STÚDENTABLAÐIÐ
Fútúriskar myndir
GREIN ARTICLE Gabrielė Šatrauskaitė ÞÝÐING TRANSLATION Högna Sól Þorkelsdóttir
Futuristic movies Ég gekk inn í geymsluna/skrifstofuna mína, settist niður við ódýra IKEA skrifborðið mitt og starði út um gluggann á íslenska veðrið. Á einum tímapunkti var orðið svo dimmt að það var eins og það væri nú þegar komin nótt. Skyndilega byrjaði að snjóa og áður en ég vissi af var haglél farið að dynja niður. Einungis nokkrum sekúndum seinna dró úr storm inum og sólin var farin að gægjast í gegnum skýin. Veður getur verið svo ófyrirsjáanlegt. Þá hugsaði ég með mér: „hvað annað er ófyrirsjáan legt?“ Ó já, framtíðin. Þar sem framtíðin er þema þessa tölublaðs Stúdentablaðsins datt mér í hug að setja saman lista af myndum um framtíðina. Ég meina, það er alltaf gaman að velta framtíðinni fyrir sér eða minnast gömlu góðu dag anna. Þannig hví ekki að kíkja á gamla gullmola vísindaskáldskaparins! Allar þessar myndir gætu talist klassískar í dag, nema kannski Blade Runner 2049. Sumar söguhetjur ferðast fram í tímann, t.d í Back to the Future Part II (1989) ferðast Marty og Doc alla leið til 21. október 2015. Sýn myndarinnar á framtíðina minnir ekkert á raunveruleikann, nema að ég hafi misst af fljúgandi bílunum og heilmyndunum alls staðar. Terminator (1984) er hinsvegar um prógrammeraðan hermann sem ferðast aftur í tímann til að bjarga heiminum. Terminator, leikinn af Arnold Schwarzenegger, fer frá árinu 2029 aftur til 1984 til að drepa konu sem ber undir belti dularfullt barn. En drungalegt! The Matrix (1999) þarf líklegast ekki að kynna, en við ætlum samt að gera það. Matrix er eftirlíking raunveruleikans ætluð manneskjum og búin til af fútúriskum vélmennum sem vilja fækka íbúafjölda manna. Myndin inni heldur alls kyns tilvitnanir, allt frá trúarbrögðum yfir í Lísu í Undralandi. Jafnvel þeir sem hafa ekki séð The Matrix hafa séð hina frægu senu þar sem Neo víkur sér undan skotum – algjört meistaraverk! Aliens (1986) er móðir allra geimverumynda. Aliens er um geimskip sem finnst eftir að hafa verið týnt í geimnum í 57 ár. Í geimskipinu er ein eftirlifandi mann eskja, ásamt nokkrum öðrum eftirlifendum. Blade Runner 2049 er fram hald af Blade Runner (1982). Í henni leika Ryan Gosling, Harrison Ford og margir aðrir góðir leikarar. Í Blade Runner 2049 má finna virkilega hugmyndaríka framtíðarsýn sem inniheldur lífefnabreyttar manneskjur, fljúgandi bíla, heilmyndaðar kærustur og allskonar fleira! Þannig fáið ykkur popp, kaldan drykk og skemmtið ykkur yfir þessum fimm taumlausu og einstöku fútúrisku myndum!
I entered my office/storage room, sat down at my cheap IKEA desk, and stared through the window at the Icelandic weather. At one point, it got so dark that it almost felt like it was night already. All of a sudden, it started to snow, and then the next thing I knew, a hailstorm began crushing everything in sight. A few seconds later, the storm passed and the sun peeked through the dark clouds. Weather can be so unpredictable. Then I thought, what else can be unpredictable? Oh right, the future. Since the future is the main theme of this issue of the Student Paper, I wondered whether I should put together a list of futuristic movies. I mean, it’s always fun to wonder about the future or to be reminded of the good old days. So why not take a look at some sci-fi goldies! These five movies are all pretty much classics today – well, except for Blade Runner 2049. Some protagonists travel to the future; for example, in Back to the Future Part II (1989), Marty and Doc travel all the way to 21 October 2015. The movie’s portrayal of the future is nothing like reality, unless I’ve somehow missed the flying cars and ubiquitous hologram displays. The Terminator (1984) on the other hand, is a movie about a programmed human soldier who goes to the past to save the world. The Terminator, played by Arnold Schwarzenegger, goes from 2029 to 1984 to execute a woman carrying a mysterious child. How spooky! The Matrix (1999) probably needs no introduction, but just for the fun of it, here it is. The Matrix is a simulated reality for human beings created by futuristic machines that want to decrease the human population. The movie includes a wide range of references, from religion to Alice’s Adventures in Wonderland. Even those who have never seen The Matrix before are surely familiar with Neo’s famous dodging-the-bullets move, a true masterpiece! Aliens (1986) is the mother of all alien movies. Aliens is about a spaceship that is found after being lost in space for 57 years. The spaceship includes one human survivor as well as some other survivors. Blade Runner 2049 is the sequel to Blade Runner (1982). The movie features Ryan Gosling, Harrison Ford, and many more great actors. Blade Runner 2049 portrays a wildly imaginative future that includes bioengineered humans, flying cars, holographic girlfriends, and whatnot! So pop some popcorn, get a cold drink, and enjoy these 5 wild and unique futuristic movies!
Back to the Future Part II (1989) The Terminator (1984) The Matrix (1999) Aliens (1986) Blade Runner 2049 (2017)
24