FYRRUM FORSETAR SHÍ: AFTURHVARF TIL FORTÍÐAR Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar aldarafmæli í ár. Í ráðinu er fólk sem berst fyrir hagsmunum stúdenta og ljær þeim rödd í samfélagslegri umræðu. Við heyrðum í fimm fyrrum forsetum Stúdentaráðs.
2. TÖLUBLAÐ DESEMBER 2020
FORMER STUDENT COUNCIL CHAIRS: A PEEK INTO THE PAST
VIÐ ÓSKUM ÞÉR FINNSKRA JÓLA Nú eru jólin á næsta leiti og því höfum við ákveðið að færa ykkur smá smakk af hvernig Finnar halda upp á Joulu (jólin). Meðfylgjandi eru tvær uppskriftir með finnsku ívafi.
This year, the University of Iceland Student Council celebrates its centennial. The Student Council advocates for students and gives them a voice in social discourse. We contacted five former Student Council presidents.
WE WISH YOU A FINNISH CHRISTMAS Christmas is quickly approaching, so we’ve decided to give you a taste of how Finns celebrate Joulu (Christmas) with two classic recipes with a Finnish touch.
VIÐBRÖGÐ LEIKHÚSSTJÓRA VIÐ BANNI Á SVIÐSLISTUM Stuttu eftir leikhúskynningu síðasta blaðs voru samkomutakmarkanir hertar og bann lagt á sviðslistir á landsvísu. Við ræddum við þrjá leikhússtjóra í Reykjavík. THEATER DIRECTORS REACT TO PERFORMING ARTS BAN Shortly after publishing our preview of the upcoming theater season, stricter measures were introduced to prevent the spread of the coronavirus. We spoke with three theater directors in Reykjavík.
STÚDENTABLAÐIÐ
Stéttarfélög eru ekki öll eins Það skiptir máli að velja rétt
Það er sérstakt baráttumál okkar hjá BHM að háskólamenntun fólks skili sér í hærri launum þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Innan bandalagsins eru 27 stéttarfélög sem standa saman í hagsmunabaráttu fyrir háskólamenntað fólk, bæði hvað varðar laun og önnur kjör. Með því að velja stéttarfélag innan BHM færðu einnig aðild að sjúkra- og styrktarsjóðum auk annarra sjóða, sem gerir þér kleift að sækja um styrki fyrir meðferðum á líkama og sál, starfsþróun, ráðstefnum og fleira.
Veldu stéttarfélag innan BHM þegar þú lýkur námi!
2
THE STUDENT PAPER
EFNISYFIRLIT TABLE OF CONTENTS
RITSTJÓRI / EDITOR Hólmfríður María Bjarnardóttir ÚTGEFANDI / PUBLISHER Stúdentaráð Háskóla Íslands / University of Iceland Student Council RITSTJÓRN / EDITORIAL TEAM Anna María Björnsdóttir Francesca Stoppani Jóhannes Bjarki Bjarkason Karitas M. Bjarkadóttir Kevin Niezen Maura Rafelt Sam Cone BLAÐAMENN TÖLUBLAÐSINS / CONTRIBUTING JOURNALISTS Armando Garcia T. Arnheiður Björnsdóttir Atli Freyr Þorvaldsson Auður Helgadóttir Eva Margit Wang Atladóttir Gabrielé Satrauskaite Helgi James Price Íris Hadda Jóhannsdóttir Katla Ársælsdóttir Maicol Cipriani Sam Patrick O'Donnell Unnur Gígja Ingimundardóttir YFIRUMSJÓN MEÐ ÞÝÐINGUM / TRANSLATION SUPERVISOR Julie Summers ÞÝÐENDUR TÖLUBLAÐSINS / CONTRIBUTING TRANSLATORS Bergrún Andradóttir Brynjarr Þór Eyjólfsson (Julian Mendoza) Högna Sól Þorkelsdóttir Julie Summers Nico Borbély Ragnhildur Ragnarsdóttir LJÓSMYNDIR OG SAMFÉLAGSMIÐLAR / PHOTOS AND SOCIAL MEDIA Sædís Harpa Stefánsdóttir saedisharpa PRÓFARKALESTUR Á ÍSLENSKU / ICELANDIC PROOFREADING Embla Diljá Challender Þórdís Dröfn Andrésdóttir PRÓFARKALESTUR Á ENSKU / ENGLISH PROOFREADING Alexander Emery Brynjarr Þór Eyjólfsson (Julian Mendoza) Milica Popović Nico Borbély Theodore Levi Kross Sam Cone SÉRSTAKAR ÞAKKIR / SPECIAL THANKS Friðrik Margrétar- Guðmundsson Lárus Sigurðarson ljósmyndari Skrifstofa SHÍ Stefán Ingvar Vigfússon HÖNNUN, TEIKNINGAR OG UMBROT / DESIGN, ILLUSTRATIONS AND LAYOUT Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir margretath.com margretath LETUR / FONT Whyte Inktrap Suisse Int'l Freight Text Pro PRENTUN / PRINTING Prenttækni UPPLAG / CIRCULATION 800 eintök / 800 copies studentabladid.is Studentabladid Studentabladid Studentabladid
5
Ávarp Ritstjóra
Editor's Address 7
Ávarp Forseta SHÍ
37 Hvaða bækur verða í jólapökkunum í ár?
What Books Will be Under the Christmas Tree This Year? 40 Múmínbollar
Moomin Mugs
Address from the Student Council President
42 Sigrar Stúdentaráðs í 100 ár
8 Fyrrum forsetar SHÍ: Afturhvarf til fortíðar
46 Malbik og margarítur
Former Student Council Chairs: A Peek into the Past
100 Years of Student Council Success From Beaches and Margaritas to Asphalt and Wool Socks 48 Að sitja í festum á 21. öld
12 How to Write the Most
Christmassy of Christmas Cards
Long-Distance Relationships in the 21st Century
14 Gamlar myndir úr háskólalífinu
49 Tunglskinssónatan
Old Photos of University Life
Moonlight Sonata
15 Jólaplaylisti Stúdentablaðsins
51 Uppruni jólanna
The Student Paper’s Christmas Playlist
The Origins of Christmas
15 Tíu myndir sem vekja vetrarbarnið í þér
53 Fávitar
Ten Movies to Reawaken the Winter’s Child in You 16 Jólagjafahugmyndir fyrir blanka stúdenta
Christmas Gift Ideas for Broke Students 17 Tíu atriði sem breyttu Háskóla Íslands
Ten Things that Changed the University of Iceland 18 Hjálparsíður og smáforrit fyrir nemendur
Helpful Websites and Apps for Students 22 DIY jóladálkurinn
The DIY Christmas Column 24 Jafnrétti er fjölbreytt og síbreytilegt
Equality is Multifaceted and EverChanging
26 Viðbrögð leikhússtjóra við banni á sviðslistum
Theater Directors React to Performing Arts Ban 29 Óður til kvenna Háskólans
An Ode to the Women of UI
32 Tungumál og mannúðarstörf
Language Skills and Humanitarian Aid Work 34 Við óskum þér góðra jóla… og til hamingju með afmælið?
We Wish You a Merry Christmas ... and a Happy Birthday? 36 Eigðu alþjóðleg jól
Have Yourself an International Christmas
54 Ungt fólk í forystu: Viðtal við Mladen Živanović, forseta AIESEC á Íslandi
Youth and Leadership: Interview with Mladen Živanović, President of AIESEC Iceland 56 100 ár af jákvæðum breytingum
100 years of positive change
58 Hvar er nýja stjórnarskráin?
Where is the New Constitution? 60 Lífið á tímum veirunnar 62 Getur ekki hugsað sér að búa ekki við sjóinn: Salóme Katrín ræðir um plötuna Water
Can’t Imagine Not Living by the Ocean: Salóme Katrín talks about her album Water 64 A Foreign Student’s Guide to the Holidays in Iceland 65 Tími troðfullu verslunarmiðstöðvanna
The Season of Crowded Malls
66 Reflections on “The Little Match Girl” and Our Perverted Modern Vices 68 Hvað meinum við þegar við tölum um „jólaandann“?
What Do We Mean When We Talk About the “Christmas Spirit”? 70 Við óskum þér finnskra jóla
We Wish You a Finnish Christmas 71 Jólaleikur Stúdentablaðsins: Hvaða persóna úr háskólalífinu ert þú?
The Student Paper’s Christmas Quiz: Which Campus Character are You? 74 The Islands of Birds: Part two
STÚDENTABLAÐIÐ
Ritstjórn Editorial Team
Anna María Björnsdóttir
Francesca Stoppani
Hólmfríður María Bjarnardóttir
Jóhannes Bjarki Bjarkason
Julie Summers
Karitas M. Bjarkadóttir
Kevin Niezen
Maura Rafelt
Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir
Sam Cone
Sædís Harpa Stefánsdóttir
4
THE STUDENT PAPER
Blaðamenn tölublaðsins Contributing Journalists
Armando Garcia T.
Arnheiður Björnsdóttir
Atli Freyr Þorvaldsson
Auður Helgadóttir
Eva Margit Wang Atladóttir
Gabrielé Satrauskaite
Helgi James Price
Íris Hadda Jóhannsdóttir
Katla Ársælsdóttir
Maicol Cipriani
Sam Patrick O'Donnell
Unnur Gígja Ingimundardóttir
Ávarp Ritstjóra
Hólmfríður María Bjarnardóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYND PHOTO Kata Jóhanness
Editor's Address 2020 hefur svo sannarlega verið áhugavert ár fyrir okkur öll. Ég er búin að detta tvisvar beint á andlitið, bókstaflega „faceplanta“ Reykjavík. Ég veit ekki hvort það var álagið í skólanum eða bara klaufaskapur sem olli því en ég mun ganga fegin inn í nýtt ár þar sem ég mun láta eins og það hafi bara verið hluti af þessu bölvaða ári og muni aldrei koma fyrir aftur. Fresta þurfti mörgum viðburðum. Brúðkaup, leiksýningar og afmæli hafa verið færð yfir á næsta ár eða voru keyrð áfram með minna sniði. Sumir hafa ekki hitt fjölskyldu sína eða vini í allt of langan tíma, aðrir hafa kannski fengið nóg af fjölskyldunni sinni í bili og hlakka til að komast út
2020 has certainly been an interesting year for all of us. Personally, I’ve fallen flat on my face – literally face-planted – on the streets of Reykjavík, not once, but twice. I don’t know whether it was because of school stress or just plain clumsiness, but I’ll be relieved when 2020 gives way to 2021, because I’m planning on pretending that my tumbles were just part of this cursed year and will never be repeated. Many events had to be postponed this year. Weddings, theater performances, and birthday parties were rescheduled for next year or scaled down significantly. Some people haven’t seen their friends and family in far too long, while others have perhaps had about enough of their families for now and can’t wait to get out of the house. The editorial team met in person once at the beginning of the school year, but since then, all meetings related to the paper have taken place through computer screens. In that regard, it’s been a peculiar process and quite a departure from what I imagined when I took over as editor. I’m sure we’re all excited to get back to familiar routines, free from gathering restrictions, hand sanitizer, and face masks. But we can’t forget that the situation won’t magically resolve in 2021; on the contrary, we must continue to band together and take precautions in order to beat this virus. The theme of this issue is the Student Council’s 100th anniversary! But of course, we also can’t
5
STÚDENTABLAÐIÐ
fyrir hússins dyr. Ritstjórnin hittist einu sinni í upphafi skólaársins en hefur síðan einungis hist í gegnum tölvuskjá og þannig hafa allir fundir tengdir blaðinu farið fram. Þetta hefur því verið undarlegt ferli og töluvert ólíkt því sem ég sá fyrir mér þegar ég tók við sem ritstjóri. Við erum líklega öll spennt fyrir því að geta komið okkur fyrir í gamalkunnri rútínu sem inniheldur ekki samkomutakmarkanir, spritt og grímur. Við megum samt ekki gleyma því að ástandið er ekki bundið við árið 2020, heldur þurfum við að halda áfram að fara varlega til þess að sigrast saman á þessu ástandi. Þema þessa blaðs er 100 ára afmæli Stúdentaráðs Háskóla Íslands! Við getum þó ekki horft fram hjá því að jólin eru á næsta leiti, með öllu sem þeim fylgir, og því er líka ákveðinn piparkökukeimur af þessu blaði. Ef þig vantar jólagjafahugmyndir fyrir blanka stúdenta, langar að lesa um bækur, prófa finnskar jólauppskriftir eða þarft leiðbeiningar um hvernig skuli skrifa jólalegasta jólakortið, er þetta tölublað svo sannarlega fyrir þig. En hér má líka finna ýmislegt annað eins og viðtöl við þrjá leikhússtjóra um bannið á sviðslistum, viðtal við Salóme Katrínu um nýútkomna plötu hennar Water og óð til kvenna Háskólans. Auk þess erum við með ekki bara eina, heldur þrjár tímalínur fyrir þau ykkar sem viljið sjá hlutina svart á hvítu. Einnig er playlistinn á sínum stað en í 1. tölublaði buðum við ykkur upp á haustplaylista. Nú er komið að jólunum og ekki eru þau síðri. En að meginviðfangi blaðsins: Stúdentaráð er 100 ára á útgáfudegi þessa blaðs, 4. desember 2020. Nú, eins og alltaf, er mikilvægt að rödd stúdenta heyrist. Baráttumál Stúdentaráðs hafa verið mörg í gegnum tíðina og baráttuandinn aldrei langt undan. Stúdentráð hefur meðal annars mótmælt skrásetningargjöldum, staðið að stofnun FS, barist fyrir aðgerðum í loftslagsmálum, stefnt ríkinu og haft hátt þegar þörf er á. Fyrir þá sem hafa áhuga á heyra meira: lesið blaðið, þar má finna ýmislegt efni um SHÍ og baráttumál, meðal annars viðtöl við nokkra fyrrum forseta. Einnig mælum við með því að kíkja á nýuppfærða heimasíðu Stúdentaráðs, student.is. Eftir að hafa unnið á skrifstofu Stúdentaráðs fyrri helming þessa skólaárs velti ég fyrir mér hvenær rödd stúdenta verður marktæk. Hvenær á að taka puttana úr eyrunum og raunverulega hlusta á stúdenta? Yfirvöld segjast vera í góðu samráði við nemendur en ég spyr mig hvernig það geti verið þegar þau gera ekki það sem stúdentar kalla eftir. Stúdentaráð hefur gagnrýnt og lýst yfir vonbrigðum sínum með stefnu Háskóla Íslands að halda í staðpróf. Staðreyndin er sú að ekki allir geta tekið staðpróf og það þarf að taka tillit til allra stúdenta, hvort sem þeir eru sjálfir í áhættuhóp, umgangast fólk sem er í áhættuhóp, vinna með viðkvæmum hópum, eru í sóttkví eða hafa áhyggjur af því að smitast. Krafa Stúdentaráðs snýst einfaldlega um jafnrétti allra stúdenta til náms. Auk þess er undarlegt að beina nemendum saman í skólann þegar þeir hafa hingað til sinnt náminu í fjarkennslu. Stúdentar eru að kalla eftir samráði og aðgerðum sem taka mið af ólíkum aðstæðum stúdenta. Allar tilraunir Stúdentráðs til þess að minnast á staðið/fallið virðast falla á dauf eyru sem segja okkur að vera ekki svona tilfinninganæm. Staðið/fallið úrræðið var notað í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir og það léttiverulega á nemendum, sem bera nú gífurlegan andlega þunga og eru margir hverjir að svigna undan álaginu. Stúdentar eru hræddir, stúdentar eru þreyttir og stúdentar eru réttilega reiðir út í Háskólann og yfirvöld. Þetta er ekki hefðbundin önn, hefðbundið námsmat er ekki lausnin. Við mælum með að fylgjast með myllumerkinu #mittnámsmat á samfélagmiðlum. Ég vona að þið njótið lestursins og komist í þetta hlýja jólaskap sem yljar hjartanu á þessum kalda og dimma tíma. Nú er komið að tíma hátíðar og friðar, jólaljósa og fyrst og fremst tíma þar sem eðlilegt er að drekka heitt súkkulaði alla daga. Ég vil þakka öllum sem komið hafa að blaðinu. Án ykkar væri e kkert blað. Gleðileg jól kæru stúdentar og til hamingju með 100 ára afmælið SHÍ!
ÁVARP RITSTJÓRA EDITOR'S ADDRESS
ignore the fact that Christmas is just around the corner, in all its festive glory, so you might also detect a hint of cinnamon and ginger in these pages. If you need gift ideas for broke students, want to read about books, are eager to try some Finnish Christmas recipes, or need some guidance on how to write the most Christmassy Christmas cards, then this issue is definitely for you. But you’ll also find plenty of other interesting content, like an interview with three theater directors about the current ban on stage performances, an interview with Salóme Katrín about her recently released album, Water, and an ode to the women of UI. In addition, we have not one, but three timelines for those of you who like to see things presented linearly. Plus, we’ve put together another playlist. For the last issue, we had an autumn playlist; this time around, of course, the theme is Christmas. But let’s turn to the main focus of the issue: as of our publication date, December 4, 2020, the Student Council is 100 years old. Now, as ever, it’s important that students’ voices be heard. The Student Council is always ready to go to bat for students and has worked tirelessly on their behalf over the years. Among other things, the Student Council has protested the introduction of annual registration fees, helped found Student Services, fought for climate action, taken the government to court, and made noise when needed. For those of you who’d like to learn more, keep reading: you’ll find all sorts of information about the Student Council and the causes it has championed over the years, plus interviews with a few former Council presidents. We also recommend checking out the Student Council’s recently updated website, student.is. After having worked in the Student Council office for half the school year, I found myself wondering when students’ voices will be deemed worthy of attention. When will people take their fingers out of their ears and truly listen to students? The powers that be say they are in close communication with students, but I ask myself how that could possibly be true when they fail to meet students’ requests. The Student Council has criticized and expressed disappointment at the university’s plans to hold final exams on campus this semester. The fact is that not everyone can take exams in person, and all students must be considered, whether they themselves are at high risk for COVID, spend time around high-risk people, work with vulnerable populations, are in quarantine, or are worried about contracting the virus. The Student Council’s demand is simply meant to ensure equal opportunity to education for all students. Not to mention, forcing students to congregate on campus for exams when they have done distance learning all semester is rather odd. Students are demanding an open dialogue and a plan that takes all students and their varying circumstances into account. Yet all the Student Council’s attempts to remind the administration of the pass/fail option have seemed to fall on deaf ears. We’ve been told not to be so emotional. The pass/fail option was implemented
6
THE STUDENT PAPER
this spring, when the first wave of the pandemic was washing over us, and it lightened the load significantly for students. Now, students are mentally and emotionally drained and buckling under the pressure. Students are afraid, tired, and justifiably angry at the university and the government. This has not been a traditional semester, so traditional evaluation methods are not the answer. We recommend following the hashtag #mittnámsmat on social media. I hope you enjoy reading the paper and get into the festive
Christmas spirit. It’ll warm your heart on these cold, dark winter days. This is the season of peace and celebration, Christmas lights, and first and foremost, it’s the one time of year when you can drink hot chocolate every day. I’d like to thank everyone who helped bring this issue to life. There would be no paper without you. Happy holidays, dear students, and congratulations to the Student Council on 100 years of fighting for students!
Ávarp Forseta SHÍ Isabel Alejandra Díaz ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYND PHOTO Helga Lind Mar
Address from the Student Council President Í dag eru hundrað ár liðin frá stofnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Afmælið markar stór tímamót í sögu hagsmunabaráttu stúdenta og minnumst við stórra sigra sem og ósigra. Öll árin að baki hafa mótað Stúdentaráð að þeirri öflugu stúdentahreyfingu sem hún er í dag og því ber að fagna. Við byrjuðum árið á opnunarhátíð í Gamla bíó þann 31. janúar, þar sem GDRN frumflutti lög af nýrri plötu, auk þess sem DJ Vala og Bjartar sveiflur komu fram. Árið átti síðan eftir að vera stútfullt af uppákomum og fögnuði, en það voru áform sem breyttust fljótt í mars. Við látum hins vegar ekki þar við sitja og höfum tekið höndum saman með fagfólki við gerð heimildaþáttar í tilefni afmælisins, með það að markmiði að kjarna ævintýrið sem hófst 11. desember árið 1920 þegar stúdentar gengu fyrst til kosninga. Í dag fara kosningarnar fram á vormisseri og hefur uppbygging Stúdentaráðs tekið ýmsum breytingum, en það sem stendur er seiglan. Hagsmunabarátta stúdenta hefur sett svip sinn á samfélagið í heild sinni, enda hafa málefnin sem stúdentar hafa barist fyrir náð augum og eyrum margra og haft áhrif. Stúdentar hafa lært í gegnum árin að allt sem viðkemur þeirra upplifun af háskólasamfélaginu eru raunar hagsmunamál sem krefjast þátttöku
Today marks 100 years since the University of Iceland’s Student Council was founded. The centennial is a watershed moment in the history of student interest advocacy in Iceland and an occasion for remembering successes and failures alike. This past century has shaped the Student Council into the powerful movement that it is today – truly something worth celebrating. On January 31, we started off what was supposed to be a celebration-packed year with an opening party at Gamla Bíó. GDRN debuted songs from her new album, and DJ Vala and Bjartar Sveiflur also took the stage. Of course, our plans for the rest of the year changed quickly in March. Not content to sit idly by, we’ve joined with a team of professionals to create a documentary in honor of our centennial, with the goal of capturing for posterity the great adventure that began on December 11, 1920, when students cast their first votes to elect their peers to the Student Council. Today, elections are held in the spring, and the Student Council has been restructured, but what remains unchanged is its tenacious spirit. The Council and its advocacy on students’ behalf have left a mark beyond the bounds of the UI campus; the issues that matter most to students have garnered much attention and had a real impact on our wider society. Over the years, students have learned that everything related to their university experience is, in fact, a matter of student interest, and that these things require their participation. Again and again, we’ve seen that victory cannot be achieved unless the battle is waged with passion. The new residence hall adjacent to Gamli Garður wouldn’t be under construction right now were it not for students’ tireless advocacy, and one of the most popular student hang-outs, the Student Cellar, would never have come into existence if students hadn’t taken initiative. In recent years, the Student Council has increasingly drawn attention to the fact that off-campus causes are also worth fighting for. We’ve been unafraid to stand up and demand a more just society. We have passion for the work we’re doing, driven first and foremost by our ideals. Without question, the Student Council still has plenty of work left to do, and we’re setting our sights on another hundred years, at least. Among the things we’re still fighting for is a service hub in Vatnsmýri; more, better organized green spaces; and improved
7
STÚDENTABLAÐIÐ
þeirra. Það hefur sýnt sig að sigrarnir verði ekki að veruleika nema að fyrir þeim sé barist af krafti. Stúdentaíbúðirnar fyrir utan Gamla Garð væru ekki að rísa ef ekki fyrir ötulla baráttu stúdenta og einn helsti samkomustaður stúdenta sem ber þeirra nafn, Stúdentakjallarinn, hefði ekki orðið til nema fyrir tilstilli þeirra. Á síðustu árum hefur Stúdentaráð lagt enn meiri áherslu á berjast ætti fyrir hagsmunamálum utan veggja háskólans. Við höfum því verið óhrædd við að standa upp fyrir réttlátara samfélagi. Baráttugleðin er sterk og það er hugsjónin sem er megindrifkrafturinn. Því liggur enginn vafi á að Stúdentaráð á enn margt inni og er stefnan sett á að minnsta kosti hundrað ár til viðbótar. Við viljum nefnilega sjá þjónustukjarna í Vatnsmýrinni, fleiri og skipulagðari græn svæði sem og bætt samgöngukerfi á háskólasvæðinu. Við viljum þróun nýrra og tæknivæddari kennsluaðferða, aukið framboð á rafrænni kennslu þannig að hægt sé að bjóða upp gæða á fjarnám og að Háskóli Íslands sé menntastofnun sem getur þjónað öllu samfélaginu. Jafnframt þarf því aukið samstarf og samræmi milli deilda og fræðasviða. Þá viljum við einn sálfræðing á hverja þúsund nemendur eins og tíðkast erlendis og farsælt gengi verkefnisins Spretts til að auka aðgengi ungmenna af erlendum uppruna að háskólanámi. Allt eru þetta aðgerðir sem auðga nærumhverfi okkar. Sjónir okkar munu ekki síst beinast að stjórnvöldum. Við munum halda áfram að krefjast námslánakerfis sem gerir ráð fyrir öllum og byggir á sanngjörnum forsendum svo að það þjóni tilgangi sínum sem jöfnunartæki. Atvinnuleysisbótakrafa stúdenta mun standa óhögguð þangað til að stjórnvöld leggja við hlustir og sýna vilja í verki með því að tryggja stúdentum fjárhagslegt öryggi, til jafns við aðra vinnandi einstaklinga. Við munum krefjast þess að fjármögnun háskólastigsins sé örugg, í takt við aðstæður hverju sinni, þannig að háskólanum sé kleift að sinna grunnstarfsemi sinni og menntakerfið styrkist til frambúðar. Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins og vinnur sér reglulega inn sæti á metlista yfir fremstu háskóla á alþjóðavísu. Slík viðurkenning undirstrikar vel unnin störf en krefur okkur líka um áframhaldandi úrbætur og skýrari áherslur. Aðkoma stúdenta er hér lykilatriði en við getum þegar verið virkilega sátt við okkar vinnu, þrautseigju og framlag við að gera háskólann að samfélagi fyrir öll. Með stúdenta í fremstu röð er framtíðin björt og við skulum hafa það hugfast að okkur eru allir vegir færir. Kæra Stúdentaráð Háskóla Íslands, innilegar hamingjuóskir með aldarafmælið. Megir þú blómstra enn frekar og teygja anga þína víðar.
GREIN ARTICLE Atli Freyr Þorvaldsson ÞÝÐING TRANSLATION Bergrún Andradóttir MYNDIR PHOTOS Aðsendar Contributed
public transportation around campus. We want to see the development of new, more technologically advanced instructional methods and a wider offering of online courses to enable distance learning programs. We want the University of Iceland to be an educational institution that serves all of society. Part of reaching that goal entails improved collaboration between various departments and faculties. We would also like to see a ratio of one psychologist for every thousand students, as is standard in other countries, and support for Sprettur, a new project that aims to improve access to higher education for young adults of foreign origin. All of these things will enrich our community. Meanwhile, we continue to keep our eyes turned toward the government. We will continue to demand a student loan system that takes everyone into account and is based on fair terms so that it serves its intended purpose of equalizing educational opportunity for all. We will not waver in our call for unemployment benefits for students, standing strong until the government finally listens and puts their money where their mouth is by making sure students have financial security, just like they do for other working individuals. We will demand that the government guarantee sufficient funding for higher education, so that the university is equipped to fulfill its essential purpose and the educational system is strengthened for the future. The University of Iceland is the largest institution of higher education in the country and regularly earns a place on lists of the best universities in the world. Such recognitions highlight a job well done, but also demands that we sharpen our focus and work to continually improve. Student involvement is key, and we have every reason to be proud of our work, tenacity, and efforts to make our school a community for everyone. With students leading the way, the future is bright, and we can do anything we put our minds to. Dear Student Council, congratulations on your centennial. May you flourish even further and may your work continue to bear tremendous fruit.
f This year, the University of Iceland StuFyrrum Afturhvar dent Council celebrates its centennial. The r a til fortíð forsetar SHÍ Student Council advocates for students, a large group whose interests are often ignored. The Student Council gives students a voice Former Student in social discourse, and the Council’s chair is the spokesperson and public face. The long list Council Chairs group's of former chairs includes well-known people like
A Peek into the Past
Reykjavík Mayor Dagur B. Eggertsson and City Council member Hildur Björnsdóttir. A journalist from the Student Paper contacted some of the people on the list and inquired about what they did back in the day and what they’re up to now.
8
THE STUDENT PAPER
Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar aldarafmæli í ár. Í ráðinu er fólk sem berst fyrir hagsmunum stúdenta; stórs hóps sem stundum er litið fram hjá, og ljær honum rödd í samfélagslegri umræðu. Í forsvari þess er manneskja sem er andlit stúdenta út á við; forseti SHÍ. Á hinum langa lista fyrrum forseta má finna þekkt fólk á borð við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa. Blaðamaður Stúdentablaðsins hafði samband við nokkur af þessum lista og forvitnaðist um hvað þau hefðu gert á sínum tíma og hvað þau væru að fást við í dag. VIÐHALDSLEYSI OG LÁG NÁMSLÁN Einn elsti núlifandi forsetinn er Ólafur Egilsson, en hann sinnti embættinu skólaárið 1958-59. Hann starfaði í 40 ár í utanríkisþjónustunni og var sendiherra víða; allt frá Englandi og Danmörku í vestri til Rússlands og Kína í austri. Ólafur hefur sinnt ýmiss konar félagsstörfum eftir starfslok sín, t.d. í kínversk-íslenska menningarfélaginu. „Mikil vanþekking á sögu, menningu og lífi þessara þjóða þykir mér að óþörfu spilla eðlilegum samskiptum við þær,“ segir Ólafur um Rússa og Kínverja. Aðspurður um helstu baráttumálin í hans tíð segir hann að helst hafi borið á slæmu viðhaldi stúdentagarða í Gamla og Nýja garði. „Þessi staða kæfði tal um byggingu Hjónagarðs sem orðin var þörf fyrir, ljóst
Ólafur (lengst t.v.) sendiherra tekur á móti gestum í kaupmannahöfn
mætti vera að ekkert fé væri til nýbygginga. Við stigum því fyrsta skrefið til að að stúdentar tækju sjálfir yfir rekstur sumarhótelsins fyrir ferðamenn, sem garðarnir höfðu verið leigðir út fyrir.“ Ólafur segir að hann hafi verið forseti á viðburðaríkum tímum: „Stúdentar fylgdust vel með alþjóðamálum á þessum árum. Þegar Sovétstjórnin bannaði rithöfundinum merka Boris Pasternak að taka við Nóbelsverðlaunum sendi SHÍ frá sér harðorða ályktun til stúdentasambanda um allan heim.“ Í formannstíð Ólafs tókst Stúdentaráð á við menntamálaráðuneytið um hvort halda mætti áramótafagnað stúdenta í anddyri háskólans, sem ráðuneytið kom í veg fyrir. Þá kom Stúdentablaðið oftar út en venja var; fimm tölublöð voru gefin út. Í því síðasta kemur m.a. fram að í fyrsta sinn hafi átta vikna námskeið í íslenskri tungu og bókmenntum fyrir norræna stúdenta verið haldið á vegum Stúdentaráðs. Einnig voru lánamálin ofarlega á baugi. „Stúdentar núna yrðu hissa á fjárhæðunum. Minnir að þær hafi svarað til eins eða tveggja mánaðarlauna og fjarri því að allir fengju. Gleðimenn og gárungar í hópi stúdenta sögðu að þetta rétt nægði fyrir góðri helgi!“ segir Ólafur, en þá voru tæplega 800 stúdentar í HÍ, miðað við rétt um 15.000 í dag. ÁTÖK UM NÁMSLÁN - EILÍFÐARMÁL Líkt og í lok sjötta áratugarins voru lánamál einnig stærsta mál Stúdentaráðs á síðari hluta þess níunda. Björk Vilhelmsdóttir var í ráðinu 1985-87. „Námslánin voru þá sem nú grundvöllur þess að fólk gæti stundað nám, óháð fjárhagslegri stöðu þeirra. Jafnrétti til náms var leiðarstefið sem allt snerist um,“ segir Björk sem tók við stöðu forseta eftir að meirihlutinn í Stúdentaráði sprakk í byrjun árs 1986, vegna átaka um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). „Nokkrir mánuðir Stúdenta-
FYRRUM FORSETAR SHÍ: AFTURHVARF TIL FORTÍÐAR FORMER STUDENT COUNCIL CHAIRS: A PEEK INTO THE PAST
LACK OF MAINTENANCE AND LOW STUDENT LOANS
One of the oldest living chairs is Ólafur Egilsson, who held the position during the school year 1958-1959. He worked in the foreign service for 40 years and was an ambassador all over the world, everywhere from England and Denmark in the west, to Russia and China in the east. Since retiring, Ólafur has taken part in various social activities, like the Chinese-Icelandic Cultural Society. “I find that great ignorance of the history, culture, and life of these nations unnecessarily spoils normal relations with them,” says Ólafur, referring to Russia and China. When asked about major issues during his time as chair, he mentions poor maintenance of the student residence halls Gamli Garður and Nýi Garður. “This situation stifled talk of building Hjónagarður, which was very much needed. It was clear that there was no money available for construction. We took the first step so that students themselves could take over operation of the summer hotel for tourists, for which the student housing had been rented during the summertime.” Ólafur says he was chair during an eventful time in history: “Students kept up with global issues during those years. When the government of the Soviet Union forbade the distinguished writer Boris Pasternak from accepting the Nobel Prize, the Student Council sent a sharply worded resolution to other student unions around the world.” During Ólafur’s term in office, the Student Council went up against the Ministry of Education over whether students could hold a New Year’s celebration in the lobby of the university, which the Ministry prevented. In addition, the Student Paper was published more than usual, with five issues printed that year. The last one mentioned that for the first time, the Student Council organized an eight-week course on Icelandic language and literature for Nordic students that year. Student loan issues were also a major topic of discussion. “Students now would be surprised at the amounts. I remember they were about one or two months' pay, and not everyone got it. Partiers and jokers in the group remarked that the loan was just about enough for one good weekend!” Ólafur comments, however, that only 8000 students studied at the university in those days, compared to 15,000 today. THE ETERNAL STUDENT LOAN CONFLICT
Like at the end of the 50s, student loans were among the Council’s biggest issues in the late 80s. Björk Vilhelmsdóttir was on the Student Council from 1985 to 1987. “Back then, just like today, student loans were foundational to people being able to study, regardless of their financial situation. Educational equality was the guiding principle, and everything revolved around it,” say Björk. Björk took over as chair when the majority of the Student Council (SHÍ) split at the beginning of 1986 over disagreements about the Icelandic Student Loan Fund (then known as LÍN). “SHÍ and other student unions spent several months
9
STÚDENTABLAÐIÐ
ráðs og hinna námsmannahreyfinganna; BÍSN (Bandalag íslenska sérskólanema) og SÍNE (Samband íslenskra námsmanna erlendis) fór í að verja námslánin og koma í veg fyrir fyrirhugaðar breytingar,“ segir Björk. Þá mættu yfir 1000 námsmenn í Háskólabíó á fund sem hreyfingarnar héldu. „Þangað kom menntamálaráðherra og fann fyrir gríðarlegri Björk Vilhelmsdóttir samstöðu stúdenta um þáverandi kjör námslána. Allar hugmyndir sem ríkisstjórnin vann að fengu engan hljómgrunn. Þessi samstaða varð held ég til þess að ekki var frekar átt við námslánin fyrr en með breyttri lagasetningu árið 1992.“ Eftir háskólanám vann Björk við félagsráðgjöf. Árin 1998-2002 var hún formaður Bandalags háskólamanna og eftir það tóku við 13 ár í borgarstjórn Reykjavíkur. Eftir pólitíkina bætti Björk við sig MA-námi í félagsráðgjöf og starfar nú sem félagsráðgjafi í þverfaglegri starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði.
defending student loans and trying to prevent planned changes,” Björk remarks. Thousands of students attended a meeting that the unions held on the issue at Háskólabíó. “The Minister of Education was there and sensed students’ tremendous solidarity regarding student loan terms. The government proposals did not receive any support. I think it was because of that solidarity that the government did not change student loans until laws were changed in 1992.” After university, Björk worked in social services. From 1998-2002, she was chair of the Icelandic Confederation of University Graduates and then spent 13 years on the Reykjavík City Council. After her time in politics, she decided to pursue an additional postgraduate degree in social work, and she now works as a social worker in interdisciplinary work rehabilitation for the Vocational Rehabilitation Fund (VIRK). STUDENTS COLLECTING EMPTY CANS
Some people may recognize Guðmundur Steingrímsson from his column writing and his time in Parliament. He founded the Bright Future party (Björt framtíð). Fewer people know that he was SHÍ chair from 1995-1996, and student loans were, as so often before, a bone of contention between the Council and the government. “We advocated for abolishing the post payment student loans and more improvements to the student loan system, and we wanted the state budget to contribute more to the university,” says Guðmundur, adding that the Student Council established a teaching assistant system, structured so that teachers could get help from students with teaching or research. Back then, students also pushed for longer opening hours at the University Library: “[We] drew attention to the issue by collecting empty beverage cans for the library. We put up a big container on Hringbraut where we collected cans for the government. It was filled mostly with trash, but the message came across.” After his time at the university, Guðmundur went abroad to study philosophy and was involved in media and music. Today he is a writer and editor of an outdoor life Vaka (stofnað 1935) hefur átt forseta magazine, along with pursuing a postgradí 40 skólaár, en Röskva (stofnuð uate degree in Environment and Natural 1988) í 17 skólaár (þetta meðtalið), Resources. “So I’m getting back into univerþar af 11 í röð (1991-2002), sem er sity politics,” says Guðmundur in closing. lengsta samfellda tímabil einnar
DÓSASÖFNUN STÚDENTA Guðmundur Steingrímsson þekkir fólk líklega vegna pistlaskrifa sinna og tíma hans á alþingi, en hann stofnaði stjórnmálaflokkinn Bjarta framtíð. Færri vita að hann var forseti SHÍ 1995-96, en námslánin voru þá enn sem oftar bitbein ráðsins og stjórnvalda. „Við vorum að berjast í því að afnema eftirágreiðslur námslána og fyrir fleiri umbótum á námslánakerfinu, og við vildum hærri framlög til Háskóla Íslands á fjárlögum,“ segir Guðmundur, sem nefnir einnig að ráðið hafi komið á aðstoðarmannakerfi, en það byggir á því að kennarar fái hjálp frá stúdentum við kennslu eða Guðmundur Steingrímsson rannsóknir. Þá var barist fyrir lengri opnunartíma á Þjóðarbókhlöðunni; „[við] vöktum athygli á þessu með því að efna til dósasöfnunar handa Þjóðarbókhlöðunni. Settum gám við Hringbraut þar sem við söfnuðum dósum handa ríkinu. Hann fylltist aðallega af drasli, en skilaboðin komust áleiðis.“ Eftir að tíma hans í HÍ lauk fór Guðmundur út í heimspekinám, var viðriðinn fjölmiðla og var í tónlist. Í dag er hann rithöfundur og ritstjóri útivistartímarits, en sömuleiðis meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði. „Þannig að Skemmtilegar staðreyndir ég er að koma aftur í háskólapólitíkina,“ segir Guðmundur að lokum. GÓÐ STEMNING OG NÝJAR BYGGINGAR „Heilt yfir var bara góð stemning held ég, eins og í samfélaginu almennt á þessum tíma,“ segir Dagný Aradóttir Pind, forseti SHÍ 2007-08, um stúdentalífið á hápunkti góðærisins. Samt sem áður urðu stúdentar að berjast fyrir sínum hag og klassísk baráttumál voru í forgrunni: „Biðlistar eftir stúdentagörðum voru t.d. mjög langir á þessum tíma og vorum við að berjast fyrir að fá lóðir t.d. við Gamla garð, og það er ánægjulegt að það sé byrjað að byggja þar núna,“ segir Dagný.
hreyfingar á forsetastóli.
Hörður Sigurgestsson er sá eini, hingað til, sem hefur verið forseti í tvö skólaár (1960-1962). Arnlín Óladóttir var fyrst kvenna til að verða forseti Stúdentaráðs (1974-75). Nú hafa fjórar konur í röð verið forseti SHÍ, sem er met! Isabel Alejandra Diaz er sextánda konan og 101. í röðinni yfir forseta frá upphafi.
FYRRUM FORSETAR SHÍ: AFTURHVARF TIL FORTÍÐAR FORMER STUDENT COUNCIL CHAIRS: A PEEK INTO THE PAST
10
GOOD ATMOSPHERE AN NEW BUILDINGS
“On the whole, I think there was a good atmosphere, just like in society in general at the time,” says Dagný Aradóttir Pind, chair from 2007-2008, about student life at the height of the years of prosperity before the crash. Despite all of that, students still had to fight for their rights, and classic issues were in the foreground: “Waiting lists for student housing were very long at the time, and we were pushing to acquire
THE STUDENT PAPER
Að frátaldri sameiningu Kennaraháskólans við Háskóla Íslands var opnun Háskólatorgs stærsta breytingin þetta ár, að mati Dagnýjar. „Háskólatorg var samt held ég stærsta breytingin á lífinu í Háskólanum í áratugi. Það var strax byrjað að halda tónleika og viðburði þar, og svo auðvitað breyttist margt við að fá Hámu og Bóksöluna allt á sama stað. Lifnaði einhvern veginn yfir öllu. Ég held að stúdentar í dag átti sig ekki á því hvernig lífið í HÍ var fyrir Háskólatorg, þetta er algjörlega hjartað í samfélaginu, eins og Páll Skúlason heitinn sá fyrir sér,“ segir Dagný. Dagný Aradóttir Pind Með fram lögfræðináminu vann hún hjá markaðs- og samskiptasviði HÍ. „Það var mjög skemmtilegt og reynslan frá stúdentapólitíkinni skilaði sér vel þar inn. Svo kláraði ég lögfræðina og fór fljótlega að vinna hjá verkalýðshreyfingunni,“ segir Dagný, en í dag starfar hún hjá BSRB. Stytting vinnuvikunnar er aðalverkefni hennar þessa dagana, sem er mjög spennandi að hennar sögn. JÓLAPRÓF Í JÚNÍ? Aron Ólafsson Forsetar Stúdentaráðs hafa líklega aldrei verið jafn áberandi og síðastliðinn áratug, en Internetið og samfélagsmiðlar hafa auðveldað ráðinu að koma málefnum stúdenta í umræðuna. Fyrir fimm árum var Aron Ólafsson forseti SHÍ og undir hans stjórn kom hann ýmsu af stað sem stúdentar í dag taka kannski sem gefnum hlut. „Eitt af okkar helstu baráttumálum var að færa sjúkra- og endurupptökuprófin fyrir haustönn á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði sem voru eftir vorönnina fram og hafa þau fyrir vorönnina. Það er glórulaust að nemandi sem var veikur í jólaprófunum og ætti rétt á sjúkraprófi að það væri 6 mánuðum seinna,“ segir Aron og bendir á að þá hafi Stúdentaráð einnig komið Tengslatorgi á laggirnar og tryggt stúdentum lóð á Vísindagörðum: „Það var smá puð því þetta er verðmætt byggingarland í Vatnsmýrinni og um tíma þá virtist Háskólinn vera tvístíga hvort það ætti að láta okkur fá þá lóð. En eftir gott samtal við Borgaryfirvöld og Háskólann þá Fun facts fór það verkefni í gegn og nú búa Forty Student Council chairs stúdentar þarna, það er magnað have been members of Vaka hvað Stúdentaráð hefur mikil áhrif á (founded in 1935), while 17 Háskólasamfélagið!“ (including the current chair) Aron er í dag framkvæmdastjóri have identified with Röskva Rafíþróttasamtaka Íslands. „Það (founded in 1988). Röskva er fátt skemmtilegra en að vinna also had 11 chairs in a row við eitthvað sem maður hefur (1991-2002), the longest brennandi áhuga á,“ segir Aron continuous period for any og bætir við „svo nú er maður að organization. styðja við öll þau sveitarfélög, menntastofnanir, ungmennahús og íþróttahreyfingar sem vilja bjóða upp á skipulagt starf í rafíþróttum með fræðslu og þjálfun fyrir verðandi rafíþróttaþjálfara.“ Það má sannarlega segja að án SHÍ og forsetanna, þá væri líf stúdenta erfiðara en ella. Hamingjuóskir með aldarafmælið, megi næsta öld stúdentabaráttu vera enn blómlegri!
So far, Hörður Sigurgestsson is the only person to serve as chair for two school years (1960 - 1962). Amlín Ólafsdóttir was the first female chair of SHÍ (1974 - 1975). Now, four women in a row have served as chair - a record! Isabel Alejandra Diaz is the 16th female chair and the 101st chair overall.
FYRRUM FORSETAR SHÍ: AFTURHVARF TIL FORTÍÐAR FORMER STUDENT COUNCIL CHAIRS: A PEEK INTO THE PAST
building sites, e.g. by Gamli Garður, so it’s great that they are building there now,” says Dagný. Apart from the merger of the Iceland College of Education and the University of Iceland, the opening of the University Centre (Háskólatorg) was the biggest change that year, in Dagný’s opinion. “Háskólatorg was, I think, the biggest change to university life in decades. Right away there were gigs and events there, and of course a lot changed also having Háma (the cafeteria) and the university bookstore under one roof. It livened things up, in a way. I think students today don’t realize how life at UI was before Háskólatorg. It’s the heart of the university community, just as the late Páll Skúlason envisioned,” says Dagný. Alongside her law studies, Dagný worked in the Marketing and Public Relations department at the university. “That was a lot of fun and the experience from student politics was a great benefit. Soon after I finished my law studies, I started working with the labour movement,” Dagný says, but today she works for BSRB (The Federation of State and Municipal Employees). Shortening the work week is her main project these days, which she says is very exciting. FALL FINALS IN JUNE?
Student Council chairs have probably never been more prominent than in recent years, and the internet and social media have made it easier to encourage discussion of student interest issues. Aron Ólafsson was chair five years ago, and under his leadership, the Council instituted several changes that students today might think of as givens. “One of our main issues was to change the timing of retakes for fall finals in the Department of Engineering and Natural Sciences. They used to be held at the end of spring semester, but we got them moved up to before spring semester. It’s outrageous that a student who falls sick during fall finals and has the right to a retake would have to do it six months later,” says Aron, pointing out that the Student Council also set up Tengslatorg and secured the building site for Vísindagarðar: “The building site was a major issue for us, because the site is valuable, and for a time it seemed like the university was reluctant to give it to us. But after a good discussion with the city government and the university, the project went through, and now students live there. It’s amazing how much SHÍ has influenced student life!” Today, Aron is executive director of SAFT Iceland. “Very few things are more fun than working on something that you love,” says Aron, adding, “now we are supporting municipalities, cultural institutions, youth centres, and sports organizations that want to offer organized activities in virtual sports with education and training for future virtual sport trainers.” It can truly be said that without the Student Council and the chairs, students lives’ would be more difficult. Congratulations on the centennial, and may the next century of student rights advocacy be even more successful!
11
STÚDENTABLAÐIÐ
How to Write the Most Christmassy of Christmas Cards At long last, Christmas is here. You can expect lofty spirits, colorful decorations, wondrous ornaments, snowy landscapes, resplendent Christmas trees, sumptuous banquets, bubbly-sweet drinks, and just about anything that takes our collective mind off the coronavirus pandemic. The last months have been filled with endless discussions of a pandemic hell-bent on stealing the headlines from a narcissistic US president. You might be forgiven for wishing for simpler times, for example when the most unexpected of developments was a warm, sunny day in Iceland that prompted us to dust off our shorts and actually wear them outside. You must already be tired of so many twists and turns the likes of which have earned 2020 the title of “most nefarious and inexplicable year in recent history,” effectively dethroning the defending champion, 2016. But here we are, riding the wave of unexpected madness and unthinkable circumstance. Considering the numerous afflictions the year has foisted upon us, thinking of Christmas seems kind of trivial. After all, so many international holidays have been affected by the pandemic that it would be terribly naïve of us to even consider that Christmas would fare any better. And yet, what is our tiny world if not a collection of foolhardy people let loose to embark on all manner of unimaginably senseless and foolish ventures? In other words, let us be dumb and hopeful for the sake of it and celebrate our harmless ingenuity by addressing an important element of the Christmas spirit: Christmas cards. If anyone is watching us from above, they can probably forgive us for having limited Christmas decorations, smaller trees, or less than extravagant dinners this year, but I would bet my meager salary in these krona-crunching times that they will not allow us the transgression of forgetting about Christmas cards. Even if you do not believe in a higher power, you surely have a conscience and would not dare forgive yourself for not writing at least one very Christmassy Christmas card during the holidays. This begs the question: How does one write a very Christmassy Christmas card? This is an excellent query, and I am sure there are numerous websites, books, articles, journals, and even diaries that delve into the complexities of the topic. But why would you consult them when you can rely on the friendly advice of a team of eager students who write for the Student Paper? Because you have put your trust in us, we will share with you our best recommendations on how to write the most Christmassy of Christmas cards. STEP ONE: THE BIG DECISION
First, you should know that the first step in writing a Christmas card is actually the first step in writing every single letter or card that ever existed: You must identify the recipient. The important thing to remember in this regard is that you have a choice. You did not choose who your parents were, certainly not who your siblings turned out to be, and depending on what you believe, neither did you choose who you fell in love with. But remember that you can always choose the recipient of your Christmassy Christmas card.
ARTICLE Kevin Niezen
STEP TWO: THE SETUP
Most writers find this part of the process unnecessary; they do not find relevant connections between the establishment of a setup and the flow of inspiration. In fact, there is a popular saying among writers that goes like this: “Amateurs sit down and wait for inspiration. The rest of us just get to work.” With all due respect to the wise, literate, and seasoned writers of the world: You certainly have written very few Christmassy Christmas cards if you consider the setup to be unimportant. The setup is not only key, it is everything. Find the most Christmassy scene in the vicinity. If no place nearby fits the bill, then put up some lights and wear a red or green sweater; try buying Christmas-tree-scented candles; if none of the aforementioned applies, then close your eyes and visualize a cozy, warm cottage ornamented with multicolor lights spewing out merry notes, the symphony blending in seamlessly with the sight of a tall, glowing Christmas tree. At the foot of the tree, there’s a pile of colorful presents scattered over a red-green carpet. Follow the lights hanging on the ceiling, skillfully drawing the contours of a window overlooking a snowy landscape. The sky is dark blue and the world is jovially starry. It’s Christmastime. STEP THREE: WHAT TO WRITE
The final step is the most crucial. With your recipient already chosen and your Christmassy setup ready, what follows is a simple yet consequential question: What should I write? The best advice we can give you is to think with your heart. Too often, our enlightened world favors the use of reason instead of the vagaries of emotion, but Christmas being such a fabulous holiday, the idea of surrendering ourselves to the whims of our heartbeats is not an unthinkable prospect. In other words, write as your heart chooses. A word, a drawing, a simple sentence, it doesn’t matter. All that matters in the end is that the most Christmassy of Christmas cards is an act of love. Remember this, and your Christmas card will be more than a work of art; it will be a small piece of your heart for someone to treasure. We wish you a Merry Christmas full of merry Christmassy Christmas card writing!
12
THE STUDENT PAPER
Ertu að flytja?
EKKI GLEYMA STUÐINU! Passaðu að gleyma ekki stuðinu í flutningunum og mundu að taka Orkusöluna með á nýja heimilið. Komdu í viðskipti á orkusalan.is
13
STÚDENTABLAÐIÐ
1 The student travel agency, 1991 2 Photo of the Student Theatre Group that appeared in the 2nd issue in 1996 3 Previously unpublished photo from the Student Paper, 1998 4 The Student Council’s logo, 1994 5 The Student Council’s logo, 2000-2001 6 Photo from a coffee break in Árnagarður around 1996 7 Photo of Lögberg from the Student Paper, 1997-1998 8 Previously unpublished party photo from the Student Paper circa 1996 9 Photo of Oddi from the Student Paper, 1997-1998 10 The statue of Sæmundur Fróði in front of Aðalbygging (scanned collage from the editor) 11 Drawing from the Student Paper, 1984 12 Photo from the Student Paper, 1995-1996
3 2
4
1
6 7
5
Gamlar myndir úr háskólalífinu Old Photos of University Life 1 Ferðaskrifstofa stúdenta, 1991. 2 Mynd af Stúdentaleikhúsinu sem birtist í 2. tölublaði 1996 3 Ónotuð ljósmynd frá Stúdentablaðinu 1998. 4 Merki SHÍ 1994–2011 5 Merki SHÍ 2000–2001 6 Kaffistofumynd úr Árnagarði í kringum 1996 7 Mynd af Lögbergi úr Stúdentablaðinu 1997-1998 8 Ónotuð partýmynd úr Stúdentablaðinu í kringum 1996. 9 Mynd af Odda úr Stúdentablaðinu 1997-1998 10 Stytta af Sæmundi Fróða fyrir framan aðalbyggingu HÍ. Skann-klippimynd frá ritstjóra. 11 Teikning úr Stúdentablaðinu 1984. 12 Mynd frá Stúdentablaðinu 10 1995-1996
8
9
11
12
14
THE STUDENT PAPER
Elsku stúdentar! Nú er komið að því sem þið hafið öll beðið eftir. Já, við erum að tala um jólaplaylista Stúdentablaðsins. Hvort sem þú ert að skreyta tréð, læra, slappa af eða drekka heitt súkkulaði, þá er þessi listi fyrir þig. Hann spannar öll jólin en hér má finna klassík á borð við White Christmas með Bing Crosby, nýleg jólalög frá Siu, Feliz Navidad með José Feliciano og að sjálfsögðu Fairytale of New York með The Pogues. Baggalútur og hjartaknúsarinn Michael Bublé láta sig heldur ekki vanta. Hér eru allar kempurnar mættar til þess að syngja jólin inn. Gleðilega hátíð kæru vinir!
Tíu myndir sem vekja vetrarbarnið í þér Ten Movies to Reawaken the Winter’s Child in You Manstu eftir þessari sæluríku tilfinningu: að vakna snemma hvern vetrarmorgun, hlaupa niður stigann og gægjast gegnum hélaðan gluggann til þess að athuga hvort snjórinn þeki jörðina? Manstu eftir því að renna þér niður fjall, sem virðist nú ekki hærra en hóll? Þegar þú ert barn er veturinn líklega mest spennandi árstíðin. Það er bara svo margt hægt að gera utandyra! Ég man eftir því að klifra í trjám, hoppa í nýmokaðar snjóhrúgur og snjóboltastríðum sem tóku heilu dagana. Það er ógleymanlegt að anda í fyrsta sinn að sér þessu kalda lofti og svo er það leitin að réttu steinunum í tölur á jakka snjókarlsins. Að drífa sig inn þegar þú sérð fyrstu stjörnuna birtast á himninum, því þá, eins og þú veist, er kominn kvöldmatartími. Þá leið tíminn svo hratt, eða virtist allavega gera það því það var allt svo gaman. Í þessu tölublaði vil ég bjóða þér að grafa í minningakistuna og draga upp þessa nostalgísku vetrardaga þar sem ekkert skipti máli nema það að skemmta sér. Gríptu nammið sem þú elskaðir sem barn og heitan drykk því þessar myndir munu svo sannarlega endurvekja vetrarbarnið í þér, sem er svo spennt fyrir þessum tíma ársins!
Dear students! Here it is, the moment you’ve all been waiting for. Yes, we’re talking about the Student Paper’s Holiday Playlist. Whether you’re decorating the tree, studying, relaxing, or drinking hot chocolate, this list is for you. It covers all the different Christmas moods, with classics like White Christmas by Bing Crosby, recent Christmas songs from Sia, Feliz Navidad by José Feliciano, and last but not least, Fairytale of New York by The Pogues. Baggalútur and heartthrob Michael Bublé also make an appearance. All the greats are here to ring in the holidays. Happy holidays, dear friends!
GREIN ARTICLE Gabriele Satrauskaite ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir
Do you remember this blissful feeling: waking up early every winter morning, running down the staircase, and peeking through the hoarfrost-covered window to see whether snowflakes have coated the bare ground? Do you remember sliding down a mountain that now barely seems to be a hill? Winter is perhaps the most exciting season when you are a child. There is just so much to do outdoors! I remember climbing through trees, jumping on freshly shoveled piles of snow, and those snowball fights that just never ended. That feeling of the first breath of frosty air filling your lungs and the long search to find the right rocks for your snowman's jacket. Rushing indoors as soon as you see the first star in the sky because, you know, it’s dinner time already. The time flew by so fast, or at least it seemed like it, since it was all so fun back then. In this issue, we would like to take you down memory lane to remind you of those nostalgic winter days when nothing mattered except having fun all the time. So grab your favorite childhood candy and a warm beverage because these winter movies will absolutely reawaken the child in you that is so excited for the winter season! ←
15
STÚDENTABLAÐIÐ
Jólagjafahugmyndir fyrir blanka stúdenta Christmas Gift Ideas for Broke Students GREIN ARTICLE Jóhannes Bjarki Bjarkason ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers
Shopping for Christmas presents is the most anxiety-inducing part of the holidays for me. Judging a gift by its price tag is a terrible practice; the money spent on a gift doesn’t necessarily reflect the love and care of the giver. Still, of course we want to give our nearest and dearest the finest gifts - because they deserve it! For someone who’s been a student for years, it’s been quite a challenge. If you’re stumped as to what to give this year, start here. Jólagjafainnkaup eru sá hluti hátíðanna sem valda mér mestum kvíða. Það er ljótur siður að halda að verðmæti gjafanna endurspegli á einhvern hátt væntumþykjuna sem er miðluð með þeim. Þrátt fyrir það viljum við auðvitað gefa okkar nánustu það besta og flottasta. Af því þau eiga það skilið! Fyrir stúdent til margra ára hefur þetta verið krefjandi áskorun. Ef þú ert í vanda með jólagjafir geturðu byrjað hér. 1 Heimagerðar gjafir. Flest fólk hefur tvær hendur og þær er hægt að nota til þess að skapa eitthvað nýtt. Þú getur nýtt sköpunargáfu þína og föndrað, málað, saumað, prjónað eða samið lag til viðkomandi. Það er hagkvæmt, sniðugt og skemmtilegt. 2 Ávísun. Ef þú þekkir fólk í kringum þig sem er í vanda er um að gera að bjóðast til að hjálpa fólki við að leysa hann. Ávísun á barnapössun fyrir frændfólk þitt, prjónakennsla eða boð í kvöldmat. Öll erum við góð í einhverju sem hægt er að miðla áfram sem jólagjöf. 3 Heimsæktu nytjamarkaði. Rauði krossinn, Hertex og Góði hirðirinn bjóða upp á notuð föt og hluti fyrir klink og ýmsa fjársjóði er hægt að finna þar. Heppnin gæti verið með þér og þú fundið fullkomna jólagjöf fyrir þín nánustu með smá einbeitingu og þolinmæði. 4 Upplifun. Ef þú hefur lítinn áhuga á að gefa eitthvað áþreifanlegt er um að gera að gefa fólki minningar eða tiltekna reynslu. Sem dæmi má nefna gjafabréf í bíó, jóganámskeið eða bókasafnskort. 5 Áheit í þeirra nafni. Ýmis góðgerðarsamtök eða óhagnaðardrifin félög bjóða upp á áheitasöfnun í öðru nafni en þínu. Þannig má styrkja góðgerðarstarf í nafni einhverra annara.
1 G ive homemade gifts. Most people have two hands, and you can use them to create something new. Use your creative talents to craft, paint, sew, knit, or write a song. It’s clever, fun, and economical. 2 Give coupons. If the people in your life are facing some sort of problem, you can offer to help solve it. Give a coupon for babysitting, a knitting lesson, or an invitation for dinner. Everyone has a talent they can turn into a Christmas gift. 3 Visit a second-hand shop. The Red Cross, Hertex, and Góði Hirðirinn sell used clothing and a variety of other things for pocket change, and they’ve got all sorts of treasures. With some patience and persistence, you might get lucky and find the perfect Christmas gift for your loved one. 4 Give an experience. If you’re not interested in giving something tangible, you can give the gift of good memories or a specific experience. For example, you can give a gift card for the movie theater or a yoga class or give a library card. 5 Give a donation in their name. All sorts of charities and non-profits accept donations under someone else’s name, so you can honor someone and support a good cause at the same time.
16
THE STUDENT PAPER
Tíu atriði sem breyttu Háskóla Íslands
GREIN ARTICLE Jóhannes Bjarki Bjarkason ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers
In honor of the Student Council’s 100th anniversary, we’ve put together a list of ten things that made the University of Iceland what it is today. The list was partly adapted from the university’s centennial celebration website. 1911
University of Iceland founded. On June 17, individual post-secondary institutions for medicine, law, and theology merged to form UI.
1917
Ten Things that Changed the University of Iceland
Kristín Ólafsdóttir becomes first woman to graduate from UI. She earned a degree in medicine.
1933
University of Iceland Lottery founded. The lottery raises funds for construction projects, maintenance, and equipment purchases. To date, over 20 university buildings have been financed through lottery proceeds.
1935
Í tilefni af 100 ára afmæli Stúdentaráðs Háskóla Íslands er hér birtur listi yfir tíu atriði sem gerðu Háskóla Íslands að því sem hann er í dag. Listinn var unnin að hluta til upp úr vefsíðu aldarafmælis Háskóla Íslands. 1911
Þann 17. júní var Háskóli Íslands stofnaður. Við það sameinuðust Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn.
1917
Kristín Ólafsdóttir, fyrsti kvenkyns kandídat HÍ, útskrifast. Kristín útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði.
1933
Happdrætti Háskóla Íslands stofnað. Tilgangur happdrættisins er að afla fjár til húsabygginga, viðhalds og tækjakaupa. Yfir 20 háskólabyggingar hafa verið fjármagnaðar með happdrættisfé til dagsins í dag.
1935
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, er stofnað. Félagið var stofnað sem svar við öðrum hreyfingum, t.d. Félagi róttækra háskólastúdenta og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta.
1940
HÍ tekur til starfa í Aðalbyggingu, þann 17. júní. Fram að þessu hafði HÍ starfað á neðri hæð Alþingishússins. Guðjón Samúelsson teiknaði bygginguna.
1952
Ragnheiður Guðmundsdóttir, læknir, er ráðin sem kennari við HÍ, fyrst kvenna. Ragnheiður kenndi lífeðlisfræði til ársins 1961.
1971
Fornhandrit Íslendinga færð til Árnastofnunar. Fornritin F lateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða voru flutt úr vörslu Danmerkur til Íslands.
1988
Stúdentahreyfingin Röskva stofnuð. Félagið var stofnað með sameiningu stúdentahreyfinganna Félag vinstri manna og Umbótasinna.
Vaka, the organization of democratic students, founded. Vaka was established in response to other student movements, such as the Association of Radical Students and the Association of Nationalistic Students.
1940
UI begins operating from Aðalbygging on June 17. Previously, UI was located on the lower level of the Parliament building. Icelandic state architect Guðjón Samúelsson designed Aðalbygging.
1952
Ragnheiður Guðmundsdóttir, a physician, becomes first woman hired to teach at UI. She taught physiology until 1961.
1971
Medieval Icelandic manuscripts returned to Iceland. Medieval manuscripts of The Book of Flatey and the Codex Regius of the Poetic Edda were transferred to the Árni Magnússon Institute in Reykjavík after being held in Denmark for years.
1988
Röskva founded. The party was formed by the merger of two student organizations, the Association of Leftists and the Reformers.
2003
Ugla introduced. Our beloved Ugla was implemented as the intranet for UI students, staff, and instructors.
2005
Kristín Ingólfsdóttir becomes first female rector of UI. Kristín taught in the university’s pharmacy department.
2003
Uglan opnuð í fyrsta sinn. Uglan okkar kæra var opnuð sem innra vefsvæði fyrir starfsfólk, nemendur og kennara.
2005
Kristín Ingólfsdóttir, fyrsti kvenkyns rektor HÍ, tekur til starfa. Kristín starfaði sem prófessor við lyfjafræðideild háskólans.
17
STÚDENTABLAÐIÐ
Hjálparsíður og smáforrit fyrir nemendur Helpful Websites and Apps for Students
GREIN ARTICLE Karitas M. Bjarkadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Brynjarr Þór Eyjólfsson
Þó námið virðist ef til vill einmanalegt þegar tímar eru á netinu, lesaðstöður lokaðar og lítið rými til að ræða hversdagslega um námsefnið við samnemendur, ertu ekki eitt. Þetta meina ég auðvitað bókstaflega þar sem nemendur Háskólans telja þúsundir fyrir utan alla þá sem eru í öðrum skólum, en ég vil líka benda á það hvernig tæknin getur orðið þinn besti vinur í komandi prófa- og verkefnaskilatíð. YFIRFERÐ OG SKRIF Á ÍSLENSKUM TEXTA skrambi.arnastofnun.is Skrambi les yfir íslenskan texta og leiðréttir samkvæmt íslenskum málreglum. Athugið samt að Skrambi er ekki enn orðinn nógu klár til að leiðrétta út frá samhengi og getur því oft misst af villum ef orðið er til í annarri beygingarmynd, o.s.frv. malid.is Hvort tekur maður of djúpt í árina eða árinni? Málið er aðgangur að gögnum og fræðslu um íslensku á silfurfati. Hún finnur fyrir þig allar tiltækar upplýsingar um orðið sem þú leitar að þannig þú þarft ekki að vesenast í mörgum orðabókum eða vefsíðum. Málið er líka til sem smáforrit fyrir Android síma og spjaldtölvur.
Even though studies may feel isolating when courses are online, reading facilities are closed, and there are few places for day-to-day chats about schoolwork with your classmates – you are not alone. I mean this literally, of course, as University of Iceland students number in the thousands, to say nothing of all the students attending other schools, but I also want to point out how technology can be your best friend during the coming weeks filled with project due dates and exams. WRITING AND PROOFING ICELANDIC TEXTS
skrambi.arnastofnun.is Skrambi reads over texts in Icelandic and corrects them according to Icelandic grammar rules. Take note, however, that Skrambi is not good enough to correct based on the context and often misses errors if, for example, a word is in another conjugated form, etc. malid.is Which form of the word ár (oar) should we use to express the idea of “putting a lot of weight behind one’s words”: “að taka of djúpt í árina” or “árinni”? Málið presents all sorts of resources and information about Icelandic on a silver platter. It finds all the relevant information about the word you are looking for so that you needn’t trouble yourself checking a lot of different dictionaries or websites. Málið is also available as an app for Android phones and tablets. snara.is Every university student who is required to do a lot of reading and writing should invest in a subscription to Snara. It allows you to look through Icelandic, English, Danish, Polish, German, Spanish, French, Italian, and Greek dictionaries, and there are 13 reference works for Icelandic and 11 for English. In short, it is more thorough, reliable, useful, and scholarly than Google Translate. If you have no interest in paying for Snara, you can access it for free whenever you’re using the university’s wifi or connected to the network via VPN. bin.arnastofnun.is Not quite sure whether to use hönd or hendi in the singular nominative? Or is it perhaps possible to say both? BÍN (Beyingarlýsing íslensks nútímamáls) will come to the rescue for every declension dilemma that you find yourself in, solving tableside disputes and allowing you to see whether contestants on the Icelandic language challenge show Kappsmál are clueless even before Bragi Valdimar tells you so. timarit.is If you are not quite sure which variation of a word is “more correct” to use and have googled your wits out but cannot, for the life of you, come to a conclusion, then timarit.is is a good website to have avail-
18
THE STUDENT PAPER
snara.is Hver háskólanemi í námi sem krefst mikils lesturs og skriftar ætti að splæsa í áskrift að Snörunni. Í henni er hægt að fletta upp í íslenskri, enskri, danskri, pólskri, þýskri, spænskri, franskri, ítalskri og grískri orðabók, og á íslensku eru uppflettiritin 13, en 11 á ensku. Í stuttu máli, mun ítarlegri, áreiðanlegri, gagnlegri og fræðilegri síða en Google Translate. Ef þú hefur ekki hug á því að borga fyrir Snöruna er hún opinn öllum á neti Háskólans eða ef þú ert með háskólanettengingu í gegnum netið. bin.arnastofnun.is Ertu ekki alveg viss hvort það á að segja hönd eða hendi í nefnifalli eintölu? Eða má kannski segja bæði? Beygingarlýsing íslensks nútímamáls kemur til bjargar í hvaða beygingarklandri sem þú lendir í, hún leysir úr deilum við matarborðið og gerir þér kleift að sjá hvort keppendurnir í Kappsmáli eru alveg úti að aka áður en Bragi Valdimar segir þér það. timarit.is Ef þú ert í vafa um hvaða tilbrigði orðs sé „réttara“ að nota og hefur gúglað frá þér allt vit en kemst ekki fyrir þitt litla líf að niðurstöðu, þá er ágætt að hafa timarit.is við höndina. Þumalputtareglan er sú að það tilbrigði orðsins sem er eldra, er réttara. Timarit.is er líka sniðugt ef þú ert forvitið um aldur nýyrða eða finnst bara gaman að nördast aðeins á netinu. HEIMILDASKRÁNING MyBib MyBib er Chrome viðbót sem hægt er að sækja í gegnum Google galleríið. MyBib getur hjálpað þér að skrá netheimildir í því heimildakerfi sem þér finnst best með því að smella á litla táknið fyrir viðbótina efst í hægra horninu. Þú getur hópað öllum netheimildunum fyrir ákveðna ritgerð eða verkefni í möppur, afritað skrána í heild sinni og límt í skjalið þitt. Farðu samt gaumgæfilega yfir heimildaskrána, MyBib er ekki 100% áreiðanlegt, sér í lagi með íslenskar reglur, en það er ágæt beinagrind og flýtir fyrir. skrif.hi.is/ritver/ Ef þú treystir engum betur en sjálfu þér til að gera heimildaskrár eða þarft smá stuðning í yfirferð á MyBib heimildaskránni þinni er heimasíða ritversins traustur vinur. Þar má finna reglur um heimildaskráningu í þeim stöðlum sem notaðir eru í Háskólanum og skýr og skilmerkileg dæmi um uppsetningu heimilda í hvaða formi sem þú þarft. Það er ekkert sem flýtir meira fyrir í námi en að kunna að gera góða heimildaskrá og þekkja reglurnar, lærðu þessa síðu utanbókar! NÁMSTÆKNI Khan Academy Khan býður upp á æfingar, kennslumyndbönd og heimasvæði sem þú getur sniðið eftir þínum eigin þörfum og hraða í námi. Khan býður upp á mikið af efni fyrir fólk á sviðum eins og Verkfræði- og náttúruvísindasviði og Félagsvísindasviði. Þetta er sniðug síða til að dýpka skilning á námsefninu og hafa yfirlit yfir námið. YouTube Ef Hank Green kom þér í gegnum náttúrufræði í framhaldsskóla þá ert þú líklega ekki eitt. YouTube er ótrúlegur, ótæmandi brunnur fyrir smá aukahjálp í námi, sama hvort það er marxísk bókmenntafræðileg greining á Konungi Ljónanna eða stærðfræðiáfanginn sem þú vissir ekki að þú þyrftir að taka til þess að verða stjórnmálafræðingur. Námstækni er mjög einstaklingsbundin og fyrir þá sem finnst erfitt að meðtaka mikinn texta og finnst betra að læra sjónrænt getur YouTube verið algjört bjargræði, sér í lagi á tímum fjarnáms.
HJÁLPARSÍÐUR OG SMÁFORRIT FYRIR NEMENDUR HELPFUL WEBSITES AND APPS FOR STUDENTS
able. The rule of thumb is that the older variation of a word is the more correct one. Timarit.is is also great if you are curious about the age of a neologism or just enjoy nerding around the internet. CITING REFERENCES
MyBib MyBib is a Chrome extension that you can download through the Google gallery. MyBib can help you record online references according to the system of your choice by clicking on the little icon for the extension in the top-right corner of the page. You can group together all online references for a specific essay or project into folders, copy the file in its entirety, and paste them into your document. Proceed with caution, though; MyBib is not 100% reliable, especially with Icelandic conventions, but it provides a great framework and expedites the process. skrif.hi.is/ritver/ If you trust no one better than yourself to cite your sources or need a little support while proofing your MyBib bibliography, then the website of the University of Iceland’s Writing Centre is a reliable friend. There you can find rules for referencing according to the standards used at the university as well as clear and understandable examples of how to format references in whatever system you need. Nothing would save you more time in your studies than being able to create a good bibliography and know the rules. Learn this page by heart! STUDY TECHNIQUES
Khan Academy Khan offers exercises, instructional videos, and a home page that you can tailor according to your own needs and speed in a course. Khan offers a lot of subjects in fields such as engineering, the natural sciences, and social sciences. This is a brilliant page that helps you deepen your understanding of a subject and also gives a general overview of it. YouTube If Hank Green got you through the natural sciences in upper school, then you are most likely not alone. YouTube is an unbelievable and inexhaustible source for a little extra help in your courses, be it a Marxist literary analysis of The Lion King or that one math class you didn’t know you would have to take to become a political scientist. Study techniques are very individualised, and for those who have difficulty absorbing a lot of text and learn better visually, YouTube is an absolute salvation, especially in these times of distance learning. Quizlet Quizlet needs no introduction for our sociology and language fellows from upper school, but there’s a common misconception that Quizlet is only useful for rote learning and language courses. In fact, you
19
STÚDENTABLAÐIÐ
Quizlet Það þarf ekki að kynna Quizlet fyrir félagsvísinda- og málabrautapésunum úr framhaldsskóla en það er algengur misskilningur að Quizlet gagnist bara í utanbókarlærdómi og tungumálanámi. Það er hægt að færa nánast hvaða námsefni sem er inn í Quizlet þótt það krefjist mismikillar útsjónarsemi. Að lesa fræðitexta með það í huga að brjóta hann upp í minnisspjöld getur fært dýpri og betri skilning fyrir sjónrænu námstæknipjakkana. SKÓLASKIPULAG Notion Notion er skipulagsforrit fyrir síma og tölvur sem gerir þér kleift að hafa yfirsýn með verkefnum og náminu hvar sem er. Í Notion er hægt að geyma glósur, leslista, verkefnalista og vikuskipulag allt á einum stað og er tilvalið fyrir þá sem týna skipulagsdagbókunum sínum alltaf eftir þrjár vikur og fylgja bara flæðinu eftir það.
can use Quizlet for any sort of course material, though it might require some degree of foresight. Thinking about how to break the material down into flash cards can give visual learners a deeper and better understanding of the subject matter while reading academic texts. SCHOOL ORGANISATION
Notion Notion is an organisation programme for phones and computers that allows you to have an overview of projects and courses wherever you are. With Notion, you can keep notes, reading lists, to-do lists, and a weekly planner all in one place, making it perfect for those who always lose their planners three weeks into the term and just go with the flow after that. Momentum Momentum is a Chrome extension that opens a clean, minimalistic start page each time you open a new window or tab in Chrome. You can tailor the start page a little bit according to your preferences with the free version, and it’s fully customisable with the paid version. On my own start page, I have a clock and the day’s to-do list, but you can also add inspiring quotes or mantras.
Momentum Momentum er Chrome viðbót sem opnar stílhreint heimasvæði í hvert sinn sem þú býrð til nýjan glugga eða flipa í Chrome. Það er hægt að sníða heimasvæðið svolítið eftir eigin höfði í ókeypis útgáfunni en að öllu leyti í keyptri útgáfu. Í mínu heimasvæði er ég með klukku og verkefnalista dagsins en það er hægt að bæta við upplífgandi tilvitnunum eða möntrum. Canvas Canvas þarf vart að kynna en það er nýja skipulagskerfi Háskólans. Canvas er líka með smáforrit fyrir síma, Canvas Student, sem auðveldar nemendum að fylgjast með námsframvindu sinni á aðgengilegan hátt hvar sem er. Forritið sendir líka tilkynningar þegar ný verkefni eru sett inn, einkunnir birtast og fyrirlestrum er hlaðið upp. EINBEITING(ARSKORTUR) Forest Einbeitingarforritið Forest er til bæði fyrir síma og sem Chrome viðbót. Þú plantar trjám í ákveðið langan tíma og til þess að tréð þitt deyi ekki máttu ekki fara í símann eða heimsækja ákveðnar heimasíður í þann tíma. Með tímanum ræktarðu svo upp þinn eigin skóg sem þú getur deilt með félögum þínum.
Canvas Canvas hardly needs an introduction - it’s the university’s new learning management system. Canvas also has an app for phones, Canvas Student, which makes it easier for students to follow their progress in classes in an accessible way wherever they are. The app also sends notifications when new projects come in, grades are entered, and lectures are uploaded. FOR CONCENTRATION (OR LACK THEREOF)
Forest The Forest app is available for phones and as a Chrome extension. You can plant trees for a certain period of time, and in order to make sure that the tree doesn’t die, you cannot go on your phone or visit certain pages during that period. With time, you grow your own forest that you can share with your friends. WrittenKitten Finally, there’s the webpage WrittenKitten.co, where you receive a cute cat picture as a prize for every 100 words you write. You can also adjust the word count. This is a perfect boost for you to get on with writing that neglected next chapter in your essay or a fun article for the Student Paper.
WrittenKitten Að lokum má vekja athygli á vefsíðunni WrittenKitten.co þar sem þú færð sæta kisumynd í verðlaun fyrir hver 100 orð sem þú skrifar. Þú getur líka stillt orðafjöldann og þetta er fullkomin hvatning til að drífa sig í að skrifa næsta kafla í ritgerðinni sem situr á hakanum, eða skemmtilega grein í Stúdentablaðið.
HJÁLPARSÍÐUR OG SMÁFORRIT FYRIR NEMENDUR HELPFUL WEBSITES AND APPS FOR STUDENTS
20
THE STUDENT PAPER
Heilsíða Þrenna
10 GB / 25 GB 250 GB SAFNAMAGN
siminn.is/threnna
21
STÚDENTABLAÐIÐ
DIY jóladálkurinn
CHRISTMAS CRAFTS
GREIN & MYNDIR ARTICLE & PHOTOS Unnur Gígja Ingimundardóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers
Let’s lower our Christmas stress and skip the unpleasant parts of the holidays. The trick is to start early, get organized, and spend smartly. After all, the Yule Lads often start filling their bags with gifts in the autumn. You can collect gifts all year round, and smiles don’t cost a thing. You can also create homemade gifts that encourage family togetherness. If money is tight, you can always write a thoughtful message and give someone a coupon to help them, babysit their kids, invite them for dinner, or whatever else you can think of. For this article, I’ve collected some ideas for DIY Christmas activities that fall into three categories: Christmas crafts, shoe presents or stocking stuffers, and quality time.
The DIY Christmas Column
Minnkum jólastressið og sleppum því sem okkur þykir leiðinlegt. Galdurinn er að byrja snemma, skipuleggja sig og safna í baukinn. Jólasveinarnir byrja oft strax á haustin að fylla pokana sína, jólagjöfum má safna yfir árið og bros kosta ekki neitt. Einnig má útbúa heimagerðar jólagjafir sem ýta undir samveru með fjölskyldunni. Ef skortur er á peningum má alltaf útbúa falleg skilaboð um inneign upp á hjálpsemi, pössun, boð í mat eða hvað sem þú getur lagt til. Í þessum pistli tek ég saman lista yfir jólaföndur, skógjafir og samveru. JÓLAFÖNDUR Það þarf ekki að vera flókið föndur, tilgangurinn er að hafa gaman. Föndur er góð samvera og getur orðið að fallegu jólaskrauti eða jólagjöf. Einnig er gaman að nostra aðeins við pakkana og gera þá einstaka. Þetta eru hugmyndir fyrir fólk sem hefur tíma. – Búa til tröllaleir. Það er hægt að móta hendur barnanna og gefa í jólagjöf – Föndra kortin sem fara á gjafirnar – Mála krukkur og nota sem kertastjaka – Það þarf ekki alltaf að kaupa dýrt jólaskraut. Klósettrúllur, lím og sprey koma þér ansi
You don’t have to tackle a complicated project; the goal is just to have fun. Crafting is a great way to spend time with loved ones, and you might end up with a beautiful Christmas decoration or a gift. You can also have some fun and take your time wrapping the gifts to make them extra special. These are ideas for people who have plenty of time on their hands. – Make salt dough (or buy bakeable crafting clay). You can use it to make molds of children’s hands and give them as gifts. – Create homemade cards or gift labels to go with your presents. – Paint jars to use as candle holders. – You don’t always have to buy expensive Christmas decorations. Toilet paper rolls, glue, and spray paint will get you pretty far. Pinterest is packed with ideas! – Fiber crafters can create beautiful Christmas gifts. My most prized possessions are hand-knitted and hand-sewn garments made by my grandmothers. – Make a Christmas wreath to hang on your door or in a window. – Create an Advent wreath or cover a platter with festive decorations and candles. – Save yourself the stress of the post office by sending digital cards. Including a family Christmas letter and photo album can be fun for people you don’t get to see very often. If you’re tech savvy, try using Canva or Photoshop. – You can buy all sorts of ready-to-use crafting kits complete with instructions. SHOE PRESENTS OR STOCKING STUFFERS
Everyone wants to make the holidays as memorable as possible for children. The Yule Lads who sneak into houses to place little gifts in children’s shoes on their windowsills should remember that all children are equal. Shoe gifts bring a little light and a spark of magic to the winter darkness. Here are a few ideas that I hope the Yule Lads will consider:
22
THE STUDENT PAPER
langt. Á Pinterest er fullt af hugmyndum! – Handavinnufólk getur búið til fallegar jólagjafir. Það dýrmætasta sem ég á eru prjónaflíkur frá móðurömmu og saumaður fatnaður frá föðurömmu – Til eru alls konar tilbúnir föndurpakkar með leiðbeiningum – Jólakrans sem hangir á hurð eða úti í glugga – Aðventukrans eða skreyting á bakka með skrauti og kertum – Hægt er að spara póststressið með því að senda út rafræn kort, þá er líka gaman að láta fjölskyldu-annál og fullt af myndum fylgja með fyrir þau sem þú hittir sjaldan. – Ef þú ert tæknisinni getur þú nýtt þér forritin Canva eða Photoshop SKÓGJAFIR Við viljum gera jólahátíðina sem eftirminnilegasta fyrir börnin. Jólasveinar sem ganga á glugga og gefa litlar gjafir í skó þurfa að muna að öll börn eru jöfn en skógjafir eru lítið ljós í skammdeginu og töfrar sem birtast í skóm barnanna. Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég vona að jólasveinarnir skoði: – Eitthvað lítið sem tengist áhugamáli barnsins – Litlir Lego eða Playmo pokar – Leir eða töfrasandur, hægt að fá í litlum einingum – Slím vekur oft lukku, eða slímugt dót – Perlur í litlum pokum og/eða perluspjöld – Skartgripir eða hárskraut – Litabækur og litir – Litlar bækur fást víða og er t.d. hægt að grípa þær með matarinnkaupunum – Lítil leikföng. Sumar gjafir má búta niður í smærri einingar og gefa í nokkrum pörtum – Jólasería eða jólaskraut, oft er gaman fyrir börnin að eiga sitt eigið til að skreyta herbergin sín – Sokkar, nærföt og tannbursti eða annað sem „vantar.“ Sniðugt er að lauma nammi með – Kakóprik (súkkulaði á priki sem er hrært ofan í heitri mjólk) eða kakóduft, nammistafur og sykurpúðar í skemmtilegum umbúðum – Spil sem hvetja til samveru með fjölskyldunni (sniðug gjöf frá Kertasníki þar sem gjafirnar hans stytta oft stundirnar á aðfangadag) SAMVERA Börnin vilja njóta samverustunda með fjölskyldunni og þeim má einnig blanda við annað sem þarf að gera fyrir jólin. Njótum aðdraganda jólanna, þegar jólaljósin birta upp skammdegið, kökuilmur berst á milli húsa og náungakærleikurinn er í hávegum hafður. Hér hef ég tekið saman lista yfir ódýrar hugmyndir og sumar ókeypis: – Baka og/eða skreyta smákökur – Drekka heitt kakó yfir jólamynd – Hlusta á jólalög og syngja með – Renna sér á sleða – Leika í snjónum, gera snjókarl eða hús – Föndra jólaskraut, jólagjöf eða jólakort. – Fara í göngutúr og skoða jólaljósin – Gera góðverk (t.d. moka stéttina, skafa af bíl nágranna eða lauma fallegum skilaboðum í póstkassa) – Spila – Leita að jólasveinum (gott að vera búin að finna út hvar þeir eru á vappi áður en leit hefst) – Hitta jólasveinana á Þjóðminjasafninu (þeir mæta í sinni röð 13 daga fyrir jól) – Fara á skauta
DIY JÓLADÁLKURINN THE DIY CHRISTMAS COLUMN
– Something small related to one of the child’s interests – Little Lego or Playmo packs – Play-dough or magic sand (available in small packages) – Slime, flubber, or toys with a slimy or sticky texture are a kid favorite – Little bags of Perler beads or Perler pegboards – Jewelry or hair accessories – Coloring books and utensils – Small children’s books are widely available - you can even grab one next time you go to the grocery store – Small toys – some gifts can be broken down and given one part at a time – String lights or Christmas decorations - kids love having their own decorations for their bedrooms – Socks, underwear, and a toothbrush, or something else they need - you can also sneak some candy in with the more practical gifts – Chocolate sticks (chocolate-covered sticks that you stir into a cup of warm milk), hot chocolate mix, candy canes, or marshmallows in fun packages – A game that’s fun for the whole family - a great gift from Candle-Beggar (Kertasníkir), since his gifts often help to pass the time on Christmas Eve QUALITY TIME
Children want to spend time with their families, so why not combine quality family time with things you need to get done before Christmas? Let’s enjoy the Advent season, when Christmas lights brighten the winter darkness, the smell of freshly baked treats wafts in through your window from your neighbor’s kitchen, and the spirit of love and compassion is at its peak. Here’s a list of ideas that don’t cost much – some are even free! – Bake and/or decorate cookies – Sip hot cocoa while watching a Christmas movie – Sing along to Christmas music – Go sledding – Play in the snow, build a snowman or snow fort – Create homemade Christmas decorations, gifts, or cards – Go for a walk to enjoy all the Christmas lights – Do a good deed (shovel the sidewalk, clear the snow off your neighbor’s car, or sneak a thoughtful message into someone’s mailbox) – Play games – Search for the Yule Lads (check ahead of time to see where they are before you head out: https:// jolavaettir.safnadu.is/en/) – Meet the Yule Lads at the National Museum (they appear in order, one every day for 13 days before Christmas) – Go ice skating – Feed the ducks at Tjörnin, the pond downtown – Make bird food to put outside (the internet is your friend here) – Decorate the house and Christmas tree together
23
STÚDENTABLAÐIÐ
– Gefa öndunum – Gera fuglamat og setja út (hér er internetið vinur þinn) – Skreyta húsið og jólatréð saman – Skoða jólaþorpið í Hafnarfirði, Blómaval eða Jólahúsið á Akureyri – Skrifa jólasveini bréf – Pakka inn gjöfum (auðvitað til þeirra sem eru ekki að hjálpa til við innpökkunina) – Vasaljósaganga (hægt að hafa með nesti; heitt kakó í brúsa og smákökur) – Halda aðventuboð eða mæta með gotterí í heimsókn – Lesa/segja jólasögu – Fara á bókasafnið (stundum eru uppákomur í desember) – Gera teppavirki/hús inni í stofu (jólasería sem ljós) – Eyða deginum saman á náttfötunum og hafa það huggulegt Ef þig vantar fleiri hugmyndir og áminningu um boðskap jólanna heldur höfundur úti Instagram síðu sem heitir sveinka.is
– Visit the Christmas village in Hafnarfjörður, the Christmas display at Blómaval, or the Christmas House in Akureyri – Write a letter to Santa – Wrap presents (obviously for people other than whoever’s helping you!) – Go for an evening walk by flashlight (you can even take a thermos of hot chocolate and some cookies!) – Host a Christmas party or pay someone a visit to deliver some tasty treats – Read or tell a Christmas story – Visit your local library (many host special events in December) – Create a blanket fort in the living room and decorate it with string lights – Have a cozy day where you stay in your pajamas If you need more ideas or a reminder of what Christmas is all about, follow the author on Instagram at @sveinka.is.
Jafnrétti er fjölbreytt og síbreytilegt
GREIN ARTICLE Katla Ársælsdóttir
ÞÝÐING TRANSLATION Brynjarr Þór Eyjólfsson MYND PHOTO Helga Lind Mar
Equality is Multifaceted and Ever-Changing Bryndís Ólafsdóttir er 24 ára nýútskrifaður mannfræðingur en B ryndís situr í jafnréttisnefnd SHÍ. Blaðamaður Stúdentablaðsins spurði B ryndísi spjörunum úr varðandi störf og sigra nefndarinnar. Jafnréttisnefnd SHÍ vinnur hart að því að standa vörð um jafnrétti innan Háskóla Íslands og hefur það markmið að gera skólann að opnu og öruggu svæði fyrir okkur öll. Aðspurð hverjir helstu sigrar jafnréttisnefndarinnar væru síðustu
Bryndís Ólafsdóttir is a 24-year-old recent anthropology graduate and member of the Student Council’s Equal Rights Committee. A journalist from the Student Paper questioned Bryndís thoroughly about the committee’s role and accomplishments. The Student Council’s Equal Rights Committee works hard to protect equality at the University of Iceland and aims to make the school an open and secure place for each and every one of us. Asked about the Equal Rights Committee’s major victories over the past few years, Bryndís says she is very pleased to see that accessibility has been in the foreground: “Students who apply to study at the university make up a large and varied group, and the educational environment needs to be satisfactory for all these groups. It is clear that students want to improve our university. According to the Student Council’s yearly report from the operating year 2012-2013, the committee placed great emphasis on installing guiding lines for the blind on campus, and discussion on improved accessibility for blind and visually impaired students at the university had been thoroughly discussed that year as well as the previous year. It is satisfying to look back at the campaign to improve the student experience and see that these matters are taken into consideration. Today, at the university, there are continuous raised guiding lines all over campus,” says Bryndís. When discussing the state of equality issues, she says it’s important to realise that equality is not a single goal. Equality is, for the most part, a subjective concept and needs to be understood as such. “Despite the fact that it is easily possible to find many themes in our search, we may see that these themes are multi-
24
THE STUDENT PAPER
ár segist Bryndís vera mjög hamingjusöm að sjá að aðgengismál hafa verið í forgrunni. „Stúdentar sem sækja nám við háskólann eru stór og fjölbreyttur hópur og það er nauðsynlegt að geta boðið öllum þessum hópum upp á viðunandi námsaðstæður. Það er augljóst að stúdentar vilja betrumbæta háskólann okkar. Samkvæmt ársskýrslu SHÍ frá starfsárinu 2012-2013 lagði nefndin mikla áherslu á kynningu leiðarlína innan háskólans en umræða um bætt aðgengi fyrir blinda nemendur innan skólans hafði verið mikið til umræðu það ár sem og fyrri starfsár. Það er ánægjulegt að líta aftur á baráttu fyrir bættum hag stúdenta og upplifa að vel sé tekið í málin en í háskólanum í dag eru upphleyptar og stöðugar leiðarlínur víðs vegar á háskólasvæðinu,” segir Bryndís. Þegar staða jafnréttismála er rædd telur hún mikilvægt að taka til kynna að jafnrétti sé ekki einungis eitt markmið. Jafnrétti sé að mestu leyti huglægt hugtak sem þarf að taka sem slíku. „Þó svo að það er gjarnan hægt að finna mörg þemu í leit okkar að jafnrétti þá má sjá að þau þemu eru fjölbreytileg og krefjast aðlögun með samfélaginu á hverjum tíma fyrir sig,” segir hún. Aðspurð hvar henni finnist íslenskt samfélag standa í jafnréttismálum finnst Bryndísi samfélagið standa sig yfir höfuð ágætlega. „Hér á landi hafa flestir tök á námi, vinnu og almennilegri heilsugæslu. Aðgengi til kosninga er að minni þekkingu gott og íslenskt samfélag hefur í gegnum tíðina boðið erlent fólk sem hér vill setjast að, velkomið,” segir hún. Bryndís bætir við að þó svo að hún telji okkur standa ágætlega í þessum helstu þemum, þá þurfum við samt sem áður að aðlaga hegðun okkar og gildi að samfélaginu eins og það þróast. Með því getum við enn sagt að við stöndum okkur vel í jafnréttismálum. „Um þessar mundir má sjá dæmi um málefni hælisleitenda og þeirra sem hingað sækja í leit að alþjóðlegri vernd megi verulega bæta. Í lok septembermánaðar síðastliðins stóð til að vísa sex manna fjölskyldu úr landi sem hafði hér dvalið í yfir tvö ár á meðan málsmeðferð þeirra stóð yfir. Þrátt fyrir að yfirvöld töldu sig fara eftir löggjöfinni, tók íslenska þjóðin þetta hreinlega ekki í mál og mættu til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið, fjölskyldunni til stuðnings. Það var augljóst að þjóðin vildi veita þessari fjölskyldu vernd þrátt fyrir ákvarðanir yfirvalda. Í mínum augum var þetta skýrt. Hér kallar þjóð á uppfærða löggjöf, þar sem að sú sem er í gildi byggist á úreltum gildum. Það er nauðsynlegt að við látum öll í okkur heyra þar sem að samfélagið þróast hraðar en reglugerðir og það er sameinuð rödd okkar sem skapar jafnréttisgildin sem við viljum fara eftir,” segir Bryndís. Hvað varðar stöðu háskólans í jafnréttismálum segir Bryndís að hún telji skólann bjóða nemendum upp á gild og gefandi tækifæri en að sama skapi felist jafnréttið sjálft í utanumhaldi nemendanna. „Þó að það sé yfir höfuð fínt aðgengi fyrir fatlaða innan háskólans er þekkt að ekki allar byggingarnar hafi tök á því að bjóða upp á til dæmis lyftur eða hjólastólaaðgengi. Þó er hér vert að nefna að nýrri byggingar háskólans á borð við Veröld eru til fyrirmyndar,” segir hún. Jafnframt bendir Bryndís á að þó svo að skólinn sjái vel um erlenda nemendur sem eru skráðir í nám þá sé nauðsynlegt að bjóða þeim upp á viðunandi stuðning og að þeim skuli veitt gagnleg hjálpartól, til að mynda orðabækur. Bryndís bætir því jafnframt við að það skipti máli að vera gagnrýnin og taka breytingum opnum örmum. „Til þess að halda jafnréttinu er mikilvægt að við styrkjum innri stoðir stofnanarinnar þannig að við bjóðum í raun upp á gagnsæja og jafnrétta þjónustu,” segir hún. Aðspurð hvað hún haldi að standi helst í vegi fyrir því að jafnréttismál komist í gegn segir Bryndís að jafnréttismál kalli oft á kerfislæga breytingu sem gæti virst yfirþyrmandi. Þegar komi að því að innleiða bætt vinnubrögð sé nauðsynlegt að skapa raunhæfa starfsáætlun og reyna að taka ekki á of mörgu í einu. Smáar breytingar geti á endanum kollvarpað uppsetningu kerfana og margar hendur vinni jafnframt létt verk. Það er nóg framundan hjá nefndinni. Á næstu vikum ætla þau að kynna viðburði á vegum þeirra. Þrátt fyrir að allt sé með breyttu sniði
faceted and require an adjustment with society each time,” she says. Upon being asked about where she thinks Icelandic society stands on equality issues, Bryndís thinks that in general people are doing excellently. “Here in Iceland, most people are able to study, work, and access public health care. Accessibility for elections is, to my knowledge, good, and Icelandic society has, over the years, welcomed foreign people who want to settle down here,” she says. Bryndís adds that though she thinks we are doing excellently when it comes to these major themes, we nevertheless still need to adjust our behaviour and values to society as it develops. In so doing, we can still say that we are performing well when it comes to equality. “In recent times, we’ve seen examples that show that things could be significantly improved when it comes to asylum seekers and those seeking international protection. At the end of September, there were plans to deport a family of six that had been living here for two years while their case was being processed. Despite the fact that the authorities considered themselves to be following the law, the Icelandic nation simply didn’t want to hear it and started protesting in front of Parliament in support of the family. It was obvious that the nation wanted to offer the family protection despite the authorities’ decision. This was clear in my eyes. The nation called for updated legislation, since the current legislation is based on outdated values. It’s important that we let ourselves be heard as society develops faster than regulations, and it is our united voice that shapes the values of equality that we want to follow,” says Bryndís. Concerning the university’s stance on equality issues, Bryndís thinks that the university offers students relevant and rewarding opportunities, but on the same token, equality rights lie in the overall management of students. “Though accessibility for students with disabilites is generally good on campus, it is known that not every building has the capacity, for example, to offer elevators or wheelchair access. But here it’s worth mentioning that newer buildings such as Veröld are excellent models,” she says. At the same time, Bryndís points out that although the university takes good care of foreign students, it is important to offer them satisfactory support and provide them with useful tools such as dictionaries. Furthermore, Bryndís adds that it is important to be critical and to accept changes with open arms. “In order to maintain equality, it is important that we support the inner pillars of the institution so that we actually offer transparent and equal services,” she says. When asked what she thinks stands most in the way of equality issues getting through, Bryndís says that equality issues often call for systemic change, which can seem overwhelming. When it comes to introducing improved work practices, it is important to create a realistic plan and try not to take on too much all at once. Small changes can ultimately upend the systems, and many hands make light work.
JAFNRÉTTI ER FJÖLBREYTT OG SÍBREYTILEGT EQUALITY IS MULTIFACETED AND EVER-CHANGING
25
STÚDENTABLAÐIÐ
í ár segir Bryndís að enn sé hægt að hlakka til jafnréttisdagana í ár og að þeir muni taka á sig skemmtilegt snið. Við hvetjum öll að fylgjast vel með því! Aðspurð hvað Bryndís telur vera þau jafnréttismál sem hún myndi vilja sjá unnin innan háskólans. Hún segir að hún vilji vinna að bættri upplifun erlendra nemenda og þeirra sem tala íslensku sem annað mál. Hún bætir við að nefndin vilji einnig passa að aðgengismál séu enn þá í fyrirrúmi þrátt fyrir takmarkanir að aðgengi skólans. „Við viljum fagna fjölbreytileikanum og innleiða uppfærða kynskráningu í háskólanum og við tökum herferð stúdentaráðs fyrir rafrænum prófum þetta árið fagnandi,” segir Bryndís. Að lokum vill Bryndís koma því á framfæri að jafnrétti sé ekki einungis eitt fyrirbæri, heldur fjölbreytt og síbreytilegt. „Til þess að gera okkar besta í því að skapa samfélag byggt á jafnrétti er nauðsynlegt að við opnum umræðu fyrir jafnréttismálum. Það er grundvallaratriði að við getum sett fram spurningar, vangaveltur og tekið við gagnrýni þegar að við erum að læra um jafnrétti sem og önnur mál. Það er alltaf hægt að læra og það er alltaf hægt að spyrja. Við þurfum bara að ýta undir opinskátt og gegnsætt samfélag,” segir hún. Hún ítrekar einnig mikilvægi þess að allir fari varlega og noti grímur!
Viðbrögð leikhússtjóra við banni á sviðslistum
GREIN ARTICLE Anna María Björnsdóttir Karitas M. Bjarkadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYNDIR PHOTOS Aðsendar Contributed
Theater Directors React to Performing Arts Ban
There are many things ahead for the committee. In the next two weeks, they will be introducing some events. Despite the fact that everything is being done differently this year, Bryndís says that it is still possible to look forward to Equality Days this year and it will be done in a fun way. We encourage everyone to stay tuned on that! Bryndís was asked what equality issues she would like to see worked on at the university. She says she wants to work toward improving the experience of foreign students and those who speak Icelandic as a second language. She adds that the committee wants to take care that accessibility issues remain a priority despite current access limitations. “We want to celebrate diversity and introduce updated gender registration options. We are thrilled with the Student Council’s campaign for online exams this year,” says Bryndís. In closing, Bryndís wishes to bring up the fact that equality is not simply one phenomenon, but rather something multifaceted and ever-changing. “In order for us to do our best and create a society built on equality, we must open a discussion about equality issues. It is fundamental that we can propose questions and speculations and also accept criticism when we are learning about equality and other issues. It is always possible to learn, and it is always possible to ask. We just need to encourage an open and transparent society,” she says. She also emphasises the importance of being cautious and wearing masks!
Shortly after publishing our preview of the upcoming theater season, complete with declarations of our excitement and plans for numerous trips to the theater over the coming weeks, stricter measures were introduced to prevent the spread of the coronavirus, including a complete, nationwide ban on live performances. Most people undoubtedly saw the writing on the wall as case numbers rose, but still we clung to hope. Now, it seems clear that no one will be stepping foot in a theater until January or February at the earliest - if then - but we won’t let that stop us from serving up a good helping of theater-related content. We decided to talk to several theater directors about the current situation and what the future has in store. We spoke with Brynhildur Guðjónsdóttir, artistic director of the Reykjavík City Theater, Friðrik Friðriksson, theater director at Tjarnarbíó, and Marta Nordal, artistic director of the Akureyri Theater Company. Interviews were conducted via video chat, phone, or email.
26
THE STUDENT PAPER
Stuttu eftir að kynning okkar á komandi leikári með yfirlýsingum um tilhlökkun og áætlunum um margar leikhúsferðir á næstu vikum voru samkomutakmarkanir hertar og blátt bann lagt á við sviðslistum á landsvísu. Vitaskuld sáu flestir í hvað stefndi eftir því sem smitum fjölgaði en við héldum samt í vonina. Nú er þó útlit fyrir að við komumst ekki í leikhús fyrr en í fyrsta lagi í janúar, febrúar, ef þá, en við látum það ekki stoppa okkur frá því að skaffa lesendum Stúdentablaðsins sínum skammti af leikhústengdri umfjöllun. Við ákváðum þess vegna að heyra aðeins í leikhússtjórum landsins, kanna hvernig ástandið væri á þeirra vinnustað og hvað væri fram undan. Við náðum tali af Brynhildi Guðjónsdóttur, leikhússtýru Borgarleikhússins, Friðriki Friðrikssyni framkvæmdastjóra Tjarnarbíós og Mörtu Nordal, leikhússtýru Leikfélags Akureyrar. Viðtölin fóru ýmist fram á fjarskiptaforriti, í síma eða í gegnum tölvupóstsamskipti. Fyrst vildum við fá að heyra hvort ákvörðun stjórnvalda hafi komið þeim að óvörum og þau höfðu öll svipaða sögu að segja: ,,Eins og allir þá áttum við von á áframhaldandi og hertari takmörkunum, en þetta er í fyrsta sinn sem við sjáum í þessari reglugerð, að mig minnir, að sviðslistir eru óheimilar,“ segir Friðrik en hann telur að megináhyggjuefnið sé hvort leikararnir megi æfa sig. ,,Þá getum við haldið framleiðslunni áfram og átt verkefni til.“ Brynhildur tekur fram að eins og staðan er núna þá komi bannið henni ekki á óvart: ,,Það er ekki eitt, það er allt og undantekningar eru flóknar í framkvæmd þegar fólk fylgir illa tilmælum.“
Friðrik Friðriksson Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós
Brynhildur Guðjónsdóttir Leikhússtýra Borgarleikhússins
Hún segir að með 2 metra reglunni sé ósköp lítið hægt að gera innan veggja hússins og Borgarleikhúsið hefur, líkt og önnur leikhús verið lokað síðan í október. Marta segir afdráttarleysi bannsins hafa komið á óvart en þau hafi þó haft tækifæri til þess að vinna innan settra reglna og munu gera það áfram. ,,Þó það sé erfitt að æfa án nándar þá treystum við okkur til að vinna með það í sumum tilfellum og halda áfram,“ segir hún.
En hvað þýðir áframhaldandi lokun leikhússins fyrir þær sýningar sem setja átti upp? ,,Sem stendur gerum við ráð fyrir sýningum á minni sviðunum í janúar og jafnvel ekki á stóra sviðinu fyrr en í febrúar,“ segir Brynhildur og segir Borgarleikhúsið búa svo vel að þau eigi mikið til af tilbúnum sýningum sem þyrftu ekki nema fimm daga til að keyra í fullan gang. ,,Allt sem við eigum verður væntanlega sett upp að lokum, en hins vegar hefur leikárið frá því sem við áætluðum í júní breyst töluvert,“ bróðurparturinn af nýju framleiðslunni hefur verið færður yfir á næsta leikár. Sömu sögu er að segja í Tjarnarbíói, ekki verður hætt við neinar sýningar heldur verður þeim frestað: ,,Búið er að leggja mikla vinnu í þetta
VIÐBRÖGÐ LEIKHÚSSTJÓRA VIÐ BANNI Á SVIÐSLISTUM THEATER DIRECTORS REACT TO PERFORMING ARTS BAN
First, we wanted to know whether the authorities’ decision had taken them by surprise. All three had similar answers. “Like everyone else, we expected ongoing restrictions and even stricter measures, but as far as I know, this is the first time that the regulations have completely forbidden live performances,” says Friðrik, who believes the main concern is whether actors are allowed to rehearse. “At least then we could keep production going and have things to work on.” Brynhildur says that considering the current situation, the ban didn’t surprise her: “It’s not just one thing, it’s everything, and granting exceptions is complicated when people don’t follow recommendations well.” She says that with the two-meter rule, it’s basically impossible to hold any events in the building, and like other theaters, the Reykjavík City Theater has been closed since October. Marta says the severity of the ban was unexpected, but they’ve had the chance to work within a set of established rules and will continue to do so: “Although it’s difficult to rehearse without physical proximity, we trust that in some cases we can make it work and keep going,” she says. What do continued closures mean for productions that were supposed to be staged? “As things currently stand, we’re expecting to have some performances on the Small Stage in January, but not on the Big Stage until at least February,” says Brynhildur, adding that the Reykjavík City Theater is lucky to have plenty of shows already in their repertoire that would take no more than five days to prepare. “We expect that everything we have will be staged eventually, but the season has changed considerably from what we expected in June,” and the majority of new productions have been moved to next season. The situation at Tjarnarbíó is essentially the same; shows will not be cancelled, just postponed: “We’ve put so much work into things, and people are waiting to share the fruits of their labor. We’ll set these shows aside, put them on ice for now, and bring them back out when the restrictions are eased,” says Friðrik, hopeful that the theater will make a strong recovery. In Akureyri, they’ve managed to stage Tæring, which tells the story of a tuberculosis patient. It was a collaboration with Hælið, a former tuberculosis sanitorium at Kristnes, outside of Akureyri. Restricted performances have been staged throughout the autumn, with just ten masked audience members allowed in for each performance. “We’ve been moving things around and making changes since the spring. We’ll just continue to work with the rules that are put in place and look for ways to bring the theater arts to audiences.” Asked whether the theaters will consider alternative mediums, such as recordings or live streams like in the spring, the answer seems to be no, not at this time. “It’s quite expensive, and in order for it to
27
STÚDENTABLAÐIÐ Marta Nordal Leikhússtýra Leikfélags Akureyrar
og fólk er bara að bíða eftir að sýna afrakstur hennar. Sýningarnar verða lagðar til hliðar og settar í kælinn og æfðar upp aftur þegar verður létt á,“ segir Friðrik, vongóður um að leikhúsið komi sterkt til baka. Á Akureyri hefur tekist að sýna sviðslistaverkið Tæringu sem fjallar um sögu berklasjúklinga og unnið var í samstarfi við Hælið á Kristnesi, í allt haust með takmörkuðu aðgengi og aðeins tíu grímuklæddum áhorfendum hleypt í sal. ,,Við erum búin að vera að færa til og breyta alveg frá því í vor. Við munum bara halda áfram að vinna með þær reglur sem gefnar eru upp og leita lausna til að miðla listinni.“ Aðspurð hvort leikhúsin muni skoða aðrar leiðir til að koma sviðslistum til landsmanna á borð við streymi og upptökur líkt og í vor, virðist það ekki liggja fyrir að þessu sinni. ,,Það er ansi dýrt og til að slíkt gangi upp þarf einhvers konar tekjuflæði,“ svarar Friðrik. Hann segist ekki sjá það að á meðan fólk sé með Netflix heima hjá sér langi það að horfa á leikhús í sæmilega lélegu streymi. Brynhildur og Marta segjast þó vera að skoða hvaða möguleikar eru í boði og hvernig hægt sé að miðla viðburðum í gegnum streymi á nýjan og spennandi hátt. ,,Þetta er veruleiki sem leikhúsið þarf að fara að tileinka sér með einhverjum hætti því heimurinn er svo sannarlega að breytast og þróunin hröð,“ tekur Marta fram. En Brynhildur er sammála því að það vanti tekjumyndun: ,,Við héldum úti einhverju streymi frá leikhúsinu í tvo mánuði nánast upp á hvern einasta dag. Þetta er viðleitni okkar til að sýna fram á að það er líf í lokuðu húsi. En þetta gefur okkur ekkert til baka og við getum ekki haldið því áfram út í hið óendanlega.“
Hvernig sjáið þið fyrir ykkur framtíð leikhússins, nú þegar ljóst er að samfélagið þarf að lifa með veirunni í einhvern tíma áfram? ,,Það er nú það. Hvert förum við?“ spyr Brynhildur sjálfa sig. ,,Það mun hjálpa okkur að finna út úr því hvernig við getum haldið áhuganum á okkur, hvernig við getum miðlað upplýsingum og staðið vörð um áhorfendur okkar, til að missa þá ekki.“ Brynhildur telur leikhúsið einnig vera uppeldisstofnun og þegar börn fái að koma í leikhús ung, þá ánetjist þau og skilji. ,,Finna tilfinninguna í brjóstinu, bara hvað þetta er.“ Að mati Friðriks er silfurröndin í þessu öllu saman að gallar sviðslistarinnar hafa verið opinberaðir sem hefur ,,þjappað fólki saman hvað varðar listina sjálfa.“ Hann segir ástandið kalla fram einhverja endurskoðun á sviðslistum en hann telur þó að eðli þeirra muni ekki breytast: ,,Þær hafa lifað allt af og það er eilíft í eðli þeirra, þörfin að tengjast einhverjum og upplifa í rauntíma, hlátur og grátur, og það allt saman í sameiginlegu átaki.“ Hann telur að fólk muni átta sig meira á þeim sannleik hvað leikhúsið er og hvaða gildi það hefur. Marta telur ljóst að hugsa þurfi um fleiri miðlunarmöguleika en áður, hvort sem það er í gegnum streymi, setvissar (e. site specific) nálganir eða eitthvað annað. ,,Við þurfum að vera frjó og nota þetta sem tækifæri til nýsköpunar.“ Marta heldur að spennandi hlutir geti komið út úr þessu öllu ,,ef við leyfum okkur að hugsa stórt og vera bjartsýn.“ En það er samt mikilvægt að muna að þó svo að nýjar miðlunaraðferðir birtist VIÐBRÖGÐ LEIKHÚSSTJÓRA VIÐ BANNI Á SVIÐSLISTUM THEATER DIRECTORS REACT TO PERFORMING ARTS BAN
work, you need some kind of revenue stream,” answers Friðrik. He says he can’t imagine people want to watch a mediocre-quality stream of a theater performance when everyone has Netflix at home. But Brynhildur and Marta say they are looking at available options and exploring whether events can be streamed in a new and exciting way. “This is our new reality, and the theater community has to find a way to adapt to it, because the world is changing and things are evolving so quickly,” states Marta. Brynhildur agrees that what is lacking is a means of generating revenue: “We streamed some sort of content from the theater almost every day for two months. It was our attempt to show that there’s still life in the theater, even though our doors are currently closed. But we don’t get anything in return for that, and we can’t keep doing it forever.” How do you imagine the future of live theater, when it’s clear that society will have to live with this virus for some time yet? “That’s the question. Where are we heading?” Brynhildur wonders to herself. “What will help us is figuring out how to keep people’s interest alive, how we can best communicate information and keep an eye on our audiences so we don’t lose them.” Brynhildur believes the theater is also an important part of children’s formative years and that when children experience the theater at a young age, they get hooked: “[They] get that feeling deep inside, just a sense of what it is.” In Friðrik’s opinion, the silver lining in all of this is that the situation has revealed some of the flaws of the performing arts, and that has “brought people together in terms of the art itself.” He says the situation calls for a reevaluation of the performing arts, but he doesn’t think they will change at their core: “The performing arts have survived everything, and it’s an eternal part of their nature, this need to connect and experience something in real time, the laughter and the tears, and to share that experience with others.” He believes people will come to better understand what the theater is and what value it holds for society. Marta says it’s clear that we must think about more possible mediums than before, whether that means streaming, site-specific approaches, or something else entirely: “We have to be creative and use this as an opportunity for innovation.” She believes exciting things could come out of this situation “if we allow ourselves to think big and be optimistic.” Still, it’s important to remember that although new mediums might appear, nothing can replace the experience of sitting together with other people in an auditorium and experiencing art in the moment. “You can’t create that unique relationship between actor and viewer any other way than in real life.” All three directors say that theater’s future is bright, that people will have a need for connection, especially after all this isolation. Despite the pandemic fatigue, they sense a spirit of unity in the
28
THE STUDENT PAPER
þá er ekkert sem getur komið í staðinn fyrir þá upplifun að sitja í sal eða rými með öðru fólki og upplifa list augnabliksins. ,,Þú getur ekki búið til þetta einstaka samband á milli leikara og áhorfenda með öðrum hætti en í raunveruleikanum.“ Öll telja þau framtíð leikhússins bjarta, fólk muni hafa þörf fyrir ákveðna tengingu og þá ekki síst eftir alla þessa einangrun. Þrátt fyrir ,,faraldsþreytuna“ finna þau fyrir samheldni í leiklistargeiranum og eru vongóð um að við enda ganganna séu samkomur og leiksýningar, þó svo að ljóst er að um færri áhorfendur verði að ræða, fyrst um sinn. Að lokum slógum við botninn í þessar þungu umræður á léttu nótunum og spurðum: Hvað langar leikhússtjóra landsins í jólagjöf? ,,Veirulausan heim, bjartsýni og gleði,“ svarar Brynhildur á meðan Friðrik biður um bóluefni og Marta spyr hvort besta jólagjöf allra tíma væri ekki ef ,,við höfum náð að yfirbuga veiruna?“
Óður til kvenna Háskólans GREIN ARTICLE Karitas M. Bjarkadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYNDIR PHOTOS Úr myndasafni HÍ From the UI Archive
An Ode to the Women of UI
Árið 1911 voru Læknaskólinn, Lögfræðiskólinn og Prestaskólinn sameinaðir í Háskóla Íslands, með viðbættri Heimspekideild. Sama ár var íslenskum konum veittur jafn réttur til náms á við karlmenn með lagasetningu á Alþingi og þetta fyrsta starfsár Háskólans stunduðu 45 nemendur í honum nám, þar af ein kona. Á þeim rúmlega hundrað árum frá stofnun skólans hafa þessi hlutföll breyst töluvert, kvenkyns nemendur hafa sótt í sig veðrið og telja nú til mikils meirihluta nemenda. En þetta gerðist ekki bara á einni nóttu. UPPHAFIÐ: FYRSTI KVENKYNS NEMANDINN Þessi fyrsta kona sem ég nefndi hér í efnisgreininni að ofan hét Kristín Ólafsdóttir, og var læknanemi. Árið 1917 var hún jafnframt fyrsta konan sem lauk námi frá skólanum. Kristín fæddist árið 1889 og lauk stúdentsprófi utan skóla frá Latínuskólanum árið 1911 og var þriðja konan á Íslandi til þess. Þegar hún hafði lokið námi sínu við Háskóla Íslands hélt hún til Danmerkur og Noregs í framhaldsnám ásamt eiginmanni sínum, Vilmundi Jónssyni. Árið 1931 var Vilmundur skipaður landlæknir og hjónin, sem höfðu eftir námsárin í Skandinavíu stundað lækningar á Ísafirði, fluttu sig og börnin þeirra þrjú til Reykjavíkur. Þar opnaði Kristín sína eigin læknastofu sem hún rak fram til síðustu æviáranna. Hún lést árið 1971, 81 árs.
theater community and are hopeful that there will be social events and stage productions at the end of the tunnel, even though it’s clear that the audience will have to be limited at first. To end our rather heavy discussion on a lighter note, we asked, “What do Iceland’s theater directors want for Christmas?” “A virus-free world, optimism, and joy,” answers Brynhildur. Friðrik wants a vaccine, and Marta wonders whether the best Christmas gift of all time wouldn’t be managing to defeat this virus.
In 1911, three individual post-secondary institutions for medicine, law, and theology merged, adding a philosophy department to form the University of Iceland. That same year, Parliament passed a law guaranteeing women the same right to education as men. Forty-five students were enrolled at the university its first year, including one woman. In the hundred-plus years that have since elapsed, that ratio has changed significantly. More and more women enrolled over the years, and they now make up a significant majority of the student body. But things didn’t change overnight. THE BEGINNING: THE FIRST FEMALE STUDENT
The first female student I mentioned above was medical student Kristín Ólafsdóttir. In 1917, she also became the first woman to graduate from UI. Kristín was born in 1889 and became the third woman in Iceland to earn a diploma from the Latin School when she graduated in 1911. She’d had to study at home, as it was considered inappropriate for girls to learn alongside boys at the time. After graduating from UI, she traveled to Denmark and Norway with her husband, Vilmundur Jónsson, to continue her education. In 1931, Vilmundur was appointed Iceland’s Director of Health, and the couple, who had practiced medicine in Ísafjörður after returning from Scandinavia, moved to Reykjavík with their three children. In the city, Kristín opened her own medical practice, which she operated until the last few years of her life. She died in 1971 at the age of 81. Kristín’s career is a noteworthy part of the university’s history. When you walk up the staircase in Aðalbygging toward the main hall on the second floor, you’ll find a portrait of Kristín that was presented to the school on its 100th anniversary in 2011 by the rector at the time, Kristín Ingólfsdóttir. In the early decades, the attrition rate for female students was high. Women were not taken seriously as students, and in fact, many people thought that women who chose to study were just indulging a
29
STÚDENTABLAÐIÐ
Ferill Kristínar er mjög merkilegur í sögulegu samhengi við Háskóla Íslands og þegar gengið er upp stigann áleiðis til Hátíðarsalar Háskólans á annarri hæð Aðalbyggingarinnar má sjá portrettmynd af Kristínu sem afhend var skólanum á 100 ára afmæli hans 2011 af þáverandi rektor, Kristínu Ingólfsdóttur. Fyrstu áratugina var brottfall kvenna úr Háskólanum hátt. Nám þeirra var ekki tekið alvarlega og gjarnan litið svo á að það væri tímabundin iðja, áhugamál, þar til þær giftu sig og færu að halda heimili. Eftir því sem á leið tuttugustu öldina minnkaði hlutfall kvenna sem flosnuðu upp úr námi og fjöldi útskrifaðra kvenna jókst hægt og bítandi. Konur hafa verið í meirihluta útskrifaðra úr grunnnámi síðan 1988 og úr meistaranámi síðan 1998, að undanskildu árinu 2002. Þróunin er hröð, og það mætti jafnvel kalla hana byltingarkennda. En hver var arfleið Kristínar og hvar fór boltinn að rúlla? BRAUTRYÐJENDUR Fyrsta íslenska konan til að ljúka doktorsprófi og jafnframt fyrsti Norðurlandabúinn til að ljúka slíku prófi frá Sorbonneháskóla var hálfnafna mín Björg Caritas Þorláksdóttir í sálfræði árið 1926. Frá Háskóla Íslands lauk fyrsta konan þó ekki doktorsprófi fyrr en þrjátíuogfjórum árum seinna, Selma Jónsdóttir í listfræði, 1960. Þessar konur voru tvímælalaust brautryðjendur og ultu stærðarinnar steinum í vegi íslensku námskonunnar. Inni á heimasíðu Kvennasögusafnsins, kvennasogusafn.is, er hægt að skoða lista yfir íslenska kvendoktara allt frá Björgu til ársins 2015, og umfjöllunarefni ritgerða þeirra. Þar er líka að finna lista yfir aðra brautryðjendur í baráttu íslenskra kvenna og ég tók saman nokkrar af þeim ótalmörgu konum sem hafa rutt brautina innan samfélags Háskóla Íslands.
Nokkrar staðreyndir Í hundraðogníuára sögu Háskólans hefur einungis einn kvenkyns rektor verið settur í embættið. Kristín Ingólfsdóttir var starfandi rektor á árunum 2005 til 2015, sú 38. til að gegna embættinu. Síðustu ár hefur kynjahlutfall nemenda við Háskóla verið um 2:1 konur. Þetta á við eins og staðan er núna. Konur skipa formannssæti allra sviðsráða Háskólans að frátöldu Félagsvísindasviði þetta skólaárið.
Kristín Ólafsdóttir
Forseti Stúdentaráðs hefur verið kvenkyns síðustu fjögur árin í röð. Sex af sjö starfsmönnum skrifstofu SHÍ eru konur. Ritstjóri Stúdentablaðsins hefur verið kvenkyns fimm af síðustu sex árum.
ÓÐUR TIL KVENNA HÁSKÓLANS AN ODE TO THE WOMEN OF UI
Björg Carítas Þorláksdóttir
temporary hobby, biding time until marrying and setting up their homes. But over the course of the 20th century, the number of women dropping out decreased, and the number of female graduates increased slowly but surely. Women have made up the majority of graduating undergraduates since 1988 and the majority of graduating master’s students since 1998, with the exception of the year 2002. The change has been rapid – you might even say revolutionary. But what was Kristín’s legacy, and how did things progress? TRAILBLAZERS
The first Icelandic woman to complete a doctoral degree – and the first Nordic woman to earn such a degree from the Sorbonne – was Björg Caritas Þorláksdóttir, who graduated with a doctorate in psychology in 1926. But no woman completed a doctoral degree at UI until 34 years later, when Selma Jónsdóttir graduated with a doctorate of fine arts in 1960. Without a doubt, these women were trailblazers who paved the way for future generations of female students. On the home page of the Women’s History Archives, you can view a list of female doctoral graduates in Iceland, as well as their dissertation topics, from Björg to the year 2015. You’ll also find lists of other Icelandic women pioneers. I’ve selected just a few of the innumerable women who’ve left their mark on the UI community. Anna Sigurðardóttir (1908-1996), founder and former director of the Women’s History Archives. In 1986, she became the first Icelandic woman to be awarded an honorary doctorate from the philosophy department. Auður Auðuns (1911-1999), first Icelandic woman to graduate with a law degree (1935). Ásta Dís Óladóttir (b. 1972) is the first Icelandic woman to serve as head of the business department of any Icelandic university. She was hired in 2009. Dagný Kristjánsdóttir (b. 1949) defended her dissertation at UI in 1997. It was the first Icelandic-language dissertation at UI in the field of feminist studies. Geirþrúður Hildur Bernhöft (1921-1987) was the first woman to graduate from UI with a theology degree. However, she was never ordained. Helga Kress (b. 1939) is the first woman who was appointed assistant professor in the philosophy department (1970). In 1997, she was appointed chair of the same department, becoming the first female department chair at the university. Jóhanna Magnúsdóttir (1896-1981), pharmacist. In 1928, she became the first woman to earn her pharmacy license. Karólína Sigríður Einarsdóttir (1912-1962) earned her teaching certificate in Icelandic studies from the university’s philosophy department in 1950, the first woman to do so. Kristín Ingólfsdóttir (b. 1954), first female rector at UI, appointed in 2005.
30
THE STUDENT PAPER
Margrét Gumunda Guðnadóttir (1929-2018), virologist and first female professor at UI. Sigríður Th. Erlendsdóttir (b. 1930), pioneering researcher who studied Icelandic women’s history. Became the first female honorary member of the Icelandic Historical Society in 2008. Sigríður Þorgeirsdóttir (b. 1958), philosopher, hired as an assistant professor in philosophy at UI in 1997. First woman to earn a permanent position in the philosophy department. Sigrún Helgadóttir (b. 1937) earned an undergraduate degree in engineering in 1963, the first woman to do so. Steinunn Anna Bjarnadóttir (1897-1991) was the first woman to study Old Norse in the university’s philosophy department. She graduated in 1919. Selma Jónsdóttir
Helga Kress
Anna Sigurðardóttir (1908-1996), stofnandi og þáverandi forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands, hlaut heiðursdoktorsnafnbót við heimspekideild Háskóla Íslands, fyrst íslenskra kvenna árið 1986. Auður Auðuns (1911-1999) lauk prófi í lögfræði fyrst íslenskra kvenna árið 1935. Ásta Dís Óladóttir (f. 1972) er fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu deildarforseta viðskiptadeildar við háskóla á Íslandi, ráðin 2009. Dagný Kristjánsdóttir (f. 1949) varði doktorsritgerð sína „Kona verður til" við Háskóla Íslands árið 1997, fyrsta doktorsritgerðin sem samin er á íslensku og varin við Háskóla íslands á því sviði sem nefndist kvennafræði, eða femínisk fræði. Geirþrúður Hildur Bernhöft (1921-1987) lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Hún lét ekki vígjast til prests. Helga Kress (f. 1939) var sett lektor, fyrst kvenna, við heimspekideild Háskóla Íslands árið 1970 og skipuð forseti heimspekideildar við Háskóla Íslands, fyrst kvenna til að gegna embætti deildarforseta við háskólann árið 1997. Jóhanna Magnúsdóttir (1896–1981), lyfjafræðingur, lyfsöluleyfi fyrst kvenna árið 1928. Karólína Sigríður Einarsdóttir (1912–1962) lauk kennaraprófi (fullnaðarprófi) í íslenskum fræðum frá heimspekideild Háskóla Íslands, fyrst kvenna, árið 1950. Kristín Ingólfsdóttir (f. 1954) skipuð rektor Háskóla Íslands árið 2005, fyrst kvenna við Háskóla Íslands. Margrét Guðmunda Guðnadóttir (1929-2018), veirufræðingur og fyrst kvenna prófessor við Háskóla Íslands.. Sigríður Th. Erlendsdóttir (f. 1930), brautryðjandi í rannsóknum á sögu íslenskra kvenna var gerð að heiðursfélaga Sögufélagsins árið 2008, fyrst kvenna. Sigríður Þorgeirsdóttir (f. 1958) heimspekingur ráðin lektor í heimspeki við Háskóla íslands árið 1997, fyrst kvenna til að hljóta fasta ráðningu í heimspeki. Sigrún Helgadóttir (f. 1937) lýkur fyrri hluta prófi í verkfræði fyrst íslenskra kvenna árið 1963. Steinunn Anna Bjarnadóttir (1897-1991) hóf nám í norrænu við heimspekideild Háskóla Íslands, fyrst kvenna, árið 1916 og lauk námi þremur árum síðar.
Information taken from the Women’s History Archives website, kvennasogusafn.is.
A few facts Over the university’s 109-year history, there has only been one female rector. Kristín Ingólfsdóttir served as rector from 2005 to 2015, the 38th person to hold the position. In recent years, female students have outnumbered male students about 2:1. That ratio still holds. Except in the social sciences department, all of the university’s department councils are currently headed by women. Women have held the position of Student Council President for the last four years. Six of seven employees in the Student Council office are women. The Student Paper has had a female editor for five of the past six years.
Upplýsingar fengnar af heimasíðu Kvennasögusafnsins, kvennasogusafn.is.
ÓÐUR TIL KVENNA HÁSKÓLANS AN ODE TO THE WOMEN OF UI
31
STÚDENTABLAÐIÐ
Tungumál og mannúðarstörf Language Skills and Humanitarian Aid Work GREIN ARTICLE Anna María Björnsdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYNDIR PHOTOS Aðsendar Contributed
The Student Paper met Hrafnhildur Sverrisdóttir over Zoom to chat about her experience working with the Red Cross. After graduating from the University of Iceland with a BA in French in 2000, Hrafnhildur went on to study international relations at the graduate level, with a focus on human rights issues. Hrafnhildur has extensive on-theground experience, having done humanitarian work around the globe in collaboration with the Icelandic Red Cross, the International Committee of the Red Cross (ICRC), the United Nations, and other organizations. Today, Hrafnhildur works for the Icelandic Red Cross on projects related to international development and humanitarian aid.
,,maður sat kannski með titrandi höku og horfði “You might be sitting there with á, þar sem foreldrar voru your chin quivering, watching að hitta börnin sín eftir as parents met their children margra mánaða, jafnvel ára, after months, even years of aðskilnað vegna átaka.“ separation due to conflict.”
Blaðamaður Stúdentablaðsins hitti Hrafnhildi S verrisdóttur á fjarskiptaforritinu Zoom til þess að ræða reynslu hennar við störf hjá Rauða krossinum. Hrafnhildur útskrifaðist með BA í frönsku frá Háskóla Íslands árið 2000, þá stundaði hún einnig meistaranám í alþjóðasamskiptum með áherslu á mannréttindi. Hrafnhildur býr yfir mikilli reynslu af vettvangi en hún hefur sinnt mannúðarstörfum víða um heim fyrir Rauða krossinn á Íslandi, Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC), Sameinuðu þjóðirnar og fleiri stofnanir. Í dag sinnir Hrafnhildur alþjóðlegum þróunar- og mannúðarverkefnum hjá Rauða krossinum á Íslandi. Í HVERJU FELST STARF HJÁ RAUÐA KROSSINUM? Aðspurð hvað varð til þess að Hrafnhildur ákvað að hefja störf hjá Rauða krossinum segir hún það hafa verið frönskuna sem leiddi hana inn í starfið. Hún hafði unnið áður erlendis, bæði í Kósovó hjá Sameinuðu þjóðunum og sem starfsnemi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, og hana langaði aftur út: ,,kunningi minn minnti mig á Rauða krossinn svo ég lét til leiðast. Ég hafði samband og var komin í viðtal daginn eftir.“ Áður en Hrafnhildur vissi af var hún komin til Genfar í höfuðsstöðvar Alþjóðaráðs Rauða krossins í viðtalsferli þar sem hún fór í gegnum tungumálapróf, viðtöl og verkefnavinnu. Alþjóðaráðið leggur gríðarlega áherslu á frönskukunnáttu þar sem stór hluti þeirra landa sem stofnunin starfar í eru frönskumælandi. Alls er tungumálið talað í 29 löndum um allan heim, þar af eru 26 í Afríku, það er því varla furða að frönskumælandi einstaklingar eru eftirsóttir starfskraftar af hjálparstofnunum. Þetta gekk upp hjá Hrafnhildi og innan skamms var hún komin til Fílabeinsstrandarinnar sem almennur sendifulltrúi. Hún dvaldist í rúmt ár á Fílabeinsströndinni og svo annað ár í Búrúndí við sama starf. Almennur sendifulltrúi hjá Rauða krossinum sinnir til að mynda heimsóknum til fanga, kannar aðbúnað og meðferð þeirra. Einnig sinnir hann leitarþjónustu en Alþjóðaráð Rauða krossins rekur gagnagrunn fyrir einstaklinga sem hafa orðið viðskila í vopnuðum átökum, sem gerir Rauða krossinum kleift að finna fólk úti um allan heim. Til verka almenns
WHAT DOES YOUR JOB WITH THE RED CROSS ENTAIL?
When asked why she decided to start working for the Red Cross, Hrafnhildur said it was her French language skills that led her to the job. She had worked in other countries before, with the UN in Kosovo and as an intern for the Organization for Security and Co-operation in Europe, and she wanted to go abroad again. “One of my acquaintances reminded me of the Red Cross. I got in touch and had an interview the next day,” she explained. Before she knew it, Hrafnhildur found herself at the headquarters of the International Committee of the Red Cross in Geneva, Switzerland. She went through a selection process that involved language evaluation, interviews, and projects. The Committee highly values candidates who can demonstrate proficiency in French, as French is the dominant language in many of the countries where they operate. French is spoken in a total of 29 countries around the world, 26 of which are in Africa, so it’s no wonder that aid organizations are eager to hire French speakers. The interview process went well, and Hrafnhildur was soon sent to work as a generalist delegate in the Ivory Coast. She lived there for just over a year, then spent another year doing the same job in Burundi. Red Cross delegates perform a variety of tasks. For instance, they may visit prisoners or detainees to evaluate the conditions in which they are kept and the treatment they receive. They also help search for missing people; the ICRC maintains a database of people who have been separated in armed conflicts, which makes it possible for them to locate people all over the world. A delegate’s other responsibilities include educating members of the military, law enforcement agencies, and rebel groups about
32
THE STUDENT PAPER
sendifulltrúa falla einnig fræðslustörf fyrir hermenn, lögreglumenn og uppreisnarhópa varðandi Genfarsamningana eða mannúðarlögin, oft kölluð ,,lög í stríði“, sem hafa það hlutverk að vernda almenna borgara og eignir. Hrafnhildur sinnti einnig almennu hjálparstarfi, dreifingu hjálpargagna og matvæla til þolenda átaka auk þess sem hún skipulagði fræðslufundi með kollegum sínum um mannúðarlögin fyrir hermenn og uppreisnarmenn. ,,Þetta var eitt af mínum uppáhalds verkefnum þó að ég hafi verið mjög stressuð á fyrstu fundunum, sem fóru auðvitað fram á frönsku.“ Henni þótti áhugavert að spjalla við einstaklinga sem báru vopn, um það sem má og má ekki í stríði lögum samkvæmt. DÝRMÆT REYNSLA SEM BYGGIR Á STÖÐUGUM LÆRDÓMI Þau voru mörg áhrifamikil augnablikin sem Hrafnhildur átti en hún minnist sérstaklega þeirra sem hún átti með fólki: ,,þá samræður og sögur um líf [þeirra] og reynslu,“. Oft var um erfiðar lífsreynslur að ræða, til að mynda barnsmissi, en líka gleðilegar stundir ,,Þú ert væntanlega að þar sem þau gátu aðfara að starfa í landi þar stoðað einstaklinga, til sem hugsunarháttur fólks, dæmis við að sameina skoðanir og gildi eru allt fjölskyldur en það voru önnur en þín eigin.“ alltaf stór augnablik “You may be going to work bæði fyrir fjölskyldurnin a country where people’s ar og sendifulltrúana: worldview, opinions, ,,maður sat kannski með and values are completely titrandi höku og horfði á, unlike your own.” þar sem foreldrar voru að hitta börnin sín eftir margra mánaða, jafnvel ára, aðskilnað vegna átaka.“ Hrafnhildur nefnir ákveðið atvik sem hefur ávallt setið eftir frá því að hún starfaði í Afganistan fyrir friðargæsluna: ,,þá var ég svo heppin að fá að setjast niður með afgönskum konum í þorpinu þeirra, þar sem þær leyfðu mér að vera með í sínum umræðum um fæðingar.“ Þær ræddu hvernig fræðslunámskeiðið sem þær höfðu setið með fagmenntaðri ljósmóður hafði gert þær betur í stakk búnar til að takast á við fæðingar barna í þorpinu. Þær tvinnuðu umræðurnar saman við reynslu sínar fyrir námskeiðið og að sögn Hrafnhildar: ,,var þetta alveg magnað!“ Þarna fékk hún innsýn í heim afganskra kvenna sem utanaðkomandi hafa yfir leitt fremur takmarkað aðgengi að, fékk að sitja með þeim í afskekktu þorpi og hlýða á reynslusögur þeirra um fæðingar, hvernig þær fóru fram og hvert viðhorf samfélagsins var til þeirra. Aðspurð hvað henni þótti erfiðast við störf sín nefnir Hrafnhildur að horfa upp á ástvinamissi, þá sérstaklega barna. ,,Mér hefur alltaf þótt erfiðast að eiga samtal við mæður sem hafa misst börn sín, jafnvel fleiri en eitt. Til dæmis vegna átaka eða sjúkdóma sem við á Íslandi þurfum lítið að hafa áhyggjur af.“ Sjúkdómar sem eru jafnvel læknanlegir en vegna skorts á læknisþjónustu falla mörg börn fyrir hendi þeirra. ,,Það kemur við hjartað í manni.“ Öll þessi reynsla hefur þó verið Hrafnhildi gríðarlega dýrmæt og byggir á stöðugum lærdómi. ,,Maður á samskipti við fólk af ólíkum uppruna með ólíkar skoðanir og væntingar til lífsins. Og það er mjög dýrmætt að hafa fengið að upplifa það sem ég gerði á þessum tíma í gegnum Rauða krossinn og önnur verkefni,“ segir hún. Og ekki þykir henni verra að eiga heimboð frá vinum
TUNGUMÁL OG MANNÚÐARSTÖRF LANGUAGE SKILLS AND HUMANITARIAN AID WORK
international humanitarian law like the Geneva Convention, which is intended to protect civilians and property during armed conflicts. Hrafnhildur also did general aid work, distributed supplies and food to victims of conflicts, and worked with colleagues to inform soldiers and insurgents about humanitarian law. “That was one of my favorite projects, even though I was super stressed during the first meetings, which were conducted in French, of course.” She said it was very interesting to speak with armed individuals about what is and is not legally allowed in war. VALUABLE EXPERIENCE FROM CONSTANT LEARNING OPPORTUNITIES
Hrafnhildur remembers many impactful moments from her time abroad, but what sticks out to her the most are her interactions with other people: “… those conversations and stories about [their] lives and experiences.” The people she met had often experienced difficult things, like the death of a child, but there were also happier times when Hrafnhildur and her colleagues were able to assist people. For instance, they sometimes succeeded in reuniting families, which was always a huge moment both for the families themselves and for the aid workers: “You might be sitting there with your chin quivering, watching as parents met their children after months, even years of separation due to conflict.” Hrafnhildur recalled one specific memory that has always stuck with her from her time working with the Icelandic Crisis Response Unit in Afghanistan: “I was lucky enough to get to sit down with some Afghan women in their village, and they allowed me to join as they talked about childbirth.” They explained how an educational course taught by a professional midwife had prepared them to deal with births in their village. They wove in stories about their experiences before the course as well, and according to Hrafnhildur, “It was absolutely incredible!” That day, she got a glimpse into the world of Afghan women, something very few outsiders are allowed. She got to sit with them in a remote village, listening to their personal experiences, hearing about their own births and about society’s opinions of them. Asked to identify the hardest part of her job, Hrafnhildur talked about witnessing people lose loved ones, particularly children. “For me, the most difficult thing has always been having conversations with mothers who’ve lost their children, sometimes more than one, perhaps because of conflict or from illnesses that we don’t have to worry about much in Iceland.” Some of these illnesses are treatable, but with a lack of medical care, they still kill many children. “It tugs at your heartstrings.” Despite the challenges, all this experience, drawn from constant learning
33
STÚDENTABLAÐIÐ
úti um allan heim, sem er eitt og sér ómetanlegt. Reynslan hefur víkkað sjóndeildarhring hennar og ýtt undir réttlætiskenndina: ,,ég á mjög erfitt með að horfa upp á óréttlæti,“ segir Hrafnhildur. TUNGUMÁLAKUNNÁTTA LYKILATRIÐI Í MANNÚÐARSTÖRFUM Að lokum var Hrafnhildur spurð hvort hún hefði eitthvert ráð fyrir ungt fólk sem vill leiðast út í hjálparstörf. Hrafnhildur mælir hiklaust með því að læra tungumál önnur en ensku, þá frönsku, spænsku, rússnesku eða arabísku til að nefna dæmi. Öll þessi tungumál munu koma að góðum notum hafi maður áhuga á því að starfa að mannúðar- og þróunarstörfum erlendis. ,,Ég get sagt það með fullri vissu að ef ég væri ekki frönskumælandi þá hefði ég ekki fengið starfið hjá Rauða krossinum.“ Tungumálakunnáttan ýtir ekki einungis undir atvinnutækifæri heldur er einnig lykilatriði að samfélagslegum skilningi: ,,að skilja tungumál landsins sem þú starfar í færir þig mun nær þjóðarsálinni og gefur dvöl þinni meira gildi,“ segir Hrafnhildur og bætir við að fólk hafi mun meiri skilning á lífi og líðan fólks í samfélaginu sem gerir veruna innihaldsríkari. Hrafnhildur talar einnig um að vera undirbúinn fyrir að vera stundum einmana og gera ráð fyrir því að fólk hugsi ekki eins og maður sjálfur. ,,Þú ert væntanlega að fara að starfa í landi þar sem hugsunarháttur fólks, skoðanir og gildi eru allt önnur en þín eigin.“ Hún mælir með að fara inn í starfið með opnum huga, fylgja öryggisreglum og njóta.
Við óskum þér góðra jóla… og til hamingju með afmælið?
GREIN ARTICLE Maura Rafelt ÞÝÐING TRANSLATION Karitas M. Bjarkadóttir MYND PHOTO Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
We Wish You a Merry Christmas ... and a Happy Birthday?
opportunities, has been extremely valuable. “You interact with people from different backgrounds, people who have different opinions and expect different things from life. And having had all the opportunities that I did during that period with the Red Cross and other projects is very valuable,” said Hrafnhildur. Plus, she said, having a standing invitation to visit friends all over the world is priceless. Her experiences have also broadened her horizons and strengthened her commitment to justice. “I have a very difficult time witnessing injustice,” she said. Language skills key for humanitarian aid work In closing, we asked Hrafnhildur if she had any advice for young people interested in doing aid work. Without hesitation, she recommended learning a language other than English, like French, Spanish, Russian, or Arabic. All of these languages will come in very handy for people interested in doing development and humanitarian aid work abroad. “I can say with absolute certainty that the Red Cross never would have hired me if I didn’t speak French,” she said. Language skills don’t just open up more employment opportunities, they’re key to cultural understanding. “Understanding the language of the country where you’re working gets you closer to the nation’s heart and soul and makes your time there more valuable,” said Hrafnhildur. Hrafnhildur also talked about the importance of being prepared to be lonely sometimes and not expecting other people to think like you do. “You may be going to work in a country where people’s worldview, opinions, and values are completely unlike your own,” she said. She recommended having an open mind, following security protocols, and enjoying the experience.
The annual Christmas mania is not for everyone. Even if you like the festivities, the Christmas decorations and ubiquitous music can be quite overwhelming. Frankly speaking, if you are not a person who enjoys ugly Christmas jumpers and kitschy red and green decorations, Christmastime can sometimes simply be annoying. But can you think of something even worse? Try having your birthday during the Christmas season! The author, happily born in the spring, imagines it is quite annoying when people constantly mix up your big day with celebrating Christmas. The Student Paper interviewed Elísabet Brynjarsdóttir, a former UI student who is currently working as a project manager for the Icelandic Red Cross. As her birthday is December 26, she suffers from the dreaded birthday-Christmas overlap each year. The interview gave some insights on how we can all acknowledge holiday birthdays better, even with Christmas jingles in the background.
34
THE STUDENT PAPER
Hin árlega jólamanía er ekki allra. Jólaskrautið og jólatónlistin sem fylgir hverju fótmáli á þessum árstíma getur fyrir yfirþyrmandi, jafnvel fyrir þann sem kann ágætlega við hátíðarhöldin. Í allri hreinskilni sagt geta jólin verið frekar pirrandi ef þú ert ekki týpan sem dýrkar ljótar jólapeysur og væmið jólaskraut. En ímyndaðu þér nú eitthvað enn verra. Ímyndaðu þér, að þú eigir afmæli á jólunum. Undirrituð, sem unir sátt við sitt vorafmæli, gerir sér í hugarlund að það sé frekar pirrandi þegar fólk ruglar alltaf saman stóra deginum þínum við það að halda upp á jólin. Stúdentablaðið tók viðtal við Elísabetu Brynjarsdóttur, framúrskarandi ungan Íslending 2020, verkefnastýru Frú Ragnheiðar og fyrrum nemenda við Háskóla Íslands. Elísabet á afmæli 26. desember og fellur þar af leiðandi í þennan leiðinda-afmælisflokk sem blandast saman við jólin ár hvert. Viðtalið sem fer hér á eftir gefur okkur hinum innsýn inn í það hvernig hægt er að halda upp á jólaafmælin á betri máta, jafnvel þótt jólalögin ómi í bakgrunni. MR Á
hvaða hátt er mest pirrandi að eiga afmæli á jólunum? Það pirraði mig meira þegar ég var yngri. Það gat enginn komið í afmælisveisluna mína. Ég man sérstaklega eftir einni veislu, það komu mjög fáir, að mig minnir bara fjölskyldan mín, og ég fílaði það ekki. Ég á ekki bara afmæli á jólunum, þegar enginn hefur tíma til að pæla í þér (já, dramatískt, en raunsætt), ég er líka miðjubarn. Ég held að þetta tvennt hafi haft mikil áhrif á það hver ég er í dag, manneskja sem þarf að vera í kastljósinu. En ég reyni að gera það á jákvæðan hátt! MR Hvað er jákvætt við jólaafmælið þitt? EB Foreldrar mínir voru ötul við það að reyna að láta mér líða sem allra einstakastri þegar ég var yngri, og ég þakka þeim fyrir það. Þau gerðu sitt allra besta, og það er þeim að þakka að jólaminningarnar mínar eru langflestar mjög jákvæðar. Afmælið hefur líka gert það að verkum að ég er mjög þakklát fyrir þennan árstíma, jólin eru jákvæðari á heildina litið. Það hefur hjálpað mér að átta mig á mikilvægi þess að eiga góðar stundir með fjölskyldunni. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því eftir því sem ég eltist að flestir gleyma afmælinu mínu, svo núna tek ég málin alltaf í mínar hendur. Ég þaul skipuleggja daginn, held fjölskyldubröns um morguninn og svo þemapartý um kvöldið. Fólk hefur kunnað að meta þau í gegnum árin, þau gefa þeim afsökun til að flýja erilsama jóladagskrána og djamma með mér. Algjört dæmi um beggja hag, fyrir athyglissjúku mig og stressuðu hina! MR Hver er skoðun þín á jólatengdum afmælisgjöfum? EB Það gerði mig algjörlega brjálaða þegar ég var yngri. Mér fannst ósanngjarnt að systkini mín fengju tvö sett af gjöfum á ári, á afmælinu þeirra og á jólunum, en ég bara eitt. Í dag gæti mér hins vegar ekki verið meira sama. MR Hvernig myndir þú vilja að fólk veitti afmælinu þínu athygli? Hvað á og hvað á ekki að gera? EB Ég er svona eiginlega komin yfir það tímabil að þurfa gjörsamlega alla athyglina og verða svo fyrir vonbrigðum þegar fólk gleymir tilvist minni á jólunum. Ég hef gert mér grein fyrir því að lífið snýst víst ekki allt um mig. Þannig að fyrir mig er það einfalt: haldið upp á þetta með mér á hvern þann hátt sem ykkur þykir passlegur og ég mun kunna að meta það! Það veitir mér ekkert meiri gleði en að finna fyrir allri góðu orkunni frá fólki og vita að það er að hugsa til mín. Það er allt sem þarf. MR Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri? EB Ég held ég hafi nú komist yfir allt. En mig langar samt að segja: Það eru allir að gera sitt besta. Jólin geta verið mjög erfiður tími fyrir marga. Ég vona að þið finnið einhvern tíma til að njóta þess sem þið njótið best, hvað sem öðrum finnst. Og já, vegna þess að ég fæddist á jólunum, þá er ég nútíma-Jesús. Það er bara þannig sem það virkar, takk! Þakka þér, Elísabet. Það er ekki miklu við þetta að bæta. Ef þið eigið vini sem eiga afmæli á jólunum, reynið að finna einhverja leið til að halda upp á það með þeim. Eins og í öllum aðstæðum eru samskipti lykillinn. Ef þú ert ekki viss um hvað þú getur gert, spurðu bara! Það eru allar líkur á því að þau muni kunna að meta samkennd þína á stöðu þeirra. Eins og þetta litla viðtal sýnir svo sannarlega er smá húmor allra meina bót. Gleðileg jólmæli! EB
VIÐ ÓSKUM ÞÉR GÓÐRA JÓLA… OG TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ? WE WISH YOU A MERRY CHRISTMAS… AND A HAPPY BIRTHDAY?
MR In which ways is it annoying to celebrate your
birthday during Christmastime? EB It was more annoying when I was younger. No kids could come to my birthday party. I remember one party where very few showed up, maybe only my family, and I thought I was so uncool. Not only am I born during Christmas, when no one has time to think about you (dramatic but realistic), but I'm also the middle child. I think these two factors in my life made me the person I am today, an individual who needs to be in the spotlight. But I try to put it into a positive light! MR What is positive about your Christmas birthday? EB When I was younger, my parents did everything they could to make me feel special, so I owe them a great thank you. They really did their best, and because of them, I have very positive memories around Christmas. It has also made me very thankful for this time, made Christmas more positive overall. It has emphasized the importance of quality family time. Today, because I know I will probably be forgotten by most, I decided a couple of years ago to take matters into my own hands. I plan the day really well, throw a family brunch, and in the evening, I throw a really big theme party. People have really liked them throughout the years because it gives them an excuse to get away from their hectic Christmas stuff and party with me. Win-win for attention-thirsty me and stressedout others! MR How do you feel about Christmas-themed birthday presents? EB When I was younger, it made me furious. I didn't think it was right that my siblings got two presents over the year, on their birthdays and then on Christmas, but I only got one. Today, I couldn't care less. MR How would you like people to acknowledge your birthday? What are the do's and don’ts? EB I'm kind of over the period in time where I had to get all the attention and got disappointed in people if they forgot about my existence during Christmas. I now realize that life isn't all about me. So, for me, it's really simple: Celebrate with me any way you find appropriate, and I will appreciate it! Nothing makes me happier than feeling all the good energy from people and knowing that they are thinking of me. That‘s really all that counts. MR Anything else that you would like to share? EB I think I've covered it all! But I'd like to say: Everyone is doing their best. Christmas can be a difficult time for people. I hope that you find some time to enjoy what you enjoy, no matter what others think of it. And yes, because I was born at Christmastime, I am the modern Jesus. That's how it works. Thank you! Thank you, Elísabet. Nothing much to add there. If you have a friend who is celebrating their birthday during the Christmas holidays, try to make sure that you find a way to party with them. As always, communication is key. If you’re not sure what to do, simply ask. There’s a good chance they’ll appreciate your empathy on the topic. And as our little interview shows, a good portion of humour always helps. Merry birthdays, everyone!
35
STÚDENTABLAÐIÐ
Eigðu alþjóðleg jól Have Yourself an International Christmas
GREIN ARTICLE Emily Reise, Alþjóðafulltrúi SHÍ The Student Council’s International Officer
Tíminn er kominn. Dagarnir eru farnir að lengjast. Mariah Carey er að þiðna og við teljum niður dagana þangað til Colin Firth fer til Portúgal og verður ástfanginn af ráðskonunni sinni, Aureliu. Þú veist hvaða tíma ég er að tala um - þetta eru jólin! Þetta er líka tíminn þar sem alþjóðlegir heimshornaflakkarar snúa aftur til sinna heimalanda til þess að vera með fjölskyldunni og nánum vinum - eini tími ársins þar sem öll koma saman og deila sögum af annars fjarlægum lífum sínum. Þú hittir gamla vini og veltir fyrir þér hvort þið mynduð enn þekkjast ef ekki væri fyrir þessi skyldu-jólaboð. Endurfundir við fjölskylduna sem elskar þig skilyrðislaust og fyrirgefur þér fyrir að hafa ekki verið í betra sambandi, þó þú hafir lofað því síðustu jól. En í ár ertu strand í ólgandi hafsjó kórónuveirusmita; öldurnar velkjast um og hindra að þú náir að festa akkeri í þinni heimahöfn og því missir þú af jólahefðunum: sömu jólalögin sem hljóma endurtekið í bakgrunni, endalaus jólaboð, göngutúrar til þess gerðir að nýta þessa örfáu klukkutíma af dagsbirtu, þriggja daga matreiðsluævintýri, laumupúkaleg innpökkun á síðustu stundu - og svo framvegis, endalaust, ár eftir ár. Svona er þetta á hverju ári: barnsleg tilhlökkun í bland við þungmeltanlegan mat - sem endar oftar en ekki á stöðugum flökurleika, þér eldra fólk dæmir lifnaðarhætti þína - sama hverjir þeir kunna að vera. Ef þú ert á lausu ættirðu að finna þér einhvern; ef þú ert í sambandi ættirðu að nýta tímann og hitta fleiri, ef þú ert í skóla og/eða vinnu ættirðu að slaka aðeins á og ef þú lifir í núinu ertu kærulaus. Orkan sem fer í að reyna að halda sér saman í slíkum samtölum eldir þig um mörg ár á núinu en það verður allt þess virði þegar á kvöldið líður og fjölskylduslúðrið kemur upp á yfirborðið með smá hjálp frá votum veigum - sérstaklega ef þú nærð að halda þig einum drykk á eftir og getur þannig lagt leyndarmálin á minnið og geymt þau sem skotfæri, sem þú munt þó aldrei nota. En í ár er þessi kunnuglegi glundroði langt undan og í hans stað komin ný, framandi óreiða. Árið hefur einkennst af óvissu og slíkt getur verið kvíðavaldandi, sérstaklega þegar þú reynir að feta þig í gegnum þegar ófyrirsjáanlegt líf, hvað þá í miðjum heimsfaraldri. Það er ekki ólíklegt að þetta láti þig þrá hefðbundið jólahald meðan þú reynir að finna út hvernig þessi jól verða eiginlega. Ég verð að taka undir kór sjálfshjálparráða sem netið hefur hent í þig alveg frá fyrstu samkomutakmörkunum: líttu á þetta sem tækifæri! Það hjálpar ekki að velta sér upp úr skorti á þínum venjulegu jólahefðum og lenda þannig í vonlausri tilvistarkreppu. Það mun ekki skila sér í kunnuglegum umræðum við jólaborðið. Við ættum öll að gefa hvert öðru smá pásu. Þó svo að þú saknir allra heima núna, skaltu nýta þetta sem tækifæri til þess að gera næstu jól enn betri. Hugsaðu um allt sem þú elskar við jólin heima, leyfðu barnslegum spenningnum að byggjast upp og brjótast út næst þegar þú ferð heim. Í millitíðinni geturðu eytt tíma með vinum þínum - fjölskyldunni sem þú hefur valið þér hér - og búið til nýjar hefðir. Fáðu þér heitt súkkulaði og horfðu á fáránlegan dans Hugh Grant gegnum þingið. Þetta er yndislegasti tími ársins eftir allt saman.
ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir
It’s time. The days are getting longer, Mariah Carey is defrosting, we’re counting down the days until Colin Firth goes to Portugal and falls in love with his housekeeper Aurelia. You know what time it is - it’s Christmas time! It’s also the time of year when international globetrotters return to their home countries to be with their families and closest friends - the one time of year when everyone is back home, sharing anecdotes about their otherwise distant lives. You meet old friends and wonder whether you’d still be in touch with them if it weren’t for mandatory Christmas get-togethers. You reunite with family members, indulging in their unconditional love as they forgive you for not being in touch more, breaking the promise you made last Christmas. But this year, you’re stranded in the tumultuous waters of covid outbreaks, the crashing waves preventing you from returning to your home port and making you miss out on old traditions: the endless loops of Christmas music playing in the background, big family breakfasts, walks during the few hours of daylight, three-day cooking benders, secretive last-minute present wrapping - and so it goes, without fail, year in and year out. The procedure is certainly the same every year: child-like anticipation mixed with heavy food, resulting in a continual state of nausea, your elders questioning your lifestyle, whatever it might currently be like. If you’re single, it’s a shame that you are; if you’re seeing someone, you should make use of your young age and play the field; if you’re in school or working, you should relax and live a little; and if you’re living in the moment, you’re being careless. Merely trying to hold your tongue during such conversations takes years off your life, but it is all rewarded when evening comes and the steady flow of alcohol loosens tongues and produces plenty of family gossip - especially when you manage to stay one drink behind and soak up the secrets, collecting them like ammunition you will never use. But this year, the security of home chaos is replaced by a new, unfamiliar kind of chaos. The whole year has been marked by uncertainty, which can be quite stressful when you’re trying to navigate the uncertainties of life, even without a global pandemic. This can leave you longing for old Christmas traditions, while you try to figure out what to do with yourself over the holidays. To chime in with the choir of self-help tips the internet has thrown at you ever since the first day of lockdown: you can see this as an opportunity! Dwelling on the absence of old Christmas traditions will only get you down, and falling into an existential pit of despair will not bring back conversation with family over Christmas dinner. The collective Christmas gift from anyone to everyone is a break. And while it may leave you missing your loved ones, it can make future holiday celebrations even better. You can allow yourself to reminisce about everything you love about Christmas at home, feeling the child-like anticipation build up for your next reunion. Meanwhile, you get to spend time with friends - your chosen family - and create new traditions for yourselves. So treat yourself to some hot cocoa and watch Hugh Grant ugly-dance through Parliament. After all, it’s the most wonderful time of the year.
36
THE STUDENT PAPER
Hvaða bækur verða í jólapökkunum í ár?
GREIN ARTICLE Unnur Gígja Ingimundardóttir
What Books Will be Under the Christmas Tree This Year?
Það er gott að leggja frá sér skólabækurnar öðru hvoru og lesa sér til gamans, desember er tilvalinn til þess að kúra með góða bók undir teppi og sötra heitt kakó. Íslendingar eru þekktir fyrir það að vera mikil bókaþjóð og mig langar að fara yfir bækur sem voru á topplista yfir mest seldu titlana árið 2019 og mína uppáhalds höfunda í tilefni af því að bókaflóð þessara jóla er farið að skella á okkur. Fyrir áhugasöm er hægt að fylgjast með nýjum og væntanlegum bókum inn á síðum forlaganna og skoða topplista yfir mest seldu bækurnar. Einnig vil ég minna á Bóksölu stúdenta sem hefur verið rekin af Félagsstofnun stúdenta frá stofnun fyrirtækisins árið 1968. Bóksalan er opin öllum, jafnt stúdentum sem og öðrum, en þar er gott úrval bóka, allt frá barnabókmenntum til skáldsagna fyrir fullorðna en einnig fræðibækur og ljóð. Notalegt andrúmsloft og kaffisala stúdenta skapa huggulegan stað til þess að setjast niður og fletta bókum eða blöðum. HÖFUNDAR Í UPPÁHALDI Ár hvert bíðum við eftirvæntingarfull eftir nýja jólabókaflóðinu og mörg eiga sér uppáhalds höfund sem fer alltaf á óskalistann fyrir jól. Sjálf hef ég til dæmis lesið allar bækurnar eftir þau Arnald og Yrsu en er einnig dyggur aðdáandi spennubókaflokks Lee Child, þar sem aðalsöguhetjan Jack Reacher lendir í ýmsum uppákomum á ferðum sínum um Bandaríkin. Fyrir hugljúfari lestur mæli ég með Jenny Colgan, en bækur hennar eru rómantískar og gerast í sveitum
ÞÝÐING TRANSLATION Högna Sól Þorkelsdóttir MYNDIR PHOTOS Sædís Harpa Stefánsdóttir
It’s good to put away your textbooks occasionally and read for fun, and December is an excellent time to cuddle up under a blanket with a good book and some hot chocolate. Iceland is known for being a nation of book lovers, and I would like to go over the books that topped the 2019 bestseller lists as well as my favorite authors, since this year's Christmas book flood will soon be upon us. Those who are interested can see new and soon-to-be-released books on the publishers’ websites and look at the bestseller lists. I also want to remind people of the student bookshop, Bóksala Stúdenta, which has been run by Student Services (Félagsstofnun Stúdenta) since it was founded in 1968. The bookshop is open to everyone, students as well as others, and there is a great selection of books, everything from children’s books to novels to textbooks and poetry. The atmosphere is cozy and the student coffeeshop gives you a comfortable spot to sit down and browse through books and magazines. FAVORITE AUTHORS
Every year we wait in anticipation for the Christmas book flood, and many people have a favorite author whose works are on their wish list every year. Personally, I have read all of Arnaldur’s and Yrsa’s books and am also a loyal fan of Lee Child’s thriller series about Jack Ryan’s escapades on his travels around the United States. For a bit of a sweeter read, I recommend Jenny Colgan, whose books are very romantic and take place in the British countryside. Some of them are even centered around Christmas. I’m a creature of habit when it comes to the authors I read, but I changed it up a bit and read Cuck by Dóri DNA. Sadly, I cannot recommend it, although he can be great in many other things he does. I also don’t care much for Stefán Máni’s books, but my friend recommends him. Everyone's taste is different, and you can’t completely rely on recommendations. CHILDREN'S LITERATURE
The play Mamma Klikk, adapted from the book of the same name by Gunnar Helgason, was hilarious. I find him to be a very fun children’s author and his
37
STÚDENTABLAÐIÐ
Bretlands, sumar þeirra skrifar hún með jólin í aðalhlutverki. Ég er frekar vanaföst á höfunda, en breytti til og las Kokkál eftir Dóra DNA. Því miður get ég ekki mælt með henni, eins og hann getur verið frábær í öðru sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég kann heldur ekki alveg við bækur Stefáns Mána, en vinkona mín mælir hins vegar með honum, svo misjafn er smekkur manna og það er ekki hægt að fara eingöngu eftir meðmælum fólks. BARNABÓKMENNTIR Leikritið Mamma klikk eftir bók Gunnars Helgasonar var drepfyndið, en mér þykir hann skemmtilegur barnabókahöfundur og bækurnar hans hafa oft komist á topplista yfir mest seldu bækurnar. Átta ára sonur minn og samnemendur hans hafa verið heppnir í nestistímunum að fá upplestur frá kennaranum þeirra. Sonur minn hefur einnig lesið bækur eftir Ævar vísindamann og haft ánægju af, en í uppáhaldi hjá honum eru ráðgátubækurnar um Spæjarastofu Lalla og Maju eftir þau Martin Widmark og Helena Willis. Ég las Bláa hnöttinn sem barn og á ennþá bókina eftir Andra Snæ, ég hlakka til þess að lesa meira eftir hann þótt ég hafi ekki komið því að ennþá. Það er líka vert að minnast á barnabækur Bergrúnar Írisar sem eru mjög fallega myndskreyttar og með góðan boðskap um hluti eins og vináttu. HVAÐA TITLAR VERÐA Á TOPPLISTUM FYRIR ÁRIÐ 2020? Það er gaman að spá fyrir um hvaða höfundar lenda á topplistanum fyrir árið 2020. Höfundarnir sem ég les hvað mest tróna yfirleitt á toppnum, þau Arnaldur og Yrsa, og munu án efa halda því áfram. Ég ætla að minnsta kosti að ná mér í nýjustu bók Arnalds, Þagnarmúr, í forsölu hjá Bóksölu stúdenta. Colgan og Child voru inni á topplistanum yfir þýdd skáldverk, og ég vona að nýju bækurnar verði þýddar fljótlega. Colgan hefur gefið út mun fleiri bækur en hafa verið þýddar samkvæmt heimasíðunni hennar, jennycolgan.com. Bókaflokkur Child er til að mynda kominn upp í 25 bækur, þótt íslenskir lesendur hafi enn bara fengið 20 bækur þýddar. Það væri að vísu gott að æfa sig í ensku og lesa bækurnar á upprunalega tungumálinu. TOPPLISTAR YFIR MEST SELDU TITLANA Á síðu Forlagsins má skoða topplista yfir mest seldu bækurnar og í fyrsta sæti vikuna 22.–28. október var Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Þau sem hafa gaman af Íslendingasögunum ættu að kunna vel við þessa, en Vilborg skrifar um raunir kvenna á tímum landnáms. Einhver kunna að þekkja bók hennar, Korku saga, sem sameinar sögurnar Við Urðarbrunn og Nornadóm sem komu út á árunum 1994-1995. Fyrir ljóðaunnendur er komin út ljóðasaga sem ber nafnið Guðrúnarkviða eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Bókin var á metsölulista ljóðabóka vikuna 21.–27. október hjá verslunum Eymundsson og fjallar um Guðrúnu sem vaknar í líkkistu í eigin jarðarför. Bókabúðir taka reglulega saman lista yfir mest seldu titlana en það er sniðugt að skoða topplistana frá síðasta ári til þess að spá fyrir um hvaða höfundar munu eiga mest seldu titlana árið 2020. Listana hér að neðan fékk ég af vefsíðunni lestrarklefinn.is, en þar má lesa umfjallanir, skoða leslista og fylgjast með fréttum af jólabókaflóðinu svo fátt eitt sé nefnt.
HVAÐA BÆKUR VERÐA Í JÓLAPÖKKUNUM Í ÁR? WHAT BOOKS WILL BE UNDER THE CHRISTMAS TREE THIS YEAR?
books have repeatedly landed on the bestseller list. My eight-year-old son and his classmates have been lucky to have their teacher read to them during their snack breaks. My son has also read Ævar the scientist’s books and enjoyed them, but his favorite books are the Whodunit Detective Agency books by Martin Widmark and Helena Willis. I read The Story of the Blue Planet by Andri Snær as a child and I still have the book. I haven’t yet read more of his books, but I’m looking forward to doing so. Bergrún Iris’ children’s books are also worth mentioning. They are beautifully illustrated and have a good message on topics like friendship. WHAT BOOKS WILL MAKE THE BESTSELLER LIST IN 2020?
It’s fun to predict what authors will be on the bestseller list for the year 2020. The authors I read the most are usually at the top, Arnaldur and Yrsa, and will undoubtedly stay there. I will at least preorder a copy of Arnaldur’s new book, Wall of Silence (Þagnarmúr), at the student bookshop. Colgan and Child were on the bestseller list for translated fiction, and I hope their new books will be translated soon. Colgan has written way more books than those that have been translated, according to her website, jennycolgan.com. Child’s series is up to 25 books, although Icelandic readers have only been able to enjoy 20 of them in translation. However, reading the books in their original language would be a good opportunity to practice your English. BESTSELLER LISTS
On Icelandic publisher Forlagið’s website you can view bestseller lists, and topping the list for the week of October 22-28 was Beneath Yggdrasil (Undir Yggdrasil) by Vilborg Davíðsdóttir. Those who enjoy the Icelandic sagas should like this book, since Vilborg writes about the challenges of being a woman during the settlement era. Some may be familiar with her book Korku Saga, which combines her works The Well of Fates and The Witches’ Judgement, originally published from 1994-1995. For poetry lovers, Eyrún Ósk Jónsdóttir recently released a narrative poem titled The Epic of Guðrún (Guðrúnarkviða). The book was on Eymundsson’s poetry bestseller list the week of October 21-27 and tells the story of Guðrún, who wakes up in a coffin during her own funeral. Bookshops regularly make bestseller lists, and looking at lists from the previous year can help predict which authors will have bestsellers in 2020. I got the lists here below from the Icelandic-language website lestrarklefinn.is, which contains reviews, discussions, book lists, and news about the Christmas book flood.
38
THE STUDENT PAPER
TOPPLISTINN 2019 25 MEST SELDU TITLARNIR
TOP 25 BESTSELLING BOOKS OF 2019
Tregasteinn Keto – hormónalausnin Þögn Þinn eigin tölvuleikur Um tímann og vatnið Orri óstöðvandi – Hefnd glæponanna Hvítidauði Útkall – Tifandi tímasprengja Leikskólalögin okkar Innflytjandinn Draumaþjófurinn Tilfinningabyltingin Aðferðir til að lifa af Síldarárin 1867-1969 Kokkáll Aðventa Léttir réttir Frikka Saknað: íslensk mannshvörf Björgvin Páll Gústavsson – Án filters Vigdís – Bókin um fyrsta konuforsetann Gamlárskvöld með Láru Lára fer í sveitina Slæmur pabbi Kindasögur Verstu börn í heimi 3
The Quiet Mother Keto – The Hormone Solution The Fallout Your Own Video Game On Time and Water* Unstoppable Orri – The Bandits’ Revenge White Death Emergency – Ticking Time Bomb Our Preschool Songs The Immigrant The Dream Snatcher The Emotional Revolution Methods of Survival The Herring Years 1867–1969 Cuck Advent Frikki’s Simple Meals Missing: Icelandic Disappearances Björgvin Páll Gústavsson – Unfiltered
ÞÝDD SKÁLDVERK 2019 Gullbúrið Hnífur Sumareldhús Flóru Svört perla Jólasysturnar Húðflúrarinn í Auschwitz Kastaníumaðurinn Ströndin endalausa Engin málamiðlun Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri farinn að hugsa of mikið
TRANSLATED NOVELS 2019
Vigdís – The World’s First Female President New Year’s Eve with Lára Lára Goes to the Countryside Bad Dad* Sheep Stories The World’s Worst Children 3* *These titles are available in English.
The Golden Cage Knife The Summer Seaside Kitchen Black Pearl Farm The Christmas Sisters The Tattooist of Auschwitz The Chestnut Man The Endless Beach Make Me The Accidental Further Adventures of the Hundred-Year-Old Man ↑ All titles on this list are available in English
If your native language isn’t Icelandic or English, look up these authors online. Many of the titles mentioned in this article may be available in your preferred language, and additional translations of recent titles will probably be released in the coming months.
HVAÐA BÆKUR VERÐA Í JÓLAPÖKKUNUM Í ÁR? WHAT BOOKS WILL BE UNDER THE CHRISTMAS TREE THIS YEAR?
39
Arnaldur Indriðason Gunnar Már Sigfússon Yrsa Sigurðardóttir Ævar Þór Benediktsson Andri Snær Magnason Bjarni Fritzson Ragnar Jónasson Óttar Sveinsson Jón Ólafsson ofl. Ólafur Jóhann Ólafsson Gunnar Helgason Auður Jónsdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir Páll Baldvin Baldvinsson Dóri DNA Stefán Máni Friðrik Dór Jónsson Bjarki H. Hall Björgvin Páll Gústavsson Sölvi Tryggvason Rán Flygenring Birgitta Haukdal Birgitta Haukdal David Walliams Guðjón Ragnar Jónasson David Walliams
Camilla Läckberg Jo Nesbø Jenny Colgan Liza Marklund Sarah Morgan Heather Morris Sören Sveistrup Jenny Colgan Lee Child Jonas Jonasson
STÚDENTABLAÐIÐ
Múmínbollar GREIN ARTICLE Auður Helgadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYNDIR PHOTOS Sædís Harpa Stefánsdóttir
, rátta á r a n söfnu ði, ást og æ kaup atur h
Moomin Mugs Compuls Buying, H ive oar Love, and ding, Hate
Þú átt múmínbolla, ekki satt? Einhvers staðar inn á milli glasanna og bollanna í eldhússkápunum leynast tveir til þrír múmínbollar. Þú átt einn uppáhalds. Er það Mía litla? Eða Morrinn? Þú safnar kannski vor og vetrarbollum. Þú fékkst kannski einn eða tvo í tækifærisgjöf eða mögulega hefur þú látið sérútbúa hillu sem spannar allan eldhúsvegginn þar sem þú kemur fyrir fjörutíu mismunandi tegundum af múmínbollum. Fólk er mis söfnunargjarnt, en múmínbollar virðast vera komnir til að vera í lífi margra. Þú getur ekki lifað heila íslenska mannsævi án þess að komast í snertingu við þetta undur. Þessir látlausu, fínlegu (og umfram allt, sætu) bollar eiga hlutdeild í íslensku þjóðarsálinni. Bollarnir geta vakið upp hlýju og kátínu, þeir geta vakið upp fuss og hneyksli en einnig dregið fram verstu hliðar fólks. Fólk sér þess vegna hvers megnugir þeir eru, bollarnir. Fólk berst um sjaldgæfustu bollana á múmínsölusíðum, vill kaupa þá fyrir sem best verð og reynir eftir fremsta megni að selja ekki bollana sína ódýrari en þeir voru keyptir. Grunntilgangur bollanna hefur minna vægi. Þeir eru ekki einungis notaðir til þess að drekka kaffi, te eða hvaðeina úr, heldur eru þeir stöðutákn, þeir eru lífstíll. Bollarnir hafa skrítinn og þráhyggjukenndan tilgang fyrir fólk sem er tilbúið að gera allt fyrir þá: fara óvenjulegar leiðir til að eignast þessa einu sértæku týpu sem vantar upp á í safnið og láta jafnvel svindla á sér í blindri trú um að fá nýjan bolla sem reynist svo á endanum ekki vera til. Hvað er þetta fyrirbæri sem öll eiga? Af hverju eru þeir svo vinsælir og óvinsælir á sama tíma? Hvernig virka múmínbollar sem stöðutákn fyrir sumt fólk en ekki annað? Við Íslendingar elskum hluti og við elskum líka drama. Við erum hjarðdýr, og það sem er vinsælt verður því eftirsóknarverðara. Við viljum fylgja straumnum og samsama okkur öðrum. Neysluhyggjan blandast hjarðhegðuninni, við kaupum og kaupum og teljum okkur trú um að við þurfum hlutina, að við þurfum nýjustu gerðina af sumarbollanum. Við getum líka talið okkur trú um að við þurfum ekki hlutina. Sum vilja ekki fylgja múmínálfastraumnum. Sumum þykir það allt í einu ekki töff
You have some Moomin mugs, don’t you? There are two or three of them hiding among all the glasses and mugs in your cupboard. And you have a favorite. Is it Little My? Or the Groke? Maybe you collect the spring and winter mugs. Perhaps you got one or two as gifts on special occasions, or maybe you’ve even had a special shelf installed spanning the entire length of your kitchen in order to store your collection of 40 Moomin mugs. Some people are more inclined to collecting than others, but it seems that for many people, Moomin mugs are here to stay. You can’t possibly go through life in Iceland without encountering the marvel of Moomin. These simple, delicate (and most of all, cute) mugs have captured a part of the Icelandic soul. They can spark feelings of joy and warmth, incite outrage and scandal, and even bring out the worst in people. We’ve seen just how much they’re capable of, these mugs. People fight over the rarest mugs on Moomin sales sites, shop around for the best prices, and try their utmost never to sell their mugs for less than they paid for them. The basic purpose of the mugs is practically irrelevant. They’re not mere vessels for drinking coffee, tea, or some other sort of beverage; they’re a status symbol, a lifestyle. Moomin mugs serve a strange and obsessive purpose for people who are prepared to do anything for them: go to extremes to find the one unique design missing from their collection, even let themselves be tricked into buying a new mug that turns out to not exist. What is this phenomenon in everyone’s kitchen? Why are they simultaneously so popular and unpopular? Why do some people see Moomin mugs as a status symbol and others don’t? We Icelanders love stuff, and we also love drama. We’re herd animals. The more popular something is, the more we want it. We want to go with the flow and fit in with everyone else. Consumerism combines with herd mentality, and we buy and buy, convincing ourselves that we need these things, that we must have the latest version of the summer mug. But we can also convince ourselves that we do not need things. Some people do not want to follow the Moomin craze. Some people decide all of a sudden that having Moomin mugs isn’t cool. Herd mentality and mass production can actually end up turning people off to something. Seen as an exciting novelty when they first became available, the mugs are now considered mainstream. Still, they live on and continue to be seen as a reliable choice when you need a gift for a special occasion. I didn’t know Moomin mugs were tacky. It took me a long time to realize that; I always just thought they were cute and clever. I bought one mug for myself, but to assure myself and others that I wasn’t succumbing to this embarrassing herd mentality (or so I thought), I said I had bought it in Finland (which is totally true). I convinced myself that the mug I bought was more special since the Moomin
40
THE STUDENT PAPER
að eiga múmínbolla. Hjarðhegðunin og fjöldaframleiðslan getur haft fælingarmátt. Bollarnir þykja ekki jafn frumlegir og þeir þóttu þegar þeir komu fyrst á markað því nú á önnur hver manneskja svona bolla. Þeir lifa samt sem áður góðu lífi og þykja staðgóðar tækifærisgjafir. Ég vissi ekki að múmínbollar væru hallærislegir. Ég var mjög sein að átta mig á því, mér fannst þeir alltaf krúttlegir og sniðugir. Ég hef keypt einn bolla fyrir sjálfa mig, en til þess að réttlæta fyrir sjálfri mér og öðrum að ég væri ekki að fylgja þessari hallærislegu hjarðhegðun (að mér fannst) þá sagðist ég hafa keypt hann í Finnlandi (sem er dagsatt). Ég taldi mér trú um að bollinn sem ég hafði keypt væri sérstakari þar sem múmínálfarnir koma nú einu sinni frá Finnlandi. Ég gat verið stolt af því að hafa ekki keypt minn bolla í Húsgagnahöllinni heldur í finnskri stórverslun. Það er eitthvað við bollana sem heltekur fólk. Þeir glansa, hafa persónuleika og geta sagt til um hvaða eiginleika þú hefur að geyma. Þeir endurspegla veðurperrana í okkur. Við veljum vorbollann þegar fer að vora, Morrann þegar það er skafrenningur og myrkur úti, og vetrarbollann þegar snjórinn fellur fallega til jarðar og það er friður yfir öllu. Ég held því fram að Íslendingar elski múmínbolla inn við beinið. Það er kannski einungis neyslumenningin í kringum þá sem er fráhrindandi, því ég held að við endurspeglum okkur öll í múmínkarakterum. Við erum öll Mía litla, Morrinn, Múmínmamma, Múmínpabbi, Snabbi, Snúður, Hattífattar, Snorkstelpan, Ósýnilega stelpan og svo lengi mætti telja. Við tengjum við mismunandi eiginleika þeirra. Þið afsakið væmnina, en ég tel að þessir karakterar eigi hlut í hjarta og sál okkar allra. Við elskum múmínbolla sama hvort við söfnum fjörutíu eintökum eða fáum þá „óvart“ að gjöf.
Við erum á Facebook og Instagram
/Augljos
trolls are from Finland. I could be proud of having not bought my mug in Iceland, but rather in a Finnish department store. There’s something about these mugs that just grabs people. They’re shiny and full of character, and the ones you have can tell people something about your personality. They reflect our inherent national obsession with the weather. We choose the spring mug when the world starts coming back to life, the Groke when it’s dark and the howling wind is blowing snow past the window, and the winter mug when the world is hushed and snowflakes are falling beautifully to the earth. I believe that Icelanders’ love of Moomin mugs runs deep. Perhaps it’s only the consumer culture that surrounds them that’s so off-putting, because I think we can all identify with at least one Moomin character. We are all Little My, the Groke, Moominmamma, Moominpapa, Sniff, Snufkin, the Hattifatteners, the Snorkmaiden, the Invisible Child, and so on. We can relate to their different personalities. Forgive my sentimentality, but I think these characters have a place in our hearts and souls. We all love Moomin mugs, whether we collect 40 different designs or just get them “accidentally” as gifts every once in a while.
LASER
AU G N A Ð G E R Ð I R Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir
41
Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is
STÚDENTABLAÐIÐ
Sigrar Stúdentaráðs í GREIN ARTICLE Katla Ársælsdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYNDIR PHOTOS Úr myndasafni SHÍ og HÍ From the Archive of the Student Council and UI
100 Years of Student Council Success
100 ár The University of Iceland Student Council has worn many hats over the past hundred years, tackling a wide variety of issues related to student welfare, and it’s incredible to see how much the Student Council has done for the university community. Looking back on everything the Council has undertaken, it’s clear that UI students have always had a fighting spirit. On this timeline, we’ve highlighted some of the Student Council’s landmark achievements from the past century. Learn more on the Student Council’s new website, student.is. 1920
Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur tekið að sér verkefni af ýmsum toga síðastliðin hundrað ár. Baráttumál stúdenta hafa verið mörg og mismunandi í gegnum árin og ótrúlegt að sjá hvað Stúdentaráð hefur gert margt fyrir háskólasamfélagið. Þegar litið er á þau fjölmörgu verkefni sem ráðið hefur tekið sér fyrir hendur, liggur það í augum uppi að baráttuandinn í stúdentum hefur alltaf verið til staðar. Hér er stiklað á stóru yfir þá sigra sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur unnið síðustu 100 ár. Frekari upplýsingar má finna á nýrri vefsíðu Stúdentaráðs, student.is. 1920
Stúdentaráð stofnað: Þann 11. desember árið 1920 fóru fram fyrstu kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
1924
Fyrsta tölublað Stúdentablaðsins kom út.
1928
Félag háskólakvenna og kvenstúdenta stofnað.
1933
Hlutbundnar og leynilegar kosningar til Stúdentaráðs teknar upp. Sérstakir listar voru boðnir fram í kosningum til ráðsins og þá fóru að myndast pólitísk samtök sem sáu um slík framboð. Fyrstu samtökin, Félag róttækra háskólastúdenta, voru stofnuð sama ár.
1934
Fyrstu Stúdentagarðar teknir í notkun. Í fyrstu Stúdentagörðunum var pláss fyrir 37 nemendur sem og garðprófast. Þar var einnig lestrarsalur, bókaherbergi og íþróttasalur í kjallara.
Student Council founded. The first Student Council election was held on December 11, 1920.
1924
First issue of the Student Paper published.
1928
Association of University Women founded.
1933
Student Council adopts a system of party-list proportional representation and implements elections with secret voting. Lists of candidates were presented to voters, and political associations began forming to curate these candidate lists. The first such association, the Association of Radical Students, was founded the same year.
1934
First student residence hall opens. The first residence hall had space for 37 students as well as a residence hall director. It had a reading room, library, and a gymnasium in the basement.
1940
Students protest military use of residence halls. British forces commandeered student residences for their own use. Students were vehemently opposed, as many of them struggled to find suitable housing.
1943
Nýi-Garður opens and students move in. The 63-room residence hall was completed in September 1943, nearly a year and a half after construction began. Due to a housing shortage, many students ended up sharing single rooms, and 90 students lived in the building the first semester after it opened.
1956 1934 Fyrstu Stúdentagarðar teknir í notkun. First student residence hall opens.
The Student Council approves a roposal to begin construction of additional p student housing, Hjónagarðar.
42
THE STUDENT PAPER 1940
Stúdentar mótmæla hernámsliði á Stúdentagörðum. Breskir hernámsliðar lögðu undir sig Stúdentagarða. Stúdentar mótmæltu því harðlega enda áttu margir stúdentar við húsnæðisvanda að stríða.
1943
Nýi-Garður tekin til notkunar og stúdentar flytja inn. Garðurinn var fullbúinn í september 1943, tæplega hálfu öðru ári eftir að byggingaframkvæmdir hófust. Í Nýja-Garði voru 63 herbergi og fyrsta veturinn fengu 90 stúdentar þar inni, en tveir bjuggu í mörgum einbýlisherbergjum vegna húsnæðisvandræða stúdenta.
1956
Stúdentaráð samþykkir tillögu að ráðast í byggingu Hjónagarða.
1957
Stúdentar fá fulltrúa í háskólaráð. Með lögum settum þetta ár fengu stúdentar einn fulltrúa í háskólaráði. Frá árinu 1978 fjölgaði síðan fulltrúum stúdenta í fjóra en auk þeirra áttu sæti í ráðinu háskólarektor, deildarforsetar og tveir fulltrúar Félags háskólakennara. Með breyttum lögum um Háskóla Íslands frá 1999 fækkaði aftur í ráðinu en fengu þá stúdentar tvo fulltrúa sem kosnir voru beint af stúdentum.
1959
Fjármagn til Stúdentaráðs. Fjármagnið gerði Stúdentaráði kleift að ráða fastan starfsmann.
1968
Félagsstofnun Stúdenta stofnuð. Háskólaráð og Stúdentaráð stóðu að stofnun FS sem tók við rekstri Stúdentagarðanna, kaffistofu stúdenta í Aðalbyggingunni, Bóksölu Stúdenta, Ferðaþjónustu stúdenta og barnaheimilisins Efri-Hlíðar.
1969
Stúdentar taka fyrst þátt í kosningum til rektors.
1972
Stúdentar mótmæla komu William Rogers. Stúdentar stóðu fyrir mótmælum í Árnagarði vegna heimsóknar William Rogers, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mótmælendum tókst jafnframt að koma í veg fyrir heimsókn ráðherrans.
1974
Fyrsti kvenkyns formaður Stúdentaráðs kjörin. Arnlín Ólafsdóttir læknanemi var kjörin formaður Stúdentaráðs í mars 1974. Hún var fyrsta konan til að sinna því starfi og gerði hún kvenréttindi að baráttumáli stúdenta.
1975
Verkfall stúdenta. Stúdentar fóru í tveggja daga verkfall í október árið 1975 til að mótmæla skerðingu námslána.
1934 Fyrstu Stúdentagarðar teknir í notkun. First student residence hall opens. 1957
Students gain representation on the University Council. That year, a law was passed requiring the University Council to have one student representative. After 1978, the number of student representatives increased to four. Other members of the council include the rector, the department heads, and two representatives from the Association of University Teachers. The law was amended in 1999, reducing the number of student representatives to two. They are directly elected by the student body.
1959
Student Council receives additional funding. The funding allowed the Council to hire a permanent employee.
1968
Student Services (FS) founded. The University Council and Student Council jointly formed FS, which took over operation of student housing, the student café in Aðalbygging, the student bookstore, student travel agency, and the daycare center Efri-Hlíð.
1969
Students have the opportunity to vote for the rector for the first time.
1972
Students protest the visit of William Rogers. Students organized a protest in Árnagarður to oppose then-US Secretary of State William Rogers’ planned visit to view manuscripts at the Árni Magnússon Institute. The protestors succeeded and Rogers left without entering the building.
1974
First female Student Council president elected. Medical student Arnlín Ólafsdóttir was elected Student Council President in March 1974. She was the first woman to hold the position and made women’s rights a key issue for students.
1975 1972 Stúdentar mótmæla komu William Rogers. Students protest the visit of William Rogers.
SIGRAR STÚDENTARÁÐS Í 100 ÁR 100 YEARS OF STUDENT COUNCIL SUCCESS
Student strike. Students went on a twoday strike in October 1975 to protest student loan cuts.
43
STÚDENTABLAÐIÐ 1975
FS opens the Student Cellar. The Student Cellar was a popular gathering place for students - and still is today, just in a different location.
1976
Student protests. On November 15, students protested new student loan rules by gathering at the Ministry of Education. Among the protesters was Össur Skarphéðinsson, who later became a member of Parliament and a government minister.
1975 Stúdentakjallarinn tekur til starfa á vegum Félagsstofnunar stúdenta. FS opens the Student Cellar. 1975
Stúdentakjallarinn tekur til starfa á vegum Félagsstofnunar stúdenta. Stúdentakjallarinn var mjög vinsæll samkomustaður stúdenta og er það enn í öðrum húsakynnum.
1976
Stúdentar mótmæla. Þann 15. nóvember mótmæltu stúdentar nýrri tilhögun og reglum um námslán með því að safnast saman í menntamálaráðuneytinu. Meðal þeirra var Össur Skarphéðinsson, sem síðar varð alþingismaður og ráðherra.
1987
Fleiri konur en karlar í háskólanum. Þetta ár urðu konur í fyrsta sinn fleiri en karlar á meðal stúdenta og hafa síðan verið í meirihluta. Konur voru í miklum minnihluta á meðal stúdenta Háskóla Íslands fyrstu árin en á 20 ára afmæli skólans voru aðeins 8 konur skráðar til náms eða um 5% stúdenta. Fjöldi kvenstúdenta jókst hægt en í kringum 1970 fjölgaði þeim hraðar og fór úr 25 í 39% af heildarfjölda nemenda.
1994
Stúdentaráð aflar fjár til ritakaupa í Þjóðarbókhlöðu. Stúdentaráð hóf þjóðarátak til söfnunar fjár til ritakaupa í Þjóðarbókhlöðu. Þáverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var verndari átaksins sem gaf af sér 22,5 milljónir króna.
1998
Nám á nýrri öld. Stúdentar sem og Hollvinir Háskóla Íslands réðust í söfnunarátak fyrir bættum tölvukosti innan háskólans. Yfirskrift söfnunarinnar var Nám á nýrri öld og voru vonir bundnar við að safna um 20 milljónum í fjárframlögum og vél- og hugbúnaði.
1976 Stúdentar mótmæla. Student protests. 1978
Female students outnumber male s tudents. For the first time, more women than men were enrolled at the university. Women have made up the majority of the student body ever since. In the university’s early years, women were very much in the minority; in fact, as the university celebrated its 20-year anniversary, just eight women were enrolled, representing a meager 5% of all students. The number of female students went up gradually until about 1970, when the percentage of female students rocketed from 25% to 39%.
1994
Student Council raises money to urchase more books for the National p University Library. The Student Council launched a national fundraising campaign to purchase additional volumes for the library’s collection. Then-President Vigdís Finnbogadóttir was a patron of the campaign, which raised 22.5 million krónur.
1998
1987 Fleiri konur en karlar í háskólanum. Female students outnumber male students.
SIGRAR STÚDENTARÁÐS Í 100 ÁR 100 YEARS OF STUDENT COUNCIL SUCCESS
Higher education in the new millennium. Students and supporters joined forces to raise money toward technological improvements on campus. The goal of the campaign was to raise about 20 million krónur in monetary donations, equipment, and software.
44
THE STUDENT PAPER 2004
Mótmæla skólagjöldum. Í marsmánuði 2004 söfnuðust nemendur Háskóla Íslands fyrir utan Aðalbyggingu skólans til að mótmæla að skólagjöld yrðu sett á. Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsti yfir andstöðu við þessar hugmyndir og töldu að hægt væri að finna aðrar lausnir á fjárhagsvanda skólans. Stúdentaráð hóf undirskriftarsöfnun meðal nemenda skólans en þar söfnuðust yfir 3000 undirskriftir.
2007
Félagsstofnun stúdenta flytur á Háskólatorg. FS flytur alla starfsemi sína í Háskólatorg og opnar þar Bóksölu stúdenta og Hámu.
2012
Stúdentakjallarinn endurreistur. Stúdentakjallarinn opnar á ný og verður aftur einn helsti veitinga- og samkomustaður nemenda við skólann.
2013
Stúdentaráð stefnir íslenska ríkinu vegna LÍN. Stúdentaráð stefndi Lánasjóði Íslenskra Stúdenta sumarið 2013 vegna breytinga á útlánareglum sjóðsins. Breytingarnar földu í sér að auka lágmarkskröfu námsframvindu úr 18 einingum í 22 á önn. Stúdentaráð hafði betur þegar dæmt var í málinu í lok ágústmánaðar sama ár. Þetta var í fyrsta skipti sem Stúdentaráð hefur stefnt íslenska ríkinu.
2019
Stúdentar hefja loftslagsverkföll. Í febrúar 2019 hóf Stúdentaráð, í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta og Samband íslenskra framhaldsskóla, loftslagsverkföll á hverjum föstudegi. Krafa verkfallanna er sú að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála og að þau ásamt fyrirtækjum grípi til aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni. Verkföllin voru innblásin af verkföllum Gretu Thunberg, Fridays for future. Loftslagsverkfallið hlaut viðurkenningu frá Reykjavíkurborg og var valin maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sama ár tók alþjóðafulltrúi stúdenta til starfa í fyrsta sinn á skrifstofu Stúdentaráðs.
2020
Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar aldarafmæli. Stúdentaráð fagnar aldarafmæli, öflugra en aldrei fyrr. Meðal mála á borði ráðsins voru nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna, áframhaldandi barátta fyrir aðgerðum í loftslagsmálum, afleiðingar og áhrif kórónuveirufaraldursins m.a. á stöðu stúdenta í námi sem og á vinnumarkaðnum. Á starfsárinu náðust ýmsir sigrar. Uppbygging stúdentagarða við Gamla Garð hófst eftir langa baráttu, og tanngreiningum á börnum og ungmennum á flótta var hætt innan veggja háskólans.
2004
School fees protested. In March 2004, UI students gathered in front of Aðalbygging to protest the introduction of school fees. The Student Council declared its opposition to the proposal and argued for other solutions to the school’s financial troubles. The Student Council started a petition and gathered over 3000 student signatures.
2007
Student Services moves to the University Center. Student Services moved all its operations to the University Center and opened Háma and the student bookstore.
2012
Student Cellar reopened. The Student Cellar was resurrected and once again became the most popular place for students to gather and eat.
2013
Student Council challenges the Icelandic government in court over the Icelandic Student Loan Fund. The case, which was brought before the court in summer 2013, stemmed from changes made to loan allocation rules. The changes involved raising the minimum progress requirements from 18 credits per semester to 22. The court ruled in the Council’s favor in August that same year. This case marked the first time that the Student Council challenged the Icelandic government in court.
2019
Students begin climate strikes. In February 2019, in collaboration with the National Union of Icelandic Students and the Icelandic Upper Secondary Student Union, the Student Council began holding climate strikes every Friday to demand that the government declare a climate emergency and, along with the private sector, take action to mitigate the climate crisis. These strikes were inspired by Greta Thunberg’s famous Fridays for Future. The climate strike was recognized by the City of Reykjavík and selected as person of the year by news networks Stöð 2, Vísir, and Bylgjan. The same year, the Student Council added an international representative to its staff.
2020
2019 Stúdentar hefja loftslagsverkföll. Students begin climate strikes.
SIGRAR STÚDENTARÁÐS Í 100 ÁR 100 YEARS OF STUDENT COUNCIL SUCCESS
Student Council celebrates its centennial. Now in its one hundredth year, the Student Council is stronger than ever before. The Council has addressed a wide variety of issues this year, responding to the new student loan bill, continuing to fight for actions to be taken to address the climate crisis, and dealing with the impacts of the coronavirus pandemic on students’ academic careers and job prospects. Despite unprecedented challenges, we’ve had great success this year. For instance, construction of a new residence hall next to Gamli Garður began after a long battle, and the university stopped providing dental age assessments of young asylum seekers.
45
STÚDENTABLAÐIÐ
Malbik og margarítur GREIN ARTICLE Kolfinna Tómasdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Ragnhildur Ragnarsdóttir
From Beaches and Margaritas to Asphalt and Wool Socks
MYNDIR PHOTOS Aðsendar Contributed
Síðasta vetur rættist langþráður draumur minn. Umsókn mín um framhaldsnám við Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka, UPEACE, var samþykkt fyrir skólaárið 2020-2021. Þar ætlaði ég að nema alþjóðalög og úrlausn deilumála (e. International Law and the Settlement of Disputes), en þetta framhaldsnám var stór ástæða þess að ég ákvað að læra lögfræði við HÍ til að byrja með. Tilhlökkunin var mikil og planið var að taka pásu frá meistaranáminu hér heima meðan á dvölinni úti stæði, koma svo heim aftur til að ljúka meistaragráðunni í HÍ. Í byrjun 2020 fannst mér sem ég væri strax komin með frosna margarítu í hönd og Hawaiian Tropic túbuna í hina á meðan ég æfði mig í spænskunni og heimsótti mismunandi strendur hverja helgi, þess á milli sem ég nam fræðin af kappi. Ég ætlaði mér að ferðast um Mið- og Suður-Ameríku þar sem ég myndi læra tangó í Buenos Aires, ganga Inkaslóðina til Machu Picchu, sigla niður Amazon og svo margt fleira. Ævintýrin voru endalaus. Það leið ekki á löngu þar til þessi langþráðu plön urðu fjarlægir draumar þar sem margarítunum var skipt út fyrir hvítan Monster og sólarvörninni fyrir kuldakrem og sprittbrúsa. COVID-19 kom og á svipstundu breyttust framtíðarplönin, nýr veruleiki var í mótun og við þurftum öll að aðlagast hratt. Næstu mánuðina var allt í lausu lofti og ég vissi ekki hvað var framundan, í hvaða heimsálfu ég myndi búa, hvort ég ætti að fresta náminu úti um ár og þá við hvorn skólann ég myndi læra á komandi skólaári. Sumarið fór í að skipuleggja plan A, B og C en rúmum 2 vikum fyrir áætlaða brottför varð ljóst að af henni myndi ekki verða. Búið var að úthluta öðrum íbúðinni minni á Stúdentagörðunum og í stað þess að kveðja dásamlegu Lindargötuna með vegabréfið í hönd var ferðinni heitið heim til mömmu. Tekjulaus, sólarlaus og óviss um hvað væri klókast að gera ákvað ég að hefja nám við UPEACE í fjarnámi og klára samhliða þá áfanga sem ég átti eftir við HÍ. Ég áttaði mig á því að önnin yrði strembin, en með þessu móti gæti ég teygt dvölina í Kosta Ríka í hinn endann ef ég þyrfti ekki að drífa mig heim til Íslands til að mæta í tíma haustið 2021. Þetta var hið fullkomna plan, þar til önnin hófst og ég áttaði mig á því hversu þung hún myndi verða.
Last winter, my long-awaited dream came true. My application for graduate studies at the United Nations’ University for Peace (UPEACE) in Costa Rica for the 2020-2021 school year was accepted. My plan was to study International Law and the Settlement of Disputes, a program that played a big role in my decision to study law at the University of Iceland (UI). I was extremely excited, and the plan was to take a break from my postgraduate studies here in Iceland while in Costa Rica and then return and finish my master´s degree at UI. At the beginning of 2020, I already felt like I had a frozen margarita in one hand and a bottle of Hawaiian Tropic in the other while I practised my Spanish and visited different beaches each weekend during short breaks from my enthusiastic studies. I was going to travel around Central and South America. I would learn some tango in Buenos Aires, walk the Inca trail to Machu Picchu, sail down the Amazon River, and so much more. The adventures were endless. But before long, these long-awaited plans became a distant dream. Margaritas were replaced with white Monster and sunscreen for cold creams and bottles of hand sanitizer. COVID-19 hit, and in an instant, all future plans changed. A new reality was upon us, and everyone had to adjust fast. Over the next months, everything was up in the air, and I didn’t know what lay ahead, on which continent I would live, whether I should postpone my courses in Costa Rica for one year, or at which university I would study for the next two terms. I spent the summer making plans A, B, and C but just a little more than two weeks before my planned departure, it became clear that I wasn’t going anywhere. My apartment in student housing had been rented out to someone else, and instead of saying goodbye to wonderful Lindargata with my passport in hand, I headed home to stay with my mom instead. With no income, no sun, and unsure as to what would be the wisest thing to do, I decided to start my program at UPEACE through distance learning, while simultaneously finishing my courses at UI. I realized that the semester would be hard, but by doing it this way I could extend my stay in Costa Rica at the end of my term there and would not have to hurry home to start classes in Iceland in autumn 2021. It seemed like a perfect plan – that is, until the term began, and I realized just how hard it would actually be. It’s amazing to reflect on the way that our fixed plans almost never seem to turn out quite the way we thought they would at the beginning. Life interferes, changing our circumstances or even directing us in completely different directions that we had never even considered, leading us down paths that teach us even more. I still do not know how to digest this year, but I certainly realize how lucky I am to have a roof over my head during this pandemic. The law department in Costa Rica consists of 20 individuals from 14 different countries. At the beginning, planning and dividing my time between two schools was a challenge, but the way the course schedules were structured meant that I mostly attended UI classes in the mornings and UPEACE classes in the afternoons. In the evenings, I’ve been working on assignments
46
THE STUDENT PAPER
Það er svo merkilegt hvernig fastmótuð plön virðast sjaldnast verða eins og við héldum í upphafi. Lífið grípur inn í og breytir aðstæðum eða stýrir okkur jafnvel í allt aðra átt sem við höfðum aldrei hugleitt, átt sem kennir okkur jafnvel meira. Ég veit ekki enn hvernig ég á að melta þetta ár, en mér er svo sannarlega ljóst hversu heppin ég er að hafa þak yfir höfuðið í þessum heimsfaraldri. Lagadeildin úti telur um 20 einstaklinga frá 14 löndum. Til að byrja með átti ég erfitt með að skipuleggja hvenær ég ætti að sinna hvorum skóla en stundatöflurnar röðuðust nokkurn veginn þannig að ég hef sinnt HÍ flesta daga fyrir hádegi og UPEACE eftir hádegi, þar sem kvöldin hafa farið í þau verkefnaskil sem eru handan við hornið og helgarnar í að vinna upp og vinna mér í haginn hin ýmsu verkefni. Tímamismunurinn hafði meiri áhrif en ég hafði gert mér grein fyrir, en Ísland er 6 klukkutímum á undan Kosta Ríka. Fyrst um sinn fannst mér óþægilegt að mæta í tíma alla eftirmiðdaga og fram á kvöld þegar síðdegisþreytan fór að segja til sín á meðan helmingurinn af bekknum var á fyrsta kaffibollanum og nýbúinn að nudda stýrurnar úr augunum í kennslustofunni í Kosta Ríka. Tempóið var ekki það sama þvert á hópinn en ég varð þakklát fyrir mitt tímasvæði þegar ég áttaði mig á því að Julietta frá Finnlandi missir af kvöldmatnum með meðleigjendum sínum og borðar afganga öll virk kvöld, og félagi minn Toru frá Japan er kominn í svefngalsa í miðjum tíma því klukkan er komin yfir miðnætti hjá honum og að nálgast þrjú um nótt í lok kennslustundar þegar nemendurnir í Kosta Ríka fara saman í hádegismat og ræða fyrirlestur dagsins. Það er ekki bara tímamismunurinn sem hefur einkennt nemendahópinn frá mismunandi svæðum heimsins, en það að nema úrlausn deilumála með jafn fjölbreyttum hópi hefur verið ómetanleg upplifun. Ég áttaði mig snemma á því að á þessu ári mun ég ekki einungis læra mikið í krefjandi námi á öðru tungumáli, heldur hversu mikið ég mun læra af samnemendum mínum frá öðrum menningarheimum. Það varð ljóst fyrstu vikuna í náminu, þegar nemendur áttu að nefna helstu deilumálin í fjölmiðlum heima hjá sér þar sem nemandi frá Cameroon talaði um mánudagsútgöngubannið og nemandi frá Nígeríu lýsti mótmælum sem voru orðin verulega ofbeldisfull – á sama tíma var helsta deilumálið í fjölmiðlum á Íslandi um hvort það ætti að malbika veg í Öskjuhlíðinni eða ekki. Á svipstundu bliknuðu deilurnar sem ég upplifði í samanburði við daglegt brauð samnemenda minna. Til að byrja með átti ég mjög erfitt með fjalla um deilumál innan Íslands, en eftir því sem líður á námið finn ég styrk í því að Ísland sé friðsælt og að hér á landi ríki mesta jafnrétti í heimi, þrátt fyrir að við eigum enn langt í land. Hópavinnan hefur hingað til gengið þokkalega smurt fyrir sig þar sem tímamismunurinn er ekki óyfirstíganlegur, en ég væri svo gjarnan til í að skipta ullarsokkunum og heimaæfingunum á stofugólfinu heima hjá mömmu út fyrir sandala og hádegismat með samnemendum, þrátt fyrir grímuskyldu á skólalóðinni. Að vera í rafrænu námi er, eins og við þekkjum eflaust öll, gríðarlega mikið álag og það er mikilvægt að muna eftir daglegum göngutúrum og að þetta er tímabundið ástand. Áhyggjurnar eru miklar, fjölbreyttar og sumir dagar eru erfiðari en aðrir, og það er bara allt í lagi. Þetta er erfitt, en við komumst í gegnum þetta saman. Námið við UPEACE hefur verið gríðarlega gefandi og undir lok fyrstu annarinnar get ég með sanni sagt að þetta nám mun hafa mikil áhrif á sýn mína á heiminn og hvernig ég mun leysa úr hinum ýmsu deilumálum í starfi og einkalífi í framtíðinni. Ég er sannfærð um að þessi óvænta reynsla haustannarinnar muni gera mig sterkari og þakklátari fyrir lífið og tilveruna, og ég hlakka til að læra meira, en allra mest hlakka ég til að fá margarítuna í hönd með þykku lagi af sólarvörn í lok ársins 2020.
that are due soon, and weekends I use to catch up and work ahead on various projects. The time difference has had a greater effect than I anticipated in the beginning, Iceland being six hours ahead of Costa Rica. At first, I didn’t like attending classes all afternoon and into the evening, getting hit by afternoon tiredness while half the class was enjoying their first cup of morning coffee and still rubbing the sleep from their eyes in the classroom in Costa Rica. The tempo was not the same throughout the group, but I became thankful for my time zone when I realized that Julietta from Finland has to miss dinner with her roommates and eat leftovers every weeknight, and my classmate Toru from Japan is giddy with exhaustion by the middle of class, because where he is, it’s already after midnight, and it’s nearing 3 AM by the end of the class. Meanwhile, the students in Costa Rica go have lunch together and chat about the day’s lecture. It isn’t only the time difference that has characterized the group of students from different areas of the world; being able to study the settlement of disputes with such a varied group has been a priceless experience. Early into the semester, I realized that I would not only study and learn demanding material in another language, but also how much I would learn from my fellow students from other cultures. It became clear during the first week, when students were asked to name the most controversial issues in their area in the media at the time, where a student from Cameroon spoke about the Monday curfew and a student from Nigeria described protests that were becoming very violent – during the same time in Iceland, the main controversial issue was whether the road at Öskjuhlíð should be paved or not. In an instant, all the conflicts that I was experiencing faded compared to the daily issues my fellow students were facing. To begin with, I had a hard time discussing controversial issues in Iceland, but as time goes on, I’ve found strength in the fact that Iceland is a peaceful country, and although we still have a long way to go, we live in a country that respects equal rights. Up to now, the group work has been fairly good, as the time difference is not too bad, but I would gladly switch my woollen socks and home workouts on my mother’s living room floor for sandals and lunch with my fellow students, despite having to wear a mask on campus. As we probably all know, studying online is extremely draining, and it’s important not to forget to take those daily walks and to remember that this situation is only temporary. The worries are big and varied, and some days are just more difficult than others, but that’s okay. It’s difficult, but we will get through this together. My studies at UPEACE have been extremely rewarding, and now, coming to the end of the first term, I can truly say that this program will have a lot of influence on the way I look at the world and how I will resolve different issues that will arise in my future, both in my professional life and my personal life. I am convinced that the unexpected experience of this semester will make me stronger and more grateful for life, and I look forward to learning even more, but mostly I look forward to having a margarita in hand and a thick layer of sunscreen at the end of 2020.
MALBIK OG MARGARÍTUR FROM BEACHES AND MARGARITAS TO ASPHALT AND WOOL SOCKS
47
STÚDENTABLAÐIÐ
Að sitja í festum á 21. öld GREIN ARTICLE Karitas M. Bjarkadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Högna Sól Þorkelsdóttir
Long-Distance Relationships in the 21st Century „Ekkert er íslenskara en að vera kona á Íslandi sem á mann í margra ára löngum erindagjörðum í Evrópu. Þetta er hefð, ekki fjarsamband.“ – Lóa Björk Björnsdóttir
Síðasta haust flutti maki minn til Þýskalands undir því yfirskini að læra stærðfræði í tvö til þrjú ár. Ég hef túlkað það sem tækifæri til að upplifa þessa einstöku hefð íslenskra kvenna og kynnast þannig raunveruleika kynsystra minna á þann hátt sem aðeins er hægt í gegnum lífið sjálft. Þetta er samt ekki eintómur dans á rósum, jafnvel þó það virðist sjarmerandi í fyrstu að sitja heima við útsaum og horfa dreymin út um gluggann, bíðandi eftir því að verða sameinuð með ástinni sinni á ný. Þvert á móti eru fjarsambönd heilmikil vinna, þetta geta öll þau sem ég þekki í þessari stöðu kvittað fyrir. Í kringum mig virðast sífellt fleiri vera í þessari stöðu og þess vegna finnst mér upplagt að ausa úr mínum fjarsambandsviskubrunni, ef ske kynni að það gildi um einhverja lesendur Stúdentablaðsins, og gjöriði svo vel. FINNIÐ TAKTINN Hvernig hentar ykkur best að heyrast? Eitt langt spjall í myndbandsspjalli á dag, mörg stutt í síma eða eitthvað þar á milli? Er tímamismunur sem þarf að taka með í reikninginn, og hvernig viljið þið tækla hann? Það er mikilvægast í þessu öllu saman að báðir aðilar séu sáttir við fyrirkomulagið. Ef þið finnið að það sem þið eruð að gera núna gengur ekki upp, breytið þá til! NÝTIÐ TÍMANN Í því álagssamfélagi sem við búum í er normið að vera upptekin. Þess vegna getur stundum verið erfitt að standa við þann tíma sem þið hafið tekið frá fyrir spjall alla daga og það er um að gera að nýta tímann. Hringið á meðan þið eruð í strætó, að labba í búðina eða í mat í vinnunni. Búið til tíma og rými fyrir hvort annað. EKKI GLEYMA STEFNUMÓTUNUM Það er vel hægt að fara á deit í gegnum tölvuna, til dæmis með því að panta ykkur einhvern góðan take-away mat og opna rauðvínsflöskur í sitthvoru landinu, en borða saman. Eða setja á ykkur maska og taka saman dekurkvöld, horfa á bíómyndir og þætti í gegnum þar til gerð forrit í tölvunni eða spila í gegnum netið. Chrome viðbótin TeleParty gerir fólki til dæmis kleift að horfa samtímis á Hulu, Netflix, Disney+ eða HBO og ég mæli eindregið með að finna ykkur þætti til að horfa á saman. Einn Gilmore Girls fyrir háttinn með makann í myndbandsspjalli í hinum glugganum í tölvunni er ekki alveg eins og að kúra saman yfir sjónvarpinu, en það er samt notaleg leið til að ljúka deginum.
“Nothing is more Icelandic than being a woman in Iceland with a spouse on a years-long stint in Europe. It’s a tradition, not a long-distance relationship.” - Lóa Björk Björnsdóttir Last fall, my spouse moved to Germany under the pretext of studying mathematics for two to three years. I’ve interpreted this as an opportunity to experience this unique tradition of Icelandic women and get to know the reality of my sisters in the only way possible, through life itself. It’s not a bed of roses, even though it seems charming at first - sitting at home over your cross stitching and staring dreamily out the window, waiting to be reunited with your love once again. On the contrary, long-distance relationships are a lot of work; everyone I know who has been in this situation can attest to that. It seems as though there are more and more people around me in this situation, and that’s why I thought it would be ideal to share my wealth of knowledge on long-distance relationships, in case something might be of relevance to the readers of the Student Paper. Enjoy! FIND A RHYTHM
What’s the best way for you two to communicate? One long video call a day, many short conversations over the phone, or something in between? Is there a time difference you need to take into account, and how will you tackle that? The most important thing in this situation is that both partners are content with the arrangement. If you see that something you’re doing now isn’t working, change it! MAKE THE MOST OF YOUR TIME
In today’s society, it’s normal to be constantly busy. That’s why it can be difficult to always stick to the time you and your partner have set aside to speak every day, and that’s why it’s good to make the most of your time. Call when you’re on the bus, walking to the store, or during your lunch break at work. Make time and space for each other. DON’T FORGET DATES
It’s absolutely possible to go on a date online, for example by ordering some good take-out and opening bottles of wine in separate countries, but eating together. Or putting on a face mask and having a night of pampering, watching movies or series through an app, or playing online games. The Chrome extension TeleParty lets people watch Hulu, Netflix, Disney+, or HBO together, and I really recommend finding a series to watch together. One episode of Gilmore Girls before bed with your partner on a video call in a different tab isn’t quite the same as cuddling in front of the TV, but it’s nice to finish off the day together. KNOW WHEN YOU’RE MEETING UP NEXT
It does wonders to know exactly when you will see your partner again. Then you can count down the
48
THE STUDENT PAPER
VITIÐ HVENÆR ÞIÐ HITTIST NÆST Það hjálpar ótrúlega mikið að vita nákvæmlega hvenær þið sjáist næst. Þá er hægt að telja niður dagana og hafa eitthvað til að hlakka til, og þó það séu einhver skekkjumörk á dagsetningunni þá eruð þið að minnsta kosti ekki í lausu lofti í fjarsambandslandi. Þetta er það atriði sem COVID hefur leikið hvað mest grátt en er líka eitt mikilvægasta atriðið, að mínu mati.
days and have something to look forward to, and even though the exact date might change a bit, at least you’re not just floating aimlessly in long-distance relationship land. This is something COVID has made very difficult, but this is one of the most important things you can do, in my opinion. ALLOW YOURSELF TO BE SILLY TOGETHER
LEYFIÐ YKKUR AÐ VERA KJÁNALEGT KÆRUSTUPAR Það er ekkert sem fjarsambandspör eiga meira skilið fyrir alla þeirra vinnu og þrautseigju en að fá bara að vera kjánalegt og klisjukennt par í friði. Skoðið myndir af hvoru öðru og setjið einhverja sæta í opnuskjáinn á símanum ykkar. Látið mála af ykkur mynd til að hengja upp inni hjá ykkur eða prentið út myndir í sama tilgangi. Kaupið fjarsambandsarmbönd sem titra þegar hinn aðilinn snertir sitt, til að segja að þið hugsið til hvors annars. Það skiptir í grunninn ekki máli, gerið það sem hjálpar ykkur að muna hvers vegna þetta er allt þess virði. ALLT TEKUR ENDA Í langflestum tilfellum eru fjarsambönd tímabundin lausn. Reynið að muna að þetta tekur enda og fyrr en varir verðið þið í sama landshluta og maki ykkar. Það þarf ekki meira.
THIS TOO SHALL PASS
In the vast majority of cases, long-distance relationships are a temporary solution. Try to remember that this too shall pass, and you and your partner will be together in the same country before you know it. And that’s all you need.
Tunglskinssónatan Moonlight Sonata GREIN ARTICLE Maicol Cipriani
ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir
Árið í ár markar 250 ára afmæli Ludwig van Beethoven. Hann fæddist í desember árið 1770 í Bonn í Þýskalandi. Upphaflega ætlaði ég að skrifa grein um „snillinginn frá Bonn“, en ákvað þess í stað að leyfa verkum Beethovens að tala. Því hef ég sett saman lagalista af verkum sem ég mæli með. Fyrsta tónsmíðin á listanum mínum er hin svokallaða Tunglskinssónata.
Píanó sónata nr. 14 í cís-moll (Sonata quasi una fantasia í cís-moll Ópus 27, Tunglsskinssónatan) Fyrsti þáttur – Adagio sostenuto, cís-moll Annar þáttur – Allegretto, Des-dúr Þriðji þáttur – Presto agitato, cís-moll
There’s nothing that a long-distance couple deserves more for all their hard work and endurance than to let themselves be a silly and cliché couple in peace. Look at pictures of each other and choose a cute one be your lock screen. Have a painting made to hang up or print pictures for the same purpose. Buy long-distance relationship bracelets that vibrate when the other person touches theirs, to let each other know you’re thinking of the other person. In the end, it doesn’t matter how, just do something that reminds you why this is all worth it.
„Hver sá sem skilur tónlistina mína mun vera frjáls undan þeirri eymd sem aðrir menn draga á eftir sér.“ Ludwig van Beethoven
Tunglskinssónatan er eitt þekktasta verk Ludwig van Beethovens. Sónatan er rómantískt verk sem fylgir ekki hefðbundinni formgerð klassísku sónötunnar, þar sem hún byrjar á hægum kafla. Hún er ekki einungis tónsmíð, hún er hluti af sál Beethovens.
This year marks the 250th anniversary of Ludwig van Beethoven's birth. He was born in Bonn, Germany in December 1770. My initial intention was to write an article about the so-called genius of Bonn, but then I decided to just let his work do the talking. That’s why I put together a playlist of recommended pieces. The first composition on my playlist is the so-called Moonlight Sonata. Piano Sonata No. 14 in C# Minor (Sonata quasi una fantasia in C-sharp minor Opus 27, Moonlight Sonata), First movement – Adagio sostenuto, C-sharp minor Second movement – Allegretto, D-flat major Third movement – Presto agitato, C-sharp minor The Moonlight Sonata is one of Ludwig van Beethoven’s most famous compositions. It’s a romantic piece that doesn't follow the traditional movement arrangement of the classical period. It's more than just a musical creation, it's a piece of Beethoven's soul. Beethoven completed the sonata in 1801, and in 1802 he dedicated it to the Italian Countess Giulietta Guicciardi. The genius of Bonn gave his sonata the Italian title “Sonata quasi una fantasia”, which means “Sonata almost like a fantasy”. In 1801, Beethoven became Giulietta’s piano teacher. He became highly infatuated with her and soon fell in love with her. He proposed to Giulietta, but her father forbade her to accept him because he was “without rank, fortune or permanent engagement”.
49
STÚDENTABLAÐIÐ
Beethoven lauk við sónötuna árið 1801 og árið 1802 tileinkaði hann ítölsku greifynjunni, Giulietta Guicciardi, hana. Snillingurinn frá Bonn skýrði sónötuna „Sonata quasi una fantasia” á ítölsku, en það merkir „Sónata, næstum fantasía“. Árið 1801 varð Beethoven píanókennari Giuliettu. Hann heillaðist af henni og varð fljótlega ástfanginn. Hann bauð Giuliettu en faðir hennar var á móti þeim ráðahag þar sem Beethoven var „án tignar, auðs og atvinnu“. Í fyrsta þætti sónötunnar er dulúð og depurð. Þar finnast engin vegsummerki þess bráðlyndis eða ofsa sem kemur með stormasömum, sláandi óðum og gáskafullum þriðja þætti, presto agitato. Byrjun sónötunnar er draumkennd og sem úr öðrum heimi en hún flytur hlustendur inn í friðsæla miðsumarnótt. Þýski tónlistargagnrýnandinn Ludwig Rellstab skrifaði að við hlustun á byrjun sónötunnar kæmi í hugann mynd af tunglsljósi sem endurkastaðist á Luzern-vatni. Síðan þá hefur verkið verið þekkt sem Tunglskinssónatan. Svikin koma hins vegar í ljós eftir nokkra takta; tónlistinni svipar til útfararsálms. Líkja má fyrsta þætti sónötunnar við tónlistina sem Mozart skrifaði fyrir Don Giovanni, þar sem Don Giovanni stingur höfuðsmanninn til dauða í einvígi. Í huga píanistans Edwin Fischer var enginn vafi á því að Beethoven hafi samið fyrsta þátt sónötunnar með því að flytja hluta úr óperu Mozarts yfir í cís-moll. Einangrun, andvörp, vonleysi og melan kólía einkenna fyrsta þátt Tunglskinssónötunnar. Er það ómöguleg ást eða kannski forboðin ást? Eða jafnvel vangaveltur um dauðann? Í þriðja þætti spilar hann hraða brotna hljóma eins og hann sé að létta á blæðandi hjarta og virkar mjög ákafur. Var hann reiður út í föður greifynjunnar? Eða reiður út í heiminn? Þó kemur logn á eftir storminum. Í lok þriðja þáttar virðist reiði Beethovens dvína. En hvað varðar annan þátt? Franz Liszt lýsti honum sem „blómi milli tveggja hyldjúpa“. Skilningurinn er sá að þessi tvö „hyldjúp“ séu fyrsti og þriðji þáttur. Á þessum tíma var Beethoven farinn að sýna merki um heyrnarleysi og leit á líf sitt sem röð af kíkótískum blekkingum og tálbrigðum, en hann gerði sér grein fyrir því að tónlistin væri hjálpræði sitt, leið til þess að frelsast. Afmælislagalisti Beethovens Píanósónata Nr. 14 í cís-moll, Op. 27 (Tunglskinssónatan) Píanókonsert Nr. 3 í c-moll, Op. 37 Píanókonsert Nr. 5 í Es-dúr, Op. 73 Sinfonía Nr. 3 í Es-dúr, Op.55 (Einnig kölluð Hetjuhljómkviðan. Á ítölsku: Sinfonia Eroica) Sigur Wellingtons Op. 91 (Á þýsku: Wellingtons Sieg) Egmont, Op. 84, Forleikur Sinfonía Nr. 5 í c-moll, Op. 67 Rómansa fyrir fiðlu og hljómsveit (Á þýsku: Romanzen für Violine und Orchester) Nr. 2 í F-dúr, Op. 50 Píanósónata Nr. 30 í E-dúr, Op. 109 Píanósónata Nr. 31 í As-dúr, Op. 110 Píanósónata Nr. 32 í c-moll, Op. 111 Sinfonía Nr. 9 í d-moll, Op. 125 Stóra fúgan (Á þýsku: Große Fuge) (e. The Great Fugue / The Grand Fugue), Op. 133 Strengjakvartett Nr. 16 í F-dúr (1826), Op. 135
TUNGLSKINSSÓNATAN MOONLIGHT SONATA
“Whoever understands my music will remain free from the miseries that the other men are dragging with them.” Ludwig van Beethoven
The first movement contains mystery and tragedy. It doesn’t include any clues about the temper or frenzy that will come later from the stormy, strikingly arduous and berserkly sprightly third movement, the presto agitato. The beginning of the sonata is dreamy and otherworldly, shepherding you into a nocturnal scene, like an idyllic midsummer’s night. German music critic Ludwig Rellstab expressed his feelings about the incipit of the sonata, writing that for him it brought to mind a picture of moonlight reflecting on Lake Lucerne. Since then, the piece has been called “Moonlight Sonata”. However, after a few bars of music comes the disenchantment; the music approaches the character of a funeral march. The first movement resembles the music Mozart wrote for Don Giovanni, when Don Giovanni stabs the Commendatore to death in a duel. The pianist Edwin Fischer had no doubt that Beethoven composed the first part of the sonata Beethoven’s Birthday Playlist by transposing that passage of Mozart’s Piano Sonata No. 14 in C-sharp minor, opera into C-sharp minor. Solitude, Op. 27 (Moonlight Sonata) moaning, desperation, and melancholy Piano Concerto No. 3 in C minor, Op. 37 transpire from the first movement of Piano Concerto No. 5 in Eb major, Op. 73 Moonlight Sonata. Is it an impossible love - or better yet, a forbidden love? Or maybe Symphony No. 3 in Eb major, Op.55, even a contemplation about death? In the (also Italian Sinfonia Eroica, Heroic third movement, it seems like he is letting Symphony) out his acrimony in a hemorrhage of fast Wellington's Victory, Op. 91 arpeggios. He conveys the impression of Egmont, Op. 84, Overture a vehement man. Was he furious at the Symphony No. 5 in C minor, Op. 67 Countess's father? Or furious at the world? However, there is calm after the storm. At Romance for violin and orchestra No. 2 the end of the third movement, Beethoin F major, Op. 50 ven's rage seems to subside. As for the Piano Sonata No. 30 in E major, Op. 109 second movement? Franz Liszt described Piano Sonata No. 31 in Ab major, Op. 110 it as “a flower between two abysses”. It is Piano Sonata No. 32 in C minor, Op. 111 understood that the two “abysses” are the first and third movements. Symphony No. 9 in D minor, Op. 125 At that period, Beethoven was beginGrosse Fuge (German spelling: Große ning to show signs of deafness and saw Fuge, also known in English as the Great his life as a series of quixotic illusions and Fugue or Grand Fugue), Op. 133 disillusions, but he realized that his music String Quartet No. 16 in F major (1826), would have been his salvation, a way to set Op. 135 himself free.
50
THE STUDENT PAPER
Uppruni jólanna GREIN ARTICLE Unnur Gígja Ingimundardóttir ÞÝÐING TRANSLATION Högna Sól Þorkelsdóttir
The Origins of Christmas
Jólin eru á næsta leiti með allri sinni dýrð, en aðdragandi jólanna er ekki síður mikilvægur, undirbúningur hátíðarinnar hefst og allir fara að hlakka til. Þetta er tími ljóss og friðar, umhyggja, náungakærleikur og gleði barnanna er ríkjandi. Við hugsum um boðskap þeirra og hefðir og rifjum upp minningar frá æsku okkar. Margar jólahefðir eru enn í fullu gildi en einnig koma nýjar hefðir með nýjum kynslóðum. Gaman er að velta fyrir sér hvaðan hátíðin kemur og frá hverju hefðirnar eru dregnar. Vetrarsólstöðuhátíðir voru haldnar víða á norðurhveli jarðar löngu áður en kristni kom til sögunnar. Ætla má að skammdegið hafi verið erfiður tími fyrir fólk og ástæða til þess að fagna með hækkandi sól. Orðið jól og yule á ensku voru til löngu fyrir Krist og notuð yfir skammdegishátíðina sem þekktist víða. Á Norðurlöndunum þekktist að blóta „til árs og friðar“ en ár þýddi árgæska. Menn strengdu heit um afrek næsta sumars í ölæði sínu og reyndu svo að standa við þau. Tilgangur jólanna var mannfögnuður í vetrarmyrkrinu, tilefni til að drekka öl og eta. Þekkt var að bændur héldu miklar veislur þar sem allir fengu að vera með, þrælar jafnt sem aðrir og enginn skilinn eftir út undan. Svipuð hátíð var haldin á sama tíma á suðurhveli jarðar en þar fögnuðu menn heiðnum sólarguðum áður en kristni var tekin upp. Rómverjar höfðu þann sið að gefa hver öðrum gjafir 17.-23. desember. Þegar Rómverjar tóku upp kristni festist 25. desember sem fæðingardagur Jesú en dagurinn er einnig kenndur við fæðingardag keisarans. Þar sem Jesú var hinn eini sanni keisari fékk hann sína fæðingarhátíð og tók sæti sólarguðs og keisara. Undirbúningur hátíðarhaldsins er aðfangadagur en eins og nafnið gefur til kynna eiga öll aðföng að vera komin í hús. Um miðaftan 24. desember er heilagur tími og jólin koma með aftansöng kirkjunnar. Upprunalega er stuðst við gyðinglegt tímatal þar sem dagurinn byrjar við sólsetur eða kl 18:00 og er því 25. desember runninn upp þegar hátíðin hefst með veislumat og lýkur með gjöfum. Sums staðar er miðað við miðnætti eins og tímatalið okkar er í dag en á árum áður mátti heyra kirkjuklukkur hringja inn sunnudaga og aðra hátíðisdaga kl 18:00. Árni Björnsson. (2005, 12. desember). Hvernig fóru heiðin jól fram? Vísindavefurinn. Sótt (2020, 6. nóvember) af http://visindavefur.is/svar.php?id=5478
Christmas, in all its glory, is just around the corner, but the weeks leading up to it are just as important - everyone is excited and begins preparing for the holiday. It’s the time of light and peace, and the air is filled with care, kindness, and children’s laughter. We think of traditions and the message of Christmas and reminisce about childhood memories. Many Christmas traditions are alive and well today, but new generations start new traditions as well. It’s fun to contemplate where the celebration originated and where our traditions stem from. Winter solstice celebrations were held far and wide across the northern hemisphere before Christianity became prevalent. The winter darkness must have been difficult for people, and the solstice would have been a celebration of longer days and more sun to come. The word “Yule” predates Christianity and was used for the widely known solstice celebration. In the Nordic countries, it was common to offer sacrifices to the gods for prosperity and peace. In a drunken craze, people would swear oaths, declaring what they would accomplish the following summer, and tried to stand by them. The purpose of Yule was for people to come together and celebrate in the darkness of winter, an occasion to eat and drink. Farmers were known to hold huge feasts where everyone was invited, even slaves - no one was excluded. A similar celebration was held in the southern hemisphere. There, people celebrated pagan sun deities before Christianity became the main religion. The Romans had the tradition of giving each other gifts between December 17 and 23. When Romans took up Christianity, they began celebrating Jesus’ birthday on December 25, a date that is also connected to the emperor’s birthday. Since Jesus was the one true emperor, he got his own birthday celebration, taking the position of sun god and emperor. Christmas Eve is the day of preparation before the main event. Midnight on December 24 is a sacred time, when Christmas is welcomed with vespers at the church. Originally, the Jewish division of time was used, where the day began at sunset, or 18:00. In that tradition, December 25 begins with a festive meal and ends with gift-giving. In some places, the celebration starts at midnight in accordance with the modern clock, but in past years it was common to hear the church bells ringing in Sunday and holidays at 18:00.
Einar Sigurbjörnsson. (2000, 7. nóvember). Hvers vegna er hátíðlegast hjá okkur á aðfangadag þegar við opnum pakkana, en á jóladag víða annars staðar? Vísindavefurinn. Sótt (2020, 6. nóvember) af http://visindavefur.is/svar.php?id=1101 Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2000, 15. desember). Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar? Vísindavefurinn. Sótt (2020, 6. nóvember) af http://visindavefur.is/svar.php?id=1241 Sigurjón Árni Eyjólfsson. (2000, 1. nóvember). Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí? Vísindavefurinn. Sótt (2020, 6. nóvember) af http://visindavefur.is/svar.php?id=1071
51
STÚDENTABLAÐIÐ
www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta
Heilsíða FS
STÚDENTAGARÐAR
LEIKSKÓLAR STÚDENTA
www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn
Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.
52
Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
Fávitar THE STUDENT PAPER
GREIN Arnheiður Björnsdóttir MYND Aðsend
átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi Viðtal við Sólborgu Guðbrandsdóttur
Sólborg Guðbrandsdóttir hefur haldið úti Instagram síðunni Fávitar, en hún hefur vaxið mikið á seinustu misserum. Sólborg fékk nóg af því hversu eðlilegt taldist að fá óviðeigandi skilaboð og óumbeðnar myndir af kynfærum sendar til sín á samfélagsmiðlum, og stofnaði þá síðuna og samfélagsverkefnið Fávita. Hún vildi sýna að það væri ekki eðlilegur hluti af því að vera á samfélagsmiðlum að lenda í stafrænu kynferðisofbeldi né annars konar kynferðisofbeldi. Sólborg gaf nýlega út bók tengda Fávitum. Bókin byggist á raunverulegum spurningum frá fylgjendum Fávita, sem að í dag telja rúmlega 32 þúsund. Spurningarnar eru ýmis konar, allt frá spurningum um sjálfstraust til spurninga um hvert sé hægt að leita eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hvert megi leita til þess að fá hjálp við að vinna úr reynslu af ofbeldi ásamt því að svara spurningum um t.d. kynlíf og ofbeldi. Bókin er hugsuð sem leiðarvísir fólks á öllum aldri en hún svarar spurningum, opnar umræðu og hún getur reynst foreldrum og forráðamönnum gagnleg við kynfræðslu barna sinna. Svör við spurningum sem að mörgum þætti ef til vill óþægilegt að bera upp eru auðveldlega aðgengileg í bókinni. Fávitar byrjaði sem átak gegn normalíseringu stafræns kynferðisofbeldis og öðru ofbeldi, en það sem að Sólborg hefur komið af stað, tekið þátt og vakið athygli á umræðum eins og heilbrigð samskipti og sambönd, virðingu og mörk, ofbeldi, fjölbreytileika, traust og margt fleira. Fæstir gera sér grein fyrir því hversu algengt það er að börn og unglingar verði fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi á sam félagsmiðlum, en yngsta barnið sem hefur sent skilaboð til Fávita varðandi slíkt ofbeldi var 11 ára. Fólk hefur meðal annars leitað til Fávita með spurningar um hvað sé eðlilegt, og hvort að tilfinningar sem maður upplifir séu eðlilegar. Sólborg myndi vilja koma markvissri kynfræðslu inn í aðalnámskrá grunnskóla, en munur getur verið á því hversu mikla kynfræðslu er boðið upp á eftir einstaka skólum. Með markvissri kennslu og opnum umræðum um samskipti og mörk má koma í veg fyrir kynferðisofbeldi en fræða þarf bæði þolendur og gerendur um grunnatriði eins og ofbeldi og mörk. Aðspurð um hvað mætti gera betur, segir Sólborg að hún myndi vilja sjá innleiðingu frekari úrræða og meðferða fyrir gerendur ofbeldis og eflingu opinskárrar fræðslu almennt. Hún segir einnig mikilvægt að stytta biðtíma brotaþola sem ákveða að kæra gerandann. Eftir að gerandi hefur verið kærður tekur oft við langur biðtími þar til að rannsókn málsins er lokið, en biðtíminn getur verið brotaþolum erfiður.
Í vinnu Sólborgar síðastliðin ár hefur hún fengið aðstoð frá ýmsum sérfræðingum sem að starfa m.a. hjá Píeta samtökunum, Stígamótum, Samtökunum 78, Hinseginleikanum og fleiri einstaklingum sem vinna á sviði kynlífsráðgjafar, kynfræði og kynjafræði ásamt fleiri sviðum. Nokkrir einstaklingar innan þessa sviða aðstoðuðu við svör í yfirlestri bókarinnar. Nú vinnur Sólborg að fræðslu ungmenna með fyrirlestrum sem hún hefur haldið í grunnskólum, félagsmiðstöðvum, menntaskólum og foreldrafélögum. Seinasta árið hafa hún og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur, sem heldur út Instagram-reikningnum Karlmennskan, haldið fyrirlestra saman. Nýlega var ákall til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að auka kynfræðslu í skólum en tugir tölvupósta frá einstaklingum, ungmennaráðum, félagsmiðstöðvum, foreldrum og forráðamönnum og fleirum voru sendir til ráðherra með ósk um bætta fræðslu. Í framhaldi af því óskaði ráðherra eftir fundi með Sólborgu og Sigríði Dögg, kynfræðing sem hefur sinnt kynfræðslu lengi vel og gefið út bækur um það efni. Sólborg og Sigríður voru skipaðar í starfshóp sem mun sjá um úttekt á framkvæmd kynfræðslu í skólum, en starfshópurinn er ekki farinn af stað þó að hann sé brýnt samfélagslegt verkefni að sögn ráðherra. Nú hafa margir skorað á Lilju að sópa þessum óskum ekki undir teppið og bæta úr því sem bæta má varðandi frekari kynfræðslu á aðalnámskrá. Það nægir ekki að tala, það þarf líka að framkvæma hlutina.
Bókin Fávitar fæst nú í Eymundsson, hjá Forlaginu, á heimkaup.is, á blush.is, í Hagkaup, í sunnlenska bókakaffinu á Selfossi, hjá kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki og hjá bóksölu stúdenta.
53
STÚDENTABLAÐIÐ
Ungt fólk í forystu Interview with Mladen Živanović, President of AIESEC Iceland
Viðtal við Mladen Živanović, forseta AIESEC á Íslandi
Youth and Leadership
GREIN & MYND ARTICLE & PHOTO Francesca Stoppani ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon
Ungmennafélagið AIESEC trúir því að leiðtogahæfileikar séu öllum nauðsynlegir og að öll geti tileinkað sér þá. Megintilgangur félagsins er auka traust til leiðtogahlutverksins og stendur það fyrir menningarskiptum í þeim tilgangi. Sem stendur starfar AIESEC í 126 löndum og er stærsta ungmennafélag heims. Við ræddum við Mladen Živanović, forseta Íslandsdeildarfélagsins, í gegnum samskiptaforrit. FS Gaman í sjá þig í gegnum rykfallinn skjáinn. Áður en við byrjum vil ég spyrja þig hvernig þú hefur það. MŽ Ég hef það fínt. Ég hélt að vísu að faraldurinn yrði styttri og að ég myndi þola hann betur, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Í fyrstu bylgju var aðeins léttara yfir öllu, en núna veit ég hversu einmanalegt þetta getur orðið. Ég er frekar kvíðinn og ákvað að fara til Möltu að heimsækja fjölskylduna mína. Það hafði góð áhrif á heilsuna, í ljósi þess að ég er ekki búinn að hitta fjölskylduna mína í tæpt ár. FS Auk þess að vera forseti AIESEC ertu stúdent við Háskóla Íslands. Er auðvelt að finna jafnvægi milli þessara skuldbindinga? MŽ Það er heljarinnar vinna þar sem ég ber höfuðábyrgð á þessum félagasamtökum, en ég er líka að setja námið í forgang. Það er erfitt að halda jafnvægi, ég lýg því ekki. Það sem er þægilegt, allavega þessa önnina, er að geta horft á upptökur af fyrirlestrum. Það léttir undir. Ég hef verið að vinna í verk- og tímaskipulagi frá því að ég tók við starfinu í júlí. Ég þurfti að hafa góða stjórn á hlutunum til þess að þeir færu ekki að flækjast hver fyrir öðrum, en eins og við vitum, þá getur það gerst. Þetta er mjög mikilvægur eiginleiki og AIESEC hefur hjálpað mér við að tileinka mér hann.
AIESEC is a youth organization that believes leadership is a fundamental skill that anyone can learn. Its main goal is to help youth develop confidence in leadership through cross-cultural exchanges. Operating in 126 countries so far, it is the world’s largest youth-led organization. We interviewed AIESEC Iceland’s president Mladen Živanović through an online platform. FS
I am very glad to see you through this dusty screen. Before we start, I would like to ask, how are you? MŽ I’m fine. To be honest, I thought that this pandemic would be shorter and that I would cope better with it. In the first wave, everything seemed easier. But now that I know how isolating things can get, I have some anxiety and decided to visit my family in Malta. It was a smart move for my well-being, since I haven’t seen my family in almost a year. FS You are not only the president of AIESEC but also a student at the University of Iceland. Is it easy to balance these two responsibilities? MŽ It’s a lot of work, because I am ultimately responsible for the non-governmental organization (NGO), but I’m also making my studies a priority. It is difficult to balance out both commitments, I won’t lie. The easy thing, at least this semester, is that for some courses I can mostly watch all the lectures after they were filmed. It makes things more flexible. I have been doing time and task management since July when I started my position with the organization. I needed to have everything under control, so things don’t overlap. That happens. Let’s be honest. It is a useful skill to develop, and AIESEC helped me there. FS Why should students get involved in AIESEC? What does AIESEC offer students in Iceland? MŽ AIESEC has a mission to develop young leaders and to help them make positive changes. That’s simply what we do. My colleagues and I decided that, in the Icelandic context, we want to give our members a unique experience this year. The value for students is that we are providing a platform where they can learn soft and hard skills and learn how to be solution-oriented, self-aware world citizens, and how to empower others. FS What kind of projects and exchanges do you organize? MŽ One of the main projects that we undertake is Career Days (AKA Framadagar), which we have been organizing for the past 26 years. It’s interesting for students, but also for the companies that get to see and talk to the students and display their products. The other year-round project is volunteer opportunities for youth from all around the world with our partner Worldwide Friends. They work with projects connected to Sustainable Development Goals (SDGs). It is one of AIESEC’s objectives, creating opportunities for people to get out of their comfort zones and discover themselves. Even
54
THE STUDENT PAPER FS Hvers vegna ættu nemendur að taka þátt í starfi AIESEC? Hvað býður AIESEC nemendum á Íslandi? MŽ Tilgangur AIESEC er að móta unga leiðtoga og hjálpa þeim að stuðla að jákvæðum breytingum. Það er hreinlega það sem við gerum. Ég og samstarfsfólk mitt ákváðum, hvað Ísland varðar, að við vildum bjóða meðlimum upp á einstaka upplifun í ár. Við bjóðum upp á vettvang fyrir þau til þess að tileinka sér alls kyns hæfileika, læra að verða lausnamiðaðir og meðvitaðir heimsborgarar, og læra hvernig þau geta aðstoðað aðra. FS Hvernig verkefni og ungmennaskipti skipuleggið þið? MŽ Eitt stærsta verkefnið okkar eru Framadagar, sem við höfum staðið fyrir undanfarin 26 ár. Það er mjög áhugavert fyrir stúdenta, en ekki síður fyrir fyrirtækin sem fá tækifæri til þess að hitta þá og kynna vörur sínar. Hitt verkefnið, sem er í gangi allt árið, eru sjálfboðaliðaverkefni fyrir ungt fólk um allan heim, en við vinnum það í samstarfi við Veraldarvini. Þau vinna að verkefnum sem snúa að sjálfbærnismarkmiðum. Eitt markmiða AIESEC er að búa til vettvang fyrir fólk sem vill komast út fyrir þægindarammann sinn og kynnast sjálfu sér. Það er ótrúlegt hversu mikil áhrif þessi skipti hafa, þótt þau standi yfirleitt bara í 2-3 mánuði. FS Þú talaðir um áhrif COVID á heilsu þína. Hvernig stendur AIESEC í þessu ástandi? MŽ Rekstur félagasamtaka er ruglandi og erfiður þessa stundina. Almennt eru plön félagasamtaka svipuð frá ári til árs. AIESEC er að jafnaði virkara á vissum tímabilum, en vegna faraldursins virðist það vera komið í rugl. Plönin okkar breyttust fyrst í ágúst og hafa haldið áfram að breytast aðra hverja viku. Upp á síðkastið höfum við snúið okkur að því að vera alfarið á netinu. Það er frekar skrýtið. Ég er búinn að vera í samstarfi við aðra forseta félagsins í Evrópu og víðar, og við erum búin að finna góðan farveg að vinna og hanga saman á netinu. FS Hverjar eru helstu breytingarnar við skipulagningu AIESEC fyrir árið 2020? MŽ Í ár þurfum við að gera flest stafrænt. Núna er allt orðið 100% stafrænt, en þegar COVID-19 smitum fækkaði gátum við hist aðeins í eigin persónu. Við erum að reyna svara þörfum stúdenta. Til dæmis var mikil eftirspurn eftir leiðbeiningum við notkun stafrænna miðla, að kenna, halda utan um hópinn sinn og að halda kynningar á netinu. Einn hópurinn, sem er að skipuleggja Framadaga, er til dæmis að læra hvernig best er að skipuleggja viðburði á netinu og þau eru að þróa hæfileika í sölu, stafrænum samskiptum og markaðssetningu á netinu. FS Sérðu fram á samstarf milli AIESEC og Háskóla Íslands? MŽ Já, við erum að vinna að samstarfi við Háskóla Íslands og aðra evrópska háskóla til þess að virkja hæfileikaríkt fólk alls staðar að. Þetta er tækifæri fyrir nemendur að fá fjölþjóðlega reynslu með evrópsku fyrirtæki. Á næstu önn verðum við með tæmandi lista yfir starfsnám og nemendur Háskóla Íslands geta sótt um, farið í „skipti“ og unnið með evrópskum fyrirtækjum. Markmið háskólans er að meta þessi skipti eins og lokaverkefni - telja þau til eininga. [...] Meira en 50 aðilar frá HÍ hafa tekið þátt í starfi AIESEC sem meðlimir, sjálfboðaliðar eða með því að taka þátt í alþjóðlegum skiptum. Takk [HÍ] fyrir að vera til staðar fyrir okkur og hjálpa okkur í þessu ferli. FS Að lokum vil ég benda á að SHÍ á 100 ára afmæli daginn sem þetta blað kemur út. Viltu bæta einhverju við? MŽ Ég vil óska SHÍ til hamingju með afmælið! Við bjóðum ykkur í 60 ára afmæli okkar á næsta ári, stór tala okkar megin. FS Takk fyrir það, við sjáumst í afmælisveislu AIESEC árið 2021!
though these projects are usually just 8 weeks to 3 months, it is astonishing how much impact they can make on their own. FS You mentioned the impact that COVID has had on your well-being and mental health. How is AIESEC holding up amid this whole pandemic situation? MŽ Running an NGO in these times is confusing and difficult. Usually, NGOs have similar plans from year to year. In AIESEC, we have certain periods where we are more active, but now amid the pandemic everything seems all mixed up. Our plans first changed in August, then every other week since then, and lately we transitioned to being completely online. It is a bit weird. I worked with other presidents of the organization in Europe and elsewhere, and we have come up with creative solutions to both work and hang out online. FS What are the main changes to AIESEC’s 2020 project planning? MŽ This year, we must do many things digitally. Now it's 100 percent digital, but when COVID-19 cases went down, we had some physical touchpoints during the year. We are also trying to meet students’ needs; for example, there is high demand for learning how to teach and develop digital skills, manage your team virtually, and deliver presentations online. One team that is organizing Framadagar, for example, is learning how to organize a project online, and they are developing their skills in online sales, digital engagement, and online marketing. FS Do you foresee any collaboration between AIESEC and the University of Iceland? MŽ Yes. We are working on a partnership with the University of Iceland and some other European universities for global talents. These are opportunities for students to get international experience with a European company. By next semester, we will have a complete list of internships, and students from UI will be able to apply, go on an “exchange,” and work for European companies. UI’s aim is to have these exchanges evaluated like final projects, part of their degree. [...] Over 50 people from UI have been involved with AIESEC as members, volunteers, or exchange participants. So, thank you [to UI] for being there for us and helping us through the process. FS Before concluding, I would like to point out that on the very day this issue will be released, the Student Council will turn 100 years old. Would you like to add anything? MŽ I want to wish a happy 100th birthday to the Student Council. We will invite you to our 60th birthday next year, a big number for us as well. FS Thank you for your wishes, we will see you at the AIESEC birthday party in 2021! Answers have been edited for length and clarity.
UNGT FÓLK Í FORYSTU: VIÐTAL VIÐ MLADEN ŽIVANOVIĆ, YOUTH AND LEADERSHIP: INTERVIEW WITH MLADEN ŽIVANOVIĆ
55
STÚDENTABLAÐIÐ
GREIN ARTICLE Samantha Cone ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir MYND PHOTO SHÍ
100 ár af jákvæðum breytingum 100 years of positive change
Margt hefur breyst á síðustu 100 árum og þó heimurinn sé langt frá því að vera fullkominn langaði okkur að taka saman nokkrar jákvæðar breytingar í gegnum árin, auk nokkurra tímamóta og áhugaverðra uppgötvanna! 1920
Þjóðabandalagið tekur til starfa. Þetta voru fyrstu alþjóðasamtökin með það markmið að varðveita frið í heiminum. Samtökin voru stofnuð eftir fyrri heimsstyrjöldina og leyst upp 1946. Þau voru á vissan hátt undanfari Sameinuðu þjóðanna, sem eru enn starfandi í dag.
1922
Gröf Tútankamons uppgötvuð.
1923
Fyrsti snareðlusteingervingurinn uppgötvaður. Snareðlur öðluðust frægð í poppkúltur vegna kvikmyndanna um Júragarðinn ( Jurassic Park, 1993) en fundust fyrst í Gobi eyðimörkinni.
1927
Fyrsta talmyndin, The Jazz Singer, kom út í B andaríkjunum.
1928
Alexander Fleming uppgötvaði pensilín.
1936
Fæðingarár Frans páfa, sem var kjörinn árið 2013.
1945
Lok seinni heimsstyrjaldarinnar.
1946
UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, stofnuð. Eftir seinni heimsstyrjöldina komu 44 lönd saman og skrifuðu undir samkomulag um að stuðla að alþjóðlegri samvinnu milli aðildarríkja á sviði mennta-, vísinda- og menningarmála.
1952
Þetta ár tókst að ráða úr Línuletri B, sem var mýkenískt atkvæðaróf frá í kringum 1400 f.Kr. Þetta er eina letrið frá Bronsöld sem tekist hefur að lesa úr hingað til.
1956
Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, haldin í fyrsta sinn. Keppnin var haldin í Sviss og einungis sjö þjóðir tóku þátt. Í ár, 2020, áttu 41 þjóð að taka þátt, þar á meðal Ástralía, sem fékk fyrst leyfi til þátttöku árið 2015.
1962 1964
Allir borgarar fengu kosningarétt í Ástralíu.
Borgaraleg réttindi lögleidd í Bandaríkjunum. Með þeim, lögum um kosningarétt árið 1954 og lögum um réttlát húsnæðismál (sem komu í veg fyrir mismunun vegna kynþáttar, húðlits, trúar, kyns eða þjóðerni) árið 1968, endaði lögbundinn aðskilnaður vegna kynþáttar í Ameríku.
A lot has changed over the past 100 years, and though the world is far from perfect right now, here are some positive changes from the century, as well as some landmark dates and interesting discoveries! 1920
League of Nations founded. This was the world’s first intergovernmental organisation with the goal of achieving world peace. It was established after the First World War, and in 1946 was replaced with a new organisation, the United Nations, which still exists today.
1922
Tutankhamun’s tomb discovered.
1923
First velociraptor fossil discovered. These dinosaurs made famous by the 1993 film Jurassic Park but were first discovered in the Gobi Desert.
1927
The Jazz Singer (the first talkie movie) released in the USA.
1928
Penicillin discovered by Alexander Fleming.
1936
Birth of Pope Francis, who became Pope in 2013.
1945
End of the Second World War.
1946
UNESCO founded. UNESCO stands for United Nations Educational, Scientific and Cultural Organisation. After the Second World War, 44 countries came together to sign a constitution to work together to develop a culture of peace and education.
1952
Linear B deciphered. This is a syllabic Mycenaean script from c. 1400 BC; it is the only Bronze Age Aegean script to be deciphered so far.
1956
First Eurovision Song Contest held. The inaugural contest was hosted in Switzerland, and only seven countries took part. In 2020, 41 countries were supposed to take part, including Australia, which was officially allowed to participate for the first time in 2015.
1962
Universal suffrage in Australia.
1964
Civil Rights Act passed in the USA, which, along with the Voting Rights Act of 1965 and the Fair Housing Act of 1968, ended de jure racial segregation in America.
1969
First man on the moon.
1974
Terracotta Army discovered in China.
56
THE STUDENT PAPER 1980
Vigdís Finnbogadóttir became the world’s first female democratically elected president! She served as president of Iceland from 19801996. This is also the year that smallpox was eradicated. Only two diseases have been declared eradicated by the World Health Organization – smallpox in 1980, and rinderpest (a disease affecting cattle) in 2011. On top of this, 1980 was the year that the hypothesis of a meteor causing the extinction of the dinosaurs was first put forward.
1985
The wreck of the Titanic discovered.
1989
Invention of the World Wide Web (this was followed by the launch of the code for the world’s first web browser in 1993). Wikipedia was then launched in 2001, and Facebook in 2004.
1990 1969
Fyrsta manneskjan stígur fæti á tunglið.
1974
Leirherinn uppgötvaður í Kína.
Start of the human genome project. This project set out to sequence the entire human genome. The project was completed in 2003, two years ahead of schedule.
1980
Vigdís Finnbogadóttir verður fyrsta konan í heiminum sem er lýðræðislega kjörin til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja! Hún gegndi embætti forseta frá 1980-1996. 1980 er líka árið sem Stórabóla var upprætt. Einungis tveir sjúkdómar eru skráðir upprættir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun - Stórabóla árið 1980 og nautapest (bráðdrepandi smitsjúkdómur í nautgripum) árið 2011. Auk þess var fyrst á þessu ári sett fram kenningin um að loftsteinn hafi lent á jörðinni og þurrkað út risaeðlurnar.
1985
Flak Titanic finnst.
1989
Veraldarvefurinn fundinn upp (rétt á eftir honum var kóða fyrir fyrsta vafrann hleypt af stokkunum árið 1993). Wikipedia var komið á fót árið 2001 og Facebook árið 2004.
1990
Verkefni sem kannar erfðamengi fólks hrundið í framkvæmd. Með verkefninu átti að kortleggja erfðamengi alls mannkynsins. Verkefninu lauk árið 2003, tveimur árum á undan áætlun.
2001
Hjónabönd samkynhneigðra lögleidd í Hollandi, en þar var það fyrst sett í lög. Ísland lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra árið 2010 og breytti þá lagalegri skilgreiningu hjónabands til þess að gera hana kynhlutlausa.
2006
Geimfarinu New Horizons var skotið á loft (fyrsti leiðangur NASA í New Frontier verkefninu). Aðal tilgangur leiðangursins var að rannsaka reikistjörnuna Plútó í návígi.
2001
Same-sex marriage legalized in the Netherlands. This was the first same-sex marriage bill in the world. Iceland legalized same-sex marriage in 2010, altering the legal definition of marriage to make it gender-neutral.
2006
New Horizons space probe launched (the first of NASA’s New Frontier missions). The probe’s primary mission was a flyby study of Pluto.
2012
Experimental evidence for Higgs-Boson particle discovered.
2018
Saudia Arabia’s ban on female drivers
lifted.
2012
Sýnt fram á tilvist Higgs-bóseindarinnar í sterkeindarhraðlinum í Genf.
2018
Sádi-Arabía afléttir akstursbanni kvenna.
2019
Vísindamenn birta fyrstu myndina af svartholi.
2020
2019
First image of a black hole released by scientists.
2020
Populations of Tanzanian elephants, emperor penguins, and mountain gorillas increasing. Also, rhino poaching is decreasing in Kenya.
Stofnstærð Tansaníufíla, keisaramörgæsa og fjallagórilla fer stækkandi. Einnig hefur nashyrningaveiðum fækkað í Keníu.
100 ÁR AF JÁKVÆÐUM BREYTINGUM 100 YEARS OF POSITIVE CHANGE
57
STÚDENTABLAÐIÐ
Hvar er nýja stjórnarskráin? GREIN ARTICLE Jóhannes Bjarki Bjarkason ÞÝÐING TRANSLATION Nico Borbély Julie Summers
Viðtal við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur, aðgerðasinna
Where is the New Constitution?
An interview with activist Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir
MYNDIR PHOTOS Sædís Harpa Stefánsdóttir → Owen Fiene ↘
Frá því í sumar hefur hópur fólks haft hátt um stjórnarskrármál hér á landi. Hópurinn rennur undan rifjum Stjórnarskrárfélagsins með Katrínu Oddsdóttur í fararbroddi. Stjórnarskrármálið er langt og umdeilt mál sem á rætur sínar að rekja til tímabilsins eftir efnahagshrunið 2008. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lagði fram tillögu um að endurskoða þyrfti núverandi stjórnarskrá með aðkomu íslensku þjóðarinnar. Haldinn var þjóðfundur þar sem u.þ.b. 1000 manns úr öllum stéttum komu saman og lögðu línurnar fyrir inntaki nýju stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið var kosið til stjórnlagaþings. Kjósendur áttu að velja 25 fulltrúa til setu á þinginu en frambjóðendur voru um 500 talsins. Framkvæmd kosninganna var kærð til Hæstaréttar, meðal annars á þeim grundvelli að kosningaleynd hafði ekki verið tryggð og Hæstiréttur úrskurðaði kosningarnar ólögmætar. Í kjölfarið var heiti þingsins breytt í Stjórnlagaráð og bauðst sömu kjörmönnum seta í ráðinu. Stjórnlagaráð hafði það hlutverk að vinna úr umræðum Þjóðfundarins og lauk starfi sínu með því að skila inn tillögum að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011 til forseta Alþingis. MEIRIHLUTI VILDI NÝJA STJÓRNARSKRÁ Árið 2012 efndi Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs. Kosningin fól í sér spurningar um hvort að einstök ákvæði ættu að vera í stjórnarskránni. Til dæmis var spurt hvort ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi og ákvæði um jafnt vægi atkvæða á landinu ætti að vera í nýju stjórnarskránni. Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sýndu fram á að um 2/3 kjósenda samþykktu að tillögurnar ættu að vera „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.“ Í stuttu máli er þetta saga stjórnarskrármálsins sem kveikti vonarglætur Íslendinga um lýðræðislegri stjórnskipan hér á landi. Í nýju stjórnarskránni eru t.d. ákvæði um þjóðareign auðlinda, náttúruvernd og gegnsæi. Þrátt fyrir umfangsmikla vinnu fyrir áratugi síðan sér ekki enn fyrir endann á henni. Á þessu ári hafa aðgerðasinnar tekið höndum saman og krafið stjórnvöld um svar. „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ er stenslað á stéttirnar og kallað á götum úti. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er í hópi þessara aðgerðasinna. Hún hefði átt að byrja í Harvard-háskóla í haust en vegna faraldursins
There is a group that has been highly vocal about the constitution issue in Iceland since the summer. This group has its roots in the Constitution Society, led by Katrín Oddsdóttir. The constitution issue is a longstanding and deeply controversial one that can be traced back to the aftermath of the 2008 economic collapse. Former Prime Minister Jóhanna Sígurðardóttir’s government submitted a proposal to review the current constitution with the input of the Icelandic public. A national meeting was held where approximately 1,000 people from all walks of life came together and laid the groundwork for the new constitution. A new constitutional assembly was elected, in which voters were meant to elect 25 representatives to the parliament out of around 500 candidates. A case about the implementation of the election was brought before the Supreme Court, among other things on the grounds that electoral confidentiality had not been properly guaranteed. The Supreme Court subsequently ruled that the election had been illegal. As a result, the assembly’s name was changed to the Constitutional Council, in which the same members were offered seats. The Council was tasked with working through the national assembly’s comments and concluded its work by submitting proposals for a new constitution to the speaker of the Althingi (the Icelandic parliament) in July 2011. MAJORITY WANTED A NEW CONSTITUTION
The Althingi held a referendum on the Constitutional Council’s proposals in 2012. This referendum raised questions as to whether individual provisions should be included in the constitution, such as provisions pertaining to the National Church of Iceland or the equal weight of votes throughout the country. The results of the referendum showed that about 2/3 of voters ruled that the proposals should be “the basis of a parliamentary bill for a new constitution.” In short, that’s the story of the constitution issue that ignited the hopes of the Icelandic public for a more democratic constitution. Voters opted for instance for provisions concerning national ownership of resources, wildlife conservation, and transparency. Despite the extensive work done a decade ago, there’s still no end in sight. This year, activists have joined forces and demanded answers from the government. “Where is the new constitution?” is stenciled all over the city’s sidewalks and shouted in the streets. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir is one of these activists. She was meant to start her first year at Harvard University this fall, but due to the pandemic, she is currently studying at Flateyri Folk School. Gunnhildur says she has been heavily involved in the Fridays for Future climate strikes in Reykjavík, where she met Katrín Oddsdóttir, a lawyer and chair of the Constitution Society. “I thought to myself that this just couldn’t be, that the government is ignoring the results of a democratic election. And if so, why isn’t everyone going crazy? It made no sense to me.” She educated herself further
58
THE STUDENT PAPER
„Núverandi stjórnarskrá var ekki samin af þjóðinni. Jón Sigurðsson var alltaf að tala um að við þyrftum nýja stjórnarskrá.“
“The current constitution was not drafted by the people. Jón Sigurðsson himself was always talking about the need for a new constitution.”
stundar hún nú nám við lýðskólann á Flateyri. Gunnhildur segist hafa tekið mikinn þátt í loftslagsverkfallinu og í gegnum það starf hafi hún kynnst Katrínu Oddsdóttur, lögfræðingi og formanni Stjórnarskrárfélagsins. „Ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið svona. Að stjórnvöld væru að hunsa lýðræðislegar kosningar. Og ef svo væri, af hverju væru ekki allir brjálaðir? Þetta meikaði ekki sens fyrir mér.“ Hún fræddi sig um málefnið með hjálp foreldra sinna og fannst þörf vera á meiri umræðu á samfélagsmiðlum. Gunnhildur starfar náið með Ósk Elfarsdóttur, lögfræðingi. „Ég byrjaði á TikTok og hún á Instagram og síðan þá höfum við verið með ákveðna herferð um málið síðan í sumar. Þetta var eiginlega fullt starf hjá okkur um tíma. Þetta var mjög gaman, að nýta sér aðferðir sem hafa kannski ekki verið prófaðar á Íslandi.“ Aðgerðarstefna nýju stjórnarskrárinnar hefur vakið mikla athygli og vill Gunnhildur meina að hún nái betur til yngri markhópa með þessari miðlun. „Unga kynslóðin þarf að vita af þessu og þá þarf að stofna Instagram og TikTok reikninga. Mikið af upplýsingamiðlunarhlutverki okkar hefur verið að lesa mastersritgerðir og færa það efni yfir í tiktok. Að mínu mati er það listform.“ STJÓRNARSKRÁ ER SAMFÉLAGSSÁTTMÁLINN Stjórnarskrármálið er um það bil tíu ára gamalt og bæði Gunnhildur og Ósk sitthvorum megin við tvítugsaldurinn. Gunnhildur segist ekki finna fyrir klassískum aldursfordómum í sinn garð. „Ósk er náttúrulega með master í lögfræði,“ segir Gunnhildur. „Jú, það eru fordómar í samfélaginu gagnvart því að ungt fólk tjái sig um ákveðin mál en það er líka sama fólkið sem sagði að listamenn ættu ekki að tjá sig um nýju stjórnarskrána.“ Að hennar mati er það röng nálgun þar sem stjórnarskrá hvers ríkis er samfélagssáttmáli sem varðar alla íbúa. „Stjórnarskrá getur verið það sem við viljum að stjórnarskrá sé.“ Stjórnarskrárfélagið var stofnað árið 2011. Af hverju ætli hávaðinn í kringum málið hljómi núna? Svarið gæti tengst aðdragandum að aðgerðum félagsins síðustu mánuði. „Það var aldrei ákveðinn tímapunktur sem það mátti vera formlega brjálaður. Alþingi sagðist ætla að afgreiða þetta. Það er ekki fyrr en núna þegar þau byrja að leggja fram sínar eigin breytingar á stjórnarskránni. Við erum búin að sjá þær og þær eru ekki nálægt breytingum Stjórnlagaráðs.“ TVÆR ÚTGÁFUR AF NÝJU STJÓRNARSKRÁNNI Nú í október tilkynnti Katrín Jakobsdóttir að tvö ákvæði tillagna Stjórnlagaráðs ættu að vera tekin fyrir á þingi. Gunnhildur segir þetta ekki vera rökrétta þróun. „Þarna er verið að mála ferli Stjórnlagaráðs sem
HVAR ER NÝJA STJÓRNARSKRÁIN? WHERE IS THE NEW CONSTITUTION?
on the issue with the help of her parents and found a need for further discussion about it on social media. Gunnhildur works closely with lawyer Ósk Elfarsdóttir. “I started [talking about it] on TikTok and she started on Instagram; we’ve had a social media campaign dedicated to the issue running since the summer. This was actually a full-time job for us for a while. It was a lot of fun to make use of methods that maybe haven’t yet been tried in Iceland.” The discussion around the new constitution has attracted a great deal of attention, and Gunnhildur believes that she will reach younger target audiences more effectively through these mediums. “The younger generation needs to know about this, so we have to start Instagram and TikTok accounts. Much of our role in sharing information has been to read masters’ theses and share their contents on TikTok. In my opinion, that’s an art form.” A CONSTITUTION IS A SOCIAL CONTRACT
“Ósk has a master’s degree in law, of course,” says Gunnhildur. “But yes, some people have prejudices about young people voicing their opinions on certain issues, but these are the same people who said that artists shouldn’t voice their opinions about the new constitution.” She believes this is the wrong approach, as the constitution of any given state is a social contract that affects every inhabitant. “The constitution can be whatever we want it to be,” she says. The Constitution Society was founded in 2011. So why is so much noise being made about the matter now? The answer may have something to do with the events leading up to the Society’s activities over the past several months. “There was never a certain point in time when it was okay to be formally outraged. The Althingi said they were going to address it, but they are only just now starting to present their own proposed changes to the constitution. We’ve seen those proposals, and they’re nothing like the Constitutional Council’s proposals.” TWO VERSIONS OF THE NEW CONSTITUTION
This October, Prime Minister Katrín Jakobsdóttir announced that two provisions from the Constitution Society’s proposals should be considered by the Althingi. Gunnhildur states that this is not a logical development. “The Constitutional Council’s process is being painted as something that happened suddenly. In my opinion, the National Assembly and Constitutional Council represent the nation [and the will of the people] much better than the chairmen of the political parties.” According to Gunnhildur, there are two versions of the new constitution; one of them being that of the Constitutional Council, the other a bill drafted by the Icelandic Pirate Party and the Social Democratic Party. The latter takes into account the reassessment of the Venice Commission, known officially as the European Commission for Democracy Through Law, and the legal committee of the Icelandic Bar Association. Gunnhildur explains that she personally follows
59
STÚDENTABLAÐIÐ
eitthvað sem gerðist allt í einu. Að mínu mati ertu þar með miklu betra úrtak af þjóðinni, með þjóðfundi og stjórnlagaráði, heldur en með formönnum stjórnmálaflokka.“ Samkvæmt Gunnhildi eru til tvær útgáfur af nýju stjórnarskránni. Önnur þeirra eru tillögur Stjórnlagaráðs, hin útgáfan er frumvarp Pírata og Samfylkingarinnar sem tekur tillit til endurmats Feneyjarnefndarinnar og lögmannanefndar Lögmannafélag Íslands. Gunnhildur segist persónulega fylgja tillögum Stjórnlagaráðs vegna þess að Alþingi eigi ekki að gegna hlutverki þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafi. Ekki sé rökrétt að velja úr og bæta núverandi stjórnarskrá. „Núverandi stjórnarskrá var ekki samin af þjóðinni. Jón Sigurðsson var alltaf að tala um að við þyrftum nýja stjórnarskrá.“ Þjóðaratkvæðagreiðsluna er hægt að gagnrýna að vissu marki. Hún var í fyrsta lagi ráðgefandi. Í öðru lagi var kjörsóknin árið 2012 rétt undir 50%, en engin skilyrði eru í íslenskum lögum um lágmarkskjörsókn. Gunnhildur bendir réttilega á að „allar þjóðaratkvæðagreiðslur fyrir utan Icesave-lögin hafa verið ráðgefandi. Þrátt fyrir það hefur þeim öllum verið fylgt, jafnvel þó kjörsókn hafi verið lægri.“ Nefnir hún til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám áfengisbannsins árið 1933 þar sem kjörsókn var 45%. „Á þessum tíma voru aðgerðir teknar, sem minna helst á Bandaríkin í dag, þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvöttu flokksmenn sína til þess að kjósa ekki og frömdu málþóf á afgreiðslu stjórnarskrárinnar eftir að meirihluti þjóðar samþykkti hana í kosningu. Í dag gagnrýna þeir málið vegna lágrar kjörsóknar sem var bókstaflega þeim að kenna þar sem þeir hvöttu flokksmenn til þess að vera heima.“ Þrátt fyrir þessa gagnrýni er staðreyndin sú að meirihluti kjósenda kaus upptöku nýju stjórnarskrárinnar. Í sinni einföldustu mynd snýst hið umdeilda stjórnarskrármál um að stjórnvöld virði þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var árið 2012.
the proposals of the Constitutional Council, as the Althingi should not be appropriating the role of the public as the creator of the new constitution. “The current constitution was not drafted by the people. Jón Sigurðsson himself was always talking about the need for a new constitution.” The referendum can certainly be criticised to some extent. It was first and foremost an advisory process. Second, voter turnout in 2012 was just under 50%, though there are no provisions in Icelandic law regarding minimum turnout. Gunnhildur rightly points out that “all referendums other than the Icesave bill have been advisory in nature. Despite this, their outcomes have all been implemented, though their turnouts were even lower.” She mentions, for example, the referendum on prohibition in 1933, which saw a 45% voter turnout. “At that time, actions were taken, most reminiscent of the United States today, where MPs from the Independence Party urged their party members not to vote and filibustered the signing of the new constitution into law after a majority of voters had approved it in the election. Today they criticise the issue on account of low voter turnout, which was literally their fault for having encouraged their party members to abstain from voting.” Despite this criticism, the fact of the matter remains that a majority of voters voted for the adoption of a new constitution. In its simplest form, the constitutional controversy is about respecting the results of the referendum held in 2012.
Lífið á tímum veirunnar AÐSEND GREIN Leifur Reynisson MYNDIR Sædís Harpa Stefánsdóttir
Liðið er skammt á skynlausa öld menn skjálfa í veiruheimi, lamar grár óttinn atgervið þó yndi margt fólkið dreymi, veirur fitna og fjölga sér ef forvörn um stund ég gleymi, faðmlög bönnuð og blíða sýnd í bláskini af tölvustreymi.
Fátt hefur komið þjóðinni jafn mikið úr jafnvægi á síðari tímum og Kórónuveiran. Þessi ósýnilegi vágestur gerist boðflenna víða og er nú svo komið að engin geta talið sig óhult. Framtíðin hefur sjaldan verið mörkuð jafn mikilli óvissu og nú. Mun líf okkar breytast til frambúðar eða munum við vinna bug á óværunni innan tíðar og allt verður sem áður? Margt fólk hefur misst vinnuna og hefur kannski lítið við að vera. Annað fólk lagar sig að nýjum aðstæðum og kemur auga á ný tækifæri. Sjóndeildarhringurinn hefur brenglast og öll reynum við að fóta okkur í óljósum kringumstæðum. Því hefur verið haldið fram að skáld séu samviska heimsins og að þeim beri að kljást við samtíð sína. Eflaust eru ekki öll á einu máli um það en einn er sá maður sem hefur gengið til móts við veiruna með ljóðið að vopni. Í nýútkominni ljóðabók, sem nefnist Veirufangar og veraldarharmur, yrkir Valdimar Tómasson mikinn kvæðabálk um lífið á tímum veirunnar. Grein þessi hefst á upphafserindinu en þar er sleginn tónn sem einkennir bókina. Hún fékk töluverða athygli þegar við útkomu, enda ekki á hverjum degi sem skáldin bregðast jafn snöfurmannlega við ástandi líðandi stundar. Raunar hafa ljóðabækur skáldsins einatt fengið góðar viðtökur en Valdimar hefur um árabil verið þekkt stærð í bókmenntaheiminum. Útgáfusaga Valdimars er þó ekki ýkja löng. Hann gaf út sína fyrstu bók árið 2007 og eru bækurnar nú orðnar fimm, auk ljóðasafnsins Ljóð 2007-2018. Var það vonum seinna, því Valdimar varð snemma þekktur meðal ljóðaunnenda fyrir einstaka þekkingu sína á íslenskri ljóðlist. Óhætt er að segja að hann hafi fljótlega vakið athygli eftir að hann flutti í bæinn unglingur að aldri, en hann ól manninn í fásinni sveitarinnar með
60
THE STUDENT PAPER
Mýrdalsjökul gnæfandi yfir sér. Tungutak hans og hugðarefni voru önnur en fólk átti að venjast hjá ungdómnum. En hver er hann, þessi maður sem yrkir svo kjarnyrt og háttbundið að hann minnir á höfuðskáld síðustu aldar? Valdimar hefur ævinlega kunnað best við sig meðal eldri manna sem kunnu skil á kveðskap, þjóðlegum fróðleik og fágætum bókum. Hann lagðist í mikla bókasöfnun og safnaði einkum ljóðabókum í frumútgáfu. Kynntist hann fljótlega mörgum af helstu skáldum þjóðarinnar og sat reglulega til borðs með valinkunnum andans mönnum á Hressingarskálanum og síðar Café París. Þar var hann æskuforseti því borðfélagar hans voru allir fæddir fyrir seinna stríð. Nú eru þeir menn horfnir yfir móðuna miklu og má segja að þar með hafi Valdimar orðið viðskila við sína helstu samferðarmenn. Valdimar varð snemma fastur liður í bæjarlífinu. Það mátti sjá hann á spjalli í Pylsuvagninum þar sem hann stóð við pott og fylgdist með mannlífinu fyrstu árin eftir að hann flutti í bæinn. Hann var einnig tíður gestur í fornbókabúðum bæjarins, en þær voru nokkuð margar á þessum árum. Og oft mátti sjá hann stika um götur miðbæjarins en þeim vana hefur hann haldið fram á þennan dag. Það er aldrei asi á skáldinu þar sem það gengur í hægðum sínum Laugarveginn og Kvosina. Valdimar virðist ævinlega hugsi, kannski eru ný ljóð að verða til. En svo er allt eins líklegt að mannlífið hafi vakið áhuga hans, því manneskjan og tilvist hennar er honum ofarlega í huga. Iðulega má sjá
Valdimar á tali við einhvern en hann er málkunnugur mörgum sem hafa miðbæinn fyrir fastan viðkomustað, oftar en ekki er það fólk sem einnig fæst við skáldskap eða unna þjóðlegum fræðum. Valdimar virðist aldrei þurfa að flýta sér; ætla mætti að hans hlutverk sé ekki hvað síst að minna okkur á að best sé að fara sér hægt og njóta líðandi stundar á afslappaðan hátt með það að fororði að maður sé manns gaman. Valdimar hefur verið kallaður götuskáld og er það vel við hæfi. Skáldið er daglegur gestur á götum miðborgarinnar og þar með fastur punktur í tilveru þeirra sem þar halda til. Líf hans er skáldskapur út af fyrir sig og mörg ljóð koma fyrst á varir hans þar sem hann fer um götur og torg. Þar nemur hann æðaslátt lífsins. Veiran hefur orðið Valdimar yrkisefni. Ljóðabókin Veirufangar og veraldarharmur er hans nýsköpun. Megi hún vera okkur hvatning til að ganga til móts við veiruna með opnum huga. Hver veit nema við eigum eftir að standa sterkari á eftir? En Valdimar er ekki ginnkeyptur fyrir ódýrum lausnum. Fáfengileiki mannsins er honum eilíft viðfangsefni og er við hæfi að ljúka þessari grein með ljóði úr fyrrnefndri bók.
Þá ungur ég horfði á heiminn var hugur saklaus og dreyminn. En moldrunnin mannlífsstraumur er mörgum svo þungur taumur. Við lifum í lostugum sora sem litar æ göngu vora.
LANGAR ÞIG AÐ VINNA
HJÁ ALÞJÓÐLEGUM HJÁLPARSAMTÖKUM? FRANSKA ER MÁLIÐ! AF.IS
FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALÞJÓÐLEG PRÓF BÓKASAFN MENNINGARMIÐSTÖÐ 61 Photo by Annie Spratt on Unsplash
Reykjavík
STÚDENTABLAÐIÐ
Getur ekki hugsað sér að búa ekki við sjóinn
Salóme Katrín is a 25-year-old musician from Ísafjörður. She moved to Reykjavík in the fall of 2015 and started studying philosophy at the University of Iceland but soon realSalóme Katrín ræðir ized that her mind was preoccupied Salóme Katrín talks um plötuna Water with music. She left the university about her album Water and began studying at a music school, GREIN & ÞÝÐING from which she graduated last spring. ARTICLE & TRANSLATION Now, she is taking her first steps as a Hólmfríður María Bjarnardóttir musician and songwriter. She recently released her debut album, Water. She MYNDIR wrote her own songs, provides vocals, PHOTOS and plays the piano, accompanied by Kata Jóhanness percussion, string, and wind instruments. Like others, Salóme has had to change her plans during the pandemic. “COVID has undeniably affected the album release quite a lot. Originally, the album was supposed to come out in the spring of 2020, and I had planned a big release concert to celebrate. That didn't happen. We moved the release to November, and looking back, I think that may have actually been the perfect time. I believe that whatever happens is supposed to happen,” says Salóme. Asked about the process behind making an album, Salóme replies: “The process has been an emotional rollercoaster! I think that’s really all that needs to be said, for the most Salóme Katrín er 25 ára tónlistarkona frá Ísafirði. Hún flutti til Reykjavíkpart. It all began in the fall of 2017 when I wrote my ur haustið 2015 og hóf nám við heimspekideild HÍ en komst fljótlega að first song, ‘Elsewhere’, which ended up on the EP. því að tónlistin ætti hug hennar allan. Hún kvaddi því háskólann og hóf We started recording the EP in summer 2019 and tónlistarnám við tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan síðastliðið vor. finished last spring. When all is said and done, the Nú er hún að stíga sín fyrstu skref sem tónlistarkona og lagahöfundur experience was beautiful, rewarding, and incredibly og gaf nýverið út sína fyrstu stuttskífu sem ber nafnið Water. Salóme formative. I got to meet so many amazing artists, semur, syngur og leikur á píanó en ásamt henni má heyra í strengjaand I will be forever grateful for that.” hljóðfærum, blástur- og slagverki á plötunni. Salóme’s inspiration comes from various direcEins og aðrir hefur Salóme þurft að hliðra ýmsu til vegna ástandsins. tions: “My inspiration is first and foremost my own „COVID hefur óneitanlega haft töluverð áhrif á útgáfuna. Upprunalega emotions, the people around me, and my surroundátti platan að koma út vorið 2020 og ég hafði skipulagt stóra útgáfuings. I have also listened to a lot of musicians, tónleika til þess að fagna útgáfunni. Þess í stað kom hún út í nóvember. people I personally know and love, as well as artists Eftir á að hyggja held ég að í raun og veru hafi það verið fullkominn tími. from all over the world, and they have greatly Ég vil nefnilega trúa því að allt sem gerist eigi að gerast.“ segir Salóme. inspired me in many ways,” says Salóme. She has Þegar ég spyr út í vinnslu plötunnar og ferlið á bak við slíkt verk, segir been described as the lovechild of Kate Bush and Salóme: „Ferlið hefur verið mikill tilfinningarússíbani! Ég held að það sé Regina Spektor, so it’s not surprising that she allt sem segja þarf að mörgu leyti. Þetta byrjaði allt saman haustið 2017 mentions them as inspirations in addition to Angel þegar ég samdi fyrsta lagið mitt Elsewhere en það er einmitt á plötunni. Olsen and Aldous Harding. These days, Salóme is Sjálfar upptökurnar hófust svo sumarið 2019 og þeim lauk síðastliðið listening to Songs, Adrianne Lenker’s new album. “I vor. Þegar öllu er svo á botninn hvolft var þetta fyrst og fremst fallegt og think the song ‘Anything’ from that album is really gríðarlega lærdómsríkt ferli og í því kynntist ég ótrúlega mikið af mögnbeautiful,” she says. uðu og kláru listafólki. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát.“ Most of Salóme’s songs are in English, and when Innblástur Salóme kemur úr ýmsum áttum: „Það er fyrst og fremst asked about that she tells me it was just something mínar eigin tilfinningar, fólkið og umhverfið í kring um mig. Svo hlusta that happened unintentionally. “The majority of the ég á ótrúlega mikið af tónlist og dreg mikinn innblástur frá fjölmörgu music I listened to was always in English. English tónlistarfólki. Bæði sem ég þekki persónulega og sem ég þekki ekki en is a wonderful language. At one point, I thought I ég elska, dýrka og dái,“ segir Salóme en hún hefur verið kölluð afkvæmi was going to study English at university. I ended up Kate Bush og Reginu Spektor og því kemur ekki á óvart að hún nefni picking philosophy instead, which I subsequently þær sem innblástur auk Angel Olsen og Aldous Harding. Í spilun hjá
Can’t Imagine Not Living by the Ocean
62
THE STUDENT PAPER
Salóme þessa stundina er Songs, nýja platan hennar Adrianne Lenker, „þar er lag sem heitir „Anything” og það er einstaklega fallegt lag,“ segir hún. Salóme semur mestmegnis á ensku og þegar ég spyr hana hver ástæðan sé segir hún að það gerist bara óvart. „Mikið af tónlistinni sem ég hef hlustað á um ævina er á ensku. Enska er fallegt tungumál. Ég ætlaði alltaf að læra ensku í Háskólanum en endaði í heimspeki sem ég reyndar hætti í til þess að fara í Tónlistarskóla FÍH. En hver veit? Kannski geng ég til liðs við enskudeild háskólans næsta haust,“ segir Salóme. Platan var bæði gefin út á netinu og vínyl, þegar ég spyr út í ástæðuna segir Salóme: „Mig langaði að gefa plötuna út á raunverulegu og áþreifanlegu formi, það býður upp möguleikann að skapa einskonar margþætt listaverk. Ég fékk hjálp frá þremur mögnuðum listamönnum, ljósmyndaranum Kötu Jóhanness, myndlistarkonunni Gabríelu Friðriksdóttur og grafíska hönnuðinum Antoni Kaldal. Þau færa fram ólíka hluti til útgáfunnar og þegar öll þeirra vinna kom saman urðu til einhverjir töfrar sem ná án efa að endurspegla og stækka þann heim sem Water býður manni að kanna.“ Platan Water kom út 20. nóvember síðastliðinn. Aðspurð um heitið segir Salóme að platan heiti eftir lagi. „Maður á víst ekki að velja uppáhalds en þetta er eiginlega uppáhalds lagið mitt á plötunni. Það nær að fanga allt sem ég hef verið að upplifa og semja um á síðustu árum. Þetta er plata um tilfinningar og vatn er eins og tilfinningar að mörgu leiti. Vatn er alls staðar. Vatn er lífsnauðsynlegt. Vatn mótast af umhverfi sínu og umhverfið mótast af því. Alveg eins og tilfinningar,“ segir Salóme. Nú kemur þú frá Ísafirði, bæ sem liggur við sjóinn, hvernig hefur það haft áhrif á þig sem tónlistarkonu? „Að alast upp í návígi við sjóinn og fallegu náttúruna við Ísafjörð veitir óendanlegan innblástur. Ég gæti ekki ímyndað mér að búa ekki við sjóinn. Ég er hrædd við hann en á sama tíma hugfangin af honum. Magnað fyrirbæri. Sjórinn tekur og gefur, verður úfinn en svo aftur spegilsléttur“ segir Salóme og bætir við „Að koma frá Ísafirði hefur einungis haft jákvæð áhrif á mig sem tónlistarkonu! Þegar ég bjó á Ísafirði lærði ég að spila á píanó og syngja, bæði í Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og í Tónlistarskólanum á Ísafirði og ég bý að því enn þann dag í dag. Svo var svolítið eins og allur bærinn
GETUR EKKI HUGSAÐ SÉR AÐ BÚA EKKI VIÐ SJÓINN CAN’T IMAGINE NOT LIVING BY THE OCEAN
abandoned so I could focus on my musical education at FÍH. But who knows? Maybe I’ll join the English department at UI next autumn,“ Salóme says. Water was released both digitally and on vinyl. Asked why, Salóme answers, “I really wanted to release the EP as a real, tangible object - one that would allow for the creation of a kind of holistic piece of art. I got help from three amazing artists, photographer Kata Jóhanessdóttir, artist Gabríela Friðriskdóttir, and graphic designer Anton Kaldal. They all brought some of their own artistic sensibilities and ideas to the project, and I really feel that something magical happened when it all came together. We were really able to expand the world that Water invites listeners to explore.” Water was released on November 20. Asked about the title, Salóme explains, “The name came from one of the songs, which I guess is the title track. Apparently you’re not supposed to pick favorites, but I think that’s my favorite song on the album. It manages to capture everything I’ve been going through and writing about these last few years. It’s an album about emotions, and emotions are like water in so many ways. Water is everywhere. Water is a necessity, a basic need. Water is shaped by its surroundings and its surroundings are shaped by it - just like emotions.” Salóme comes from Ísafjörður, a small town in the Westfjords on the ocean. I asked her how that has affected her as an artist. “I think growing up close to the ocean has instilled in me a deep connection with nature and given me endless inspiration. Ísafjörður is a fishing village, and I think growing up with that immediate connection to the ocean was important for me. I can't imagine not living next to the sea. I am both terrified of it and infatuated with it. It's a part of me. The sea gives and the sea takes. I keep that with me,” says Salóme, adding, “I think growing up in Ísafjörður has had an entirely positive effect on me as an artist! It's where I learned to play the piano and sing, in the town’s two music schools. When I first started performing my own music and played in the annual “Aldrei Fór Ég Súður” music festival in 2019, it felt like the entire town was behind me. I felt such an incredible sense of love and support. Suddenly nothing felt impossible to me.” When asked about the future, Salóme answers,
63
STÚDENTABLAÐIÐ
væri með mér í liði þegar ég kom fyrst fram með mína eigin tónlist og spilaði á tónlistarhátíðinni „Aldrei fór ég suður” páskana 2019. Þá fann ég fyrir svo fallegum og sterkum meðbyr, skyndilega fannst mér eins ekkert væri ómögulegt.“ Um næstu skref segir Salóme: „Næst á dagskrá er að halda áfram að vinna með Kötu Jóhanness og Moniku Kiburyté við að búa til tónlistarmyndband við titillag plötunnar „Water” sem var tekið upp á Ísafirði og þar í kring. Ég hlakka til að sýna öllum það. Svo hlakka ég til að halda tónleika og tralla og leika og taka upp meiri tónlist!“
“Next on the agenda is continuing my work with Kata Jóhannessdóttir and Monika Kiburyté in making a music video for the title track of the album, Water. We already shot most of it this fall in the Westfjords. I can't wait to show it to everybody. It's gonna knock some socks off, I'm sure of it. Then I am mostly just looking forward to maybe playing a concert, one day, eventually… and making some more music!”
A Foreign Student’s Guide to the Holidays in Iceland ARTICLE Sam O’Donnell
PHOTO Lárus Sigurðarson
While the holiday season is typically spent gathered together with friends and loved ones, that sort of thing may be difficult this year. Especially for international students who are staying in Iceland, the holiday blues can hit particularly hard. Still, that shouldn’t stop you from getting into the festive spirit, and believe me when I say that Iceland does “festive” like nowhere else on earth. Here are just a few ideas to get you started. BUY A BUNCH OF CANDY
Peace is fine, goodwill is nice, but the best part about the holidays is unequivocally the sweets. Most Icelanders celebrate Christmas by purchasing a giant tin of Quality Street candy or a giant box of Nói Síríus chocolates. Those who really know how to celebrate buy both and finish them by New Year’s, which I’m sure their dentists love. BAKE A BUNCH OF SWEETS
This one is related to the last idea, but this is geared more towards those who have not only the motivation to do stuff in the kitchen, but the drive to challenge themselves. Icelandic sweets are plentiful around the holiday season, and many of them require expert levels of baking skills (looking at you, sörur). One sweet that isn’t particularly difficult to make is lakkrístoppar, a licorice meringue that melts in your mouth. As long as you have a mixer, this tasty confection is relatively easy to make. Mixing the eggs to the desired consistency by hand is a good way to kill your arm.
GO DOWNTOWN
Here’s a recipe: 3 egg whites 200 g brown sugar 150 g licorice kurl (you can find bags of it at any grocery store or candy shop in Iceland) 150 g milk chocolate drops (I recommend Nói Síríus brand)
But baby, it’s COVID outside! Hear me out here: mask up, wash your hands really well, and keep at least two metres apart from one another. All the lights downtown are worth taking the necessary precautions. The Yule Cat alone is a sight for sore eyes, and that’s not even the most impressive structure. Check out the lights on Olís petrol station, which they do every year. I’m pretty sure you can see that thing from space when it’s lit up.
Whisk the egg whites and brown sugar into a soft and viscous meringue. Gently mix the licorice kurl and milk chocolate into the meringue. Shape meringue into ovals on a baking sheet and bake at 140°C for 20 minutes.
64
THE STUDENT PAPER
If you’re looking for an excuse to walk around some more, the City of Reykjavík is hosting a scavenger hunt wherein images of the Yule Lads will be projected onto various buildings downtown. For those who like to win prizes, you can download an app and answer trivia questions about the Yule Lads for a chance to win big. Even if you don’t play the game, it’s worth walking around and keeping an eye out for these mischievous creatures. This year, the city will be introducing a new creature to the pantheon of Yule Lads. It all begins on December 3rd. Speaking of the Yule Lads... READ UP ON THE LORE
Icelanders are crazy about Christmas. That’s not an opinion, it’s an objective fact. So naturally, they have a massive amount of lore tied up in their Christmas traditions. For example, there is not only one Santa who comes to town on one day, but 13 Santas who come to town one by one in the days leading up to Christmas Eve. Some of them are benevolent gift-givers who leave candy in the shoes of good children, but others are mischief makers who, whether intentionally or not, scare children and make huge messes. Then, of course, there is Grýla and her giant cat, who come down to snatch the kids who aren’t wearing new clothes, and boil them for breakfast. Whether these traditions have a factual basis or are simply a means to tease kids into obedience after overdosing on sugar, we may never know. But one thing is certain: it’s a lot of fun to read about.
GREIN ARTICLE Íris Hadda Jóhannsdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir
GET IN TOUCH WITH PAULINE MCCARTHY
While most cultural events have been cancelled due to the pandemic, the folks at the Society of New Icelanders have been trying to come up with a way to hold this year's Festival of Nations West Iceland (Þjóðahátíð Vesturlands). They finally got approval to hold a virtual festival. People are encouraged to send in videos of them making a dish or performing a song or dance from their country. Those who send in recipe videos are asked to send in a text recipe with the video. If you want to participate, hurry up and contact Pauline. The society wants to make sure a lot of countries are represented. For this reason, they only want one recipe video from each country. Potential participants can send Pauline a message on Facebook, or send an email to societyofnewicelanders@gmail.com For those who only want to spectate, the festival will be entirely online. Once the project is ready, Pauline will post it on YouTube and link it to Facebook. These are just a few of the fun things that you can do to make your holiday season a happy one. We may be living in uncertain and unprecedented times, but that doesn’t mean that you can’t have a safe, fun, happy holiday in a country that knows how to have a cool Yule.
Tími troðfullu verslunarmiðstöðvanna The Season of Crowded Malls
MYND PHOTO Sædís Harpa Stefánsdóttir → Jólin eru tími troðfullra verslunarmiðstöðva. En þau eru líka tími ljóss, unaðslegra lykta og tíminn til þess að tækla listann yfir þær gjafir sem þarf að kaupa í fyrrnefndum verslunarmiðstöðvum. En í ár þurfum við líka að taka COVID með í reikninginn, hvernig verða jólainnkaupin? Allir verða með grímur, það segir sig sjálft. En þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og ógeðslegt, klístrað handspritt í sjálfvirkum skömmturum við inngang allra verslana, finnst fólki þessi innkaup enn óumflýjanleg. Þetta ár verður ekkert frábrugðið öðrum, að minnsta kosti held ég að fólk átti sig ekki á því hve mikilvægt það er að breyta neysluhegðun okkar til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Hvernig getum við spáð því hvernig jólin verða? Að fara í Kringluna til þess að kaupa sæta skyrtu eða jafnvel bara að fara í Bónus til þess að kaupa haframjólk verður innilokunarkennd martröð. Ég stefni að því að forðast þau óþægindi, en þá hef ég tvo
Christmas is the season of crowded malls. It’s also a time for lots of lights everywhere, yummy scents, and a list of the gifts left to buy in said crowded malls. But we also have COVID this year, so what will Christmas shopping look like? Everyone will be wearing masks, that’s an easy one. But despite counting how many people are allowed in at one time and the disgusting, sticky self-service hand sanitizer at the entry of every store, people still see shopping as inevitable. This year won’t be any different, or at least I don’t think people really grasp how urgent it is for us to change our consuming habits to reduce the spread of the virus. How else can we predict what Christmas will look like? Going to Kringlan for a cute blouse or even going to Bónus for oat milk will be a claustrophobic nightmare. So I am aiming to try to avoid that pain, which leaves me with two options. Option 1, shop online - the only problem with that being the postal service. Option 2 - a much better option - don’t shop at all. To convince you of this last crazy idea, the answer is on Netflix: Minimalism: A Documentary About the Important Things. In this documentary, we are introduced to a movement of people who have started to live with less and value life without depending so much on material things. I mean, if you applied this way of thinking to Christmas, I promise you your life would be less stressful (at least a tiny bit). What if we bet on experiences instead of
65
STÚDENTABLAÐIÐ
möguleika. Möguleiki 1, versla á netinu - eini gallinn við það er póstþjónustan. Möguleiki 2 sem er mun skárri - ekki versla neitt. Ef þú þarfnast sannfæringar er nóg að horfa á heimildamyndina Minimalism: A
Documentary About the Important Things, sem finna má á Netflix. Í henni kynnumst við hópi fólks sem hefur ákveðið að einfalda líf sitt og kunna að meta lífið án veraldlegra eigna. Ef þú beitir þessum hugsunarhætti á jólin lofa ég því að lífið verður ekki eins kvíðavaldandi (í það minnsta aðeins minna). Hvernig væri það ef við veldum upplifanir fram yfir gjafir? Leyfðu mér að útskýra. Það er öllum hollt að spyrja sig hvort við þurfum í alvöru það sem við erum að fara að kaupa. Spurningar á borð við „Hvernig gagnast þetta mér?“ geta hjálpað okkur að setja hlutina í samhengi. Hef ég sannfært þig? Sjáum hvað nútímalist hefur um málið að segja. Song Dong er samtímalistamaður sem stendur á bak við verkið, Waste Not (2005) sem hér má sjá mynd af. ↑ Hann safnaði saman og sýnir nú á listasöfnum allar eigur sem móðir hans sankaði að sér. Song Dong spyr hversu stór okkar hrúga væri ef við þyrftum að geyma allt sem við höfum átt. Hversu langan tíma tæki að setja upp og taka niður innstillingu af okkar eigum? Svipaða hugmynd má finna í þáttunum The Big Bang Theory en í þætti 19 í seríu 9 komast áhorfendur að leyndarmáli Sheldons, einnar aðalpersónunnar. Hann leigir út geymslu þar sem hann geymir allt sem hann hefur nokkurn tímann átt. Þessi tregi okkar við að henda hlutum er einkenni þess brenglaða sambands sem samfélagið á við veraldlegar eigur og neysluhyggju. Hvernig væri að gefa jólunum göfugri tilgang? Eitthvað sem er betra en gjafir? Að beita minimalísma gagnvart jólunum þýðir ekki að þú þurfir að hætta að kaupa gjafir. Lykillinn er að gera færri hlutum meira vægi. Kannski er kominn tími til þess að spyrja þig hvort þú gerir þér grein fyrir kolefnisfótsporinu þínu. Og kannski er þetta akkúrat besti tíminn til þess, nú á tíma troðfullra verslunarmiðstöðva. Vandinn liggur í þessari blöndu: Desember, jólunum, kórónuveirunni og gjöfum. Að frátöldum matarinnkaupum sem ég tel ekki með þar sem sá troðningur er daglegt brauð en við honum er auðveld lausn: farðu snemma í búðina, dö! En svona í alvöru, gæti verið kominn tími til að endurhugsa lifnaðarhætti okkar? Það er enginn hrifinn af troðningi, svo gerðu mér greiða. Geymdu það aðeins að versla, hugsaðu málið og skipuleggðu frekar upplifanir. Nýttu þann pappír sem þú átt til heima, búðu til kistulista (e. Bucket list), kveiktu á Netflix, skoðaðu list. Nú eru jólin. Besta gjöfin er að njóta augnabliksins.
Reflections on “The Little Match Girl” and Our Perverted Modern Vices ARTICLE Armando Garcia T. PHOTO Magnolia Pictures: White Bird in a Blizzard
gifts? Let me explain. Perhaps a necessary exercise when it comes to rethinking our consumption habits is to ask ourselves the question of whether we really need what we are about to buy. Other questions could also help, such as “What purpose will this serve in our day-to-day life?” Not convinced? Let’s see what contemporary art has to say about this. Song Dong is the contemporary artist behind the artwork pictured ↖ here, Waste Not (2005), in which he collected and presented the hoarded belongings of his mother in galleries. Song Dong poses the question, if we had to keep all the stuff that we’ve ever owned, how big would our archives be? How long would it take to set up and take down an installation of our own stuff? Another similar idea can be found in the TV series The Big Bang Theory. In season nine, episode 19, the audience gets to know Sheldon’s secret: that he rents a storage unit where he keeps everything he has ever owned. The inability to throw stuff away is a symptom of our society’s troubled relationship with material things and consumerism. How about giving Christmas a bigger purpose? Something better than gifts? Applying minimalism to Christmas does not mean giving up buying gifts. Instead, the key is to give more value to a smaller number of objects. Maybe it’s time to ask yourself: are you really aware of your ecological footprint? Perhaps the best time to start is now, during the season of crowded malls. The problem lies with this combo: December, Christmas, Covid, and gifts. I do not mention grocery shopping as a problem; the experience of going to the store is horrible all year round, and there’s an easy solution for that one: go to the supermarket early in the morning, duh! But seriously, could it be time to rethink our lifestyle a bit? No one likes crowds. So do me a favour. Hold that thought about going shopping, reevaluate, and plan experiences. Use some paper you have at home, make a bucket list, turn on Netflix, study some art. It’s Christmas. The best gift is to enjoy the time.
It was December 31, New Year’s Eve, when the unnamed little girl who sold matches for a living walked barefoot through frosty snow, winding her way through the city’s narrow streets and alleyways. Her body shivered in the cold breeze. She could see light shining through the windows and Christmas trees, presents piled excessively beneath their branches. She could smell roasted goose nestled among apple slices. She heard laughter from families gathered together.
66
THE STUDENT PAPER
She had sold no matches and dared not go home that night, afraid that her father would give her a beating. But then again, what difference would it make? Her living conditions were so precarious, with the wind blowing right through the cracks into her room, that she would hardly be any warmer there. Hans Christian Andersen’s 1845 story goes on until the girl dies of exhaustion and starvation after having a vision. She sees a bright beam of light, which is actually her grandmother - “the only person who had loved her, and who was now dead” 1, reaching out with open arms and swooping her away and off to heaven. Out of her misery and tribulation. Tragedy adds to injury (for that matter, disdain and revolt) as the next day goes by. People wander around the streets, walking past her dead body, unaware of her most dreadful fate. Her story does not make the papers. DEATH AS SOLACE AND REDEMPTION
She dies a silent death - an act of acceptance in the face of the nasty and brutish vicissitudes of life. Not an act of resignation. The short fictional story sends shivers down your spine and leaves a sour taste in your mouth. Her ghastly death evokes solace and redemption. Life is abruptly interrupted by sheer violence and chaos. Its tale echoes in a more modern example, the Coen Brothers’ film Fargo and the spin-off TV series: a poor, goodhearted soul, the heroine of the story, is caught in the middle when mayhem breaks out. And just like in the film, all that’s left is marks of blood in the snow. Both Fargo and the children’s tale evoke the idea that beauty and purity are disrupted by the violent condition in which the protagonists find themselves. The 2014 art film White Bird in a Blizzard is another such example, the difference being that in Fargo and White Bird, cruelty and mayhem unfold beneath an apparent sense of normalcy, while the brutal reality and predicament of the match girl are explicit right from the beginning. Death is paramount in the historical unfolding that comes later in the 19th century, that of the fin de siècle, a period marked by decay of values, world-weariness, and irrationality. That, in turn, brings forth what Austrian Expressionist poet Georg Trakl referred to as the universal nervousness of our century 2 . What these have in common is redemption. “I’M JUST A (LITTLE MATCH) GIRL IN THE (BITTERLY COLD) WORLD”
The girl in The Little Match Girl carries more meaning than first catches the eye. Charlotte Yonge of the Girl’s Own Paper,3 first published in 1880, refers to a girl in her early twenties as a “home daughter”, a wife and mother aged seventeen or a self-supporting member of the workforce at twelve. This was our little girl: a working-class gal, not an upper-middle class of the Victorian Age, obnoxiously preoccupied with courtship, marriage, social status, and prestige. As a young woman of the masses, what would she have to say about survival of the fittest? How much must one struggle to be deemed a heroine, a fighter, or a loser? Would her story be considered the story of a loser in today’s discourse?
veil of rationality surfaced as an opposition to reason. After all, even [wo]men of science are themselves driven by a passion for knowledge4. In this sense, passions and desires are a constant in human life. The argument that humanity moves toward an increasing level of perfection through time (Hegel)5 seems implausible for those who experience the degradation of society in the flesh. This was the case in the fin de siècle and may well be what we are currently witnessing in the world today. Or as Nancy Fraser put it in the title of her most recent work, directly quoting Antonio Gramsci, The Old is Dying and the New Cannot Be Born. To reveal irrationality under the guise of progress is to dismiss a linear historical perspective and acknowledge the antagonisms of the modern person. That is to say, we keep doing the same things the way we have been doing for ages but have more complex methods of achieving the same goals - namely, technological advancements and language. Consider social media and dating apps. What is one really searching for on these platforms? If Schopenhauer were alive today, he would still probably have argued that the survival and perpetuation of the human species were at stake. Perhaps this is the most violent act in the match girl’s story. She negates life and embraces her death, not through an abstract idea, but her will to live ceases. What Schopenhauer calls the eternal subject of cognition leads to universal human kindness and enables one to recognize all the suffering in the world as their own6 . Correspondingly, this Hans Christian Andersen winter holiday story translates to other human experiences in other eras. This season is a time for reflection, compassion, coexistence, forgiveness, solidarity, and redemption - or simply the nobility of spirit. In the spirit of Christmas and winter holidays, I would like to thank the Stúdentablaðið team for the gift of sharing my favorite children’s story from childhood and my humble reflections. Also, I would like to thank my professors and peers for the inspiration. 1 Hersholt, J. (trans.). [Hans Christian Andersen]. [1846] (1949). The Little Match Girl. “Den Lille Pige med Svovlstikkerne”. The Complete Andersen. New York: The Limited Editions Club: https://andersen.sdu.dk/vaerk/hersholt/TheLittleMatchGirl_e.html 2 Adler, J. (2003, April 17). You Dying Nations [Review of Poems and Prose]. London Review of Books, 25(08). https://www.lrb.co.uk/ the-paper/v25/n08/jeremy-adler/you-dying-nations 3 Vallone, L. & Nelson, C. (1994). Introduction to The Girl’s Own: Cultural Histories of the Anglo-American Girl, 1830 1915, eds. Nelson and Vallone. Athens: University of Georgia Press, p. 3. 4 Meštrović, S. G. (1993). The Barbarian Temperament: Toward a Postmodern Critical Theory. New York: Routledge. 5 It could be argued that his focus was instead on the historical conflicts and events that emerge as we progress. 6 Schopenhauer, A. [1788-1860] (2010). The Essential Schopenhauer: Key Selections from The World as Will and Representation and Other Writings. New York: Harper Perennial, p. 419.
TOMORROW’S DEVICES AT YESTERDAY’S PRICES
There are various ways to comprehend how things have come to be as they are today. The excesses of the fin de siècle and the scepticism of rationality may prove a useful resource. The sentiment that irrational passions and desires were uncovered by the
REFLECTIONS ON “THE LITTLE MATCH GIRL” AND OUR PERVERTED MODERN VICES
67
STÚDENTABLAÐIÐ
Hvað meinum við þegar við tölum um „jólaandann“? GREIN ARTICLE Kevin Niezen ÞÝÐING TRANSLATION Karitas M. Bjarkadóttir
What Do We Mean When We Talk About the “Christmas Spirit”? Hvað meinum við þegar við tölum um „jólaandann“? Við gætum verið að tala um jólin sem einhvers konar skyni gædda veru sem skyndilega féll frá og rotnar nú í björtum ljóma og gefur frá sér grenilykt á leið inn í snæviþakinn handanheiminn. Eða við gætum verið að tala um jólasögu: fúlir jólahatarar, fullir fyrirlitningar sem uppgötva hinn eina sanna „jólaanda“ eftir raðir atburða sem breyta lífi þeirra og kenna þeim að elska þessa hátíð. Hugsanlega erum við að tala um vinalega litla álfa sem taka sér bólfestu í garðinum okkar, klæddir jólagrænum og jólarauðum og valhoppa um af gleði í kuldanum. Í þessari grein ætla ég að tala um mína persónulegu reynslu af jólunum og hvernig sú reynsla hefur haft áhrif á skilning minn á jólaandanum. PERÚSK JÓL Ég ólst upp í Perú, sólríku, hlýju Perú. Jólin sem ég upplifði þar voru þess vegna mjög frábrugðin þeim jólum sem ég sá í sjónvarpinu eða á sjálfu jólaskrautinu, og í rauninni hvar sem er. Til dæmis eyddum við jólunum okkar á ströndinni, íklædd stuttbuxum og sandölum, hvergi snjór í augsýn, hvorki á götunum né á þökum húsanna. Hugmynd okkar um jólin var ekkert tengd vetrarfríum, mun frekar langþráðu sumrinu. Fyrir okkur börnunum voru jólin sá tími ársins þar sem allra besta gjöfin var frelsið sem við fengum í sumarfríinu frá skólanum. Það er hugsanlega ástæðan fyrir því að við horfðum ekki á jólin með lotningu og hátíðleika, fyrir okkur voru þau bara upphafið á því sem við vonuðum að yrði langt, hlýtt sumar fullt af ævintýrum og óvæntum uppákomum. Við vorum reglulega ávítt fyrir skeytingarleysi okkar gagnvart jólunum: „hvar er jólaandinn?“. Á þeim tíma fannst mér þetta bara krúttleg spurning, meira eins og það væri einhver óskrifuð jólaregla að spurja hennar. Þegar ég varð nógu gamall til að flytja til útlanda og eyddi jólunum fjarri ströndinni fór spurningin hins vegar að ásækja mig aftur. JÓL Í ÚTLÖNDUM Ég hafði minn eigin skilning á jólaandanum eins og annað fólk. En eftir því sem ég eltist og pirringur og óstöðugleiki unglingsáranna herjuðu á mig varð ég hrokafyllri og fór að efast um allt og ekkert, í leiðinni reyndi ég á þolinmæði minna nánustu. Þegar jólin nálguðust fór ég að draga hugmyndir mínar og annarra um þau í efa. Ég úthúðaði jólunum sem vel
What do we mean when we talk about the “Christmas Spirit”? We might be talking about Christmas as some sort of sentient being that suddenly passed away, leaving behind its intermittently glowing, Christmas-tree-scented body and drifting into snowy white plains to find peace and solace. Or we might be talking about a Christmas story: a tale of grumpy, scornful Christmas-haters who, through a series of transformative experiences, suddenly discover their true “Christmas Spirit” and learn to love the holiday. Perhaps we’re talking about swarms of timid-yet-friendly elves populating our gardens, clad in merry red-green colors, leaping for joy despite the cold, and magically avoiding slipping off the icy roads. In this article, I will talk about my personal experience with Christmas and how it has shaped my understanding of the Christmas Spirit. A PERUVIAN CHRISTMAS
Growing up in warm and sunny Peru, the Christmas I experienced every year was vastly different from the Christmas depicted in television commercials or portrayed in pictures, on carpets and dishes, and just about anywhere else you can think of. For one, our Christmases were spent at the beach, wearing shorts and sandals, without flurries of snow to cover our streets and rooftops in white, cushiony blankets. The idea of Christmas was not connected to winter holidays, but rather to the much-awaited arrival of summer. For us children, Christmas was the time of year when the best present was the freedom afforded to us by the end of the school year. Perhaps for that reason, we did not regard Christmas with reverence and ceremony; for us, it was just the beginning of what we hoped would be a long, warm summer filled with adventures and surprises. Periodically, someone would confront us about our disregard for Christmas, asking the question, “Where’s your Christmas Spirit?” At the time, I thought it was a cute question, more in line with Christmas protocol than genuine interrogation. However, when I grew old enough to move abroad and began spending the Christmas holidays away from the beach, the question would return to my mind. CHRISTMAS ABROAD
Like everyone, I intuitively understood what we meant when we talked about “Christmas Spirit.” And yet, adolescence being so particularly irritating and erratic in my case, I fell into the typical self-questioning arrogance that tested all of my closest friends’ tolerance and patience. When Christmastime loomed, I would question the idea of it, challenging its relevance by decrying it as a systemic lie built on well-constructed capitalist ventures. Of course, we do not need an annoying teenager to remind us of this. We all know what the image of Santa Claus is meant to represent. During my first snowy Christmases, this
68
THE STUDENT PAPER
smíðaðri kerfisbundinni lygi hverrar eini tilgangur væri að auka neyslu hins almenna borgara. Það er hins vegar auðséð að við þurfum ekki pirraðan ungling til að segja okkur þetta. Við vitum öll hver táknmynd jólasveinsins er. Og þetta fór óendanlega í taugarnar á mér þegar ég upplifði fyrstu hvítu jólin mín. En eftir því sem árin liðu þróaðist þessi gremjutilfinning í mánaðarlega höfuðverki. Ég fór að velta fyrir mér annarri spurningu. Allt fólk virtist vita hvað jólin snúast virkilega um, og jafnvel sú vitneskja virtist ekkert angra þau... hvað þýðir það þá þegar þau tala um jólaandann? Ég vissi svo sem svarið við þessari spurningu þá, en gelgjan í mér þráaðist við að mála veröldina svartari af ástæðulausu. Mig skorti því miður ennþá smá skammt af þroska til að sættast við svarið sem faldi sig innra með mér.
annoyed me terribly. But as the years elapsed, my feelings of exasperation dissolved through a series of monthly headaches. I began to ponder a different question. Everyone seemed to know what Christmas truly represented, and even then, it didn’t bother them…so, what did they mean when they talked about “Christmas Spirit”? Back then, I knew in my heart the answer to this question, but my adolescence persisted in turning my world grayer just for the sake of it. Alas, I still lacked the smallest doses of maturity to embrace the answers hiding in my heart. WHAT IS CHRISTMAS ABOUT?
UM HVAÐ SNÚAST JÓLIN? Í ljósaskiptum gelgjuskeiðisins gafst ég upp á þessum flóknu vangaveltum sem virtust ekki koma mér nær neinni niðurstöðu, heldur ollu mér þvert á móti vansæld. Ég slakaði aðeins á og fór hægt og rólega að taka hlutina í sátt eins og þeir voru frekar en það sem ég vildi að þeir væru. Þetta leiðir okkur að jólaandanum. Hefur þú einhvern tímann spurt þig, eins og ég, hver tilgangurinn með þessu öllu saman sé, af hverju feiti maðurinn í rauðu fötunum hendir sér niður strompa og flýgur um svartan vetrarhimininn á jólanótt á sleða sem dreginn er af hreindýrum, af hverju er allt þetta umstang, öll ljósin, maturinn, gjafirnar, tréð og lögin? Af hverju við eyðum svona miklum tíma og erfiðismunum í þennan eina dag þegar flest öll nenna ekki einu sinni að komast að uppruna og tilganginum með þessu öllu? Hefurðu einhvern tíma spurt þig að þessu? Svarið mitt er ekki uppljómun og það mun hvorki betra jólin né gera þau verri. En ég get sagt þér að líkt og þú hefur gert á einhverjum tímapunkti, spurði ég mig að því hvert trixið bak við jólaandann væri. Og mín uppgötvun var einfaldlega: hvers vegna að ómaka sig? JÓLAANDINN Jólin eru ekki endilega hefð sem nauðsynlegt er að skilja. Þau eru tilfinning, lykt í loftinu, garður nágrannans. Þau eru ljósin og skrautið og maturinn og lögin og allir hinir gleðilegu hlutirnir sem ætlað er að upplifa, að finna. Það skilar engu að reyna að útskýra jólaandann. Hann er lifnaðarháttur, að taka fjölskyldu, vinum, litadýrðinni, ljósunum og lögunum opnum örmum. Hann er trú í ævintýralegum, trúarlegum og persónulegum sögum sem kveikja von. Jólaandinn er kærleikurinn og ástin sem mannkynið gefur frá sér á ákveðnum degi, og minnir okkur á að ef ekki nema einn dag á ári getur lífið verið fullt af gleði, klukknahljóm og meiri kátínu en okkur getur dreymt um. Það er það sem við meinum þegar við tölum um „jólaandann“.
HVAÐ MEINUM VIÐ ÞEGAR VIÐ TÖLUM UM „JÓLAANDANN“? WHAT DO WE MEAN WHEN WE TALK ABOUT THE “CHRISTMAS SPIRIT”?
In the twilight of my adolescence, I gave up on complicated ponderings that seemed to lead nowhere and offered more head-scratching results than comforting revelations. I loosened up, and slowly I embraced the things of the world not for what I wanted them to be, but for what they were. This brings me back to the “Christmas Spirit.” If, like me, you have ever asked yourself what the point of it all is - why the big man clothed in red and black winter attire sliding down chimneys, flying along the dark starry Christmas night on a sled pulled by a legion of merry-looking reindeers; why all the lights and razzle-dazzle; why the flamboyant dinners and the wine and the presents and bubbly-sweet drinks and trees and songs - why do we invest so much effort in a single day, when most people never even bother to find out why it exists in the first place? Have you ever asked yourself this? My answer is not enlightening; neither will it brighten or darken your Christmas. What I can tell you is that, like you, at some point, I did ask myself what the trick behind the idea of the “Christmas Spirit” was. My realization: Why bother? THE CHRISTMAS SPIRIT
Christmas is not necessarily a tradition that must be understood. It is a feeling, a smell in the air, a sight in your neighbor’s garden. It is the lights and ornaments and foods and songs and a whole other bunch of merry things that are meant to be experienced, to be felt. There’s no point trying to explain the “Christmas Spirit.” It is a way of life, an embracing of family, friends, colors, lights, and songs; it is faith and belief in religious, fantastical, and private tales that offer an abundance of hope. The “Christmas Spirit,” then, is the empathy and love that we as humans unleash upon the world on a specific date, and for at least one night a year reminds us that our lives can be full of holly jollies, jingle bells, and a whole lot more merriment than we dare to dream of. That is what we mean when we talk about the the “Christmas Spirit.”
69
STÚDENTABLAÐIÐ
Við óskum þér finnskra jóla We Wish You a GREIN & MYND ARTICLE & PHOTO Finnish Christmas Francesca Stoppani ÞÝÐING TRANSLATION Bergrún Andradóttir
Tvær uppskriftir til að gera veturinn aðeins huggulegri Two recipes to make winter a little cozier
Sofia Hartikainen er frá Finnlandi og stundar nám við Háskóla Íslands. Hún kom til þess að læra íslensku í eitt ár, og við vorum meðleigjendur á Stúdentagörðunum þangað til ég flutti. Auk persónuleika síns hafði hún meðferðis magnaða baksturshæfileika, rétt eftir að töfrar súrdeigsbrauðsins voru uppgötvaðir hér á landi. Talandi um töfra, þá eru jólin á næsta leiti og því höfum við ákveðið að færa ykkur smá smakk af hvernig Finnar halda upp á Joulu (jólin). Meðfylgjandi eru tvær uppskriftir með finnsku ívafi. Jólin eru ekki bara gjafir og ljós; það verður að finna lykt og bragð af jólum. Þegar kemur að því að halda upp á jólin að norrænum sið eru piparkökur því ómissandi. Hér höfum við uppskrift frá ömmu Liisu. PIPARKÖKURNAR HENNAR ÖMMU (MUMMON JOULUPIPARIT) 150 ml gyllt síróp 200 gr sykur 250 gr brætt smjör 2 tsk malaður kanill 1 tsk malað engifer 2 tsk malaður negull 1 msk niðurrifinn appelsínubörkur 2 egg 3 tsk matarsódi ½ kg hveiti 1 Setjið síróp, sykur, brætt smjör, krydd og appelsínubörk í pott. 2 Hitið að suðu og hrærið vel. 3 Fjarlægið frá hita og látið blönduna kólna. 4 Bætið eggjum við kældu blönduna og hrærið vel. 5 Hrærið hveiti og matarsóda saman við svo úr verði deig. 6 Hyljið deigið og setjið í kæli yfir nótt. 7 Hitið ofninn í 200°C og setjið bökunarpappír á ofnplötu. 8 Fletjið deigið svo það verði þunnt. 9 Skerið kökurnar í form sem ykkur líkar. 10 Bakið í 5-8 mínútur. Hvernig væri veturinn án heitra ilmandi drykkja? Hérna eru tvær útgáfur af finnsku glöggi, uppáhald margra fullorðinna og barna! (Ekki hafa áhyggjur, í Finnlandi eru bæði áfengar og óáfengar útgáfur.)
Sofia Hartikainen is a UI student from Finland. She came to study Icelandic for one year, and we were roommates in student housing until I moved. Along with her personality, she brought some amazing baking skills to a country that only recently discovered the magic of sourdough bread. Speaking of magic, Christmas is quickly approaching, so we’ve decided to give you a taste of how Finns celebrate Joulu (Christmas) with two classic recipes with a Finnish touch. Christmas isn’t just gifts and lights; one must smell and taste Christmas. When it comes to Nordic Christmas celebrations, spiced cookies are a longtime favorite. Here you have Grandma Liisa’s recipe. GRANDMA’S SPICED COOKIES (MUMMON JOULUPIPARIT)
150 ml golden syrup 200 g sugar 250 g melted butter 2 tsp ground cinnamon 2 tsp ground ginger 2 tsp ground cloves 1 Tbsp grated orange peel 2 eggs 3 tsp baking soda ½ kg wheat flour 1 Add syrup, sugar, melted butter, spices, and orange peel to a pot. 2 Bring to a boil while mixing well. 3 Remove from heat and let the mixture cool. 4 Add eggs to the cooled mixture and blend well. 5 Stir in flour and baking soda to form a dough. 6 Cover the dough and place in the fridge overnight to chill. 7 Preheat oven to 200°C and line a baking sheet with parchment paper. 8 Roll the dough into a thin layer. 9 Cut the cookies into any shapes you like. 10 Bake for 5-8 minutes. What kind of winter would it be without a warm and fragrant drink? Here we present two versions of Finnish mulled wine, a favorite of adults and children alike! (Don’t worry, in Finland they have both alcoholic and non-alcoholic versions.) WINTER GLOGG (TALVIGLÖGI)
2 cinnamon sticks 3 star anise pods 10 whole cloves a bit of fresh ginger 3 strips of orange peel 200 g sugar 300 ml strong blackcurrant juice 750 ml water (for alcoholic version: one bottle of red wine + optional vodka or cognac to make it even stronger) “Christmas in Finland can be pretty depressing. We go to the cemetery, then we usually have lunch or
70
THE STUDENT PAPER
JÓLAGLÖGG (TALVIGLÖGI) 2 kanilstangir 2 stjörnuanísbelgir 10 heilir negulnaglar Örlítið af fersku engifer 3 strimlar af appelsínuberki 200 gr sykur 300 ml sólberjasafi 750 ml vatn (fyrir áfenga útgáfu: ein flaska af rauðvíni og hægt er að bæta við vodka eða koníaki fyrir sterkari útgáfu.) „Jólin í Finnlandi geta verið frekar þunglyndisleg. Við förum í kirkjugarðinn, svo borðum við hádegis- eða kvöldmat með fjölskyldu og ættingjum,“ segir Sofia. Kemur það á óvart að Finnar ríði ekki hreindýrum að Rovaniemi til þess að hjálpa jólasveininum (Joulupukki ) að pakka inn gjöfum? ÁFENG ÚTGÁFA 1 Setjið kanilstangir, stjörnuanís, negul, engifer og appelsínubörk í pott. 2 Bætið við sykri og safa. 3 Hitið blönduna þar til hún er orðin þykk, eins og síróp (sirka 10 m ínútur). 4 Fjarlægið pottinn af hitanum, bætið við víni og hrærið vel. 5 Sigtið blönduna til að fjarlægja kryddin. 6 Skreytið með kanilstöngum og stjörnuanís og berið fram. ÓÁFENG ÚTGÁFA 1 Setjið kanilstangir, stjörnuanís, negul, engifer, appelsínubörk og vatn í pott. 2 Hitið á vægum hita og bætið við sykri og safa. Hrærið vel. 3 Hitið þar til blandan er nálægt suðu. 4 Sigtið krydd í burtu. 5 Skreytið með kanilstöngum og stjörnuanís og berið fram.
dinner with our family and relatives,” says Sofia. Are you surprised to hear that Finns do not ride reindeers toward Rovaniemi to help Santa (Joulupukki) pack gifts? ALCOHOLIC VERSION:
1 Add cinnamon sticks, star anise, cloves, ginger, and orange peel to a pot. 2 Add sugar and juice. 3 Heat the mixture until it has a thick, syrupy consistency (approx. 10 min.). 4 Remove from heat, add wine, and mix well. 5 Strain to remove the spices. 6 Decorate with extra cinnamon sticks and star anise and you’re ready to serve! NON-ALCOHOLIC VERSION:
1 Add cinnamon sticks, star anise, cloves, ginger, orange peel, and water to a pot. 2 Heat, but don’t boil, then add sugar and juice and mix well. 3 Heat until the mixture is close to boiling. 4 Strain out the spices. 5 Decorate with extra cinnamon sticks and star anise and you’re ready to serve! “In Finland, everyone takes a sauna on Christmas day. It’s basically mandatory,” adds Sofia. Following that tradition might not be as easy here in Iceland, but if you’re lucky enough to have access to a sauna, you might want to try out the Finnish way of celebrating Christmas!
„Í Finnlandi fara allir í sánu á jóladag. Það er eiginlega skylda,“ bætir Sofia við. Það er erfiðara að fylgja þeirri hefð á Íslandi, en ef þið eruð svo heppin að hafa aðgang að sánu gætuð þið prófað að halda upp á jólin að finnskum sið!
Jólaleikur Stúdentablaðsins GREIN ARTICLE Atli Freyr Þorvaldsson Eva Margit Wang Atladóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYNDIR PHOTOS Aðsendar Contributed
Hvaða háskól persóna úr alífinu ert þú?
The Student Paper’s Christmas Quiz pus Cam ou? h c i Wh er are Y act Char
With the Christmas holidays just around the corner, it’s the perfect time to get yourself in the mood for the season of light and peace - even though it will look a bit different this year. Normally, we gather for holiday parties, go to Christmas concerts, and even take trips to cozy cabins, but even though those things are off the table this year, there’s still plenty to do. But right now, take a moment and imagine that everything is normal and you’re getting into the Christmas spirit. Read through the following scenarios and choose the option that best applies to you for each one. Your answers will tell you which campus character you’re most like. FIRST SUNDAY OF ADVENT:
Classes have finally come to an end for the semester, and final exams will soon be upon us. Since you’re such an organized student, you’ve already begun preparing for exams, and you’re planning to take a deep dive into your textbooks today. To help you get
71
STÚDENTABLAÐIÐ
Nú eru jólin og aðventan á næsta leyti og því er ekki úr vegi að koma sér í stellingar fyrir hátíð ljóss og friðar, þó hún verði aðeins frábrugðnari en áður. Í venjulegu árferði fara margir í jólaboð, á jólatónleika eða jafnvel í bústað, en þó að slíkt sé ekki í boði þetta árið, þá er ýmislegt hægt að gera. Nú skaltu ímynda þér að allt sé með eðlilegu móti og að þú sért að koma þér í jólaskap. Þræddu þig í gegnum sögurnar og veldu þann valmöguleika sem á best við þig hverju sinni, en þeir tengjast persónum úr háskólalífinu.
into your study groove, you’re listening to a Christmas playlist, starting with your favorite Christmas song. What is it? A A Faroese Christmas song B I’ll Be Home for Christmas C Jólakötturinn (The Christmas Cat) D Silent Night DECEMBER 1ST
FYRSTI Í AÐVENTU Nú er önnin loksins búin og próftímabilið fer senn að hefjast. Þar sem að þú ert skipulagður stúdent, hefur þú nú þegar hafið undirbúning próflesturs og í dag á að sökkva sér í lestur. Til að hjálpa þér í gírinn spilar þú jólalagalista í tölvunni, sem hefst á uppáhaldsjólalaginu þínu. Hvert er það? A Góði Jólamaðurin, færeyskt jólalag B Ég verð heima um jólin/I’ll Be Home for Christmas C Jólakötturinn D Heims um ból
It’s time. December is here, meaning it’s finally socially acceptable to watch Christmas movies. There’s no shortage of options, but the first Christmas movie of the year sets the tone for the season. Which movie do you put on? A National Lampoon’s Christmas Vacation B It’s a Wonderful Life C Christmas with the Kranks D Love Actually SECOND SUNDAY OF ADVENT
FYRSTI DES Það er komið að því. Desembermánuður er runninn upp og jólamyndaáhorf er því loksins samþykkt af samfélaginu. Nú er um margt að velja en fyrsta jólamynd ársins setur tóninn fyrir tímabilið. Hvaða kvikmynd setur þú í gang? A National Lampoon’s Christmas Vacation B It’s a Wonderful Life C Christmas with the Kranks D Love Actually ANNAR Í AÐVENTU Þú tekur þér frídag í próflestri því það er nógu langt í næsta próf og ákveður að rumpa jólagjafainnkaupunum af, enda er betra að ljúka því af núna en að eiga það eftir stuttu fyrir jól. En það er margt fólk á ferli í miðbænum og þú hugsar með þér að þú verðir að komast úr ösinni og slappa aðeins af. Þú ferð inn á næsta kaffihús og verandi í jólastuði, pantar þér jóladrykk. Hvað færðu þér? A Malt & Appelsín B Jólakaffibolla C Mjólk D Heitt súkkulaði með rjóma JÓLAPRÓF Þú hefur staðið þig vel í að næra þig milli þess sem þú lærir fyrir próf. Þú hefur líklega klárað einn eða tvo kassa af mandarínum, en eins góðar og þær eru þá langar þig óskaplega í eitthvað sætt. Það er fátt betra í próflestri en jólasmákökur og þú ákveður að henda í eina sort, þína uppáhalds. Hvað bakar þú? A Sörur B Lakkrístoppa C Spesíur D Bakar ekki, en færð smákökur frá mömmu þinni ÞRIÐJI Í AÐVENTU Nú styttist í jólin með hverjum deginum, en þegar þú lítur í kringum þig finnst þér ekkert voðalega jólalegt heima hjá þér. Þú tekur af skarið og ferð í geymsluna þar sem jólaskrautið er geymt. Þú dustar rykið af einum kassanum, en í honum finnur þú það sem ómissandi er að setja upp fyrir hver jól. Hvað fannst þú? A Keramikjólasvein í baði, tengt við spiladós B Fullt af ljósaseríum C Músastiga D Aðventuljós og krans JÓLALEIKUR STÚDENTABLAÐSINS THE STUDENT PAPER’S CHRISTMAS QUIZ
There’s plenty of time until your next exam, so you decide to take a day off from studying and finish your Christmas shopping; after all, it’s better to get it done now than to wait until the last minute. But downtown is packed with people, and you need to get away from the throngs and relax a bit. You duck into the next café and, being in a Christmassy mood, order a Christmas beverage. What do you choose? A Malt og appelsín (malt and orange soda) B A festive holiday coffee drink C Milk D Hot chocolate with whipped cream WINTER EXAMS
You’ve done a great job of eating healthy while studying for exams. You’ve probably eaten one or two boxes of mandarins, but as good as they are, you’re craving a sweet treat. There’s no better study snack than Christmas cookies, so you decide to whip up a batch of your favorite kind. What do you bake? A Sarah Bernhardt cookies B Chocolate licorice meringues C Chocolate thumbprint cookies D Nothing - you get cookies from your mom THIRD SUNDAY OF ADVENT
Christmas is getting closer by the day, but when you look around, your home doesn’t feel very Christmassy. You decide it’s time to find your stash of Christmas decorations. You brush the dust off a box and open it to find your must-have Christmas decoration. What is it? A A ceramic music box shaped like Santa in a bathtub B A bunch of string lights C Crepe paper garlands D An Advent candle holder and candles END OF WINTER EXAMS
Exams are finally over. You’ve been under a lot of pressure for weeks, so it’s time to pamper yourself over winter break. You’re planning on wearing the same outfit as last Christmas, because it’s fantastic and still fits, but you want to give yourself a little end-of-exams
72
THE STUDENT PAPER
JÓLAPRÓFLOK Nú eru prófin loks búin. Þú hefur verið undir miklu álagi í langan tíma og það er kominn tími til að fara vel með sig í jólafríinu. Þessi jól ætlarðu að vera í sama sparidressi og síðustu jól því það passar og er dúndur flott. Samt sem áður langar þig til að gefa þér litla próflokagjöf og fríska aðeins upp á lúkkið. Í miðju Kringlurölti kemur upp sú hugmynd að finna nýjan fylgihlut við dressið. Hvernig fylgihlut kaupirðu? A Eldrautt prjónavesti B Kaupir ekki fylgihlut, heldur jólanáttföt C Rauðan og hvítan hatt D Rautt bindi ÞORLÁKSMESSA Biðin er á enda. Aðfangadagur rennur upp á morgun og þú þræðir götur miðbæjarins í síðustu jólainnkaupunum. Þegar líður á Þorláksmessukvöld áttu bara eina gjöf eftir til að fullkomna jólin, það er möndlugjöfin. Hvaða gjöf verður fyrir valinu? A Púsluspil B Gjafabréf í upplifun C Prjónagarn D Blu-ray kvikmynd
present and freshen up your look a bit. While strolling through the mall, you come up with the idea of buying a new accessory to go with your outfit. What do you buy? A A bright red knitted vest B Christmas PJs instead of an accessory C A red and white hat D A red tie ST. THORLAKUR’S DAY (ÞÓRLÁKSMESSA, DEC. 23)
The wait is almost over. Christmas Eve is tomorrow, and you’re winding your way through downtown Reykjavík in search of a few last-minute gifts. By the evening, the only thing left on your list is to find an almond present, a small gift for whoever finds the almond hidden in the Christmas dessert. What do you choose? A A jigsaw puzzle B A gift card for some experience or activity C Yarn D A Blu-ray movie CHRISTMAS EVE
AÐFANGADAGUR Nú eru aðeins nokkrar mínútur í að klukkan slái sex á aðfangadagskvöld og þú hefur bæði farið í jólabað og skúrað öll gólf. Þá hefur þú staðið í ströngu við að elda aðalréttinn og allt helsta meðlætið. Gestirnir hafa sest við borðið og kveikt á kertum. Þú kemur loksins með aðalréttinn á borðið og býður gestunum að fá sér. Hvað er í matinn? A Rjúpur B Hnetusteik C Fiskur D Hamborgarhryggur JÓLADAGUR Loksins, innri friður. Jóladagur er runninn upp og þú vaknar eftir góðan nætursvefn en þig langar aðeins að halda í þessa afslöppunar tilfinningu. Þú ákveður að taka upp jólabókina sem þú fékkst í jólagjöf, sest svo í sófann og byrjar að lesa. Hver er bókin? A Saga Happdrættis Háskóla Íslands eftir Stefán Pálsson B Bráðin, glæpasaga eftir Yrsu Sigurðardóttur C Snúður og Snælda D Ævisaga um Ellert B. Schram ANNAR Í JÓLUM Eftir tvo daga af hátíðarhöldum og kappáti getur verið ágætt (og jafnvel nauðsynlegt) að ná áttum með litlu spilakvöldi ásamt þínum nánustu. Slíkar samverustundir eru gjarnan eftirminnilegasti hluti hátíðar ljóss og friðar. Samt sem áður getur reynst erfitt að velja spil. Hvers konar borðspil verður fyrir valinu Annan í jólum? A Gömul Trivial spil B Skrafl (Scrabble) C Slönguspilið D Ekki borðspil, heldur er spilað „púkk“ með 52 spilum Taktu nú saman svörin og sjáðu hvaða bókstaf þú valdir oftast. Niðurstöðurnar eru á næstu síðu.
There are just a few minutes left until the clock strikes six, marking the official start of Christmas in Iceland. You’ve taken a shower and scrubbed the floor and toiled away in the kitchen cooking the main dish and most important sides. The guests have taken their seats at the table, and the candles have been lit. Finally, you carry the main course to the table and invite your guests to start eating. What’s for dinner? A Ptarmigan B Vegan nut loaf C Fish D Smoked rack of pork CHRISTMAS DAY
Finally, inner peace. Christmas Day is here, and you wake up after a refreshing night’s sleep wanting to stay in relaxation mode. You decide to pick up the book you got for Christmas, sit on the sofa, and start reading. What’s the book? A A lengthy book about the university’s history B The latest title from your favorite crime writer C The Cat in the Hat D A political biography BOXING DAY
After two days of celebrating and eating like a champ, it’s a good idea (and even a necessity) to hit the reset button by having a little game night with your nearest and dearest. Those hours of togetherness are the most memorable part of the holidays, but choosing a game can be difficult. Which board game do you choose? A An old version of Trivial Pursuit B Scrabble C Chutes and Ladders D None – you reach for a deck of cards instead Tally up your answers and see which letter you selected the most. Then check the next page to find out which campus character you are!
JÓLALEIKUR STÚDENTABLAÐSINS THE STUDENT PAPER’S CHRISTMAS QUIZ
73
STÚDENTABLAÐIÐ
Mostly A You’re Óttarr Proppé Óttarr, manager of the student bookstore, is both half-bald and long-haired, combining flashy affectation and philosophical musings. Óttarr has quite a lot of Christmas spirit, but not nearly as much as his alter-ego, The Professor, who’s the biggest Christmas fan of all time.
Flest A Þú ert Óttarr Proppé Óttarr er verslunarstjóri Bóksölu stúdenta og hann er hvort tveggja hálfsköllóttur og síðhærður. Í honum býr bæði framhleypin glysgirni og tilhneiging til hlédrægra spekingstakta. Óttarr er umtalsvert jólabarn en þó ekkert í samanburði við hliðarsjálf hans Prófessorinn, sem er barnalegasta jólabarn allra tíma.
Mostly B You’re Isabel Alejandra Diaz Isabel is a 24-year-old political scientist and president of the Student Council. Although she lives in Kópavogur, she’s still a Westfjords girl through and through. Isabel is passionate about improving students’ lives and loves Latin music. For her, there’s nothing better than spending quality time with a good group of friends.
Flest B Þú ert Isabel Alejandra Diaz Isabel er 24 ára stjórnmálafræðingur og forseti Stúdentaráðs. Hún býr í Kópavogi en er þó Vestfirðingur í húð og hár. Isabel brennur fyrir hagsmunabaráttu stúdenta og er mjög hrifin af latin tónlist, auk þess finnst henni fátt betra en gæðastundir í góðra vina hópi.
Mostly C You’re Rector Rósalind Rósalind has a youthful spirit and enjoys wandering around campus. Independent and adventurous, Rósalind is no copycat. Just like her, you have a tendency to be a bit spontaneous and go in unexpected directions when it comes to celebrating the holidays. Rósalind’s favorite holiday character is the Christmas Cat, but thankfully, she won’t eat you if you don’t get new clothes for Christmas!
Flest C Þú ert Rósalind rektor Rósalind er ung í anda og finnst gaman að ferðast um háskólasvæðið. Líkt og Rósalind, þá áttu það til að vera dálítill flipp-kisi og ferð í óvænta átt með jólahaldið. Eins spes og þú ert, þá bakarðu spesíur, en Rósalind má samt ekki fá kattartungur! Flest D Þú ert Jón Atli Benediktsson Jón Atli er rektor HÍ og hefur starfað við Háskólann síðan árið 1991. Hann er einnig prófessor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild og forseti Aurora háskólanetsins. Jón Atli heldur í hefðirnar, en jólin á hans heimili eru frekar hefðbundin eða í ætt við gamla tíma, eins og sést á svörunum.
The Islands of Birds Part two
Mostly D You’re Jón Atli Benediktsson Jón Atli is the rector of UI and has worked at the university since 1991. He’s also a professor in the electrical and computer engineering department and president of the Aurora Universities Network. Jón Atli clings to tradition. Christmas at his house is quite traditional and in the spirit of the good old days, as you can see from his answers.
GRAPHIC NOVEL Francesca Stoppani Giovanna Paola Ruggiero FOREWORD
Along with the second part of the graphic novel, I would like to explain some of the choices we made concerning the story and its representation. We decided that the gender of the character should be neutral, that is why it is referred by with they/them pronouns. We wanted the story to be as inclusive as it could be so that everyone would be able to empathize with the character, regardless of their sex and gender. The choice of the black & white illustrations was mainly due to time limitations. We might work on a colorized version to see how it turns out. We hope you enjoy reading The Islands of Birds!
74
THE STUDENT PAPER
75
STÚDENTABLAÐIÐ
76
THE STUDENT PAPER
77
STÚDENTABLAÐIÐ
78
THE STUDENT PAPER
79
STÚDENTABLAÐIÐ
Mundu eftir Aukakrónunum um jólin Jólin eru góður tími til að nota uppsafnaðar Aukakrónur og gera hátíðirnar enn notalegri. Þú sérð stöðuna á Aukakrónunum þínum í Landsbankaappinu og netbankanum og getur keypt næstum hvað sem er fyrir þær hjá yfir 250 samstarfsaðilum um allt land.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
80