THE STUDENT PAPER
Ávarp Forseta SHÍ Isabel Alejandra Díaz ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYND PHOTO Helga Lind Mar
Address from the Student Council President Ef aldarafmæli Stúdentaráðs hefur kennt okkur eitthvað þá er það að stúdentar þurfa oftar en ekki að beita sér fyrir sömu málefnunum, aftur og aftur. Á þessu skólaári höfum við til að mynda verið að takast á við námslánakerfið, en það er baráttumál sem hefur verið viðvarandi í gegnum söguna. Til dæmis árið 1976 þegar stúdentar mótmæltu nýrri tilhögun og reglum um námslán og aftur 2013 þegar Stúdentaráð stefndi stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og íslenska ríkinu vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins. Það sama á við um baráttu okkar um fjárhagslegt öryggi stúdenta síðastliðna mánuði, sem má bera saman við árin 2008 til 2010 þegar mikið atvinnuleysi og fjölgun nem enda blasti við í kjölfar efnahagshrunsins og viðbragða var þörf. Þetta segir okkur að hlutverk Stúdentaráðs er áríðandi. Við horfum til baka á aldarafmæli ráðsins, fögnum því sem hefur áunnist og nýtum líka ósigrana sem drifkraft. Á slíkum tímamótum er ekki óeðlilegt að spyrja sig hvert veruleikinn muni leiða okkur áfram. Kórónuveirufaraldurinn hefur einkennt líf okkar nær allt síðastliðið ár, fyrir sum okkar hefur hann skyggt á háskólagönguna og fyrir aðra er háskólaganga án hans óþekkt. Það er raunar ógerlegt að horfa til framtíðar án þess að með taka þau áhrif sem við höfum orðið fyrir sem einstaklingar en líka sem háskólasamfélag. Faraldurinn hefur aftur á móti ýtt við einu baráttumáli, sem ekki er lengur hægt að líta framhjá. Stúdentar hafa lengi krafist þess að fyrirlestrar séu teknir upp og séu aðgengilegir í námsumsjónarkerfi skólans. Sömuleiðis að það sé stuðlað að auknu framboði kennslu á rafrænu formi. Þær óskir hafa ekki einungis snúist um að jafnræðis sé gætt heldur hafa umhverfis sjónarmið og þráin eftir nútímalegri kennsluháttum spilað stóran þátt. Háskólinn hefur verið ágætlega í stakk búinn til að tileinka sér rafræna kennsluhætti en á fyrra vormisseri var hann krafinn um það í ljósi að stæðna. Þá kom rækilega í ljós að hann getur vel tekist á við áskorunina vegna þeirra framfara sem hafa þegar orðið. Má þar nefna tilkomu raf ræna prófakerfisins Inspera sem hefur almennt reynst stúdentum vel og próftaka þannig orðið skilvirkari, umhverfisvænni og sanngjarnari. Sömuleiðis Panopto sem hefur nýst til að taka upp fyrirlestra, sem og Zoom og Teams sem auðvelduðu fjarkennslu og samskipti nemenda og kennara.
If the Student Council’s centennial has taught us anything, it’s that more often than not, students must fight the same battles over and over. This year, for instance, we’ve been taking on the student loan system. It’s a fight that has repeated itself many times throughout the school’s history, like in 1976, when students protested a new loan system, and again in 2013, when the Student Council took the Icelandic Student Loan Fund and the Icelandic government to court because of changes to the fund’s allocation rules. The same is true of our efforts in recent months to ensure students’ financial security, which is reminiscent of 2008 to 2010, when measures were needed to address high unemployment and a growing number of students in the wake of the economic crash. These examples demonstrate that the Student Council is doing critically important work. Looking back on our 100-year anniversary, we celebrate all our victories and let the defeats drive us forward. In reaching such a milestone, it’s only natural to wonder where the future will take us. The coronavirus pandemic has colored every aspect of our lives for almost a year. For some of us, it has cast a shadow on our university careers, while others have never known anything different since beginning their studies. We cannot look to the future without considering the ways in which this past year has impacted us as individuals and as a school community, but the pandemic has underscored one particular issue that can no longer be ignored. Students have long demanded that lectures be recorded and made available through the university’s learning management system. We have also pushed for a larger selection of online classes. These requests are not just about equality; environmental factors and a desire for more modern teaching methods have also played a large role. The university was perfectly capable of adopting virtual teaching methods, but circumstances last spring semester made it necessary to do so. At that point, it became crystal clear that the school was up to the challenge, given all the progress that had already been made. For example, there’s the digital exam system Inspera, which has generally worked well for students and has made taking exams more efficient, environmentally friendly, and fairer. Other examples include Panopto, which allows instructors to record lectures, as well as Zoom and Teams, which enable distance learning and facilitate communication between students and instructors. When autumn semester arrived, flexibility was restricted again. The university emphasized distance learning with the option of in-person classes and in-person exams when possible. In most cases, students were required to attend even virtual lectures in real time, and we made no comment on that, but noted that it was still important for instructors to record their lectures. That way, students could access them later, whether to review for exams or take better, more detailed notes. It is, in fact, a key part of the student experience. Our intention is not and
7