðurlöndin náðu að vörumerkja sig sem frumkvöðlar í loftslagsmálum og eru nú leiðandi afl þegar kemur að þeim aðgerðum. Ísland sem friðland er vörumerking sem hefur hjálpað okkur að ná áhrifum á alþjóðasviði. Ísland var kjörið í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna 2018-19 sem er talið mikilvægasta verkefni sem íslenska utanríkisþjónustan hefur tekið af sér vegna áhrifanna sem við höfðum. Kosningabarátta okkar fyrir setunni var byggð á því að Íslendingar væru þjóð jafnréttis og friðar. Þessi trú er ekki bara treyst erlendis en einnig á Íslandi og hefur verið í langan tíma, eins og sjá má á ljóði Huldu Hver á sér fegra föðurland. Þó svo að friðsæld sé samofin þjóðernishugmyndum okkar þýðir það ekki að við förum eftir því. Hræsnin er gríðarleg þegar kemur að þessu sviði. Á Íslandi er meirihluti borgara hvítur. Sagan okkar, hefðir og menningararfur er hvítur. Íslendingar eiga langa sögu af því að útiloka þá sem eru öðruvísi. Þessi krafa okkar um að til þess að vera raunverulegur partur af samfélaginu þá þurfi að kunna íslensku er útilokandi, ekki bara fyrir flóttafólk heldur marga af erlendum uppruna. Einnig krefjumst við íslenskuhæfni af fólki en gefum þeim ekki tólin til að læra. Ólíkt öðrum Norðurlöndum eins og Svíþjóð og Noregi þá er tungumálakennsla ekki greidd af ríkinu. Þeir sem vilja

12
Embla Rún Halldórsdóttir & Íris Björk Ágústsdóttir Þýðing /
Translation: Í ris Björk Ágústsdóttir

Not in Our Name?

læra íslensku þurfa að gera það á eigin tíma utan vinnu og borga nám sitt sjálfir. Auk þess eru of fáir kennarar sem eru menntaðir í íslensku sem öðru máli. Þessi þjóðernisremba okkar er bersýnileg í þessum trega til að inngilda fólk án íslensku. Það þýðir ekkert að hneykslast á að fólk tali ekki íslensku þegar þau fá ekki tækifærin og tólin til að læra hana. Ísland er mjög evrópuhneigt land. Lítil fræðsla er um hluti utan vestrænnar menningar og oft klaufalega farið í meðhöndlun þeirra efna. Það er fín lína á milli þjóðarstolts (e.patriotism) og þjóðernishyggju (nationalism).

Orðræða sýnir oft undirliggjandi rasisma í samfélaginu. Að stjórnmálafólk skuli tala um flóttamannaógnina þegar fjallað er um fjölgun hælisleitenda á Íslandi er skýrt dæmi um innbyggðan rasisma. Raunverulega flóttamannaógnin er að fólki á flótta fer hratt fjölgandi í heiminum, ekki það að þau séu að koma til okkar. Þessi notkun á orðinu ógn er bæði rasísk og afmennskandi. Í stjórnmálum hefur einnig verið sú orðræða að Ísland hafi einfaldlega ekki tök á að taka á móti öllu þessu flóttafólki og vernda þurfi íslensku þjóðina fyrir því. Hræsnin varð augljós þegar stríð blossaði upp í Evrópu í byrjun árs og skyndilega var það hvítt kristið flóttafólk frá Úkraínu sem barði að dyrum. Munurinn á samfélagslegu viðmóti og aðgerðum stjórnvalda var gríðarlegur.

Sem þjóð trúum við á að Ísland sé friðsælt og þegar yfirvöld framkvæmi ómannúðlegar aðgerðir sé það „ekki í okkar nafni“ - en við kusum yfirvöldin. Undirskriftarlistar og mótmæli gera ekkert gagn ef við höldum áfram að kjósa flokka sem vísa fólki úr landi eða eru þeim samsek. Þessar brottvísanir eru ekkert nýtt; Ísland hefur haft grimmilega stefnu gagnvart útlendingum frá upphafi. Ef við viljum rísa undir nafngiftinni sem friðsælasta ríki heims þurfum við að breyta þessari stefnu. Flóttafólki mun bara fjölga og löngu er tímabært á róttækar breytingar á kerfinu.

Lokalínur ljóðsins Ég heyrði þau nálgast eftir Snorra Hjartarson frá 1966 sýna hversu lengi við höfum brugðist þessu fólki.

en hvar er nú friðland hvar fáið þið leynst með von ykkar von okkar allra?

Þau horfðu á mig þögul og hurfu mér sýn inn í nóttina myrkrið og nóttina.

///

The second verse of Hver á sér fegra föðurland [Eng: Who has a lovelier fatherland] by Hulda, from 1944, begins like this:

Who has a nation among nations, which knows neither sword nor blood, but lives with love and light and wealth, which harmony bestowed?

Iceland has long been considered a peaceful paradise, and Icelanders are exceedingly proud of this fact, as can be seen in Hulda´s poem which almost became our national anthem. Is this truly the case or is the idea of a peaceful Iceland an illusion?

Iceland has long been at the top of global lists regarding equality and peace. Icelanders are proud that there is no army here and that their community is considered safe. Since the beginning of the Global Peace Index measurements, Iceland usually ranks first when it comes to the most peaceful country in the world. The measurements are based on citizens' security and military development. Our lack of military presence, therefore, plays a big part in securing this position for us.

This branding of a peaceful paradise can easily be challenged. We are a part of the defensive military alliance NATO, which has only gotten stronger and our involvement has increased in the last few months because of obvious circumstances: Russia's war against Ukraine. But this is an old tune, Icelandic pacifists have condemned our participation in NATO since the

13
Not in Our Name?: The Illusion of Peace Ekki í okkar nafni?: Tálsýnin um friðland

Tálsýnin um friðland

beginning, and we are familiar with this criticism. In recent years, however, new criticism can be seen flaring up in our society, the state’s treatment of refugees and immigrants has been downright inhumane. At the forefront of our thoughts are recent police deportations of asylum seekers to Greece, even though the European Court of Human Rights has ruled that these are inhumane conditions for refugees to live in.

The public has strongly protested this, but the Directorate of Immigration, the government and the police refuse to take responsibility and everyone blames each other. Katrín Jakobsdóttir´s government has not condemned these measures and ignores the adamant wishes of the public.

How can Iceland be considered a peaceful country when we violently deport people en masse and systematic racism prevents people from receiving refuge? The answer lies in our definition of what makes a citizen. The security of citizens scores better on the peace index, but asylum seekers and immigrants in the application process are not defined as citizens. The siege and persecution of these groups by the police and the authorities are not considered a threat to Icelandic citizens, and therefore we are still considered a peaceful society.

We would like to introduce readers to a relevant theory from the studies of small states regarding nation branding. That theory points out how small states often use their reputation to influence certain issues on an international level. Small states rarely have a lot of power when it comes to economic and warfare matters but on the other hand, the reputation and image of a small state can be its most influential tool. In this way, small states limit themselves to specific issues and “brand” themselves with it. It is embedded in the national image and exported like goods. A common example is e.g. how Nordic countries managed to brand themselves as pioneers in climate change matters and are now a leading force when it comes to these issues.

Iceland as a nation of peace is a brand that has helped us gain influence on an international scale. Iceland was elected to the Human Rights Council of the United Nations in 2018-19, which is considered the most important task that the Ministry for Foreign Affairs has undertaken because of the influence it granted us. Our election campaign for the Council seat was based on the fact that Icelanders are a nation of equality and peace. This belief is not only trusted abroad but also in Iceland, and it has been for a long time as can be seen in Hulda´s poem, Hver á sér fegra föðurland (Who has a lovelier fatherland).

Even though peace is embedded within our own patriotic ideas, it doesn’t mean that we adhere to it. In this regard, hypocrisy reigns supreme. In Iceland, the majority of its citizens are white. Our history, our traditions and our cultural heritage is inherently white. Icelanders have a long history of marginalizing those who are different. We’ve always demanded that in order to truly be part of society, one has to speak Icelandic, and this is isolating - not just for refugees, but for everyone of foreign origin. We urge people to speak Icelandic, but we don’t provide the means to learn the language. Unlike other Nordic countries, such as Sweden and Norway, the Icelandic government does not finance language teaching. Those who wish to learn Icelandic must do so on their own time, outside of work and pay out of their own pocket. Additionally, there’s a shortage of teachers who teach Icelandic as a second language. Our nationalistic tendencies are crystallized in our lack of action when it comes to accepting people who don’t speak Icelandic. Fussing over the fact that people don’t speak Icelandic amounts to absolutely nothing when people simply don’t have the means to learn the language. Iceland is immensely influenced by Europe. There’s little education available regarding matters outside of Western culture, and the handling of said matters is often clumsy. There’s a fine line between patriotism and nationalism.

Discourse can oftentimes reveal underlying racism present within society. The fact that politicians speak

14
Embla Rún Halldórsdóttir & Íris Björk Ágústsdóttir

The Illusion of Peace

of the refugee threat when discussing the increased number of refugees and asylum seekers in Iceland is a clear example of the racism present in our culture. The real refugee threat is the rapidly increasing number of people fleeing the circumstances in their home country, not the fact that they’re coming our way. This usage of the word threat is both racist and dehumanizing.

When it comes to politics, there’s been discussions regarding how Iceland is simply not equipped to receive all these refugees, and the importance of protecting the Icelandic nation. The hypocrisy became evident when war broke out in Europe in the early months of this year and the tables turned now that the people who knocked on our door were white, Christian refugees. The difference in societal viewpoints and governmental actions is astounding.

As a nation, we believe that Iceland is a peaceful country, and when our governing bodies perform inhumane actions it is “not in our name” - but we voted

for these governing bodies. Petitions and protests do little to nothing if we keep voting for parties who mercilessly evict people, or parties who watch and do nothing. These deportations are far from being new; Iceland has been cruel in its dealings with refugees from the very start. If we want to own up to our image as the most peaceful country in the world, we need to change our stance significantly. Refugees will only increase in number, and it’s high time we change our system radically for the better. The very last lines in the poem Ég heyrði þau nálgast (I heard them coming closer) by Snorri Hjartarson, written in 1966, show how long we have failed these people.

but where is our peaceful land where might you be hiding with your hope all of our hopes?

They watched me in silence and disappeared from my sight into the night the dark and the night.

15
Not in Our Name?: The Illusion of Peace Ekki í okkar nafni?: Tálsýnin um friðland 15

Stríðið með augum rússnesks ríkisborgara Stríðið með augum rússnesks ríkisborgara

Ukraine’s War from the

Victoria Bakshina (hún/hennar) er tungumálakennari, málvísindafræðingur og mastersnemi í þýðingafræði og kínversku. Hún hefur verið búsett á Íslandi í fjölda ára, en heimsótti heimaland sitt, Rússland, þann 18. febrúar síðastliðinn. Hún var því stödd í Rússlandi þegar innrásin í Úkraínu hófst, og ræddi við Stúdentablaðið um hvernig það er að vera Rússi sem er alfarið á móti „sérstökum hernaðaraðgerðum“ –stríði – Pútíns.

„Ég hafði ekki séð fjölskylduna mína í tvö ár vegna heimsfaraldursins og var að fara að undirbúa matarboð daginn sem ég vaknaði við fréttirnar, þann 24. febrúar. Þegar gestirnir mættu var ekki talað um neitt annað. Frændi minn spurði hvort ég ætlaði aftur til Íslands í ljósi fréttanna –hvort ég væri föðurlandssvikari.”

Fljótlega lokuðu mörg lönd umhverfis Rússland lofthelgi sinni, og ferðin heim til Íslands, sem Victoria lítur á sem sitt annað heimili, flæktist.

„Ég hugsaði með mér hvort ég kæmist einu sinni aftur heim til Íslands. Ég flaug frá Síberíu, þar sem fjölskyldan mín býr, og á flugvellinum hugsaði ég með mér að kannski hefði ég þarna hitt þau í síðasta skipti. Ég flaug til Moskvu og beið í marga klukkutíma í kílómetra langri röð til að reyna að

taka út evrur - það er bara einn banki í Moskvu sem leyfir manni að opna reikning í evrum.“

Á flugvellinum í Búdapest tók við algjört öngþveiti.

„Á flugvellinum í Búdapest gaf kona sig á tal við mig sem reyndist vera úkraínsk nafna mín, Victoria. Hún er frá Kharkiv og þau fjölskyldan höfðu vaknað við sprengingar, pakkað í skyndi og keyrt í 29 klukkustundir til að komast í burtu. Við sátum á gólfinu á yfirfullum flugvellinum og töluðum saman, og ég skammaðist mín svo mikið sem Rússi að tala við Úkraínumann. Allt í einu byrjuðum við báðar að gráta og ég baðst sífellt afsökunar, á meðan nafna mín endurtók að þetta væri ekki mér að kenna. Ég hjálpaði Victoriu og fjölskyldu hennar eins og ég gat en ég veit ekki hvað varð um þau.“

Á Íslandi hóf Victoria strax að mótmæla fyrir framan rússneska sendiráðið, og lýsir skömminni sem hún og aðrir Rússar finna fyrir í skugga stríðsins.

„Auðvitað hugsum við að við hefðum átt að vera duglegri að mótmæla spillingunni og aðgerðum Pútíns en við gerðum það, við mótmæltum innlimun Krímsskagans án nokkurs árangurs. Lögreglan í Rússlandi

hefur brugðist mjög harkalega við mótmælum bæði þá og nú, þar sem mótmælendur eru pyntaðir með raflosti, barðir mjög illa og þeim nauðgað af lögreglumönnum. Skömmin sem fylgir ábyrgðinni sem okkur er ætlað að axla á gjörðum Pútíns er gríðarleg, og við sýndum andstöðu okkar við stríðið í verki strax með því að mótmæla af krafti fyrir framan sendiráðið. Á sama tíma hélt líf mitt einhvernveginn áfram, en þegar ég tók á móti nýjum hópi nemenda í tungumálaskólanum þar sem ég kenni breytti ég kynningunni minni - ég sleppti því að nefna að ég væri frá Rússlandi, af ótta við mögulegt bakslag.“

Stöðuga streitan og fréttir af grimmdarverkum Rússa í Úkraínu höfðu djúpstæð áhrif, bæði andleg og líkamleg.

„Mér leið bara svo illa. Þá hafði ég samband við Natöshu [sem nýverið gaf út bókina Máltaka á stríðstímum] sem var byrjuð að starfa fyrir Rauða krossinn, og hún ráðlagði mér að gerast sjálfboðaliði og hjálpa börnunum í barna- og fjölskyldumiðstöðinni sem var þá starfrækt í Fíladelfíu. Ég smurði samlokur, hellti upp á kaffi, gaf börnum mjólk og talaði við þau, sem hjálpaði mér mjög mikið og kom í veg fyrir að ég einangraði mig

Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir

16
Lísa Margrét Gunnarsdóttir
Perspective of a Russian Citizen Ukraine’s War from the Perspective of a Russian Citizen Viðtal við Victoriu Bakshina
·
Mynd / Photo: Anoop A Nair
Interview with Victoria Bakshina

alveg. Herkvaðningin í Rússlandi í september og þetta langvarandi stress gerði svo alveg út af við mig, ég féll í ómegin í vinnunni og var frá vinnu og skóla í nokkrar vikur á meðan ég jafnaði mig.“

Á Íslandi hafa fjölmiðlar haft samband við Victoriu og óskað eftir athugasemdum tengdum stríðinu, á sama tíma og móðir hennar í Rússlandi hefur alfarið bannað henni að tjá sig um ástandið.

„Ég hef tjáð mig opinberlega um stríðið undir mínu nafni án þess að segja fjölskyldu minni frá því. Á sama tíma voru þau að senda mér alls konar myndir og pistla frá rússneskum miðlum þar sem talað var um sérstakar hernaðaraðgerðir og að Úkraínumenn væru nýnasistar sem hefðu verið að myrða rússneskt fólk í átta ár án þess að heimurinn hefði neitt um það að segja. Við rifumst um þetta og ég þurfti að draga smá úr samskiptum við þau, því þau trúðu áróðursherferð Pútíns. Mamma hafði samband nýlega og spurði hvað hún ætti hugsanlega að segja ef yfirvöld bönkuðu upp á og spyrðu um mig, og þá rann fyllilega upp fyrir mér í fyrsta sinn að ég væri bókstaflega að leggja alla fjölskylduna mína í hættu með því að tala opinskátt um þetta. Ég sagði mömmu að segja að ég væri gjörsamlega gengin af göflunum og að hún væri búin að afneita mér og slíta sambandinu, til að veita þeim einhvers konar öryggi.“

Þó að fjölskylda hennar búi í öðrum raunveruleika en hún sjálf, reynir hún að halda einhverjum tengslum við þau.

„Ég hef kost á að nálgast upplýsingar frá sjálfstætt starfandi fjölmiðlum, en það gerir mamma mín ekki og ég er hætt að gagnrýna hana eða að reyna að sannfæra hana, því þá mun ég líklegast bara missa fjölskyldu mína líka. Við Natasha skoðuðum myndir af 4. nóvember – eins konar samstöðudegi Rússa – þá eru hátíðarhöld í tilefni

dagsins og Rússland málað upp sem heilagt, talað um strákana okkar í Úkraínu og stríðinu líkt við seinni heimsstyrjöldina sem var talið heilagt því þar var hið góða að berjast gegn hinu illa. Mér finnst óþolandi að heyra talað um þetta sem hið góða gegn hinu illa – nú er orðræðan í Rússlandi líka farin að breytast og þetta er orðið stríð Rússlands gegn öllum Vesturheiminum.“

Að lokum ræðir Victoria mikilvægi þess að skilgreina stríðið í Úkraínu sem stríðsglæpi, og að alþjóðasamfélagið bregðist harðar við.

„Mig langar að fólk fatti að þetta er fyrst og fremst spurning um glæpi sem Rússland er að fremja í Úkraínu –en þetta snýst líka um einhvers konar hrun diplómatíu í Evrópu, að skrifa skýrslur og sópa þessu undir teppið virkar ekki lengur og það verður að þvinga Rússland til viðræðna, neyða alla aðila til að tala saman og semja um frið með þátttöku annarra landa. Á sama tíma langar mig að biðja fólk um að sýna Rússum sem eru andsnúnir stríðinu skilning - allir Rússar sem eru á móti stríðsrekstri Pútín eru í mjög viðkvæmri stöðu. Við þurfum á stuðningi að halda og þess væri óskandi að yfirvöld myndu innleiða aðgerðir til þess að veita Rússum sem eru á móti stríðinu skjól og öryggi. Við verðum fyrir aðkasti vegna þjóðernis okkar þó við séum að mótmæla opinberlega og þar með að leggja okkur sjálf og okkar nánustu í hættu.

///

Victoria Bakshina (she/her) is a language teacher, linguist and currently working on her M.A. in translation studies and Mandarin. She’s been a resident in Iceland for many years, but visited her native country, Russia, earlier this year on February 18th and was there when the invasion of Ukraine took place. The Student Paper sat down with Victoria and discussed what it’s like

being a Russian who is openly opposed to Putin’s “special military operation” - Putin’s war.

“I hadn’t seen my family for two years due to the pandemic, and was preparing a dinner party the day I woke up to the news on February 24th. When the guests arrived, we didn’t discuss anything else. My cousin asked me whether I planned to go back to Iceland after learning about the war - whether I was going to betray my country.”

Soon after the invasion started, countries around Russia started closing their airspace and Victoria’s trip back to Iceland, which she considers her second home, became more complicated.

“I worried about even getting back home to Iceland. I flew from Siberia, where my family lives, and at the airport I thought to myself that this might be the last time I see them. I flew to Moscow and waited for hours in a line spanning a kilometer to get euros in cash - there’s only one bank in Moscow which allows you to open an account in euros.”

Upon arrival in Budapest, she found herself in the middle of complete chaos.

“A woman approached me at the airport in Budapest, who turned out to be my Ukrainian namesake, Victoria. She’s from Kharkiv and she and her family had woken up to explosions, packed their things and driven for 29 hours to get away. We sat on the floor of the airport (which was overflowing with people) and talked for a while, and I felt so ashamed as a Russian speaking to a Ukrainian. All of a sudden we both started crying and I apologized over and over, while my namesake kept repeating that it wasn’t my fault. I helped Victoria and her family as best as I could, but I don’t know what happened to them.”

17

Once back in Iceland, Victoria began protesting outside the Russian embassy alongside other Russians, who all felt deeply ashamed in wake of the war.

“Of course we think to ourselves that we should have protested corruption and Putin’s actions more fiercely, but we did, we protested the annexation of Crimea without any results. Russian police has responded incredibly harshly to protests, both then and now, where protesters are tortured and electrocuted, beaten very badly and raped by police officers. The shame we feel due to the responsibility we’re meant to take for Putin’s actions affects us deeply, and we’ve demonstrated our opposition by protesting fiercely outside the embassy. Somehow, my daily life kept on going, but when I welcomed new students at the language school where I teach, I changed the way I introduced myself - I omitted mentioning that I was from Russia, fearing that it might backfire on me.”

The constant stress alongside news of Russia’s cruel operations had a profound physical and mental effect on Victoria.

“I just felt absolutely terrible. I reached out to Natasha [who recently published the book ‘Language Acquisition in Times of War’] who had started working for the Red Cross. She advised me to do some volunteer work and help out the children at the family center in Fíladelfía. I made sandwiches, brewed coffee, gave milk to children and talked to them, which helped me a lot and kept me from isolating myself completely. The conscription issued in Russia this past September and my long-term anxiety completely broke me; I fainted at work and had to take time off from my work and studies for a few days while I gathered myself.”

Victoria’s comments on the war have been sought after by Icelandic media ever since her return, all the while her mother back in Russia has expressly forbidden her to talk about the situation publicly.

“I have expressed myself publicly, under my name, and revealed my thoughts on the war without telling my family. Simultaneously, they’ve sent me all sorts of Russian news and photos, where the war is called a special military operation and Ukrainians are painted as neo-nazis who’ve been murdering Russians for eight years without a word from the rest of the world. We’ve fought and I’ve had to cut off communications, because they believe the propaganda put forth by Putin’s regime. My mother contacted me recently and asked what she could possibly say if the authorities were to knock on her door and ask about me, and that’s when I fully realized that I have quite literally put my whole family in danger by speaking openly about the war. I told my mother to say that I’ve gone completely insane, that she’s disowned me and cut all contact, in an attempt to protect them somehow.”

Even though she feels her family lives in a different reality, she tries to maintain some contact.

“I have the opportunity to access information from independent media sources, but my mother does not. I’ve stopped criticizing her or trying to change her mind, because I’m afraid I’ll lose my family if I keep at it. Natasha and I looked through photos of November 4th - Russia’s Unity Day - where celebrations are held and Russia is portrayed as holy, there’s talk of ‘our boys in Ukraine’ and the war is compared to World War II which was considered holy since it was the ultimate battle of good and evil. I cannot stand it when this war is described as good fighting evil - now the dis -

course in Russia is changing and has become Russia’s war against all of the Western world.”

As our conversation comes to a close, Victoria mentions the importance of calling the war in Ukraine by its true name - Russian war crimes, and calls for a fiercer response from the international community.

“I want everyone to be aware of what’s really going on - the crimes Russia is committing in Ukraine - but this also exemplifies the collapse of diplomacy in Europe, writing reports and sweeping things under the rug doesn’t work anymore and Russia must be forced into negotiations, everyone has a duty to talk and negotiate peace with the involvement of other countries. At the same time, I’d like to ask people to go easy on the Russian people who are against this war - all Russians who publicly protest Putin’s war are in a very difficult position. We need support and I wish that governments would implement measures to protect and welcome those of us who openly oppose the war. We face a lot of discrimination because of our nationality, but those of us who are elsewhere in the world and have access to unbiased media really are protesting and putting ourselves and others at risk by doing so.”

18
Lísa Margrét Gunnarsdóttir Interview with Victoria Bakshina Viðtal við Victoriu Bakshina

Njóttu námsáranna á Stúdentagörðum

Stúdentagarðasamfélagið stækkar þegar 111 íbúðir verða teknar í notkun á Sögu í vor.

Stúdentagarðasamfélagið stækkar þegar 111 íbúðir verða teknar í notkun á Sögu í vor.

Stúdentagarðasamfélagið stækkar þegar 111 íbúðir verða teknar í notkun á Sögu í vor.

Sæktu um á vefsíðu Stúdentagarða www.studentagardar.is

• Öruggt og notalegt húsnæði

• Öruggt og notalegt húsnæði

• Öruggt og notalegt húsnæði

Sameiginlegt rými á hverri hæð

• Sameiginlegt rými á hverri hæð

• Besta útsýnið í bænum?

Sameiginlegt rými á hverri hæð

• Frábær staðsetning

• Frábær staðsetning

• Frábær staðsetning

• Besta útsýnið í bænum?

• Besta útsýnið í bænum?

• Frábær staðsetning

• Sameiginlegt rými á hverri hæð

• Besta útsýnið í bænum?

• Öruggt og notalegt húsnæði

Sæktu um á vefsíðu Stúdentagarða www.studentagardar.is

Sæktu um á vefsíðu Stúdentagarða www.studentagardar.is

Sæktu um á vefsíðu Stúdentagarða www.studentagardar.is

íbúðir verða teknar í notkun á Sögu í vor.

Stúdentagarðasamfélagið stækkar þegar 111

Hún hlustar og reynir að skilja, orðlaus

Bókin lýsir nýjum veruleika og leit að nýrri sjálfsmynd. Sú gamla var allt í einu ekki lengur gild . Þetta sagði skáldið í ræðu sinni er Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar voru afhent, þann 17. október síðastliðinn. Natasha S. sendir frá sér ljóðabók sem er ekki aðeins tíðindamikil, eins og raunar önnur verk sem hún hefur unnið að (Natasha ritstýrði ljóðasafninu Pólifónía af erlendum uppruna og sagt hefur verið að útgáfan marki upphaf innflytjendabókmennta á Íslandi), heldur einnig rúm og víðfeðm. Það er því nánast rökleg framvinda að ljóðabók Natöshu sé fyrsta verk höfundar af erlendum uppruna sem hlýtur þessi verðlaun. Þegar til tíðinda kom hver hlotið hefði verðlaunin í ár má réttilega segja að tíst hafi í mér af gleði. Þvílíkt heppin sem við erum að svo margt fólk yrki ekki aðeins á þessu litla tungumáli, heldur séu til einstaklingar sem kjósi það – læri það og finni sér rödd innan þess. Máltaka á stríðstímum er verk sem segir frá einstaklingi sem fylgist með því úr fjarlægð er þjóð hennar og móðurland hervæðist, ræðst inn í og segir öðru landi stríð á hendur. Verkið fjallar um skömm, um sorg og höfnun, um sviplegan dauða sjálfs og endurfæðingu nýrrar sjálfsmyndar. Það skiptist í fjóra kafla: Að tala — Að skrifa — Að hlusta — Að skilja. Við fyrstu sýn virðist verkið vera eins konar túlkun á máltökuskeiði barna, en hefur margræða merkingu. Máltökuskeið ljóðmælanda átti sér stað í heimalandi þar sem stríð er samofið hetjudáð, og minnisvarðar um slíkt einkenna umhverfið. Börn eru svampar sem draga að sér orð og merkingu, og ef stríð er í brennidepli litar það máltökuskeiðið og orðaforðann. Gegnumgangandi þema verksins er margræðni orða og

margslungin merking. Ljóðmælandi dregur upp mynd af elskendum á stefnumóti um það leyti sem stríðið hefst, og notar orðalag sem vitnar í nánast meinlausa merkingu sagnarinnar að stríða :

hann stríddi mér ég hló (7)

Þá bendir hún einnig á merkileg tengsl tungumála, þar sem orðið fjölskylda á úkraínsku merkir föðurland á rússnesku. Ef til vill eru þetta athuganir sem tilheyra þeim sem yrkja á öðru máli en móðurmálinu. Ljóðið sem markar endalok fyrsta hluta bókarinnar segir:

áður en ég slasaðist var ég bóksali eins og pabbi minn svo gekk ég við hækjur og varð að rithöfundi þá hófst stríð ég byrjaði að labba í glænýja átt hurðin á bak við mig lokaðist (24)

Hér má sjá eins konar vísun í máltöku barna, þar sem kenningar um máltöku barna gera almennt ráð fyrir að máltökuskeiði ljúki við kynþroska. Hurðinni í ljóðinu er lokað, eins konar tákn um að skeiðinu sé lokið. Máltaka, hvort sem hún er á sér stað í barnæsku eða eftir að máltökuskeiði er lokið, er orð sem gefur til kynna nýjan hugsunarhátt - nýjar tengingar í heilanum. Jafnvel einhvers konar endurfæðingu. Málið sem máltakan vísar í er einnig ef til vill annars konar mál - skáldskaparmálið. Ljóðið tjáir einhvers konar hugmyndafræði - að yrkja á máli er að eignast það - gera það að sínu eigin. Og að þegar man gerist skáld sé ekki aftur snúið. Umbrot og útlit ljóðabókarinnar líkir eftir póstkorti, auk þess sem póstkort, sendibréf og orðsendingar eru áberandi þema í verkinu sem gera lesanda kleift að gægjast inn um glugga fortíðarinnar, meðal annars í gegnum lestur bréfasendinga

milli föður og dóttur. Strax í byrjun verksins skrifar ljóðmælandi sjálfum sér bréf – orðsendingu sem berst honum svo í lokin. Póstkort eru þeim eiginleikum gædd að ferðast iðulega yfir landamæri, þau eru texti sem ferðast þjóða á milli - ef til vill eins og skáldskapur.

gleymdu ekki að anda fara í göngutúra skrifa sjá um þig og aðra (59)

Orða er vant í síðasta kafla verksins, sem inniheldur þrjár tómar síður – ef til vill til að gefa lesandanum rými til þess að bæta inn sinni eigin túlkun, og henda þannig reiður á afstöðu sinni. Þessar þrjár tómu síður má bæði túlka sem rými til þess að bæta sínum eigin ljóðum við - eða einfaldlega til að skilja og melta, sem krefst engra orða.

She Listens and Attempts to Understand, Speechless

The book describes a new reality and the search for a new sense of self. The previous self having become suddenly invalid. Thus spoke the poet when receiving the Tómas Guðmundsson Literary Award on October 17th of this year. Natasha S.’s poetry book is not only newsworthy, though her previous work has in fact been (Natasha was the editor of the poem collection Polyphony of Foreign Origin which has been described as the beginning of immigrant literature in Iceland), its contents are notable because of their vast and spacious nature. It feels only logical that Natasha be the first author of foreign origin to receive the aforemen -

20
Björg Guðmarsdóttir On Language Acquisition in Times of
by
Um Máltöku á stríðstímum eftir Natöshu S.
Birgitta
War
Natasha S,
/
·

tioned award. Once I got wind of who took the award home this year, I literally squealed with happiness. How lucky we are to have people who not only write and create art using our obscure language, but want to do so - that they take the time to learn it and find their voice within it. Language Acquisition in Times of War gives us insight into the mind of someone who watches their country’s militarization from afar, and the subsequent invasion of a neighbouring country. The book touches on shame, sorrow and rejection, the sudden death of one’s self and rebirth through

reflect this with their layered interpretations and homographs. Our narrator paints a picture of lovers enjoying a date while war is imminent, and chooses a word which invites the reader to interpret it as harmless, að stríða (to pick on):

he picked on me I laughed (7)

The remarkable connection between languages is also present within the book, such as the word family in Ukrainian, which means fatherland in Russian. One wonders whether these observations

language acquisition, which is generally considered to end around the time a child reaches sexual maturity. The poem’s door closes, which could be interpreted as the end of language development. Learning a new language, during childhood or as an adult, involves introducing a new way of thinking - new pathways in the brain. Rebirth, in a way. The aspect of language acquisition in this poem can also be seen as another form of language - poetic language. The poem expresses an ideology - writing poetry in a language equals acquiring itmaking it one’s own. It also expresses a point of no return - once you become a poet, there’s no going back. The post card-like layout and design of the book, as well as the prominent theme of travelling words allow the reader to look through a window to the past, by reading letters between a daughter and her father among other things. In the very beginning of the book, the narrator writes themselves a letter - a message which they then receive at the very end. Postcards have the unique ability to travel across borders, they’re words which pass between nations - much like literature.

a new identity. The book is divided into four parts: To talk — To write — To listen — To understand. At first glance, the book could very well be an interpretation of children’s language acquisition, but a closer look reveals a multifaceted meaning. The narrator’s language acquisition took place in a homeland where the definition of war is entangled with heroism, and memorials of this entanglement are prominent in the narrator’s environment. Children are like sponges, they absorb words and meaning, and if war is at the forefront of society it inevitably makes its mark on a child’s language acquisition and vocabulary. Natasha’s poems

are especially evident to those who write poetry in a language other than their native tongue. The poem which marks the end of the book’s first part is as follows:

before I got hurt I was a bookseller like my father then I walked using crutches and became a writer then war began I started to walk the door behind me closed (24)

One could argue that this verse includes a reference to children’s

(59)

In the fourth and last part of the book, we’re met with a lack of words as the book concludes with three empty pages - perhaps to give the reader the opportunity to add their own interpretation, and thus make sense of their own stance. These three empty pages can both be interpreted as a space for the reader to add their own poetry - or to simply grasp and digest what came before them, which requires no words.

21
don’t forget to breathe go on walks write take care of yourself and others

Úkraínumenn á Úkraínumenn á

Síðan Rússland réðst inn í Úkraínu í febrúar á þessu ári hafa fjölmargir úkraínskir flóttamenn flúið stríðið og komið til Íslands. Leiðandi afl í móttöku þeirra er þríeykið Olga Khodos, Yaroslav Pavlyuk og Konstantin Stroginov, en í samstarfi við samtökin Flóttafólk sjá þau til þess að Úkraínumenn upplifi sig velkomna á Íslandi og hljóti þá þjónustu sem þeir þurfa.

Stúdentablaðið kynnti sér starfsemi þeirra í Neskirkju, en um sexleytið á fimmtudagskvöldi fylltist safnaðarheimili kirkjunnar af fólki, mörg þeirra komin til þess að ræða við Olgu, menntaða í sálgreiningu, eða Yaroslav, sálfræðing, eða einfaldlega til að þiggja kaffibolla og spjalla hvert við annað. Yaroslav tók sér tíma í að setjast niður og ræða starfsemina nánar.

„Þetta byrjaði allt fyrir tæpu ári síðan, þegar stríðið braust út. Úkraínumenn fóru að koma hingað til Íslands og við Olga tókum bæði eftir þörfinni fyrir tafarlausa sálfræðiaðstoð. Við erum bæði menntuð í þeirri faggrein, svo við fórum að vinna saman og höfum ekki gert annað síðan. Ég upplifi þetta dálítið eins og einn, samfelldan vinnudag, því við hættum aldrei.“

Fyrir utan sálfræðiþjónustuna er einnig hægt að nálgast föt og leikföng, auk þess sem þau bjóða upp á gagnlegar upplýsingar fyrir flóttafólk sem er nýkomið til landsins.

„Mörg þeirra sem eru að koma frá Úkraínu byrja strax í sjálfboðaliðastarfi hjá okkur, og við reynum að hjálpa

Ukrainians in Ukrainians in

& Lísa Margrét Gunnarsdóttir
Helen Seeger

Úkraínumenn á Íslandi Úkraínumenn á Íslandi

þeim sem eru nýkomin að átta sig á því hvernig Ísland virkar - hvernig á að nálgast Klapp-kort eða taka strætó, að fá kennitölu, þess konar upplýsingar. Við skipuleggjum líka viðburði þar sem fólk getur hist og gert hluti saman, prjónað eða tekið þátt í listmeðferð, því það getur hjálpað að vera umhverfis aðra og hafa eitthvað fyrir stafni.“

Yaroslav segir að margir Úkraínumenn sem hingað koma vilji byrja strax að vinna og læra tungumálið svo menntun þeirra geti nýst þeim í starfi á Íslandi.

„Fólk hefur mikinn áhuga á að læra bæði ensku og íslensku. Sum þeirra sem koma eru að bíða eftir stríðslokum, því þau vilja komast aftur heim, en önnur hafa misst heimili sín og vilja vera hér til frambúðar. Mörg hafa nú þegar fundið sér vinnu og eru virkilega spennt fyrir því að læra málið. Það er íslensk kona að nafni S ólborg sem kennir með okkur sem sjálfboðaliði. Hún reynir að koma einu sinni í viku í Áskirkju og kenna íslensku. Fólk elskar tímana hennar og það er magnað að fylgjast með því hvernig hún getur kennt fólki íslensku, á íslensku! En auðvitað er þetta mikil vinna fyrir eina manneskju.“

Yaroslav og Olga ætla sér að vera áfram á Íslandi og veita Úkraínumönnum sálfræðiþjónustu á móðurmáli þeirra, svo lengi sem þeirra er þarfnast. Yaroslav hyggst nýta sér reynsluna hér á Íslandi til þess að skrifa mastersritgerð sína, á meðan Olga hefur áhuga á að fara aftur heim til Úkraínu að stríði loknu

til þess að rannsaka þá sem tóku þátt í að verja landið.

Aðspurður því hvernig stúdentar háskólans geti hjálpað, segir Yaroslav að það sé alltaf velkomið að gefa föt, leikföng og annað, því flóttafólk komi oft til landsins með lítið sem ekkert í farteskinu, og að allt gefið geti hjálpað fólki að koma sér fyrir.

Þau sem vilja veita sjálfboðavinnu Olgu, Yaroslavs og Konstantins fjárhagslegan stuðning geta nálgast upplýsingar á heimasíðu þeirra, psyhelp.is, eða stutt Flóttafólk. Föt og leikföng má gefa í Neskirkju á mánudögum og fimmtudögum frá kl.18:00-20:00.

Stúdentablaðið leitar að sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að kenna íslensku og/eða ensku. Fyrirspurnir skulu berast í gegnum studentabladid@hi.is.

///

Ever since Russia’s invasion this past February, Ukrainian refugees fleeing the war have made the long and hard trip to Iceland. Among those dedicated to aiding them upon their arrival are three people; Olga Khodos, Yaroslav Pavlyuk and Konstantin Stroginov. In collaboration with the organization Flóttafólk, they provide their time, energy and resources to ensure the welcome and integration of Ukrainians in Iceland by offering them psychological aid.

The Student Paper paid the trio a visit in Neskirkja, where their busy work became immediately clear as the church’s community center filled with people, many of whom having arrived to speak with Olga, a psycho-analyst, or Yaroslav, a psychologist, or simply to have a coffee and a chat. Yaroslav took the time to sit down and provide information about their operation.

“It all started 10 months ago, basically, when the war broke out. Ukrainian people were arriving here in Iceland and Olga and I saw the need for providing immediate psychological assistance. As Olga is a psycho-analyst and I’m a psychologist, we started working together and we’ve been doing this ever since. It feels like one long workday, because we never stop.”

Aside from offering psychological services, the operation also involves donation of clothes and toys, as well as vital information for refugees arriving in Iceland.

“Many Ukrainians arrive and immediately start volunteering with us, and we try to help people who’ve just arrived by telling them how Iceland works - how to get a Klapp card and take the bus, the process of getting a social security number, information like that. We also provide a place where people can meet and partake in activities like knitting and art therapy, because it can help to simply meet other people and keep busy.”

Ukrainians in Iceland Ukrainians in Iceland

Olga Khodos, Yaroslav Pavlyuk and Konstantin Stroginov’s Volunteer Work Sjálfboðavinna Olgu Khodos, Yaroslavs Pavlyuk og Konstantins Stroginov

Yaroslav says that many Ukrainains who arrive in Iceland want to start working right away, as well as learning the language so that they can work in fields related to their education.

“People are very motivated to learn English and Icelandic. Some people are waiting out the war because they want to go back home, while others have lost their home and are motivated to stay. A lot of people have found jobs already and really want to learn the language. We have an Icelandic woman, S ólborg,

who volunteers with us. She tries to come once a week to Áskirkja and teach Icelandic. People love the classes and it’s amazing to watch how she can teach people Icelandic, in Icelandic! But of course, it’s a lot of work for one person.”

Yaroslav and Olga intend to stay in Iceland, to provide psychological help to Ukrainians in their native language while the need for their services is present. Yaroslav plans to base his Master’s thesis on his work here in Iceland, while Olga wants to go back to Ukraine after

the war and research those who fought in the war.

Asked about how the students of HÍ can be of assistance, Yaroslav says that clothes and other things are always welcome, because refugees often arrive with little to nothing, and any donations can help people get settled.

Those who want to support Olga, Yaroslav’s and Konstantin’s volunteer work can donate money via their website psyhelp.is, or donate to Flóttafólk. Clothes and toys can be donated by visiting Neskirkja on Mondays and Thursdays from 18:00-20:00.

The Student Paper is currently looking for volunteers interested in teaching Icelandic and/or English. Inquiries are to be sent to studentabladid@hi.is.

24
Ukrainians in Iceland Úkraínumenn á Íslandi
Helen Seeger & Lísa Margrét Gunnarsdóttir Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd / Photo: Guro Størdal Yaroslav og Olga veita úkraínsku flóttafólki sálfræðiþjónustu á móðurmáli þeirra
Tölum um til nningar! Sæktu Nova appið og fáðu sálfræðitíma á netinu á 7.990 með 2F1 hjá Nova. 2F1

Hið góða, hið illa og togstreitan á milli: Draumur, rætist?

Til er útbreidd kenning sem rekur fyrstu verksummerki siðmenningar aftur í tímann um 15.000 ár - kenning sem veltur á grónu lærbeini. Þannig svaraði mannfræðingurinn Margaret Mead spurningu nemanda síns um uppruna samfélags. Samkvæmt útskýringum Margaretar væru dýr í náttúrunni venjulega veidd og étin áður en lærbein gæti gróið. Að stærsta bein líkamans (sem tengist við mjaðmagrindina) hafi verið gróið, veitir vísbendingu um að hinn slasaði hafi fengið hjálp frá öðrum til þess að lifa af.

Hvort við tökum þessa kenningu trúanlega eða ekki málar hún upp áhugaverða mynd af því hvers vegna fólk vill trúa henni - það er djúpstætt í mannkyninu að trúa því að við séum ekki bara fær um að breyta rétt, heldur að gæska sé hluti af því sem gerir okkur mennsk. Er eitthvað til í því, eða erum við einfaldlega með (mjög) háleitar siðferðilegar kröfur til okkar sjálfra?

Hvers vegna er kærleikurinn ofar öllu?

Það virðist undarlegt að líta á gagnlega hegðun og friðsamlegar skoðanir sem undantekningu mannlegrar náttúru sem þarf að lofa þegar hún á sér stað. Sérstaklega í ljósi þess að manneskjur eru félagslynd dýr sem hafa dafnað vegna gjörða fárra í þágu margra. Heimurinn allur hélt áfram að breytast (og breytist enn) því átök hafa sífellt komið upp og verið leyst, hvort sem lausnin leiðir til betra eða verra ástands. Auk þess eru uppgjör átaka oft falin í einni hugmynd sem kynnt er til leiks af litlum hópi eða jafnvel einni manneskju.

Til þess að setja hlutina í samhengi: Samkvæmt sumum útreikningum hafa

50 milljarðar manna verið til á jörðinni síðustu 2000 árin, en samt byggist stór hluti nútímasiðmenningar á predikunum tveggja manna sem fæddust með 1950 ára millibili. Fyrri maðurinn kynnti heiminn fyrir átakalausri heimspeki sem snerist um að elska náungann og fyrirgefa þeim sem gerðu manni illt; seinni maðurinn viðurkenndi að átök væru til staðar í mennskum samböndum en boðaði lausn sem fólst í jafnrétti að öllu leyti fyrir utan skapgerð hvers og eins. Sorgleg endalok biðu beggja þessara manna því þeir umturnuðu samfélaginu og urðu í raun valdur að átökum milli ríkjandi hugmynda þeirra tíma - átök sem leiddu til neikvæðra viðbragða.

Hvaða gagn er í átökum?

Í sannleika sagt er ómögulegt að flokka mannkyn sem gott eða slæmt í eðli sínu, eða einu sinni flokka okkur

út frá átökunum sem hafa mótað okkur. James Gordon Rice, dósent við mannfræðideild HÍ, leggur áherslu á þessa staðreynd hvað varðar rannsóknir á átökum.

„Hugtakið átök felur í sér árekstur ólíkra gilda eða baráttu á milli tveggja hópa. Það getur átt við um nánar deilur milli einstaklinga eða lítilla hópa fólks, [...] eða stærri deilur á heimsvísu - ég læt sagnfræðinga og stjórnmála um að spá í átökum á stærri skala, á meðan sálfræðingar rannsaka nánar og persónulegar deilur. Mannfræðingar rannsaka átök sem eru mitt á milli þessara tveggja póla.”

Hann heldur áfram og ber saman tvær mismunandi tegundir faggreina sem virðast andhverfa hvor annarar þar sem þær leggja mismunandi áherslur á mikilvægi átaka innan þeirra sviðs.

Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd / Photo: Dino Ðula

The Good, the Bad and the Conflict: Dream, Come True?

„Jean Briggs gaf út fræga þjóðfræðibók snemma á áttunda áratugnum sem heitir Never in Anger ásamt einum af fáum hópum Inúíta sem enn búa á heimskautasvæði Kanada og lifa á hefðbundinn hátt. Í þeirra menningu er lögð áhersla á að að veita átökum og tilfinningahita, sérstaklega ef um reiði er að ræða, aðhald. Gert er ráð fyrir því að börn missi stjórn á tilfinningum sínum, en annað gildir um fullorðna og er sérstaklega litið niður á reiði og ofbeldi Á svipuðum tíma í sögunni gaf Napoleon Chagnon út hina umdeildu bók The Fierce People, þjóðfræðirit sem fjallar um Yanomamö, Amazonættbálk, sem boðar gjörsamlega andstæðan boðskap; þar sem ofbeldi er skilgreint bæði sem viðurkennd leið til að leysa átök og jafnvel sem dyggð.“

Hugmyndin um að átök eigi sér djúpar rætur í mannlegu eðli finnst James

ekki skipta máli nema við leggjum áherslu á að skoða félagslega þætti átaka og lærum þannig af þeim.

„Að breyta mannlegu eðli okkar til að bregðast við átökum er ekki endilega mögulegt eða praktískt, en það sem eftir stendur er félagsleg svörun og það er í raun rauði þráðurinn í því hvernig við höfum höndlað átök í gegnum tímans rás, hvort sem svörunin leiðir til umbóta eða gerir illt verra - siðir, málamiðlanir, siðgæðisreglur, lög, refsiaðferðir og stríðsrekstur og svo mætti lengi telja eru allt leiðir hannaðar til þess að koma í veg fyrir eða leysa átök.“

Að bjóða kinnina

Margir þættir lífs okkar eru hvorki góðir né illir í eðli sínu; það er frekar mannlega svörunin við þessum þáttum sem ljáir þeim siðferðilegt vægi. Einmitt þannig virka átök -

kringumstæður eða samfélagsleg staða - sem getur haft í för með sér jákvæðar eða neikvæðar afleiðingar, sem veltur á fólkinu sem tengist þeim, skoðanirnar sem það aðhyllist og þeirra eigin sannfæring. Því er miður að þau fáu sem hafa umsvifin til þess að koma af stað samfélagslegum breytingum og stýra átökum taka oft ákvarðanir með sína eigin hagsmuni eða hagsmuni fárra að leiðarljósi. Það er svo margt í okkar samtíma sem er ósanngjarnt, óréttlátt og í ójafnvægi eingöngu vegna þess að samfélagið er byggt upp á brothættu egói ófullkominna manneskja.

Kannski er vegferð mannsins í átt að hinu góða fólgin í höndum fjöldans, þar sem hagsmunir hinna mörgu vega þyngra en einstaklingsmiðuðu gildin sem eru ríkjandi á okkar tímum. Kannski, ef mannfólk væri gott í eðli sínu, myndu átökin sem við stöndum frammi fyrir færa okkur eitt skref áfram í átt að betri heimi. En þar til þetta verður raunin sitjum við uppi með þá staðreynd að við getum boðið hina kinnina, haldið í drauminn og munað að gosdrykkjaauglýsingar prýddar frægu fólki munu aldrei leysa vandann.

///

A commonly shared story dates the first sign of civilization back 15.000 years ago to – a healed femur bone. This claim has been attributed to an anthropologist named Margaret Mead, who was asked that question by her student. She continued to explain that, in nature, animals were hunted and eaten before they could heal. Thus, a healed femur bone (the largest bone, connecting the hip to the knee) meant the injured person received help from others in order to survive.

Hið góða, hið illa og togstreitan á mill: Draumur, rætist?

To believe in this story or not is irrelevant to this article but it paints an interesting picture of why people believe in it – because we deeply believe that humans are not only capable of doing good, but that doing good is a part of who we are. But is this really true or do we just hold ourselves to a (very) high standard?

Why is kindness a virtue?

It is strange to view beneficial actions and peaceful opinions as an exception to human nature that needs to be praised when present. Especially since humans are social animals that have been prosperous because of the actions of a few, for the benefit of many. The entire world kept on changing (and still is) because conflicts keep being introduced and solved, for better or for worse. And the solution was often spearheaded by one prevailing thought, usually championed by a small faction or even a single person.

To put this into context: by some calculations there have been 50 billion people on Earth in the past 2000 years but much of modern civilization is built on the preaching of two men who lived roughly 1950 years apart. The first one followed a non-conflict philosophy of loving each other and forgiving those who had wronged you; the other one acknowledged that conflict existed in human relationships but saw a solution in equality amongst people in everything but the human character. But, alas, both men met a tragic end because they usurped the status quo and introduced conflict to the ruling ideas of their times. A conflict which was met with negative reactions.

Conflict, what is it good for?

The truth is it is impossible to qualify humanity as good or bad or the conflict it is built upon, for that matter. James Gordon Rice, an associ -

ate professor in anthropology at HÍ brings up that notion several times when talking about the complexity of researching conflict.

“‘Conflict’ implies a clash between opposing views or a struggle between parties. It can refer to intimate, low-scale interpersonal conflicts between individuals or small groups of people, […] to large-scale, global conflicts between nation states or multinational blocs like NATO with other factions. On my part, I tend to leave the macro-level approach to historians, political scientists, and security studies and interpersonal conflict to others like psychologists. Anthropologists tend to work more at a mid-range.”

He goes on by comparing two different studies that seemingly oppose each other as they put a different importance on the conflict in their communities.

“Jean Briggs published a famous ethnography in the early 1970s called Never in Anger, with one of the last groups of Inuit people in Canada’s arctic, living what you could call in a ‘traditional’ manner. In this environment, conflict and expressions of emotion, especially anger, are held in check. Infants and children are expected to lose control of their emotions, not adults, with anger being the most frowned upon form in this society, let alone open conflict. In contrast, around the same time Napoleon Chagnon published the controversial The Fierce People, an ethnography of an Amazonian people, the Yanomamö, which portrayed a rather stark opposite, in which violence was not only seen as a legitimate means to an end, but basically a virtue.”

Honoring his profession and personal interests, James believes that the connotation of conflict being at the heart of human nature is an unnecessary conversation to have because if we are to learn from it

The good, the bad and the conflict: Dream, come true?

and move forward, we can only do so by focusing on the social aspect of it.

“Changing our nature as a response may not be possible or practical, so what we get are social responses and this is how we have handled conflict throughout history, for better or worse - customs, mediation, morals, ethics, laws, forms of punishment, warfare and so forth designed to deal with conflict prevention or resolution.”

I have a cheek...

Many aspects of life are not intrinsically good or bad; it is rather the human reaction to it that gives it the moral and ethical value. Conflict is just like that – the state of things, the fact of the matter – that can bring positive or a negative income, depending on the people involved, their internal beliefs, and the strength of their convictions. It is unfortunate that those few that have the power to incite changes and direct the conflicts, often act out of the interests of specific groups they themselves belong to or represent. So much of the modern world is unfair, unjust and unbalanced but only because it is built on fragility of the ego, by flawed beings.

Maybe the right path forward lies in the hands of the many, where the interest of the greater good would be put above the individualistic values that the modern world nourishes. Maybe if humans were inherently good the conflicts we would face would always take us one step forward into a better world. But until then we are left with the other cheek, a dream and the knowledge that no amount of fizzy drinks commercials with “famous” people will help solve it.

28
Dino Ðula

Að láta gott af sér leiða

Saba Karanadze Kobasson (hann/ hans) er einn af næstum 3.000 sjálfboðaliðum Rauða krossins, en auk þess stundar hann nám í mannfræði við Háskóla Íslands. Hann slóst í hópinn fyrir einu og hálfu ári síðan, og lýsir þeim tíma sem gefandi og fjölbreyttum.

„Þetta er mjög sveigjanlegt, sem sjálfboðaliði er eina skyldumætingin þátttaka tvisvar í mánuði, sem er þægilegt því flest okkar vinna eða stunda nám. En þetta er sveigjanlegt í báðar áttir, svo ef þú brennur fyrir einhverri hugmynd eða langar að skipuleggja viðburð, hefurðu tækifæri til þess að láta það verða að veruleika. Við fáum aðgang að alls kyns fróðleik tengdum mannúðarstörfum og hljótum þjálfun - þar sem við lærum að veita flóttafólki sálrænan stuðning, framkvæma skyndihjálp og fleira.“

Verkefni sjálfboðaliða eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg; stuðningur við flóttafólk og innflytjendur, tungumálakennsla, skaðaminnkun svo fátt eitt mætti nefna. Saba hefur orð á því að mörg verkefnanna hafi það að markmiði að færa fólk saman og styðja við þau þannig.

Rauði krossinn á Íslandi, stofnaður þann 10. desember árið 1924, hefur verið íslensku samfélagi innan handar í tæplega 100 ár. Starfsemin hefur lengi verið brautryðjandi afl á sviði heilbrigðis- félags- og fræðslumála og mörg fyrri verkefni félagsins eru nú starfrækt af íslenska ríkinu, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum.

Samkvæmt stefnu félagsins til ársins 2030 verður áhersla lögð á fimm megináskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir í nálægri framtíð; hamfarahlýnun, krísur og hamfarir, heilbrgiði, farendur og jaðarsetningu. Starfsemin reiðir sig að stórum hluta á fjölbreytt sjálfboðaverkefni, vettvang sem gerir fólki kleift að taka virkan þátt í að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt.

„Ég hef mestmegnis tekið þátt í að skipuleggja félagslega aðstoð fyrir flóttafólk og íþróttatengda viðburði. Það er gagnlegt því mikið af því fólki sem er nýkomið til Íslands er að bíða eftir að umsóknin þeirra verði afgreidd, og það vantar eitthvað að gera, þau þurfa að hitta fólk. Youth Club, verkefnið sem ég er hluti af, styður við fólk með því að leggja áherslu á félagslega þætti. Aðalfundirnir okkar á þriðjudögum einkennast af þúsund

Lísa Margrét Gunnarsdóttir
29 Doing Some Good: Volunteering With the Red Cross
láta gott af sér leiða: Sjálfboðastarf Rauða krossins
+ Sjálfboðastarf Rauða krossins + Saba Karanadze Kobasson

Doing Some Good

+ Volunteering With the Red Cross +

hugmyndum um hvað við gætum skipulagt næst. Við syngjum saman, eldum, förum í leikhús, við gerum skemmtilega hluti - mennska hluti.“ Ástæður fyrir þátttöku í sjálfboðastarfi er persónubundin, en algengast er að fólk finni fyrir þörfinni til þess að leggja sitt af mörkum í samfélaginu, að vinna að verðugu málefni og að hjálpa þeim sem minna mega sín. 1) Saba segir að hans eigin áhugi hafi komið til vegna ástríðu hans fyrir alþjóðasamskiptum, auk þess sem hann langaði til þess að láta gott af sér leiða.

„Sumir hlutir eru gerðir í þágu mannlegra gilda, og þú getur tekið virkan þátt með því að leggja rækt við verkefni án þess að það sé í gróðaskyni. Við lifum á öld peninga og vaxta, en starf af þessu tagi opnar augu manns fyrir því að kapítalismi er ekki það sem skiptir mestu máli í heiminum. Ég hef mikinn áhuga á diplómatísku starfi og auðvitað átti það hlut í áhuga mínum, en þess fyrir utan áttaði ég mig á því að suma hluti langar mig að gera í lífinu einfaldlega vegna þess að mig langar það, því þeir samræmast mínum gildum. Ef þig langar að komast að fleiru um heiminn og kynnast öðrum menningarheimum, hvet ég þig til að koma í Rauða krossinn. Þetta er reynsla sem kennir manni margt, bæði í faglegum skilningi en líka í persónulegum skilningi.“

Þau sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar Rauða krossins eru

hvött til þess að skrá sig með því að skanna QR-kóðann sem fylgir greininni. Nánari upplýsingar um sjálfboðastörf Rauða krossins er að finna á heimasíðu samtakanna: raudikrossinn.is

///

The Icelandic Red Cross, founded on December 10th, 1924, has served the Icelandic community for nearly 100 years. The organization has long been a leading figure when it comes to healthcare, social care and humanitarian aid, and many of its former projects are now overseen by the government, Iceland’s municipalities and other public officials.

The Icelandic Red Cross’ strategy from 2021 - 2030 includes five focal challenges; climate change, crises and disasters, health, mass migration and marginalization. Their mission revolves around volunteer programs and mobilizes people who want to take active part in changing their environment for the better.

Saba Karanadze Kobasson (he/ him) is one of Red Cross’s almost 3.000 volunteers who studies anthropology at the University of Iceland. He joined the team a year and a half ago, and describes his experience as rewarding and versatile.

“It’s quite flexible, there's never an obligation to volunteer more than

twice a month, which is great since most of us work or study. But it’s flexible both ways, so if you have an idea for a project or activity, you have the opportunity to make it happen. The Red Cross also provides humanitarian education and training courses to all volunteers - where we learn how to provide psychosocial support to refugees and perform first aid, among other things.”

The volunteer programs are as many as they are varied; supporting refugees and migrants, language teaching and harm reduction to name a few. As Saba puts it, many of the programs aim to bring people together and support them.

“I’ve mostly been part of social activities for refugees and asylum seekers, as well as organizing sport events. It’s a good thing because a lot of people who’ve just arrived in Iceland are waiting for their application to be processed, and they need something to do, they need to meet people. Youth Club, the project I’m a part of, emphasizes the social aspect of supporting refugees. Our general meetings on Tuesdays are filled with a thousand ideas about what kind of events or activities we want to organize next. We sing, cook, go to the theater, we do fun things - human things.”

The motivation to volunteer differs between people, but the most common reasons tend to be the urge to benefit society, to be part of a

Lísa Margrét Gunnarsdóttir 30
Translation: Photo:

Að láta gott af sér leiða: Sjálfboðastarf Rauða krossins

worthy issue, and to help people in marginalized positions. 1) Saba says his interest stemmed from his passion for international relations, as well as the pull to contribute to something good.

“Some things exist to uphold human values, and you can contribute to those values by growing something that doesn’t revolve around financial gain. We live in an era of money and interest, but this sort of work makes it clear that capitalism

is not the biggest deal in life. I’m interested in diplomatic work and so of course that’s part of my motivation, but beyond that I realized that sometimes, I want to do things in life simply because I want to do them, because they align with my values. If you want to find out more about the world and get to know other cultures, come to Red Cross. It’s an experience that teaches you a lot, both in a professional sense and in a more personal sense.”

Those interested in becoming Red Cross volunteers are encouraged to sign up by scanning the QR-code next to the article. More information about the Icelandic Red Cross’ volunteer programs can be found on their website: raudikrossinn.is.

1 Steinunn Hrafnsdóttir, Ómar H. Kristmundsson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir. 2017. Hvers vegna gerist fólk sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum á Íslandi? Tímarit félagsráðgjafa 1(11): 11-17.

Doing Some Good: Volunteering With the Red Cross
31
Langar þig að aðstoða flóttafólk við að koma sér fyrir í íslensku samfélagi? Verkefnið stendur yfir í 6 mánuði 4-6 tíma í mánuði Sæktu um að vera sjálfboðaliði í íslenskuþjálfun eða félagslegur stuðningur fyrir flóttafólk www.raudikrossinn.is

Rotnandi Sælustundir

Þegar hatur nær fótfestu á björtum stöðum

Óþægindi leiða af sér skort á góðmennsku. Fólk bregst illa við aðstæðum þar sem hvatarnir á bak við þær eru óljósir, og þetta er enn sannara þegar kemur að hugtökum sem hrófla við trúgirni fólks. „Bestu“ hryllingsmiðlarnir, hvort sem það eru kvikmyndir eins og American Psycho, eða tölvuleikir eins og Silent Hill 2 eða Omori, sýna fram á að nískasti og djúpstæðasti óttinn leynist undir yfirborði ánægju eða rétt handan við hið mögulega. Kannski stafar þessi ótti af hamingju í bland við undarlega birtingarmynd verndarhyggju, þar sem við tengjum æ dýpra við það sem við skynjum sem „okkur“ og gefum okkur með óljósum rökum að aðrir séu siðferðislega óæðri, „hinir“. Hatur og umburðarleysi grasserast á margan hátt, en gömlu höfuðsyndirnar, sjö talsins , eru ágætis mælikvarði til þess að gera grein fyrir þeim mismunandi þáttum sem leiða til öfgahyggju:

Losti, sem er ef til vill minnst augljósa erfðasyndin sem tengist öfgum, er þó oft drifkrafturinn að baki útlendingahatri - hægt er að finna lifandi dæmi þess í löndum þar sem ríkir mikil andúð í garð hjónabands þar sem aðilar eru með ólíkan trúarlegan bakgrunn Græðgi er tilfinning sem drífur áfram þröngsýnar hugmyndir um hvað sé best fyrir samfélagið Ágirnd tengist þránni í meira en það sem myndi nægja öllum: „Verst að þetta fólk er hér, við gætum átt svo miklu meira án þeirra“ Leti raungerist í hugleysi „góða fólksins“ sem getur greint rétt frá röngu en skortir getuna eða drifkraftinn til þess að grípa til aðgerða Reiði er ríkjandi aflið sem knýr hina „fáu útvöldu“ til aðgerða sem þjóna þeirra eigin grundvallarhvötum sem sagðar eru vera „til almannaheilla“ Öfund er náinn frændi græðgi og ágirndar hvað varðar öfgafullar aðgerðir, hér verða engar tilvísanir taldar fram til að bera saman við „betra samfélag“ Hroki er forveri flestra ofangreindra erfðasynda, og sú sem er erfiðust viðureignar, því hroki er fullvissan um að eigin gjörðir þjóni samfélaginu

Með þetta í huga er engin ofangreindra erfðasynda boðberi öfgahyggjunnar upp á eigin spýtur - það eru fyrst og fremst fáfræði og ótti sem stuðla að öfgum, eðlisgallar sem alltaf er hægt að fyrirgefa en við ættum aldrei að gleyma. Að halda því fram að fáfræði og ótti séu „ekkert til að skammast sín fyrir“ eða að það sé „fullkomlega

skiljanlegt“ að vera annaðhvort fáfróð eða óttaslegin manneskja, í besta falli ábyrgðarlaus og eftirlát, eða í versta falli (eins og margir stjórnmálamenn og stjórnendur eru) ábyrgir fyrir því að ala vísvitandi á ótta almennings.

Við skulum ekki vera ómyrk í máli, fyrir hönd fólksins sem brotið er á og skortir mannréttindi þrátt fyrir að búa, starfa við og virða lög samfélagsins - fyrir þeim er þögn jafn slæm og fordæming. Heimurinn hefur löngum verið baðaður í blóði og átökum, og viðbrögðin í kjölfarið eiga það til að velta á því hversu nálægt fórnarlömbin standa okkur, hvort þau tilheyra „okkur“. Þetta kann að hljóma eins og svartsýnt sjónarmið, en það er mikilvægt að muna að einu skrímslin sem fyrirfinnast eru mennsk. Allar brottvísanir, allir dómar og allir glæpir, þó hugmyndinni um hlutleysi sé haldið á lofti, velta á vali einnar manneskju, eða viðbrögðum fárra.

Ábyrgð á þessum aðgerðum er hverfult fyrirbæri. Það er allt of auðvelt að yppa öxlum því ábyrgð, skuldbindingar og önnur lagamál vernda, verja og vinna að því að tryggja langvarandi tilvist valdamannvirkja, án tillits til þeirra mörgu sem brotna í tannhjólum þeirra. Samkennd er aldrei nóg ef við erum „bundin í báða skó“. Við verðum öll, hvert og eitt einasta, að taka ábyrgð á samfélagshatri og stemma stigu við vexti þess. Hin hliðin á málinu er auðvitað stöðugur straumur upplýsinga og falsfrétta á netinu, lokuð netsamfélög sem spúa hatri, og „opinberir“ aðilar eða stofnanir eins og Twitter (sem stendur frammi fyrir eyðileggingu vegna nýs forstjóra þess, arðræningjans Elon Musk, sem gekk svo langt að enduropna aðgang annars loddara, Donalds Trump) sem gera fólki kleift að gleðjast yfir hvers kyns misupplýstum hvötum gegnsýrðum af kven-og útlendingahatri. Löngunin til þess að vera ánægður með sjálfan sig, án þess að vera í raun og veru góður, er öflugur hvati. Þegar skoðanir verða of öfgakenndar fyrir útbreiddustu fjölmiðlana, spretta upp aðrir valkostir eins og Koo á Indlandi, Truth Social og Parade í Bandaríkjunum. Að fá að hata, að fá að vera illa upplýstur eru samfélagsmein sem varða almannavernd. Það sama á við um fullvissu einstaklingsins um eigin yfirburði og stórmennsku. Það er auðvelt að koma auga á sprungurnar í umburðarlyndu og samþykkjandi yfirborði samfélagsins. Takið eftir og hryllið ykkur yfir gildrunum sem lagðar eru fyrir innflytjendur af okkar eigin Útlendingastofnun, gefið gaum að lengdum afgreiðslutíma sem sundra fjölskyldum

33
Rohit Goswami

Rotting Idylls

Festering Hate in Bright Places

þrátt fyrir „betri atvinnuaðstæður“ fyrir hin fáu heppnu sem ekki eru neydd til þess að fara í gegnum þetta ferli. Með niðurlægingunni og þeirri stöðugri vanlíðan sem fylgir því að vera erlendur sérfræðingur í útlöndum, er engin furða að innflytjendur haldi fastar í hugmyndir sínar um heimalandið og „samfélag“, þó að það geti að lokum orðið skaðlegra en nokkuð annað.

Ég er nógu gamall núna til að líta í kringum mig á heiminn og muna eftir því hvernig mér bauð við grimmdarverkunum á meginlandi Afríku, grimmdarverkum alls staðar, og ég er langþreyttur á normalíseringunni sem máir út þessi voðaverk. Bara til þess að verða vitni að endapunktinum, niðurlægingunni sem fylgir smættun flóttafólks niður í „vandamál“ af glæpamönnum, aftur og aftur.

Að fylgjast með þeim sem búa við forréttindi, við fæðingu eða vegna stöðu eða aðstæðna, yppa öxlunum óþægilega og líta í hina áttina, eða það sem verra er - bera smávægileg vandamál sín saman við þeirra sem ganga í gegnum hluti sem eru ofar skilningi flestra, er sjúkt

Að sjá hvernig restin tekur skarpa hægri beygju og mótar sjálfsmynd sína út frá hugmyndum þjóðernishyggju andspænis voðalegum andstæðingi, á meðan aðgerðum í þágu þjóðar sem venjulega væru ekki liðnar er sópað undir teppið. Það eru engin auðveld svör til staðar.

Þar sem frelsi, góðmennska og menntun þrífast, þar getum við vonast eftir betri heimi, en þangað til verðum við að vera vakandi og hefja upp raustina hátt og snjallt hvenær sem mannlegum gildum er ógnað. Við verðum að vera miskunnarlaus í skilgreiningu okkar á mannréttindum, svo réttindi eins nái ekki svo langt að þau brjóti á réttindum annarra. Við getum keppst við að ná takmarkinu um einhvers konar fyrirmyndarland, en við verðum stanslaust að veita myrkrinu aðhald til þess að koma í veg fyrir að hatur fái að grassera - hatur sem þrífst í skúmaskotum og þögn, í ósögðum hugsunum og niðurbældum gjörðum. Við verðum að berjast til eilífðarnóns við að draga úr þessum hvötum, innra með okkur og á meðal okkar nánustu.

Discomfort drives unkindness. People react poorly to situations where motivations elude them, and this is doubly true of concepts which stretch the credulity of those involved. The “best” horror media, be it films

like American Psycho, or games like Silent Hill 2 or Omori, the closest and visceral fears lie beneath the surface of pleasantries or just beyond the realm of the possible. Perhaps it comes from happiness mixing with a strange sort of protectionism, the deepening of bonds between a perceived “us” and the nebulous and clearly morally decrepit “them”. Many are the guises under which hate and intolerance fester, but the old cardinal sins, seven in number, collectively lead well to a working definition of what grows extremism: Lust, perhaps the least immediately obvious, the driving force for most xenophobes, exemplified in countries with strong aversions to religious interconversions due to weddings Gluttony, for promulgating narrow minded ideas of what might be best for the community Greed , for more than what could be sustained over multiple people: “Too bad these other people are here, we could have so much more without them” Sloth, exemplified by the craven “good people” who know wrong from right but lack the ability or mobility to take action Wrath, the predominant impulse driving the special “chosen few” who opt to act out on their basest urges for the “greater good” Envy, a close cousin to Gluttony and Greed in this context, with no neighbors, there would be no references to compare against for “a better society” Pride, the precursor to most, and hardest to tame, the willing belief in the perfection or “best efforts” of oneself and people of the community

Yet it is none of these, but those flaws of character which are always forgiven but never forgotten, ignorance and fear, which are the harbingers of extremism. To say there is “no shame” or that it is “perfectly understandable” to be either ignorant or fearful is at best irresponsible and enabling, or at worst (as many politicians and administrators are) being culpable for knowingly whipping up the masses.

Let us not mince words, for the people without legal voice, for people denied rights in spite of living and working and respecting the laws of their community, for them, silence is as bad as a condemnation. The

34
///
Þýðing / Translation: Victoria Bakshina · Mynd / Photo: Gustavo Muñoz Soriano
Rohit Goswami

world is always bathed in blood and conflict, the outrage expressed is merely a matter of how close to one’s “own kind” is. Cynical though this sounds, it is important to recollect that there are no monsters beyond men. Every deportation, every judgment, every crime, no matter the strictures of impartiality boil down to a single person’s choice, or to the machinations of a few.

process. With the humiliation and constant distress of being even a foreign expert in a foreign land, little wonder then, that immigrants often double down on their perceived notions of their home country and their “community” though this too is ultimately more damaging than anything else.

I am old enough now to look around at the world, to remember the outrage for atrocities in the global South, in the African subcontinent, everywhere, to see with a sickening tiredness, the way normalization smoothes out these atrocities. Only to see the final degradation, the denigration which transforms refugees into “problems” and criminals play out over and over again.

To watch those more privileged, by birth or status or even circumstance shrug uncomfortably and look the other way, or worse - compare unequally their petty problems to those being tested in ways beyond most people’s comprehension is sickening.

To see how those left behind take a sharp right towards hypersensitive tropes of patriotic selves and nationalistic identities in the face of a horrific adversary, while actions which would not normally be condoned are simply covered by a veil. There are no easy answers.

Responsibility for these actions is a fickle thing. It’s all too easy to shrug off accountability, liability and other legalese protect, defend and work to ensure the prolonged existence of structures of power, heedless of the many crushed within its cogs. Empathy is never enough if one's “hands are tied”. We must all, every one of us, take responsibility for communal hate and stem its growth. The flip side is of course, with the influx of information and misinformation online, with gated communities spewing hate, and “public” entities like Twitter (actively being demolished by its new CEO, the exploitative Elon Musk, who even reinstated a fellow scammer Donald Trump) enable people to exult in their every misinformed, misogynistic, xenophobic urge. The desire to feel good about oneself, without recourse to actually being good, is a powerful motivator. Indeed, when thoughts are too extreme for the more public channels, alternatives spring up, Koo in India, Truth Social, and Parade in the United States of America. To be allowed to hate, to be allowed to be misinformed, these are public safety concerns. So too is the ability to be satiated with a sense of superiority and one’s own magnanimity. The cracking veneer of any society’s sheen of acceptance and tolerance is easy enough to judge. Take note and cringe at the bait traps set for immigration hopefuls at our own Directorate of Immigration, watch the lengthening “processing times” divide families in spite of “better working conditions” for the lucky few not forced to go through the

Where freedom, kindness and education thrive, there we may hope for a better world, but until then, we must remain vigilant and speak out loudly and often at every slight to the concept of human decency. We must opt to be ruthless about ensuring that one’s rights end when they begin to encroach on those of others. We may strive for an idyll, but we must forever watch the shadows to keep hate from festering - hate which thrives in silence and dark places, in unexpressed thoughts and repressed actions. We must struggle eternally to mitigate these urges, within ourselves and our neighbors.

35

Friður fyrir öll, friður fyrir gleymda fólkið

„Ég neita að samþykkja þá hugmynd að mannkynið sé svo hörmulega bundið stjörnusnauðu miðnætti rasisma og stríðs að hinn bjarti morgunn friðar og bræðralags verði aldrei að veruleika.“

Þrátt fyrir þessi kraftmiklu og djörfu orð Martin Luther King, Jr. endurspeglast okkar dapri veruleiki því miður ekki í þeim. Ekki misskilja - ég meina ekki að við ættum að gefa heimsfrið upp á bátinn en frekar það að heimsfriður verður aldrei einfalt verkefni. Líttu í kringum þig og taktu eftir ófriðnum sem ríkir um allan heim. Nýlega Úkraínustríðið, aðskilnaðarstefnan sem þvinguð er upp á Palestínumenn og átökin milli Armeníu og Azerbaijan eru allt góð dæmi um átök sem sem hrófla við friði á heimsvísu. Þrátt fyrir að flest lönd í heiminum hafi skrifað undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um friðsamlegar úrlausnir deilna, þrátt fyrir bann við valdbeitingu nema þegar um sjálfsvörn er að ræða og þrátt fyrir vinnu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, hefur heimsfriður aldrei orðið að veruleika.

Engu að síður miðar þessi grein að því að ræða átök sem yfirleitt komast ekki að í sviðsljósinu og kalla eftir friði fyrir öll án mismununar. Frið fyrir gleymda fólkið. Þú gætir verið að velta fyrir þér hvað ég á við með „gleymda fólkinu“. Í þessu samhengi á ég við um innfædda þjóðflokka . Þá gætirðu hugsað með þér hverjir þessir innfæddu þjóðflokkar séu - sem er mjög skiljanlegt, enda þekkjum við ekki öll sögur þeirra sem er nákvæmlega ástæða þess að ég kýs að nota orðin gleymda fólkið

Hér er vert að nefna að hugtakið „innfæddir þjóðflokkar” á sér enga almenna skilgreiningu í alþjóðalögum. Án þess að flækja málið með lagalegu fagmáli þá er innfætt fólk hluti af ættbálkaþjóðfélögum sem greina sig frá samfélaginu sem býr í landinu vegna félagslegra, menningarlegra og efnahagslegra þátta. Áætlað er að ríflega 370 milljónir manns tilheyri innfæddum þjóðflokkum í Asíu, Afríku, Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Sem dæmi má nefna Sama á Norðurlöndum og Inúíta í Kanada.

Vegna einstakra siða sinna, menningar og ríkra auðlinda á ósnortnum löndum þeirra hafa innfæddir þjóðflokkar orðið fyrir stórbrotnu óréttlæti í gegnum tíðina. Þetta óréttlæti felur meðal annars í sér þvingaðan brottflutning eða þvingaða aðlögun að ríkjandi samfélagi. Þetta brýtur

á

grundvallarmannréttindum þeirra, þar á meðal rétti þeirra til lífs. Vegna alvarleika og flækjustigs málsins hafa ýmis bindandi og óbindandi verkfæri verið innleidd til að vernda réttindi þessara viðkvæmu hópa. Gott dæmi um slíkt löglega bindandi verkfæri er ráðstefna Alþjóðavinnumálastofnunar um innfædda þjóðflokka og ættbálkasamfélög. Vert er að nefna að þessar aðgerðir bundu í raun ekki enda á þjáningu innfæddra þjóðflokka þar sem ríki halda áfram að brjóta á réttindum þeirra enn þann dag í dag, með því að leita að og arðræna náttúruauðlindir á landsvæðum þeirra án samþykkis, án þess að einu sinni deila ávinningnum með þeim.

Friður fyrir innfædda þjóðflokka væri einnig liður í því að berjast gegn loftslagsvánni í heild sinni, sérstaklega á átakasvæðum. Rannsóknir sýna til dæmis að í Amazonregnskóginum er minni mengun og minna um skógarhögg á landsvæðum innfæddra þjóðflokka í samanburði við landsvæði sem ríkisstjórnir ráða yfir. Því má færa rök fyrir því að með því að standa vörð um og tryggja réttindi innfæddra þjóðflokka myndum við jafnframt stuðla að friði milli mannkyns og móður jarðar.

Samkvæmt því sem fram hefur komið kallar þessi grein á frið fyrir innfædda sem þjóðflokka en einnig sem einstaklinga sem eiga tilkall til grunnmannréttinda sem tryggð eru öðrum með innlendum og alþjóðlegum lögum. En spurningin sem situr óneitanlega eftir er þessi: Munu þjóðríki forgangsraða réttindum innfæddra þjóðflokka fram yfir efnahagslega hagsmuni sína?

///

“I refuse to accept the view that humankind is so tragically bound by the starless midnight of racism and war and that the bright daybreak of peace and brotherhood can never become a reality.”

Such words by Martin Luther King, Jr., despite being powerful and ambitious, regrettably do not reflect our sad reality. Do not get me wrong - I am not trying to say that we should give up on peace, rather that we must understand that it is never going to be easy. Look around you and notice the absence of peace all over the world. The recent Ukraine war, the apartheid regime forced upon Palestinians, and the Armenian-Azerbai -

36
Ahmed Khaled Rdwan Þýðing /
Translation: Heiður Regn Einars
·
Mynd
/
Photo: Aningaaq Rosing Carlsen

Peace for Everyone, Peace for the Forgotten People

jani conflict are all good examples of such conflicts threatening world peace. Despite the fact that most of the countries around the world are parties to the United Nations Charter that provides for the peaceful settlement of disputes, despite the prohibition of the use of force except in cases of self-defence, and despite the efforts of the United Nations Security Council, world peace has never become a reality.

Notwithstanding the foregoing, this article aims to address conflicts that are normally not in the spotlight, and call for peace for everyone without discrimination. Peace for the forgotten people. You might be wondering now what I mean by “The forgotten people”. I am using this term to refer to Indigenous peoples. You might still be wondering who these indigenous peoples are - which is totally fair, since not all of us are aware of their stories and that is exactly why I choose to refer to them as the forgotten people.

It is worth noting that the term “Indigenous peoples” has no universally accepted definition under international law. However, in simple words, and without using sophisticated legal terms, indigenous peoples are tribal peoples whose social, cultural, and economic conditions distinguish them from the community of the country they live in. It is estimated that there are more than 370 million indigenous peoples around the world living in Asia, Africa, Europe, and the Americas. Some examples of indigenous groups are the Saami people in the Nordic countries and the Inuit people in Canada.

Given their unique and distinct character, and the richness of their untouched lands, indigenous peoples have been suffering from severe injustices throughout history. These injustices include, but are not limited to, forced evictions and forced assimilation. The aforementioned injustice violates their basic human rights including their right to life. Given the gravity and complexity of the situation, some binding and non-binding instruments have been adopted in order to protect the rights of these vulnerable groups. A good example of such instruments is the legally binding International Labour Organization convention on indigenous and tribal peoples. It is worth noting that

the adoption of such instruments did not really end indigenous peoples' suffering where states continue violating their rights to this day, by searching for and exploiting the natural resources within their territories without their consent, and without even sharing the benefits with them.

Peace for indigenous peoples could also help us combat environmental degradation in general, specifically in areas of special interest. In the Amazon rainforest for example, studies show that levels of pollution and deforestation in indigenous territories are substantially lower than areas under government control. Accordingly, protecting the rights of indigenous peoples not only maintains a peaceful life for these vulnerable groups, but could also be a factor in facilitating peace between humankind and mother earth.

Based on the foregoing, this article does call for peace for indigenous peoples, not only as distinct peoples, but also as individuals entitled to all human rights enjoyed by others under national and international law. However, the question remains: Would states outweigh the rights of indigenous peoples over economical interests?

ÁTÖK SEM STUÐLA AÐ FRAMFÖRUM

Hugtökin friður, framfarir og átök eru erfið og eiga sér margar mismunandi hliðar. Auðvitað er mikilvægt að standa vörð um það sem þér finnst rétt, en á sama tíma getur það líka verið rót margra átaka (því fólki kemur ekki saman um hvað sé „rétt“). Í nútímanum er friður hugsjón - því miður er hann ekki raunin, og þó að við ættum öll að láta í okkur heyra hvað varðar okkar eigin réttlætiskennd, er ekki alltaf öruggt að hefja upp raust sína.

Stóra samhengið

Mörg lönd hafa komið á fót lögum sem vernda frelsið til þess að koma saman, frelsið til þess að tjá sig og skoðanafrelsi. Hugmyndin felst í því að þessi réttindi geti átt sér stað á friðsælan hátt og að hægt sé að tjá þau án þess að nokkur annar hljóti skaða af. Mikilvægt er að nefna í þessu samhengi að kröfugöngur og mótmæli hafa átt gífurlegan þátt í framförum mannkynsins.

Án mótmæla, og þeirra átaka sem gjarnan fylgja þeim, væru mörg félagsleg vandamál enn óleyst (í þessu samhengi koma upp margar hreyfingar eins og Black Lives Matter, Stonewall-uppþotin og Súffragetturnar), og mótmæli eru enn lykilþáttur í að koma á fót breytingum í heiminum hvað varðar félagslegar áskoranir sem enn á eftir að leysa (til dæmis mótmæli vegna stríðsins í Úkraínu og mótmælin sem eru að eiga sér stað í Íran tengd réttindum kvenna). Í mörgum tilfellum, eins og raunin er með Íran, hafa yfirvöld brugðist við friðsælum mótmælum með of mikilli hörku, sem veldur því að svörun almennings verður ofbeldisfyllri og mótmælin eru gjarnan máluð upp sem uppþot. Þeir aðilar sem eru andsnúnir mótmælunum reyna svo í kjölfar átaka að skilgreina mótmæli sem uppþot og gera þar af leiðandi lítið úr þeim. Það eru í sannleika sagt of margar áskoranir sem blasa við heiminum um þessar mundir til þess að hægt sé að mótmæla þeim öllum - oft líður mér eins og ég sé of lítilvæg til þess að geta gert eitthvað í málunum. Stundum eru mótmæli og kröfugöngur ekki endilega leiðin fram á við, heldur. Á meðan sum mótmæli eru nauðsynleg og auðvitað réttmæt, finnst mér erfitt að skilja hreyfingar sem koma í veg fyrir starfsemi neyðarþjónustu, sérstaklega þegar kemur að því að hindra aðgengi sjúkrabíla. Mótmæli ættu aldrei að valda saklausu fólki skaða - það hljóta að vera til betri leiðir. Einnig er vert að nefna að ef ég ætlaði mér að mæta á öll mótmæli helguð málefnum sem ég hef sterkar skoðanir á, hefði ég ekki tíma til þess að koma

neinu öðru í verk - fólk er merkilega virkt þegar kemur að víðfeðmu úrvali málefna (til dæmis loftslagsmálum, rasisma og ofbeldi beindu að hinsegin fólki og konum) og það er aðdáunarvert, en við höfum mismikinn tíma til þess að láta gott af okkur leiða, og svo höfum við skyldum að gegna gagnvart okkur sjálfum , og við verðum að tryggja að við brennum ekki út.

Persónulega samhengið

Hefurðu einhverntímann setið við matarborðið eða verið í vinnunni þegar einhver segir eitthvað ósmekklegt, og viðbrögð þín einkennast af því sem þér hefur verið kennt hvað varðar það að halda friðinn? Ég veit að ég hef upplifað þær aðstæður. Friðarþráin má ekki skyggja á þrána í framfarir og jafnrétti, og já - þetta á við um mótmæli, en líka hversdagsleikann. Markmið mitt með þessari grein er ekki að leggja til að lesendur hendi öllu frá sér og leggi sig í hættu með því að mæta á mótmæli eða rífast við ókunnuga á götunni sem kunna að hafa aðrar skoðanir. Ég hef hins vegar verið að reyna að temja mér nokkra hluti til þess að gera heiminn að aðeins betri stað, án þess að endilega mæta á mótmæli:

1) Að styðja við fyrirtæki rekin af minnihlutahópum, innlend fyrirtæki og þau fyrirtæki sem eiga við um mín gildi. Þetta er aðeins dýrara en að styðja kapítalísku maskínuna sem Amazon er, og stundum þarf ég að leita þangað þegar ég finn ekki eitthvað, eða þegar mig bráðvantar eitthvað og hef ekki efni á dýrari möguleikum. Þetta er bæði góð leið til að styðja við aðra hópa samfélagsins (frekar en að peningurinn fari beint í vasa stórra fyrirtækjaeigenda), en ég elska líka að sjá fjölbreytnina í vöruúrvalinu, hönnuninni og þjónustunni sem lítil fyrirtæki bjóða upp á - allt ofantalið er mun einstakara en fjöldaframleitt drasl í boði stærri fyrirtækja.

2) Ég er að reyna að fræða sjálfa mig með því að fylgjast með samfélagsmiðlum skapandi fólks sem tilheyrir minnihlutahópum, og að tryggja fjölbreytni í minni eigin neyslu á menningu og miðlum með því að leggja áherslu á verk hinsegin fólks og fólks sem er ekki hvítt. Þetta styður bæði við skapandi fólk sem tilheyrir minnihlutahópum, en hefur líka vakið mig til umhugsunar með því að sýna mér annað sjónarhorn en ég er vön, og vakið athygli mína á málefnum sem ég vissi áður lítið um.

Samantha Cone
38
Þýðing /
Hugleiðing um af hverju það hjálpar ekki alltaf að „halda friðinn“

CONFLICT AS A MEANS FOR PROGRESS

Why ‘keeping the peace’ doesn’t always help

3) Ég er að vinna í því að stuðla að breytingu á þeim sviðum sem eru mér möguleg - ég tíni rusl þegar ég sé það, slekk ljósin meira og borða minna kjöt, auk þess að hjóla, labba, nota almenningssamgöngur og vera meðvituð um plastnotkun og hraða tísku.

4) Ég held ekki friðinn - ef ég heyri einhvern segja eitthvað sem angar af kvenfyrirlitningu, rasisma eða hómófóbíu, reyni ég að svara því. Búningsklefatal og óviðeigandi brandarar valda fólki vanlíðan og stuðla að samfélagslegri samþykkt niðurlægjandi orðræðu og virðingarsnauðu viðmóti. Mér tekst þetta ekki alltaf, ég er ekki alltaf nógu hugrökk til að bjóða fólki birginn hvað varðar úreltu hugmyndir þeirra um samfélagið, en ég geri mitt besta!

5) Að kjósa! Við eigum mörg kost á því og búum yfir réttinum til að kjósa, og með því að nýta okkur kosningaréttinn getum við tekið þátt í því að gera heiminn að betri stað.

Markmiðið

Friður ætti ekki að vera markmiðið - hlutirnir eiga það til að staðna þegar friður ræður ríkjum. Framfarir ættu að vera markmiðið. Að halda friðinn þýðir að viðhalda núverandi aðstæðum, og það er ekki alltaf af hinu góða. Kannski eru mótmæli ekki eitthvað sem þú tengir við, en ekki halda friðinn bara til þess að halda friðinn. Auðvitað skiptir öryggi höfuðmáli og ég er ekki að ýja að því að fólk ætti að leggja sjálft sig í hættu, en ég hef allavega fengið nóg af því að „halda friðinn“ við matarborðið. Að byrgja inni tilfinningar mínar, í staðinn fyrir að ræða þær á yfirvegaðan hátt, veldur því gjarnan að þær vella upp á yfirborðið (og hrófla við mínum innri friði), svo héðan í frá ætla ég að segja fjandinn hafi friðinn; ef eitthvað angrar mig, langar mig að tala um það. *

*

The topic of peace, progress, and conflict is difficult and multifaceted. Of course, it is important to stand up for what you believe to be right, but this is also the root of so many causes of conflict (because people have differing opinions of what is ‘right’). In the world

today, peace is an ideal - sadly, it is not a reality, and whilst we should all try to stand up for what we think is right, it is not always safe to do so.

The Bigger Picture

Many countries have laws protecting rights to freedom of assembly, freedom of expression and freedom of speech. The idea is that these rights should be exercised peacefully, and by exercising them, others should not come to any harm. It must be said that a lot of modern progress has stemmed from marches and protests.

Without protest, and the resulting conflicts, there are many social issues that would not have been resolved by now (some key movements that come to mind are Black Lives Matter, Stonewall, and the Suffragettes), and protests are still a key part of facilitating change in the world regarding issues that are still not resolved (for example protests against the war in Ukraine and the current protests taking place in Iran regarding rights for women). In many cases, such as the case in Iran, there have been disproportionate responses from the authorities to peaceful protests, causing escalations to violence and ‘protests’ becoming framed as ‘riots’. Then, people opposing the protests can use the ‘rioters’ violence to try to discredit the entire cause.

There are honestly too many issues in the world right now to protest all of them, and honestly, sometimes I feel too small to do anything about them. Sometimes marches and protests aren’t the way forward anyway. Whilst a lot of protests are necessary and, of course, justified, I do take issue with movements that utilise the disruption of emergency services to further their cause, especially when it comes to preventing the efficient movement of ambulances. A protest should not cause innocent people to suffer – there must be better ways out there. Also, if I went to every single protest for causes I felt passionately about I’d have no time to do anything else – people are remarkably active in relation to a wide variety of issues (environmental damage, racism, homophobia, sexism) and that is truly laudable, but we have a limited amount of time and we also have a responsibility to ourselves to not become burnt out.

///
39

The Personal Picture

Have you ever been at a family dinner or in the workplace when someone has said something distasteful but you’ve been told to keep quiet to keep the peace? I know I have. A desire for peace should not overshadow the desire for progress and equality, and yes this can be applied to protests, but also in everyday life. My intention with this article is not to suggest that people reading this should drop everything and go out and put themselves at risk by attending protests, or fight random strangers in the streets if they have a different viewpoint. But, here are some things that I’ve been trying to do to make the world a better place, without necessarily attending protests:

1

) Supporting minority run businesses, local businesses, or businesses that align with my values. This may be more expensive than supporting the Capitalist Machine that is Amazon, and sometimes I do need to revert to Amazon when I can’t find something, or if I need something urgently and can’t afford more expensive versions of it. Not only is this a great way to support other communities (instead of putting money into the bank of the big corporation bosses), but I also love to see the different products, designs and services that smaller businesses can offer – they’re much more unique than the mass-produced stuff you can get from larger companies.

2) I am trying to educate myself by following minority creators on social media and diversifying my consumption of media to include more people of colour and queer people’s work. Again, this both supports minority creators but has also given me a lot to think about by providing me with a different perspective to the ones I am used to and has really raised awareness of many causes I previously had little knowledge about.

3) I am working on making differences where I can – I try to pick up trash when I see it, turn off the lights more, and consume less meat, as well as cycling, walking and using public transport more, and not consuming as much plastic or fast fashion.

4) I don’t try to keep the peace – if I hear someone saying something sexist, racist, or homophobic, I try to speak up and say something. ‘Locker room talk’ and inappropriate jokes make people feel like crap and add to a societal acceptance of derogatory language and disrespectful attitudes. I’m not always successful on this front, I’m not

always brave enough to confront people about their out-of-date attitudes, but I’m doing my best!

5) Voting! So many of us have the ability and right to vote, by exercising it we can help to make the world a better place.

The Goal

Peace shouldn’t be the goal – things stagnate in peace. Progress should be. Keeping the peace is keeping the status quo, and that’s not always a good thing. Maybe protests aren’t your thing, but don’t keep the peace for the sake of it. Of course, safety comes first and I’m not suggesting anyone puts themselves at risk for the sake of it, but I’ve had enough of ‘keeping the peace’ at the dinner table. I’ve found that sitting on feelings, instead of having a reasonable discussion about them, causes them to spiral out of control (at the cost of my own inner peace), so from now on, I’m saying fuck peace; if I have a problem, I want to voice it. *

* safely and respectfully :–)

Samantha Cone Conflict as a Means for Progress Átök sem stuðla að framförum 40
Við gefum stúdentum frítt rafmagn í heilan mánuð! Þegar þeim mánuði lýkur færðu 10% afslátt af raforkuverði hjá Orkusölunni. Komdu í stuðið á orkusalan.is/student FRÍTT STUÐ FYRIR STÚDENTA! Þú ert aðeins eina mínútu að skipta yfir

tómlætið deyfir tilfinninguna

Við fyrstu sýn virðast ljósmyndir nokkuð einfalt fyrirbæri. Þær, ólíkt teikningum, málverkum, skriflegum eða munnlegum frásögnum, fanga augnablik eins og þau bera fyrir augu okkar. Það er ekki mikið pláss fyrir túlkun eða hagræðingu þegar ljósmyndir eru annars vegar, ekki satt? Susan Sontag, bandarískur ljósmyndari og rithöfundur, er ósammála. Hún skrifaði allnokkrar ritgerðir um eiginleika ljósmynda og hvernig þær segja ekki allan sannleikann. Færa má tvenns konar rök fyrir því máli. Í fyrsta lagi ramma ljósmyndir viðfangsefni sitt inn. Þetta er grundvallareiginleiki ljósmynda, óháð því hvort viðfangsefnið er pólitískt eða ekki. Að baki hverrar ljósmyndar er ljósmyndari sem hefur ákveðna sögu að segja. Til viðbótar eru ljósmyndir einnig túlkaðar af hverjum þeim sem lítur hana augum. Myndin er í raun túlkuð tvisvar og þá er augljóst að hún er ekki hlutlaus birting eins augnabliks. Við mótum augnablikið í huga okkar eftir ákveðnum hugmyndum sem við höfum um heiminn. Enn fremur eru myndir pólitískt afl í sjálfu sér. Á sama tíma og myndir ramma inn og skýra frá pólitískum atburðum geta þær einnig haft áhrif á og mótað þessa sömu atburði. Þetta hefur verið augljóst valdhöfum lengi, en áróður ríkja er gjarnan settur fram á myndrænan hátt. Myndir eru því alls ekki kyrrstæð og hlutlaus birting á raunveruleika heimsins.

Stríðsljósmyndir, tómlæti og samúð

Sontag velti þessum eiginleika ljósmynda fyrir sér, einkum í sambandi við stríðsljósmyndun. Hún hafði sjálf reynslu af slíku starfi í Sarajevo á tíunda áratugnum. Í ritgerð sinni, Um sársauka annarra, skrifar hún um það hvernig ljósmyndun fólks á stríðshrjáðum svæðum skapar ákveðna fjarlægð við viðfangsefnin. Það kann að hljómar þversagnakennt, þar sem ljósmyndir gera okkur kleift að sjá, stundum í háskerpu, andlit og aðstæður þeirra sem upplifa stríð. Þá mætti halda að slíkar myndir veki upp samúð og samhug með fólkinu sem birtast okkur. Hins vegar bendir Sontag á það að oft á tíðum vakni upp öfug viðbrögð. Myndirnar ýta undir þá tilfinningu að þessar aðstæður sem þær sýna eigi sér stað einhvers staðar annars staðar. Þá er viðfangsefni myndarinnar stillt upp á móti þeim sem skoðar hana. Þegar við skoðum myndir af stríðshrjáðum svæðum, örugg og vel stödd í upphituðum húsum á Íslandi, er auðvelt að draga línu milli okkar og þeirra sem birtast okkur á myndunum. Við hugsum jafnvel: „svona verður þetta aldrei hér.“ Þá verður jafnvel of freistandi að loka einfaldlega bókinni

sem myndin er prentuð í eða vafraglugganum sem hún er sýnd á. Ljósmyndir eru nefnilega bara ljósmyndir og við getum beint athygli okkar eitthvert annað um leið og það hentar okkur. Samúðin sem myndin kann að vekja er því tóm og skilur ekki eftir sig djúpstæð áhrif, að minnsta kosti ekki ofarlega í huga okkar. Eins og Sontag kemur að orði: „[...]tómlætið deyfir tilfinninguna“. Hægt er að skoða þetta nánar með því að skoða myndir af börnum. Börn, sem viðfangsefni ljósmynda, eru afar samúðarkennd. Við lítum á börn sem varnarlausar verur og þegar við sjáum börn í hættu þá er fyrsta hugsun okkar að bjarga þeim úr þeim aðstæðum sem ógnar þeim. Hvernig getur ályktun Sontags um hverfandi samúð gagnvart viðfangsefni ljósmynda átt við þegar umtöluð viðfangsefni eru börn?

Hvað með börnin?

Birtingarmyndir barna á alþjóðavísu, einkum gegnum ljósmyndir, er lítið en stækkandi fræðasvið. Helen Berents, fræðakona á sviðinu, hefur greint frá ýmsum leiðum sem notast við myndir af börnum til að ramma inn eða vekja athygli á atburðum á alþjóðasviðinu. Allt frá fréttamiðlum eða stjórnmálafólki til hjálparsamtaka eða fræðafólks, aðilar með meiri eiginleg völd en börn nota myndir af þeim til að koma skoðunum eða vilja sínum á framfæri. Þá eru börn ávallt peð í valdatafli valdhafa og myndir af börnum eru höndin sem færir þau upp taflborðið. Enn fremur hefur Berents flokkað algengustu birtingarmyndir barna í þessu samhengi. Flokkarnir eru þrír og má merkja sem; börn sem eru til vandræða, börn sem þjást og börn sem eru framúrskarandi. Þegar kemur að stríðsljósmyndun eru fyrstu tveir flokkarnir fyrirferðarmestir. Myndir af börnum í augljósri hættu og börnum sem þjást eru með áhrifameiri ljósmyndum sem nokkru sinni hafa verið teknar. Kim Phúc sem hleypur nakin og grátandi frá Napalm árás í Víetnamstríðinu árið 1973, Alan Kurdi sem liggur hreyfingarlaus í sandinum við gríðarstórt Miðjarðarhafið árið 2015 og Omran Daqneesh sem situr stjarfur í sjúkrabíl, skítugur og blóðugur eftir árás í Aleppo árið 2016. Allt eru þetta myndir sem hafa vakið upp mikla samúð og tekist að hafa áhrif á gang mála á alþjóðasviðinu. Þá mætti halda að þær hreki mál Sontags og sýni fram á að samúðin sem ljósmyndir vekja upp geti haft áhrif til góðs.

Undantekningin sem sannar regluna

42
Birta B. Kjerúlf
Photo:

Hugleiðing um sársauka (annarra) barna

Hins vegar má benda á undantekninguna, sem ef til vill sannar regluna. Skoðum birtingarmyndir þeirra barna sem eru til vandræða. Þá er átt við myndir sem sýna börn sem taka virkan þátt í stríði eða stríðsrekstri. Dæmi um slíkt eru myndir af unglingum með riffla eða börnum að taka þátt í ofbeldisfullum aðgerðum ásamt fullorðnum. Almenn viðbrögð við þessum myndum vekja ekki upp samúð með börnunum, heldur er tilfinningunum frekar beint að aðstæðunum eða fullorðna fólkinu í kringum þau. Börnin sitja eftir, eða í versta falli eru talin álíka ógnvænleg og fullorðna fólkið sem umkringir þau. Það sem er áhugaverðast í þessu öllu saman er að myndir af börnum á flótta falla oft í þennan flokk, þrátt fyrir að þau börn séu í augljósri hættu. Þá er sú hætta sem stafar af mögulegum flutningi barnanna og fjölskyldu þeirra inn í nýtt ríki meiri en sú hætta sem hvatti þau til að flýja til að byrja með. Myndirnar vekja upp samúð en sterkari tilfinning, tilfinning um eigið öryggi, situr frekar eftir hjá mörgum þeirra sem skoða myndina. Umfjöllun

sem fylgir myndunum ýtir gjarnan undir þessi viðbrögð þar sem flóttafólk er gjarnan sýnt sem utanaðkomandi hætta í vestrænum ríkjum. Hér kristallast boðskapur Sontags. Sama hve mikla samúð ljósmynd kann að vekja með viðfangsefni sínu þá þarf meira til að sú samúð sitji eftir og umbreytist í aðgerðir í þágu viðfangsefnisins. Þá er viðeigandi að ljúka þessari hugleiðingu á orðum Sontags (úr Um sársauka annarra): „Meðaumkun er hvikul tilfinning. Það þarf að virkja hana til athafna, ella verður hún að engu. “ ///

At first glance, photographs appear to be a reasonably simple phenomenon. Unlike drawings, paintings and written or verbal accounts, they capture moments as they appear before our eyes. There isn't much room for interpretation or adjustments when it comes to photographs, right? Susan Sontag, an American pho -

43
Passivity Dulls Feeling: Contemplation About the Misery of (Others’) children Tómlætið deyfir tilfinninguna: Hugleiðing um sársauka (annarra) barna

passivity dulls feeling

tographer and author disagrees. She has written quite a few essays about the properties of photographs and how they fail to tell the whole truth. Two types of arguments can be made on that matter. First of all: photographs frame their subject. This is a fundamental characteristic of photography, regardless of whether the issue is political or not. There’s a photographer behind every picture, who has a specific story to tell. Additionally, photographs are interpreted by those who view them. Every image is thus interpreted at least twice, and then it becomes evident that it is not a neutral impression of a single moment. We shape the moment in our minds according to our own ideas about the world. Furthermore, images are themselves a political force. While images frame and narrate political events, they can also influence and shape those same events. This has been known to those in power for a long time, as state propaganda is often presented symbolically. Pictures are, therefore, by no means a static and neutral representation of the reality all around us.

Photos of war, passivity, and sympathy

Sontag reflected on this quality of photographs, particularly concerning war photography. She had the experience of such work in Sarajevo in the 1990s. In her essay, Regarding the Pain of Others, she writes about how photographing people in war-torn areas creates a certain distance between viewer and subject. It may sound paradoxical since photographs allow us to see, sometimes in high definition, the faces and conditions of those who live through war. In those cases, such images arouse sympathy and empathy towards those being photographed. However, Sontag points out that an opposite reaction often presents itself upon viewing such photos. The images promote the feeling that the situations they depict are happening elsewhere. The subject of the picture is then positioned opposite to the viewer. When we look at pictures of war-torn areas, safe and comfortable in our heated houses in Iceland, it is easy to draw a line between us and those who appear to us in the pictures. We may even think: “it will never be like this here”. It becomes all too tempting to close the book where the picture is published or the browser window in which it is displayed. Photographs are just photographs, and we can direct our attention to something else as soon

as it suits us. The sympathy that the film may evoke is empty and does not leave a deep impression, at least not at the top of our minds. As Sontag says: “[...]it is passivity that dulls feeling".

This can be examined in further detail by considering pictures of children. Children, as subjects of photographs, are highly sympathetic. We see children as defenseless creatures, and when we see children in danger, our first thought is to save them from the situation which threatens their safety. How can Sontag's conclusion about vanishing sympathy towards the subjects of photographs apply when the subjects in question are children?

What about the children?

International representations of children, primarily through photographs, is a small but growing field of study. Helen Berents, a scholar who specializes in this field, has reported various ways in which images of children are used to frame or draw attention to events in the international community. News media, politicians, organizations and academics - entities with more power at their disposal than the children, use images of them to convey their views or will. These children act as pawns on the ruler's table of power, and their images are the hand that moves them across the table. According to Berents, this usage of child photographs is the most common. Furthermore, she has categorized wartime photos of children into three groups; troubled children, suffering children, and outstanding children. When it comes to war photography, the most prominent are the first two categories. Images of children in apparent danger or visibly suffering are arguably some of the most moving photographs ever taken. Kim Phúc running naked and crying from a Napalm attack in the Vietnam War in 1973, Alan Kurdi lying motionless in the sand by the vast Mediterranean in 2015, and Omran Daqneesh sitting in an ambulance, dirty and bloody after an attack in Aleppo in 2016. These pictures have aroused great sympathy and influenced subsequent courses of action in the international community. In light of these factors, one might think that they argue Sontag's case and show that the empathy evoked by photographs can have a beneficial effect.

44
Birta B. Kjerúlf

Contemplation About the Misery of (Others’) Children

The exception that proves the rule

While taking all of the above into consideration, the exception can be pointed out which perhaps proves the rule. Let's take a look at the troubled children and how they are portrayed. The category “troubled children” refers to images of children actively participating in war or hostilities. Examples of this are pictures of teenagers with guns or children participating in violent activities with adults. A common reaction to these images is not one of sympathy for the children; instead, the viewer’s feelings are directed toward the situation or the adults around them. The children are left behind or, at worst, are considered as dangerous or culpable as the adults who surround them. What’s perhaps most interesting in all of this is that images of displaced children often fall into this category, even though those children are in obvious danger. Also, the threat posed by the possible relocation of the children

and their families into a new country is greater than the danger which motivated them to flee in the first place. The images evoke sympathy, but a more substantial feeling of security remains for many of those who view the photos. The media coverage accompanying the photos tends to fuel this reaction, as refugees are often portrayed as an external threat in Western countries. This crystallizes Sontag's message. No matter how much sympathy a photograph may evoke with its subject, more is needed in order for that sympathy to persist and transform into actions towards solving the issue. It is appropriate to conclude this reflection with Sontag's words (from Regarding the Pain of Others): “Compassion is an unstable emotion. It needs to be translated into action, or it withers.”

45
Passivity Dulls
Feeling:
Contemplation About the Misery of (Others’) children Tómlætið deyfir tilfinninguna: Hugleiðing um sársauka (annarra) barna

Það þarf hugrekki til þess að vera friðarsinni Being a Peace Activist Requires Courage

Viðtal við formann og ritara

Samtaka hernaðarandstæðinga Guttorm Þorsteinsson og Stefán Pálsson

Kæru lesendur, gleðilega hátíð og farsælt komandi ár. Þegar farið verður yfir fréttaannálinn komandi áramót mun stríðið í Úkraínu örugglega vera í aðalhlutverki. Þrátt fyrir að 21. öldin hafi ekki beint verið friðaröld þá er þetta í fyrsta skipti í langan tíma þar sem Ísland og Evrópa upplifa stór stríðsátök í sínu nærumhverfi. Afleiðingarnar eru orðnar ljósar nú þegar orkukreppa er á meginlandinu, hækkun á olíuverði og fólksflótti frá átakasvæðum. Stríð er ömurlegt fyrirbæri sem leiðir ekki til neins nema eyðileggingar. Á Íslandi hafa Samtök hernaðarandstæðinga verið starfrækt frá árinu 1960 og hafa samtökin sett svip sinn á sögu Íslands. Til dæmis með Keflavíkurgöngunum, kröfu þeirra um brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi, sem hann gerði svo árið 2005, ásamt því að aðstoða aðrar aktívistahreyfingar með skipulagningu á mótmælum og kröfugöngum. Samtökin halda einnig kertafleytingu við Reykjavíkurtjörn í ágúst á hverju ári til þess að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki. Stúdentablaðið hitti formann samtakanna, Guttorm Þorsteinsson, og Stefán Pálsson, ritara þeirra, í Friðarhúsinu á Njálsgötu til þess að ræða um friðaraktívisma.

Interview with President and Secretary of the Organization Campaign Against Militarism, Guttormur Þorsteinsson and Stefán Pálsson

Guttormur og Stefán hafa báðir starfað fyrir samtökin í langan tíma en Guttormur, formaður samtakanna, var einmitt í háskólanámi í sagnfræði þegar hann mætti í vísindaferð í Friðarhúsið.

,,Ég var dreginn inn í samtökin í vísindaferð á þessum stað í kringum 2010 eða 2012 og því hef ég verið friðarsinni lengi, alveg síðan Íraksstríðið átti sér stað árið 2003. Mjög augljóslega ólögmætt stríð. Ég kem inn í miðnefnd árið 2017 og er tilnefndur til formennsku stuttu seinna. Það er skemmtilegur félagsskapur í þessum samtökum og það heldur manni í þeim.“

Stefán hefur tekið þátt í starfsemi samtakanna frá unga aldri, en það var einmitt hann sem tók á móti Guttormi og félögum í vísindaferðinni.

,,Það var örugglega ég sem kom með ræðuna í vísindaferðinni þegar Guttormur gekk í samtökin. Ég er meira fæddur inn í þessi samtök. Þannig er að ég er fæddur árið 1975 og elst upp á tímum kjarnorkuvárinnar og kalda stríðsins. Þegar öll upplifðu það að heimurinn gæti farist á hverju augnabliki, eftir því hvenær elliærir menn myndu ýta á rauða takkann.“

Stefán segir boðskap friðarsinna eiga mikið erindi við háskólanema og ungt fólk almennt, sérstaklega í ljósi endurvakinnar kjarnorkuógnar, innrásar Rússlands inn í Úkraínu og loftslagsvárinnar.

„Ég hef alltaf upplifað það að þessi mál ná miklu meira til ungs fólks. Þetta eru svo miklu skýrari drættir þegar kemur að hugsjónum, til dæmis andstaða við stríð. Þetta eru stórir hlutir sem við erum að tala um, ekki bara verðtrygging, stýrivextir eða aðild að tollabandalögum. Ég hef alltaf verið viðloðandi þetta, ég var formaður á þeim árum sem við keyptum þetta hús og opnuðum þessa miðstöð. Að einhverju leyti verður þetta að lífsstíl, þetta verður fjölskylda manns. Þetta verður að ryþma, krakkarnir mínir eru vanir því að síðasti föstudagur í mánuði einkennist af málsverði í Friðarhúsi og að fullt af fólki mæti, allskonar lið á ólíkum aldri með ólíkan bakgrunn. Svo er borðað og hlustað á upplestur.“

Eins og Stefán lýsir því er málsverður í Friðarhúsinu mánaðarleg fjáröflun sem samtökin standa fyrir. Þá er boðið upp á dýrindis veitingar og umræður fram eftir kvöldi.

46 Hallberg Brynjar Guðmundsson
Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd / Photo: Guttormur Þorsteinsson & Stefán Pálsson

,,Margar af mikilvægustu samkomum okkar eru einmitt fræðslu- og umræðufundir um tiltekin átakasvæði. Nýverið héldum við til dæmis fund þar sem við fengum fólk frá Íran, búsett á Íslandi, til þess að segja okkur frá mótmælunum. Þetta voru engir aktívistar - en þau neyddust til að vera það. Það leiddi til þess að RÚV mætti á fundinn og við gátum hjálpað þeim þannig.“

Það má segja að samtökin virki sem ákveðinn upplýsingamiðlari um fréttir frá átakasvæðum til Íslendinga. Einnig hefur fólk sem er með bein sambönd við fjarlæg lönd nýtt samtökin til að miðla upplýsingum.

„Við höfum fengið manneskju, Íslending, sem var mjög mikið inni í málefnum borgarastyrjaldarinnar í Eþíópíu, sem virðist blessunarlega vera að klárast [vopnuðum átökum lauk þann 3. nóvember 2022], ásamt því að Valur Gunnarsson var búinn að koma oft að ræða málefnin í Úkraínu vegna stríðsins þar.“

Stefán segir auðvelt að missa sig í æsingnum þegar stríð er annars vegar og skipta sér í fylkingar; með

eða á móti stríði, með einni hlið og á móti annarri.

„Við erum heppin að því leyti að við erum ekki með her, þannig að við á Íslandi þurfum ekki að kljást við það sama, en í Úkraínustríðinu hefur maður séð Íslendinga verða herskáa fyrir hönd Úkraínu. Það felst hugrekki í því að vera á móti stríði í miðju stríði. Það var félagi í samtökunum sem fór á sínum eigin vegum í friðarferð til Úkraínu með ítölskum friðarsamtökum og fjölþjóðlegum hóp með friðarvagnlest um Kiev. Það eru ekki auðveld hlutskipti í dag. Það er að verja rétt fólks til þess að vera undanskilin herskyldu frá sjónarhóli hugsanafræðilegra ástæðna.“

Stefán skýtur inn í:

,,Maður hefur séð óbrjálað fólk kalla eftir því á samfélagsmiðlum að það sé farið inn í þetta stríð, að fara í stríð við Rússland án þess að pæla í afleiðingunum sem gætu átt sér stað út frá því.“

Það þarf engan snilling til að sjá að meira stríð mun hafa verri afleiðingar fyrir Evrópu og heiminn

allan, og Stefán og Guttormur bjóða öll sem vilja hjartanlega velkomin í árlega Friðargöngu sem er farin á Þorláksmessu hvert ár frá Hlemmi, niður í bæ. Upplýsingar um friðarstarf og Samtök hernaðarandstæðinga er að finna á vefsíðu samtakanna, fridur. is.

///

Sergej was born in Mariupol, Dear readers, happy holidays and before long, happy new year. This year’s annual news reports will most definitely highlight Ukraine’s war. Even though the 21st century may not have been a peaceful one so far, this war is the first time in a while where Iceland and Europe bear witness to large-scale warfare so close to home. The consequences are already upon us as we face an energy crisis, oil shortages and refugee migration from war-torn areas. We can hopefully all agree that war is a ghastly phenomenon which only amounts to destruction in the end. Here in Iceland, the Campaign Against Militarism (CAM) has been active since the year 1960 and the organization has made its mark on the history of Iceland. They’ve hosted The Keflavík March, called for the departure of the American Army during its occupation of Iceland (leading to the Army’s departure in 2005) and aided other activists in hosting protests and marches. The organization also hosts a candle floating ceremony at Reykjavík’s Pond in August of each year to commemorate the victims of the nuclear attacks on Hiroshima and Nagasaki. The Student Paper sat down with the organization’s president, Guttormur Þorsteinsson, and Stefán Pálsson, secretary, at the Peace Center on Njálsgata to discuss peace activism.

Guttormur and Stefán have worked for the organization for a long time, Guttormur (president) being a history student when he paid the Peace

47
Stefán Pálsson & Guttormur Pálsson

Center a visit and encountered the pacifist movement.

“I was sort of dragged into the organization around 2010 or 2012, and so I’ve been a pacifist for a long time, ever since the Iraq war in 2003. That was such an obviously unjust and unlawful war. I became active in committees in 2017 and was nominated for presidency a short while after. CAM offers such good company, which really encourages one to stay.”

Stefán has been active since he was a child, and it was him who received Guttormur and other history students back in the day.

“It was probably me who gave a speech when Guttormur joined the organization. I’m sort of born into it. I’m born in 1975 and belong to the generation who grew up with the threat of nuclear bombs hanging over their heads. We all felt that the world might end at any given moment, whenever senile men made the call to push the big red button.”

Stefán feels that pacifism definitely rings true with the ideals of university students and young people in general, especially considering the reinstated nuclear threat, Ukraine’s invasion by the hands of Russia as well as the threat of imminent climate change.

“I’ve always sensed that these matters seem to reach deeper into young people’s hearts. These are very clear lines when it comes to ideals, for example the complete opposition to war. These are big concepts we’re speaking of, not just indexation, policy index rates or customs unions memberships. I’ve always

been drawn to pacifism, I was president when we bought this house in Njálsgata and opened this peace center. In some ways it becomes a way of life, and pacifists become your family. It turns into a rhythm, my kids are used to dinner in the Peace Center every last Friday of the month where lots of people show up - people of all ages, with different backgrounds. We eat together and usually have some sort of presentation or reading afterwards.”

As Stefán describes it, dinners in the Peace Center are a monthly fundraiser hosted by the organization. Food and drinks are served and then discussions take place in the evening.

“Many of our most important events are educational meetings where people can discuss and be informed about areas experiencing conflict. We recently hosted a meeting where we invited people from Iran, who live in Iceland, to come and speak about the protests currently happening there. These were no activists - but the situation forced them to become activists. This led to RÚV showing up and that’s how we could help.”

The organization often operates as a vessel, providing information from areas of conflict to Icelanders.

People who have direct connections to such areas have often utilized the organization’s resources to communicate information.

“We’ve hosted an Icelander who was very involved in the civil war in Ethiopia, which thankfully seems to be coming to a close [active hostilities ended on November 3rd 2022], and Valur Gunnarsson has paid us

a visit many times to discuss the situation in Ukraine due to the conflict there.”

Stefán mentions how it’s easy to lose oneself in the action when it comes to war, and to flock towards one side - for or against war, with one side and against another.

“We’re lucky to live in a country without an army, and those of us in Iceland don’t face the same challenges as other countries, but the Ukraine war has brought out militant sides in Icelanders. It takes courage to be against war in the middle of a war. One member of our organization went of their own accord on a peace journey to Ukraine with an Italian pacifist group, where they rode a peace train around Kiev. This is not an easy stance to take considering today’s circumstances. It’s not easy to defend people’s right to abstain from military conscription for idealistic reasons.”

Stefán chimes in:

“One has seen perfectly sane people call for active participation in this war, to wage war against Russia without considering the possible consequences.”

It doesn’t take a genius to see that more war will lead to worse consequences for Europe and the world as a whole, and both Stefán and Guttormur invite everyone to join the Peace Walk, which takes place on St. Thorlak’s day, December 23rd, from Hlemmur and onwards downtown. More information regarding peace activism and the Campaign Against Militarism can be found via the organization’s website, fridur.is,

48
Being a Peace Activist Requires Courage Það þarf hugrekki til þess að vera friðarsinni Hallberg Brynjar Guðmundsson

PEACED TOGETHER: A JOURNEY OF SELF-DISCOVERY

„ganga 500 mílur“, svo hugmyndin um að ganga þær í raun og veru í frægri pílagrímsferð til Santiago de Compostela, „leið Heilags James“, virtist dálítið hughreystandi. Ég hef aldrei verið týpan sem fær stóra drauma á heilann í mörg ár. Það er ekki vegna þess að mig skortir ímyndunarafl, frekar vegna þess að þegar ég set mér markmið á ég það til að ná þeim fljótlega eftir á. Þannig upplifði ég þessa pílagrímsferð: mér datt hún í hug, þannig að ég varð að láta vaða!

eins og við hefðum öll ýtt á pásu hvað varðar okkar eigin raunveruleika, til þess að gefa okkur sjálfum meiri tíma til þess að melta það sem koma skyldi. Fyrsti dagurinn einkenndist af því að ákveða í hvaða röð man ætlaði að tína upp brotin af sér sjálfum.

„Hvers vegna?“

Þessi stutta spurning hafði legið mér á hjarta í nokkrar vikur. Spurning sem angraði mig. Óx innra með mér. Óx enn meira. Skipaði sér sess sem sitt eigið fyrirbæri í höfðinu á mér. Hvernig geta þessi tvö stuttu orð hrundið af stað tilvistarkreppu sem vex viðstöðulaust? Er það þögnin sem fylgir þeim sem fær huga minn til þess að setja þau í mismunandi samhengi í hvert sinn? Er það spurningin sem kviknar út frá þessum orðum, og leitin að svarinu, leitin að lausninni? En, því miður, heldur þokan umhverfis mig áfram að naga mig að innan, umvefja mig köldum örmum sem færa mig aftur inn í núið. Núið þar sem ég er 5,000 mílum frá heimili mínu á ferðalagi þar sem ég brotnaði oftar en ég vildi viðurkenna. Og þó, geng ég ennþá mína Leið… Einmitt, hvers vegna? Sendu mig mína Leið Ég hafði eiginlega bara sungið um að

Líkamlegi hluti þessarar hugmyndar olli mér ekki miklum áhyggjum, sem var undarlegt því svona löng ganga tekur óneitanlega toll á líkamanum. Það sem heillaði mig var andlegi hluti gönguleiðarinnar, sem ég hafði lesið mikið um bæði í greinum og bókum. Þetta var ferðalag sem fólk tók sér fyrir hendur í miðri ástarsorg í einlægri leit að friði. Ég stóð á þessum tímapunkti á krossgötum í mínu eigin lífi, og til þess að velja hvert ég ætlaði næst fannst mér ég þurfa að velja hvaða leið ég ætlaði að ganga, bókstaflega.

Eftir svo gott sem engan undirbúning, sem mér fannst viðeigandi fyrir rómantíkus eins og mig, tók ég fyrsta skrefið og vaknaði þann 11. maí í skrítnum, litlum bæ við austanverð Pýreneafjöll. Þó að þessi bær sé ansi langt frá sjónum voru samt sem áður skeljar til sölu alls staðar. Smábærinn litli markar upphaf göngunnar sem er kölluð „franska leiðin“: Saint-JeanPied-de-Port.

Tilfinningin er gagnkvæm

Ef ætlunin er að koma af stað breytingu eða heilun af einhverju tagi er lykilatriði að segja skilið við gamlar aðferðir og enduruppgötva nýjar. Þú gætir spurt hvaða pílagrím sem hefur gengið Camino-leiðina, við munum alltaf líta á þessa upplifun sem einhvers konar vasavídd, frábrugðna og utan við okkar eigin líf. Það var

Þennan fyrsta dag langaði mig oft til að hætta við. Þetta var erfitt, ég var illa undirbúinn og hugsaði með mér að kannski væri til önnur eða betri eða auðveldari leið því ég… ég var ekki jafn sterkur og ég hafði talið sjálfum mér trú um. En með því að samþykkja veikleikana í sjálfum mér og treysta ferlinu gat ég einhvern veginn haldið áfram minni bröttu göngu upp og yfir Pýreneafjöllin, þangað til fætur mínir fundu spænska grundu. Og ég var ekki einn.

Fólk sem man hittir leikur oft hlutverk í lífi manns í ákveðinn tíma, eftir því hversu nauðsynleg nærvera þeirra er. Þetta er ástæðan fyrir því að mörg vináttubönd trosna fljótt og ástarsambönd fjara út í rólegheitum, á meðan sumt fólk stendur eins og klettur þér við hlið án þess að hvika. Hið síðarnefnda einkennir vináttuna sem skapast í Camino-göngunni og þannig kynntist ég hönnuðinum Laurin Kelsey, sem hefur unnið að mörgum stærstu sjónvarpsþáttum Netflix - en nokkrum vikum áður en leiðir okkar lágu saman deildum við hugsunum okkar með hvort öðru.

„[Ég var í] áfalli, þetta var svo erfitt. Ég hafði miklar áhyggjur af því að ég hreinlega gæti þetta ekki. En á sama tíma, þegar man upplifir þessi þrjú stig Camino [líkamlega hlutann, geðræna hlutann og andlega hlutann], finnur man loksins sína eigin sannfæringu. Man finnur sinn innri frið.“

„Ég myndi lýsa þessu sem ruddalegri hugljómun, dásamlegri martröð,“ segir Jeremy Goldberg, önnur falleg manneskja sem ég hitti í víðáttunni á Norður-Spáni. Hann er rithöfundur og

Dino Ðula Peaced together A journey of self-discovery Að púsla sér saman Gönguleið í átt að sjálfsuppgötvun
AÐ PÚSLA SÉR SAMAN: GÖNGULEIÐ Í ÁTT AÐ SJÁLFSUPPGÖTVUN

ráðgjafi sem ákvað að ganga Caminoleiðina í ástarsorg, þegar hann fann fyrir skyndilegum drifkrafti sem knúði hann til þess að einfaldlega „kýla á það“.

„Hver einasta manneskja finnur á endanum sín þolmörk þar sem hún horfist í augu við sitt sanna sjálf og þarf að taka erfiðar ákvarðanir, og það er lykilþáttur ferðalagsins - að hitta sitt eiginlega sjálf.“

Þessir tæplega 30 dagar sem ég eyddi í að ganga Camino-leiðina virtust súrrealískir, þar sem okkur var öllum efst í huga að hjálpa hvert öðru - eitthvað sem nútíminn er gjarnan ónæmur fyrir. Við vorum öll stödd einmitt þarna af tiltekinni ástæðu, til þess að reyna á líkama okkar að þolmörkum í von um farsæl ferðalok, að sigra með því að finna fyrir einhverri haldbærri breytingu. Við deildum sársauka okkar, hlógum saman, borðuðum saman og deildum lyfjum þegar á reyndi því við vorum öll eins. Auðvitað komu upp einhverjar deilur í kringum mann, en það voru einangruð atvik sem náðu ekki fótfestu því samfélagið leyfði það ekki. Í þessum félagsskap var ekki í boði að hvetja til átaka.

„Friður er frelsi í kyrrð“ - Marcus Tullius Cicero

„Ég upplifði svo margt og á svo margar jákvæðar minningar, en þegar uppi er staðið þá fór ég ein til þess að gera eitthvað sem ég var dauðhrædd við, eitthvað sem mér fannst ég vera líkamlega og andlega óundirbúin fyrir og ég fór samt og gerði það,“ bætir Laurin við og heldur áfram. „Ég bjóst alls ekki við að þetta yrði svona mikil sjálfsuppgötvun og endurræsing. Ég held að það sé ekki hægt að labba Camino án þess að líða eins og man sé færara til þess að takast á við erfiðleika í lífinu. Þetta er eitt af þeim augnablikum sem ég mun alltaf vera stolt af.“

Jeremy tekur í sama streng: „Þetta er með einstökustu upplifunum sem ég hef nokkurn tímann átt. Þetta breytti lífi mínu og ég veit að það er klisja að segja það - en ég trúi því virkilega að gangan hafi breytt lífi mínu til hins betra. Ég kann betur að meta það hver ég er í raun og veru og hvernig ég vil haga lífi mínu.“

Það er óhætt að segja að mínar eigin hugsanir og minningar séu í takt við þeirra. Þær áhyggjur sem ég tók með mér í upphafi göngunnar skildi ég eftir hjá Cruz de Ferro, í þokunni sem endurnærði mig um leið og ég sleppti takinu á steininum sem ég hafði borið með mér. Steininn sem var táknrænn fyrir ástæðu ferðalags míns, sem raungerðist og gerði huga mínum þar með kleift að sleppa tökunum og öðlast friðinn sem sál mína hafði skort svo lengi. Þegar öllu er á botninn hvolft stendur ekkert eftir nema blíðar minningar af dögunum sem ég eyddi á Spáni - sem er að hluta til vegna þess einstaka eiginleika hugans að einblína á hið jákvæða, á meðan það neikvæða virðist blikna í samanburði (eins og þegar fólk gleymir hversu sársaukafullt það er að fæða barn, um leið og barnið er komið í fang þess). Blíðar minningar og von.

Vonin um að fólk sé sterkara en erfiðleikarnir sem blasa við þeim.

Vonin um að við getum öll fundið frið, sérstaklega á erfiðum tímum.

Vonin um að við séum öll fær um að finna okkar Leið…

/// “Why?”

The short question that had been sitting on my mind for the past few weeks. Pestering. Growing. Taking a life of its own. How is it that these three letters impose an existential crisis that just keeps building up?

Is it the empty space they leave behind allowing my mind to dress the question into a different thought every time? Or is it their search for answers and, ultimately, resolve? But, alas, the fog around me pierces within, with its cool embrace, and brings me back to the present. The present in which I am 5,000 miles away from home on a journey that saw me broken more times than I was willing to admit. And yet, I still walk the Way... Why, indeed?

Send me on my Way

I’ve only ever sung about “walking 500 miles” but the idea of actually walking them by doing the famous pilgrimage to Santiago de Compostela called “The Way of St James” felt comforting. I was never a man with big dreams that I obsessed over for years. This is by no means due to my lack of imagination but rather due to my go-getter attitude which often had me obtaining my goals shortly after defining them. And this one was no different: I thought it; therefore, I am doing it!

The physical aspect of the feat didn’t bother me much, which was strange given the obvious strain you need to put your body through. What enticed me was its spiritual aspect I’ve read so much about in articles and books. The journey people took after heartaches, their stories of perseverance and the search for peace. My life was at a crossroads and in order to choose the path to walk figuratively, I needed to choose the one to walk literally.

With close to no preparation, pertinent to a romantic, I took that first step with ease and woke up on May 11th in a quaint little town on the eastern side of the Pyrenees. A town far away from the seashore

50
Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd /
Dino Ðula Peaced together A journey of self-discovery Að púsla sér saman Gönguleið í átt að sjálfsuppgötvun
Photo: Dino Camino, Laurin Camino

and yet very much in the business of selling seashells. A town that marks the beginning of what is known as “The French Way”: Saint-JeanPied-de-Port.

The feeling is mutual

For any change or cleansing to take place, it is essential to break down the old ways and rediscover new ones. If you ask any pilgrim who has ever walked Camino, we will always look at the experience as if it belonged to a pocket dimension, outside of our own lives. As if we had all pressed pause on the lives we had been living, to give ourselves more time to process what is to come. And then you spend your first day figuring out in which order to pick up your broken pieces.

I wanted to quit several times during that first day. Because it was hard, because I was ill-prepared, because maybe there is a better, easier way, because I... I was not as strong as I believed myself to be. But through accepting that weakness and trusting the process, I continued the steep climb up and over the Pyrenees, until I reached the Spanish soil. And I was not the only one.

Many people you meet stay in your life for an undetermined amount of time, depending on how much their presence is needed by you. This is the reason some friendships burn quickly, some romances fade away slowly and some people just never seem to leave your side. That is true of relationships created on Camino, and Laurin Kelsey was my latter. This production designer located in Vancouver, Canada, has worked on some of Netflix’s most popular shows to date, but back then we shared our thoughts weeks before our paths would cross.

“[I was] devastated, it was so hard. I was really concerned that I wasn’t going to be able to do it. But at the same time, as you’re walking through the ‘three stages of Camino’ [physical stage, mental stage and spiritual stage], you finally find acceptance. You find your inner peace.”

“I‘d describe it as a rude awakening, a beautiful nightmare,” says Jeremy Goldberg, another beautiful human I met in the vastness of the Spanish north. He is a writer and a life coach whose resolve to walk Camino came from a broken heart and a sudden decision to just “go for it”.

„Every person reaches their breaking point where they are face-toface with their true selves and they have to make some tough decisions and that‘s a really pivotal part of the journey – meeting your true self.“

The close-to-30 days I spent walking Camino really felt surreal as the prevailing thought was helping each other, something the modern world grew desensitized towards. We were all here for a specific reason, putting our bodies through excruciating stress hoping to emerge victorious at the journey’s end, victorious in our change. We shared the pains, the laughs, the food, and the medicine because we were all the same. Of course, disputes had arisen a few times around me, but they were isolated incidents that the community didn’t allow to grow bigger. The community refused to provide fertile ground for conflict.

“Peace is liberty in tranquility” - Marcus Tullius Cicero

“There were so many experiences, so many positive memories but at the end I went by myself to do something I was terrified of doing that

I felt both physically and mentally incapable of doing and I still went on and did it,” adds Laurin before continuing. “I never expected it to be so much about self-discovery and so much of a reset. I don’t think it’s possible to do Camino and not walk away feeling more capable, generally, to face difficulties in your life. It’s one of those moments I will always be proud of.”

Jeremy shares the sentiment: “It’s one of the most special experiences I’ve ever had. It‘s life-changing and I know it‘s a cliché to say it – but I do really believe it‘s changed my life in good ways. I have a new appreciation for who I really am and how I want to live my life.“

And, I believe, it’s sufficient to say my thoughts and memories align with theirs. The worries I carried with me, I left at Cruz de Ferro, in the thick fog that seemed so refreshing once I dropped the stone I carried with me. The stone that symbolized the reason for my journey now materialized allowing me to release it from my mind so I could obtain the peace my soul was yearning for. And in the end, all that was left were fond memories of my days in Spain, partially thanks to our mind's exceptional ability to focus on the positive things, while the negative ones seem redundant (similar to people forgetting the pain of birth, once they meet the child that comes from it). Fond memories and hope.

A hope that people are stronger than the troubles they face.

A hope that everyone finds peace, especially in trying times.

A hope that we can all find our own Way...

52
Dino Ðula Peaced together A journey of self-discovery Að púsla sér saman Gönguleið í átt að sjálfsuppgötvun

Innri friður

Friður er ástand laust við átök. Oft er orðið notað í stóru samhengi, svo sem þegar vísað er til átaka milli þjóða. Friður á þó ekki síður við einstaklinginn og er þá gjarnan talað um „innri frið“. Ef gengið er út frá þeirri skilgreiningu ætti innri friður að vera ástand laust við innri átök. Þó vita allir að lífinu fylgja hæðir og lægðir, og með þeim geta fylgt átök af ýmsum toga. Það þarf þó ekki að merkja að stríð ríki innra með einstaklingnum. Allar tilfinningar eru í sjálfu sér eðlilegar þó þær séu misánægjulegar. Sorg í kjölfar ástvinamissis eða reiði í kjölfar óréttlæti eru jafn eðlileg og gleði í góðum vinahóp eða stolt yfir afreki. Það mætti því segja að innri friður sé ástand þar sem jafnvægi ríkir á milli ólíkra tilfinninga og einstaklingur nær að njóta lífsins án þess að mótlæti raski hugarró viðkomandi til lengri tíma.

Leiðir til að öðlast innri frið Að öðlast innri frið til lengri tíma er vegferð sem þarfnast mikillar vinnu og krefst þess að einstaklingar séu meðvitaðir um líðan sína og annarra. Þessi vegferð er of flókin og margslungin til að vera frekar tíunduð hér. Það að finna fyrir innri ófrið til skemmri tíma er mjög algengt en getur þó verið hamlandi og haft áhrif á getu einstaklings til að takast á við hin ýmsu verkefni sem lífið hefur upp á að bjóða. Þegar ófriðurinn kemur fram á augnablikum þar sem hann er óvelkominn getur því verið gott að þekkja bjargráð sem stuðla að innri frið og hugarró. Það gefur auga leið að bjargráðin eru eins mismunandi og þau eru mörg en eftirfarandi eru leiðir sem hafa reynst einstaklingum vel til að róa hugann og losna við innri ófrið:

Hugleiðsla. Hægt er að stunda hugleiðslu með ýmsum hætti. Mörgum hefur reynst vel að nota smáforrit sérsniðin að hugleiðslu svo sem forritið „Headspace“. Öðrum finnst betra að gera öndunaræfingar eða fara í yoga. Sama hvaða aðferð er notuð þá er hugleiðsla ein besta leiðin til að fá frið frá amstri daglegs lífs og róa hugann.

Hreyfing. Hreyfing er þekkt fyrir að losa um líkamlega og andlega spennu og hjálpar þannig einstaklingum að slaka á. Hvort sem það er göngutúr, þungar lyftingar eða yoga, þá getur hreyfing gert kraftaverk fyrir innri ófrið.

Tónlist. Lengi hefur verið þekkt að tónlist hafi mikil áhrif á andlega líðan. Því getur verið hjálplegt að hlusta á tónlist sem róar, hvort sem hún er róleg eða hefur sérstaka merkingu fyrir viðkomandi.

Samskipti við vini og fjölskyldu. Til að draga úr vanlíðan getur verið gott að ræða um hugarástand sitt opinskátt við vini, fjölskyldu eða jafnvel fagaðila. Ef það er enginn sem þú treystir þér til að ræða við, gæti gagnast að koma þessum hugsunum niður á blað í staðinn.

Samfélagsmiðlahvíld. Á samfélagsmiðlum er gjarnan máluð upp glansmynd af lífi einstaklinga. Flestir sýna einungis frá góðum stundum á samfélagsmiðlum sem endurspeglar sjaldnast lífið sjálft. Samanburður við þessa glansmynd getur verið kvíðavaldandi og aukið á vanlíðan þegar man er viðkvæmt fyrir. Þess vegna getur verið betra að forðast samfélagsmiðla og samanburðinn sem fylgir þeim á streituvaldandi tímum.

Að leita sér hjálpar. Stundum er ófriðurinn það mikill að ofangreindar aðferðir duga ekki til og þörf er á utanaðkomandi aðstoð. Þá er sjálfsagt að leita til fagaðila, rétt eins og langflest myndu gera ef hamlandi líkamleg einkenni myndu gera vart við sig. Ítarlegan úrræðalista auk ýmiss fróðleiks má finna á vefsíðu Hugrúnar geðfræðslufélags, gedfraedsla.is.

En hvenær á að leita sér hjálpar?

Oft er fólk í vafa um hvenær tímabært sé að leita aðstoðar fagaðila. Hins vegar eru ýmis merki sem hægt er að hafa í huga sem að gefa til kynna að tímabært sé að leita aðstoðar. Til dæmis að innri átök séu orðin tímafrek og hamla daglegum athöfnum - það gæti komið fram sem uppáþrengjandi hugsanir sem erfitt er að hrista af sér, einbeitingarerfiðleikar eða styttri þráður. Þetta gæti haft áhrif á samskipti eða afkastagetu í námi eða vinnu. Annað merki er að vanlíðan sé orðin viðvarandi frekar en undantekning. Sum hafa lýst því sem þungu skýi yfir höfði sínu sem þau losna ekki við. Mögulega fara hlutir sem áður þóttu ánægjulegir að missa aðdráttarafl sitt. Eitt stærsta merkið er þó eflaust ef hugmyndin um að leita sér hjálpar er þegar til staðar. Þú þekkir þig best og ert besti mælikvarðinn á eigin líðan. Ofar öllu er því að hlusta á sjálft sig og biðja um hjálp þegar þú finnur þörf á því.

///

Peace is a state free from conflict. The concept of peace is often related to the world in a broad sense, such as conflict between nations. Nonetheless, the word also refers to the individual, a state of inner peace. Inner peace could then be described as a state free from inner conflict. However, life is full of highs and lows and conflict is unavoidable. This doesn’t imply that human beings are in a constant state of inner war - all emotions are, in their essence, normal, although some are less pleasurable than others. Grief following the loss of a loved one or anger after suffering injustice

54
Þóra Jóhannsdóttir — formaður Hugrúnar & Ragna Kristín Guðbrandsdóttir — varaformaður Hugrúnar og fulltrúi læknanema Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd / Photo: Hugrúngeðfræðslufélag

Inner Peace

are every bit as valid and normal as happiness surrounded by friends or pride following a job well done. One could thus say that inner peace is a state where balance reigns between different emotions, allowing the individual to enjoy life without their inner life being chronically affected by the lows of life.

Tools to bring about inner peace

Working towards a long-term sense of peace within requires a lot of work and self-awareness, as well as awareness of those around you. The journey towards inner peace is too multi-faceted to go into further detail here. The absence of inner peace for a short period of time is quite common, but inner conflict can be inhibiting and affect one’s ability to face the many challenges life has to offer. Inner conflict often presents itself at times where we’re ill-equipped to handle it, and when that is the case it’s good to keep in mind coping strategies and tricks to facilitate peace of mind. Below you’ll find several ways to brush off inner conflict and calm your mind:

Meditation. Meditation comes in many forms. Many have found apps like Headspace to be helpful. Others prefer breathing exercises or yoga. Whichever way you prefer, meditation is one of the best ways to calm your mind and relieve yourself of daily stress.

Exercise. Exercise is proven to release physical and mental tension. Whether you prefer going for a walk, lifting heavy weights or doing yoga, exercise will work wonders for inner conflict.

Music. Music is known to have a profound effect on mental health. Listening to music can be immensely soothing, whether the music itself is calm or your connection to a particular type of music brings you peace.

Contacting friends and family. When feeling low or riddled with inner conflict, speaking openly about how you’re feeling can relieve some of the pressurewhether you speak to a family member, a friend or a professional. If you don’t feel able to talk about your inner conflict, it can also help to write things down.

A break from social media. The sparkly, unrealistic images of life found on social media can have a negative impact on your mental health, especially at times when you’re already feeling low. Therefore, it can be

better to take a break from social media platforms altogether during stressful times.

Getting help. Inner conflict can reach a point where the aforementioned tips simply don’t do the trick, and you require the assistance of a professional. Reaching out to a professional is perfectly and completely normal - just as normal as seeing a doctor regarding a physical ailment. If you feel like you might need the aid of a professional, you can find a detailed list of resources available in Reykjavík via gedfraedsla.is, the website of Hugrún - an organizion for mental health education (available in Icelandic, English and Polish).

When is it time to seek help?

Being unsure whether you need the help of a professional is quite common. However, there are some signs to look out for which indicate that you might need some help. Is your inner conflict starting to consume a large amount of your time? Do you have intrusive thoughts and find it hard to shake them off? Do you feel more irritable or like you have difficulty concentrating? If you relate to some of those signs, and if you feel like they’re becoming more common, maybe even affecting your studies, work, or relationships, it might be time to see someone about it. Another sign to look out for is when inner conflict or discontent is the norm, rather than the exception. Some have described the persistent feeling of discontent as a cloud over their head, one they can’t get rid of. When discontent is becoming the norm, you may feel disinterested in things that once excited you. If you’re feeling this way, you may already be thinking about seeking professional help. After all, you know yourself better than anyone. Above anything else, find space to listen to yourself, and if you feel the need - don’t hesitate to ask for help.

55

ÓFRIDUR Í PRÓFATÍÐ

Prófatímabilið hefur ákveðinn sjarma yfir sér, þó ekki geti allir háskólanemar verið sammála því þar sem hjá sumum einkennist prófatíð af kvíða, streitu og jafnvel þunglyndi á köflum. Hjá öðrum einkennist það einfaldlega af spennu og hittingum með leshópum. Hjá hinum almenna háskólanema einkennist prófatímabilið sennilega af blöndu af þessu öllu saman, en það sem fylgir því gjarnan er óheilbrigt líferni - nú veist þú sennilega hvað ég er að tala um. Óhófleg orkudrykkja- og kaffineysla, lítill svefn, mikil kyrrseta og léleg næring, svo eitthvað sé nefnt. Það er kannski ekki stórfrétt að venjur háskólanema í miðri prófatörn séu ekki upp á marga fiska varðandi heilbrigði og þetta er ekki lífstíll sem við myndum kjósa til lengri tíma séð. Fæst höfum við þó áttað okkur á áhrifunum sem þetta hefur í raun og veru á líkama okkar og líðan, og hvað þá á gengi okkar í prófunum alræmdu.

Orkudrykkir og svefn

Tuðið yfir orkudrykkjaneyslu ungs fólks í dag er löngu orðið þreytt og við höfum öll heyrt það, en í prófum, þegar klukkan slær hálf tólf og hinn almenni stúdent opnar fjórðu dósina af miami bragði vegna þess að hann á enn eftir að glósa upp úr fjórum fyrirlestrum og lesa 7 kafla þrátt fyrir langan og strangan dag á Þjóðarbókhlöðunni þarf hann aðeins að endurhugsa málið. Lítill nætursvefn er nákvæmlega það sem læknar myndu mæla með ef nemendur myndu spyrja hvernig þeir gætu fengið sem lægsta einkunn á prófi, þar sem lítill svefn (minna en 7 klukkustundir) skerðir minnisgetu verulega. 1) Þegar það sem er verið

að prófa þig úr er geta þín til að muna námsefnið er fáránleg hugmynd að fórna svefni til að leggja námsefnið á minnið. Svefn er eitthvað sem er gott að huga að yfir alla önnina og þar með minnka álagið í prófatörninni, sérstaklega í ljósi þess að aðeins um 24,1% fólks á aldrinum 18-44 ára ná 8 tíma svefni á nóttu sem er talinn vera fullnægjandi 2) .

Kyrrseta

Kyrrsetan sem fylgir lokaprófsundirbúningi er ekki af skornum skammti. Fólk heyrir sjaldan um háskólanema sem er ekki kominn með bakverk eftir að hafa setið hokinn við borð daginn inn og daginn út í miðjum prófum. Við gerum okkur mörg fulla grein fyrir því að þetta er ekki ákjósanlegur lífsstíll, en við skoðun á gögnum kemur í ljós hversu miklum skaða hann veldur í raun og veru. Mikil kyrrseta í daglegu lífi getur haft margvísleg áhrif og flest eru þau nokkuð óspennandi. Mikil kyrrseta eykur líkurnar á því að þróa með sér sykursýki 2 þar sem líkaminn byggir upp ónæmi fyrir hormóninu insúlíni. Á sama tíma stuðlar kyrrseta að hjartavandamálum tengdum við minnkað magn HDL kólesteróls í blóði, dæmi um slíkt er heilablóðfall. Þessi mikla kyrrseta í prófatörninni eykur einnig líkurnar á því að nemendur þrói með sér krabbamein 3) . Öll þau vandamál sem nefnd hafa verið eru kannski ekki eins fljót að segja til sín og bakverkur eftir langa setu, og langtímaheilsufarsvandamál sem slík eiga til að gleymast þegar við hugsum um ástæður til þess að sitja ekki í 10 tíma samfleytt inni á lesstofu yfir bókunum. Því skaltu reikna með tíma til að hreyfa þig reglulega yfir daginn næst þegar þú skipuleggur

prófalærdóminn. Embætti landlæknis mælir með því að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á dag við miðlungs ákefð 4) .

Næring

Þegar við erum undir miklu álagi er freistingin til að kaupa sér veglegan poka af hlaupi mjög skiljanleg, sérstaklega ef langur dagur af lærdómi bíður okkar. Valið á næringu á slíkum stundum er oft mjög óskynsamlegt og fólk á það til að velja sér sælgæti, snakk eða kexpakka sem innihalda mikið af hitaeiningum, en á sama tíma litla næringu. Það kann ekki að hljóma spennandi að forðast fæðu sem inniheldur mikið magn af einföldum sykri eins og sælgæti eða kexkökur, en það skiptir sköpum í líkamlegu heilbrigði. Slík fæða veldur miklum sveiflum í blóðsykri og mikil neysla eykur líkurnar talsvert á hjarta- og æðasjúkdómum, offitu, og sykursýki 2. 5) Auk þess geta orkusveiflur eins og skyndileg þreyta sagt til sín þegar miklar sveiflur í blóðsykri verða í kjölfar óhóflegrar sykurinntöku. Skyndileg syfja hentar engum sem ætlar að fara yfir mikið af námsefni.

Að lokum

Markmið þessa stutta pistils er ekki að gefa háskólanemum eins og þér gríðarlegt samviskubit yfir því að huga ekki nægilega vel að heilsunni þegar mikið er um að vera í skólanum, og auðvitað er eðlilegt að vera góður við sig á erfiðum tímum. Ég vona samt sem áður að ég hvetji þig til umhugsunar í jólafríinu og næst þegar mikill lærdómur blasir við - fyrir bætta heilsu, betri venjur

Sigtryggur Þeyr Þráinsson
-
56
Þýðing /

UNREST AND THE EXAM SEASON

í námi og friðsamlega hátíð, án allra endurtekta. ///

There’s a certain charm about exam season, although not all university students would agree with that. For some, exam season is characterized by anxiety, stress and even depression at times. For others, it’s a time of excitement and meet-ups with study groups. For the average university student, exam season is probably a combination of all of the above, but what often comes with it is an unhealthy lifestyle - by now you probably know what I’m on about. Over-consumption of energy drinks and coffee, lack of sleep, sitting still for too long and opting for poor nutrition, to name a few. It may not be big news that university students’ habits in the middle of exams are not up to par when it comes to health, and this is not the lifestyle we would choose in the long run. Few of us, however, have pondered the effect this really has on our physical and mental health, let alone our performance during the infamous examinations.

Energy drinks vs. sleep

Nagging over young people’s consumption of energy drinks has gone on long enough and we’ve all heard of it, but during exam season, when the clock strikes half past eleven at night and the average student opens up the fourth can of Miami-flavored Nocco because they still have to power through four lectures and read seven chapters despite after a long day at the National Library,

one really has to rethink some things. Sleeping less during the night is exactly what doctors would recommend if students were to ask how they could get the lowest possible grade on a test, because not getting enough sleep (less than 7 hours) drastically reduces retention 1) . When recall of material is the exam's primary objective, sacrificing sleep in order to memorize material is a bad move. The goal should instead be to ensure sleep cycle consistency during the whole semester and thus alleviate some of the strain during exam season, especially in light of the fact that only 24,1% of people aged 18-44 manage to get 8 hours of sleep per night, which is considered the ideal amount in order to wake up fully rested 2)

Sitting still

The amount of time we spend sitting down when revising for finals is not in short supply. You rarely hear of a university student who hasn’t developed back pain from sitting hunched over a desk day in and day out in the middle of exam season. Most of us are fully aware that this isn’t an ideal lifestyle, but a closer look at the data reveals how much damage it truly causes. Excessive amounts of sitting in everyday life can have many effects - most of them aren’t thrilling. Being sedentary for long periods of time increases the chances of developing type 2 diabetes as the body builds up resistance to the insulin hormone. Excessive amounts of sitting also contribute to heart problems associated with

reduced levels of HDL cholesterol in the blood, one example of which is a stroke. The increased amount of sitting during the exam season also increases the chances of students developing cancer 3) . All of the aforementioned problems may not be as easily noticed as the back pain that may follow long periods of sitting, and long-term health problems as such tend to be brushed over when we think of reasons not to sit for 10 hours consecutively in the reading room over our textbooks. You should therefore make time to stand up and move around regularly during the day when you plan your next study session. The Directorate of Health recommends at least 30 minutes of moderate-intensity exercise per day 4) .

Nutrition

When we’re under a lot of pressure, the temptation of buying a bag of candy is an understandable one, especially when we have a long day of studying ahead of us. Our nutritional choices during such times are often very unfortunate given that people tend to choose sweets, crisps or boxes of cookies which contain a lot of calories but aren’t very nutritious. Opting to avoid foods that contain large amounts of simple sugars such as candy or cookies may not sound very exciting, but it’s vastly beneficial to one’s health. These types of food cause large fluctuations in blood sugar, and high consumption significantly increases the chances of cardiovascular disease, obesity, and type 2 diabetes 5) . In addition, energy fluctuations such as sudden

the Exam Season
student Ófriður í prófatíð Hollráð sjúkraþjálfunarnema
Unrest and
Insight from a physiotherapy
57

fatigue can happen when abnormal fluctuations in blood sugar occur following excessive sugar intake. Sudden drowsiness is not suitable for anyone who plans to cover a big chunk of any course material.

Last but not least

The aim of this short article is not to make students feel guilty for not paying enough attention to their health during high-intensity periods of their studies, and of course it’s only natural to be kind to oneself when tensions are high. However, I hope I’ve encouraged you to think about your health during the holidays, and that you’ll keep your physical wellbeing in mind the next time you’re drowning in schoolwork - for better health, healthier study habits and a peaceful holiday season free from retake exams.

1 Frenda, S. J., & Fenn, K. M. (2016). Sleep less, think worse: The effect of sleep deprivation on working memory. Journal of Applied Research in Memory and Cognition, 5(4), 463-469.

2 Embætti Landlæknis. (2018). Svefn eftir kyni, aldri og menntun 2007, 2012 og 2017.

3 Owen, N., Sparling, P. B., Healy, G. N., Dunstan, D. W., & Matthews, C. E. (2010). Sedentary behavior: Emerging evidence for a new health risk. Mayo Clinic Proceedings, 85(12), 1138-1141.

4 Embætti Landlæknis. (2021). Hreyfing og fullorðnir.

5 Bray, G. A. (2013). Energy and fructose from beverages sweetened with sugar or high-fructose corn syrup pose a health risk for some people. Advances in Nutrition, 4(2), 220-225.

Hrýtur þú?

Viltu vita meira um svefninn þinn?

Leitað er eftir einstaklingum á aldrinum 18 - 50 ára til að taka þátt í vísindarannsókn á sviði svefnrannsókna

Skannaðu QR kóðann og skráðu þig!

Verkefnið er styrkt af Horizon 2020 sjóð Evrópusambandsins undir samningi no. 965417

Sigtryggur Þeyr
Exam Season Insight
Ófriður í prófatíð Hollráð sjúkraþjálfunarnema
Þráinsson Unrest and the
from a physiotherapy student

Svefnbyltingin Revolutionizing Sleep

Getting to the Bottom of SleepRelated Lifestyle Diseases Rýnt

Eitt af því allra mikilvægasta til þess að stuðla að líkamlegri og andlegri heilsu er svefn. Þrátt fyrir að svefn skipi veigamikinn sess í lífi okkar allra og sé lykilatriði í því að líða vel, eigum við enn margt ólært og rannsóknir á svefni hingað til hafa hvergi komist nærri því að svara þeim fjölmörgu spurningum sem enn er ósvarað. Svefnbyltingin (e. Sleep Revolution) er þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni, leitt af Ernu Sif Arnardóttur sem er dósent við Háskólann í Reykjavík og hefur það að markmiði að rannsaka svefn með öflugri gagnaöflun og umbyltingu í mæliaðferðum og aðgengi. Verkefnið hlaut 15 milljón evra styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun.

Erna Sif, sem er líffræðingur að mennt, segir lokamarkmið svefnbyltingarinnar vera að nútímavæða mælingaraðferðir í svefnrannsóknum og greiningarferli svefnvandamála. Óhætt er að segja að þetta sé ein viðamesta svefnrannsókn sem gerð hefur verið hingað til, en umfang verkefnisins er gríðarstórt þar sem að koma fjölmörg lönd og fræðafólk úr mörgum áttum.

„Vísindamenn við verkfræði-, tölvunarfræði-, sálfræði- og íþróttafræðideildir Háskólans í Reykjavík, íslensku fyrirtækin Nox Medical og Sidekick Health, 38 samstarfsaðilar í evrópskum háskólum, heilbrigðisstofnunum og fyrirtækjum auk ástralsks háskóla vinna öll að þessu sameiginlega markmiði, og þessi fjölbreytta þátttaka og þverfaglega nálgun gerir það að verkum að við erum vongóð um að læra miklu meira um tengsl svefns og sjúkdóma.“

Núverandi fasi verkefnisins er lífstílsrannsókn, sem leidd er af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík og felur í sér að bjóða fólki á aldrinum 18-50 ára, þá sérstaklega fólki sem er í yfirþyngd og ekki að hreyfa sig, að taka þátt í rannsókninni. Verkefnið er sjálfboðaverkefni en allir þátttakendur fá svefnmælingar og ráðgjöf fagaðila til að stuðla að bættri heilsu og betri lífsstíl.

„Fólk sem hefur heyrt áður að það hrjóti eða sé með kæfisvefn og er með BMI yfir 25 er hópurinn sem við viljum rannsaka sérstaklega. Rannsóknin stendur yfir í

tólf vikur þar sem allir aðilar fá svefnmælingu í byrjun og lok rannsóknarinnar, sem er þriggja nátta mæling sem fólk framkvæmir heima hjá sér.“

Þátttakendum er skipt í þrjá hópa, þar sem fyrsti hópurinn hittir íþróttafræðing í Háskóla Reykjavíkur, fær sérútbúna æfingaþjálfun og mætir þrisvar í viku til þess að gera æfingar. Líkamsástand fyrir og eftir er mælt auk þess sem svefn er mældur til að sjá hvort hreyfing hafi jákvæð áhrif á svefngæði. Annar hópurinn fær lífstílsapp sem er hannað sérstaklega fyrir þann hóp af íslenska fyrirtækinu Sidekick Health og er gert til þess að hjálpa fólki að byrja að hreyfa sig og lifa heilbrigðari lífsstíl - þar er einnig tekið tillit til streitu og mataræðis. Þriðji hópurinn er samanburðarhópur sem fer í gegnum allar mælingar og fær ráðgjöf í lokin. Erna Sif segir markmiðið með appinu vera að sjá hvernig nýta megi tæknina til þess að gera svefnrannsóknir aðgengilegri fyrir öll.

„Mæliaðferðir hingað til hafa verið mjög takmarkaðar, og það er að hluta til vegna þess að þetta hefur verið svo dýrt. Svefnrannsóknir fela gjarnan í sér langa biðlista, mikla aðkomu sérfræðinga og dvöl á spítala sem auðvitað kostar sitt. Markmiðið með hópnum sem styðst við appið er að komast að því hvort og hvernig tæknin getur brúað þetta bil. Stærðargráða þessa verkefnis er það sem við bindum mestar vonir við, gagnasöfnunin er gríðarleg bæði hér heima fyrir

Lísa Margrét Gunnarsdóttir Þýðing / Translation: : Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd /
í Reykjavík
Photo: Háskólinn
59
í saumana á svefntengdum lífstílssjúkdómum
Erna Sif

og í Evrópu og gerir okkur kleift að fá í alvörunni áreiðanlegar niðurstöður sem hægt er að læra af og nýta til framþróunar svefnrannsókna.“

Erna segir að margt liggi enn á huldu hvað svefn varðar, og að þeir fjölmörgu aðilar sem að verkefninu koma trúi því að með svo yfirgripsmiklu verkefni sé hægt að svipta hulunni af tengslum svefns, offitu og margra annarra sjúkdóma.

„Langtímamarkmiðið er að læra meira um þetta samspil milli svefns og offitu og stuðla að bættu aðgengi rannsókna fyrir fólk sem vill breyta um lífsstíl. Það er svo margt sem við vitum ekki, en við vitum að samspil offitu og kæfisvefns eða svefnvandamála eru flókin og fela gjarnan í sér vítahring þar sem ónógur svefn veldur því að fólk hreyfir sig síður og á erfiðara með sykurstjórnun, sem getur leitt til sykursýki og fleiri lífsstílstengdra sjúkdóma. Við teljum klárlega að það sé hægt að svara mörgum af þeim spurningum sem eru ósvaraðar og að þetta verkefni muni stuðla að bættri lýðheilsu - með því að umbylta mæliaðferðum og greiningu getum við stutt við fólk sem vill breyta um lífsstíl. Það er auðvelt að segjast ætla að gera það en er í raun mjög flókið í framkvæmd, og við þurfum virkilega að vinna þverfaglega að því að hjálpa fólki að lifa heilbrigðara lífi.“

Erna segir að lokum að þverfaglegar rannsóknir á svefni feli í sér marga möguleika, og eru mastersog doktorsnemar Háskóla Íslands hvattir til þess að hafa samband ef áhugi er fyrir samstarfi hvað varðar rannsóknarverkefni. Hún segir svefnmælingar og þekkingu okkar á svefni vera í mikilli framþróun, og að lykilþáttur í því að komast að áreiðanlegum niðurstöðum sé þátttaka fræðafólks á sem flestum sviðum.

Öll sem hafa áhuga á að taka þátt í lífstílsfasa verkefnisins um miðjan janúar 2023 eru hvött til þess að skanna QR-kóðann og skrá sig - skráning felur ekki í sér neina skuldbindingu, en í kjölfar skráningar er viðkomandi boðið að koma í einfalda mælingu til að athuga hvort hann/hún/hán uppfylli þátttökuskilyrðin.

To ensure one’s physical and mental wellbeing, sleep is pivotal. Even though sleep plays a large role in our lives and is essential for one’s health, we have much to learn about the phenomenon and research hasn’t come close to answering the many questions scientists currently ponder.

The Sleep Revolution is an interdisciplinary and international research and development program led by Erna Sif Arnardóttir, an assistant professor at Reykjavík University. The program aims to research sleep by gathering a vast amount of diverse data, and by transforming data collection methods. The project was awarded a grant of 15 million Euros over a four-year period from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation funding program.

Erna Sif, a biologist, says the ultimate goal of the sleep revolution is to modernize the way we research sleep, and how we diagnose sleep disorders. The project is without a doubt one of the most extensive sleep research programs to date and involves the collaboration of many countries as well as a broad range of scientists.

“Engineers, computer scientists, psychologists and sport scientists from Reykjavík University, the Icelandic companies Nox Medical and Sidekick Health, 38 collaborators from European universities, health care institutes and companies as well as an Australian university, we’re all working towards this common goal, and the diverse participants as well as this interdisciplinary approach will hopefully answer many of those unanswered questions and provide insight into how sleep and disease are connected.”

The project’s current phase is lifestyle research, overseen by Reykjavík University’s Department of Sport Science, which involves inviting people aged 18-50 years old, especially overweight people who don’t exercise, to participate. It is a voluntary program, but every participant’s sleep is measured and professionals provide advice on how to improve one’s health and lifestyle.

“People who’ve been told they snore or have sleep apnea and have a BMI over 25 are the group we’re focusing on during this phase. The program takes twelve weeks, where every participant’s sleep is measured over a three day period in their home, both at the beginning and the end of the program.”

Participants are divided into three groups. The first group meets with a sport scientist at Reykjavík University, receives a specialized workout program and exercises three times a week using Reykjavík University’s facilities. Body composition is measured before and after the program as well as sleep quality, to see whether exercise has improved it.

///
60 Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Revolutionizing Sleep: Getting to the Bottom of Sleep-Related Lifestyle Diseases

The second group gets access to a lifestyle app which is especially programmed for them by the Icelandic company Sidekick Health, designed to help people who want to begin exercising and live a healthier lifestyle - where stress and diet is also a factor. The third group is a control group, which receives all measurements as well as consultation by a professional at the end of the program.

Erna Sif says that the app’s goal is to see how technology can be utilized to make sleep research more accessible to the public.

“Measurement methods and access to them has been very limited, partly because measuring sleep is so expensive. It often involves long waiting lists, specialists’ time and staying in a hospital, and all of those things count when it comes to price. The goal of having the second group use an app is to find out if and how we can bridge this gap using modern technology. The magnitude of this project is what really matters to us, the data collection is immense both here at home and in Europe, which means that we can get accurate results and learn from them, and use the data to modernize how we research sleep.”

She believes we have much to learn about sleep, and believes that conducting such a vast research project will yield answers regarding the connection of sleep, obesity and many other diseases.

“The long term goal is to learn more about the connection between sleep and obesity, and to ensure

accessibility for people who want to improve their lifestyle. There’s so much we don’t know, but we know that the relationship between sleep apnea, sleep problems and obesity is complicated and often involves a vicious circle where insufficient sleep causes people to exercise less and have a harder time controlling their blood sugar. We definitely believe that answers to these unanswered questions are around the corner, and that this project will improve public health - by transforming how we measure and diagnose sleep we can support people who want to change their way of life. It’s easier said than done, and is really quite complex in practice, and that’s why an interdisciplinary approach is so important when we want to assist people in living a healthy life.”

Erna ends on the note that interdisciplinary sleep research provides a lot of opportunity, and encourages students pursuing master’s and doctoral studies in the University of Iceland to contact the Sleep Revolution if there’s interest in collaboration, or if they have a research project idea. Sleep studies are a fast-growing field, and the key to answers is the collaboration of scientists and researchers from many directions.

Those interested in participating in the project’s lifestyle phase in the middle of January, 2023, are encouraged to scan the QR-code and sign up - signing up does not involve any commitment, only a subsequent invitation to a simple measurement process to examine whether they’re eligible for participation.

61
Svefnbyltingin: Rýnt í saumana á svefntengdum lífstílssjúkdómum

gerir þú

Stress er algengur fylgikvilli háskólanáms, og fyrir sum er námstengd streita óhjákvæmilegur fylgikvilli skólagöngu. Í hasarnum sem felst í stanslausum skilum, prófum og verklegum tímum gleymum við oft að gefa okkur sjálfum tíma, hægja á hugsanaflaumi okkar og búa til svigrúm til þess að geta andað. Það er hægara sagt en gert, ég þekki það vel á eigin skinni og eflaust gerir þú það líka. Það er erfitt að tylla sér á bekkinn við göngustíginn í fullkomnum slaka og tilgangsleysi á meðan man er sein(n/t) á áfangastað. Lítið er rætt um það hvað stúdentar gera til að vinna gegn stressi í sínu daglega lífi til að öðlast innri ró og frið. Til að svala forvitni minni (og kannski læra af öðrum) mætti ég á Háskólatorg og ónáðaði nemendur með þessari einföldu en oft erfiðu spurningu: „Hvað gerir þú í þínu daglega lífi til að öðlast innri frið og ró?“ Sjáum hvað stúdentar hafa um málið að segja.

→ Íris Björk Ágústsdóttir

Stjórnmálafræði og almenn málvísindi, B.A. Ég hef mjög mikið að gera, eiginlega allt of mikið. Það hjálpar mér að setjast niður til að skipuleggja hluti og ákveða hvað ég ætla að gera. Það gefur mér frið því að lífið er svo mikið kaos. Að vita sirka hvað ég er að gera, hvert ég á að mæta eða hvað ég á að læra. Mér finnst allt þetta svo gefandi svona tékklistar eða fá confettiið á Canvas þegar ég hef skilað einhverju inn. Þá get ég andað, búin að þessu og get gert eitthvað annað.

→ Magnús Orri Aðalsteinsson Enska og

íslenska, B.A.

Síðasta misseri hefur það verið voða takmarkað. Það hefur yfirleitt verið til að sinna skóla eða hagsmunastarfi innan skólans. Annars reyni ég að deyfa hugann með einstaklega bandarísku sjónvarpsefni. Eða lesa eitthvað sem ég er ekki að lesa fyrir skólann.

→ Hrannar Már Ólínuson Kvikmyndafræði, PhD.

Ég mála Dungeons and Dragons fígúrur. Ég var áður listnemi svo það færir mér innri frið. Ef ég er að eiga virkilega slæman dag finnst mér gott að mála og spila tölvuleiki, þá slokknar á öllu hinu.

→ Mariateresa Esposito Íslenskar bókmenntir, PhD.

Ég skrifa, og spila á píanóið ef ég hef kost á því. Ég fer líka stundum að synda, ef ég þarf að losa um uppsafnaða streitu í líkamanum. Þá meina ég ekki að synda í íslenskum skilningi, að sitja bara í heita pottinum án þess að hreyfa mig. Að sitja í vatni losar ekki um neina streitu fyrir mig, persónulega.

→ Ólafur Atlason Hagfræði, B.A.

Ætli það sé ekki bara að fá sér góðan morgunbolla á morgnana og stunda einhverja líkamsrækt. Fara í ræktina og saunu eftir á. Svo hugleiði ég á kvöldin þegar ég man eftir því og hef tíma. Það og góður svefn er mín leið til að öðlast innri ró.

→ Eiri Holm

Sagnfræði, B.A.

Ég veit ekki hvort ég trúi einu sinni á svokallaðan innri frið. Lífið er ólgusjór og það er allt í lagi. Kannski kemur friðartilfinningin þaðan, með því að viðurkenna glundroðann sem einkennir lífið. Mér finnst meira streituvaldandi að reyna að skilja það. Og að sofa nóg, það er stærsti vandinn hjá mér. Til þess að minnka stress?

Ég fæ mér kannski tebolla og les bók. Eða sit og velti fyrir mér núverandi kringumstæðum. Sama hversu mikið

stress er í gangi hjá þér, hugsaðu bara með þér hvað þú ert heppin(n/ð) að vera þú.

→ Andri Már Tómasson

Læknisfræði, B.S.

Ég leik við kisuna mína, Rósalind prinsessu. Bæði þegar hún er æst og þegar hún vill láta klóra sér. En það er mismunandi friður, bæði ró en líka sælufriður ef þú veist hvað ég meina.

→ Dagmar Óladóttir Landfræði, B.S. Ég fer í sund. Bæði sit ég í heita pottinum og syndi en líka kaldi og saunan.

→ Ólöf Bjarki Antons

Stjórnmálafræði og kynjafræði, B.S. Ég les ævisögur.

→ Eiríkur Hilmar Eiríksson Sagnfræði, B.A.

Drekka kaffi. Eða einhvern heitan drykk. Ef það er mikið að gera í náminu eða ég er stressaður þá er fínt á fá sér kaffibolla eða eitthvað heitt að drekka og slaka aðeins á.

62 Svör stúdenta
„Hvað
til að öðlast innri frið og ró?“
Elís Þór Traustason

“What Do You Do to Feel at Peace?”

Stress is a common side effect of university studies - for some, anxiety can even be an unavoidable part of studying. Surrounded by the high intensity associated with assignments, tests and vocational classes, we often forget to take our time, slow down our train of thought and allow ourselves room to breathe. This can be easier said than done, as I know from personal experience and you probably do as well. It’s hard to take a breather on the bench beside the footpath when you’re already running late to your destination.

We don’t really hear much about what students do to combat stress in their daily lives, how they facilitate inner peace. In search of answers to satiate my curiosity, (and maybe learn something from other students) I decided to head to Háskólatorg and pester my fellow students with this simple but oftentimes difficult question: “What do you do in your daily life in order to feel at peace?” Let’s take a look at what students had to say on the matter.

Political Science and Linguistics, B.A.

I’m very busy, kind of way too busy. What I find helpful is to sit down in order to get things in order, and decide what I’m going to do. That brings me peace because life is utter chaos. To roughly know what I’m doing, where I’m going or what I need to study. I get a lot out of checklists and the confetti on Canvas when I’ve turned something in. Then I can breathe, having checked a box and knowing I can move on

to something else.

→ Magnús Orri Aðalsteinsson English and Icelandic, B.A.

This last semester I haven’t done much to feel at peace. What I usually do is tend to my studies or extracurricular work within the university. Aside from that, I try to numb the brain by watching extremely American television. Or read something that isn’t for school.

→ Hrannar Már Ólínuson Film Studies, PhD.

I paint miniatures for Dungeons and Dragons. I used to study art so that‘s kind of my inner peace. So mostly painting and video games, if I‘m really having a bad day, since that completely turns off everything else.

→ Mariateresa Esposito Icelandic Literature, PhD.

I write or, if I can, play piano. I also go swimming sometimes, if I need something to release stress in some physical sense. Not just the Icelandic way, only staying in the hot tub and not moving. Sitting in water doesn‘t release any stress for me.

→ Ólafur Atlason Economics, B.A.

I guess I treat myself to a nice cup of coffee in the mornings and try to exercise. Going to the gym and the sauna afterwards. I also meditate in the evening when I remember to, and when I have the time. That plus a sufficient amount of sleep is my way to feel at peace.

→ Eiri Holm History, B.A.

I don‘t know if I believe in anything like inner peace. I think life is tumultuous and that‘s okay. Maybe that‘s where the peace comes from, accepting the fact that it is chaotic. It can be more stressful to try and make sense of it. And get some proper sleep, that‘s my biggest problem. To destress? I might grab a cup of tea and read a book. Or sit and reflect on my current situation. No matter how stressful it can be,

just think about how lucky you are to be you.

→ Andri Már Tómasson Medicine, B.S.

I play with my kitty, princess Rósalind. Both when she’s excited and when she wants a good scratch. But there’s different kinds of peace, both a sense of tranquility and a sense of being happily content, if you know what I mean.

→ Dagmar Óladóttir Geography, B.S.

I hit the swimming pool. I like to sit in the hot tub and swim, but also love the cold pot and the sauna.

→ Ólöf Bjarki Antons

Political Science and Gender Studies, B.S.

I read biographies.

→ Eiríkur Hilmar Eiríksson History, B.A.

I drink coffee. Or some sort of warm drink. If school is crazy or I’m feeling anxious it really works for me to drink something hot and chill a bit.

63 
Students' Answers

VELKOMIN

A SENSE OF HOME IN STUDENT HOUSING

Hluti af því sem gerir háskólasvæði að háskólasamfélagi er húsnæði nálægt byggingum skólans og leiga sem fólk ræður við á meðan námi stendur. Þessu hafa stúdentar Háskóla Íslands barist fyrir nánast frá stofnun háskólans árið 1911. Árið 1934 raungerðist loks ósk stúdenta um húsnæði á háskólasvæðinu með vígslu fyrsta stúdentagarðsins, Gamla Garðs, en þessum áfanga var fagnað í greininni Stúdentagarðurinn sem var birt í Stúdentablaðinu árið 1934 (10. árg):

„Í haust er stórmáli, sem stúdentar hafa barist fyrir um margra ára skeið, vikið heilu í höfn. Stúdentagarðurinn, sem hefir kostað svo mikla baráttu og erfiðleika, er kominn upp.“

Þetta stórmál átti hins vegar eftir að flækjast nokkuð þegar seinni heimsstyrjöldin brast á og breskir hermenn hernámu Gamla Garð, sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir stúdenta sem neyddust til þess að flytja í sjálfa Aðalbyggingu þar til Nýi Garður var tekinn í

gagnið árið 1943, í miðju stríði. Þessi tenging stúdentagarðanna og ófriðar er ekki öllum kunn, en stríð átti sinn þátt í þeirri miklu uppbyggingu Stúdentagarða sem átti sér stað næstu áratugina á eftir. Félagsstofnun stúdenta var svo stofnuð árið 1968 til þess að halda utan um íbúðarhúsnæði stúdenta, og hefur æ síðan haft yfirumsjón með áframhaldandi uppbyggingu auk þess að sjá um ýmsa aðra þjónustu tengda háskólanum.

Innlit á Stúdentagarða

Öldin er aldeilis önnur en hún var á þessum fyrstu áratugum háskólasamfélagsins, úthlutanir á stúdentaíbúðum náðu metfjölda nýverið haust og framboð á stúdentahúsnæði er fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr. Oft eru Stúdentagarðar fyrsta heimili fólks eftir að það flytur að heiman, og þó að margir námsmenn hafi ekki mikið á milli handanna til þess að innrétta heimili sín eru margar leiðir til þess að gera stúdentaíbúðir að sinni

eigin. Blaðamenn Stúdentablaðsins kíktu í heimsókn til Karolínu Júlíu Edwardsdóttur, sem býr í paríbúð á Mýrargörðum. Að hennar mati er auðvelt að gera stúdentaíbúð að friðsælu heimili án þess að eyða í það miklum fjármunum.

„Oft er fólk náttúrulega rétt að byrja að búa og finnur sér bara einhvern sófa, húsgögn héðan og þaðan og er kannski ekki að spá í heildarmyndinni. Ég er hins vegar á því að það skipti öllu máli að taka sér tíma, ekki stökkva bara á eitthvað heldur að vera í rýminu og taka sér tíma í að velja það sem passar saman. Við erum búin að vera að koma okkur fyrir í rólegheitunum í rúmt ár núna, og lögðum mikla áherslu á þettaað bíða eftir réttu hlutunum, oft er hægt að finna mjög falleg húsgögn á lítinn sem engan pening með því að fylgjast með Facebook-síðum og gefa því smá tíma.“

Paríbúð þeirra á Mýrargörðum er einkar björt og hlýleg, en Karolína segir gluggatjaldaval og lýsingu

64
& Lísa
AÐ GERA STÚDENTAÍBÚÐ AÐ GRIÐASTAÐ
Selma Mujkic
Margrét Gunnarsdóttir
Þýðing /
Translation: : Lísa Margrét Gunnarsdóttir
·
Mynd / Photo: Ferlir, Guro Størdal

skipta miklu máli upp á heildarútlit.

„Mjög margir stúdentar velja sér þung gluggatjöld svo ekki sjáist inn til þeirra, en það hefur svo ótrúlega mikil áhrif á rýmið. Við völdum hálfgegnsæ gluggatjöld, sem mér finnst gefa okkur alveg nóg næði án þess að loka birtuna úti. Mér finnst mjög mikilvægt að spá í birtunni, ég hef sjaldan kveikt á sjálfum loftljósunum og nota í staðinn marga lampa. Þá er birtan mýkri og það gerir allt heimilislegra. Lampar og seríur frekar en lýsing beint að ofan. Svo auðvitað að hafa nóg af list á veggjunum.“

Telma Rós Jónsdóttir, búsett á Dýragörðum, tekur í sama streng og Karolína með að list sé lykilatriði í að gera húsnæði að sínu eigin.

„Þegar veggirnir eru allir hvítir skiptir máli að hengja eitthvað upp. Mér fannst líka mikilvægt að forðast hvítt og sterílt umhverfi, koma mínum litum inn. Ég er hrifnust af jarðlitum, gulum og grænum.“

Það sem mesta athygli vekur á heimili Telmu, hins vegar, er Sabrína, kötturinn hennar sem fylgist heldur tortryggin með gangi mála. Ekki er langt síðan dýrahald var í fyrsta sinn leyft á Stúdentagörðunum, en fyrir tveimur árum mætti Félagsstofnun stúdenta óskum nemenda um að leyfa dýrahald með því að breyta Eggertsgötu 16-18 í Dýragarða.

„Sabrína gerir þessa íbúð algjörlega að heimili. Ég myndi ráðleggja öllum sem geta að fá sér kött, kettir gera allt betra.“ ///

A part of what turns a university area into a society is housing close to the school’s buildings and rent people can afford while studying. This has been called for by the students of the University of Iceland since the school’s founding in 1911. In 1934, student housing in the university area became a reality

with the building of Gamli Garður, which was celebrated in an article published in the Student Paper’s 10th volume in 1934:

„This fall a huge matter, which students have fought for over the course of many years, was finally settled [direct translation: came into the harbour]. The student housing building, which has cost such struggle and hardship, is here.“

This huge matter would, however, prove more troublesome when the Second World War broke out and British soldiers occupied Gamli Garður, which had serious repercussions for students who were forced to move into the Main Building (Aðalbygging) until Nýi Garður was built in 1943, in the middle of the war. Not everyone knows about the connection between student housing and war, but this turn of events are what sparked the construction of more buildings for students during the next decades. Iceland Student Services were subsequently founded in 1968 to manage all student housing buildings, and oversee future construction.

A Peek Inside Student Housing

The status of student housing has definitely undergone a paradigm shift since these early years of the university society, there’s more housing options than ever before and this fall marked a record high of student housing allocations. Student housing is often people’s first destination after moving out from home, and even though a large number of students don’t have the means to spend a fortune on decor, there’s many ways to make student housing feel like home. The Student Paper had a look inside Karolína Júlía Edwardsdóttir’s couples apartment in Mýrargarðar, who feels that transforming one’s space into a tranquil home doesn’t have to be complicated or expensive.

“People are often taking their first steps in living on their own and go for a random sofa, furniture from here and there without thinking about the overall look. Instead of randomly choosing everything at once, I feel like it’s important to spend some time in the space, to take your time in accumulating things that go well together. We’ve been getting settled for just over a year now, and we emphasized exactly this - waiting until the right piece of furniture comes along, there’s plenty to be found for little to no money by scouting Facebook-pages and giving it some time.”

Their apartment is bright and warm, and Karolína says that lighting and the right choice of curtains is key.

“So many students choose heavy, solid curtains so the apartment isn’t visible through the window, but it really affects the space inside. We chose semi-transparent curtains, which still give us enough privacy without keeping the light out. Lighting is really crucial in my opinion, I almost never turn the actual ceiling light on, instead we have lamps all over and that makes it feel more cosy. Lamps and serial lights instead of a blaring light in the ceiling. And of course, plenty of art on the walls.”

Telma Rós Jónsdóttir, who lives in Dýragarðar, shares Karolína’s sentiment about artwork making all the difference when making a space feel like home.

“When you have walls that are all white, you really have to hang something up. I also find it important to avoid a white and sterile environment, to introduce my own color palette. I’m particularly fond of earth tones, green and yellow.”

What unequivocally commands most of our attention in Telma’s home, however, is her cat, Sabrí -

65

na, who watches our conversation looking rather suspicious. It hasn’t been long since pets were first partly allowed in student housing - two years ago, Student Services responded to students’ earnest call to lift the complete ban of animals by introducing Dýragarðar in Eggertsgata 16-18.

“Sabrína really is what makes this place feel like home. I highly recommend having a cat for those who’re able to, cats make everything better.”

66
& Lísa
A Sense of Home in Student Housing Að gera stúdentaíbúð að griðastað
Selma
Mujkic
Margrét Gunnarsdóttir

Ljósið á móti myrkrinu

Í lok síðasta þáttar fyrstu þáttaraðar True Detective kafaði einn af karakterum þess, rannsóknarlögreglumaðurinn Rust, inn í næturhimininn og umvafinn stjörnumyrkri hugsaði hann um eldgamla sögu mannkynsins, ljósið á móti myrkrinu. Félagi hans, Marty, taldi að samkvæmt þessum orðum væri myrkrið að sigra ljósið og leggja meira land undir sig. Rust andmælti ekki í fyrstu, en hóf svo að þræta um málið. Hann fullyrti að Marty væri á villigötum vegna þess að í upphafi var einungis myrkur, þannig að ljósið var framúrskarandi. Jafnvel þó að heimurinn sé margvíslegur, aðskiljum við oft andstæður: ljós og myrkur, gott og illt, rétt og rangt o.s.frv. Ef þú trúir á Guð verður þú líka að treysta nærveru Hins Illa og þrauka það.

Heraklítos, forsókratíski og „myrki” heimspekingurinn, fékk þá hugmynd að andstæð hugtök skilgreini hvort annað. Það er ekki hægt að fá fullvissu um ljósið án nærveru myrkurs; ekkert gott er til án ills; enginn friður án stríðs og svo framvegis. Albert Einstein, tældur af lögmálum varmafræðinnar, viðurkenndi að gott og illt væru eftiráhrif skorts á hinu góða og Guði, alveg eins og „kuldi“ er skortur á hita.

Andstæð pör fylla líka alheiminn okkar. Við höfum jákvæða orku sem táknuð er með efninu og neikvæða orku sem þyngdarsviðið gefur frá sér. Ef þú vilt slíta í sundur tvo líkama sem dragast hver að öðrum að þyngdaraflinu þarftu að dæla jákvæðri orku. Til þess að koma gervihnetti á sporbraut þarftu eldflaug.

Sumir eðlisfræðingar deila því um hvort jákvæð orka og neikvæð orka geti verið fullkomnir jafnokar. Þær geta gert hvor aðra að engu þannig að heildarorka alheimsins er núll!

Ef það er satt, í krafti meginreglunnar um orkusparnað, hlýtur heildarorka alheimsins (ef gera má ráð fyrir að hún sé einangrað kerfi) alltaf að hafa verið núll. Orkan getur breyst frá einni mynd í aðra en er hvorki búin til né eyðist hún. Þetta hefur einnig í för með sér að meðan á Miklahvelli stóð hlýtur heildarorkan að hafa verið núll, og í raun gæti allur alheimurinn hafa orðið til úr engu! Eitthvað hefur rokið upp úr engu án þess að brjóta lögmál eðlisfræðinnar. Hvernig kom þetta eiginlega fyrir?

Í stóru samhengi er hægt að lýsa alheiminum með klassískri eðlisfræði. Í klassískri aflfræði, ef þú vilt spá fyrir um tímaþróun kerfis, geturðu tengt upphafsstöður og hraða inn í jöfnurnar og leyst þær.

Á hinn bóginn hlýðir smásjársviðið lögmálum skammtakenningarinnar. Smásæir hlutir, eins og rafeindir, hafa ekki ákveðna stöðu eða skriðþunga; þeim er lýst með líkindadreifingu. Til eru skammtaástönd með eðlisfræðilegum eindum og skammtalofttæmisástand þar sem engar eðlisfræðilegar eindir eru til. Lofttæmisástandið er skammtaástandið með minnstu mögulegu orku. Þetta ástand er í raun ekki tómt. Svokallaðar „launeindir“ (skammtasveiflur) skjóta stöðugt inn og út úr tilveru sinni sem stokastískir (tilviljunarkenndir) atburðir. Þeir spretta oft fram í pörum sem eind og móteind og eyðast eftir mjög stuttan tíma á gagnkvæman hátt. Sumir heimsfræðingar velta því fyrir sér hvort að skammtasveiflur hafi verið það sem gerði Miklahvell mögulegan. Hins vegar eiga skammtasveiflur sér stað í viðurvist sviðs í geimnum - en það var ekkert tímarúm fyrir Miklahvell. Hvaðan kom tímarúmið? Því miður eigum við einfaldlega ekki til kenningar um skammtaþyngdarafl, enn sem komið er.

Það eru engar raunhyggjulegar vísbendingar um að Miklihvellur hafi verið skammtafræðileg núllpunktssveifla, en við lestur þessarar greinar stendur samt eftir möguleg lífslexía.

Stundum getur það gerst að við berum með okkur tómleikatilfinningu, einhvers konar vöntun á tilfinningum og tilgangi. Eins og heimspekingurinn Friedrich Nietzsche sagði: „Sú stund er að koma þar sem maðurinn mun ekki lengur fæða neina stjörnu.“ Ef alheimurinn sprakk út frá engu, hver veit hversu mörgum hlutum þú gætir orðið kveikjan? Eins og snillingur nokkur frá Bonn, Ludwig van Beethoven, fullyrti: „Við dauðlegir menn með ódauðlega huga erum aðeins fæddir fyrir þjáningar og gleði og það má næstum segja að þeir sem skara framúr upplifi gleði í gegnum þjáningar.“ ///

At the end of the last episode of the first season of the series True Detective, one of its characters, detective Rust, delved into the nocturnal firmament and in front of that sidereal darkness he bethought one of antediluvian stories of humankind, light versus darkness. His partner, Marty, adumbrated that according to that welkin, darkness is vanquishing light subsuming more territory. Rust, at first, gave carte blanche, but then quibbled about that. He asserted that Marty is misguided because at the commencement there was only darkness, so light is outstanding.

68
Maicol
Cipriani
Þýðing / Translation: Victoria Bakshina · Mynd / Photo: Maicol Cipriani

Light vs. Darkness

Even though the world is multifarious, we often severalize opposites: light and darkness, good and bad, right and wrong, etc. If you have faith in God, you must also give credence to the presence of Evil and withstand it.

Heraclitus, the pre-Socratic “Obscure Philosopher,” conceived the idea that antithetical concepts define each other. The notion of light cannot be ascertained without the presence of darkness; no good without bad; no peace without war and so on. Seduced by the laws of thermodynamics, Albert Einstein asseverated that bad and Evil are the aftereffect of the scantiness of good and God, like "cold" is given by the dearth of heat.

Opposing pairs also pervade our universe. We have a positive energy represented by the matter and a negative energy given by the gravitational field. If you want to put asunder two bodies that are attracted by gravity, you need to feed positive energy. In order to put a satellite into orbit, you need a rocket.

Some physicists dispute that positive energy and negative energy may be in perfect even-steven. They may nullify each other so that the total energy of the universe is zero!

If that is true, by virtue of the principle of energy conservation, the total energy of the universe (if it can be assumed to be an isolated system) must have always been zero. Energy may transform from one form to another but is neither created nor destroyed. This entails that also during the Big Bang the total energy must have been zero, actually, the entire universe may have originated from nothing! Something skyrocketed from nothing without contravening the laws of physics. How did this betide?

On a macroscopic level, the universe can be described by classical physics. In classical mechanics, if you want to predict the time evolution of a system, you

can plug in the initial positions and velocities into the equations and solve them.

On the other hand, the microscopic realm obeys to the laws of quantum theory. Microscopic objects, such as electrons, do not have a definite position or momentum; they are described by probability distributions. We have quantum states with physical particles and quantum vacuum states in which there are no physical particles. The vacuum state is the quantum state with the lowest possible energy. This state is not actually empty. So-called “virtual particles” (quantum fluctuations) pop continuously in and out of their existence as stochastic events. They often spurt in pairs as particle and antiparticle and mutually annihilate after a very short time. Some cosmologists speculate that quantum fluctuations allowed the Big Bang.

However, quantum fluctuations happen in the presence of a field in a space but there was no spacetime before the Big Bang. Where did the spacetime itself come from? Unfortunately, we don’t have a theory of quantum gravity yet.

There is no empirical evidence that the Big Bang was a quantum zero-point fluctuation, but you may grasp some life coaching from this article.

Sometimes it can happen that we bear a feeling of emptiness, meagerness of emotions and purpose. As it has been presaged by the philosopher Friedrich Nietzsche: "The time is coming when man will no longer give birth to any star." Well, if the universe bursted to its existence from nothing, who knows how many things you can spark from your empty state? As the genius of Bonn, Ludwig van Beethoven, averred: "We mortals with immortal minds are only born for sufferings and joys, and one could almost say that the most excellent receive joy through sufferings."

innra stríðið — sáttur við ekkert

the war within — at peace with nothing

Að skrifa grein um kulnun og innra jafnvægið milli atvinnu og einkalífs getur verið áhugaverð upplifun. Fyrir mig, svefnvana út vikuna (sofandi að meðaltali þrjár klukkustundir svefns á nóttunni), vinnandi í sextíu klukkustundir og enn að reyna að finna tíma fyrir félagslíf, getur slíkt verið áskorun. Að vera hluti af „menningarlegum tíðaranda“ sem felur í sér nokkra tugi klukkustunda þar sem þú ert niðursokkin(n/ð) í að horfa á þætti og lesa hluti sem þú myndir líklega kveikja í ef þú værir strandaglópur á eyðieyju, felur í sér áhugaverða ráðgátu. Í það minnsta er þetta táknrænt fyrir samtímann. Hefndarfrestunarárátta þegar kemur að svefni eða svokölluð hefndarháttatímafrestun skipar sér æ meiri sess á meðal þeirra sem vinna við að kóða eða við rannsóknarvísindi, auk annarra starfsgreina sem einkennast af því að vera tímafrekari en hefðbundin dagvinna frá 9-5. Í meginatriðum er þetta einfalt; í lok vinnudags vakir man til „að njóta frítíma“ síns í stað þess að fara að sofa, þreytt(ur) og tilbúin(n/ð) til að brotna niður, til að flýja inn í tímabundinn blund sem er svo keimlíkur dauðanum, þegar blæðir úr milljón skurðum daglegs lífs. Þessi vaka getur verið hvað sem er: að horfa á uppáhaldsþáttinn þinn, vafra stefnulaust eða eyða klukkutímunum saman í einhvers konar doomscrolling eða jafnvel hringja í ástvini um allan heim sem eru á hentugri tímabeltum. Kjarni þessarar deilu er þungbrýn, vaxandi óánægja með það hvernig lífið virðist vera endalaus eldsvoði hversdagslegrar lágkúru, hvernig

hver einasta vinnumínúta rennur saman við heimilisstörf fullorðinsáranna, svo ekki sé minnst á álagið sem fylgir því að halda uppi líkamlegu útliti, sem leiðir til skorts á frítíma. Samt er til frítími sem flestum er kennt frá barnæsku að sóa ekki; svefn. Fólk ætti að sofa í átta tíma á dag. Eða sjö, eða að minnsta kosti sex. Það er mismunandi, en um fimm klukkustundir á nóttu er líklega óhollt. Á þremur byrjar man að finna fyrir ofsóknarbrjálæði, og endar með því að brotna niður og brenna út.

Það færir okkur í átt að hinni, ljótari hliðinni á málinu. Hefndarháttatímafrestun er í raun eitthvað á borð við krúttlegan lífsstílssjúkdóm, sem við getum auðveldlega losað okkur við með hjálp góðs vinar, maka eða umönnunaraðila, eða jafnvel með því að fylgjast með svefntíma okkar (þökk sé tilkomu mælingasöfnunar getum við í senn verið Pavlov og hundarnir hans, húrra fyrir sektarkenndinni). Kulnun getur hins vegar verið mun lúmskari. Ég hef verið þekktur fyrir kæruleysi hvað þetta varðar, persónulega, „hvernig er hægt að brenna út, ef ég væri að vinna þá væri ég ekki að dragast aftur úr og þannig fellur þetta um sjálft sig!”. Það virkar þó ekki beinlínis þannig. Við höfum, ef til vill öll, en sum meira en flest, skyldur og væntingar sem hvíla á okkur, frá samfélaginu og okkur sjálfum, um að eyða tíma okkar á sem afkastamestan hátt. Afkastageta getur verið hvað sem er. Áhugamálin breytast fljótt í „hliðarstarf“ sem vegsama hina grimmu gullgerðarlist þar sem skemmtilegum athöfnum eins og til dæmis forritun er

70
Goswami
Rohit
Þýðing / Translation: Victoria Bakshina · Mynd / Photo: Tara Winstead / Pexels

breytt í fleiri fresti, allt til að miða við hugmynd um hundrað prósent afkastagetu. Kulnun getur verið aukavandamál í stærri kerfisbundnum vandamálum, mörg fyrirtæki myndu fullyrða að kulnun starfsmanna væri lélegri stjórnun að kenna frekar en starfsmönnum sjálfum, en í griðlausum heimi skiptir það varla máli. Þegar eitt okkar fellur af baki er skyldan til þess að ná sér, dragast aftur úr eða vera leyst(ur) af hólmi ótrúlega átakanleg. Ef þú hefur kost á því, taktu þér (ógreitt) kulnunarleyfi. Slepptu öllum frestum og endurstilltu þig. Ef þú getur. Jafnvel þegar vinnufrestir eru sanngjarnir standa eftir milljón minniháttar skuldbindingar og viðskiptavildarsamningar sem þarf að uppfylla, allt frá ráðgjöf til sjálfboðaliðastarfs, hvert í sjálfu sér uppbyggjandi tækifæri, en þegar þau leggjast ofan á hvort annað þyngjast þau og mölbrjóta að lokum bakið á öllum þeim sem reyna að takast á við fleiri en nokkrar skuldbindingar í einu.

Frekar en að mistakast (eins og mér tekst almennt) það að bjóða upp á sanngjarnar eða framkvæmanlegar lausnir, mun ég enda þessa hugvekju á hagnýtri og lausnatengdri nálgun. Sum störf, líkt og sumar matvörur eru „þéttari“ í sér en önnur.

— Milli þess að liggja uppi í rúmi og doom-scrolla eða fara í ræktina er mun líklegra að hið síðarnefnda hafi jákvæð áhrif á daginn (og hjálpi við reglubundið svefnmynstur). Hreyfing tengist hærra magni serótóníns, og meira að segja göngutúr hjálpar til við að losna við heilaþoku. Þó dagarnir séu styttri og hálkan geti stundum verið varhugaverð, þá er röskleg ganga við sjóinn einn af betri kostum þess að búa hér í Reykjavík, sérstaklega þegar man getur endað hana í heitum potti.

— Samkvæmt sama mælikvarða veldur það að horfa á þætti gjarnan hámhorfi og maraþonum í þáttaáhorfi. Hagkvæmur (og skemmtilegur) valkostur í þessu tilviki er að grípa til þess að nota vefsíður eins og twoseven eða teleparty til að streyma þáttum með vinum og mökum. Þetta er ábyrgðarsamara og einnig félagslega heilbrigðara en óhóflegt þáttaáhorf í einrúmi. Því það þýðir ekkert að horfa á eitthvað án þess að tala um það, þannig að það er kjörið að blanda hvoru tveggja saman.

— Matreiðsla, sem er bæði líkamsrækt og á það til að endurvekja trú manns á lífinu, getur verið góð leið til að eyða tíma án samviskubits eða streitu (það fer þó eftir því hvað er verið að elda, eins og með hlaup verður það betra ef þú heldur áfram). Að geta eldað góða máltíð mun alltaf nýtast vel á endanum (öll munu líklega bjóða gestum heim á einhverjum tímapunkti). Þetta eru líka hlutir sem eru ólíklegir til þess að verða að „starfi“. Flest okkar munu líklega ekki lenda í því að reyna að vera hliðarkokkur, eða jafnvel áhugamaður í líkamsrækt eða íþróttamaður hverfisins. Þetta er í mótsögn við

vinnutengda starfsemi. Kennarasjálfboðaliðastarf þegar kennsla er hluti af starfi manns er líklega ekki besta leiðin til að slaka á. Ekki heldur áhugamálin sem eru í raun vinna. Vertu alltaf meðvitað(ur) um þann valkost að segja nei. Þó að þetta sé auðveldara sagt en gert.

Innra stríðið getur verið leynilegt, mun lúmskara en kynnt er hér að ofan. Sum okkar stríða við sjálfsmyndarvandamál, félagslegan kvíða, vanlíðan, ofbætur, grimmilegar aðgerðir gegn þeim sem eru taldir neðar í stéttum samfélagsins, jafnvel sjálfsvígshugsanir og loddaralíðan. Það getur verið erfitt að sleppa úr vinnu þegar það skilgreinir í raun samskipti okkar við umheiminn. Að binda enda á daginn, sérstaklega ef þú ert ein(n/t). Að horfast í augu við drauma og martraðir, að vita að skilafresturinn bíður þín enn þegar þú vaknar, eins og napalm sem strýkst við hold. Það getur verið erfitt að halda sig við rútínu. Fyrir sum virkar hugleiðsla, en fyrir önnur, þar á meðal mig, stuðlar hún bara að enn meiri sektarkennd. Það er algjör óþarfi að taka fram að sum þessara mála eru mun stærri en önnur og geta þurft (tafarlausa) læknisaðstoð. Öll eiga skilið jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem brýtur þau ekki niður. Sjálfbærni ætti að vera ofar öllu.

///

Writing an article on burnout and the internal dynamics of work-life balance can be an interesting exercise. For me, sleep deprived over the course of the week (averaging around three hours a night), working sixty hours and still trying to find time to fit in can be challenging. To be part of the “cultural zeitgeist” involving several dozens of hours more sunk into watching shows and reading things I probably would burn for warmth stranded on an island is an interesting conundrum. At the very least it is a sign of the times.

Revenge sleep procrastination or revenge bedtime procrastination is fast gaining prominence among code monkeys or research scientists and other professions which somehow tend to be more all-consuming than nine-to-five. In essence it is simple; at the end of the working day, exhausted and ready to collapse, to escape into the temporary slumber so akin to death, bleeding from the million cuts of daily life - one stays up to “enjoy” their “free time”, instead of being able to sleep. This can be anything, watching a favorite show, browsing aimlessly or sinking hours into some form of doom-scrolling or even calling loved ones across the world in more conveniently available timezones. The crux of this strife is a glowering, growing discontent with the way life seems to be an endless conflagration of mundane banalities, how each working minute melds into household chores of adulthood, not to mention the strain of keeping up physical appear -

71

ances, leads to little to no reasonable free time. Yet there is some free time most people are taught from childhood to not waste; sleep. People ought to sleep for eight hours a day. Or seven, or at least six. It varies, but around five hours a night is probably unhealthy. At three, one starts to spiral into slow paranoia, and also ends up crashing and burning out.

Which brings us to the other, uglier side. Revenge bedtime procrastination is really more of a cute lifestyle disease, one we can easily snap out of with the help of a good friend, partner or caregiver, or even by tracking our sleeping hours (thanks to the advent of metrics collection for all we can be both Pavlov and his dogs, hooray guilt). Burnout, however, can be far more insidious. I have been known to be flippant about it personally, “how can one be burned out, if I was working I’d not be falling behind and the whole point would be moot!”. It doesn’t exactly work that way, though. We have, all of us perhaps, but some more than most, obligations and expectations weighing on us, from society and ourselves, to spend our time in a maximally productive manner. Productivity can be anything. Hobbies quickly descend into “side-hustles” glorifying the cruel alchemy by which fun activities like, say, programming, are transformed into more deadlines, all to be fed towards the ideal of a hundred percent efficiency. Burnout can be a second order problem of larger systemic problems, many companies would assert that employee burnout is due to poor management rather than any fault of the employee, yet in a dog-eat-dog world, it hardly matters. Once one falls behind, the onus to catch up or else fall behind and be replaced is incredibly harrowing. If possible, take burnout (unpaid) leave. Drop every deadline and reset. If possible. Even when work deadlines are reasonable, there are a million minor obligations and contracts of goodwill to fulfill, from mentorship to volunteering, each in themselves an uplifting opportunity, but taken collectively, like twigs in a bundle, the net effect is to shatter the back of anyone trying to handle more than a few engagements.

Rather than fail as I generally do to provide any reasonable or actionable solutions, I shall end this on a more practical and solution-based approach. Some activities, much like some foods, are more “dense” than others.

— Between lying in bed and doom scrolling or hitting the gym, the latter is far more likely to provide

structure to one’s day (and help with a regular sleep pattern). Exercise is linked to higher levels of serotonin, even walking helps clear out the brain fog. Though the days are shorter and the black ice on the ground can be fickle at times, a brisk walk by the ocean is one of the better pleasures of living here in Reykjavik, especially when it can end in a hot tub.

By the same metric, watching shows alone tends to lead to binge watches and marathon sessions. An actionable (and enjoyable) option in this instance is to resort to using websites like twoseven or teleparty to stream shows with friends and partners. This creates accountability and also is socially more healthy than binging. Indeed, there’s no point watching things without talking about them, so it might as well be together.

— Cooking, being both physical exercise and rather life affirming, can be a good way to spend time without feeling guilty or stressed (depending on what is being cooked though, like with running, it gets better if you keep at it). Being able to cook a good meal will always come in handy eventually (everyone will probably entertain guests at some point). These are also things which have a low chance of growing into “work”. Most of us will probably not end up trying to be a side-chef, or even an amateur bodybuilder or regional sportsperson. This is in sharp contrast to work-adjacent activities. Volunteering to teach when teaching is part of one’s work is probably not the best way to unwind. Nor are hobbies which are secretly work. Always be mindful of the ability to say no. Though this is easier said than done.

The war within can be dark, far more so than presented above. Some of us battle with image issues, social anxiety, perceived slights, overcompensation, cruel actions to those lower on the totem pole, even suicidal thoughts and imposter syndrome. It can be hard to let go of work when it essentially defines our interactions with the world. To put an end to a day, especially alone. To face dreams and nightmares, always knowing the deadlines, like napalm on flesh, are still waiting when you wake up. It can be hard to stick to a routine. For some, meditation works, but for others, including me, it serves only as an additional guilt session. Needless to say, some of these issues are far greater than others, and may require (immediate) medical intervention. Everyone deserves a work-life balance which doesn’t break them. Sustainability comes first.

72
The War Within At
nothing Innra stríðið Sáttur við ekkert
Rohit Goswami
peace with

LÁTTU MIG Í FRIÐI: FYRIR ÞAU SEM FÁ EKKERT ME-TIME

Af hverju þurfa félagsverur stundum frið frá öllu? Hvað drífur sumt fólk til þess að einangra sig frá ástvinum sínum þegar það ætti að geta reitt sig á þau? Stundum þegar það er allt of mikið að gera hljómar betur að hanga á TikTok í marga klukkutíma og kannski gráta smá en að bæta gráu ofan á svart og þurfa að þykjast vera í góðu lagi. Við finnum fyrir skömm þegar okkur gengur illa og það getur reynst erfitt að bera sig ekki saman við aðra í kringum sig, en í slíkum hugleiðingum býst man gjarnan við að fólk líti niður á mann. Svona hugsanir eru of algengar og leiða aldrei til hlýrra tilfinninga - heldur stuðla þær að því að vilja hverfa í a.m.k. 5 daga inn í einhvern skóg þar sem ekki er símasamband og ekkert net. Það erfiða við það að reyna að eiga smá me-time er að síminn er stanslaust að pípa… sama hvernig þér líður og hvort þú nennir að svara. Hins vegar er líklegt að man byrji að svara þessum skilaboðum sem man nennti ekki áður þegar man þarf að læra eða vinna heima, sem þýðir að vinnan safnast upp og veldur meiri óhamingju því lengur sem frestunaráráttan ræður ríkjum. Svo þegar man ætti að fara að sofa eftir langan dag er stundum erfitt að sætta sig við að loka augunum þegar tækifærið til þess að gera eitthvað fyrir sjálft sig er loksins til staðarþannig man endar á því að fara ekki að sofa. Ef slíkur vítahringur heldur áfram óbreyttur aukast líkurnar á kulnun í námi eða starfi.

Kulnun (e. burnout) er neyðarkall líkamans um að slaka aðeins á. Það er alvarlegt, neikvætt ástand

hjá einstaklingi sem upplifir of mikla streitu í vinnu og veldur því að það sem eitt sinn var spennandi og skemmtilegt verður nú hvimleitt og getur jafnvel verið kvíða- og þunglyndisvaldandi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) skilgreinir kulnun á eftirfarandi hátt:

Kulnun er heilkenni sem er afleiðing langvarandi streitu sem ekki hefur tekist á árangursríkan hátt að ná stjórn á. Einkenni kulnunar eru á þrem víddum:

1. Orkuleysi eða örmögnun

2. Andlega fjarverandi, neikvæð viðhorf eða tortryggni tengd vinnustað

3. Minni afköst 1)

Eflaust hafa margir lesendur upplifað slík einkenni einhvern tímann á lífsleiðinni þegar það er allt of mikið að gera - og er það vissulega verst þegar samþætting verður milli vandamálanna sem koma upp í persónulegu lífi, í námi og í starfi. Þegar man er að verða fyrir stanslausu áreiti af völdum allra þessara þátta gleymist að man getur aðeins gefið ákveðið mikið af sér í einu. Forsenda vinnu, náms og margs annars er að veita orkubirgðum sínum athygli og virða þær, annars er hætta á að man upplifi kulnun og glati jafnvel hluta af sjálfu sér um tíma.

Að vera undir of miklu álagi er eitthvað sem hinn almenni stúdent kannast vel við, en samkvæmt niðurstöðum EUROSTUDENT VII könnunar sem lögð

var fyrir nemendur 26 Evrópulanda árið 2019 töldu 72% íslenskra svarenda ekki geta stundað nám án þess að vinna fyrir sér 2) . Háskólanám eitt og sér er krefjandi, hvað þá þegar álag vegna vinnu leggst ofan á það. Ef lesandi vill fá ráð til þess að glíma við ofþreytu af völdum einhverra þessa ofangreinda þátta, hafa höfundar nokkur svör í anda sældarhyggjunnar. Ef þú ert búin(n/ð) að vera að læra í þrjá daga fyrir eitthvað próf og ert engu nær, þá er best að hætta að læra; man er alltaf meira undirbúin (n/ð) en man bjóst við, en þá er best að gefast upp þegar líkaminn sendir þér boð um að hann vilji gera allt annað en þú ert búin(n/ð) að vera að gera þessa síðustu daga. Ef þú ert búin(n/ð) að vinna allt of mikið í þessum mánuði og þarft nauðsynlega á þriggja daga helgi að halda, þá er heimurinn ekki að fara að springa ef þú tekur þér veikindadag einu sinni í þágu meiri svefns og meiri orku. Ef þú eyðir deginum í að fara í skólann um morguninn, fara í vinnuna seinna um daginn og taka til heima seint um kvöldið átt þú kannski skilið að fórna smá svefni til þess að scrolla aðeins lengur á TikTok fyrir svefninn.

Hins vegar, ef lesandi hyggst vilja leita sér alvöru hjálpar hjá alvöru fagfólki, þá er besta lausnin að leita hjálpar hjá sálfræðingum Háskóla Íslands og ræða við eitthvert þar sem leitar handan sældarhyggjunnar og rýnir meira í eiginlega geðheilsu einstaklingsins. Það er frítt fyrir stúdenta að bóka viðtal við sálfræðing á vegum náms- og starfsráðgjafar og hægt er að senda fyrirspurn á netfangið salfraedingar@hi.is.

1 World Health Organization. (2019). “Burn-out an ‘occupational phenomenon’: International Classification of Diseases.

2 EUROSTUDENT VII. (2019). Social and Economic Conditions of Student Life in Europe

73
Þýðing /
Jakob Fjólar Gunnsteinsson & Sindri Snær Jónsson
Translation: Sindri Snær Jónsson

A LITTLE PEACE AND QUIET, PLEASE FOR THOSE WHO NEED MORE ME-TIME

Einnig býðst nemendum og börnum þeirra að ráðfæra sig við meistaranema í sálfræði við háskólann, en hver tími kostar 1.500 kr-. Nemandi bókar tíma með því að hringja í síma 856-2526 og skilja eftir skilaboð með nafni og símanúmeri og haft verður samband til baka.

Mögulegt er svo fyrir nemendur að taka þátt í hópmeðferð á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ og fer verð námskeiða eftir umfangi, lengd og viðfangsefni. Hægt er að lesa meira um slíka þjónustu á vefsíðu NSHÍ, en einnig ættu nemendur HÍ að hafa fengið tölvupóst um hópmeðferðirnar.

Gott væri einnig að nefna VIRK starfsendurhæfingarsjóð, en þau bjóða nemendum sem eru í 70% námshlutfalli (21 einingum) eða minna þjónustu við slíkum heilsubresti eins og höfundar greina frá fyrir ofan. Til þess að hafa samband er hægt að hringja í síma 535-5700 eða senda póst á virk@virk.is til þess að skoða rétt sinn til endurhæfingar.

Why do social beings sometimes need a break from everything? What drives some people to distance themselves from their loved ones when they should be able to lean on them? Sometimes when there's too much on your plate, it simply sounds better to hang on

TikTok for hours and maybe cry a little bit than to make things worse and pretend you are okay. We feel ashamed when things are not going our way, and it can be hard not to compare ourselves to others around us, but oftentimes during these kinds of contemplations, we assume those around us are looking down on us. These thoughts are common and never lead to warm feelings - instead, they make us want to disappear for at least 5 days into the wilderness with no internet or cell phone connection. The tricky thing about getting some metime is that our phone is constantly going off... regardless of how you feel or whether you even want to answer it. However, we will likely start answering these messages we did not want to before when we have to study or work from home, which means that the work will pile up and end up causing even more unhappiness the longer we keep procrastinating. Finally, when we should be going to sleep after a long day, it can be challenging to accept that we have to close our eyes when a chance to do something for ourselves has finally presented itself - so we do not go to sleep. If this pattern of behaviour persists, the likelihood of burning out in your studies or your job increases.

Burnout is an SOS from the body, begging us to cool our jets. It is a severe and damaging state where the

individual experiences a lot of prolonged stress in their place of work (or studies) and causes them to find what they once thought was fun and exciting to now be tedious and even anxiety- and depression-inducing.

The World Health Organization (WHO) defines burn-out as such:

"Burn-out is a syndrome conceptualized as resulting from chronic stress that has not been successfully managed."

According to the organization, the symptoms materialize in three ways:

1. Loss of energy and exhaustion

2. Decrease in interest and increased cynicism and negativism

3. Fewer results 1)

Many readers have, without a doubt, experienced some of these symptoms when there is too much to do - and they only get worse when the problems in one's personal life, job and studies intersect. When constantly bothered by these stimuli, we forget that we can only give so much of ourselves at once. During all the chaos, it is essential to reserve and respect our finite energy, or else there is a danger of burning

1 World Health Organization. (2019). “Burn-out an ‘occupational phenomenon’: International Classification of Diseases.

74
Jakob Fjólar Gunnsteinsson & Sindri Snær Jónsson
///
2 EUROSTUDENT VII. (2019). Social and Economic Conditions of Student Life in Europe.

out and even temporarily losing a part of ourselves.

The typical student is well acquainted to being under a large amount of stress. According to a 2019 study by EUROSTUDENT VII, in which 26 European countries took part, 72% of Icelandic students believed that they could not pursue higher education without working alongside their studies 2). University studies alone are a tremendous amount of work, not to mention when combined with the added pressure of work. For readers who might need advice on battling exhaustion caused by any of the factors discussed above, then we, the authors, have a few hedonistic tips. If you have spent three days studying for an exam and can not wrap your head around the subject, it is best to stop studying. We are always more prepared than we thought, so it is best to just give up when your body is begging you to do anything other than what you have been doing. If you have been

working too much this month and desperately need a three-day weekend, the world will not explode if you call in sick to sleep better and conserve energy. If you spend your day going to school in the morning, going to work after, and tidying up when you come home later during the night, you probably deserve to sacrifice a little sleep to scroll a bit longer on TikTok.

However, if the reader wishes to seek real help from real professionals, it would be best to seek guidance from the psychiatrists at The University of Iceland and speak to someone there who looks beyond the hedonistic values and dives deeper into the patient's mental state. It is free for UI’s students to book an interview with a psychiatrist via the Student Counselling & Career Centre. Inquiries can be sent to salfraedingar@hi.is.

Students and their children can also meet with M.S. students in Psychology at the university, where

each session costs 1.500 kr. Sessions can be booked by calling the number +354 852 2526, leaving a voice message with your name and phone number.

Group therapy sessions are also available for students for education and career counselling at HÍ, the price of each session varies according to subject matter and length. Readers can learn more about group therapy via the University’s website - the Student Counselling & Career Centre also advertises upcoming sessions via email (your @hi.is email).

Lastly, we’d like to mention the services of VIRK Rehabilitation Fund which can offer students studying at no more than 70% capacity (21 ECTS) counselling and rehabilitation due to burnout. To contact VIRK, students can call the number +354 535 5700 or email virk@virk. is to find out more about their right to rehabilitation.

75
Little Peace and Quiet, Please For Those Who Need More Me-Time
í friði Fyrir þau sem fá
A
Láttu mig
ekkert me-time

FINNA Frið INNAN UM GLUNDROÐANN

Heimurinn eins og við þekkjum hann í dag er vægast sagt óreiðukenndur. Hvort sem það er í einkalífi okkar, nærumhverfi, þjóðfélaginu eða úti í heimi er glundroði allt um kring. Hversdagsleiki flestra býður upp á mörg streituvaldandi verkefni, umræðuefni og fréttaefni. Ekkert okkar kemst hjá því. Fyrrnefnd atriði eiga það síðan til að trufla innra tilfinningajafnvægi og geta haft neikvæð áhrif á líf og starf. Gæti hins vegar verið að þessi glundroði sem veldur okkur vanlíðan sé ekki alltaf alslæmur og hægt sé að finna frið og styrkingu innan um hann?

Líkt og fyrr hefur verið nefnt er ýmislegt í daglegu lífi sem veldur okkur kvíða, vanlíðan eða verður okkur um megn. Má þar nefna áreiti af ýmsu tagi, kröfur samfélagsins og að upplifa það að hafa ekki stjórn á aðstæðum. Áreiti er víða að finna í samfélaginu og tæknivæðing heimsins á þar stóran hlut. Tækninni fleygir stöðugt fram með þeim kostum og göllum sem henni fylgja. Nýir og betri samskiptamátar hafa orðið til, samfélagsmiðlum fjölgar sífellt og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir margs konar kosti fylgir tæknivæðingu heimsins jafnframt mikið áreiti í daglegu lífi. Með tímanum hefur orðið til samfélagslegt norm eða jafnvel samfélagsleg skylda til þess að vera með símann á sér öllum stundum. Síminn er ekki lengur einungis þægindatæki - hann er nauðsyn. Með honum svarar fólk símtölum, tölvupóstum og skilaboðum en jafnframt er hann notaður til að greiða fyrir vörur og sýna skilríki svo eitthvað sé nefnt. Möguleikarnir eru endalausir og á sama tíma verðum við háðari tækninni með degi hverjum hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þá reiðir fólk sig einnig á tæknina bæði í skóla og vinnu. Í stuttu máli: Það er einfaldlega ekki í boði að vera ekki í símasambandi.

Á sama tíma og tækifærum fólks fjölgar og þróun heldur áfram innan samfélagsins verða kröfur til fólks oft á tíðum meiri. Öll eiga að geta allt og vera fær um að ná öllu. Engin takmörk eiga að vera til staðar og staðalsetningin á vörum allra er „Jæja, brjálað að gera?“. Eins og við háskólastúdentar þekkjum geta sumir dagar verið þéttsetnir og þarf að sameina marga þætti; vinnu, skóla, fjölskyldu, félagslíf, hreyfingu, nægan svefn, sálrækt, heimanám, útréttingar, eldamennsku - svona mætti lengi telja. Þar að auki erum við umlukin fyrrnefndu áreiti í alls konar formi.

Í hversdagslífinu er einnig margt sem við höfum ekki stjórn á. Það sem við getum hins vegar haft stjórn á

er hvernig við tökumst á við fyrrnefnda hluti og hlúum að innri friði. Já, kæri lesandi, þú last það rétt - það er enn og aftur verið að fjalla um hinn svokallaða innri frið. Þessi umræða um innri frið kann að hljóma klisjukennd en er engu að síður nauðsynleg þar sem hún tengist farsæld hvers og eins í lífinu og á það til að gleymast í amstri dagsins. Innri frið er þó ekki hægt að skilgreina enda einstaklingsbundið hvað hann þýðir í huga fólks. Lífið okkar er í raun eitt stórt hugarfar. Ef litið er á þetta í heimspekilegu samhengi gæti líf fólks því þróast á óteljandi vegu eftir því hvernig það ákveður að líta á hlutina sem þar af leiðandi hefur áhrif á hegðun þess. Hættum að einblína á glundroðann sem einungis neikvæðan hlut. Við getum ekki alltaf stjórnað honum og það er allt í lagi. Óreiðan þarf ekki að vera í bílstjórasætinu í okkar lífi. Stundum lætur man undan og lætur óreiðuna gleypa sig og oft á tíðum er það einfaldlega auðveldara. Við verðum þó að minna okkur á að við erum ekki óreiðan og aðeins við sjálf ráðum hvað hefur áhrif á okkur. Það er margt sem við getum stjórnað í lífi okkar og við eigum að einbeita okkur að því. Enn og aftur, hvílík klisja , en engu að síður satt og mikilvægt að minna sig á þetta. Við erum þrátt fyrir allt mannleg og það er auðvelt að þróa með sér neikvæðan hugsunarhátt.

Þessi innri friður sem við öll leitumst eftir mun vera jafn sveiflóttur og lífið er óreiðukennt og við þurfum því öll að eiga okkar hjálparúrræði sem nýtast í erfiðum aðstæðum. Það flókna við leitina að innri friði er að það veit í raun enginn nema manneskjan sjálf hvað mun veita henni frið. Er það hreyfing, dagbókarskrif, hugleiðsla, lestur, tónlist eða eitthvað annað? Hvað það er í raun er ekki höfuðmálið. Það sem skiptir mestu máli er að tileinka sér hugarfarið að taka glundroðanum fagnandi og átta sig á því að við höfum stjórn á því hvernig við vinnum með hann. Við verðum að hætta að reyna að stjórna glundroðanum sjálfum og átta okkur á hverju við getum stjórnað. Það sem eftir stendur er ekki í okkar höndum og með það að leiðarljósi erum við einu skrefi nær því að finna innri frið innan um glundroðann. ///

The world as we know it today is chaotic, to say the least. Whether we look to our personal lives, local environment, our country or beyond our borders, turmoil is all around. Most people’s daily lives are full of

Margrét
Jóhannesdóttir
76
Þýðing /

FINDINGPeace AMIDST THE CHAOS

stress-inducing discourse and news. None of us can avoid it. These aforementioned factors can have an effect on our emotional balance and a negative impact on our lives and our work. Could it, however, be possible to argue that this chaos all around us isn’t all-bad, and that it’s possible to find peace and strength in the eye of the storm?

There’s plenty of things in daily life which facilitate anxiety, negative emotions or feeling overwhelmed. All sorts of stimuli await us at every corner, largely due to the technicalization in our times. Technology shoots forward at an astounding pace, as do the pros and cons of it. New and improved ways of communication have become a standard as well as an ever-growing number of social media platforms. Even though there’s a lot of pros to our technology-driven modernity, it demands a lot of space in our daily lives. As time passes, the societal norm or even demand of having one’s smartphone with them at all times has presented itselves. Our phone is no longer a comfort - it’s a necessity. With it, people answer calls, emails and messages, while also using it to pay for goods and services and procure identification, to name a few things. The opportunities really are endless, and as they keep multiplying, we become more and more dependent on technology every single day, whether we like it or not. Work and education included. To put it simply: It’s not an option to be disconnected.

While people possess more opportunities than before and our society keeps evolving, we often find ourselves burdened with more demands. We’re all supposed to be able to do everything. The sky's the limit and a common question these days is: “So, are things crazy?” University students know the feeling all too well, as our days are often loaded with many different aspects at once; work, studies, family, social life, exercise, enough sleep, mental health, homework, errands, cooking - I could go on and on. The constant stimuli I mentioned earlier are then added on top of all of this.

Our personal life also includes a lot of things beyond our control. What we can control, however, is how we deal with all of the aforementioned factors and how we ensure our own inner peace. Yes, dear reader, you read it correctly - yet again, we’re on the topic of so-called

inner peace. This discussion of inner peace might seem like a cliché, but it’s incredibly important as it has to do with the wellbeing of each and every one of us, and it’s so often forgotten in our daily whirlwind. Inner peace is, however, hard to put one’s finger on, as it’s up to the individual to decide what it really consists of.

When all is said and done, our life is nothing but one big mindset. From a philosophical point of view, people’s lives could take a million different turns, depending on how they decide to see things which, in turn, affects their behavior. Let’s take a break from classifying chaos as a negative thing. We can’t always control the chaos around us, and that’s okay. Chaos doesn’t need to occupy the driver’s seat in our lives. Sometimes, we give in and let it eat us whole, and sometimes that’s the easy thing to do. We have to remind ourselves, though, of the fact that we are not the chaos, and it’s up to us to decide how we let it affect us. There’s a lot of other things we are able to control in our lives, and we should try and focus on those things. Yet again, what a cliché , but it rings true regardless, and it’s important to keep oneself in check. We are, after all, only human, and it’s all too easy to develop a negative way of thinking.

This inner peace we all search for will inevitably be as fluctuating as the chaotic nature of life, and we all must acquire or own ways of dealing with hard times. The complicated part of this search for inner peace is that nobody really knows what will bring a person peace, save for themselves. Is it exercise, journaling, meditation, reading, music or something else entirely? What it is, precisely, isn’t the main point - it’s the mindset of accepting, even welcoming, the chaos, and realizing that we can control the way we react to it. We must stop trying to wrestle chaos itself and realize what is within our power. Whatever’s left is out of our hands, and with that in mind we’re one step closer to finding inner peace amidst the chaos.

 77

Friðarjafnan hennar ömmu

Ég er staddur í Hamraborginni á föstudagskvöldi. Ég sit í stól í íbúð á áttundu hæð með glæsilegu útsýni yfir borgina að Esjunni. Í íbúðinni sjálfri eru málverk og fjölskylduljósmyndir hangandi á veggjunum. Í bókahillunum má sjá ritsafn Halldórs Laxness ásamt Íslendingasögunum. Fína stellið er í glerskáp og á sófanum eru prjónanálar, hálfkláruð lopapeysa og í eldhúsinu er kona að elda kvöldmat fyrir tvo. Ég er á staðnum þar sem ég næ að gleyma skólastressinu í smá stund, ég er heima hjá ömmu. Hér kem ég til að fá frið. Amma gefur frá sér orku sem er róandi og hún er alltaf til í að hlusta, gefa ráð og ef við höfum tíma tökum við heilun og hugleiðslu saman.

Á meðan amma græjar matinn tek ég eftir hlýju sem er á við þúsund sólir koma yfir mig. Ég er öruggur eins og mús vafin í dúnsæng með nátthúfu á höfði. Á meðan við borðum kvöldmat spyr ég ömmu: „Hvað veitir þér frið?“ Svarið hennar er margþætt og hún gefur mér ráð sem ég held að geti nýst fleirum en bara mér sjálfum.

Það fyrsta sem kemur upp í huga ömmu er þögnin - það er friður í þögninni sem gefst þegar hún slekkur á sjónvarpinu og útvarpinu í lok dags. Amma segir að hún leyfi ekki óþægindum að raska ró sinni og að hún hafi þjálfað sig í listinni að hlusta; hlusta á aðra og hlusta á innsæið. Amma er fædd árið 1943 og hefur því kynnst ýmsum bylgjum hvað frið varðar á sinni lífsleið, en hugleiðslan hefur verið alltaf verið hennar helsta verkfæri til að öðlast innri frið. Út frá hugleiðsluþjálfun sinni hefur amma uppgötvað að hún, sem og aðrir, geti valið hugsanir sem veita þeim frið. Þegar leiðindi og neikvæðar hugsanir herja á ömmu tekur hún eftir þeim og velur upp á nýtt, með því að hugsa markvisst um eitthvað sem skapar frið innra með

henni. Í dag er óhætt að segja að neikvæðar hugsanir herji á fólk sem aldrei fyrr. Ein af ástæðunum fyrir því eru samfélagsmiðlar sem græða á því að halda augum notenda sinna á skjánum, gjarnan með truflandi eða ögrandi umræðum eða efni og stundum með því að rakka niður fólk fyrir skoðanir sínar og útlit. Á þessari öld endalauss áreitis er ekki slæm hugmynd að gera eins og amma og slökkva á tækjunum í lok dags og finna frið í þögninni, þó það sé ekki nema í smástund.

Eins og ég nefndi áður í þessari grein er útsýnið frá íbúðinni víðfeðmt og ég og amma höfum oft horft út um gluggann til að finna friðarorkuna sem kemur frá samruna himins og náttúru - ég vona að ljósmyndin sem fylgir þessari grein nái að gera útsýninu góð skil.

Amma kynnti barnabörnin sín fyrir jöfnunni „himinn + náttúra + þögn = friður“ þegar við vorum mjög ung. Amma átti nefnilega bústað á Suðurlandi, nálægt Vík, og tók okkur oft með sér í viðarkofann sinn þar sem ekkert rafmagn eða sjónvarp var til staðar til að spila Playstation 2þar lékum við okkur einfaldlega úti í náttúrunni. Hjá bústaðnum byrjaði amma að rækta landið sitt með því að gróðursetja tré, með aðstoð frá dyggu aðstoðarfólki sínu sem tók sér pásu frá því að leika sér í lúpínunum til þess að hjálpa. Þess vegna er amma svona mikilvæg, því ekki aðeins veitir félagsskapur hennar mér frið í dag, ég finn líka frið í gegnum minningarnar sem hún hefur skapað með mér í gegnum líf okkar beggja.

Þegar ég fer frá ömmu þetta föstudagskvöld labba ég að strætó með friðartilfinningu í hjartanu eins og alltaf.

Himinn + náttúra + þögn

I’m in Hamraborg on a Friday night. I’m sitting in a chair on the eighth floor with a gorgeous view of the city all the way to Esjan. There are paintings and family photos hanging on the apartment walls. Halldór Laxness’ collection of works sits on the bookshelves, along with the Icelandic sagas. The fine china is in a glass cabinet, on the sofa there are knitting needles, a half-finished wool sweater, and in the kitchen a woman is cooking dinner for two. I’m in the place where I can forget school-related stress for a brief moment - I’m at grandma’s. I come here to get some peace. Grandma gives off such a calming energy and she’s always willing to listen and give advice; if we have time we do some holistic healing and meditating.

While grandma gets the food ready I notice a warmth coming over me like a thousand suns. I’m as safe as a mouse wrapped in a down duvet with a sleeping cap on my head. While we eat I ask grandma: “What brings you peace?” Her answer is multifaceted and she gives me advice that I think could come in handy for others than just myself.

The first thing that pops into grandma’s head is silence - there is peace in the silence when she turns off the radio and television for the day. Grandma says she doesn’t let discomfort disturb her peace and that she has trained herself in the art of listening; listening to others and her intuition. Grandma was born in 1943 and has encountered many ideas regarding peace in her lifetime, but meditation has always been her chosen method to gain inner peace. From her meditation training she has discovered that she, as well as others, can choose to think about things which bring her peace. When intrusive and negative thoughts emerge she takes note

78
///
Hallberg Brynjar Guðmundsson
Photo:

Grandma’s Equation for Peace

of them and picks new ones, and thinks hard about something that brings her inner peace. In today’s society it’s safe to say that negative thoughts invade people’s minds more than ever. One of the reasons for this is the fact that social media profits from keeping their users’ eyes glued to the screen, and frequently does so by spreading disturbing or provocative discourse or media or even by dragging people down for their opinions and appearance. In this century of non-stop stimuli it’s definitely not a bad idea to do as grandma does, turn off your devices at the end of the day and find peace within the silence, even

if it’s only for a brief moment.

The view from grandma’s apartment is wide, as I mentioned before in this article, and grandma and I often spend time looking out the window, basking in the peaceful energy that comes from the melding of sky and earth. I hope the picture can do the view justice.

Grandma introduced her grandkids to the equation “sky + nature + silence = peace” when we were very young. You see, grandma had a cabin in the south of Iceland, near Vík, and often took us with her to stay in her wood cabin with no electric -

Sky + Nature + Silence

ity and no television to play on our Playstation 2. When we went there, we played in nature. At the cabin, grandma began cultivating the land by planting trees with help from her trusty assistants who took breaks from playing in the lupines. That’s why grandma is so important. Not only does her company bring me peace today, but I also find peace through the memories she has created with me throughout our lives. When I leave grandma’s place that Friday night, I walk towards the bus stop with a feeling of peace flooding my heart like always.

Fólk lítur á náttúruna sem friðsælan stað, og það liggur enginn vafi á því að gæðastund í náttúrunni getur stuðlað að aukinni vellíðan (það hlýtur jú að vera ástæða fyrir því að fólk nýtur þess að hlusta á hvalahljóð til að hugleiða, eða fuglasöng á meðan það vinnur). En hvers vegna? Hvers vegna laðast svona mörg að útilegum, gönguferðum og því að vera úti í náttúrunni þegar þar leynast hlutir sem mannskepnan hefur gert sitt besta til að flýja í gegnum tíðina? Þrátt fyrir að Ísland sé blessunarlega laust við birni og stórar, banvænar köngulær, býr náttúran hér samt yfir varhugaverðum hlutum sem ég vil helst forðast - eins og kríur sem steypa sér niður að hausamótunum á manni ef man kemur of nálægt hreiðrinu þeirra. Fyrir utan dýraríkið er náttúran hér full af öðrum áskorunum sem þróunarlega séð ættu alls ekki að heilla okkur... áskoranir sem forfeður okkar í aldanna rás hafa reynt að forðast. Þar á meðal eru kuldi (sem hefur orðið mörgum Íslendingum að bana), bleyta (það þarf varla að minnast á banvæna ölduganginn við Reynisfjöru) og hiti (svo sem eldfjöll og sjóðandi vatnshverir). Ekkert af þessu virðist sérstaklega friðsælt að mínu mati og ofan á þetta skortir náttúruna það sem mörgum finnst sjálfsagður hlutur, til dæmis rafmagn, rennandi vatn eða skjól. Manneskja eins og ég sem ólst upp í og við London finnur frekar fyrir streitu heldur en friðsæld í óbyggðum, og samt kann jafnvel ég að meta það að týnast í náttúrunni á góðum degi.

Ég er viss um að hægt sé að rökstyðja ást okkar á náttúrunni með ýmsum sálfræðilegum kenningum og ástæðum, en sögulega séð eru einnig félagslegar og pólitískar aðstæður sem hafa mótað skilning okkar á náttúrunni - þá sérstaklega íslenskri náttúru. Viðhorf til náttúrunnar hafa breyst í gegnum tíðina - Forn-Grikkir, sem eru aðeins eitt dæmi af mörgum, kusu það frekar að konurnar þeirra væru fölar á hörund þar sem það benti til þess að þær eyddu ekki tíma sínum í erfiðisvinnu á ökrunum, heldur innandyra að vinna við vefnað eða aðrar „kvenlegar“ athafnir fjarri náttúrunni. Að sama skapi gæti niðrandi hugtakið „sveitalubbi“ (e. redneck) stafað af því að 19. aldar bændur í Bandaríkjunum brunnu aftan

á hálsinum þegar þeir þrældu sér út við að rækta landið. Í mörg þúsund ár hefur stéttaskipting ráðist af því hvort viðkomandi vinni utandyra eða ekki.

Sagnfræðilegt innskot

Það er ekki öllum kunnugt, en iðnbyltingin í Bretlandi hafði töluverð áhrif á viðhorf annarra þjóða til Íslands. Upphaf iðnbyltingarinnar á 18. öld leiddi af sér brotthvarf frá fyrra líferni fólks, sem einkenndist af líkamlega krefjandi útivinnu, og kynnti til leiks verksmiðjur og þar með þrengra og kyrrstæðara vinnuumhverfi. Þessi breyting á aðstæðum olli fjölgun hjarta- og smitsjúkdóma vegna skorts á hreinlæti og þróun þéttbýlis. Vinnuafl hvarf inn í verksmiðjurnar og þeim sem unnu við landbúnaðarstörf fækkaði, sem hafði þær afleiðingar að Bretland varð ófært um að framleiða næga fæðu. Þörfin á því að styrkja breska heimsveldið jókst, og Bretar á Viktoríutímabilinu sem stærðu sig einna helst af sjóflota sínum fóru að líta til norðurs til víkinganna sem áttu sjósókn Breta sameiginlega. Víkingarnir pössuðu í rauninni inn í hugmyndina um norður-evrópskt sjómannasamfélag sem Bretar gátu borið sig saman við, og urðu táknmynd einhvers konar „gullins tímabils“ sveitasælunnar - glansmynd sem stjórnmálamenn þessa tíma gátu gripið í til samanburðar við félagsog efnahagsástands Bretlands á þessum tíma.

Þetta jákvæða viðhorf til víkinga jókst í takt við ógnina um yfirvofandi stríð af hálfu Frakklands, sem olli því að Bretar eyddu miklum tíma og orku í að leggja rækt við engilsaxnesku og germönsku arfleifð sína frekar en normönsku og frönsku rætur sínar. Rómantíseringin á víkingamenningu færðist í aukana, sem var einnig gagnlegt vogarafl breska heimsveldisins í trúarlegum skilningi. Þegar Elísabet I, sem var mótmælendatrúar, yfirbugaði spænska herskipaflotann, sem aðhylltist kaþólska trú, lagði breska heimsveldið áherslu á germanskar, víkingatengdar og þýskar rætur Breta í trúarlegum áróðri sínum - sem andsvar við kaþólskum samfélögum. Þetta renndi stoðum undir mótmælendatrú

Samantha Louise Cone
Þýðing / Translation: Erna Kristín Birkisdóttir · Mynd / Photo: Hildur

og rýrði álit almennings á kaþólskri trú (og þar með Írlandi).

Íslensk náttúra og norðrið í bresku samfélagi

Vægi alls þess sem taldist „frjálst“, „norðlenskt“ og „villt“ jókst í kjölfar áherslna breska heimsveldisins. Hugmyndin um frjálsa norðrið og ástin á óbyggðum gerði það að verkum að efnameiri þjóðfélagsþegnar ferðuðust til sífellt afskekktari svæða - þetta varð að eins konar „róttækri“ ferðamennsku, gerðri til þess að skara fram úr öðrum í því hversu afskekktur væri hægt að vera. Það eru til fjölmargar ferðabækur frá þessum tíma sem skrifaðar eru af yfirstéttarmeðlimum bresks samfélags sem ferðuðust til Íslands, en þar er Íslandi lýst sem hrjóstrugu og gróðursnauðu og mikil áhersla lögð á víðáttu landsins. Söguferðamennska varð einnig vinsæl í kjölfar þess að lestur fornnorrænna bókmennta færðist í aukana - fólk vildi (og vill enn) heimsækja staði sem minnst er á í þeim sögum. Í þessu samhengi hafa slíkar hugmyndir um frelsi, fjarveru annars fólks, fjarlægð frá siðmenningu og almenn ást á víðáttumiklum óbyggðum einnig haft áhrif á þekkta breska fantasíuhöfunda. Í verkum Tolkiens er rík áhersla lögð á náttúruvernd og mikilvægi ósnortinna skóga; náttúran er líka mjög sterkt þema í Narníubókum C. S. Lewis, sem gerast í landi fjarri iðnaði og siðmenningu. Í nýlegri fantasíuseríu George R. R. Martin, Söngs um ís og eld, er hugmyndin um „frjálsa norðrið“ áberandi og sögupersónur úr norðri búa almennt yfir sterkari siðferðiskennd og leggja ríka áherslu á heiður og hetjudáðir.

Ísland er land íss og elda Ísland felur í raun í sér allar hugmyndirnar um „víðáttu“ og „frelsi“ sem koma fram hér að ofan, og sá boðskapur felur einnig í sér hugtakið „frið“. Í samanburði við víðáttu og tímaleysi náttúrunnar virðast vandamálin okkar, skilafrestirnir og kvíðinn, heldur smávægileg.

Að eyða tíma í náttúrunni flytur okkur burt úr okkar venjulega umhverfi, leiðir hugann frá dagsins amstri og gerir okkur kleift að sjá hlutina í nýju ljósi. Stundum finnst mér eins og náttúran hægi á tímanum; gangur lífsins er hægari, skilafrestirnir gufa upp í augnablikinu, umferðin dynur ekki í eyrunum og við erum frjáls frá þeim skuldbindingum sem tengjast borgum, bæjum og tækni. Annað fólk getur verið einn stærsti streituvaldur sem til er, þannig að það getur verið frelsandi að komast aðeins í burtu. Að mínu mati er þessi tímabundna frelsistilfinning það sem veitir fólki frið í náttúrunni. Hvergi eru þessir hlutir augljósari en hér á Íslandi – þar sem þú getur horft yfir sjóndeildarhringinn án þess að koma auga á nokkra manneskju, eða horft upp í næturhimininn og séð ekkert nema norðurljósin og stjörnurnar svo langt sem augað eygir. Íslensk náttúra býr yfir sannri ímynd frelsis í allri sinni víðáttumiklu og villtu dýrð.

People perceive nature as peaceful, and there’s no argument that being in nature often does improve moods (there must be a reason people enjoy listening to whale sounds to meditate, or birdsong while they work). But why? Why are so many people drawn to camping and hiking and being in nature when this involves things that humans have traditionally tried to get away from? Although Iceland might not have any bears or big deadly spiders, it does still have things I’d rather avoid – like the arctic tern which dives at your head if you get too close to her nest. Outside the animal kingdom, nature here brings other challenges that, evolutionarily speaking, we should want nothing to do with… challenges which our ancestors throughout history (and prehistory) have tried hard to avoid. These include things like the cold (which has killed many people in Iceland), the wet (one only has to call to mind the deadly sneaker waves at Reynisfjara), and the heat (like volcanoes and boiling hot springs). None of these things strike me as particularly peaceful and, to

add to this, nature lacks the things that a lot of people take for granted now, like electricity, running water, or shelter. As someone who grew up in and around London, I find the lack of amenities in nature more stressful than peaceful, and yet even I appreciate a good day out in the middle of nowhere to enjoy it.

I am sure there is a whole selection of psychological reasons for our fondness of nature, but historically there are also a lot of social and political circumstances that have influenced our perception of nature – and of Icelandic nature in particular. Attitudes towards nature have changed throughout history – the ancient Greeks, as just one example of many, preferred their women to be paler, as this indicated that they did not spend time outside working the fields, but inside working the loom or doing other nice ‘female’ activities, away from nature. Similarly, the derogatory term ‘redneck’ may come from the fact that 19th-century farmers in the USA would get sunburnt on the backs of their necks as they toiled the fields. Whether you worked outdoors or not has been a form of class differentiation for millennia.

A Little Historical Segue

Unbeknownst to some, the Industrial Revolution in Britain had a significant impact on other countries’ view of Iceland. Beginning in the 18th century, the Industrial Revolution meant a move from the traditionally more active and outdoor lifestyles of many people, to more cramped and sedentary lifestyles inside factories. These conditions also contributed to an increase in heart diseases and contagious diseases due to the lack of hygiene and increased population densities. Additionally, because more people were now working in factories instead of in agriculture, Britain became unable to produce enough food. The need to consolidate the British Empire grew and the Victorians, with their naval-based empire, began to romanticise the Vikings as a result. The Vikings really fit into the niche of a North-European sea-faring community to which the British could compare themselves; they also represented a pastoral ‘golden era’ – an idyllic community against which politicians at the time could compare and contrast the current socio-economic situation.

This pro-Viking attitude was increased by the threat of war from France, which caused the Brits to spend a lot of time and energy emphasising their links to their Anglo-Saxon/Germanic heritage rather than their Norman/French roots. This further added to the love of all things ‘Viking’, while also conveniently contributing to religious arguments for the British Empire. Originally built on the defeat of the Spanish Armada (Catholic) by Queen Elizabeth I (Protestant), the British Empire came to use the idea of a ‘Free’ and ‘Heroic’ Viking/Germanic/Teutonic background to contrast itself with Catholic communities. This built up

pro-Protestant, anti-Catholic (and therefore anti-Irish) sentiments.

Icelandic Nature and the North in British Society

As a result of all this, the love of things ‘Free’, ‘Northern’, ‘Heroic’, and ‘Wild’ grew in Britain. The idea of the free North, combined with love of the wilderness, meant that the wealthier members of society enjoyed vacations to increasingly more remote areas – a form of ‘extreme’ tourism to out-do other people in how remote one could get. There are many travel books from the time, written by rich members of British society who travelled to Iceland, and they emphasise the bleak and barren nature of the landscape and the climate, really focusing on the ‘wilderness’ aspect of the country. Saga tourism also became popular, as Old Norse literature consumption increased – people wanted (and still do want) to visit locations mentioned in the sagas. Within this context, these ideas of freedom, the absence of other people, distance from civilisation, and love of the wilderness in general, have also influenced some very popular British fantasy authors. Tolkien’s works have a strong emphasis on protecting nature and on the importance of untouched forests; nature is also a very strong theme in C. S. Lewis’ Chronicles of Narnia, which take place in a land away from modern industry and civilisation. In more modern fantasy, the concept of the ‘free North’ as a place more ethical or morally ‘pure’ comes across in George R. R. Martin’s A Song of Ice and Fire.

Iceland is the Land of Ice and Fire

Iceland really embodies all the ideas of ‘Wilderness’ and ‘Freedom’ outlined above, and there isn’t much of a conceptual jump from this to ‘Peace’. Nature is massive and timeless, and it makes us, along with our problems, our deadlines and our stresses, feel small in comparison. Being in nature takes us out of the environment we are used to, distracting us from our issues while also providing us with a different perspective. Sometimes I feel as though being in nature slows down time; the pace of life is less rushed, there are no deadlines, no traffic, none of the big obligations associated with cities, towns and technology. Other people can be some of the most stressful things out there, so going somewhere away from the hustle and bustle can feel liberating. It’s this feeling of freedom that is, I think, what helps people find peace there. Nowhere are these things more obvious than in Iceland – where you can look out at the horizon and not see a single sign of humanity, or glance up at the sky at night and see the Northern Lights and stars stretching out as far as the eye can see. Icelandic nature really epitomises freedom in all its vast and wild beauty.

82
Samantha Louise Cone Finding Peace in Nature
Friðsæld í íslenskri
á Ísland
A British Perspective on Iceland
náttúru Breskt sjónarhorn

Mundu eftir Aukakrónunum um jólin

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Being a Peace Activist Requires Courage: Interview with President and Secretary of the Organization Campaign Against Militarism, Guttormur Þorsteinsson and Stefán Pálsson

5min
pages 46-48

Tómlætið deyfir tilfinninguna: Hugleiðing um sársauka (annarra) barna

6min
pages 42-43

Conflict as a Means for Progress: Why 'Keeping the Peace' Doesn't Always Help

6min
pages 39-40

Átök sem stula að framförum: Hugleiðing um af hverju það hjálpar ekki alltaf að „halda friðinn“

6min
pages 38-39

Peace for Everyone, Peace for the Forgotten People

4min
pages 36-37

Friður fyrir öll, friður fyrir gleymda fólkið

3min
pages 36-37

Rotting Idylls: Festering Hate in Bright Places

5min
pages 34-35

Rotnandi sælustundir: Þegar hatur nær fótfestu á björtum stöðum

6min
pages 33-35

Doing Some Good - Volunteering With the Red Cross

3min
pages 30-32

Að láta gott af sér leiða - Sjálfboðastarf Rauða krossins

4min
pages 29-30

The Good, the Bad and the Conflict: Dream, Come True?

5min
pages 27-28

Hið góða, hið illa og togstreitan á milli: Draumur, rætist?

5min
pages 26-27

Ukrainians in Iceland: Olga Khodos', Yaroslav Pavlyuk's and Konstantin Stroginov's Volunteer Work

3min
pages 22-24

Úkraínumenn á Íslandi - Sjálfboðastarf Olgu Khodos, Yaroslavs Pavlyuk og Konstantins Stroginov

3min
pages 22-24

She Listens and Attempts to Understand - On Language Acquisition in Times of War by Natasha S.

4min
pages 20-21

Hún hlustar og reynir að skilja, orðlaus - Um Máltöku á stríðstímum eftir Natöshu S.

4min
pages 20-21

Ukraine's War From the Perspective of a Russian Citizen - Interview with Victoria Bakshina

6min
pages 16-18

Stríðið með augum rússnesks ríkisborgara - Viðtal við Victoriu Bakshina

6min
pages 16-17

Not in Our Name? The Illusion of Peace

7min
pages 13-15

Ekki í okkar nafni? Tálsýnin um friðland

6min
pages 12-13

Student Council's President Address - Keeping the Peace

3min
pages 10-11

Ávarp forseta Stúdentaráðs - Að vera til friðs

3min
page 10

Editor's Address

3min
pages 8-9

Ávarp ritstýru

2min
page 8
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.