THE STUDENT PAPER
Ég er komin heim Coming Home GREIN ARTICLE Auður Helgadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers
Það kemur að því einn daginn að við flytjum að heiman, fyrr eða síðar. Ég hélt persónulega að ég myndi aldrei flytja út frá foreldrum mínum, ég hafði það svo næs. Ég borgaði enga leigu, þau splæstu í dýran vegan mat og hráefni fyrir mig (ekki alltaf samt) og ég naut þess að lifa í vellystingum. Ég kunni ekki að setja í þvottavél (og skammast mín mikið fyrir það) og það var ekki fyrr en kærastan mín fór að gera grín að mér að ég áttaði mig á að það væri dálítið barnalegt. Að einhverju leiti var ég hálf ósjálfbjarga, tuttugu ára stúlkan. Nú er ég flutt að heiman og þetta er allt saman að koma hjá mér, hafið ekki áhyggjur, ég kann til dæmis núna að þvo þvott og brjóta hann saman með Marie Kondo tækninni. Núna dugar ekki að sópa litlum vandamálum undir teppið og vita að einhver annar sjái um þau. Skítugur diskur á borðinu fer ekki fet nema þú setjir hann í uppþvottavélina. Þið kunnið að segja að það séu sjálf sagðar upplýsingar, en það vissi ég ekki fyrr en nú (ekki taka mig alveg á orðinu). Man er sífellt að læra hvernig það er að búa fjarri foreldrum sem gripu mann áður. Þegar þú flytur að heiman hvarflar það ekki að undirmeðvitund þinni að herbergið þitt hverfi með þér. Allt í einu rankar þú við þér og sérð að herbergið þitt er ekki lengur herbergið þitt heldur er nú undirlagt af eigum systkinis þíns. Það er eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar það eina sem bíður þín er krumpaður og kaldur sófi þegar þú gistir nótt í foreldrahúsum. Það má þó gleðjast yfir því að herberginu hafi ekki verið gjörbylt í heima-líkamsræktarstöð. Þetta er skrítið ferli, að flytja að heiman. Þú ert ekki lengur byrði á foreldrum þínum og þarft að fara hugsa um að kaupa klósettpappír og muna eftir að fylla á uppþvottalöginn. Þú þarft að muna eftir svona full orðins hlutum, peningurinn fer ekki lengur allur í mat á skyndibitastöð um. Það er samt gaman að vera í þessum fullorðinsleik, er það ekki? Mér finnst það. Svo veit ég að fólk hættir hvort sem er aldrei að bora óþarflega mikið í nefið eða ganga ekki strax frá sundfötunum úr taupok anum (jújú, það má venja sig á það, og það kemur með tímanum). Það er stórt skref að flytja burt úr heimahúsum, hvort sem þú ert góðu vant eða ekki. Það er ákveðið sjálfstæði og frelsi fólgið í því, og eins leiðinlegt og það er að kaupa klósettpappír og fylla á uppþvotta löginn þá ertu líka að sinna þér sjálfu með því. Þú lærir að taka ábyrgð á sjálfu þér smám saman. Þetta er misstórt skref fyrir fólk. Sumir eru að flytja í næsta póstnúmer, í hinn enda bæjarins, þvert yfir landið eða jafnvel út fyrir landsteinana. Það getur verið lítið mál fyrir eina að flytja í annað land en stórt stökk fyrir aðra að flytja í næstu götu. Við erum öll ólík og tökum þetta á mismunandi hraða.
Sooner or later, the day comes for each of us to move out on our own. Personally, I thought I would never move away from my parents. I mean, I had such a good deal: I didn’t pay any rent, they splurged on expensive vegan food for me (well, not always), and I enjoyed living a life of luxury. I didn’t know how to do my own laundry (for which I am terribly ashamed), and it wasn’t until my girlfriend started making fun of me that I realized it was a bit childish. To a certain extent, I was a half-helpless 20-year-old girl. I’ve moved out now, and don’t worry, I’m getting the hang of things. I now know how to do laundry, for instance, and fold it according to the Marie Kondo method. Sweeping little problems under the rug and knowing that someone else will deal with them is no longer an option. A dirty dish on the table isn’t going to move an inch unless you get up and put it in the dishwasher. You might think that’s pretty obvious, but I didn’t know it until now (don’t take me too literally). Once you move out, you’re constantly learning what it means to be on your own, away from the people who were always there to catch your fall. When you move out, it never occurs to you that your room will leave with you. All of a sudden, you realize your bedroom is no longer your bedroom; it’s been overtaken by one of your siblings and filled with all their stuff. It’s like being slapped in the face with a wet rag when you stay overnight at your parents’ place and your only option is to sleep on a cold, lumpy couch. At least you can rejoice in the fact that your room wasn’t transformed into a home gym. It’s a strange process, moving out. You’re no longer your parents’ responsibility, and you have to start thinking about grown-up things, like buying toilet paper and remembering to refill the dish soap. Gone are the days of spending all your money on fast food. But it’s actually pretty fun to play grown-up, isn’t it? I think so. Plus, I know that no matter how grown up or independent, no one ever stops picking their nose or waiting way too long to deal with their bunched-up wet swimsuit after a trip to the pool (yes, okay, these habits can be broken with time). Moving out is a big step, whether you’re used to being spoiled or not. There’s a certain independence and freedom that comes with leaving the nest, and as tedious as it is to buy toilet paper and refill the dish soap, you’re also taking care of yourself by doing so. Little by little, you’re learning to take responsibility for yourself. It’s a bigger step for some people than others. Some are just moving one zip code away or to the other side of town, others across the country or even abroad. Moving to another country might be no big deal for one person, while moving one street over might be a big step for someone else. We’re all different, and each of us does these things at their own pace.
11