1. TÖLUBLAÐ OKTÓBER 2020 NEMENDUR VS. HEIMSFARALDUR Þegar veiran sneri heiminum á hvolf reyndi fólk að finna nýtt norm. En fyrir ákveðna hópa, eins og nema, og þá sérstaklega erlenda nema, er það háð mörgum hindrunum að finna jafnvægi í þessari nýju tilveru.
BREYTT LANDSLAG TÓNLISTAR Hér er rætt við tónlistarkonurnar Gróu, Kristínu Sesselju og gugusar um áhrif kórónuveirunnar á starf tónlistarfólks, mikilvægi tónleika og sýnileika tónlistarfólks í þessu ástandi.
TYGGJÓIÐ BURT! Guðjón Óskarsson setti sér það markmið að hreinsa sem flestar tyggjóklessur af gangstéttum og götum miðborgarinnar á 10 vikum.
STUDENTS VS. PANDEMIC
THE CHANGING MUSICAL LANDSCAPE We spoke with young independent musicians about how the situation affects their work, the importance of concerts, and the visibility of artists during times like these.
GUM, BE GONE! Guðjón Óskarsson set out to clean as many wads of gum as possible off the streets and sidewalks of downtown Reykjavík in 10 weeks.
When the virus turned the whole world upside down people started looking for the “new normal”. But for certain groups, like students – foreign students in particular – seeking normality is a battle with many opponents.
STÚDENTABLAÐIÐ
GP banki
Veltureikningur
-693.484 6.516
Útskrifast þú í mínus? Flest erum við með skuldir á bakinu þegar við ljúkum námi og þá skiptir máli að menntunin sem við höfum fjárfest í sé metin til launa. Það er sérstakt baráttumál okkar hjá BHM að háskólamenntun fólks skili sér í hærri launum þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Innan bandalagsins eru 27 stéttarfélög sem standa saman í hagsmunabaráttu fyrir háskólamenntað fólk, bæði hvað varðar laun og önnur kjör. Með því að velja stéttarfélag innan BHM færðu einnig aðild að sjúkra- og styrktarsjóðum auk annarra sjóða, sem gerir þér kleift að sækja um styrki fyrir meðferðum á líkama og sál, starfsþróun, ráðstefnum og fleira.
Veldu stéttarfélag innan BHM þegar þú lýkur námi!
2
THE STUDENT PAPER RITSTJÓRI / EDITOR Hólmfríður María Bjarnardóttir
EFNISYFIRLIT TABLE OF CONTENTS
ÚTGEFANDI / PUBLISHER Stúdentaráð Háskóla Íslands / University of Iceland Student Council RITSTJÓRN / EDITORIAL TEAM Anna María Björnsdóttir Francesca Stoppani Jóhannes Bjarki Bjarkason Karitas M. Bjarkadóttir Kevin Niezen Maura Rafelt Sam Cone Selma Kjartansdóttir Þóra Sif Guðmundsdóttir BLAÐAMENN TÖLUBLAÐSINS / CONTRIBUTING JOURNALISTS Atli Freyr Þorvaldsson Arnheiður Björnsdóttir Auður Helgadóttir Ásdís Eva Goldsworthy Dorota Julia Kotniewicz Dylan Herrera Eva Margit Wang Atladóttir Gabrielé Satrauskaite Helgi James Price Katla Ársælsdóttir Maicol Cipriani Sam Patrick O'Donnell Unnur Gígja Ingimundardóttir YFIRUMSJÓN MEÐ ÞÝÐINGUM / TRANSLATION SUPERVISOR Julie Summers ÞÝÐENDUR TÖLUBLAÐSINS / CONTRIBUTING TRANSLATORS Bergrún Andradóttir Brynjarr Þór Eyjólfsson (Julian Mendoza) Högna Sól Þorkelsdóttir Julie Summers Nico Borbély Ragnhildur Ragnarsdóttir LJÓSMYNDIR / PHOTOS Sædís Harpa Stefánsdóttir saedisharpa PRÓFARKALESTUR Á ÍSLENSKU / ICELANDIC PROOFREADING Þórdís Dröfn Andrésdóttir Embla Diljá Challender PRÓFARKALESTUR Á ENSKU / ENGLISH PROOFREADING Alexander Emery Brynjarr Þór Eyjólfsson (Julian Mendoza) David Scahill Milica Popović Nico Borbély Theodore Levi Kross Sylvia Bates HÖNNUN, TEIKNINGAR OG UMBROT / DESIGN, ILLUSTRATIONS AND LAYOUT Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir margretath.com margretath LETUR / FONT Whyte Inktrap Suisse Int'l Freight Text Pro PRENTUN / PRINTING Prenttækni UPPLAG / CIRCULATION 800 eintök / 800 copies studentabladid.is Studentabladid Studentabladid Studentabladid
39 Skylduhráefni í búrinu
Pantry essentials
40 Vegan uppskriftahornið
The Vegan Recipe Corner 5
Ávarp Ritstjóra
Editor's Address 7
Ávarp Forseta SHÍ
Address from the Student Council President
42 Heimaæfingar
HIIT it at home
43 Fjarnámsráð í boði sviðsráða
Distance Learning Tips from the Department Committees
8 Anna og Karitas kynna leikárið 2020–2021
48 En hvað er í bíó?
11 „...við verðum að finna leið til að lifa með veirunni...” Viðtal við heilbrigðisráðherra
50 Konur í leikstjórn og fataneysla Íslendinga: Verkefni á vegum nýsköpunarsjóðs
Interview with the Minister of Health Article in English on studentabladid.is 13 Stúdentalíf á umrótstímum
Student Life During the Apocalypse 15 Bjargráð fyrir nemendur á tímum samkomutakmarkana og fjarkennslu
A Student’s Survival Guide to Online Learning and Lockdown 17 Meðbyr covid í frekara nám
Covid’s complicity in Continuing Education
18 „Við viljum að öll séu alltaf velkomin“
What’s Playing in Theatres Right Now?
Women in Directing and Icelanders’ Clothes Consumption: Projects Sponsored by the Student Innovation fund 54 Breytt landslag tónlistar
The changing scenes of music 56 Gömul og góð íslensk orðtök 57 Hugguleg stúdentaíbúð í samkomubanni 59 Nemendur vs. heimsfaraldur
Students vs. Pandemic
“We Want Everyone to Always Be Welcome”
61 Hvar er besta Hámukaffið?
20 Haustplaylisti Stúdentablaðsins
63 Kaffihúsið fært heim
The Student Paper’s Fall Playlist
21 “It was Fun to Begin With”: Life
as an Exchange Student During Covid
Where is the Best Háma Coffee?
64 Fimm bækur til að lesa í haust 65 Það sem Ísland hefur ekki lært af COVID-19
21 Það þarf ekki allt að vera dauði og djöfull
What Did Iceland Fail to Learn from COVID-19?
23 Sögur af Zoom
66 Hressandi fjallgöngur á höfuðborgarsvæðinu
It’s Not All Doom and Gloom Stories from Zoom 24 Gróska 26 Smásagnasamkeppni Stúdentablaðsins
The Student Paper Short Story Contest
28 „Skelfilegt að reyna að æfa með 100 manns í Covid-aðstæðum”
“It’s Awful Trying to Practice with Over 100 People in COVID Times” 30 Zooming in: Teaching
in the Times of Covid-19 33 Tyggjóið burt!
Gum, be gone!
37 Einsemd á tímum Covid
Refreshing Hiking Trails in the Capital Region 68 Fimm kvikmyndir til að horfa á í haust
Top Five Movies to Watch in the Autumn 69 Gulleggið 2020 71 Að takast á við streitu 72 Hvaða hæfileika geturðu ræktað í samkomubanni?
Skills to Learn During Lockdown 73 Elsku Róna
My Dear Friend Rona 74 The Islands of Birds
Graphic Novel
STÚDENTABLAÐIÐ
Ritstjórn Editorial Team
Anna María Björnsdóttir
Francesca Stoppani
Hólmfríður María Bjarnardóttir
Jóhannes Bjarki Bjarkason
Julie Summers
Karitas M. Bjarkadóttir
Kevin Niezen
Maura Rafelt
Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir
Sam Cone
Selma Kjartansdóttir
Sædís Harpa Stefánsdóttir
Þóra Sif Guðmundsdóttir
4
THE STUDENT PAPER
Blaðamenn tölublaðsins Contributing Journalists
Atli Freyr Þorvaldsson
Arnheiður Björnsdóttir
Auður Helgadóttir
Ásdís Eva Goldsworthy
Dorota Julia Kotniewicz
Dylan Herrera
Eva Margit Wang Atladóttir
Gabrielé Satrauskaite
Helgi James Price
Katla Ársælsdóttir
Maicol Cipriani
Sam Patrick O'Donnell
Unnur Gígja Ingimundardóttir
Ávarp Ritstjóra
Hólmfríður María Bjarnardóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYND PHOTO Kata Jóhannesdóttir
Editor's Address Fyrsta tölublað Stúdentablaðsins þetta skólaárið er hér með komið út! Yfirskrift þess er óvissa en þó með mikilli áherslu á líf stúdenta á tímum covid. Fólk er ef til vill komið með leið á því umræðuefni en við töldum mikilvægt að ávarpa það, þar sem það hefur gífurleg áhrif á allan heiminn, þar á meðal á stúdenta. Samkomubannið mætti, dagar
This year’s first issue of the Student Paper is officially out! The theme this time around is uncertainty, especially as it relates to student life in the era of COVID. People may be tired of this particular topic, but we thought it was important to address, as it is having a huge impact on the entire world, including on students. A gathering ban was implemented, days and nights ran together, and we learned to knit, crochet, bake sourdough bread, and suddenly found ourselves running and doing yoga. Those yoga ads on YouTube totally got me. I signed up for Grammarly and bought a subscription to MasterClass, which I always forget to use. But unfortunately, the effects of the situation have not always been as positive as free access to various apps. On the contrary, students have suffered significantly from all this uncertainty. As I write, there is, like so often this year, great uncertainty in the air. The University Center is virtually empty, Háma is closed, there are questions about whether schools will stay open and how the semester will unfold. The Student Council is currently working to get the university to approve digital final exams, as many students have contacted us asking for help with this. Students are struggling more than normal and facing tremendous pressure. Requiring students to take their exams in person is unacceptable under these circumstances. Even
5
STÚDENTABLAÐIÐ
runnu saman við nætur og við lærðum að prjóna, hekla, baka súrdeigsbrauð, stunduðum allt í einu útihlaup og gerðum jóga. Auglýsingarnar á YouTube jóganu náðu mér alveg. Ég fékk mér bæði aðgang að Grammarly og keypti mér aðgang að MasterClass sem ég gleymi svo alltaf að skoða. Áhrif ástandsins í samfélaginu voru því miður ekki öll eins góð og frír aðgangur að hinum ýmsu öppum en nemendur hafa fundið fyrir mikilli vanlíðan í þessari óvissu. Þegar ég skrifa þennan pistil er, eins og svo oft áður á þessu ári, mikil óvissa í loftinu. Óvíst hvort skólar haldist opnir, engir nemendur á Háskólatorgi, Háma lokuð og óvíst hvernig önnin mun þróast. Nú glímir Stúdentaráð við Háskólann og reynir að fá hann til þess að samþykkja rafræn lokapróf en margir nemendur hafa haft samband við skrifstofu Stúdentaráðs og óskað eftir aðstoð vegna þessa. Nemendur eru að kljást við mun meira en eðlilegt er og álagið á þeim er gífurlegt. Það er óboðlegt að skylda nemendur til þess að mæta í staðpróf á slíkum tímum. Þó að það sé möguleiki á því að aðstæður í samfélaginu verði þannig að Háskólinn geti boðið upp á staðpróf þýðir það ekki að það sé besta leiðin. Nemendur upplifa óöryggi og Háskólinn þarf koma til móts við þá. Nú er önnin langt komin, verkefnaþunginn byrjaður að hafa áhrif, nemendur farnir að átta sig á því að það er kannski ekki gott að læra uppi í rúmi. Við höfum eytt ófáum augnablikum við tölvurnar, sem eru náms- og afþreyingatæki okkar og oft erfitt að greina þar á milli. Pásur eru mikilvægar, ekki gleyma að standa upp af og til, drekka vatn og hringja í þá sem þið elskið til þess að tala um allt nema COVID. Það getur gert gæfumuninn að klæða sig, fara í bað, undirbúa sig undir lærdóminn eins og um hvern annan eðlilega skóladag sé að ræða og setjast við borð til þess að læra. Í þessu blaði getið þið nálgast ýmis ráð til þess að takast á við þennan nýja raunveruleika en líka huggulegar greinar á borð við fimm bækur til að lesa í haust, kaffihúsið fært heim og yndislega vegan carbonara uppskrift. Í blaðinu munuð þið einnig finna greinar um Grósku, nýju bygginguna í Vatnsmýrinni, einsemd, göngu leiðir á höfuðborgarsvæðinu, opið bréf til kórónaveirunnar, bíómynda umfjöllun, kynningu á leikárinu, það kemur reyndar í ljós hvenær þið getið nýtt ykkur þá kynningu, smásagnasamkeppni, umfjöllun um Gulleggið og viðtöl við hina ýmsu viðmælendur. Auk þess skelltum við í haust playlista sem við vonum að muni koma að góðum notum. Vinnsla þessa blaðs var óvanaleg að mörgu leyti. Ritstjórn og blaðamenn funduðu í gegnum netið og viðtöl sem hefðu verið í eigin persónu áttu sér stað í gegnum Zoom, Teams eða jafnvel tölvupóst. Greinar sem við skrifum um það sem við lærðum í samkomubanni gætu orðið hugmyndir fyrir aðra í mögulegu öðru samkomubanni. Ég er mjög stolt af blaðinu og öllum sem að því komu. Á bak við svona blað standa prófarkalesarar, ljósmyndarar, ritstjórn, blaðamenn og þýðendur sem hafa unnið hörðum höndum síðastliðinn mánuð við að skapa þetta verk. Ég vona að þið njótið þess að lesa blaðið og finnið í því bæði afþreyingu og innblástur.
ÁVARP RITSTJÓRA EDITOR'S ADDRESS
though it’s possible that the situation will improve enough to allow the university to offer in-person exams, that doesn’t mean they’re the best solution. Students are worried, and the university needs to meet them halfway. Now that we’re well into the semester, we’re starting to feel the weight of our workload and realizing that studying in bed might not be the best idea. We’ve spent more than a little bit of time in front of our computers, which are tools for both learning and entertainment, and sometimes it’s difficult to distinguish between the two. Taking breaks is important; don’t forget to get up every once in a while, drink plenty of water, and call your loved ones to talk about anything but COVID. Getting dressed, taking a shower, getting ready to study just like it’s a normal school day, and sitting at a table while you work can make all the difference. In this issue, you’ll find all sorts of tips for dealing with our new reality, but you’ll also find lighter articles about what to read this fall, how to replicate your favorite coffee drinks at home, and how to make a delicious vegan carbonara. This issue also features articles about Gróska, the new building in Vatnsmýri, loneliness, walking paths around the capital area, an open letter to the coronavirus, a peek at what movies are currently playing, an overview of what’s on stage this theater season (though we’ll have to see when you can actually make use of that information), a short story contest, coverage of the Golden Egg competition, and interviews with a wide variety of individuals. In addition, we’ve put together an autumn playlist that we hope will come to good use. Our work on this issue was unusual in many ways. The editorial team and journalists met online, and interviews that would have normally been conducted in person were instead conducted on Zoom, Teams, or even by email. The articles we’ve written about what we learned during the gathering ban may give you some good ideas if we have to face another gathering ban. I’m incredibly proud of the paper and everyone who was involved in its creation. It takes a whole team to put out a paper like this: proofreaders, photographers, the editorial team, journalists, and translators, who have all worked diligently this past month to bring this issue to life. I hope you enjoy reading the paper and find both entertainment and inspiration in its pages.
6
THE STUDENT PAPER
Ávarp Forseta SHÍ Address from the Student Council President Isabel Alejandra Díaz ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYND PHOTO Helga Lind Mar
Þegar ljóst var í vor að kórónuveirufaraldurinn hefði miklar og alvar legar afleiðingar fyrir stúdenta lagði Stúdentaráð fram nokkrar réttmætar kröfur. Ein helsta krafa ráðsins til stjórnvalda var að tryggja stúdentum rétt til atvinnuleysisbóta þar sem við blasti að yfirvofandi atvinnuleysi sökum faraldursins ætti líka við um stúdenta. Ráðið vísaði í þá staðreynd að stúdentar hefðu átt rétt á atvinnuleysisbótum, í námshléum, fram til ársins 2010 og að með því að öðlast þann rétt að nýju gætu þeir einfaldlega sótt aðstoð sem þau höfðu áunnið sér. Af launum stúdenta rennur nefnilega atvinnutryggingagjald í atvinnuleysistryggingasjóð, eins og hjá öllum vinnandi landsmönnum. Um er að ræða gjald sem heldur áfram að renna í sjóðinn þrátt fyrir að stúdentar eigi ekki rétt á aðstoð úr honum. Þessi krafa hefur hingað til mætt lokuðum dyrum og eru rökin m.a. á þá leið að of vandasamt sé að fara í stórar kerfisbreytingar. Kerfisbreytingarnar hafa þó verið allmargar síðustu mánuði sökum ástandsins, þær hafa hins vegar ekki náð til stúdenta. Það má túlka sem svo að k rafa stúdenta sé marktæk en hópurinn sem leggur hana fram, s túdentar, sé ekki stjórnvöldum marktækur. Kjarni málsins er sá að stúdentar hefðu ekki lent í þessari erfiðu stöðu ef þegar væri til staðar áreiðanlegt öryggisnet fyrir þá. Þeim hefur ekki einungis verið meinaður aðgangur að sjóði sem þeir eiga fullan rétt á, heldur hefur námslánakerfið ekki þjónað tilgangi sínum sem skyldi. Téð kerfi á að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir stúdentum námsaðstoð og tækifæri til framvindu og framlags. Þess í stað hefur það neytt stúdenta út í vítahring þar sem jafnvægið milli náms og vinnu er óútreiknanlegt. Stúdent er alltaf að taka áhættu, ákveði hann að fara á námslán með möguleika á skerðingu vegna þess að hann hefur verið að vinna samhliða eða ákveði hann að sleppa því og vinna meira til að sjá fyrir sér. Skörun þessara kerfa er þess að auki miskunnarlaus. Stúdent er nefnilega ekki heimilt að vera í meira en 12 einingum, samhliða vinnu, til að eiga rétt á stuðningi úr atvinnuleysistryggingakerfinu missi hann vinnuna. Á sama tíma verður stúdent að standast 22 einingar til að eiga
This spring, when it became clear that the corona virus pandemic would have serious repercussions for students, the Student Council made several just demands. The Council’s number one demand was that the government secure students’ right to unemployment benefits, as it was evident that the impending unemployment crisis caused by the pandemic would also affect students. The Council cited the fact that until 2010, students had the right to unemployment benefits during breaks from school, and argued that by regaining that right, students would simply be receiving the assistance they had earned. After all, students, just like all working individuals, pay part of their wages to the employment benefit fund. This fee continues to be paid into the fund, even though students have no right to receive assistance from it. So far, this demand has fallen on deaf ears, and the argument is to the effect of “it’s too complicated to make large systemic changes.” However, many largescale changes have been introduced over the past several months due to the current situation; they just haven’t benefitted students. This can be understood to mean that students’ demand is significant, but the group making it, students, are insignificant in the government’s eyes. The heart of the matter is that students would have never ended up in this difficult position if there was a solid safety net in place to protect them. Not only have they been refused access to a fund to which they absolutely have a right, but the student loan system has also failed to serve its intended purpose. This system is supposed to be a tool for social equality that assists students in seeking an education and gives them the opportunity to progress and contribute to society. Instead, the system has forced students into a vicious circle in which finding a balance between work and school is impossible. Students are always taking risks, whether they decide to take out loans with the possibility of cuts because they’ve also been working, or whether they decide to skip the loans and work more to provide for themselves. In addition, the way these systems work, it’s as if the right hand isn’t talking to the left, with serious consequences for students. You see, a student is not allowed to take more than 12 credits while working; otherwise, if they lose their job, they will not be entitled to support from the unemployment benefits system. At the same time, they must complete 22 credits in order to qualify for student loans. Because of this discrepancy, a large percentage of students fall between the cracks and end up with no options left to fall back on. Despite this reality, students have been neglected during the pandemic. Over nine months since the crisis began, a long-term solution to the student unemployment problem or the incongruity of these systems has yet to be found. If the call is not answered when the need is highest, when will it be answered? I have to wonder, because there was also no effort made to address students’ demand to
7
STÚDENTABLAÐIÐ
kost á námslánum. Það er því stór hluti námsfólks sem fellur milli kerfa og hefur ekkert annað úrræði að sækja í. Þrátt fyrir þennan raunveruleika eru stúdentar látnir sitja eftir í þessum faraldri. Rúmir níu mánuðir eru frá því að hann skall á en engin langtímalausn hefur enn verið fundin við atvinnuleysi stúdenta eða skörun þessara kerfa. Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær verður því þá svarað? Kona spyr sig vegna þess að það var ekki heldur komið til móts við kröfuna um afnám skrásetningargjaldsins þegar það lá fyrir að atvinnulaus og tekjulaus stúdent myndi eiga erfitt með að greiða 75.000 krónur fyrir það eitt að stunda nám. Hlutabótaleiðin svokallaða greip stúdenta í rúma tvo mánuði áður en snúið var baki við okkur, sumarstörfin voru einungis fyrir þau sem náðu að uppfylla kröfuhörð skilyrði og voru auk þess aðeins til tveggja mánaða yfir þriggja mánaða sumartímann. Grunnframfærsla framfærslulána hjá nýja Menntasjóðnum var ekki hækkuð með nýjum úthlutunarreglum þó ástæða væri til og úrræði félagsmálaráðherra, sem veitti fólki af vinnu markaði kost á að sækja sér nám samhliða atvinnuleysisbótum, tók ekkert tillit til núverandi stúdenta. Stúdentar eiga að geta stundað nám sitt óáreittir og áhyggjulausir og þeim á ekki að vera refsað fyrir það með fjárhagslegu óöryggi. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum er hægt að greina í ákveðið mynstur þess að stúdentar séu ekki fjárfestingarinnar virði. Þetta viðvarandi viðhorf til okkar er ekki einungis letjandi og ósanngjarnt heldur fer það einnig í bága við þá hugmynd sem stjórnvöld stæra sig af um fyrir myndar menntakerfi. Það sem við höfum hins vegar lært síðustu ár er að vera óhrædd við mótlætið og því munum við halda áfram að krefjast þess sem er réttilega okkar.
eliminate the annual registration fee when it was obvious that unemployed students with no source of income would have difficulty paying 75,000 ISK for the sole privilege of studying. The so-called partial unemployment strategy aided students for a couple months before the government turned its back on us, and the summer jobs on offer were only for students who met certain stringent criteria and, moreover, only lasted for two of the three summer months. The basic support rate used to calculate maintenance loans from the new Student Loan Fund was not increased with the adoption of new allocation rules, though there was good reason to do so, and the Minister of Social Affairs’ plan, which gave out-of-work individuals the chance to study while receiving unemployment benefits, did not take current students into account. Students should be able to focus on their studies undisturbed and worry-free and not be punished with financial uncertainty for pursuing an education. A pattern has emerged in the government’s response to the pandemic, a pattern that demonstrates they believe students are not a worthy investment. This persistent view of us is not only discouraging and unfair, it also contradicts the government’s proud declarations about our exemplary education system. But what we’ve learned this past year is to not fear adversity, so we will continue to demand that which is rightfully ours.
Anna og Karitas kynna leikárið 2020–2021
GREIN Anna María Björnsdóttir Karitas M. Bjarkadóttir MYNDIR ← Lárus Sigurðarson Aðsendar Það eru eflaust mörg fegin því að leikhúsin séu að opna dyr sínar á ný eftir margra vikna lokun vegna samkomu takmarkanna. Það erum við allavega, og fannst þess vegna tilvalið að varpa öndinni með því að kynna fyrir sviðslistarþyrstum samnemendum okkar það sem verður á boðstólum í vetur. Sumt sem var ekki hægt að sýna í vor kemst á fjalirnar í haust og þ.a.l. er ekki hægt að sleppa því að nefna sýningar á borð við 9 líf og Kópavogskróniku, sem hafa þurft að vera á bið frá í mars. Við viljum einnig benda á ungmennakort leikhúsanna fyrir 25 ára og yngri, þá er um að ræða 50% afslátt á 3–4 sýningar. Frekari upplýsingar
má finna á heimasíðum leikhúsanna! Við vonum að leikárið verði ánægjulegt öllum leikhúsunnendum og kynnum með stolti leikárið 2020–2021. BORGARLEIKHÚSIÐ
Kvöldstund með listamanni
Í ljósi sögunnar með Veru Illuga (13., 14. og 20. febrúar) Fílalag með Bergi Ebba og Snorra Helga (21. okt, 11. nóv og 2. des) Milda hjartað með Jónasi Sig
8
THE STUDENT PAPER
og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syng ur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkillinn, kvennamaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Sögur Bubba Morthens eru sögur okkar allra; sögur Íslands. En hver er hann í raun og veru? Og hver erum við?
Útlendingurinn – Frumsýnd 2. október Árið 1970 fannst kvenmannslík í Ísdal rétt fyrir utan B ergen í Noregi. Konan var alls ekki búin til útivistar og í farangri hennar fundust meðal annars hárkollur og ýmis dulargervi. Við eftirgrennslu lögreglu kom í ljós að konan hafði ferðast vítt og breitt um Evrópu á fölsuðum skilríkjum, en hvorki tókst að upplýsa hver hún var, hvaðan hún kom né hvað í ósköpunum hún var að gera í Bergen. Þegar sviðslistamaðurinn Friðgeir flyst til Bergen heillast hann af ráðgát unni og sannfærist um að geta leyst hana, þrátt fyrir að vera hvorki lögreglumaður né hafa reynslu af slíkum störf um. Getur Friðgeir leyst gátuna? Veisla – Væntanleg í október Á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir komst þjóðin ekki í neina veislu og er því veisluþyrst! Hugsa sér öll afmælin sem enginn gat mætt í, árshátíðirnar, útskriftarveislurnar, brúðkaupin og matarboðin. Þá eru ótalin trúnóin við hálfókunnugar konur, slúður um valdamikið fólk, hátt spiluð lög og grillaðar pylsur á miðnætti sem enginn fékk að njóta. Þjóðin á inni í gleðibankanum og Veisla er kærkomin vökvun eftir langa þurrð.
Orlandó – Frumsýnd 30. desember Orlandó er glæsilegur og töfrandi aðalsmaður sem lifir ævintýralegu lífi. Hann er elskhugi Elísabetar I Englandsdrottningar, heillar konur, upplifir sögulega viðburði, ferðast um heiminn og sukkar og svallar. En kvöld eitt í Konstantínópel þegar Orlandó er rúmlega þrítugur að aldri, leggst hann til svefns og vaknar sem kona. Meðan heimurinn í kringum hana tekur stöðugum breytingum, aldirnar líða og tuttugasta öldin rennur upp, þarf Orlandó ekki einungis að aðlagast nýjum heimi heldur einnig nýju kyni og kynhlutverki með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir. 9 líf – Væntanleg í október Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; málsvari verkalýðsins, alþýðusöngvari þjóðarinnar, atómpönkari
ANNA OG KARITAS KYNNA LEIKÁRIÐ 2020 – 2021
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Framúrskarandi vinkona – Væntanleg í nóvember Slegið verður upp ítalskri leikhúsveislu á Stóra sviðinu þar sem leikhúsgestir geta notið þess að sjá allar sögurnar öðlast líf í uppfærslu með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Áhrifarík saga um djúpa en flókna vináttu, heitar ástir, afbrýðisemi, sárar fórnir, æðruleysi, örvæntingu og baráttu fyrir tilverurétti. Öllu verður tjaldað til við upp setninguna á þessari mögnuðu sögu. Hér er sannkölluð stórsýning í vændum!
Kardemommubærinn – Frumsýnd í september Kardemommubær er yndislegur bær, fullur af skemmti legum dýrum og litríkum íbúum. Þrennt ógnar þó friðsældinni í bænum: þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga Soffía frænka! Þegar ræningjarnir fá þá hugdettu að ræna sjálfri Soffíu frænku til að sjá um húsverkin fyrir sig færist heldur betur fjör í leikinn. Kardemommubærinn var fyrst sýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1960 og er nú settur á svið í sjötta sinn. Hver kynslóð verður að fá að kynnast töfraheimi Thorbjörns Egner! Kópavogskrónika – Frumsýnd í september Í Kópavogskróniku gerir ung, einstæð móðir upp fortíð sína. Óvenjulega opinskátt verk um samband móður og dóttur, þar sem móðir segir dóttur sögu sína og lýsir hispurslaust samskiptum við karlmenn og sukksömu og hömlulausu líferni. Frásögnin er kjaftfor, kaldhæðin, átakanleg og hjartaskerandi, en um leið fyndin og frelsandi. Ásta – Frumsýnd í janúar Hin dulúðuga listakona Ásta Sigurðardóttir var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Myndlist hennar og ritverk vöktu aðdáun en líka hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs þessarar hæfileikaríku en breysku konu og höfundarverks hennar óljós. Ásta hikaði ekki við að ögra ríkjandi viðhorfum og fylgja kalli hjarta síns, en brenndi kertið í báða enda og féll frá langt fyrir aldur fram. En saga Ástu er líka saga um vonir, langanir og drauma sem enn geta ræst. Í þessu nýja verki er svipmyndum af Ástu og skáldskap hennar fléttað saman.
9
STÚDENTABLAÐIÐ
Sjö ævintýri um skömm – Frumsýnd í apríl Eftir að hafa verið rekin úr lögreglunni ákveður Agla að reyna að ná stjórn á lífi sínu. Hún ryðst inn á stofu geðlæknis og krefst þess að hann skrifi upp á lyf sem nái að svæfa hana í þrjá sólarhringa. Geðlæknirinn vill ekki verða við þessari ósk Öglu en segir henni hinsvegar frá kenn ingu sinni um að sjö ævintýri um skömm liggi að baki allri geðveiki. Agla þarf því að rekja þessi ævintýri sem stjórna lífi hennar til að ná bata. Hádegisleikhúsið, Þjóðleikhúskjallarinn og Loftið Þjóðleikhúsið verður ekki bara með sýningar á Stóra sviði leikhússins heldur verður nóg um að vera í Kassanum, Kúlunni, Þjóðleikhúskjallaranum og á Loftinu. Við bendum líka á nýjungina Hádegisleikhúsið.
TJARNARBÍÓ Die Schöne Mullerin – Frumsýnd í ágúst Die schöne Müllerin (Malarastúlkan fagra) er einn ástsælasti ljóðaflokkur heimsbókmenntanna og tónlist Franz Schuberts við ljóðið er með fegurstu perlum klassískrar tónlistar. Saklaus malaradrengur verður ástfanginn af malarastúlkunni fögru og tilvera hans riðar til falls, náttúran snýst gegn honum og hann týnir sjálfum sér. Í túlkun Sveins Dúu Hjörleifssonar tenórs og leikstjórans Grétu Kristínar Ómarsdóttur er verkið skoðað í öðru ljósi sjálfsuppgötvunnar, kyntjáningar og húmors fyrir óreiðu tilverunnar. Tréð – Frumsýnd í september Sítrónutréð hans Ara hefur glatað garðinum sínum og hann þarf að hjálpa því að finna nýtt heimili áður en það visnar upp. Ari leggur því í langt ferðalag og lendir í ýmsum hrakförum við að reyna að bjarga litla trénu sínu. Þessi 45 mínútna barnasýning fjallar á myndrænan hátt um veruleika og stöðu flóttabarna. Polishing Iceland – Frumsýnd 17. september Polishing Iceland er sviðsverk eftir Pálínu Jónsdóttur sem leikstýrir einnig. Verkið er byggt á ævisögulegu smásagnasafni eftir pólska höfundinn Ewu Marcinek og segir frá upplifun pólsks innflytjanda sem fetar sín fyrstu skref á Íslandi. Leik stjórn Pálínu Jónsdóttur breytir glundroða í gaman og ótta í orrustu. Í gegnum holdlegt og fjarstæðukennt leikhús lík amans greinir Polishing Iceland frá sammannlegri sögu þess sem eltir upp mannleg tengsl og skilur umfram tungumál. Sunnefa – Frumsýnd 10. október Sunnefa Jónsdóttir er tvívegis dæmd til drekkingar snemma á átjándu öld. Hún var sögð hafa eignast börn með yngri bróður sínum fyrst þegar hún var sextán ára
ANNA OG KARITAS KYNNA LEIKÁRIÐ 2020 – 2021
og svo þegar hún var átján. Leikhópurinn Svipir setur upp kvennatvíleik þar sem leikkonurnar tvær kafa ofan í magn aða sögu Sunnefu. Leikkonurnar raða brotunum saman, kafa dýpra, setja sig í spor Sunnefu og smám saman lifnar saga hennar á sviðinu. Lokasýning – Frumsýnd í febrúar Gul viðvörun: Heimsendir er í nánd! Amazon skógarnir brenna, hafið súrnar, drepsóttir geysa og hitastigið hækkar. Uppgangur fasisma virðist óumflýjanlegur. Dómsdags klukkan telur niður. En óttist ekki, því fimm listamenn Sóma þjóðar ætla að bjarga heiminum á einni kvöldstund, í einni örvæntingarfullri atrennu, með öllum tiltækum ráðum.
Leikfélag Akureyrar Fullorðin – Frumsýnd 30. október Fullorðin er frumsaminn gamanleikur um hvað það er að vera fullorðin og misheppnaðar tilraunir fólks til að sann færa aðra og sjálft sig um hæfni þess í því hlutverki. Fullorðið fólk á að vita hvað það er að gera, en staðreyndin getur verið sú að flestir geri sér það upp og leikhópurinn leggur upp í ferðalag til að kanna fyrirbærið „fullorðinsárin“. Benedikt Búálfur – Frumsýnd 13. febrúar Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, setur á svið söngleikinn Benedikt Búálf sem var frumsýndur árið 2002. Hann er einn allra þekktasti barnasöngleikur þjóðarinnar og hefur unnið hug og hjörtu íslenskra barna á öllum aldri. Benedikt Búálfur er byggður á samnefndum bókum eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og fjallar um vinina Benedikt Búálf, Dídí mannabarn og ferðalag þeirra um Álfheima.
10
THE STUDENT PAPER
„...við verðum að finna leið til að lifa með veirunni...“ English translation of the article is available on Studentabladid.is
Viðtal við heilbrigðisráðherra Stúdentablaðið ræddi við Svandísi Svavarsdóttur um ástandið í samfélaginu. Starf heilbrigðisráðherra hefur sennilega aldrei verið eins áberandi, aldrei eins mikilvægt og aldrei haft eins mikil áhrif á daglegt líf stúdenta. Svandís Svavarsdóttir tók við sem heilbrigðisráð herra 1. desember 2017 en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Svandís hefur áður gegnt ráðherraembætti, en hún var umhverfisráðherra 2009–2012 og umhverfis- og auðlindaráðherra 2012–2013. Áður en Svandís fór í stjórnmál starfaði hún m.a. sem kennslustjóri í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Við spurðum hana hvort að táknmál ætti að vera skyldufag í skólum. „Já – það væri verðugt markmið. Hins vegar er ákveðin áskorun fólgin í því hversu marga kennara við þyrftum til að ná því markmiði. Best væri að kennararnir væru móðurmálstalandi táknmálsnotendur og sá hópur er ekki stór. Væntanlega þyrfti að ráðast í mikla námsefnisgerð á vef og jafnframt þyrfti að tryggja að efnið væri gagnvirkt eins og nokkurs væri kostur.“ Einn aðstoðarmanna Svandísar er ung kona á þrítugs aldri. Við spurðum hvort Svandísi þætti mikilvægt að ungt fólk sæki í störf hjá hinu opinbera og hvers vegna. „Það er mjög gott að alls konar fólk sinni alls konar störfum, og ég held að það starfi í raun margt ungt fólk í fjölbreyttum störf um hjá hinu opinbera, sem er jákvætt. Það er líka mikilvægt að fólk á öllum aldri taki þátt í stjórnmálastarfi. Ég er með tvo aðstoðarmenn og aldursbilið milli þeirra er 41 ár og mér finnst mjög gott að þau séu annars vegar ung kona með lögfræðimenntun og hins vegar eldri karl með mikla reynslu og þekkingu á heilbrigðissviði, það er góð blanda,“ segir Svandís. MIKILVÆGT AÐ TRYGGJA JAFNT AÐGENGI ALLRA AÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Meðal verkefna sem Svandís hefur beitt sér fyrir eru bætt geðheilbrigðisþjónusta og leiðir til að efla lýðheilsu. Í vor var samþykkt frumvarp um að sálfræðiþjónusta færi undir sjúkratryggingar og yrði hluti af almenna tryggingakerfinu,
GREIN Hólmfríður María Bjarnardóttir Kevin Niezen MYND Aðsend
en það á að taka gildi um næstu áramót. Við spurðum Svandísi hvernig það gengi og hvort hún væri bjartsýn á að það muni koma til framkvæmdar. „Ég hef lagt mikla áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar um land allt; við höfum á meðan ég hef gegnt starfi heilbrigðisráðherra fullmannað geðheilsuteymi um land allt, fjölgað sálfræðingum í heilsugæslunni og lagt áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Nýlega styrkti ég Pieta-samtökin til að efla forvarnarstarf samtakanna gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og ég tók ákvörðun um að fjármagna stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis út næsta ár. Það hefur því mikið gerst á þessu málefnasviði en áskoranirnar á tímum COVID-19 eru margar og erfiðar,“ svarar Svandís. Hún sagði ríkisstjórnina hafa verið meðvitaða um þetta frá upphafi faraldursins og að í apríl hafi verið tilkynnt um átak, sem í færu 540 milljónir króna, til að stuðla að geðrækt og bættri andlegri heilsu íbúa landsins. En í frumvarpi til fjár laga er líka gert ráð fyrir þessari upphæð árið 2021. „Umræðan um geðheilbrigði og andlega líðan er líka orðin mun opnari og meiri en hún var fyrir nokkrum árum, sem er gott,“ segir Svandís og bætir við „Samráð við not endur geðheilbrigðisþjónustunnar og þau sem hafa reynslu af geðsjúkdómum hefur líka verið fest í sessi, enda löngu tímabært. Mikilvægi þess að grípa snemma inn í hefur verið meira áberandi, bæði í fræðilegri umræðu og samfélagsumræðunni, og mikilvægi þess að styrkja þjónustu í nærumhverfi, eins og við höfum verið að gera með eflingu heilsugæslunnar.“ Í viðtali árið 2019 sagði Svandís að stundum sé sagt að það segi mest um samfélag hvernig það fer með sína viðkvæmustu hópa. Aðspurð um hvað sú setning segði um það hvernig við, sem samfélag, komum fram við heimilis lausa og fólk með fíknivanda, svarar hún að sá punktur skipti miklu máli. „Eitt af mínum aðalmarkmiðum í embætti heilbrigðisráðherra er einmitt að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð ytri aðstæðum eins og efnahag, búsetu, kyni og félagslegri stöðu að öðru leyti. Við höfum nú þegar lækkað greiðsluþátttöku sjúklinga umtalsvert á
11
STÚDENTABLAÐIÐ
kjörtímabilinu og til dæmis fellt niður komugjöld í heilsu gæslu fyrir öryrkja og lífeyrisþega. Þegar kemur að hópum sem þessum skiptir miklu að þjónustan sé laus við hind ranir eins og kostur er og kostnaður er stór hindrun fyrir allt of marga.“ Við spurðum Svandísi út í tildrög frumvarpsins um neyslur ými, hvar þau stæðu núna og hvort hún sæi fyrir sér að neyslurými opnuðu í náinni framtíð, í ljósi þess að fólk vill ekki fá húsnæði fyrir heimilislausa í nærumhverfi sitt, hvað þá neyslurými. „Ég hef mikla trú á skaðaminnkandi nálgun þegar kemur að vímuefnavanda og er sannfærð um að sú leið sé til þess fallin að auka lífsgæði fólks með fíknivanda. Þess vegna var ég sérstaklega stolt af því þegar lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í sumar. Með því erum við að sýna fólki virðingu sem er í sérstaklega erfiðri stöðu og er jaðarsettast af öllum íbúum samfélagsins. Það er gríðarlega mikilvægt að við mætum fólki þar sem það er statt og ég veit að það er jákvæður vilji fyrir því að koma neyslurými á laggirnar hjá Reykjavíkurborg, svo vonandi verður það að raunveruleika sem allra fyrst.“ MEÐVITUÐ UM ÓÞEKKTAN ÓVIN Við spurðum Svandísi hvort þriðja bylgjan hafi komið henni á óvart „Nei, í raun kom það mér ekki á óvart þegar þriðja bylgjan hófst, því ég var og er meðvituð um að við erum að glíma við áður óþekktan óvin sem við vitum ekki hvernig mun haga sér. Við vitum líka að á meðan veiran er á kreiki í heiminum þá verður hún viðfangsefni heilbrigðiskerfisins og samfélagsins hér.“ Aðspurð um hvort hægt væri að spá fyrir um endann á veirunni og hvort hún bindi vonir við bóluefni eða telji best að stemma stigu við veirunni með smitvörnum og aðlögunarhæfni samfélagsins segir Svandís að það sé ljóst að við getum ekki séð fyrir endann á þessu ferli og verðum að finna leið til að lifa með veirunni til lengri tíma. „Ég veit að það er ekki það sem fólk vill heyra, en þess vegna er mikilvægt að vera með skýrar sóttvarna aðgerðir og að fólk hugi vel að sínum persónubundnu sóttvörnum. Svo má heldur ekki tapa gleðinni, þetta mun hafast. Við munum komast í gegnum þetta saman.“ Samvinna hins opinbera og einkageirans í barátt unni við COVID-19 á Íslandi þykir áhugaverð. Við spurðum Svandísi út í þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar og viðbrögð heilbrigðiskerfisins í baráttunni við veiruna. „Framlag Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið ómetanlegt í baráttu okkar við veiruna. Hið opinbera heilbrigðiskerfi hefur sýnt, og sýnir enn, ótrúlegan styrk og sveigjanleika í baráttunni. Heimsfaraldurinn hefur undirstrikað mikilvægi öflugs opinbers heilbrigðiskerfis og að mínu mati er faraldurinn hvatning til okkar allra að halda áfram að styrkja og efla heilbrigðiskerfið okkar allra, og áminning um það hversu mikill auður felst í heilbrigðisstarfsfólki sem hefur lagt alla sína orku í baráttuna við veiruna,“ segir Svandís. Aðspurð um launaþróun heilbrigðisstarfsmanna segir Svandís: „Það er mín skoðun að allt heilbrigðisstarfsfólk eigi skilið að fá laun sem eru í samræmi við álagið og ábyrgðina sem það sinnir, og þá á ég við allar stéttir sem sinna heilbrigðisþjónustu og tengdum verkefnum. Það er ljóst að stórar kvennastéttir í heilbrigðisþjónustu hafa til dæmis ekki alltaf fengið laun í samræmi við álag og ábyrgð í vinnu og það er ekki í lagi - og ég hef stutt og mun styðja heilbrigðisstarfsfólk í sinni baráttu fyrir bættari kjörum.“
„...VIÐ VERÐUM AÐ FINNA LEIÐ TIL AÐ LIFA MEÐ VEIRUNNI...“
STÆRSTI LÆRDÓMURINN ER EFLAUST AÐ VERA HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Í HEIMSFARALDRI Við spurðum Svandísi út í auðveldustu og erfiðustu ákvarð anir hennar í faraldrinum. „Það var auðveldast að taka þá almennu ákvörðun í upphafi að fylgja ráðum okkar færasta fólks og treysta á rannsóknir og vísindalegan grundvöll hverrar ákvörðunar eins og nokkurs hefur verið kostur. Við höfum lagt áherslu á mikla upplýsingamiðlun og gagnsæi eins og unnt er. Okkar þétta og vel upplýsta samfélag hefur sýnt styrkleika sína í gegnum allar bylgjur faraldursins. Sóttvarnaaðgerðirnar sem af veirunni leiða hafa haft mikil áhrif á samfélagið allt, þ.m.t. atvinnu og efnahag margra en ekki síður lýðheilsu og lífsgæði til lengri tíma. Það er stóra verkefnið okkar núna að reyna að koma til móts við þessi áhrif eins og nokkurs er kostur, m.a. með því að aðstoða þá sem hafa misst vinnuna eða orðið fyrir tekjutapi vegna aðgerðanna.“ Það er erfitt að meta hættu þess að fólk smitist annars vegar og hins vegar kostaðinn fyrir samfélagið að hafa allt lokað. Hvað vegur þyngst að þínu mati? „Hér skiptir lýðheilsa miklu máli og jafnvel allra mestu máli, það er að gæta þess að sóttvarnaaðgerðir stefni lýðheilsu þjóðarinnar í sem minnsta hættu. Ég held að það liggi í augum uppi að við höfum öll lært af reynslunni á þessum tæpu átta mánuðum sem veiran hefur verið á kreiki hér á landi, og sú reynsla gerir það að verkum að við tökum kannski að einhverju leyti öðruvísi ákvarðanir en við gerðum í upphafi,“ segir Svandís. Við spurðum Svandísi hvernig nálgun almannavarna hafi breyst í ljósi þess hve ófyrirsjáanleg veiran er. „Það er sóttvarnalæknir sem gerir tillögu um sóttvarnaaðgerðir tengdar farsóttum eins og kórónuveirunni. Stóra áskorunin núna snýr að því að við þurfum að læra að lifa með veirunni í lengri tíma og þurfum því að finna jafnvægi milli takmark andi sóttvarnaaðgerða og þess að samfélagið okkar geti gengið á sem eðlilegastan hátt,“ segir Svandís og bætir við að viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs sé í sífelldri endurskoðun hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni. Aðspurð um verkefni hennar á tímabili sínu sem ráð herra segir hún: „Ég er stolt af því að okkur hefur tekist að efla opinbera heilbrigðisþjónustu umtalsvert á kjörtímabilinu, með því að auka fjármagn til málaflokksins, en einnig með því að setja heilbrigðisstefnu fyrir Ísland. Við höfum lokið og vinnum enn að fleiri stórum verkefnum í heilbrigðismálum á kjörtímabilinu, til dæmis ganga framk væmdir við nýjan Landspítala við Hringbraut vel, greiðsluþátttaka sjúklinga hefur lækkað og mun lækka enn frekar, lög um þungunarrof voru samþykkt og heilsugæslan efld. Mörg verk eru þó enn óunnin og eitt kjörtímabil er alls ekki nóg til þess að klára öll þau verkefni sem ég myndi vilja klára. Málaflokkurinn er auk þess af þeirri stærðargráðu að þeim verkefnum lýkur aldrei. Fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og þróunar eru líka vaxandi hluti af heilbrigðismálum nútímans. Stærsti lærdómurinn verður svo eflaust að vera heilbrigðisráðherra í heimsfaraldri, ég sá það ekki fyrir,“ segir Svandís.
12
THE STUDENT PAPER
Stúdentalíf á umrótstímum Student Life During the Apocalypse GREIN ARTICLE Eva Margit Wang Atladóttir Sam Patrick O’Donnell ÞÝÐING TRANSLATION Ragnhildur Ragnarsdóttir
LJÓSMYND PHOTOGRAPH Sædís Harpa Stefánsdóttir
The heart and soul of university life is Student Services, a non-profit organization run with independent finances. Many aspects of student life on campus are run through Student Services, including Háma, Stúdentakjallarinn, the University Bookstore, student housing, and three daycare centers. “We try to do what we can to make students’ lives as easy as possible,” says Rebekka Sigurðardóttir, spokesperson for Student Services. A SHIFT IN REALITY
Everything changed with the emergence of COVID. “Of course, the first change came in March, when the university decided to shut down all the buildings and lock the doors,” Rebekka says. “Suddenly, all our clients were gone. Of course, we still had children in daycares and people living in student housing, but everyone’s reality changed overnight, including ours.” They had to close all of their services that were located on campus and find other ways to keep their business going. “All our websites have improved greatly,” Rebekka says, adding that students can get all their books from the University Bookstore through the internet. Other services are also available online, which means that there is more service provided through that domain than there was before. “We also added home delivery service on books,” she says. “If you ordered your books before noon, you could have them delivered the same day.” Student housing contracts are now signed online, and other online services are also in the process of being improved in response to the new reality. Kjarni háskólalífsins er Félagsstofnun stúdenta, sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. Megnið af allri þjónustu við nem endur á háskólasvæðinu er rekin af Félagsstofnun stúdenta, t.d. Háma, Stúdentakjallarinn, Bóksala stúdenta og Stúdentagarðar ásamt þremur leikskólum. „Við reynum að auka lífsgæði háskólastúdenta eins og við getum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, talsmaður Félagsstofnunar stúdenta. UMBREYTING Á VERULEIKANUM Allt breyttist við tilurð COVID. „Fyrstu breytingarnar komu auðvitað í mars, þegar háskólinn ákvað að loka öllum byggingum og skella í lás,“ segir Rebekka. „Skyndilega voru allir viðskiptavinir okkar farnir. Að sjálfsögðu voru enn börn í leikskólunum og íbúar á Stúdentagörðunum, en raunveruleiki allra breyttist á einni nóttu, einnig okkar.“
A GLIMMER OF HOPE
In May, food services reopened. Around June, things began to look up, and it appeared as though life would go on as usual around campus. “At the end of July, it seemed like university life would be as regular in the fall,” says Rebekka. The staff at Student Services were eager to be up and running again. “Then things changed again. When classes started at the end of August, the guideline was that everybody was to stay at home and study online as much as possible,” Rebekka says. “But the freshmen were allowed to come to campus, and teachers and professors were encouraged to provide classes for
13
STÚDENTABLAÐIÐ
Loka þurfti allri þjónustu sem staðsett var á háskólasvæðinu og leita annarra leiða til að halda starfseminni gangandi. „Þjónusta á vefsíðum hefur verið bætt mjög mikið,“ segir Rebekka, og bætir við að nem endur geti t.d. nálgast allar bækur frá Bóksölunni í gegnum netið. Aðra þjónustu er einnig hægt að nálgast á netinu, sem þýðir að meira fer fram í gegnum vefsíðuna en áður. „Við bættum einnig við heimsendingu á bókum,“ segir hún. „Ef þú pantaðir bækur fyrir hádegi, gastu fengið þær sendar heim samdægurs nú í haust.“ Undirskriftir á leigusamningum fyrir Stúdentagarðana eru nú rafrænar, og verið er að bæta aðra raf ræna þjónustu til að mæta nýjum raunveruleika. VONARNEISTI Veitingaþjónustan opnaði aftur í maí. Í júní litu hlutirnir vel út og svo virtist sem lífið myndi færast í eðlilegt horf á háskólasvæðinu. „Í enda júlí leit út fyrir að lífið í háskólanum myndi vera með eðlilegum hætti í haust,“ segir Rebekka. Starfsfólk Félagstofnunar stúdenta var áfjáð í að koma starfseminni aftur í fyrra horf. „En þá breyttust hlutirnir aftur. Þegar kennsla hófst í enda ágúst voru viðmiðunarreglurnar þær að allir ættu að vera heima og stunda námið rafrænt eins mikið og mögulegt væri. En nýnemum var leyft að stunda nám sitt á svæðinu og kennarar hvattir til að vera með tíma fyrir þá.“ Meira en 2.000 nýnemar komu til að sækja tíma við háskólann, stór hluti þeirra voru erlendir nemendur. „Flestir þeirra sem höfðu sótt um húsnæði á Stúdentagörðunum skiluðu sér að lokum.“ Loftið var spennuþrungið. EN VIÐ VORUM EKKI SLOPPIN Þá gerðist það versta: smit kom upp á háskólasvæðinu. Félagsstofnun stúdenta brást við um leið. „Allt gerðist mjög hratt,“ segir Rebekka. Félagsstofnun stúdenta vann náið með öryggisnefnd háskólans þegar tilkynnt var um fyrsta smitið á háskólasvæðinu. „Þegar staðfest smit kom upp í Hámu, var okkur tilkynnt um það um leið af smitrakningarteyminu.“ Allt starfsfólk Hámu á Háskólatorgi var samstundis sent í einangrun og smitpróf. „Við fylgjum reglunum og leggjum okkur fram við það.“ Jafnvel áður en smitið kom upp á svæðinu var öllum hreinlætis kröfum fylgt til hins ítrasta. Nánast frá upphafi þessa árs hefur allt starfsfólk Hámu verið með grímur og hanska við störf sín, og allt er sótt hreinsað mjög reglulega. Þrátt fyrir að smitið hafi verið mikil vonbrigði og í raun ákveðið áfall, var léttir að vita að öllum reglum hafði verið fylgt. „Það góða er, að flestir sérfræðingar í samfélaginu eru nákvæmlega hér á svæðinu,“ segir Rebekka, og vísar þá í starfsfólk háskólans sem hefur unnið náið með Embætti landlæknis og öðrum stofnunum, og deCODE, sem hefur útvegað búnað og skimað fyrir veirunni síðan í mars. Nýlega bauðst deCODE til að skima alla nemendur og starfsfólk háskólans þeim að kostnaðarlausu. „Þeir vissu hvað þurfti að gera og það var tekið rétt á málunum,“ segir Rebekka. „Ég er sannfærð um að ekki er hægt að finna jafn mikinn fjölda fólks á litlu svæði sem hefur farið í COVID próf og hér á háskólasvæðinu.“ NÝR VERULEIKI Þó Félagsstofnun stúdenta sé að aðlagast nýjum takmörkunum er ófyrirséð hver langtíma fjárhagsleg áhrif verða á stofnunina. Þar sem besta leiðin til að passa upp á heilsuna er að halda fjarlægð, þá eru flestir að vinna eða læra heima hjá sér, en ekki á háskólasvæðinu. „Það er stóra vandamálið sem við þurfum að glíma við eins og stendur. Það er ekkert fólk hérna og þar af leiðandi nánast engar tekjur af veitingasölu,“ segir Rebekka. Þrátt fyrir að það séu nokkrir nemendur og eitthvert starfsfólk ráfandi um svæðið þá er lífið í háskólanum nánast óþekkjanlegt frá því sem áður var. „Sem stendur er það helst veitingahlutinn af starfsemi okkar sem líður fyrir þetta, því ef það eru hvorki nemendur né starfsfólk,
STÚDENTALÍF Á UMRÓTSTÍMUM STUDENT LIFE DURING THE APOCALYPSE
them.” Over 2,000 new students arrived to attend classes at the university, many of them international students. “Most of the people who had applied for student housing did arrive in the end.” The air was thick with anticipation. NOT OUT OF THE WOODS
Then the worst happened. A new infection was reported on campus. Immediately, Student Services sprang into action. “Everything happened really quickly,” Rebekka says. Student Services worked closely with the university security committee when the first infection was reported on campus. “When an infection was confirmed in Háma, we were immediately notified by the contact tracing team.” Within hours, everyone in Háma in Háskólatorg was sent into quarantine and testing. “We follow very strict guidelines, and we do that willingly.” Even before the infection on campus, every precaution was taken to ensure that the strictest hygiene protocols were followed. Since the beginning of the year, everyone working at Háma has had to wear a mask and gloves. Everything is disinfected regularly. So even though the infection was disappointing and quite a shock, it was a relief to know that everything had been done correctly. “The good thing is that if there are specialists anywhere within the community, they are on this spot right here,” Rebekka says, speaking of university staff who have been working closely with the Directorate of Health and other authorities, as well as deCODE, which has been providing equipment and testing since March. Most recently, they offered free testing for all university students and staff. “They knew what to do, and it was handled correctly,” Rebekka says. “I’m pretty sure you will not be able to find such a great number of people in a small area who have been tested for COVID as on the university campus.” A NEW NORMAL
Student Services is learning to operate with new restrictions after the infections on campus, but the long-term financial impact is unforeseeable. Since the best way to stay healthy in these times is to stay away, most people are working or studying from home and not on campus. “That’s the big problem we’re dealing with at the moment. There are no people here, and therefore no profit on food services,” Rebekka says. Even though there are some students and staff members ambling about on the grounds, life on campus is hardly recognizable. “At the moment, it is mostly in the food service section of our operations, because if there are no students, and there’s no staff, then there’s no one to feed, so it’s very difficult,” Rebekka says. Students and staff members can also plainly see the influence these restrictions must have on Háma, Stúdentakjallarinn, and the University Bookstore. “Usually, this time of year is very pleasant and joyful; you can hardly walk through the building because it is full
14
THE STUDENT PAPER
þá er enginn til að borða matinn sem við framleiðum, svo þetta er mjög erfitt,“ segir Rebekka. Nemendur og starfsmenn geta auðveldlega séð hvaða áhrif þessar takmarkanir hafa á Hámu, Stúdentakjallarann, og Bóksölu stúdenta. „Venjulega er þessi tími árs mjög skemmtilegur; þú kemst varla leiðar þinnar í gegnum byggingar háskólans því það er svo mikið líf, eftirvæntingarfullir nemendur á leið í eða úr tímum, að kaupa bækur, eða að tylla sér til að borða og hitta skólafélaga, vini og samstarfsfólk.“ Mestu viðbrigðin voru ekki aðeins hve hratt ákvarðanir um fjarvinnu og fjarkennslu voru teknar, heldur einnig geta og hæfni fólks til að fylgja þessum nýju reglum. „Þó það sé gott, þá kom það mér satt að segja dálítið á óvart hvað fólk er hlýðið,“ segir Rebekka. „Þegar ég sá og las yfir leiðbeiningarnar, hugsaði ég með mér: þetta mun aldrei ganga upp, en það hefur komið mér á óvart hversu vel fólk hefur fylgt leiðbeiningum hér á svæðinu og hve hratt það gerðist.“ Hún bætir við að á sama tíma ætti það svo sem ekki að koma henni á óvart. „Þegar allt kemur til alls, þá vilja flestir leggja sitt af mörkum til að lífið komist aftur í fastar skorður eins fljótt og hægt er.“ Þótt hún beri virðingu fyrir þeim reglum sem settar hafa verið þá vonast hún eins og flestir til að hlutirnir komist aftur í eðlilegt horf sem fyrst. „Ég tel að svo stór og mikilvægur hluti af háskólalífi sé að tilheyra heild, vera í persónulegum samskiptum og í sambandi við annað fólk sem er að gera og upplifa það sama,“ segir hún. „Það er mikil áskorun að þurfa að vera heima, bæði andlega og námslega, sérstaklega fyrir nýnema og erlenda nema sem eiga hvorki vini eða fjölskyldu nálægt.“ Vonum að kúrfan fletjist fljótt út aftur.
Bjargráð fyrir nemendur á tímum samkomutakmarkana og fjarkennslu IL T LÖGUR SJÖ TIL LÉT TA ÞESS AÐ ANDI) ON LÍFIÐ! (V
GREIN ARTICLE Sam Cone ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon
A Student’s Survival Guide to Online Learning and Lockdown SEVE (HOP N IDEAS T EFUL O LIFE A LIT LY) MAKE TLE E ASIER !
of life, with loads of enthusiastic people going in and out of classes, buying their books, sitting down for food and drinks, and hanging out with friends and colleagues.” The biggest shock was not only the swiftness with which decisions were made to put the university online and have staff work from home, but people’s ability to adapt to new rules. “Though it is a good thing, I’m a bit surprised by how obedient people are, to tell the truth,” Rebekka says. “I mean, when I first saw and read [the guidelines], I thought: This is never going to work... but I’ve been surprised at how well people have followed the guidelines and how quickly it has happened.” She adds that at the same time, it shouldn’t surprise her. “At the end of the day, most people want things to function and to get back to their normal lives as soon as possible.” While she respects the rules put into place, like most other people she is eager to have things return to normal. “I think that such a great and important part of university life is to be involved, interact, and be in the company of other people who are doing the same thing,” she says. “It’s very challenging having to stay at home, both mentally and academically, especially when you’re a freshman or an international student who has no friends or family around.” Here’s hoping that the curve flattens again soon.
Coronavirus has changed the way the world works in practically every sphere of life - and student life and academia are no exception. Student life can be difficult at the best of times, and it is especially difficult now, so we want to provide some advice that we’ve found useful and has helped us cope with all of the uncertainty! 1 CREATE A TIMETABLE AND STICK TO IT!
Wake up at a regular time each day. It’s very easy to sleep in late or stay up later than expected. Set an alarm, wake up, and prepare for your day. Keeping a timetable or even just creating a “To-Do List” can be a great motivator. 2 LOOK AFTER YOUR LIVING SPACE!
Keep your space tidy and work with your housemates to keep shared spaces like kitchens and lounges tidy too. A tidy desk (or kitchen/lounge/ bedroom) is a tidy mind. Also, you can try to separate your living space into zones and try not to stay in your bedroom for the whole day, even if all of your classes are online. If you work in a different area than where you sleep and eat in a different area than where you work, it can provide some much-needed variation in your day.
15
STÚDENTABLAÐIÐ
Kórónaveiran hefur breytt heiminum að nánast öllu leyti og er háskólasamfélagið og líf stúdenta engin undantekning. Jafnvel upp á sitt besta getur líf stúdenta verið erfitt, en það er sérstaklega erfitt þessa dagana. Til þess að létta ykkur lífið viljum við deila með ykkur nokkrum heilræðum sem hafa gagnast okkur og hjálpað við að takast á við þetta óvissuástand! 1 GERÐU STUNDARSKRÁ OG STATTU VIÐ HANA! Vaknaðu á sama tíma á hverjum degi. Það getur verið freistandi að sofa út og vaka lengur en þú sást fyrir þér. Stilltu vekjaraklukku, vaknaðu og undirbúðu þig fyrir daginn. Að halda stundarskrá, eða bara að búa til tékklista, getur verið góður hvati! 2 HALTU HEIMILINU HREINU! Hafðu snyrtilegt í kringum þig, og ef þú deilir rými með öðru fólki skuluð þið vinna saman að því að halda sameiginlegum rýmum eins og eld húsi og stofu hreinum. Hreint skrifborð (og eldhús/stofa/svefnherbergi) stuðlar að innri frið. Þú getur líka skipt íbúðinni upp í mismunandi svæði og reynt að vera ekki í svefnherberginu allan liðlangan daginn, þótt að kennsla fari fram á netinu. Það getur brotið daginn upp að vinna í einu rými, sofa í öðru og borða í enn öðru. 3 BORÐAÐU MÁLTÍÐIR REGLULEGA Þegar við sitjum föst heima meirihluta dagsins getur verið freistandi að snarla og gleyma alvöru máltíðum. Stundum er „snarldagur“ akkúrat það sem þú þarft, en að skipuleggja alvöru máltíðir á matmálstímum getur hjálpað til við að koma reglu á daginn, auk þess getur verið mjög skemmtilegt að elda!
3 EAT REGULAR MEALS
When you’re stuck at home for most of the day, it’s very easy to snack and forget to plan regular meals. Some days, this can be exactly what you need, but scheduling regular meals can really help to structure your day - plus, cooking can be fun and give you something to do! 4 DRESS UP FOR CLASS
Online classes where you can turn off your camera mean you can usually get away with attending class wearing pyjamas. But getting dressed can make you feel so much more productive and ready to face the day. 5 FIND A HOBBY
Studying can be exhausting, so it’s really important that you have something you enjoy doing in order to kick back and relax. There are so many hobbies you can do at home, like cooking, exercise, art, literature, gaming - there are also loads of online resources, freely available to anyone with an internet connection, that can help get you started if you want to try something new! There are online events that are open to the public, some of which are free to attend - these can often be found through social media. 6 STAY CONNECTED
4 KLÆDDU ÞIG FYRIR TÍMA Það getur verið freistandi að vera í náttfötum í fjarkennslu þar sem þú getur slökkt á myndavélinni þinni, en það eitt að klæða sig á morgnanna getur látið þér líða eins þú hafir afrekað meiru og það hjálpar þér af stað. 5 RÆKTAÐU ÁHUGAMÁL Það getur verið að lýjandi að læra og því er afar mikilvægt að gera eitthvað sem þú hefur gaman af til þess að slaka á. Það er margt skemmtilegt hægt að gera heima hjá sér, til dæmis að elda, hreyfa sig, njóta góðrar listar, bókar eða tölvuleikja. Auk þess ætti allt fólk með nettengingu að geta fundið eitthvað nýtt til að prófa. Það eru ýmsir viðburðir á netinu opnir almenningi, sem oft kostar ekkert að sækja. Þá er yfirleitt hægt að finna á samfélagsmiðlum. 6 HALTU ÞIG Í TENGINGU Samkomubannið er einmanalegt og fjarkennsla getur verið krefjandi, en það eru ótal leiðir til þess að halda sambandi við fólk. Þú getur haft samband í gegnum netið, ýmist með myndbandsspjalli eða símtölum. Ef þú hefur fengið nóg af myndbandsspjöllum getur verið gaman að senda póstkort eða bréf til vina sinna. 7 SÝNDU ÞÉR MÝKT Það hefur enginn haldið því fram að þetta væri auðvelt og það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að taka sér frídaga. Það sem skiptir mestu máli er að vera ekki á svipunni þegar þér finnst þú ekki afreka eins mikið og þú hefðir viljað. Ástandið er streituvaldandi og það er ósanngjörn krafa að við séum stöðugt afkastamikil. Ef þú átt erfiðan dag, eða erfiða daga, þar sem þú kemur þér illa að verki eða getur ekki verið besta útgáfan af þér skaltu reyna aftur á morgun. Þú getur alltaf talað til við einhvern og er því engin ástæða til þess að bera harm sinn í hljóði. (Við hvetjum ykkur til þess að senda tölvupóst á salfraedingar@hi.is í leit að heilræðum og aðstoð.)
BJARGRÁÐ FYRIR NEMENDUR Á TÍMUM SAMKOMUTAKMARKANA OG FJARKENNSLU A STUDENT’S SURVIVAL GUIDE TO ONLINE LEARNING AND LOCKDOWN
Living in lockdown is isolating, and attending online classes is exhausting, but there are so many ways to stay in touch with people. You can keep in touch with people online. Video chats and calls are always an option, but if you’ve had enough of video calls, you can always try something a little more old-fashioned - postcards and letters can be a fun way to reach out to friends. 7 DON’T BE TOO HARD ON YOURSELF
No one said this was going to be easy, and it’s completely fine to have off days. The important thing is that you aren’t too hard on yourself when you don’t feel like you have achieved as much as you hoped. The current situation is incredibly stressful, and we can’t all be expected to make the most of the situation all the time, so if you have a bad day, or a bad couple of days where you don’t get much done and you aren’t feeling like the best version of yourself, just give it another try tomorrow. There’s always someone available to talk to as well, and there’s no need to suffer in silence (we encourage you to email salfraedingar@hi.is for advice and assistance).
16
THE STUDENT PAPER
Meðbyr covid í frekara nám GREIN ARTICLE Unnur Gígja Ingimundardóttir ÞÝÐING TRANSLATION Högna Þorkelsdóttir
Covid’s complicity in Continuing Education
LJÓSMYND PHOTOGRAPH Sædís Harpa Stefánsdóttir
Fyrir marga getur verið erfitt að stíga sín fyrstu skref í átt að námi. Skortur á sjálfstrausti, námsörðugleikar, heimilisaðstæður og svo mætti lengi telja. Hjá mér var það sjálfstraustið, ég trúði því lengi að ég væri slakur námsmaður. List- og verkgreinar voru mitt uppáhald en stærðfræðin var minn Akkilesarhæll. Þegar ég byrjaði í listnámi í mennta skóla fann ég fyrir félagslegu óöryggi og flosnaði fljótt upp úr námi. Eftir að hafa eignast frumburðinn minn árið 2012 fékk ég drifkraftinn og áhugann til þess að klára menntaskóla og útskrifaðist vorið 2017 af Textílbraut. Háskólanám hræddi mig og mér fannst áfangalýsingarnar rosalegar, ég hafði líka heyrt af fólki sem sat yfir námsbókunum nótt og dag til þess að komast yfir efnið. Ég beið því með að fara í frekara nám. Það má segja að ég hafi upplifað tilvistarkreppu og vissi ekki hvert ég vildi stefna eftir útskrift, ég byrjaði að vinna í fataverslun því þar var tenging við textílnámið. Ég eignast tvíburana mína árið 2018 og fann þá fyrir sterkri löngun til þess að mennta mig og finna framtíðarstarf. Þar sem ég var komin með stóra fjölskyldu og meiri fjárhagslega ábyrgð vildi ég finna styttri leið út á vinnumarkaðinn og því urðu námskeið sem ég gat klárað í fæðingarorlofinu fyrir valinu. Til dæmis er ég með diplómu í förðun sem ég gerði reyndar ekkert við, því það er ákveðið hark að komast inn í bransann og ég hafði enn ekki byggt upp nægilegt sjálfstraust til að fara þá leiðina. Eftir fæðingarorlofið braust svo út heimsfaraldur og fór ég aftur að skoða nám til að styrkja stöðu mína fyrir yfirvofandi flæði af atvinnuleitendum sem yrðu að berjast um störfin sem í boði yrðu. Það var nú eða aldrei, ég hafði unnið í sjálfstraustinu með hugrænni atferlismeðferð ásamt því að fullorðnast og læra betur á lífið. Ég hafði þó efasemdir um að fara í háskólanám þar sem mér fannst ég vera orðin svo gömul og komin með stóra fjölskyldu sem treysti á mig. Peninga áhyggjur og framtíðarsýnin um að komast ekki út á vinnumarkaðinn fyrr en korter í fertugt hræddu mig. Það sem var samt meira ógnvekjandi
It can be difficult for many to take their first steps toward education. Lack of confidence, learning difficulties, circumstances at home, and countless other factors. For me, it was lack of confidence – for a long time, I believed I was a bad student. Art and design courses were my favorites, but math was my Achilles heel. When I started art courses in high school, I felt a lot of social insecurity and soon dropped out. After having my firstborn in 2012, I had the drive and interest to finish high school, and I graduated in spring 2017, having focused on textiles in my studies. But university scared me, and I found the course descriptions overwhelming. I had also heard of people who slaved over their books night and day just to get through the material. So I waited to continue my education. You might say I had an existential crisis and had no idea what I wanted to do or where I was headed after graduation. I started to work in a clothing shop since it tied in to my training in textiles. I gave birth to my twins in 2018 and yearned to further my education and discover my future career. Since I had a big family and more financial responsibility, I wanted to find a shorter path to the job market. The obvious solution was to take courses I could finish during my maternity leave. For example, I have a diploma in cosmetology, although I didn’t really put to use since it takes quite a bit of backbone to get yourself into the industry and I had not yet built up the confidence to do so. As I finished my maternity leave, a global pandemic took the world by storm, and once again, I started looking for programs that would help strengthen my position among the flood of job seekers who would now be fighting for the few available positions up for grabs. It was now or never; I had worked on my confidence with cognitive behavioral therapy, besides just growing up and learning more about life. I still had some doubts about going to university, as I felt I was too old and already had a large family that depended on me. Worries about my finances and not entering the job market until I was nearly forty scared me. But it was even scarier to think of getting stuck in a boring minimum-wage job forever. With my husband’s support, I decided to apply to study fashion design at the Iceland University of the Arts. Alongside my studies, I had often worked in after-school programs, and I saw an opportunity to acquire a teaching permit. After my BA degree, I could take a two-year Master’s program and, in the process, combine my interests and a possible career I was interested in. I was invited to an interview and put on the waitlist, but did not get in. I had already visualized spending the winter in the classroom, so I didn’t let the rejection stop me. I made the spontaneous decision to apply to study elementary education with an emphasis on art and vocational subjects at the University of Iceland. It was a decision I don’t regret. This fall, application rates to universities reached a record high, with many pointing to Covid as
17
STÚDENTABLAÐIÐ
var að festast í einhverju leiðinlegu láglaunastarfi til frambúðar. Með stuðningi mannsins míns ákvað ég því að sækja um í Listaháskólanum í fatahönnun. Meðfram námi hafði ég unnið mikið í frístund og sá þann kost að geta bætt við mig kennsluréttindunum en eftir BA próf gæti ég tekið tvö ár í master og sameinað þar áhugamál og starfsvettvang sem ég kunni vel við. Mér var boðið í viðtal, fór á biðlista en komst svo ekki í gegn. Ég var búin að sjá fyrir mér haustið á skólabekk svo ég lét ekki deigan síga og tók skyndiákvörðun sem ég sé ekki eftir og sótti um Grunnskólakennarann með áherslu á list- og verkgreinar við HÍ. Í haust var metaðsókn í háskólanám og töldu margir að Covid væri sökudólgurinn. Þegar ég ræddi við samnemendur mína komu misjafnar ástæður í ljós fyrir veru þeirra í kennaranáminu; sumir voru að breyta um námsleið, aðrir að koma beint úr framhaldsskóla, einhverjir að byrja aftur eftir pásu og nokkrir eins og ég að nýta sér þessa stöðnun á vinnumarkaði vegna Covid og bæta við sig þekkingu. Ég hélt að hlutfallið væri hærra en samkvæmt könnun sem ég gerði á nýnemasíðu háskólans og nýnemasíðu kennaradeildarinnar voru einungis 46 af 388 sem sögðu að Covid hefði eitthvað með ákvörðun þeirra að gera. Við erum mörg, ólík og á ýmsum aldri í háskólanum með ófáar ástæður fyrir veru okkar þar. Ég vil því segja við þig lesandi góður að það er aldrei of seint að gera það sem þig langar til og hindranir eru aldrei svo stórar að ekki sé hægt að yfirstíga þær. Ef eitthvað gengur ekki upp finndu þá aðra leið að markmiði þínu. Þar sem Covid var áhrifa þáttur í minni ákvörðun langar mig að enda á þessum fleygu orðum „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott“.
„Við viljum að öll séu alltaf velkomin“ “We Want Everyone to Always Be Welcome” VIÐTAL INTERVIEW Katla Ársælsdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Bergrún Andradóttir MYND PHOTOGRAPH Helga Lind Mar
the culprit. When I talked to my fellow students, they had many different reasons for choosing the education studies department; some had switched courses, others were coming straight from high school, a few had returned after a break in their studies, and some, like me, were taking advantage of the stagnation of the job market due to Covid to further their knowledge. I thought the proportion of students starting university now would be higher, but according to a study I conducted on the Facebook groups for incoming students at the university and incoming students in the education department, only 46 of 388 participants said Covid had anything to do with their decision to further their education. At the university, we are a large, diverse group representing a wide age range, and we have endless reasons for our presence there. I want to tell you, dear reader, that it is never too late to follow your dreams, and the obstacles in your way are never so big that you cannot overcome them. If something doesn’t work out, find another way to reach your goal. As Covid was an influencing factor in my decision to further my education, I leave you with these wise words: “Every cloud has a silver lining.”
Erna Lea Bergsteinsdóttir is a second-year student in Social Work and president of the Student Council’s Social and Cultural Life Committee. A journalist from the Student Paper met with Erna Lea recently to discuss the role of the committee and how it has been affected by the pandemic. “WE’RE TAKING GREAT CARE”
Asked what the Social and Cultural Life Committee’s main projects are, Erna Lea responds that its primary goal is working against social isolation of students at the university. “That way, everyone has some social events to attend and can create social connections with their fellow students and so on. I think it’s important that everyone can experience a good social life at university, whatever they’re studying.” Erna adds that there are also regular events that the committee oversees during the school year: “For example, there are the Minute Games at Oktoberfest, a field trip (vísindaferð) to the Student Council, the Funniest Student contest, Party Bingo, and a field trip to Þrennan.” She says it's tough to work on these traditional projects in times like these. When this interview took place, the committee had still not been able to
18
THE STUDENT PAPER
Erna Lea Bergsteinsdóttir er annars árs nemi í félagsráðgjöf og forseti Félags- og menningarlífsnefndar Stúdentaráðs. Blaðamaður Stúdentablaðsins hitti Ernu Leu á dögunum til að ræða hlutverk nefndarinnar og hvernig hún hefur orðið fyrir áhrifum heimsfaraldursins. „VIÐ ERUM AÐ VANDA OKKUR MJÖG MIKIГ Aðspurð hvert helsta verkefni Félags- og menningarlífsnefndar Stúdentaráðs sé segir Erna Lea að fyrst og fremst sé markmið hennar að sporna gegn félagslegri einangrun nemenda háskólans. „Þar með hafa allir einhverja félagslega viðburði til þess að mæta á og geta þar með skapað félagsleg tengsl við samnemendur og þar fram eftir götunum. Ég tel það mikilvægt að allir geti upplifað gott félagslíf innan háskólans óháð námsgrein,“ segir Erna. Hún bætir við að það séu einnig fastir viðburðir sem nefndin heldur utan um yfir skólaárið. „Þar má til dæmis nefna Mínútuleikana á Októberfest, Vísó í Stúdentaráð, Fyndnasta Háskólanemann, Partýbingó og Vísó í Þrennu“ segir Erna. Hún segir að það sé erfitt að vinna að þessum hefðbundnu verkefn um á tímum sem þessum. Þegar viðtalið var tekið höfðu þau ekki enn haft tök á að halda viðburði sökum ástandsins í samfélaginu. „Við í nefndinni erum að bíða og sjá hvað gerist en erum auðvitað líka á fullu að skipuleggja viðburði sem eru í takt við tímann, en það er erfitt, sérstaklega þar sem við erum ekki nemendafélag. Nemendafélög einskorðast við eina deild en við erum með allan háskólann og við viljum ekki velja úr hverjir mega koma eða eitthvað slíkt. Við viljum að öll séu alltaf velkomin. Þess vegna erum við að vanda okkur mjög mikið og erum því bæði að skipuleggja okkur í kringum veiruna en einnig að reyna að vera bjartsýn og höldum í vonina um að geta haldið einhverja viðburði yfir skólaárið og erum því líka í undirbúning fyrir slíkt,“ segir Erna Lea. „ÞAÐ ER ALLSKONAR HÆGT AÐ GERA“ Aðspurð hvort nefndin sé að vinna að einhverjum veiru-vænum útfærslum á viðburðum segir Erna að nefndin sé að íhuga rafræna útgáfu á þeim. „Mig langar ekki að opinbera allar hugmyndirnar sem við erum með því við erum ekki búin að staðfesta þessa viðburði eða hvort við getum fundið útfærslu á þeim. Við höfum verið í mikilli hugmyndavinnu frá því skólaárið byrjaði og út frá því spruttu upp margar góðar hugmyndir. Þá var staðan í samfélaginu hins vegar önnur en hún er núna þannig maður er mikið að endurskoða og útfæra viku eftir viku,“ segir hún. Erna bætir við að um það leyti sem viðtalið var tekið var nefndin að skipuleggja rafrænt partýbingó sem þau vilja gera mjög veglegt. „Þetta verður ekki bara einhver að lesa upp tölur á skjá, við ætlum að reyna að gera það eins fyndið og skemmtilegt og við mögulega getum. Það er allskonar hægt að gera,“ segir hún. Nefndin hefur einnig verið dugleg að undirbúa viðburði með hefðbundnara sniði þegar tækifæri gefst. „Vísó í Stúdentaráð hefur verið samþykkt á Stúdentaráðsfundi. Hefðin er að sá viðburður sé hald in í byrjun skólaársins en af augljósum ástæðum var það ekki möguleiki. En okkur langar rosalega mikið að halda það og við bíðum eftir tækifærinu. Síðan er til dæmis Fyndnasti Háskólaneminn og Vísindaferð í Þrennu vanalega haldið á vorönn og það er engan veginn hægt að gera sér grein fyrir hver staðan verður þá. Við vonumst auðvitað eftir því að geta haldið þá viðburði með hefðbundnum hætti,“ segir Erna. Þó megi ekki gera ráð fyrir því að komandi viðburðir á vegum nefndarinnar muni fela það í sér að fólk komi saman. „Við erum stöðugt að endurmeta stöðuna og viljum halda einhverja skemmtilega viðburði um leið og tækifæri gefst. Það væri líka svo leiðinlegt að skipuleggja einhvern geggjaðan viðburð, búin að gera og græja allt og síðan verða hertar aðgerðir vegna COVID. Við viljum allavegana bægja frá því að slíkt gerist,“ segir hún.
„VIÐ VILJUM AÐ ÖLL SÉU ALLTAF VELKOMIN“ “WE WANT EVERYONE TO ALWAYS BE WELCOME”
hold any events due to the current circumstances. “The committee is waiting to see what happens, and of course we’re also working on events that are appropriate given the current situation, but it's difficult, especially since we’re not a student union (nemendafélag). Each student union is bound to one department, but we’re in charge of everyone at the university, and we don’t want to pick and choose who can attend and who can’t or anything like that. We want everyone to always be welcome. That’s why we’re taking great care and planning around COVID-19, but also trying to be optimistic and hold on to hope that we will be able to hold some events during the school year, so we’re also preparing for that,” says Erna Lea. “THERE ARE ALL SORTS OF POSSIBILITIES”
Asked if the committee is working on some virus-appropriate versions of events, Erna replies that the committee is considering holding events online. “I don’t want to reveal all of the ideas that we have, since we haven’t confirmed these events or even figured out if we can make them work. We’ve been brainstorming since the start of the school year and many great ideas have come out. Back then the situation was different than what it is now, so we’re revising and working it out week by week.” Erna adds that about the time the interview took place, the committee was organizing an online party bingo that they want to make as fun as possible. “This won’t just be someone reading numbers on a screen, we want it to be as funny and entertaining as possible. There are all sorts of possibilities,” she says. The committee has been hard at work organizing events in a more traditional form once the opportunity arises. “A field trip (vísó) to the Student Council was approved at a Student Council meeting. Traditionally, this event is held at the beginning of the school year, but obviously that was not possible. However, we really want to go ahead with it and are waiting for the opportunity. Then, for example, the Funniest Student contest and the trip to Þrennan are usually held in the spring, but there’s no way of knowing what the situation will be like by then. Of course, we hope we’ll be able to hold those events as usual,” Erna remarks. However, we shouldn’t assume that the committee’s upcoming events will involve people gathering. “We’re constantly re-evaluating the situation and want to be able to have some fun events as soon as possible. It would be so sad to have organized some fun event, arranged everything, and then have to cancel because of stricter measures due to COVID. We want to avoid that happening,” says Erna. IMPORTANT TO TRY AND BE CREATIVE
The Student Paper asks Erna if she thinks the current situation has had any positive effect on the committee’s work. She doesn’t think so, but adds that it's a bit too early to say if this will have any
19
STÚDENTABLAÐIÐ
MIKILVÆGT AÐ REYNA AÐ VERA FRUMLEG Blaðamaður Stúdentablaðsins spyr Ernu hvort henni finnist eitthvað jákvætt hafa komið út úr ástandinu í samfélaginu fyrir starf nefndarinnar. Hún segir að svo sé ekki en bætir því við að hún sé að sama skapi dugleg að líta á björtu hliðarnar og ef til vill sé fullsnemmt að segja til um hvort það muni hafa einhver jákvæð áhrif á starfið. „Maður þarf alveg að vera frumlegur og kannski kemur einhver nýr og skemmtilegur viðburður út frá þessu sem verður síðan ef til vill fastur liður hjá nefndinni. Það væri alveg jákvætt. Að prófa eitthvað nýtt og prófa að hafa eitthvað rafrænt og sjá hvort það hafi kannski jákvæð áhrif á þátttöku. Maður verður að bíða og sjá hvað það varðar. En það er auðvitað ótrúlega leiðinlegt að fresta viðburðum og það vegur svo þungt. Októberfest og Mínútuleikarnir, til dæmis, er svo góð leið fyrir nýnema að koma sér inn í félagslíf skólans en svo var auðvitað ekki hægt að halda neitt slíkt, sem er auðvitað mikil synd. Það hefur enginn viðburður verið haldinn fyrir nýnema og mér finnst það mjög leiðinlegt og setur ef til vill strik í reikninginn hvað varðar upplifun þeirra á háskólalífinu. Það gæti alveg verið skemmtilegt og eitt hvað sem væri hægt að nýta seinna þó svo að maður megi hittast, það gæti komið mjög skemmtilega út,“ segir Erna Lea. Að lokum vill Erna Lea hvetja nemendur HÍ til að vera eins virk í félagslífinu og kostur er. Þá vill hún sérstaklega hvetja nýnema til að leggja sig fram við að kynnast nýju fólki. „Það er erfiðara á tímum sem þessum en það er mjög mikilvægt að mínu mati. Vera opin og þolinmóð fyrir aðstæðunum og vonandi verður þetta búið sem fyrst.“
positive effects and that she’s trying to look on the bright side. “We need to be creative, and maybe some fun new event will arise out of all of this, which will then become a regular event. That would be positive. To try new things and test the online option and see if that has a positive effect on participation. We just have to wait and see. But of course it’s just so sad to postpone events, and it weighs you down. Oktoberfest and the Minute Games, for example, that’s such a good way for new students to get involved with the social scene on campus, but of course we weren’t able to hold any of that, which is a shame. There’s been no event held for new students, and I think it’s very sad and it does affect their experience of student life. However, it could be fun and something to utilize later, even when we can meet again. It could work out well,” Erna Lea says. Finally, Erna Lea would like to encourage students to actively participate in student life as possible. She especially encourages new students to put in the work of meeting new people. “It’s harder during times like these, but I feel it's very important. Be open and patient with the situation, and hopefully this will be over soon.”
DEAR STUDENTS!
To celebrate the season and help you through the semester, the Student Paper has made a Fall Playlist. We hope you'll enjoy listening this fall and next fall, while you step on leaves, drink coffee (or another beverage of your choice), snooze on the sofa, study, and live life! Have a joyous fall, dear friends!
AÐU Ð N N SK A NN ME U! A IN KÓÐ FY APP TI SPO
S CO CAN T DE H SPO WITH E TIF T Y A HE PP!
ELSKU STÚDENTAR! Í tilefni af haustinu ákváð Stúdentablaðið að skella í Haustplaylista til þess að hjálpa ykkur í gegnum önnina. Við vonum að þið njótið að hlusta í haust og næstu haust, meðan þið stígið á lauf, drekkið kaffi (eða annan drykk að eigin vali), dormið í sófum, harkið yfir lærdómnum og lifið lífinu. Gleðilegt haust elsku vinir!
20
THE STUDENT PAPER
“It was Fun to Begin With”: Life as an Exchange Student During Covid Daniela Pomaer is a 20-year-old from Canada who studies Human Environment at her university back home. She kindly agreed to join me for an interview and tell me about her stay here as an exchange student and how she has been feeling over the course of the first month. We also discussed how the pandemic has affected her time away from home in a foreign country and why she decided to join the exchange program. SCHOOL LIFE
The exchange program found its way to Daniela through an advertisement on the university website, inviting anyone interested to attend a meeting. “I was intrigued and thought it might be fun,” she says. “After the meeting, I was even more invested in the idea and told my dad about it. He showed me nothing but support and told me I had to do it, like it was a once-in-a-lifetime thing.” Moving to a different country, or in her case a new continent, can be both frightening and exciting. So how has it been for Daniela? “You see, that’s where Covid comes in. It was fun to begin with. I really liked it while we got to attend classes in person. I made some new friends and I liked the atmosphere at the university. But ever since we started online classes, I have been finding it hard to concentrate and connect with my classmates. There are so many things that can divert your attention.” EFFECTS OF THE PANDEMIC
Did the pandemic in any way have an impact on your decision to join the program? “Well, at that point, I had already decided I
ARTICLE Helgi James Price Þórarinsson Contributed photo
wanted to go and was more concerned with the aspect of the trip being cancelled, but luckily for me, Iceland kept their program. I think I might be the only person from my uni that went anywhere.” If you had the experience you have now, do you think you would change your decision to go and choose to wait out the pandemic instead? “That is a tough question because it is hard to know if the situation will be any different in one, two, or even three years’ time. At least according to what I have been reading, the pandemic might be here for a while. And I only have so much time to join the exchange program. So to me it was like a now-or-never kind of moment.” LIFE OUTSIDE OF SCHOOL
How has life been outside of school? Have you had the chance to experience what Iceland has to offer? “Yes! I have been exploring Reykjavík a bit and finding all its beautiful views. Gone on a few field trips to a bunch of different places and it is just such a beautiful country. I really enjoy the nature here and what it has to offer, so it has just been amazing.” Anything that stands out? “Well, Iceland is different, and that was one of the reasons I wanted to come here. All the other places I have been before share a similar environment, big forests, and crowded cities. The nature and low population of Iceland were two of the main reasons I wanted to come here in the first place, so it has really been everything I ever dreamed of!”
Það þarf ekki allt að vera dauði og djöfull It’s Not All Doom and Gloom
M I SE I! Ð I R TT AT SJÖ D-19 BÆ I COV
SEVE N COVI THINGS T D-19 HAT MAD ACTUALL E BET Y TER
GREIN ARTICLE Gabrielė Satrauskaite ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon
While there’s no denying that the coronavirus has turned everyone’s lives upside down and is a very real and very traumatic issue facing people on a global scale, it is also essential that we find ways to unwind and stay optimistic about the future. There has been more than one silver lining to this very dark cloud, so let’s take a look at seven things that the pandemic actually made better.
21
STÚDENTABLAÐIÐ
Því verður ekki neitað að kórónaveiran sneri öllu á hvolf, hún er alvarlegt mál sem hrjáir allan heiminn. Það er samt nauðsynlegt að geta slakað á og horfa bjartsýn til framtíðar. Það eru ljóstírur hér og hvar í myrkrinu. Í þessari grein skoðum við sjö atriði sem COVID hefur bætt, þótt ótrúlegt sé. 1 Frá upphafi faraldursins hefur fólk hugað betur að sér, tekið hreinlæti fastari tökum með tíðum handþvotti og sprittnotkun. Fólk er orðið meðvitaðra um gildi þess að þrífa yfirborð eigna sinna, fötin sín og mikilvægi góðrar heilsu. 2 COVID-19 hvatti fólk einnig til þess að heyra í vinum sínum og vanda mönnum. Á erfiðum tímum skiptir fólkið sem við elskum mestu máli og faraldurinn minnti okkur á að hafa samband við þau sem við höfum ekki talað lengi við. Það má segja að faraldurinn hafi hvatt okkur til þess að vera betri hvert við annað og hugsa meira um annað fólk. 3 Máttur internetsins. Faraldurinn leiddi í ljós hve mikið sé hægt að gera í gegnum internetið og krefst þar af leiðandi ekki að fólk mæti í eigin persónu, en það eykur aðgengi fólks að fjölda starfa. Það verður áhugavert að sjá hvort þetta fyrirkomulag haldist þegar faraldurinn er fyrir bí. 4 Minni mengun. Samkvæmt tímaritinu Science of the Total Environment urðu allsherjarlokanir í Kína, Ítalíu, Spáni og Bandaríkjunum til þess að mengun dróst saman um 30%. Flugferðum fækkaði einnig um 96%, sem er mesta lækkun í 75 ár. Hráolíuverð á heimsvísu lækkaði einnig vegna þess að akstur minnkaði í faraldrinum. Fólk fór að skoða landsbyggðina og náttúruna, frekar en að rúnta um bæinn endalaust. Húrra! 5 Faraldurinn neyddi fólk til þess að stoppa. Fólk hægði á sér í kjölfar skertrar vinnu, því gafst tími til að huga að tilfinningum sínum og læra að vera þakklátt fyrir litlu hlutina, eins og að rekast á fyndið kattamyndband á netinu. COVID-19 breytti áherslum okkar og fékk okkur til að hugsa betur um okkur, jafnt líkamlega sem andlega. Sjálfsást er loksins orðin nauðsynleg fyrir allt fólk. 6 Vegna faraldursins gafst loksins tími til þess að prófa þetta áhugamál sem þú hafðir aldrei tíma fyrir. Þar sem fólk var meira eða minna heima hjá sér prófaði það ný áhugamál, eða ræktaði gömul áhugamál sem þau gáfu sér aldrei tíma í. Súrdeigsbakstur varð mjög vinsæll, en fólk skrifaði færslur á Facebook um hversu stolt það var af deiginu sínu eftir að hafa látið það hefast næturlangt. 7 Faraldurinn hvatti okkur til þess að sjá húmorinn í lífinu og undirstrikaði mikilvægi samvistar við annað fólk. Það er eitthvað einstakt við vefspjöll. Þú færð að hitta vini þína án þess að fara út úr húsi, og fara í tíma á náttfötunum! Oft eiga sér stað kostuleg mistök, fyndin gæludýr sem heimta athygli, börn á vappi eða kennarar sem reyna að reyna klóra sig út úr þessari nýju tækni. Þetta er nútímavæddur samskiptamáti sem getur oft verið stórskemmtilegur!
ÞAÐ ÞARF EKKI ALLT AÐ VERA DAUÐI OG DJÖFULL IT’S NOT ALL DOOM AND GLOOM
1 Since the pandemic started, people have been taking better care of themselves. Personal hygiene has improved, with constant hand washing and sanitizing. People are more aware of the importance of cleaning their belongings’ surfaces, washing their clothes, and the overall importance of health. 2 Covid-19 also reminded people to check on their loved ones more often. When in crisis, all that matters are the ones you love. The pandemic reminded us to check on those we haven’t spoken to in a long time. In a way, the pandemic has made us take care of each other and think of others. 3 The power of the internet. With reduced working hours, the pandemic has revealed that many things can be done online and do not require in-person attendance. The ability to work from home means that a more diverse range of people can sign up for a job. It will be interesting to see whether this arrangement will stick when the pandemic is over. 4 Less pollution. According to the magazine Science of the Total Environment, the lockdown in China, Italy, Spain, and the United States has reduced pollution by 30% in these epicenters of Covid-19. Also, air travel has decreased by 96%, which is the biggest drop in 75 years. Global oil prices have dropped as well since people reduced their usage of vehicles during the pandemic. People began to go to the countryside and explore nature more often instead of driving around in town. Hooray! 5 The pandemic made people stop. With reduced working hours, the pandemic has made people slow down, reflect on their emotions, perhaps even enjoy the little things in life, such as a funny cat video that you scrolled past online. Covid-19 has made us focus on the necessity of taking care of ourselves, not only physically, but mentally as well. The pandemic has made self-care essential once and for all. 6 Because of the pandemic, there was finally time to try out that hobby that you never had time for before. Being at home more, people started to try out new hobbies or take on old hobbies that they never found time for. The art of sourdough bread seemed to be a famous one, with people writing on Facebook about how proud they are of their well-rested, overnight dough. 7 The pandemic has brought a rising need to add humour to our lives and showed how important it is to socialise with others. There’s something special about virtual meetings. You get to socialise with your friends without leaving the house, or go to class while you’re still in your PJs! Hilarious slip-ups often happen, such as funny pets requiring attention, kids running around, teachers trying to figure out how the platform works. It is a modern way to socialise, and it can be quite entertaining!
22
THE STUDENT PAPER
Sögur af Zoom
GREIN ARTICLE Helgi James Price Þórarinsson
Stories from Zoom Á þessum erfiðu tímum hefur tæknin verið til staðar og gert okkur kleift að halda náminu áfram eins vel og hægt er. Fjarfundarbúnaðir á borð við Teams og Zoom hafa því verið nýju skólastofur flestra síðustu vikurnar og gerum við öll okkar besta með það sem við höfum. En þessi breyting hafði í för með sér smá tækniörðugleika. Við höfum tekið saman nokkur eftirminnileg atvik sem áttu sér stað. „Við vorum nýkomin í fyrsta tímann okkar á Zoom, margir voru mættir 10 mín áður en tíminn sjálfur byrjaði og sátu þarna flest með mynd og hljóð af. Kennarinn bað þau okkar sem áttum eftir að slökkva á hljóðneman um að gera það þar sem það heyrðist smá kliður í bakgrunninum. Rétt áður en tíminn byrjaði heyrðist andvarp, meiri kliður og hurð lokað. Rétt áður en kennarinn gat sleppt orðinu „vinsamlegast hafið slö...“ heyrðist buna og svo sturtað niður. Ég hef ekki séð hana í tíma síðan.“ „Þetta var fyrsti tíminn okkar í fjarkennslu, kennarinn var að nota Teams og vissi ekki hvernig það virkaði almennilega, hann sendi okkur beiðni en þegar við reyndum að komast inn í tímann var okkur ekki hleypt inn. Kennarinn skildi ekki af hverju eða hvað var í gangi þannig hann sendi okkur nýja beiðni en mættum sama vandamáli. Korteri seinna nennti hann ekki að standa í þessu lengur og hætti við tímann.“ „Til að reyna að gera fjarfundartímana vinalegri og meira líka kennslu stofu er hægt að gera bakgrunninn að kennslustofu þar sem við sitjum við borð. Það hjálpaði ekki.“ „Tíminn var nýbyrjaður, einn nemandi kom inn í fundinn, myndavélin var á og allir sáu hann setjast upp í bíl. Ekki góð byrjun að nota símann undir stýri fyrir framan kennarann.“ „Ég talaði við myndavélina í góða mínútu þangað til samnemandi benti mér góðlátlega á að ég væri á mute.“
Through these difficult times, technology has made it possible for us to continue our studies. Teleconferencing equipment such as Teams and Zoom have been our new classrooms for the past weeks and we’re doing the best with what we have. But this change has brought with it some technical difficulties. We’ve gathered a few memorable incidents from the world of online learning: “We had just arrived in our first class on Zoom. Many people showed up 10 minutes early and sat there muted with their cameras turned off. The teacher asked those who hadn’t yet muted themselves to do so, as there was some background noise. Right before the class began, there was an audible sigh, more noise, and the sound of a door closing. Right before the teacher could finish saying “Please turn off the sou…” we heard a trickling sound and then a flush. I haven’t seen her in class since. “It was our first time in distance learning. The teacher was using Teams for the first time and didn’t know how to use it properly. He sent us an invite, but when we tried to open it, we weren’t let into the class. The teacher didn’t understand why it wasn’t working, so he sent us a new invite. The same thing happened again. Fifteen minutes later, he gave up and canceled the class.” “To try to make distance classes friendlier and more like classrooms, you can change the background to look like a classroom where everyone sits at a desk. It didn’t help.” “The class had just started. Someone joined with their camera on and everyone present saw him step into a car. Not exactly a good start to the semester to use your phone while driving in front of the teacher.” “I talked to the camera for a good minute before a fellow student kindly pointed out that I was on mute.” “It was the first class in this course. I was going to turn off the camera so I could grab some baked goods. I was so pleased with myself. I was hacking the system by being in an online class, at work, and on my coffee break, all at the same time. I announced it to everyone at work. Lo and behold, I hadn’t actually turned off my camera, I’d un-muted myself, so everyone in the class heard me, including the teacher.”
„Þetta var fyrsti tíminn í þessu námskeiði. Ég ætlaði að slökkva á myndavélinni svo ég gæti fengið mér bakkelsi. Ég var svo pepp að ég væri haxa kerfið með því að vera í fjartíma, í vinnunni og í kaffipásu á sama tíma. Ég tilkynnti öllum vinnustaðnum mínum það. Viti menn, ég slökkti ekki á myndavélinni heldur unmute-aði ég mig. Allt námskeiðið fékk að heyra af þessu haxi, þar á meðal kennarinn. “
23
STÚDENTABLAÐIÐ
Gróska
Hús hugmyndanna House of ideas GREIN ARTICLE Atli Freyr Þorvaldsson ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYNDIR PHOTOS Sædís Harpa Stefánsdóttir
Innovation Week was held from September 30 to October 7 and involved all sorts of events, lectures, and exhibitions related to innovation – all online! The week began with a ceremony in Gróska, the new large, imposing building south of Askja, which now seems small in comparison. According to the Dictionary of Modern Icelandic, the word gróska means “powerful growth,” and it’s a fitting name, as Gróska is the latest addition to the Vísindagarðar complex and is intended to be a hub for business growth and innovation. Vísindagarðar also includes the building that houses deCODE Genetics and Alvotech/Alvogen, as well as Mýrargarður, the newest student residence hall. Gróska is located at Bjargargata 1, a new road in Vatnsmýri. The road is named for Björg C. Þorláksson, the first Icelandic woman ever to complete a PhD. NO ORDINARY OFFICE BUILDING
Nýsköpunarvikan var haldin dagana 30. september – 7. október. Í henni voru haldnir ýmis konar viðburðir, fyrirlestrar og sýningar tengd nýsköpun, allt á netinu! Setningarathöfn hennar var haldin í Grósku, tilkomumikilli og stórri byggingu sunnan við Öskju, sem virðist smá í samanburði. Orðið gróska merkir „kröftugur vöxtur“ skv. íslenskri nútímamáls orðabók og er það mjög lýsandi nafn, því byggingin er nýjasta viðbótin við Vísindagarða og er hugsuð fyrir frumkvöðla og nýsköpunarstarfsemi. Á Vísindagörðum höfðu áður risið hús Íslenskrar erfðagreiningar og Alvotech/Alvogen, ásamt Mýrargarði, þar sem nýjustu stúdenta íbúðirnar eru. Gróska stendur við Bjargargötu 1, nýja götu í Vatns mýrinni, en götuheitið er kennt við Björgu C. Þorláksson, fyrstu íslensku konuna sem lauk doktorsprófi, en það var í sálfræði. EKKI NEIN VENJULEG SKRIFSTOFUBYGGING Gróska er 17.500 m2 að stærð og á fjórum hæðum. Jarðvinna tók sinn tíma en byggingarframkvæmdir hófust í byrjun ársins 2017. Fólk átti að
Gróska occupies 17,500 square meters on four floors. Excavating the site took time, and construction began in early 2017. The building was supposed to be ready at the end of last year, but as often happens with such plans, there were delays. From the outside, the building appears complete, but construction is still underway inside. Whether viewed from afar or up close, Gróska is an incredibly beautiful building. It’s made of concrete, with striking wooden siding that will take on a more natural hue as it weathers over time. The black lampposts lining the east and south sides of the building also caught my eye. The building is covered with large windows, a design reminiscent of the building on Hafnartorg that houses the offices of Fréttablaðið. But the people behind Gróska say it is not an office building, but rather “a greenhouse for ideas, where established companies blossom alongside the latest startups.” IMPRESSIVE BOTH INSIDE AND OUT
When you approach the building from Bjargargata, your attention is immediately drawn to the building’s most identifiable feature: a fantastic, massive wall of live plants that even houses some spiders. The plant wall was erected at the beginning of the year and has been flourishing while COVID has been looming over us and while construction was completed both inside and outside. Someone comes to prune the wall regularly! By the western entrance of the house is a sort of
24
THE STUDENT PAPER
geta hafið störf í húsinu í lok síðasta árs, en eins og oft er með slíkar tímaáætlanir, þá seinkaði þeim. Utan frá er byggingin tilbúin, en framkvæmdir eru enn í gangi innanhúss. Gróska er fjarska falleg bygging, hvort sem er úr fjarska, eða alveg upp við. Byggingin er steinsteypt með skemmtilegri viðarklæðningu, sem gleður augað og á eftir að taka náttúrulegan lit eftir því sem hún veðrast með tímanum. Einnig vöktu svörtu ljósastaurarnir athygli mína, en þeir standa í röð með fram austur- og suðurhliðum hússins. Húsið er alsett stórum gluggum, sem svipar til þeirra á Fréttablaðshúsinu við Hafnartorg, en forsvarsfólk Grósku gefur sig út fyrir að vera ekki með skrifstofubyggingu á sínum snærum, heldur „gróðrarstöð hugmynda, þar sem öflug fyrirtæki dafna við hlið nýrri sprota“. MÖGNUÐ AÐ INNAN SEM UTAN Þegar gengið er inn í port af Bjargargötunni fer athyglin um leið á flottan og flennistóran lifandi plöntuvegg sem á að vera helsta auðkennið í húsinu en í honum búa m.a. köngulær! Þessi veggur var kominn upp í byrjun árs og hefur því dafnað á meðan Kófið hefur vofað yfir öllu og í gegnum framkvæmdir innan- sem utanhúss. Þá mætir reglulega maður sem snyrtir hann! Við inngang hússins að vestanverðu er eins konar torg, þar sem útveggurinn breiðir út faðminn og býður fólk velkomið í Grósku. Í húsinu er gert ráð fyrir hvort tveggja veitingastað og kaffihúsi, auk verslunar- og þjónusturýma. World Class er með líkamsrækt í einu horni hússins og stór fyrirlestrasalur er í miðju þess. Elísabet Sveinsdóttir starfar fyrir Vísindagarða. Hún sagði mér frá því að Gróska hafi átt að vera auðkennileg frá hvaða sjónarhorni sem er, jafnt í eigin persónu og á myndum. Merki Grósku er myndað út frá stiganum sem liðast upp eins og tommustokkur í miðrýminu. Hann og brýrnar, sem liggja þvert yfir innganginn í vesturendanum, eiga að tákna tengsl en það er lýsandi fyrir þann anda sem vonast er til að myndist í húsinu. Þá hafi verið horft til umhverfismála við hönnun þess. UPPBYGGING Í MIÐRI COVID-KREPPU Hrólfur Jónsson starfar einnig fyrir Vísindagarða, sem eiga lóðina undir Grósku. Hlutverk félagsins í húsinu er að koma á fót nýsköpunarsetri og stefnt er að opnun þess í byrjun nóvember. „Við vonumst til að um 160 frumkvöðlar verði þar að störfum auk 40 manns hjá ýmsum stofnunum m.a. HÍ og Icelandic Startups,“ segir Hrólfur, en aðrir aðilar sem munu eiga sinn stað í Grósku eru t.a.m. Ferðaklasinn og Auðna tæknitorg. Það hefur verið sagt, að í kreppu blómstri nýsköpunin. Siðan Kófið hófst hefur uppbygging Grósku miðað nokkuð áfram, en með einstaka hindrunum. Hrólfur segir að staðið hafi á mörgu varðandi innflutning, „t.d. komu útlendingar að setja upp handriðin og það var áskorun að finna út úr því með sóttkví og tilheyrandi“. FRUMKVÖÐLAR OG FRUMBYGGJAR Stærsti vinnustaðurinn er án efa leikjafyrirtækið CCP sem hefur alla þriðju hæðina á leigu. Fyrirtækið flutti sig af Grandanum í Vatnsmýrina nú í sumar, en upphaflega átti það að gerast í febrúar síðastliðnum. Hrólfur segir að starfsmenn hafi unnið í fjarvinnu á meðan Covid stóð sem hæst og þó einhverjir séu nú farnir að vinna innanhúss, sé lokað á allar heimsóknir. Milli HÍ og Grósku standa nú yfir viðræður um að tölvunarfræðideildin fái aðstöðu á hæðinni og yrði hún þá í tengslum við CCP, sem sýnir fram á annað hlutverk byggingarinnar, þ.e. að tengja háskólann við atvinnulífið með beinni hætti en áður. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs mun sömuleiðis eiga sinn stað í húsinu en hún er hreyfiafl sjálfbærrar verðmætasköpunar sem byggir á hönnun og arkitektúr. Hún vinnur m.a. að eflingu hönnunardrifinnar nýsköpunar, en HönnunarMars er líklega eitt þekktasta verkefnið sem Miðstöðin hefur stofnað til. „Við erum mjög spennt að flytja og erum viss
GRÓSKA
square, where the external wall stretches out its arms to welcome people to Gróska. The building is equipped for a restaurant and coffee shop, as well as retail and service spaces. World Class operates a gym in one corner of the first floor, and there’s a large conference hall in the center of the building. Elísabet Sveinsdóttir works for Vísindagarðar. She told me that Gróska is supposed to be recognizable from any angle, whether in person or in photos. Gróska’s logo was inspired by the staircase that meanders upward like a folding ruler in the center of the building. The staircase and the bridges that span the west entrance symbolize connection, which represents the atmosphere that the Gróska team hopes will form in the building. The design also takes environmental factors into consideration. CONSTRUCTION IN THE MIDST OF THE COVID CRISIS
Hrólfur Jónsson also works for Vísindagarðar, which owns the property where Gróska is located. The organization’s role in the building is to establish a center for innovation, and the goal is to open it at the beginning of November. “We hope to have about 160 entrepreneurs working there, along with 40 people from various institutions, including the University of Iceland and Icelandic Startups,” says Hrólfur. Other groups that will occupy spaces at Gróska include the Iceland Tourism Cluster and Technology Transfer Office Iceland. It’s been said that innovation blossoms in times of crisis. Since the coronavirus pandemic began, construction on Gróska has progressed, though not without some hurdles. Hrólfur says there were challenges related to the import of both materials and workers: “For example, foreign workers came in to set up the handrails, and it was a challenge to figure out how to handle quarantine and everything.” ENTREPRENEURS AND INNOVATORS
Without question, the largest space in the building belongs to the gaming company CCP, which occupies the entire third floor. The company moved from their old location at Grandi to Vatnsmýri this summer. Originally, the plan was to move in February. Hrólfur says employees worked from home during the peak of the pandemic, and although some have returned to the office, no visitors are allowed. The University of Iceland and Gróska are currently discussing the possibility of the school’s computer science department having a space on the third floor in a sort of collaboration with CCP. This is a good example of one of Gróska’s other purposes, to connect the university to the job market more directly than before. Gróska will also house Iceland Design and Architecture (IDA), which is dedicated to promoting sustainable development built on design and architecture. Among other things, IDA works to strengthen design-driven innovation. DesignMarch is probably IDA’s most well-known project. “We’re very excited
25
STÚDENTABLAÐIÐ
um að flutningurinn muni marka upphafið að nýjum og mjög spennandi kafla í okkar starfsemi,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdarstjóri Miðstöðvarinnar, en stefnt er að flutningum í Grósku í lok október þegar skrifstofa þeirra verður tilbúin. Halla segir ástæðu flutninganna vera þá að Gróska er spennandi hús, þar sem Miðstöðin verður í sambýli við líflegt umhverfi frumkvöðla og nýsköpunar, „hönnun er tæki til breyt inga og nýsköpunar og það er mjög áhugavert fyrir okkur að vera í þeirri hringiðu sem verður í Grósku, þar sem við getum verið í samstarfi við, miðlað og tengt á milli skapandi greina og ólíkra hópa atvinnulífs og háskólaumhverfis“ segir Halla. Einnig mun hugbúnaðarfyrirtækið Planitor starfa í Grósku, en að því standa þeir Jökull Sólberg og Guðmundur K. Jónsson. Planitor er miðlægur grunnur og miðlun fyrir skipulags- og mannvirkjageirann. Jökull segir að þeir hafi valið Grósku, því það sé ódýrt og flott auk þess sem að það heilli að hafa World Class í sama húsnæði. Hann býst við að það muni verða stemning í húsinu, sem sé mikill kostur.
Á heimasíðunni groska.is má fræðast meira um bygginguna og starfsemina, en þar er einnig hægt spyrjast fyrir um laus athafnapláss.
to move, and we’re sure that this move will mark the beginning of a new and very exciting chapter for us,” says Halla Helgadóttir, IDA’s managing director. They plan to move at the end of October, once their office is ready. Halla says the reason behind the move is that Gróska is an exciting place, where IDA will be part of a lively community of entrepreneurs and innovators. “Design is a tool for change and innovation, and it’s very interesting for us to be in the whirlpool that Gróska will be, where we can collaborate with and form connections between creative industries and diverse groups from the labor market and the university community,” says Halla. Software company Planitor, owned by Jökull Sólberg and Guðmundur K. Jónsson, will also operate in Gróska. Planitor develops software for the urban planning and civil engineering sector. Jökull says they chose Gróska because it’s a great space and the rent is affordable, and it doesn’t hurt that there’s a World Class in the same building. He expects there will be a great atmosphere in the building, which is a major plus. Visit groska.is to learn more about the building or to inquire about available rental spaces.
Smásagnasamkeppni Stúdentablaðsins The Student Paper Short Story Contest Stúdentablaðið efndi til smásagnasamkeppni fyrir fyrsta tölublað skólaársins. Sögurnar áttu að vera 300–600 orð og þurftu að tengjast þemanu „Þrautseigja á óvissutímum“ á einn eða annan hátt. Smásagan „ Verkvit á tímum kólerunnar “ eftir Magnús Jochum Pálsson bar sigur úr býtum og hlýtur höfundurinn kaffikort í Hámu, gjafabréf á Stúdenta kjallarann, tvö þriggja skipta kort í Tjarnarbíó og afleggjara frá ritstjóra Stúdentablaðsins. Dómararnir voru Birnir Jón Sigurðsson, sviðshöfund ur og rithöfundur, Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður, og Matthías Tryggvi Haraldsson, leikskáld Borgarleikhússins 2020–2021. Stúdentablaðið óskar Magnúsi innilega til hamingju!
The Student Paper held a short story contest for the first issue of the school year. Entries had to be between 300 and 600 words and reflect the theme “Resilience in Uncertain Times” in one way or another. For his winning story, “Verkvit á tímum kólerunnar,” Magnús Jochum Pálsson has recevied a Háma coffee card, a gift certificate for the Student Cellar, two three-show passes to Tjarnarbíó, and a plant cutting from the editor. The contest was judged by set designer and author Birnir Jón Sigurðsson, author and librarian Kamilla Einarsdóttir, and Matthías Tryggvi Haraldsson, playwright with the Reykjavík City Theatre for 2020–2021. The Student Paper warmly congratulates Magnús Jochum Pálsson!
26
THE STUDENT PAPER
VERKVIT Á TÍMUM KÓLERUNNAR
Magnús Jochum Pálsson
Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt. Svo segja yfirmenn mínir. Nú þurfa allir að leggja sitt á vogarskálarnar. Því hefur stofnunin innleitt nýtt eftirlitskerfi til að há marka afköst. Starfsmenn fá vikulegan verkefnaskammt sem þeir verða að klára fyrir vikulok þegar eftirlitsmaðurinn kemur í heimsókn. Ég held varla í við þessa vikuskammta þeirra. Samt hef ég aldrei unnið jafn mikið og undanfarinn mánuð. Ég vakna við sólarupprás, borða grautinn minn og fer svo út að vinna. Dagurinn fer í að moka mold. Ég moka og moka þar til myrkrið skellur á. Þá hætti ég mokstrinum en held áfram að vinna. Fylli grafirnar með eins mörgum hjólbörum og ég megna að bera áður en ég örmagnast. Sendingarnar eru hættar að berast mér í svörtum bílum. Nú koma hvítir sendi ferðabílar með þær og sturta þeim við enda garðsins. Í síðustu viku ávítti eftirlits maðurinn mig. Þriðju vikuna í röð. Hann sagði að ég gæti ekki skilið við líkamsparta svona á víð og dreif. Bæði er mikil smithætta af þeim og svo er óþefurinn yfirgengilegur. Það verður að koma þeim jafnóðum í mold. Hann skilur ekki að það er hvorki auðvelt né skemmtilegt að skrönglast í myrkrinu með barmafullar hjólbörur af rotnandi líkamspörtum. Klukkan er tólf. Ég á eftir að grafa meira en sextíu grafir og eftirlitsmaðurinn kemur í fyrramálið. Það er ómögulegt að koma öllum þessum skrokkum í jörðina fyrir morgundaginn. Ég neyðist til þess að fela þá á meðan hann er í heimsókn. Sem betur fer veit ég um fullkominn felustað. Inni í miðjum kirkjugarðinum er stórt rjóður sem enginn veit af. Þar get ég geymt líkin þangað til mér dettur í hug betri lausn. Átta vikur eru liðnar frá því ég faldi fyrstu líkin. Síðan þá hef ég farið með hvern einasta skrokk sem mér hefur borist í rjóðrið. Fyrstu vikurnar var eftirlitsmaðurinn gríðarlega ánægður með mig en ég er hræddur um að hann sé farinn að gruna eitthvað. Í síðustu heimsókn spurði hann mig ítrekað hvernig ég færi eiginlega að þessu, hvernig mér tækist að viðhalda sama hraða þó svo að skammtarnir væru orðnir tvöfalt stærri. Ég yppti öxlum og nefndi aukna skilvirkni. Hann trúði mér ekki, ég sá það á honum. Skiljanlega vakna grunsemdir þegar nályktin er orðin jafn óbærileg og raun ber vitni. Þessa dagana sef ég ekkert. Þegar ég leggst á koddann finnst mér ég alltaf heyra í einhverjum læðast um garðinn. Í gær heyrði ég þrusk nálægt rjóðrinu og fór að kanna málið. Þar sá ég dökkklæddann mann sem leit út eins og eftirlitsmaðurinn að aftan. Í geðshræringu minni hóf ég skófluna á loft og barði hann af öllu afli í hnakkann. Hins vegar var þetta ekki eftirlitsmaðurinn heldur grafræningi sem ég hef rekist á nokkrum sinnum hér í garðinum. Ég fann ekki neinn hjartslátt svo ég henti honum inn í rjóðrið. Eftirlitsmaðurinn er á leiðinni til mín með lið manna. Hann segist ætla að fara yfir kirkjugarðinn gröf fyrir gröf til að athuga stöðuna á plássinu. Það er ekki satt. Hann vill komast að því hvað ég gerði og afhjúpa mig. En ég er tilbúinn og bíð hans. Í nótt eyddi ég restinni af sparnaðinum mínum í bensín sem ég er búinn að hella yfir kjötfjallið í rjóðrinu. Nú stöndum við saman og horfum á eldtungurnar sleikja himininn á meðan lyktin af grilluðu kjöti fyllir vit okkar.
SMÁSAGNASAMKEPPNI STÚDENTABLAÐSINS THE STUDENT PAPER SHORT STORY CONTEST
27
STÚDENTABLAÐIÐ
„Skelfilegt að reyna að æfa með 100 manns í Covid-aðstæðum“ “It’s Awful Trying to Practice with Over 100 People in COVID Times” GREIN ARTICLE Atli Freyr Þorvaldsson ÞÝÐING TRANSLATION Nico Borbély MYNDIR PHOTOGRAPHS Sædís Harpa Stefánsdóttir → Sophie Kass ↓
There's a group on the University of Iceland campus that keeps a low profile. Some of us may not know about them, while others have seen them perform on special occasions, such as graduations: they are the members of the University Choir. Greipur Garðarsson is the current president of the choir. Previously, he held other positions within the choir, including that of social director. We chatted a bit about the choir and how it has been affected during COVID times. This interview was conducted prior to the introduction of the stricter restrictions which are currently in place. 48 YEARS OF SINGING
The University Choir was established in 1972. About a hundred members are active in the choir as things currently stand, though this number often decreases as the semester progresses. As a blended choir, it is divided into soprano, alto, tenor, and bass vocal sections. The sections are fairly balanced this fall, at around 60/40 (S+A/T+B). Auditions are held at the beginning of every semester, but not just anyone is accepted. “We have a rule that we only accept new members who are at least 18 years old,” says Greipur. Current members range from 18–33 years of age. Greipur says that auditions went a little too well. “It’s awful to try to practice with over 100 members in COVID times, so we had to split the choir into smaller groups in addition to postponing our first practices.” When I asked Greipur about funding, he explains that the University funds the choir, “since we take part in official university events, celebrations, and things like that. We also get a bit of funding from Student Services (Félagsstofnun stúdenta), and we try to apply for other grants as well. We also charge a membership fee, but it will be much lower now since the things we normally spend the bulk of the fees on are no longer possible.” A DIVERSE GROUP WITH CLASSIC CHOIR SONGS
Innan veggja háskólans er hópur fólks sem lætur lítið fyrir sér fara. Einhver okkar vita ekki af þeim en sum hafa séð þau einstaka sinnum. Þessi hópur kemur fram við útskriftir sem og aðra viðburði; þetta, er Háskólakórinn. Greipur Garðarsson er stjórnarformaður kórsins, en áður sinnti hann m.a. hlutverki skemmtanastjóra. Við spjölluðum sitthvað um kórinn og hvernig Kófið hefur komið við hann. Viðtalið fór fram fyrir hertar aðgerðir í samfélaginu. SUNGIÐ Í 48 ÁR Háskólakórinn hefur verið starfandi frá árinu 1972. Rúmlega 100 manns eru í kórnum eins og er, en sú tala lækkar oftast eftir því sem líður á.
“We repay Neskirkja, the church where we practice, by singing at Mass. People differ greatly in terms of their religious beliefs, but everyone takes part without issue. Skúli, the minister at Neskirkja, is a great speaker and has very modern views on religion, which I very much appreciate,” says Greipur when asked about the choir’s song choices. He adds, “our conductor Gunnsteinn is a very ‘classic’ man. He says we shouldn’t touch gospel music; the one and only time we tried, the choir had to say no. We have also been trying to take song recommendations from choir members.” Greipur says that most of the songs are in Icelandic, with very few of them falling outside this classical circle. The choir’s members come from many different corners of society, but all share a talent for singing and a love of having fun. “Many people in the choir are already working. It’s definitely not exclusive to university students. Just like me, I’m not a student anymore. Once there was a man who was in the
28
THE STUDENT PAPER
Eins og blönduðum kór sæmir er honum skipt upp í raddir; Sópran, alt, tenór og bassa. Skiptingin er nokkuð jöfn þetta haustið, eða 60/40 (S+A/T+B). Inntökuprufur eru haldnar bæði að hausti og að vori, í byrjun h verrar annar, en það kemst ekki hver sem er í kórinn, „Við erum með reglu að við tökum bara inn 18 og eldri,“ segir Greipur, en aldur núverandi kórmeðlima er á bilinu 18–33 ára. Greipur segir inntökuprufurnar hafa gengið of vel. „Það er skelfilegt að reyna að æfa með 100 manns í Covid-aðstæðum, þannig að við höfum þurft að brjóta hópinn niður í minni hópa, einnig þurfti að fresta fyrstu æfingunum.“ Þegar ég spyr Greip um styrki og aðrar fjármagnanir segir hann að HÍ styrki kórinn „því við tökum þátt í athöfnum og svona. Við fáum líka lítinn styrk frá FS (Félagsstofnun Stúdenta) og reynum að sækja um fleiri. Það er samt alveg kórgjald inn í kórinn. Það verður lægra núna, vegna þess að það sem við myndum eyða honum í er ekki hægt að gera.“ FJÖLBREYTTUR HÓPUR EN KLASSÍSK KÓRLÖG „Við borgum aðstöðuna okkar í Neskirkju með því að syngja í m essum. Fólk er alls staðar í trú, en það tekur þátt, ekkert vandamál. Skúli, prest ur í Neskirkju, er mjög góður ræðumaður, hann hefur mjög nútíma legar skoðanir varðandi trú og ég kann mjög mikið að meta það,“ segir Greipur aðspurður út í lagaval kórsins, en bætir við „Sko Gunnsteinn [kórstjóri] er mjög „klassískur“ maður. Hann segir að við eigum ekki að snerta gospel; eina skiptið sem við reyndum, þurfti kórinn að segja nei við því. Við höfum samt verið að reyna að fá meðmæli frá kórmeðlimum um lög til að syngja.“ Greipur segir að flest kórlaganna séu íslensk og fá lög sem fari út fyrir þennan klassíska hring. Í kórinn kemur fólk úr ólíkum hornum samfélagsins sem öll eiga það sameiginlegt að syngja vel og hafa gaman. „Það eru margir í kórnum sem eru komnir á vinnumarkað, kórinn er ekki bara fyrir háskólafólk. Eins og ég, ég á ekkert að vera þarna lengur. Það var til dæmis einn sem var í kórnum í alveg 12 ár, hann er málari, fór aldrei í háskólann. Þannig að þetta er svolítið opið!“ Meirihluti meðlima eru þó stúdentar við HÍ, en einnig eru einhverjir úr HR og LHÍ. Þá mynda skiptinemar góðan hluta hópsins. „Við fáum vanalega mjög mikið af skiptinemum í kórinn, myndi kannski segja 30–40% af honum eru oftast skiptinemar eða þá erlendir einstaklingar sem eru fluttir hingað. Það er skemmtilegt hvað þetta er allskonar!“ segir Greipur. Þá segir Greipur það ekki vandamál að syngja á íslensku, þrátt fyrir að stór hluti kórsins séu skiptinemar. „Það er alltaf einn einstaklingur í kórn um með titilinn Framburðarmeistari, sem hjálpar skiptinemunum með íslenskan framburð. Það hafa ekki allir áhuga á að læra íslensku, en þeir sem leggja vinnu í það ná ágætis árangri.“ Þá fari æfingar oftast fram á íslensku, en það sé heldur ekki til fyrirstöðu. „Skiptinemarnir eru fljótir að læra lykilorðin sem hann notar til að skilja hvað hann er að biðja um.“ GETA SUNGIÐ, LIFAÐ, LEIKIÐ SÉR... Ólíkt mörgum kórum, hefur Háskólakórinn þann eiginleika að vera rekinn af kórmeðlimunum sjálfum, en ekki kórstjóra. Auk þess að stjórna söngnum, sér kórstjórinn um viðburði og annað utanumhald. Greipur sér meðal annars um að stýra fólki í verkefni. „Á venjulegu kórári, sem er ekki núna, þá höfum við stóra tónleika á haustin, erum líka með jóla- og vortónleika. Förum oft til útlanda að vori til og syngjum þá vanalega á viðburðum og tökum þátt í keppnum. Áður en ég byrjaði var það annað hvert ár, en síðan eftir að ég byrjaði hefur það verið á hverju ári. Svo syngjum við líka í útskriftunum, en það kemur fyrir að við syngjum á öðrum atburðum, en það er óvenjulegt.“ Ekki nóg með að það sé mikið að gera í söngstarfi, þá hefur félagsstarfið líka verið stór partur af kórnum. Í raun mætti segja að það sé nemendafélagsbragur yfir kórstarfinu, en Greipur segir einmitt að margir hafi sleppt því að taka þátt í nemendafélaginu sínu vegna nægs
„SKELFILEGT AÐ REYNA AÐ ÆFA MEÐ 100 MANNS Í COVID-AÐSTÆÐUM“ “IT’S AWFUL TRYING TO PRACTICE WITH OVER 100 PEOPLE IN COVID TIMES”
choir for 12 years. He’s a painter and never went to university. So it’s quite open!” But the majority of the choir’s members are University of Iceland students, with a few additional members from the University of Reykjavík and Iceland University of the Arts. Exchange students also make up a good chunk of the group. “We usually get quite a few exchange students in the choir – I’d say normally maybe 30–40% are exchange students – in addition to international students who have moved here longer term. It’s amazing how diverse it is!” says Greipur. He adds that singing in Icelandic is no problem at all, though a considerable part of the group is comprised of exchange students. “There’s always one member of the choir with the title Master of Pronunciation, who helps the non-Icelandic-speaking exchange and international students with Icelandic pronunciation. Not everyone is interested in learning Icelandic, but those who put in the effort achieve excellent results.” Practices are typically run in Icelandic, but this is no obstacle either. “The exchange students are quick to pick up on the key words Gunnsteinn uses and understand what he’s asking of us.” TO SING, LIVE, HAVE FUN....
Although the conductor helps with organising events and has other management responsibilities, the University Choir is run fundamentally by its own members themselves. Among other things, Greipur guides people’s participation in various projects. “In a normal year, which this one isn’t, we have a big concert in the fall, in addition to smaller, lower-key Christmas and spring concerts. We often travel abroad in the spring to take part in large international choral events and competitions. Before I joined the choir, we traveled abroad every other year, but since I joined it has been every year. We also sing at the University’s graduation ceremonies as well as other, more occasional events.” Aside from being very active in musical events, social life is also a key aspect of the choir. In fact, it can be said that there is a distinctly student association-like feeling to the choir’s social life. Greipur says that many members have stopped participating in their respective student associations due to the choir’s active and dynamic social atmosphere. “It’s hard to have choir parties this year, but usually we have newbie parties at the beginning of each semester, a Halloween party, two general meetings where we also have a lot of fun, an annual gala in the spring, and a camping trip as well.” Every semester, a choir camp is organized over a specific weekend, where members travel out of town to practice and have fun. THESE ARE HARD TIMES…
The COVID-19 pandemic has extensively affected all parts of society, and the country’s choirs are no exception. Many choirs have cancelled concerts and rehearsals, often due to the advanced ages of their
29
STÚDENTABLAÐIÐ
félagsstarfs í kórnum. „Það er erfitt að halda kórpartý í ár, en venjulega erum við með nýliðapartý, hrekkjavökupartý, skemmtum okkur líka á aðalfundunum sem eru tveir, svo erum við með árshátíð alltaf á vorin, erum með útilegu líka.“ Þá fari kórinn líka í æfingabúðir á hverri önn, þar sem ein helgi er tekin í æfingar og skemmtun. ÞAÐ ERU ERFIÐIR TÍMAR... Covid-19 faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif í samfélaginu og þar eru kórar landsins ekki undanskildir. Einhverjir þeirra hafa fellt niður tónleika og æfingar, þá oft vegna hás aldurs meðlima. Hvernig er staðan hjá hinum unga Háskólakór? „Í vor, þegar þetta byrjaði, þá þurftum við að fella niður allar æfingar. Svo þegar ástandið róaðist gátum við verið með nokkrar æfingar fyrir útskriftina [í júní sl.] og sungum svo þar. Við vorum með plan um að fara til Skotlands um sumarið en þar fór allt niður,“ segir Greipur. Kórinn hefur prófað að æfa hverja rödd fyrir sig en Greipur hefur líka skipt kórnum upp í tvo litla kóra „þar sem ég er t.d. búinn að tengja saman fjölskyldumeðlimi, fólk sem býr saman, fólk sem er í sambandi, til að minnka líkur á krosssmitum.“ Að lokum spurði ég Greip út í plön kórsins á næstunni, en eins og við mátti búast voru þau óljós. „Við færðum hugmyndina að halda stóra tónleika á haustönn fram í lok vors, en við verðum bara að sjá hvort það gangi upp eða ekki. Í staðinn ætluðum við að reyna að taka eitthvað upp núna að hausti. Svo getur alltaf gerst að fólk fer að smitast inni og þá erum við komin í einangrun.“
Meira um Háskólakórinn má finna á vefsíðunni kor.hi.is, en einnig á Facebook, Instagram og svo má hlusta á hann á Spotify.
members. What about the University Choir, with its much younger membership? “When the pandemic started in the spring, we had to cancel all our practices. When things calmed down, we were able to have a few more practices before graduation in June, and then sang at the ceremony. We had been planning a trip to Scotland over the summer, which was of course cancelled as well.” Recently, the board has tried to split the choir into separate vocal sections for some practices, with Greipur additionally splitting the groups up into two smaller, blended choirs, “where, for example, I’ve grouped family members, people who live together, couples, and so on, in order to reduce the risk of cross-contamination.” Finally, I asked Greipur about the choir’s plans for the near future, but as expected, they are unclear. “We postponed our plans for a big concert in the fall semester until the end of spring, but we’ll just have to see if it works out or not. We thought about trying to record something this fall instead. Then it could always happen that someone in the group gets infected and we have to go into isolation.” You can learn more about the University Choir at kor.hi.is, as well as on Facebook and Instagram. You can also stream the choir’s music on Spotify.
Zooming in: ARTICLE Kevin Niezen Contributed photos
Teaching in the Times of Covid-19
When you think of a world turned upside-down, the first images that might pop into your mind are economic crises, natural disasters, violent protests, and perhaps the looming deadline of a final paper. Of all these possible end-of-your-world scenarios, a deadly pandemic caused by a microscopic agent of Hell appears almost unthinkable. Yet, here we are. It has taken the internet fifty years to alter the state of our reality; it took Albert Einstein ten years to discover the theory of relativity and to warp space and time for the entire human race; and it took the Beatles eight years of hard day’s nights, yellow submarines, and twists and shouts to dramatically redefine the reality of our culture; alarmingly, although quite impressively, it took the coronavirus a single month
to accomplish all of the above, and more. To restrain the coronavirus from expanding faster than Will Ferrel’s Húsavík song, universities in Iceland have implemented a Covid-19 response strategy based on the Chief Epidemiologist’s safety guidelines and regulations. The result has been that the majority of teaching is being conducted online through an arrangement of virtual discussions and pre-recorded lectures. As expected, this has brought forth a rising case of people wearing their pajamas more often, or talking about their cats (and, why not, the present state of their plants), or their children making a cameo appearance as surprising as Bill Murray in Zombieland (SPOILER ALERT). But if you thought these were obstacles of
30
THE STUDENT PAPER
the most aggravating nature, wait until you find out about the previously-unknown horrors of terrible computer audio. At their least annoying, these microphone hazards have the potential to unnerve the nervous system as much as the deafening, metallic rumbling of lawn mowers early in the morning; at their absolute worst, I am afraid the drowning audio can be as disturbing and horrifying as Iceland’s erratic weather forecast. We are happy to report, however, that not all is as gloomy as it sounds. In challenging times, teachers at the university have adapted to the circumstances and shown great resilience and leadership. From the warm confines of our rooms, with the sweet background noise of cats, pouring rain, or whatever our cohabitants might be up to at the moment, we spoke with two teachers from the University of Iceland about the effects of virtual teaching during this pandemic. Margrét Ann Thors is a sessional teacher at the University of Iceland for the Faculty of Languages and Cultures. Nikkita Hamar Patterson is a PhD student in English (on “Extreme Cinema”) and a sessional teacher for the English and Film Studies departments. She reminded us that “teachers of HÍ want the best for their students and are putting considerable effort into making education safe and accessible. I also see that students want the best for their classmates as well, and are putting in considerable effort. This is a collaboration. We should celebrate it.” KN Some of you have offered students the opportunity in the past to take your courses as distance education. How does it feel to have the entire classroom move into an online realm? NHP It’s a different experience, but I like to look at it as a creative opportunity in exploring different ways to communicate to students and inspire different types of interaction and connection. MAT I have not found the transition to be too difficult. I incorporate a live discussion session on Zoom into each of my classes, which makes a big difference, I think. I feel I know the students who join the live discussion session much better than I know the purely distance students. Also, from a logistical and technological standpoint, I much prefer to record mini-lectures ahead of time as opposed to recording entire in-class sessions for distance students. KN In your personal opinion, do you think this new arrangement is detrimental to students – say, the majority who favor inclass discussions – as opposed to those who are shy and not very comfortable communicating in public, or large groups? NHP In my opinion, this is a very negative question! Online or in-class, students are still and always have been individuals, not a homogenous entity. Everyone is different with their own strengths, their own challenges, and their experiences. One challenge of a classroom might be a success online and vice versa. MAT As indicated above, live discussions are still a big part of my courses. I think students who tend to be shy/hesitant to speak in the classroom seem to have an easier time participating on Zoom. I also like that I’m able to randomly scramble students into different Zoom break-out rooms so they speak with new classmates every week. KN What were some of the challenges in the spring, when you had to suddenly switch to online teaching, compared to the fall, when you were relatively aware that meeting restrictions would favor online teaching? NHP I was very lucky in the spring with my class. Like I said, students are individuals, and it was so lovely to see a group of
ZOOMING IN: TEACHING IN THE TIMES OF COVID-19
Nikkita Hamar Patterson
Margrét Ann Thors
individuals choosing to work together through some unpredictable circumstances. My belief with education is that one will get back what they put into it. It takes effort, self-awareness, and optimism to work together. I was really proud of their positive attitudes and flexibility, and it showed in their work all the way to the end. Admittedly, we had Tiger King to help lighten the mood. MAT I was on maternity leave in the spring, so I can’t answer this question fully. But I will point out that I was only given about a week’s notice in August that we were moving online for the fall semester. During the summer, I assumed (perhaps naively) that I would be teaching in person. KN Lastly, do you see online teaching as the future of education? Do you see a future where most lectures will be delivered online? NHP There have been so many signs that this was the direction we were going. Covid naturally sped up the transition, based on our needs and objectives shifting towards safety, outweighing our practiced tradition. I do not think that is a bad thing. The world is a very gloomy place right now, but if we look to history, we see that progress came out of hardship. Going online addresses and adjusts to a lot of our own global and social issues from climate change to the accessibility of higher education. We are on the tipping point of something big. I don’t know what it looks like yet or what it will become, but this is an opportunity to mold it into something truly special. MAT Well, I wouldn't be surprised. In many ways it’s more efficient, save for the inevitable technological glitches every now and then. It’s cool that Icelandic students living abroad – Denmark, Sweden, etc. – are still able to study “at” HÍ and participate in live discussions. But I think as education continues to move more and more online, professors will need to become much more creative and tech-savvy in order to compete with online content creators who deliver the same material in super engaging and user-friendly ways. Finally, I’ve always considered the atmosphere and energy of college campuses to be very enlivening and intellectually stimulating, so I hope there continues to be a place for in-person dialogue, research, and exchange of ideas.
31
STÚDENTABLAÐIÐ
Ertu að flytja?
EKKI GLEYMA STUÐINU! Passaðu að gleyma ekki stuðinu í flutningunum og mundu að taka Orkusöluna með á nýja heimilið. Komdu í viðskipti á orkusalan.is
32
THE STUDENT PAPER
Tyggjóið burt! VIÐTAL INTERVIEW Karitas M. Bjarkadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers Hólmfríður María Bjarnardóttir MYND PHOTO Tyggjóið burt á Facebook
Gum, be gone! Mörg hafa eflaust rekið upp stór augu í sumar þegar þau sáu mann á áttræðisaldri þeysast um bæinn á rafskutlu, í gulu vesti og með einhvers konar skrítna ryksugu á bakinu. Tyggjóklessubaninn, eins og sumir kalla hann, sat fyrir svörum Stúdentablaðsins, sem gat ekki beðið eftir að fá að kynnast þessum áhugaverða manni, sem setti sér það markmið að hreinsa sem flestar tyggjóklessur af gangstéttum og götum miðborgarinnar á 10 vikum. KMB Geturðu sagt Stúdentablaðinu frá þér, í stuttu máli? (Nafn, aldur, menntun/starfsferill og áhugamál, t.d.) GÓ Guðjón Óskarsson heiti ég, og er sjötugur. Ég hef verið í skóla lífsins bara, ég fór ungur að vinna og hef verið minn eigin herra allt mitt líf, mitt eigið fyrirtæki. Ég hef unnið í ýmsum störfum, meðal annars á Spáni og það var þar sem ég reyndi þetta fyrst fyrir mér, að þrífa tyggjó. En það tókst ekki, það var vitlaust ár. Ég var þarna haustið 2008 og það bara gekk ekki. KMB Hvað kom til að þú settir þér það markmið að hreinsa sem flestar tyggjóklessur í Reykjavík á 10 vikum? GÓ Við ræddum það fram og til baka, ég og bróðir minn sem ég bý með. Við veltum því mikið fyrir okkur hvað ég myndi gera þegar ég var búin að missa vinnuna, sem sneri að markaðsmálum í hótelgeiranum, því mig langaði að gera eitthvað, og það átti að vera uppbyggjandi fyrir mig sjálfan. Og það átti að vera eitthvað jákvætt. Þá datt okkur í hug að rifja upp tyggjóhreinsunina, það myndu allir verða ánægðir með það, sérstaklega ef ég gerði það á eigin vegum. Og það varð úr og ég setti mér þetta markmið að taka eins mikið af tyggjóklessum á 10 vikum og ég gæti. Brynjólfur sonur minn sá svo um samfélagsmiðlana og gerði það mjög vel, hélt verkefninu lifandi og birti myndir og fleira á hverjum degi. KMB Afhverju tyggjó?
Many people were probably surprised this summer by the sight of a seventy-something man cruising around town on an electric scooter, wearing a yellow vest and carrying some sort of strange vacuum cleaner on his back. The Gum Slayer, as some call him, spoke with a journalist from the Student Paper, who couldn’t wait to meet this interesting man, who set out to clean as many wads of gum as possible off the streets and sidewalks of downtown Reykjavík in 10 weeks. KMB
Can you briefly tell the Student Paper a little about yourself? (Name, age, education/career, hobbies) GÓ My name is Guðjón Óskarsson and I’m 70 years old. I attended the University of Life. I started working at a young age and have been my own master my entire life, my own business. I’ve held various jobs, including in Spain, and it was there that I first tried cleaning gum. But it didn’t work out then; it was a crazy year. I was there in the fall of 2008 and it just didn’t work out. KMB What made you decide to clean as many wads of gum as possible off the streets of Reykjavík over the course of 10 weeks? GÓ We went back and forth about it, me and my brother, who I live with. We spent a lot of time thinking about what I would do when I lost my job, which involved marketing in the hotel industry,
33
STÚDENTABLAÐIÐ
GÓ Sko, mér hefur alltaf fundist þetta svo ljótt og er illa við að sjá þetta. Þegar ég bjó á Spáni og fékk hugmyndina fyrst úði og grúði af þessu og af því að það rignir svo lítið þar festist sótið af bílunum auðveldlega við tyggjóklessurnar og þær verða svartar. Aftur á móti eru þær líka áberandi hér á Íslandi af því það rignir svo mikið og þær haldast hvítar og stinga í stúf við malbikið. KMB Hvernig nær maður tyggjóklessum af götunni? GÓ Ég er með batterísdrifið tæki og í því er vökvi sem tækið hitar upp í 100 gráður og vökvinn, sem er umhverfisvænn, og hitinn leysir upp tyggjóið og það fer í burstann. Ef það er nikótíntyggjó verð ég að losa mig við það í niðurfall eða ruslatunnur. Nikótíntyggjóið er öðruvísi en annað að einhverju leyti sem ég þekki ekki alveg deilin á, en verður til þess að það leysist ekki eins auðveldlega upp og verður að mauki og verður bara eins og grautur sem ég get hrært í. Efnablandan er eitthvað öðruvísi, þetta er ekki jafn gúmmíkennt. Ég hreinsaði einmitt Skólavörðustíginn í annað sinn um daginn og þetta var langmest nikótíntyggjó. KMB Hvernig er vinnudagur tyggjóklessuhreinsarans? GÓ Hann er frá 11 til sirka 4–5. Fjórir til fimm tímar, batteríið endist í um það bil fjóra og hálfan. Ég gerði samning við borgina sem hljóðar upp á fjóra tíma á dag en mér finnst ágætt að vinna stundum aðeins lengur til að eiga inni frítíma þá daga sem ég sé ekki fram á að komast út í október og nóvember. KMB Hvernig gekk þér að fá styrki og út á hvað gengur þessi samningur sem þú nefndir? GÓ Styrkirnir voru bara þessar 10 vikur sem verkefnið sjálft var í gangi. Ég leitaði til fyrirtækja því það er töluverður kostnaður í vökva num og burstunum, ég fer í gegnum tvo til þrjá bursta á dag og 6 lítra
TYGGJÓIÐ BURT! GUM, BE GONE!
because I wanted to do something, and it needed to be edifying/rewarding for me personally. And it had to be something positive. So we had the idea to revive the gum cleaning business. Everyone would be happy about that, especially if I did it of my own accord. I gave myself the goal of removing as many wads of gum as I could in 10 weeks. My son Brynjólfur was in charge of social media and did a great job with it. He kept the project alive and shared pictures and such every day. KMB Why gum? GÓ Well, I’ve always thought it’s so ugly and hated seeing it. When I lived in Spain and first had the idea, it was everywhere, and because it rains so little there, the exhaust from the cars sticks to the wads of gum and turns them black. On the other hand, they’re also really visible here because it rains so much that they stay white and are easy to see against the black pavement. KMB How does one clean gum off the street? GÓ I have a battery-powered device that contains a liquid that the device heats up to 100 degrees and the liquid, that is environmentally friendly, and the heat dissolve the chewing gum and it goes into the brush. If it's nicotine gum, I have to get rid of it in a drain or trash can. The nicotine gum is different from other gum in a way I can’t quite wrap my head around, but it doesn’t dissolve as easily but rather becomes mush and turns into a porridge that I can stir. The mixture is somewhat different, it is not as rubbery. I cleaned Skólavörðustígurinn for the second time the other day and it was mostly nicotine gum. KMB How would you describe the working day of a chewing gum cleaner? GÓ It is from 11 to cirka 4–5. Four to five hours, the battery lasts for about four and a half. I have a contract with the city for four hours a day, but sometimes I work longer hours to have free time on those days in October and November when I don’t expect to be able to make it outside. KMB How did gathering grants go and what does the contract you mentioned entail? GÓ The grants were only for the ten weeks the project was ongoing. I talked to companies because the the liquid and brushes are quite expensive, I go through two to three brushes and around six liters of the liquid. So, the cos was quite high, besides the million the device costs. Gathering grants went well and now I am on contract with the city everything is going well. I am contracted for two months of employment, in october and november, four hours a day, KMB How was the public’s reaction? GÓ They were incredible! It is extremely rewarding and there is a lot of positivity! Strangers strike up conversations with me to tell how happy they are with what I am doing, so that is a really fun! KMB Are you planning to repeat the project next year, or do you think it will grow in size? GÓ Well, now I have new goals. I hope I will get
34
THE STUDENT PAPER
af v ökvanum. Kostnaðurinn er semsagt mikill, fyrir utan milljónina sem tækið sjálft kostaði. Það gekk vel að fá styrki og núna þegar ég er kominn á samning hjá borginni þá næst þetta allt saman. Samningurinn hljóðar sem sagt upp á tveggja mánaða vinnu, fjóra tíma á dag í október og nóvember. KMB Hvernig voru viðtökur almennings? GÓ Þær voru alveg ótrúlegar. Þetta er svo svakalega gefandi og já kvæðnin er svo mikil. Ókunnugt fólk kemur að máli við mig til að segja mér hvað þau eru ánægð með það sem ég er að gera þannig að þetta var rosalega gaman. KMB Sérðu fyrir þér að endurtaka leikinn að ári liðnu eða að verkefnið stækki í umgjörð? GÓ Já, sko, núna hef ég ný markmið. Ég vona að ég fái aftur samning hjá borginni til að viðhalda þessum götum sem ég hef verið að hreinsa og bæta fleirum við. Borgin er samt ólíkleg til að vilja fara í götur eins og t.d. Baldursgötu, Öldugötu eða Ránargötu sem hafa ekki verið hreins aðar í áratugi. En mig langar að fara með þetta lengra og reyna bara að hafa tyggjólaust 101 fyrir 1. júlí 2021. Það er markmiðið. Það verður auð vitað aldrei alveg tyggjólaust, en ef ég myndi bara eyða síðustu vikunni í að fara allar götur 101 þá verða alveg pottþétt ekki margar tyggjóklessur rétt eftir á, og þá næ ég þessu næstum því tyggjólausu. Vonandi vekur það aftur athygli og fær fólk til þess að tala um þetta og ef að Reykja víkurborg fer ekki út í þessar götur sem ég tók dæmi um áðan þá gæti ég til dæmis bara boðið metrana út. Þannig fólk gæti t.d. bara keypt 10 metra af tyggjólausri Bárugötu og borgað 1.000 fyrir, eitthvað svoleiðis. KMB Hvar var mest af tyggjóklessum? GÓ Það eru svæði svona út frá Laugaveginum sem hafa verið mjög slæm. Ingólfsstræti niður að Hverfisgötu er mikill gangvegur inn í skemmtanalífið, Þingholtsstrætið og þessar hliðargötur. Bergstaða strætið frá Laugavegi að Skólavörðustíg var mjög slæmt. Ingólfsstræti hægra meginn frá Bankastræti og alveg niður að Spítalastíg var ég með keppni á Facebook síðunni um hver gæti giskað á fjölda tyggjóklessa. Ég byrjaði klukkan tíu og klukkan sjö minnir mig að þær hafi verið eitt hvað um 700. Á Smiðjustíg, sem er nú ekki löng gata, voru eitthvað um 600. Þetta var rosalegt. KMB Hlustarðu á eitthvað á meðan þú vinnur? GÓ Já, ég hef verið svolítið að hlusta á hlaðvörp. Undanfarið hef ég hlustað svolítið á hann Sölva Tryggva og svo Í ljósi sögunnar með Veru Illugadóttur. Þetta finn ég allt saman á Spotify, mér finnst skemmtilegra að hlusta á talað mál en tónlist. KMB Kom eitthvað þér á óvart í þessu ferli? GÓ Nei, ég var nefnilega alveg búinn að mála skrattann á vegginn. Ég var alveg kominn með varnarræðuna tilbúna ef ég þyrfti eitthvað að fara að rífast við Reykjavíkurborg um hvort ég mætti hreinsa þeirra götur og gangstéttir. Ætlaði að benda á ruslaplokkarana og allt. En svo var þetta bara ekkert mál. Yfirmaður þessara mála hjá Reykjavíkurborg hringdi svo í mig á öðrum degi og þakkaði mér fyrir það sem ég væri að gera og spurði hvort hann gæti gert eitthvað fyrir mig. Og ég sagði að hann mætti gjarnan gefa mér undanþágu frá gjaldskyldu í bílastæðunum, því á þessum tímapunkti var ég búinn að borga um 1.800 krónur í bílastæði á tveimur dögum. Þannig allt það versta sem ég hafði undirbúið mig undir fór á besta veg. En það sem kannski kom mér á óvart var það hvað mér var tekið ótrúlega vel. Hopp skutluleigan styrkti mig til dæmis og þá gat ég lagt langt í burtu og skutlast um bæinn til að hreinsa, sem sparaði mér sporin. Svo kom mér reyndar líka smá á óvart hvað það var mikið af tyggjóklessum, þótt ég hafi gert vettvangskannanir fyrst.
another contract with the city to maintain the streets I have been cleaning and later add some more. It is unlikely that the city will want me to clean streets like for instance Baldurgata, Öldugata, or Ránargata, that have not been cleaned for decades. But I want to go further and try to make 101 Reykjavík gum-free by July 1, 2021. That is the goal. Of course, it will never be completely gumfree, but if I would spend the last week going to all the streets in 101 I bet there would not be many wads of gum there right afterward, then I would be close to having it gum-free. I hope the project will raise awareness and get people talking, so if the city does not want to clean those streets I mentioned I could take bids for those meters. People could, for instance, buy ten meters of a gum-free Bárugata for 1000 KR. KMB Where were the most wads of gum? GÓ The streets close to Laugavegur have been really bad. Ingólfstræti leading down to Hverfisgata is a busy pathway to the party-scene, Þingholtsstræti, and those sidestreets. Bergstaðastræti from Laugavegur to Skólavörðustígur was really bad. I had a challenge on my Facebook page, on who could guess how many wads of gum I would clean on Ingólfsstræti to the right and all the way down to Spítalastígur. I started at ten o’clock and finished around seven, and there were around 700 wads. Smiðjustígur, which is not a long street, had around 600. That is an awful lot. KMB Did you listen to something while you work? GÓ Yes, I have been listening to podcasts. Lately, I have been listening to Sölvi Tryggva and Í ljósi with Vera Illugadóttir. I find all of this on Spotify, I prefer spoken word to music. KMB Did anything about the process surprise you? GÓ No, I had already imagined the worst. I even planned a defense speech if I needed to start an argument with the City of Reykjavík about whether I could clear their streets and sidewalks. Even planned to refer to the garbage pluckers. But it was a piece of cake. I got a phonecall from Reykjavík’s head of these affairs where he thanked me for what I was doing and asked if he could help me in any way. And I told him I would appreciate an exemption from the parking fee because at that point I had already paid around 1,800 ISK for two days of parking. So everything I thought would go badly turned out great. But what perhaps surprised me was how incredibly well I was received. I was, for example, sponsored by Hopp, an electric scooter company, so I was able to park far away and could shuttle around town, which saved me some steps while cleaning. It also surprised me how much chewing gum there was, even though I had done field research before starting the project.
TYGGJÓIÐ BURT! GUM, BE GONE!
35
STÚDENTABLAÐIÐ
NEMAKORT STRÆTÓ
STRÆTÓ Í SKÓLANN
4.517 KR. / MÁN.
FULLT VERÐ 54.200 KR.
36
STRÆTÓ.IS
THE STUDENT PAPER
Einsemd á tímum Covid Síðustu vikur og mánuði höfum við eytt fleiri stundum ein en við ættum öllu jafna að venjast. Eins og hendi væri veifað var okkur, félagsverunum, falið það verkefni að halda okkur frá öðrum og helst að vera sem mest heima. Við fórum frá því að þjóta á milli staða, hvort heldur sem það var í og úr skóla eða vinnu, á fundi, íþróttaæfingar eða afmæli, yfir í að eyða stærstum hluta vikunnar heima við. Sumir í faðmi fjölskyldu, aðrir með meðleigjendum og hinir hreinlega einir. Áður fól dagleg rútína í sér mikil félagsleg samskipti, en nú hefur henni verið skipt út fyrir verkefni sem við eigum öll miserfitt með að sinna; einsemd. HINN HRAÐI HEIMUR Því er ekki hægt að neita að við lifum í mjög hröðu sam félagi. Oft er eins og dagarnir bókstaflega þjóti frá okkur og þó við séum í óðaönn að krossa hluti af verkefnalistanum virðist hann bara lengjast eftir því sem tímanum líður. Við þeytumst milli verkefna og viðburða og berjumst við að ná taki á því álagi sem á okkur er lagt. Vegna Covid eru margir af þeim viðburðum þó ekki í boði og getum við litið á þennan tíma sem tækifæri til að hægja aðeins á og njóta þess að þurfa ekki að vera á nokkrum stöðum í einu. Að fá smá pásu frá þeirri tilfinningu að þurfa alltaf að vera gera eitthvað áhugavert til að fá samfélagslegt samþykki. Það er nefnilega svo að við lifum í samfélagi þar sem einsemd er litin nokkuð neikvæðum augum og einstaklingar sem kjósa frekar föstudagskvöld uppi í sófa, fá þá tilfinningu að þeir séu ekki að standa sig. Því helst eigum við að eyða helgunum í bústað með öllum vinunum eða klífa fjöll með gönguhópnum, ekki að hanga heima. Þessi tími kann þó að hafa eilítið jákvæðari áhrif á einhverja, því ekki höfum við öll jafn mikla þörf á mannlegum samskiptum og mörgum þykir hreinlega gott að fá loksins að vera í einsemd. Að þurfa ekki að koma með afsakanir fyrir því að vilja eyða helginni heima við. Aðrir forðast hins vegar einveru eins og heitan eldinn og leita stanslaust í félagsskap annarra. Þá eru samfélagsmiðlar vinsæl lausn til að halda samskiptum við vini, fjölskyldu og vinnufélaga, sérstaklega á tímum sem þessum. Þeir gefa okkur tilfinn ingu um samfélagsleg tengsl og geta því minnkað þann einmanaleika sem fleiri finna fyrir nú eða áður. Önnur að ferð er hins vegar er að leitast eftir núvitund og hreinlega að læra að vera ein.
GREIN ARTICLE Selma Kjartansdóttir
HVAÐ ER EINSEMD Einsemd er að vera sátt við einveru, eða sú hæfni að vera okkar eigin félagsskapur án þess að sækjast eftir utanaðkomandi samskiptum. Það er nefnilega ekki sama sem merki milli þess að vera einn og einmana, en það er aftur á móti hæfileiki að vera einn án þess að vera einmana. Einsemd getur hjálpað okkur að staldra við og hætta að sækjast eftir samþykki og athygli annarra. Þegar við erum ein, leyfum við okkur að vera við sjálf og við fáum tækifæri til að vinna í sjálfsmynd okkar og móta hana eftir eigin hugmyndum, en sjálfsmynd mótast að miklu leiti út frá því hvernig við höldum eða viljum að aðrir sjái okkur. Einnig er einsemd mikilvæg fyrir sköpunarferlið. Það er engin tilviljun að við fáum oft bestu hugmyndirnar þegar við liggjum uppi í rúmi og reynum að sofna, eða af hverju rithöfundar sækj ast eftir að vera í einrúmi þegar þeir vilja skrifa. Einsemd opnar á skapandi hugsun og veitir okkur einnig rými til að endurhugsa atburði og aðstæður sem við annars myndum ekki gera. EINSEMD Í DAGLEGU LÍFI Þó flestir myndu líklega vilja taka upp þráðinn fyrir tíma Covid og halda áfram með sinn vanagang, þá er eitt og annað sem við getum tileinkað okkur meðan ástandið er eins og það er. Í stað þess að taka upp símann um leið og það kemur smá dauð stund, til þess eins að fletta gegnum líf annarra á samfélagsmiðlum, þá getum við einbeitt okkur að okkar eigin lífi. Reynt að njóta þess að taka því rólega og finna núvitund í hinum daglegu verkum. Hvað með bókina sem okkur hefur alltaf langað að lesa? Fjallið sem við höfum ætlað að ganga á í mörg ár? Eða uppskriftina sem við höfum aldrei gefið okkur tíma til að prófa? Hvernig væri að læra að taka tíma fyrir okkur sjálf og gera eitthvað sem veitir okkur ró og ánægju. Leyfum okkur að sökkva okkur í hluti sem okkur þykja skemmtilegir, án þess að láta aðra viðburði eða tækni trufla okkur. Lærum að segja nei af og til og taka stjórn á okkar eigin tíma. Leyfum okkur að vera í einsemd og uppgötva leynda hæfileika eða áhugamál, sem hafa alltaf setið á hakanum, því nú er tækifæri til að ná markmiðum okkar án of mikilla utanað komandi truflana. Núvitund og einsemd gera okkur kleift að njóta litlu hlutanna í lífinu og ekki einungis að tengjast okkur sjálfum heldur umhverfinu í kring, heimili okkar og hugsunum.
37
STÚDENTABLAÐIÐ
10 GB / 25 GB 250 GB SAFNAMAGN
siminn.is/threnna
38
THE STUDENT PAPER
Skylduhráefni í búrinu GREIN ARTICLE Jóhannes Bjarki Bjarkason ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers
Pantry essentials
When it comes to cooking, it’s always good to have certain things on hand. By adding the following ingredients to your grocery list, you can make sure that you’ll always be able to throw together a quick meal. Garlic, ginger, chili – These fresh spices are always available at the grocery store. Give them a quick sauté in a bit of oil, then follow your recipe. They’ll blend with the oil, giving your dish a nice punch of flavor. Þegar kemur að því að elda er alla jafna gott að eiga ákveðna hluti til tæka. Með því að setja eftirfarandi hráefni á innkaupalistann tryggirðu að þú getir alltaf skellt í eina máltíð, hvernig sem viðrar. Hvítlaukur, engifer, chili – þessi fersku krydd má alltaf nálgast matvöruverslunum. Gott er að steikja þessi hráefni áður en þú byrjar á uppskrift inni. Kryddin blandast olíunni og skila sér þannig betur út í réttinn. Þau gefa réttunum kraft. Súputeningar – nauðsynlegt í súpu- og kássugerð. Teningar geyma svo mikið bragð og efla réttinn þinn. Niðursuðuvörur – hérna á ég við alla hluti niðursoðna. Tómatar, nýrnabaunir, svartar baunir, kjúklingabaunir. Ég kippi alltaf nokkrum dósum með þegar ég fer út í búð. Innihaldið geymist bókstaflega endalaust. Ger og hveiti – í gerskortinum mikla tók fólk upp á því að baka sitt eigið súrdeigsbrauð. Ég kann það ekki af því ég hef alltaf átt ger í eldhúsinu mínu. Vatn, hveiti, ger, sykur. Þá verður til brauð. Pasta og hrísgrjón – ég á alltaf einhverskonar pasta. Þú getur gert fjöldann allan af réttum þar sem undirstöðuhráefnið er pasta. Sama gildir með hrísgrjón. Þessi hráefni eru líka saðsöm. Hnetusmjör – mér finnst alltaf gott að eiga til hnetusmjör. Embætti landlæknis er sammála mér. Ástæðan er eflaust sú að hnetusmjör er góð uppspretta próteina. Hafrar – hafragrautur á morgnana og hnetusmjör á kvöldin. Krydd – salt og pipar getur gert hræðilegan rétt aðeins bærilegri. Ég mæli með að finna hvaða krydd þér finnst góð og eiga nóg af þeim uppi í skáp. Ég mæli með þurrkaðri papriku, cumin og karrýblöndu. Olía og edik – ólífuolía, plöntuolía, avokadóolía. Það er af nógu að taka. Ef þú ert bara að leita að bragðlausri olíu til að steikja upp úr, taktu þá einhverskonar plöntuolíu. Edik er ekki einungis gott í ákveðnum réttum heldur virkar það líka sem hreinsiefni.
Bouillon cubes – Essential for soups and stews, these little cubes add huge flavor to your dish. Canned goods – I mean all sorts of canned goods: tomatoes, kidney beans, black beans, chickpeas. I always grab a few cans when I go to the store. Canned food lasts forever, literally. Yeast and flour – During the great yeast shortage of 2020, many people started baking their own sourdough bread. I wasn’t one of them, though, because I’ve always had yeast in my kitchen. Water, flour, yeast, sugar. Ta-da, you’ve got bread. Pasta and rice – I always have some sort of pasta on hand. You can make a huge number of pasta-based dishes, and the same is true of rice. Both are also really filling. Peanut butter – I think it’s always good to have peanut butter. The Directorate of Health agrees with me, the reason undoubtedly being that peanut butter is a good source of protein. Oats – Oatmeal in the morning and peanut butter in the evening. Spices – Salt and pepper can make even a terrible meal a bit more palatable. I recommend figuring out what spices you like most and keeping a stash of them in your pantry. I recommend paprika, cumin, and curry blends. Oil and vinegar – Olive oil, vegetable oil, avocado oil – there are plenty to choose from. If you’re looking for a neutral oil to use for pan frying, pick some sort of vegetable oil. Vinegar isn’t only good for certain dishes; it can also be used for cleaning.
39
STÚDENTABLAÐIÐ
Vegan uppskriftahornið The Vegan Recipe Corner GREIN & MYND ARTICLE & PHOTO Francesca Stoppani
ÞÝÐING TRANSLATION Ragnhildur Ragnarsdóttir
LE AB A T EA NAR B UN RBO S ’ AN N CA R F GA VE
AND K C I ! QU IOUS C I L DE
2–3 R O F PLE O E P
ON LY T 30 AKES MIN AB UT OUT ES!
40
THE STUDENT PAPER
300 grömm pasta – Ég notaði linguine, sem er langt pasta og blandast mjög vel með sósunni.
300 gr pasta – I used linguine, which is a long one and holds the sauce better
GRUNNUR ½ stór laukur 1–2 hvítlauksgeirar 70 grömm sólþurrkaðir tómatar eða kúrbítur 1 msk. sojasósa 1 tsk. paprikuduft (hægt er að nota reykta til að fá kröftugra bragð)
BASE
SÓSA 150 grömm kasjúhnetur 250 ml vatn 1 msk. sítrónusafi 2 msk. næringarger (má sleppa) Smá salt Smá hvítlauksduft Smá túrmerik (gefur sósunni þennan fallega gula lit) Smá múskat Hvaða annað krydd sem ykkur lystir 1 Byrjið á því að setja kasjúhneturnar í bleyti í heitt vatn í u.þ.b. 15 mín. 2 Skerið tómatana (fyrir sterkara bragð) eða kúrbítinn (fyrir léttara bragð) í fínar sneiðar og marínerið þær í sojasósunni og paprikuduftinu. Látið þetta liggja í 15 mín til að sneiðarnar nái að draga í sig bragðið af sojanu og paprikunni. 3 Skerið lauk og hvítlauk smátt og steikið á stórri pönnu eða á wok. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur bætið þá við sólþurrkuðum tóm ötum/kúrbít og látið malla á lágum hita. 4 Sjóðið vatnið fyrir pasta á meðan. Bætið við salti og svo pastanu. 5 Nú er komið að sósunni! Setjið öll innihaldsefnin í blandara og látið blandast þar til sósan verður maukuð. Hægt er að bæta við salti eða öðrum kryddum ef ykkur finnst vanta bragð. 6 Bætið nú sósunni á pönnuna! Leyfið henni að blandast vel við grænmetið og eldið á miðlungshita í 2–3 mínútur. 7 Nú ætti pastað að vera tilbúið. Takið frá smá af pastavatninu, hellið svo afganginum af vatninu af pastanu. Ekki skola pastað því annars skolið þið glúteninu burt! 8 Bætið smá pastavatni út í sósuna til að hún verði ekki of þykk. Hellið síðan pastanu á pönnuna og blandið vel. Bætið við meira pastavatni ef þið viljið hafa sósuna mýkri. 9 Einnig má strá smá svörtum pipar yfir áður en rétturinn er borinn fram (pipar er ást, pipar er lífið). 10 Njótið þessarar vegan veislu! Þessi uppskrift er mjög auðveld og hagstæð fyrir fjárhag nema. Það kostar um 700 krónur á máltíð (fyrir 2–3). Það getur verið erfitt að áætla kostnað kryddanna, en þau endast líka lengi. Hægt er að hugsa um þau sem fjárfestingu fyrir máltíðir framtíðarinnar. Ég mæli sérstaklega með að þið náið ykkur í múskat. Það er himneskt á bragðið og er fullkomið til að útbúa rjómakenndar sósur.
½ of a big onion 1–2 garlic cloves 70 gr sun-dried tomatoes or zucchini 1 tbs. soya sauce 1 teaspoon of paprika (smoked for a meaty flavor) SAUCE
150 gr cashews 250 ml water 1 tbs lemon juice 2 tbs nutritional yeast (optional) Some salt Some garlic powder Some turmeric (gives the typical yellow color) Some nutmeg Whatever spice you’d like to put 1 Start with soaking the cashews in hot water for about 15 min. 2 Cut the sun-dried tomatoes (stronger flavor) or zucchini (more of a delicate flavor) in fine slices and marinade them with the soya sauce and paprika. Put aside for 15 min for them to absorb the soya and paprika. 3 Finely chop onion and garlic and let them fry in a large pan or wok. When the onion is golden/ brown, add the sun-dried tomatoes/zucchini and let fry on low heat. 4 In the meantime boil the water for your pasta, add salt, then the pasta. 5 Sauce time! Put all the ingredients for the sauce in a blender and mix until smooth. You can adjust salt and spices afterwards if you think the flavor is lacking. 6 Time to add your sauce to the pan! Let it mix with the vegetables and cook at medium heat for about 2–3 minutes. 7 Now your pasta should be ready. Put aside some of the pasta water, then drain. Do not wash the pasta or you’ll wash away the gluten with it! 8 Add some pasta water to the sauce mixture to prevent it from getting too thick. Add the drained pasta to the pan and mix well with the sauce. If you want it creamier, add some more pasta water. 9 Sprinkle some black pepper on it before serving if you like (pepper is love, pepper is life) 10 Enjoy this vegan bonanza! This recipe is very easy, student and budget-friendly. It costs around 700 ISK per serving (2–3 people). It can be hard to quantify the cost of spices, but they last for quite a long time. You can think of it as an investment for future recipes! I really recommend you get yourself some nutmeg, it tastes simply amazing and it’s perfect for creamy sauces.
VEGAN UPPSKRIFTAHORNIÐ THE VEGAN RECIPE CORNER
41
STÚDENTABLAÐIÐ
Heimaæfingar HIIT it at home GREIN ARTICLE Kevin Nielzen ÞÝÐING TRANSLATION Ragnhildur Ragnarsdóttir
Ef þú ert á höttunum eftir grein sem fjallar um útivist, þá er þetta ekki grein fyrir þig. Þú munt ekki finna neinar ábendingar um hópíþróttir eða íþróttaviðburði, enga upptalningu líkamsræktarstöðva, og alls engin kraftaverkaráð um hvernig eigi að lifa af útihlaup í stingandi köldu roki. Þessi grein er fyrir þau sem eru búin að fá nóg af því að vera kalt, bæði innan dyra og utan, þau sem geta ekki farið í líkamsræktarstöðvar vegna þess að annað hvort vilja þau ekki eyða peningunum sínum í þær, eða hafa hreinlega enga hugmynd um hvar þær eru að finna. Þetta er fyrir þau sem eru í sóttkví eða kjósa bara að vera innandyra til að forðast Orwellískan vírus (orðatiltæki sem þýðir hérna „vírus sem hefur stuðlað að samfélags- og efnahagslegu hruni“). Hræðist ei, því hið góða íþróttasinnaða starfsfólk Stúdentablaðsins færir ykkur eftirfarandi leiðarvísi íþróttamannsins um hvernig á að ná fram svita og vöðvaspennu til að lifa af innan veggja heimilisins. Eftirfarandi er kynning á nokkrum af bestu íþróttarásum sem hægt er að leita til, án þess að þurfa að yfirgefa öryggi og hlýju stofunnar þar sem þú vilt í rauninni bara getað legið fyrir, borðað pizzu og hverfa á vit Netflix.
If you are interested in articles that promote outdoor activities, then this is not the article for you. You will find no recommendations for communal sports here, no practical listings of sport centers and events, and no miracle guide on how to survive the blasting icy winds during an afternoon run. This article is meant for those who are tired of freezing inside and outside, those who cannot access sport centers because they either do not wish to spend the money, or have no clue where their locations are, and those who are quarantined or prefer to stay indoors to avoid the Orwellian virus (an expression which here means “a virus that has brought about societal and economic collapse”). Fear not, for the good, sporty people of the Student Paper have brought you this sportsman guide to offer you a great deal of cheerful sweat and muscle strain, to survive life inside the confines of your own room. Here are some of the best sport channels you can consult from within the cozy, mostly warm interiors of your rooms, where you actually wish you could just stay in bed, eat some pizza, and waste away watching Netflix. THE SMILING SYDNEY
If you are looking to smile while you sweat and feel your heart shooting up into your throat, then Sydney Cummings is the one to follow. Brimming with positivity and infectious warmth (no pun intended), Sydney is such a joyous and genuine spirit that you could almost wonder whether she has not realized the year in which we are living. Perfect to brush away any pandemic-related concerns, Sydney’s workouts will bring a sense of childish joy into your life while reminding you of all the undiscovered places your body can hurt. Just follow “Sydney Cummings” on YouTube. Happy sweating! SELF
BROSMILDA SYDNEY Ef þú vilt brosa meðan þú svitnar og láta blóðþrýstinginn hækka þá er Sydney Cummings, sem er yfirfull af jákvæðni og hlýju (án gríns), mann eskjan fyrir þig. Sydney er svo glaðleg og einlæg sál að við veltum fyrir okkur hvort hún geri sér enga grein fyrir hvernig þetta ár hefur í raun og veru verið. Fullkomin leið til að ýta frá sér öllum faraldstengdum áhyggj um. Æfingar Sydney færa þér barnslega gleði í líf þitt og minna þig um leið á alla þá staði sem líkami þinn getur mögulega fundið til. Auðvelt er að fylgja Sydney Cummings á YouTube. Gleðilegan svita! SELF SELF rásin býður upp á breitt svið æfinga sem henta fullkomlega í sóttkví og fyrir lífið innandyra. En fyrst kemur smá viðvörun: ekki gera þau mistök að skruna niður til að skoða athugasemdirnar og sjá hversu erfiðar þessar æfingar reyndust öllum öðrum sem hafa reynt að gera þær. Það mun einungis letja þig frá því að hreyfa þig, á sama hátt og það er letjandi að horfa á beljandi rigninguna og brjálað rokið fyrir utan hjá þér þegar þú veist að þú átt eftir að fara út og versla í matinn. Hlífðu þér við þessum ónauðsynlegu áhyggjum og svitnaðu eins og enginn sé morgundagurinn. Hvort sem þú notar einhver lóð eða ekki, þá munu SELF æfingarnar veita þér vellíðan – þú munt vera ánægjulega sár.
The “SELF” channel offers a wide range of sport routines perfect for quarantine and life indoors. A word of warning: do not make the mistake of scrolling down the comment section to see how hard the workout turned out to be for everyone else; this will only dissuade you from being active, just like watching the pelting rain and thundering wind outside your window may keep you from venturing out for grocery shopping. Spare yourself the useless intimidation and sweat away. Whether you use some equipment or not, “SELF” will leave you more than satisfied – it will leave you feeling happily sore. NO-NONSENSE PAMELA REIF
If you are having one those days when you would rather not hear motivational TED-like talk while training, then Pamela Reif is your coach. Her quiet, to-the-point, no-nonsense workouts leave you enough space to concentrate on your own thoughts (and why not, put on some of your own music) while engaging in a delicious variety of cardio and muscle exercises that will leave you craving the days of motivation and happy talking.
42
THE STUDENT PAPER
UMBÚÐALAUSA PAMELA REIF Suma daga er fólk ekki í stuði til að hlusta á TED-legar hvatningarræður á meðan verið er að æfa, og í þeim tilfellum er Pamela Reif þjálfarinn þinn. Rólegar en beinskeyttar æfingar hennar veita þér nægt rými til að einbeita þér að þínum eigin hugsunum (og jafnvel setja á þína eigin tónlist) á meðan þú hellir þér út í fjölbreyttar æfingar sem keyra upp púlsinn og taka á vöðvunum þar til þú þráir aftur æfingar með jákvæðum hvatningarhrópum. FITNESSBLENDER Ég veit ekki hvort þú kannist við orðatiltækið „þú getur ekki búið til eggjaköku án þess að brjóta nokkur egg,“ en ímyndaðu þér núna að FitnessBlender sé manneskja sem er að búa til eggjakökuna og þú sért eggin sem stöðugt er verið að brjóta. Þessar vel hönnuðu HIIT- og líkams þyngdaræfingar eru uppfullar af sársaukafullum rútínum, og ef þeim er fylgt rólega eftir og á hraða hvers og eins mun árangurinn ekki láta á sér standa, bæði fyrir líkama og sál. Ég mæli með að geyma þessar stífu æfingar þar til þú ert komin í æfingu, og þú skalt stöðugt drekka vatn á meðan æfingunum stendur (ekki til að forðast að þorna upp, heldur til að ná andanum, sem þú munt svo sannarlega þurfa á að halda). VELKOMIN Í HEIM GIRVAN Caroline Girvan er þessi strangi þjálfari sem þú veist að þú þarft í líf þitt en hefur innst inni alltaf vonað að þú myndir aldrei finna. Hún lætur hlutina gerast og það á hraðan, miskunnar- og vægðarlausan hátt. Þú þarft ekki að biðja hana afsökunar á mistökum þínum, bara þig. Girvan er þjálfari sem segir hlutina umbúðalaust, gefur engan afslátt og kýs að vinna með íþróttasinnuðu fólki. Þess vegna vil ég einungis mæla með rásinni hennar fyrir þau sem hafa nú þegar einhverja reynslu af HIIT æfingum, þar sem afleiðingarnar gætu orðið meiri en ávinningurinn. Ef þú kannast aftur á móti við HIIT æfingar og ert að leita að því að fara í gegnum skilvindu (sem í þessu samhengi þýðir „mæta andlegum og líkamlegum áskorunum sem þú vissir ekki að væru til“), þá er um að gera að slá til, en farðu þó varlega. Að mörgu leyti má segja að Girvan sé eins og hafið – ekki róleg og stillt – heldur náttúruafl sem alltaf ber að virða. Þetta er einungis hluti þeirra æfinga sem við mælum með á þessum tímum þegar við þurfum að vera heima, en við hvetjum ykkur til að skoða fleiri æfingar og halda orkunni í hámarki. Með öðrum orðum: við óskum við ykkur gleðilegra æfinga, fullum af svita og heilbrigðum árangri.
Fjarnámsráð í boði sviðsráða Distance Learning Tips from the Department Committees Háskólanám er snúið, ekki síst þegar staðnám verður fjarnám og utan umhald og bakland eru af skornari skammti en ella. Nemendur skólans þurfa þó ekki að örvænta því sviðsráðin hafa ákveðið að deila úr visku brunnum sínum nokkrum ráðum til samnemenda sinna í fjarnámi.
FITNESSBLENDER
I am sure you know the expression “you can’t make an omelet without cracking a few eggs”; now think of FitnessBlender as the omelet-maker and you as the eggs that are constantly being cracked. These expertly designed HIIT and bodyweight workouts are filled with excruciating tasks and exercises that, if followed slowly and at your own pace, will result in enormous rewards for your physique and health. I recommend holding off on the high-intensity workouts until you feel ready, and to constantly drink water (not just for the sake of hydration, but also to catch a much-needed breath). WELCOME TO GIRVANWORLD
Caroline Girvan is like that strict supervisor you know you need in your life but always hoped you would never find. She gets stuff done, and she gets it done fast, unforgivingly, and without excuses. You do not have to apologize to her for failing, only to yourself. Girvan is a straight-to-the-point coach who does not dwell in unnecessary breaks, and who prefers to work with sports-oriented people. For this reason, I will only recommend her channel for those of you who already have experience with HIIT workouts, since the consequences might outweigh the benefits on this one. If, however, you are accustomed to HIIT routines and are looking to be put through the wringer (an expression which here means “to be challenged in physical and mental ways you did not know even existed”), then go ahead and proceed with caution. In many respects, Girvan is like the sea – not quiet and peaceful – but a force of nature that you must always respect. These are only some of the workouts we recommend during these stay-at-home times, but we encourage you to find more and keep your energy up. In other words, we wish you a happy workout, full of sweating and healthy results.
GREIN ARTICLE Karitas M. Bjarkadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers Higher education is complicated, not least when in-person classes give way to distance learning, and there’s less oversight and support than usual. But students need not despair, for the university’s department committees have decided to draw from their well of wisdom and share some tips for distance learning with their fellow students.
43
STÚDENTABLAÐIÐ
HUGVÍSINDASVIÐ Réttur nemenda til sértækra úrræða Nemendur við Háskóla Íslands, sem eru með fötlun eða sér tæka námserfiðleika sem á einhvern hátt geta verið hindrun í háskólanámi, eiga rétt á að nýta sértæk úrræði lögum samkvæmt. Hægt er að sækja um þau á hverju misseri fyrir sig í gegnum Námsog starfsráðgjöf. Ritverið Háskólinn starfrækir ritver þar sem nemendur geta sótt ráðgjöf framhaldsnema sem menntaðir eru í ritstörfum og ráðgjöf. Þangað er hægt að fara með verkefni jafnt stór sem smá, lokaritgerðir eða stíla. Hægt er að bóka tíma á heimasíðu ritversins, ritver.hi.is skrambi.arnastofnun.is Skrambi les yfir textann þinn og merkir við algengar stafsetningarvillur eða innsláttarvillur. Horfðu aftur á fyrirlestrana fyrir próf Það getur verið gagnlegt að heyra aftur það sem kennarinn hefur að segja, það stendur ekki allt á glærunum! Neðsta hæð á Þjóðarbókhlöðunni Þar er að finna Íslandssafn, Handritadeild og Kvennasögu safnið. Ekki bara gaman að skoða heldur leynast þar ef til vill góðar heimildir eða kveikjur að ritgerðarefni! Skiptu lestrinum niður á daga Skoðaðu námsáætlun og deildu lestrarskyldunni niður á daga, þá sérstaklega í þungum kúrsum. Lítið efni yfir marga daga er ekki eins óyfirstíganlegt og mikið yfir fáa daga.
VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ Skipulag Skipuleggðu vikuna á hverju sunnudagskvöldi. Yfirsýn léttir álagið og spornar gegn frestun. Hittu vini Horfðu á fyrirlestrana með vinum, þið getið kíkt á heimadæmi hvers annars og hjálpast að. Þið eruð ekki ein í náminu. Mundu líka að það borgar sig að vingast við duglega og klára fólkið, það mun bjarga þér. Hraðaðu upptökum á fyrirlestrum Allt annað en tvöfaldur hraði er tímasóun. Láttu símann fjúka Þú ert aldrei að fara að klára þessi heimadæmi ef þú ert endalaust á Instagram. Drífðu þetta af! 3. hæðin í VR Nýttu þér aðstöðu sviðsins! Á þriðju hæðinni eru bestu borðin fyrir hópaverkefni,mesta stemningin á kvöldin, besta vatnið, bara nefndu það. Kaffi, nóg af kaffi Það er ekkert hernaðarleyndarmál að kaffið kætir og bætir. Seinni uppáhelling dagsins í Tæknigarði er betri en sú fyrri. Þetta er mikilvægt að muna. Forgangsraðaðu Verum alveg hreinskilin, það er ekki alltaf tími til þess að gera allt. En dæmatímar eru mikilvægari en fyrirlestrar sem flækja allt ef þú skilur ekki reikningana. Þú ættir ekki endilega að lesa bókina Eða, reyndu að minnsta kosti að komast hjá því, tímasparnaður er mikilvægur. Kíktu frekar á Khan eða YouTube til að fá dýpri skilning á efninu. Deildu með öðrum Ekki vera fávitinn sem neitar að deila svörum, við erum öll í sama harkinu.
FJARNÁMSRÁÐ Í BOÐI SVIÐSRÁÐA DISTANCE LEARNING TIPS FROM THE DEPARTMENT COMMITTEES
FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Haltu í rútínuna Það getur verið erfitt að halda góðu skipulagi, hvað þá á tímum sem þessum. Það er agalega freistandi að sofa aðeins l engur út á morgnanna og horfa bara á þennan fyrirlestur aðeins s einna í dag, en það kemur manni töluvert meira í skólagírinn að horfa á fyrirlestra á skipulögðum tímum og reyna að læra eins og um hefðbundinn skóladag sé að ræða. Afmarkaðu lærdómstíma Til þess að koma þér í lærdómsgír er oft gott að afmarka lærdómsstundirnar á einhvern hátt. Það getur þú t.d. gert með því að læra á ákveðnum stað heima hjá þér eða hlusta á sömu/svipaða tónlist eða white noise á meðan þú lærir. Við mælum sérstaklega með Raining Forest Noise á Spotify. Nýttu þér tæknina Canvas, Teams og Zoom eru frábær tól sem nemendur ættu að nýta eftir fremsta megni. Í Canvas er hægt að stofna námshópa í hverju námskeiði fyrir sig og halda þannig utan um hópaverkefni o.fl. Svo eru Teams og Zoom tilvalin til að taka stöðuna á samnemendum sínum og spjalla um allt mögulegt. Ekki hika við að leita þér aðstoðar Það auðveldar námið gífurlega að geta leitað til samnemenda, kennara og starfsfólks skólans þegar á reynir. Ekki hika við að heyra í kennara, námsráðgjafa eða einhverjum sem að þú heldur að geti aðstoðað ef þú skilur ekki námsefnið, átt í erfiðleikum með verkefni eða finnst þú ekki finna þig í náminu. Hugsaðu vel um þig Það er ótrúlega mikilvægt að huga að andlegu hliðinni og eigin vellíðan þegar kemur að námi. Að halda í góða rútínu er oftar en ekki liður í því, en litlu hlutirnir skipta oft sköpum. Taktu þér reglulegar pásur, borðaðu reglulega og settu þér markmið. Mundu líka að ef að markmiðasetningin gengur ekki eftir er það enginn heimsendir – það kemur dagur eftir þennan dag.
44
THE STUDENT PAPER
DEPARTMENT OF HUMANITIES
Students’ right to disability services University of Iceland students with mental or physical disabilities or specific learning difficulties that may impact their studies in some way are legally entitled to disability services. Students must apply for disability services each semester through the Student Counselling and Career Centre. The Writing Centre The university operates a writing centre, where students can seek help from postgraduate students educated in writing and trained as tutors. At the centre, you can get help with projects large and small, from short essays to final theses. Book an appointment on the Writing Centre’s website, ritver.hi.is. skrambi.arnastofnun.is Skrambi reads over Icelandic texts and highlights common spelling mistakes or typos. Re-watch lectures before an exam It can be helpful to review what your teacher has to say. They don’t put everything on the slides! The bottom floor of the National University Library Here you’ll find the Icelandic National Collection, Manuscript Department, and Women’s History Archives. These collections aren’t just fun to browse; they might contain some good resources or spark an idea for an essay! Break up your reading over several days Look at your syllabus and divide your required reading over several days, especially for more intense classes. A smaller amount of material spread over many days is less overwhelming than a lot of material crammed into a couple days.
DEPARTMENT OF ENGINEERING AND NATURAL SCIENCES
DEPARTMENT OF SOCIAL SCIENCES
Stay organized Organize your week every Sunday night. Keeping the big picture in mind eases the pressure and helps prevent procrastination.
Stick to a routine It can be difficult to stay organized, especially in times like these. It’s terribly tempting to sleep in a bit in the mornings and just watch that lecture a little later in the day, but you’ll get into the school rhythm much better if you watch your lectures at regular times and try to study as if it were a normal school day.
Meet up with friends Watch lectures with friends. You can help each other with your homework. You’re not alone. Also, remember that it pays to make friends with the brainy, hard-working students. That will save you. Speed up playback on lectures Anything but double speed is a waste of time. Toss your phone aside You’re never going to finish these assignments if you’re constantly on Instagram. Get it done! Third floor of VR Take advantage of the department’s facilities! The third floor of VR has the best tables for group work, the best atmosphere in the evenings, the best water, you name it. Coffee, plenty of coffee It’s no military secret that coffee puts a little pep in your step. It’s important to remember that in Tæknigarður, the second batch of the day is better than the first. Prioritize Let’s be honest, there isn’t always enough time to do everything. But tutorials are more important than lectures, which just confuse you if you don’t understand the math. You don’t necessarily have to read the book Or you should try to avoid it, at least. Saving time is important. Check out Khan Academy or YouTube instead to gain a deeper understanding of the material. Share with others Don’t be the idiot who refuses to share answers. We’re all fighting the same battle.
FJARNÁMSRÁÐ Í BOÐI SVIÐSRÁÐA DISTANCE LEARNING TIPS FROM THE DEPARTMENT COMMITTEES
Define your study time To get yourself into study mode, it’s a good idea to define your study sessions in some way. You can do that by studying in a certain part of the house, for instance, or listening to the same or similar music or white noise while you study. We particularly recommend Raining Forest Noise on Spotify. Make use of technology Canvas, Teams, and Zoom are amazing tools, and students should take advantage of everything they have to offer. On Canvas, you can create student groups for each class, which is a good way to keep track of group projects. Teams and Zoom are perfect for checking in with your classmates and chatting about anything and everything. Don’t hesitate to get help When times get tough, being able to turn to your teachers, university staff, and fellow students makes your life a lot easier. Don’t hesitate to contact your teacher, an academic counsellor, or someone else you think might be able to help if you don’t understand the material, are struggling with an assignment, or feel lost in your program. Take care of yourself It’s incredibly important to look after your mental health and wellbeing when it comes to student life. More often than not, that involves sticking to a routine. It’s the little things that make all the difference. Take regular breaks, eat regularly, and set goals for yourself. But remember, if you don’t meet your goals, it’s not the end of the world – there’s always tomorrow.
45
STÚDENTABLAÐIÐ
HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Appið Forest Það kostar smá en þetta er eina appið sem nær að halda mér við efnið. Þú plantar tré í appinu og það deyr ef þú notar símann þinn í eitthvað annað, þ.e. þú getur ekki gert annað en að læra á meðan tréð er að vaxa. Sniðugt er að „keppa“ við vini sína, t.d. hver náði að planta flestum trjám í dag. Það er líka kostur að þú getur plantað alvöru trjám í gegnum appið – áfram umhverfið! YouTube YouTube hefur reynst vel þegar hugtök í líffræði og efnafræði flækjast fyrir fólki. Við mælum með rásum á borð við Ninja Nerd Science og Armando Hasudungan. To-do listar Listar geta veitt yfirsýn yfir skyldur og verkefni dagsins eða vikunnar og það getur verið gott fyrir sálina að strika yfir það sem búið er að gera. Gangið samt hægt inn um gleðinnar dyr, því þeir geta líka ýtt undir stress hjá kvíðapésunum. Breyttu um umhverfi Það er oft erfitt að læra endalaust á sama stað, og þá er gott að fá smá tilbreytingu. Bara það að sitja við eldhúsborðið eða snúa skrifborðinu í aðra átt hjálpar. Svo er líka hægt að læra hjá maka, foreldri eða vini. Mættu í fjartímana Þó þeir séu rafrænir, og þó þú náir kannski ekki að einbeita þér 100% er það samt betra en ekkert, jafnvel þótt þú sért bara hálfsofandi uppi í rúmi. Stilltu hámarkstíma á samfélagsmiðla-öpp í símanum Sérstaklega í prófatíð. Það er hægt að breyta þessu í stillingum símans, t.d. hámark 2 tímar á Twitter á dag. Þetta kemur í veg fyrir að þú festist óvart í símanum í marga klukkutíma. Settu þér markmið fyrir hvern dag Til dæmis klára að lesa þennan kafla, byrja á þessu verkefni, senda þennan póst o.s.frv. Lítil markmið sem auðvelt er að ná peppa þig áfram! Fáðu þér ferskt loft Það er gott að fara út á milli mismunandi verkefna dagsins, t.d. fara í göngutúr eða gera eitthvað. Þá býrðu til smá „samgöngur“ eins og er eðlilegt í staðnámi.
DEPARTMENT OF HEALTH SCIENCES
The Forest app It costs a bit, but this is the only app that actually keeps me focused. You plant a tree in the app, and it dies if you use your phone for anything else. In other words, you can’t do anything but study while the tree is growing. You can even “compete” with your friends to see who managed to plant the most trees that day. Another benefit is that you can plant actual trees through the app – hurray for nature! YouTube YouTube has proven useful when people are confused by biology and chemistry concepts. We recommend channels like Ninja Nerd Science and Armando Hasudungan. To-do lists Lists can give you a good overview of your responsibilities and projects on a given day or throughout the week, and crossing things off a list as you complete them is good for the soul. Just be careful, because to-do lists can cause additional stress for people who tend to be anxious. Change your environment It’s often difficult to study in the same spot for a long time, so it’s good to switch it up a bit. Just sitting at the kitchen table or turning your desk around can help. You can also try studying at your parents’ house, your partner’s place, or with a friend. Attend your online classes Even though they’re online, and even though you might not be able to focus 100%, it’s still better than nothing – even if you’re lying in your bed half asleep. Set a time limit for social media apps Especially during exam season. If you go into your phone’s settings, you can set a limit for each app, like a maximum of two hours a day on Twitter. This can help ensure that you don’t accidentally end up glued to your phone for several hours. Set a goal for yourself every day It could be to finish reading this chapter, start that assignment, send this email, etc. Simple, easy-toreach goals help propel you forward! Get some fresh air It’s always good to get out a bit in between your various tasks each day, for instance to go for a walk. It creates some “passing time” in your day, just like you’d have on campus.
FJARNÁMSRÁÐ Í BOÐI SVIÐSRÁÐA DISTANCE LEARNING TIPS
46
THE STUDENT PAPER
DEPARTMENT OF EDUCATION
Make use of technology! To stay on top of your studies while on the go, download apps like SmáUglan, Canvas, and Outlook for your University of Iceland email. Notion is a brilliant organisational app you can use on both your phone and your computer. You can enter your syllabi, reading lists, and assignment due dates, and keep them all in one place! skrif.hi.is/ritver/ An excellent website with instructions on how to reference and cite sources in essays and other written assignments. Buy your textbooks on the Department of Education’s Facebook book exchange You can ask for books you need or advertise ones you want to sell, and get your textbooks at fabulous prices!
MENNTAVÍSINDASVIÐ Nýttu þér tæknina! Hladdu niður Öppum Til dæmis SmáUglan og Canvas til að halda utan um námið á ferð og flugi, og Outlook fyrir HÍ tölvupóstinn. Appið Notion er svo sjúklega sniðugt skipulagninga-app sem er bæði fyrir tölvu og síma. Þar er hægt að skrá niður kennsluáætlun, lesefnislista og skiladaga á verkefnum og hafa það allt á sama stað! skrif.hi.is/ritver/ Frábær vefsíða með leiðbeiningum um hvernig eigi að vísa í og vitna til heimilda í ritgerðum eða öðrum ritunarverkefnum. Kauptu námsbækurnar á skiptibókamarkaði Menntavísindasviðs á Facebook Þar er hægt að auglýsa eftir bókum eða auglýsa bækur til sölu og fá námsbækurnar á spottprís! Taktu þátt í félagslífinu! Félagslífið á MVS er mjög sterkt, þar fá nemendur tækifæri til að k ynnast á milli námsleiða, þar sem nemendafélögin halda stóra viðburði saman. Nemendafélög MVS; Tumi, Kennó og Vatnið eru öll með hópa fyrir nemendur á Facebook, og þangað koma oft upplýsingar fyrir nem endur m.a. um viðburði á vegum nemendafélagsins.
Participate in student life! The Department of Education has a vibrant student life scene. The student organisations combine forces for large events, bringing students from different programs together. The three organisations – Tumi, Kennó, and Vatnið – all have Facebook groups, and they’re a great place to find information about events and more. Take advantage of the department’s facilities! Skúti is a space for the department committee as well as student organisations. If the door is open, anyone can come and use the space to study or chat with others. You might say the Háma cafeteria in Stakkahlíð is the heart of the building, and it’s usually bustling. There’s also a great workspace for both individuals and groups in Klettur, or “the K”. Finally, we should mention the library at Stakkahlíð. We in the Department of Education are lucky to have access to a fantastic library right in our building. It houses the department’s writing centre, study spaces, a yoga corner, and a space for groups to meet and study (but note that you have to reserve and pay for that space).
Nýttu þér námsaðstöðu sviðsins! Skúti er aðstaða fyrir nemendafélög og sviðsráð MVS, en ef hurðin er opin þá er öllum velkomið að koma og læra eða spjalla við þá sem eru inni. Það má segja að matsalurinn hjá Hámu í Stakkahlíð sé hjarta bygg ingarinnar og þar er yfirleitt mikið líf og fjör. Í Kletti, eða K‘inu, er einnig gott vinnurými, bæði fyrir einstaklinga og hópa. Að lokum ber að nefna bókasafnið í Stakkahlíð, en við á MVS erum mjög heppin að vera með aðgengi að frábæru bókasafni í byggingunni okkar. Þar er lærdóms aðstaða, ritver MVS, jógahorn og aðstaða fyrir hópa til að hittast og læra (athugið samt að það þarf að panta og borga fyrir þá aðstöðu).
FJARNÁMSRÁÐ Í BOÐI SVIÐSRÁÐA DISTANCE LEARNING TIPS
47
STÚDENTABLAÐIÐ
En hvað er í bíó? What’s Playing in Theatres Right Now? Eftir langan og erfiðan lærdómsdag, er fátt betra en góð kvikmynd. Í kvikmyndahúsum eru þægileg sæti, sem láta þig gleyma skólanum um stund. Það er mikilvægt að geta leyft sér slíkt endrum og eins. Stundum koma stórmyndir í Háskólabíó, sem er þægilega nálægt ef þú vilt fara beint eftir skóladaginn. Mörgum kvikmyndum hefur þurft að fresta vegna Covid-19 og því eru sumar þeirra að koma út núna eða seinna í haust. Um þessar mundir ættu sýningar á Wonder Woman ´84 og The French Dispatch að vera hafnar. WW84 var þó því miður frestað fram á annan í jólum og hin myndin tekin af dagskrá án nokkurra skýringa og óvíst hvenær hún fer loksins á hvíta tjaldið. Sömu sögu má segja um nýjustu og 25. kvikmyndina um James Bond, No Time to Die. Henni var fyrst frestað frá apríl 2020 til nóvember 2020 og er nú áætluð í apríl 2021, ári eftir upphaflegan útgáfumánuð.
Ef þér finnst hamfarakvikmyndir skemmtilegar... … þá mæli ég með Greenland. Hún er kannski aðeins frábrugðin flestum kvikmyndum af sama toga, þar sem hamfarirnar sjálfar eru í aðalhlutverki. Í Greenland er ljósinu hins vegar beint að þeirri mannlegu hegðun sem birtist í ýmsum myndum við þessar heimsendaaðstæður sem steðja að fólki. Aðalpersóna myndarinnar er burðarvirkisverkfræðingur sem reynir að koma fjölskyldu sinni í öruggt skjól, en segja mætti að kvikmyndin sé í ætt við myndina 2012 frá árinu 2009. Vísinda lega nákvæmni læt ég liggja milli hluta, enda er hún sjaldan aðalatriði í svona myndum. Gott hljóðkerfi og stór skjár gerir mikið fyrir upplifunina, nema fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir óvæntum hljóðum.
utler Gerald B gír í góðum Gerald Butler in good spirits
GREIN ARTICLE Atli Freyr Þorvaldsson ÞÝÐING TRANSLATION Högna Sól Þorkelsdóttir
After a difficult day of studying, few things are as relaxing as a good movie. In a movie theatre, there are comfy seats which make you forget school for a moment. It’s important to allow yourself such things now and then. Sometimes big movies come to Háskólabíó, which is conveniently located nearby if you want to catch a movie directly after school. Due to Covid-19, many movie releases had to be postponed, so some movies are being released now or later this fall. Right now, Wonder Woman ‘84 and The French Dispatch should be hitting theatres. However, WW84 was postponed until Boxing Day, and The French Dispatch has been taken off all release schedules without explanation, and it’s unclear when it will actually arrive on the silver screen. The same can be said about the newest and 25th film about James Bond, No Time to Die. At first, it was postponed from April 2020 to November 2020, and is now slated to open in April 2021, a year after the original release date. If you enjoy disaster movies… ...then I recommend Greenland. It’s a bit different than other movies of this genre, where the disaster itself plays the leading role. In Greenland, however, the focus is on the human behaviour that takes on many different forms in light of the apocalyptic circumstances people face. The movie’s main character is a structural engineer who tries to get his family to safety. It could be said that the movie is in the same family as 2012 from the year 2009. I won’t go into the scientific accuracy, as it is rarely the focus of such movies. A good sound system and a big screen do a lot for the experience, except for people who are sensitive to unexpected noise. If you find indie documentaries refreshing… ...I recommend The Hero’s Journey to the Third Pole. In this movie, directed by Anní Ólafsdóttir and well-known author Andri Snær Magnason, viewers gain a certain insight into the minds of bipolar people. The movie centers on Anna Tara Edwards, an Icelandic woman who lives in Nepal and gets the musician Högni Egilsson to come and play at a concert, which is part of raising the public’s awareness about mental illness. The audience also sees interesting footage of the country, as well as old shots from Anna’s life and that of her family. Högni was in charge of the film’s music and it is very fitting. This film is sweet and it makes you
48
THE STUDENT PAPER
Ef þér finnst indie-heimildamyndir upplífgandi... … þá mæli ég með Þriðja pólnum. Í þessari mynd, í leikstjórn Anníar Ólafsdóttur og rithöfundarins góðkunna Andra Snæs Magnasonar, fá áhorfendur smá innsýn í hugarheim fólks með geðhvarfasýki (e. bi-polar). Hún fjallar um íslenska konu, Önnu Töru Edwards, sem býr í Nepal og fær Högna Egilsson tónlistarmann til að koma og spila á tónleikum, en þeir eru liður í vitundarvakningu almennings í landinu gagnvart geðsjúkdómum. Áhorfandinn fær um leið að sjá áhugavert myndefni frá landinu, sem og gamlar upptökur úr lífi Önnu og fjölskyldu hennar. Tónlistin í myndinni er í höndum Högna sjálfs og passar hún vel við. Þessi mynd er hugljúf og fær þig til að hugsa. Þó verður að taka fram að einstaka sinnum koma blikkandi ljós og óskýrar myndir á mikilli hreyfingu, sem getur valdið óþægindum eða flogaköstum. Einnig veltir höfundur fyrir sér hvort setja mætti út á að setið sé ofan á fílum og hvernig aðstæður heimamanna sem vinna fyrir hvíta fólkið séu.
A journey with elephants and people.
Ferðala g fílum o með g fólki
Ef þér finnst gaman að horfa á myndir sem valda heilabrotum... … þá mæli ég með Tenet. Leikstjóri hennar, Christopher Nolan, er hvað þekktastur fyrir Batman-þríleikinn (2005, 2008, 2012) og Inception (2010). Tenet líkist einna helst Inception þar sem báðar reyna að snúa upp á sjálfan tímann, en Tenet er aðeins margslungnari hvað það varðar. Myndin er nokkuð löng (2 klst 30 min), en ef þú ert vel inni í söguþræðinum skiptir tíminn ekki öllu máli; þar hjálpar spennuþrungin tónlist hins sænska Ludwig Göransson til. John David Washington (Denzelsson) leikur aðalhlutverkið; njósnara sem fær annað tækifæri eftir misheppn aða aðgerð. Einnig á Robert Pattinson góða innkomu sem félagi Johns, en Robert hefur verið að hífa sig aftur upp á Hollywood-stjörnuhimininn upp á síðkastið. Venjulegir áhorfendur, eins og ég og þú, eru jákvæðari í garð myndarinnar en sumum gagnrýnendum sem finnst leikstjórinn reyna of mikið og lýsa myndinni á þann hátt að fyrri kvikmyndum hans ægi saman í eina. Skýringin gæti verið sú að miklar væntingar eru gerðar til Nolan og því auðvelt að koma með aðfinnslur, eða þá að leik ararnir þurfa að ná sumum senum í fyrstu töku, því filman sem myndin er tekin upp á er mjög dýr og leikurinn gæti því virst óeinlægur. Ef einhver þessara kvikmynda vekur áhuga þinn, þá ættir þú lesandi góður að klæða þig í útifötin og fara í bíó! Virðið þó fjöldatakmarkanir og persónulegar sóttvarnir!
EN HVAÐ ER Í BÍÓ? WHAT’S PLAYING IN THEATRES RIGHT NOW?
think. It must be noted, though, that at times there are flashing lights or fuzzy pictures that move a lot and can cause discomfort or seizures. The author also wonders whether one can criticize the fact that people ride elephants and considers the conditions in which the locals who are working for white people live. If you enjoy watching films that cause speculation… ...then I recommend Tenet. The director, Christopher Nolan, is best known for the Batman trilogy (2005, 2008, 2012) and Inception (2010). Tenet most resembles Inception, as both of them try to twist time itself, but Tenet is a bit more complex in that aspect. The film is rather long (2 hrs 30 min), but if you get into the story it isn’t too noticeable; the tense music composed by the Swedish Ludwig Göransson helps with that. John David Washington (Denzel's son) plays the main role – a spy who is given a second chance following a failed mission. Robert Pattinson, who has been re-entering mainstream Hollywood recently, is also a good addition as John’s partner. Normal viewers like you and I are more positive towards the movie than some critics, who feel the director is trying too hard and describe the film as all his past works rolled into one. This could be due to the fact that people have high expectations of Nolan, making him an easy target for criticism, or the fact that the actors had to nail some scenes on the first take, as the film the movie was shot on is very expensive, so the acting may seem insincere. If any of these films interest you, then you, dear reader, should don your coat and go to the cinema! Please respect social distancing and personal preventative measures in relation to Covid-19!
lk í Hugað fó i fim hugarleik
49
Cou r play ageous ing m p ind g eople ame s.
STÚDENTABLAÐIÐ
PROJECTS SPONSORED Konur í leikstjórn BY THE STUDENT og fataneysla INNOVATION FUND Íslendinga Women in Directing VERKEFNI Á VEGUM and Icelanders’ NÝSKÖPUNARSJÓÐS Clothes Consumption Fjöldi styrkja voru veittir á vegum nýsköpunarsjóðs til háskólanema í sumar, þar sem lögð var sérstök áhersla á skapa fleiri störf fyrir nem endur. Unnið var að fjölbreyttum jafnt sem áhugaverðum verkefnum og rannsóknum. Til umfjöllunar verða tvö spennandi verkefni, annað þeirra varpar ljósi á stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaðinum og hitt á fataneyslu og endurvinnslu.
GREIN ARTICLE Auður Helgadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir MYNDIR PHOTOS Aðsendar Contributed
The Icelandic Student Innovation Fund awarded a number of grants to university students this summer, with a special emphasis on creating more jobs for students. Students worked on a variety of interesting projects and research studies. Here we will share with you two exciting projects. One sheds light on the position of women in the film industry and the other on clothing consumption and recycling.
„Það gefur allt til kynna að konur eigi erfitt “Everything points to uppdráttar hérlendis, þrátt the fact that women are at a disadvantage fyrir Me Too, þrátt fyrir allt.“ in Iceland, despite the MeToo movement, despite everything.”
Jóna Gréta Hilmarsdóttir
KYNBUNDIN ORÐRÆÐUGREINING Á ÍSLENSKUM KVIKMYNDUM
Jóna Gréta Hilmarsdóttir
Jóna Gréta Hilmarsdóttir er 21 árs gamall nemi við Háskóla Íslands sem klárar nú BA nám í kvikmyndafræði með kynjafræði sem aukagrein. Leiðbeinandi hennar í rannsókninni var Björn Þór Vilhjálmsson, kennari og greinarformaður kvikmyndafræðinnar. Rannsókn Jónu Grétu varpar ljósi á hvernig umfjöllun fjölmiðla um kvikmyndir virðist mismunandi eftir kyni leikstjóra. „Það vantar mjög mikið af rannsóknum tengdum ísl enskri kvikmyndagerð, og það hefur aldrei verið rannsakað viðtökusögu fjölmiðla í tengslum við tilteknar kvikmyndir eða leikstjóra. Það vantar tölfræðilegar upplýsingar hvað varðar íslenska kvikmyndamenningu og einnig þegar kemur að hlut kvenna. Þetta er stórt skref í sjálfri kvik myndafræðigreininni hérlendis.“ Hún greinir umfjöllun átta kvikmynda frá fjórum áratugum. Hún tekur dæmi um myndir eftir kvenkyns og karlkyns leikstjóra með sambærilegar aðsóknartölur frá árunum 1989, 1992, 2001 og 2017 og ber myndirnar saman fyrir hvert ár. Karllægur iðnaður Kvikmyndaiðnaðurinn hefur löngum verið karllægur. Jóna Gréta segir það alltaf hafa verið erfitt fyrir konur að komast áfram í kvikmynda iðnaðinum „það gefur allt til kynna að konur eigi erfitt uppdráttar hérlendis, þrátt fyrir Me Too, þrátt fyrir allt.“ Samkvæmt skýrslu sem
GENDER-BASED DISCOURSE ANALYSIS OF ICELANDIC FILMS
Jóna Gréta Hilmarsdóttir Jóna Gréta Hilmarsdóttir is a 21-year-old student at the University of Iceland who is currently finishing a BA degree in film studies with a minor in gender studies. Her research supervisor was Björn Þór Vilhjálmsson, teacher and head of the film studies program. Jóna’s research sheds light on how a director’s gender can affect the media’s coverage of their film. “There is a great lack of research regarding Icelandic filmmaking, and the media response toward certain films or directors has never been researched. We need data related to Icelandic film culture and the role of women. This study is a big step in the field of film studies here in Iceland.” Jóna analyzed the coverage of eight films from four decades. She picked movies by both female and male directors with comparable attendance numbers from the years 1989, 1992, 2001, and 2017 and compared the films for each year. A MALE-ORIENTED INDUSTRY
The film industry has long been dominated by males, and Jóna Gréta says it has always been difficult for women to advance in the film industry: “Everything points to the fact that women are at a
50
THE STUDENT PAPER
Hagstofan gaf út árið 2018 hafa karlmenn leikstýrt 90% allra íslenskra frásagnarmynda, sem er afgerandi hlutfall. Ljóst er að hindranir eru á vegi kvenna í kvikmyndaiðnaðinum, sér í lagi hvað varðar að fá styrki fyrir verk sín. Jóna Gréta skoðar þá hvort að orðræðan í fjölmiðlum geri kvenkyns leikstjórum enn erfiðara fyrir í samanburði við karlkyns leikstjóra. Niðurstöður – „Ísland er bara ein stór fjölskylda“ Rannsóknin sýndi ekki afgerandi mun á fjölda umfjallana eftir kyni, þar sem að 57% umfjöllunar voru um karlkyns leikstjóra og 43% umfjöllunar voru um kvikmyndir kvenkyns leikstjóra sem bendir til þess að karlar fái aðeins meira rými. Það eru fleiri karlar sem skrifa kvikmyndaumfjallanir, og karlkyns höfundar skrifuðu frekar um karla og konur skrifuðu frekar um konur. Það sem kom í ljós í rannsókninni á þessum átta íslensku kvikmyndum er að konur eru mun líklegri til þess að missa eignarrétt sinn yfir kvikmyndum, þar sem öðrum en kvenkyns leikstjóranum er eignuð vinnan eða myndin. Umfjöllun um einkalíf leikstjóra var meiri hjá kvenkyns leikstjórum, þar sem spurt var út í barneignir, hjúskaparstöðu eða annað sem tengist ekki kvikmyndinni sjálfri. Við því segir Jóna Gréta að það geti ekki verið að konur séu einungis að eignast börn og eiga merkilega maka. Hún gagnrýnir hve umfjöllun um íslenskar kvikmyndir sé yfirgnæf andi jákvæð og segir Ísland vera eina stóra fjölskyldu, þar sem nei kvæð gagnrýni er litin hornauga. Margir hafa haldið því fram að það sé ekki rétt, en rannsókn Jónu Grétu bendir til annars. Af öllum þeim 124 umfjöllunum sem tóku afgerandi afstöðu til kvikmyndanna voru 94% jákvæðar, 3% óljósar og 3% neikvæðar. Aðeins voru 4 umsagnir neikvæðar. Þær fáu sem smeygðu sér í gegn og fengu neik væða umfjöllun voru greinar skrifaðar af karlmönnum um konur. Að lokum segir Jóna Gréta að það væri áhugavert að gera stærri rannsókn á öllum íslenskum kvikmyndum í náinni framtíð. FLOKK TILL YOU DROP
Berglind, Melkorka og Rebekka Þær Berglind Ósk Hlynsdóttir, Rebekka Ashley Egilsdóttir og Melkorka Magnúsdóttir stóðu fyrir verkefninu Flokk till you drop í sumar, sem var á vegum Rauða krossins, Textílmiðstöðvarinnar, Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Berglind Ósk er 25 ára og á þriðja ári í fatahönnun í Listaháskólanum, Rebekka er nýútskrifuð úr vöruhönnun frá sama skóla og Melkorka er nemandi í mannfræði við Háskóla Íslands. Þverfagleg og víð nálgun var tekin á verkefnið. Ég heyrði í þeim Berglindi og Rebekku og við spjölluðum um verkefnið þeirra.
disadvantage in Iceland, despite the MeToo movement, despite everything.” According to a report published in 2018 by Statistics Iceland, men have directed 90% of all Icelandic narrative films, which is a decisive proportion. Clearly, women in the film industry face challenges, especially when it comes to securing funding for their work. Jóna Gréta then examined whether the media discourse makes it even harder for female directors compared to their male counterparts. CONCLUSION: “ICELAND IS JUST ONE BIG FAMILY”
The research did not show a significant difference in the number of reviews by gender, as 57% of the coverage was about male directors and 43% about female directors, which indicates that men get a little more space. Movie reviews are more often written by men, and male writers wrote more about men and women wrote more about women. The study of these eight Icelandic films showed that women are far more likely to have their work attributed to someone else. There was more coverage of female directors’ private lives, with questions about childbearing, marital status, and other things unrelated to the film itself. Jóna Gréta says that it cannot be that only women have children or remarkable spouses. She criticizes how overwhelmingly positive the coverage of Icelandic films is and says that Iceland is one big family, where negative criticism is frowned upon. Many have argued that this is not true, but Jóna Gréta’s research suggests otherwise. Of the 124 reviews that took a decisive stance on the films, 94% were positive, 3% were vague, and 3% – just four reviews – were negative. The few who snuck in and received negative reviews were articles written by men about women. Finally, Jóna Gréta says that it would be interesting to do a larger study of all Icelandic films in the near future. FLOKK TILL YOU DROP
„Vorum meðvitaðar um að vera ekki að skamma neinn, það er ekkert rétt eða rangt“ "We were aware that we weren’t scolding anyone, there’s nothing right or wrong"
KONUR Í LEIKSTJÓRN OG FATANEYSLA ÍSLENDINGA WOMEN IN DIRECTING AND ICELANDERS’ CLOTHES CONSUMPTION
Berglind, Melkorka og Rebekka Berglind Ósk Hlynsdóttir, Rebekka Ashley Egilsdóttir, and Melkorka Magnúsdóttir were behind the project Flokk till you drop this summer, which was organized by the Red Cross, the Textile Center, the Iceland University of the Arts, and the University of Iceland. Berglind Ósk is 25 years old and in her third year studying fashion design at the Iceland University of the Arts, Rebekka is a recent graduate in product design from the same school, and Melkorka is an anthropology student at the University of Iceland. They took a broad, interdisciplinary approach to the project. I spoke with Berglind and Rebekka about their project. The project involved sorting a whole ton of clothes and textiles from the Red Cross that were collected across the country. The results of the
51
STÚDENTABLAÐIÐ
sorting shed light on Icelanders' clothing consumption. To make the project more accessible, the women maintained an Instagram page where they shared information with people. They showed the process and informed followers about many aspects of the clothing industry. The project was not only interesting and informative, but it was also fun to observe what garments were made from textiles and materials that would otherwise have been thrown away. PRACTICALITY OF H&M
Verkefnið gekk út á að flokka heilt tonn af fatnaði og textíl frá Rauða krossinum sem safnað var víðs vegar um landið. Niðurstöður úr flokk uninni varpa ljósi á fataneyslu Íslendinga. Til þess að verkefnið yrði aðgengilegra héldu þær úti Instagram síðu þar sem þær miðluðu upp lýsingum til fólks. Þær sýndu mikið frá ferlinu og upplýstu fylgjendur um margar hliðar fataiðnaðarins. Verkefnið var ekki einungis fróðlegt og upplýsandi heldur einnig var skemmtilegt að fylgjast með hvaða flíkur urðu til úr textíl og efni sem hefði annars verið fleygt. Hentugsemi H&M Með verkefninu vildu þær fyrst og fremst fræða fólk, svo að það gæti tekið upplýstar ákvarðanir í tengslum við fatakaup. Þær nefndu sérstaklega að mikilvægt væri að skamma ekki fólk, þar sem ekkert væri rétt eða rangt, og reyndu að búa til góðan og öruggan vettvang til þess að miðla þekkingu. Þær segja fátt fólk vilja líta í eigin barm þegar um skömm er að ræða, þar sem það fari fljótt í vörn. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að fötin sem þær flokkuðu voru helst markaðsett fyrir konur, flest þeirra voru svört, flokkuðust undir hrað tískuföt og komu gjarnan frá þróunarlöndum þriðja heimsins. Þær sögðu niðurstöðurnar ekki hafa komið sér á óvart, þær væru frekar staðfesting á því sem þær héldu fyrir. Aðspurðar hvernig neysla og fatakaup hins dæmigerða Íslendings væru, segja þær það vera alls konar, en að þær taki eftir því að fólk sé að vakna til umhugsunar og sé smám saman að verða meðvitaðra. Þær segja þó að margir meðvitaðir einstaklingar freistast í hentisemina sem fylgir því að kaupa eina eða tvær flíkur í flýti í H&M. Með verkefninu vildu þær upplýsa fólk um ferlið á bak við hverja vöru, þar sem í hröðu og neyslumiklu samfélagi sjáum við oftast einungis lokaafurðina. Við hugsum ekki út í alla vinnuna sem fer í hverja vöru fyrir sig. Dúnúlpa verður að handtösku Að flokkun lokinni og eftir greiningu tölfræðilegra upplýsinga tók við hönnunarferli. Farið var óvenjulega leið í hönnun á flíkunum, og efni og föt sem myndu teljast ónothæf var gefið nýtt líf. Þegar ég spyr þær hverjar hafi verið uppáhalds afurðir þeirra í þessu hönnunarferli segir Berglind að henni hafi þótt skemmtilegt að nota rúmteppi úr IKEA. Úr rúmteppinu gerði hún buxur, tvo toppa og eina tösku. „... þarna er stórt efni sem þú setur á rúmið þitt og svo getur þú bara verið í þessu.“ Rebekka nefnir mittistösku sem hún gerði úr hettu af regnjakka og rennilás af Nike úlpu. Einnig var gaman að sjá handtösku sem varð til úr ermum af dúnúlpu og kom áhugaverð áferð dúnsins fram í töskunni. Afurð verkefnisins var sett upp sem pop-up markaður á Garðatorgi, en þar gat fólk komið og haldið hæfilegri fjarlægð á meðan það skoðaði bæði flottar flíkur frá Rauða krossinum og fatnað sem var gefið nýtt líf af Berglindi, Rebekku og Melkorku.
KONUR Í LEIKSTJÓRN OG FATANEYSLA ÍSLENDINGA WOMEN IN DIRECTING AND ICELANDERS’ CLOTHES CONSUMPTION
Their goal with the project was primarily to educate people so that they could make informed decisions in connection with clothing purchases. They specifically mentioned the importance of not scolding people, because nothing is right or wrong, and tried to create a good, safe platform for sharing knowledge. In their opinion, few people are willing to take a hard look in the mirror when shame is involved, as they quickly get defensive. The results of the study showed that most of the clothes they sorted were marketed to women, most of them were black, and most would be classified as fast-fashion and often came from developing countries in the Third World. The results did not surprise them; rather, they were a confirmation of what they already suspected. Asked about the typical Icelander's consumption and clothing purchases, they say that it varies, but they notice that people are gradually becoming more aware. However, they say that many conscious individuals are tempted by the convenience and haste of buying one or two garments at H&M. The motive behind the project is to inform people about the process behind each product, because in this fast-paced and high-consumption society, we usually only see the final product. We do not think about all the work that goes into each product. DOWN JACKET TURNED INTO A HANDBAG
After sorting and analyzing the data, the design process began. An unusual approach was taken in designing the garments, and materials and clothes that would normally be considered unusable were given a second chance. Asked about their favorite products that came out of this design process, Berglind says that she enjoyed using a bedspread from IKEA. From the bedspread, she made pants, two tops, and a bag: “... there you have a large piece of fabric that you put on your bed but then you can also wear it.” Rebekka mentions a belt pouch she made from the hood of a rain jacket and a Nike jacket zipper. It was also fun to see a handbag made from the sleeves of a down jacket and how the interesting texture of the down came out in the bag. The project’s products were featured in a pop-up market at Garðatorg, where people could come and keep a suitable distance while looking at both beautiful clothes from the Red Cross and the clothes to which Berglind, Rebekka, and Melkorka gave new life.
52
THE STUDENT PAPER
www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta
STÚDENTAGARÐAR
LEIKSKÓLAR STÚDENTA
www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn
Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.
53
Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
STÚDENTABLAÐIÐ
GREIN & ÞÝÐING ARTICLE & TRANSLATION Jóhannes Bjarki Bjarkason MYNDIR PHOTOS Aðsendar
gugusar
Breytt landslag tónlistar The changing scenes of music
Kristín Sesselja
Það er óþarfi að nefna áhrif COVID-19 á heimsbyggðina. Við upplifum það á eigin skinni alla daga. Samfélagsvenjur hafa breyst á róttækan máta, á skömmum tíma og á ófyrirséðan hátt. Fréttir um vaxandi at vinnuleysi og upphrópanir um aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einstökum atvinnugreinum hafa verið áberandi í deiglunni. Menningar geirinn er einn þeirra sem hefur hlotið afhroð í faraldrinum. Menningar stofnanir keppast nú við að gera starfsemi sína aðgengilega og fjar væna, á meðan enga gesti er hægt að fá í hús. Tónlistarfólk hefur verið duglegt við að benda á aðgerðarleysi stjórnvalda í málaflokknum. Til að mynda var stofnað hagsmunafélag sjálfstæðs tónlistarfólks sem viðbragð við ástandinu: Félag sjálfstætt starfandi tónlistarmanna (FSST). Stofnendur FSST eru margir landsþekkt tónlistarfólk, t.a.m. Bubbi Morthens, Selma Björnsdóttir og GDRN. Það er mikilvægt að fólk í svo viðkvæmri atvinnugrein hafi hátt um kjör sín. Hins vegar er vert að staldra við og skoða hverjir það eru innan geirans sem berjast fyrir bættu ástandi. Margt fólk skapar og flytur tónlist án þess að reiða sig á það sem aðaltekjulind. Áhrif faraldursins á fólk í þeirri stöðu eru aðallega missir á tækifærum til þess að koma sér á framfæri, sem í kjölfarið kemur í veg fyrir að ungt tónlistarfólk geti seinna meir reitt sig á tónlist til viðurværis. Með því markmiði að skoða þetta sjónarhorn ræddi ég við tónlistarkonurnar í Gróu, Kristínu S esselju og gugusar. Við töluðum um hvernig ástandið hefur áhrif á starf þeirra, mikilvægi tónleika og sýnileika tónlistarfólks í þessu ástandi. Tónlistarkonurnar eru allar á sama máli hvað tónleika varðar. Þeir eru bæði mikilvægasta tekjulindin og helsta leiðin til þess að koma sér á framfæri. „Að spila á tónleikum hefur alltaf verið mjög stór partur af okkar hljómsveit og algjörlega okkar leið til að koma okkur á framfæri. Þannig getum við algerlega ráðið á hvaða máta og hvernig við viljum að
There’s no need to comment on COVID-19’s impact on the world. We experience it in our own skin each day. Social norms have changed radically in an unprecedented manner over a short period of time. News of increasing unemployment and shouts of government inaction toward individual industries have been rampant. The cultural sector is one industry that has been hit hard. Cultural institutions are now eagerly trying to make their services accessible digitally or remotely, at least as long as guests cannot be welcomed in person. Renowned musicians have spoken out and criticised authorities for their lack of response to the crisis. For example, an interest group for independent musicians was founded in response to the situation: the Association of Independent Musicians. The founders are mostly nationally famous artists, for example Bubbi Morthens, Selma Björnsdóttir, and GDRN. It is imperative that people in such a delicate industry speak up about their situation. However, it is also important to stop and examine which actors in the music industry are fighting for an improved situation. Many people create and perform music without relying on it as their primary source of income. The pandemic’s impact on people in such positions is mainly the loss of opportunity to further their careers. This loss of opportunity makes it impossible for young musicians to survive off their work. With the aim of examining this point of view, I spoke with the members of Gróa, Kristín Sesselja, and gugusar, all young independent musicians. We spoke about how the situation affects their work, the importance of concerts, and the visibility of artists during times like these. The artists are in agreement when it comes to concerts. Concerts are their most important source of income and main platform for promotion. “Playing concerts has always been a big part of our band and definitely our way of promoting ourselves. In that way, we can completely control how we want
54
THE STUDENT PAPER
upplifunin af tónlistinni okkar sé,“ fékk ég í svari frá hljómsveitinni Gróu. Gróa hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína og almenna spilagleði. Spurðar út í hvernig þeim litist á framtíð án tónleikahalds svara þær „Það gæti alveg verið áhugavert en það myndi sökka svo mikið! Því það er svo gaman að fara á tónleika. Það er best að fara á góða live-tón leika og dansa af sér rassinn. Og að spila fyrir fólk að dansa er líka best í heiminum. Það er svo allt öðruvísi að spila tónleika á netinu til dæmis, vegna þess að þeir tónleikar eru oft aðgengilegir að eilífu sem er skrítið að hugsa um, og það hamlar tilraunamennsku að einhverju leiti.“ Ástandið stöðvar auðvitað ekki bara tækifæri heima fyrir heldur líka erlendis. Kristín Sesselja gaf út sína fyrstu stuttskífu aðeins 17 ára gömul og er nú komin á samning við dreifingarfyrirtækið AWAL sem staðsett er í Svíþjóð. Áform um að koma fram á Norðurlöndunum og að taka upp tónlistarmyndband í Svíþjóð þutu því út um gluggann. Kristín segir að þetta geri henni hins vegar kleift að einbeita sér frekar að íslenskum markaði. Viðbrögð Kristínar og samstarfsmanns hennar,
Gróa
Baldvins Snæs, við þessum takmörkunum eru af stóísku meiði „Allt þetta hvetur okkur að horfa inn á við og hægja á okkur.“ Kristín segir þau Baldvin nota tímann til þess að læra og þróa verkefnið áfram. Vinsældir Guðlaugar Sóleyjar, sem er betur þekkt sem gugusar, hafa vaxið hratt á síðastliðnum vikum. Fyrir ári síðan var hún að spila á félagsmiðstöðvarböllum en kom fram fyrir nokkru í Vikunni með Gísla Marteini. Stutt er síðan Guðlaug byrjaði að afla tekna fyrir tónlist sína en hún leggur mikið vægi í tónleika, líkt og framangreindar tónlistarkonur. Hún hefur þurft að fresta útgáfutónleikum sínum tvisvar auk þess að missa af tækifærum sem felast í því að koma fram á tónleikahátíðunum Innipúkanum og Airwaves. Hún segist nýta tímann í stúdíóinu sínu í að semja á meðan ekki er hægt að gera neitt annað. „Ég hef einbeitt mér meira að nota samfélagsmiðla, reyni að vera virk á þeim og reyni að fá fólk til þess að ekki gleyma mér,“ segir hún. En það er örugglega áskor un sem tónlistarmenn glíma margir við: að gleymast ekki í flæmi og fjölbreytileika tónlistaratriða. Tónlistarkonurnar eiga það allar sameiginlegt að vera í erfiðri stöðu. Þær eru allar komnar á veg með ferilinn sinn. Hins vegar eru þær í því ástandi að hafa ekki notið tækifæranna sem gerir þeim kleift að lifa á listinni. Á meðan óvíst er hvenær faraldrinum ljúki kviknar upp spurning in hvort að samfélagsmiðlar og stöðug viðvera tónlistarfólks á netinu sé það sem koma skal. Það er erfitt að ímynda sér heim án tónleika. Hins vegar hefur stofutónleikar fjölgað, bæði hér og erlendis. Augljóst er að það eru fleiri aðilar í tónlistariðnaðinum sem hafa hagsmuna að gæta í faraldrinum heldur en þeir sem framfleyta sér á tónlistinni einni saman. Það er mikilvægt að þessar raddir heyrist, samhliða háværari röddunum, til þess að hægt sé að mynda stefnumótun sem hagnast öllu tónlistarfólki. Ekki bara því frægasta.
BREYTT LANDSLAG TÓNLISTAR THE CHANGING SCENES OF MUSIC
the experience of our music to be,” says the band Gróa. Gróa has garnered a lot of attention for their music, stage presence, and general playfulness. When asked how they would feel about a future without concerts, they replied: “It could be interesting, but it would suck so much! Because it’s so fun going to shows. It’s the best thing in the world to go to a good live show and dance your butt off. And to play in front of people dancing is the best thing in the world. It’s so different playing a show online, for example, because that type of concert is often accessible forever, which is weird to think about, and it prevents experimentation to some degree.” The situation caused by the pandemic hasn’t just inhibited opportunities here in Iceland, but abroad as well. Kristín Sesselja released her first EP at the age of 17 and now has a contract with Swedish-based distribution company AWAL. Plans for touring in the Nordic countries and recording a music video in Sweden sadly fell through. Kristín says this allows her to focus more on the Icelandic market. Kristín and her musical partner Baldvin Snærs have a rather stoic reaction to the restrictions in place: “All of this encourages us to look inside ourselves and slow down.” Kristín explains that she and Baldvin are using this time to learn and develop their project. The popularity of Guðlaug Sóley, better known as gugusar, has increased rapidly in the last few weeks. A year ago she was playing at dances at her local youth club, but she recently performed on the TV show Vikan með Gísla Marteini. Guðlaug has just recently started earning money from her shows, and, like the other musicians we spoke with, believes concerts are very important. She has had to postpone her release show twice, as well as missing out on performing at large festivals like Innipúkinn and Iceland Airwaves. While nothing else can be done, she’s using her time to write in the studio. “I have focused on using social media more. I try to be active there and to keep people from forgetting me,” she says. This is probably a challenge many musicians face: to not find themselves lost in a sea of diverse musical acts. All the musicians we talked to share the commonality of being in a difficult position. They have all progressed in some way with their careers, but they are now in a situation which prevents them from enjoying the opportunities they need in order to make a living through music. While it’s unclear when the pandemic will end, the question arises whether social media and the constant presence of musicians online is the future. It is difficult to imagine a world without concerts, even though living room shows are on the rise. It’s obvious that it isn’t just musicians who live off their work who are being affected by the pandemic. It is important that these other voices are heard, parallel to the louder ones, if we’re going to implement policies that benefit all musicians. Not just the most famous ones.
55
STÚDENTABLAÐIÐ
Gömul og góð íslensk orðtök GREIN ARTICLE Ásdís Eva Goldsworthy
Ef til vill hafa einhver ykkar upplifað það að hlusta á hljóm sveitina Sálina hans Jóns míns eða Stuðmenn og fundist þið hverfa inn í textann og tónlistina. Farið svo að raula lagið í tíma og ótíma. Skyndilega verður ykkur ljóst að ákveðið orðtak kemur fyrir í textanum sem hefur merkingu sem ligg ur ekki endilega í augum uppi við fyrstu sýn. Þ annig syngur Stefán Hilmarsson „ég veit ei lengur hvað má stóla á, ég treysti þér sem nýju neti…“ eða þegar Stuðmenn s yngja „stöndum þétt saman, snúum bökum saman…“ Hér má finna orðtök í textanum en íslenska tungan býr yfir mikið af skemmtilegum orðtökum sem auðga málið. Orðtök þessi voru eitt sinn algeng í talmáli en hafa hopað fyrir litlausara máli eða erlendum slettum. Hér verða kynnt nokkur orðtök, þýðing þeirra og upp runi. Ég hvet ykkur til að nota einhver þeirra til gamans og til að auðga fallega málið okkar.
HAFA ASKLOK FYRIR HIMINN Vera þröngsýnn, vera hugsjónasnauður Askur er kringlótt matarílát úr tré sem er með lok. Askurinn fór að tíðkast á Íslandi eftir miðaldir og var venjan sú að hver einstaklingur á heimilinu ætti sinn eigin ask. Mat var síðan skammtað í askinn hvert kvöld.
TAKA Á BEINIÐ Að vera skammaður Í Menntaskólanum á Akureyri var það venja, um 1930, að skólameistarinn kallaði til sín á skrifstofuna nemendur sem höfðu ekki hagað sér sem skildi. Allir vissu að nú myndu þeir fá tiltal. Inni á skrifstofu skólameistarans var hvalbein (hryggjarliður úr steypireyði) sem var notað sem sæti fyrir þann nemanda sem ræða átti við. Þetta varð til þess að farið var að tala um „að vera tekin á beinið“ þegar skólameistari ávítaði einhvern. Hefur þetta orðtak haldist í málinu.
ÞREYJA ÞORRANN OG GÓUNA Að bíða lengi Í norræna tímatalinu var árinu skipt í sex sumarmánuði og sex vetrarmánuði. Þorrinn hefst á 13. viku vetrar, eða um miðjan janúar og góu lýkur á mánudegi í 22. viku vetrar, eða um miðjan mars. Eins og við ættum flest að vita er á þess um tíma árs oftar en ekki vonskuveður, kalt og dimmt. Fólk beið þá jafnt sem nú eftir betri og bjartari dögum vorsins.
„Ég var tekinn á beinið fyrir að hafa mætt of seint í vinnuna.“
VILJA UPP Á DEKK Skipta sér af, koma sínu á framfæri Dekk (einnig þekkt sem þilfar) er gólf sem liggur yfir skips skrokknum, að hluta til eða öllum, og á að verja áhöfn og farm fyrir veðri og vindum. Dekkið er einnig aðalvinnusvæði skipsins. Sá sem er upp á dekki er að vinna hörðum hönd um og þeir sem eru að þvælast á dekkinu eru einfaldlega fyrir og ættu því ekki að vera þarna.
„Hvað ert þú að vilja upp á dekk?! Það er ég sem er að keyra bílinn.“
TREYSTA (TRÚA) EINHVERJU SEM NÝJU NETI Treysta einhverjum eða einhverju fullkomlega Í dag nota sjómenn aðkeypt nælonnet en áður fyrr þurftu sjómenn að riða (þ.e. búa til) net sín sjálfir heima hjá sér og voru þessi net oft ekki úr góðu efni og slitnuðu því fljótt. Nýj ustu netin voru þau sem sjómennirnir gátu stólað mest á.
„Agnes neitar að íhuga annað sjónarhorn en hennar eigið, sú hefur asklok fyrir himinn.“
FARA Á FJÖRURNAR VIÐ EINHVERN Reyna við einhvern, daðra Hið mikla haf á það til að skola allskonar hlutum upp á land, og fóru því menn á fjörur til að gá hvort sjórinn hafi skolað einhverju heppilegu upp á land.
„Róbert fór á fjörurnar við Rósu þrátt fyrir að kærastinn hennar sæti hinum megin í herberginu.“
„Ég er hrædd um að við þurfum að þreyja þorrann og góuna eftir næsta partýi út af þessu COVID ástandi.“
SETJA EINHVERJUM BRODD Á BARKA Neyða einhvern til að þegja Orðtak þetta á sér uppruna í bardögum, þar sem mönnum er hótað lífláti ef þeir tala. Orðið broddur í þessu samhengi merkir oddur á eggvopni (t.d. á spjóti eða sverði).
„Með einu augnaráði setti hún brodd á barka eiginmanns síns.“
KASTA HNÚTUM Í EINHVERN Svívirða einhvern Veislur til forna enduðu stundum með svokölluðu hnútukasti, þar sem gestirnir köstuðu beinum í hvorn annan, en hnúta er annað orð fyrir bein. Vægast sagt hefur það ekki verið þægilegt.
„Hún var mjög reið út í manninn og kastaði hnútum í hann við hvert tækifæri sem hún fékk.“
„Ég treysti því sem nýju neti að þú myndir mæta tímanlega, og síðan kemurðu klukkutíma of seint!“
56
THE STUDENT PAPER
HAFA EKKI ROÐ VIÐ EINHVERJUM Jafnast engan veginn á við einhvern Hundar fengu oft roð til að bítast á um og sterkari hund urinn náði þá roðinu, því hinn hafði ekki roð við honum.
„Jónas er ágætis málari en hann hefur ekki roð við Botticelli.“
STANDA EKKI ÚR HNEFA Það að vera smávaxinn Um eitthvað sem er ekki stærra en lófabreidd er sagt að það standi ekki úr hnefa þegar gripið er um það. Þetta orðtak er notað um börn eða smávaxna menn. Í því felast ýkjur.
„Ég er bara 1.55 cm á hæð og stend því ekki úr hnefa miðað við hina í fjölskyldunni.“
HVAR KEYPTI DAVÍÐ ÖLIÐ Láta einhvern kenna á því Ekki er vitað nákvæmlega hver upptök orðtaksins eru. Þó er vitað að Íslendingar tóku þetta orðtak frá Dönum og það kemur upprunalega frá Þýskalandi. Hægt er að nota frasann á þrjár vegu: með sögnunum sýna, vita og komast að.
„Ég læt þig vita hvar Davíð keypti ölið ef þú svíkur mig í þetta skipti.“
RÍÐA Á VAÐIÐ Eiga frumkvæðið að einhverju, vera fyrstur til einhvers Komið frá því að besti reiðmaðurinn fór fyrst yfir ána til að athuga hvort það væri öruggt.
„Ég ætla að ríða á vaðið og tala við manninn.“
Stuðst var við bókina Íslensk Orðtök eftir Sölva Sveinsson við gerð þessarar greinar. Fyrir orðtakið „taka á beinið“ var stuðst við upplýsingar frá bókasafnsverðinum Brynhildi í Menntaskólanum á Akureyri. Fyrir orðtakið „hvar keypti Davíð ölið“ var stuðst við grein Guðrúnar Kvaran á
Vísindavefnum.
GREIN & TEIKNINGAR Auður Helgadóttir
Hugguleg stúdentaíbúð í samkomubanni
Það er vandasamt að koma sér fyrir í litlu rými, eins og t.d. í stúdíó íbúðum Stúdentagarða. Nú eru skrítnir tímar og samfélagslegar aðstæður gera það að verkum að við eyðum mun meiri tíma heima hjá okkur en vanalega. Þá getur verið gott fyrir fólk sem býr í lítilli íbúð að vera útsjónasamt og nýta rýmið sem best. Hvað er hægt að gera við þetta litla útskot? Af hverju er geymslan svona óþarflega stór og hvernig get ég nýtt hana? Hvernig er best að nýta íbúðina í að að sofa, elda, læra, horfa á þætti, prjóna og gera heimaæfingar, allt á sama stað? Hvernig er hægt að gera íbúðina notalegri? Lausnin þarf ekki endilega að vera dýr og óþarfi er að rjúka í IKEA til að kaupa allt sem vantar. Það er frábært að kíkja í Góða hirðinn eða aðra markaði sem selja notaða hluti og kaupa ódýra og nytsamlega hluti fyrir íbúðina – svo þarf líka oft ekki að kaupa neitt, bara að breyta til og lagfæra! Hér koma góð ráð og hugmyndir um hvernig þú getur gert lítið rými að betri íverustað.
57
STÚDENTABLAÐIÐ
KÓSÝ RÁÐ FYRIR SKAMMDEGIÐ Plöntur – kannski ertu með græna fingur og nærð af einhverri ástæðu að halda plöntum á lífi, skoðar vel hvernig eigi að hugsa um hverja plöntutegund fyrir sig eða kannski drepurðu allar plöntur sem þú snertir. Sama hvað, það sakar ekki að kaupa sér eina eða tvær plöntur. Það bætir bæði súrefnisflæðið og svo er notalegt að hafa sætar plöntur inni hjá sér. Kerti – Þegar svart skammdegið tekur yfir og það kólnar í veðri gefa kertaljós sérstaklega góða stemningu. Þess vegna getur verið gott að eiga kertastjaka sem hægt er að draga fram og kveikja á nokkrum kertum. Ilmkerti eru líka næs og geta verið falleg ásýndar sem skraut uppi á hillu. Ljósaseríur – Hvað er betra en kertaljós í skammdeginu? Seríur með hvítum ljósum lýsa upp rýmið með annarri birtu en loftljósin og gera rýmið huggulegra. Að setja seríu út í gluggakistu, á hilluna, við rúmstokkinn eða á listana sem notaðir eru til að hengja upp myndir gefur aðra og notalegri birtu. Lampar – Þeir taka ekki mikið pláss, en gefa oft frá sér þægilegri birtu en loftljósin. Þið eruð kannski farin að sjá mynstur í þessari grein, þar sem ekki er talað um neitt annað en þægilegt birtustig og kósýheit. Kannski eruð þið meira fyrir kaldari birtu, og það er líka í lagi. Þið gerið það sem viljið, það sem ykkur finnst best! Vekjaraklukka með ljósi – Það er erfitt að vakna á morgn anna þegar skammdegi vetrarins gerir vart við sig. Klukka sem lýsir upp íbúðina smátt og smátt hjálpar manni að aðlagast birtunni, og fyrir vikið verður bærilegra að vakna snemma. Mottur – Þegar þú vaknar á köldum vetrarmorgni og þarft að stíga fram úr rúminu er gott að vera með mjúka mottu sem tekur á móti þér. Mottur eru ekki bara góðar fyrir fæturna í kuldanum heldur geta þær hjálpað við að afmarka rými, t.d. með því að hafa mottu undir sófanum, við eldhúsið og rúmið.
PRAKTÍSK OG GÓÐ RÁÐ FYRIR ÍBÚÐINA ÞÍNA Það getur verið hvimleitt að búa á Stúdentagörðum, þar sem takmarkað má gera við rýmið sem maður hefur. Fáir hlutir komast fyrir, það getur verið erfitt að hengja upp myndir (það má þó nota listana), og ekki má mála eða stílfæra rýmið að vild. Stúdentagarðar eru oftast ekki langtíma kostur, en í þann tíma sem fólk er þar er gott að koma sér ágætlega fyrir. Hér verða talin upp nokkur praktísk ráð sem gera íbúðina auðveldari í notkun. Fiskikrókar og þunnt snæri – Þið hugsið kannski: hvað á ég að gera með fiskikróka og fiskisnæri í íbúðinni? Krókana og snærið má nefnilega nota til þess að hengja upp myndir. Ekki má negla í veggina, svo þá þarf að grípa til annarra ráða. Fiskikróka þarf að kaupa í veiðibúð, en snærið má kaupa í næstu byggingarvöruverslun. Þú festir snærið við myndina og fiskikrókinn, svo kemur þú króknum fyrir á listanum. Þannig er hægt að leika sér að því að skreyta íbúðina með fallegum myndum. Stækkanlegt borð – Það er hentugt að eiga borð sem hægt er að stækka. Borðið tekur lítið pláss þegar þú situr og drekkur morgunkaffið og borðar hafragrautinn. Á tímum sem þessum er ekki ráðlegt að halda stór matarboð, þó svo að það komi að því einhvern tímann. En kannski viltu meira borðpláss til þess að baka brauðbollur, eða súrdeigsbrauð og þá er gott að geta dregið borðið í sundur og sett það saman, og voilà! Stærra borð í hvelli, þegar þú þarft á því að halda. Speglar stækka rými – Fallegir speglar í allskonar lögun eru góðir til þess að stækka lítil rými. Rúmfatahirslur – Sniðugt er að nýta plássið sem er undir rúminu. Þar má t.d. geyma sængur, lök og kodda. Til þess að sængurfötin fyllist ekki af ryki og skít sem safnast gjarn an fljótt undir rúmi, er sniðugt að setja þau í rúmfatahirslur og skella þeim svo undir rúmið. Snagar á hurð – Sniðugt ráð við því að koma fyrir snögum, án þess að bora í veggi eða negla niður, eru snagar sem má setja efst á hurðir. Snagana má alltaf færa til á milli hurða og breyta ef fólk vill.
HUGGULEG STÚDENTAÍBÚÐ Í SAMKOMUBANNI
58
THE STUDENT PAPER
Nemendur vs. heimsfaraldur GREIN ARTICLE Dorota Julia Kotniewicz ÞÝÐING TRANSLATION Ragnhildur Ragnarsdóttir
Students vs. Pandemic
Meðan augu heimsins beinast að læknisfræðilegum og pólitískum hliðum heimsfaraldursins sem nú geisar, höfum við þurft að aðlaga daglegt líf okkar, þótt það rati ekki í fjölmiðla, að alveg nýjum reglum. Þegar vírusinn sneri heiminum á hvolf, var sem fólk reyndi að finna nýtt norm, til að öðlast jafnvægi og stuðning. En fyrir ákveðna hópa, eins og nema, og þá sérstaklega erlenda nema, er það háð mörgum hindrunum að finna jafnvægi í þessari nýju tilveru. ENGAR ATVINNULEYSISBÆTUR FYRIR NEMENDUR Það má segja að það sé kaldhæðni örlaganna að framhaldsneminn John kom til Íslands til að leita að friði. „Hvaða annað land í heiminum er betur til þess fallið?“ spyr hann. Eftir að hafa ferðast í nokkur ár um mið-Austurlönd og klárað starfsnám í Istanbul, þá ákvað hann að setjast að í Reykjavík og byrjaði að vinna á gistiheimili. Í janúar, rétt áður en faraldurinn braust út í Evrópu, sótti hann um framhaldsnám við háskólann. Í september, þegar ferðageirinn barðist í bökkum vegna ferðatakmark anna, stóð hann uppi án atvinnu og þar sem hann er nemi á hann engan rétt á atvinnuleysisbótum. Meðan margir samnemendur hans hafa áhyggjur af miklu vinnuálagi í skólanum, þá sér hann reikningana hlaðast upp og upplifir óvissu um hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Þrátt fyrir að John hafi verið að leita að vinnu núna í þó nokkurn tíma, mætir honum einungis þögn. Fyrir metnaðarfullan framhaldsnema er þetta mjög erfið staða og hann leiðir hugann að því að kannski sé eini möguleikinn að yfirgefa Ísland. Hann vonar að Erasmus styrkur til skiptináms í Þýskalandi muni koma til með að duga fyrir grunnþörfum, eins og mat og húsnæði, en það þýðir að hann þurfi að flytja aftur. Upplifun einangrunar og einmanaleika í þessu ástandi leiðir af sér stanslausa streitu og, eins og hann segir sjálfur, til þunglyndis á tímum. „Baráttan er raunveruleg,“ bendir hann á, „sérstaklega vegna óvissunnar. Ég veit ekki hvort próf in verða rafræn eða haldin í skólanum, þannig að ég get ekki farið og klárað önnina í mínu heimalandi. Ástandið heldur mér hér, án vinnu og með enga aðra möguleika en að taka lán.“ Beðinn um að lýsa tilfinningum sínum í einu orði, segir hann að það sé einfaldlega, „gremja“.
While the eyes of the world are being directed toward the medical and political aspects of the ongoing pandemic, our daily lives, although not in the headlines, have been violently plunged into a vortex of new rules. When the virus turned the whole world upside down, it seems like people started looking for the “new normal” in search of stability and support. But for certain groups, like students – foreign students in particular – seeking normality is a battle with many opponents. NO UNEMPLOYMENT BENEFITS FOR STUDENTS
Ironically, postgraduate student John came to Iceland to strive for peace. “What other country in the world could possibly better fit that description?” he asks rhetorically. After a few years of traveling extensively throughout the Middle East and completing an internship in Istanbul, he decided to settle down in Reykjavik and started working at a guesthouse. In January, right before the pandemic broke out in Europe, he applied for a postgraduate program at the university. In September, when the tourism sector was struggling again due to lack of customers, he was left with no job, and, being a student, no right to unemployment benefits. While many of his classmates worry about their workload at university, he faces mounting bills and the rising uncertainty of what the future will bring. Although John has been looking for a job opportunity for quite a while now, the answer is always silence. For an ambitious postgraduate student, that is a painful reality that leads him to think he may be forced to leave Iceland. He hopes that an internship with an Erasmus scholarship in Germany, although it will require him to move again, will allow him to meet his basic needs, like food expenses and accommodation. The feelings of isolation and abandonment he’s experienced in these circumstances have created constant stress, and, as he mentions, led to depression at some point. “The struggle is real,” he emphasizes, “especially because of the uncertainty. I don’t know if my exams will be online or on campus, so I can’t go back to my home country and finish the semester over there. It keeps me here, with no job and no other options but a loan.” When asked how he would describe his feelings in one word, he simply says, “frustration.” DIFFICULTIES FINDING A JOB
ERFIÐLEIKAR VIÐ AÐ FINNA VINNU Erfiðleikarnir á vinnumarkaði hafa undanfarið verið aukin áskorun fyrir marga nemendur. Einn nemandi, sem vill ekki koma fram undir nafni, lifir af sparnaði sínum og reiðir sig að hluta til á stuðning fjölskyldu sinnar. Hún segir að þetta sé alltaf að verða erfiðara. Hún hefur verið að sækja um vinnur þar sem ekki er krafist þess að umsækjendur tali reiprennandi íslensku, en þar sem flestir slíkir vinnustaðir reiða sig á erlenda gesti þá eru margir þeirra að hætta rekstri og segja upp sínu fólki, eða eru að bíða eftir að ástandið lagist áður en þeir ráða nýtt fólk. Fyrir fólk eins og hana sem er nýkomið til landsins eru möguleikarnir mjög takmarkaðir og nánast ekki fyrir hendi. Hún viðurkennir að aðstæðurnar skapi mikinn kvíða hjá sér. „Það er ekki möguleiki fyrir mig að halda áfram í námi án nægjanlegs fjármagns. Ég hugsa einnig um framtíð
The difficult job market has been a growing challenge for many students lately. One student, who chose to remain anonymous, is currently living off her savings, partially relying on her family’s support, and says it is only becoming tougher. She’s applying to work at places that do not require Icelandic fluency, but as such places largely depend on foreign guests, many are suspending operations and laying off their employees or waiting for better times to hire new staff. For people like her, who just arrived in the country, the possibilities are very limited or even non-existent. She admits that the situation is causing severe anxiety. “It would be impossible for me to continue my
59
STÚDENTABLAÐIÐ
mína hér á Íslandi – og hvort hún sé yfir höfuð einhver.“ Hún lýkur námi eftir eitt ár, og hún er hrædd um að það sé ekki nægur tími til þess að ástandið batni og tryggi henni vinnu, jafnvel eftir útskrift. En hvað er hennar aðferð til að komast gegnum þessa erfiðu tíma? „Einbeita mér enn meira að náminu.“ FLUTNINGS MARTRAÐIR Jazmin var ekki einu sinni viss fyrr en á síðustu stundu hvort það væri möguleiki að hefja nám á þessu námsári. Draumanámið hennar, norr ænt meistaranám í víkinga- og miðaldafræðum er aðeins kennt við Háskóla Íslands, og hún þurfti að flytja fjöll til að láta það gerast, þar sem hún kemur alla leið frá Mexíkó og inn í miðjan faraldur. „Þessi þrjú flug sem ég þurfti að taka tóku mest á taugarnar þegar ég var að flytja til Íslands. Ég þurfi ekki bara að borga helmingi meira en það kostar venjulega, heldur lifði ég í stöðugum ótta um að festast á einhverjum landa mærum í millilendingu.“ Það varð ekkert auðveldara þegar hún lenti loks á Íslandi. „Ég þurfti að leggja fram ákveðin skjöl á tilsettum tíma til að vera lögleg í landinu og til að mega stunda nám hér, en vegna COVID, eru allar skrifstofur í heimalandi mínu lokaðar. Nú er mánuður liðinn og allt er enn í ferli.“ Hún getur ekki beðið þar til þessi áhyggjuþáttur er yfirstaðinn og hún getur virkilega farið að njóta alls þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gífurleg festa hennar leiddi hana bókstaflega þvert yfir heimin, en Jazmin segir að það hafi allt verið þess virði. „Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vera hérna á Íslandi. Þrátt fyrir að það hafi verið stressandi í byrjun, þá er ég mjög örugg hérna og mér líður eins og það sé hugsað vel um mig bæði af starfsfólki og stjórnendum.“ Hún lítur björtum augum á framtíðina og vonar að aðstæður batni fljótlega. Þegar öllu er á botninn hvolft segir hún, „Ísland er frábært land að vera í“.
studies without sufficient finances. I am also thinking about my future here in Iceland – and whether I have any.” She is going to finish her studies in one year which, she is afraid, may not be enough time for the situation to recover and ensure her employment, even after graduation. What is her method for getting through difficult times? “Studying even harder.” MOVING NIGHTMARES
Jazmin wasn’t even sure until the last minute if it would be possible for her to start her degree this academic year. Her dream program, Viking and Medieval Norse Studies, is only taught at the University of Iceland, so she moved mountains to make it happen, coming all the way from Mexico in the midst of the pandemic. “The flights that I had to take were the most stressful part about moving to Iceland. Not only did it cost twice as much as it usually does, but I was just in constant distress that I would get stuck at one of the borders during a layover.” It did not get any easier when she finally landed on Icelandic soil. “I had to deliver certain documents in time to legalize my stay and studies here, but because of COVID, all the offices in my home country were closed. One month later and it is still in process.” She cannot wait until all the nerve-wracking parts are over and she can start fully enjoying what Iceland has to offer. Her enormous determination led her to literally cross the world, but Jazmin says it is all worth it: “I am very grateful that I can be here in Iceland. Although it has been stressful at the beginning, I feel nothing but safe and secure here and I feel well taken care of by both staff and administration.” She looks to the future with optimism, hoping the situation will soon get better. At the end of the day, “Iceland is a perfect country to be in,” she says. NEW REALITY OF WORK AND STUDIES
NÝR VERULEIKI VINNU OG NÁMS Hins vegar hefur vírusinn og þær takmarkanir sem útbreiðslu hans fylgja einnig haft áhrif á nám nemenda. Frá upphafi námsársins hafa flestir tímar farið fram rafrænt til að lágmarka smit. Meiting, sem er að læra um endurnýtanlega orku, sér bæði kosti og galla í þeirri ráðstöfun. „Þetta býður upp á sveigjanleika sem er löngu tímabær, sérstaklega fyrir marga samnemendur mína sem margir hverjir eiga fjölskyldur og eru með vinnuskyldur. Þótt það geti verið erfitt að sitja allan daginn fyrir framan tölvuskjáinn, þá held ég að rafrænt nám sé framtíðin. Þetta gefur fólki meiri möguleika og þar af leiðandi betra aðgengi að háskólanámi.“ Fyrir henni er „öryggið í forgrunni“. Meiting segir að undanfarið sé hún virkilega farin að meta vinsældir streymis, þar sem að þrátt fyrir samkomutakmarkanir hefur hún getað haldið áfram vinnu sinni fyrir Nordic China Startup Forum, alþjóðleg frjáls félagasamtök sem er að hluta til byggð á samskiptum. Þrátt fyrir að samtökin standi fyrir meira en 80 viðburðum á ári í mismunandi borgum um allan heim, þar á meðal á háskólasvæðum, viðurkennir hún að það sé áskorun að ná eins góðu sambandi við alla meðlimi samtakanna, á rafrænan hátt.
NEMENDUR VS. HEIMSFARALDUR STUDENTS VS. PANDEMIC
However, the virus and the restrictions following its spread also affected students' studies. Since the start of the academic year, most classes have been held online to minimize the risk of infection. Meiting, who is studying renewable energy, sees both pros and cons in that arrangement. “It gives us much-needed flexibility, especially to my classmates, since most of them have families or work obligations. Although it is sometimes frustrating to sit all the time in front of the computer, I think that at the end of the day, online classes may be the future of education. This way, people would have more options and therefore easier access to academic studies.” She also points out that, for her, it’s “safety first.” Meiting says that lately she has started to really value the popularization of online streaming, which, despite the gathering restrictions, allows her to keep on working for the Nordic China Startup Forum, the international NGO that is particularly based on community. Although the organization usually holds more than 80 events a year in multiple cities around the world, including some on our university campus, she admits it has become challenging to reconnect online with members the way they used to.
60
LASER
THE STUDENT PAPERVið erum á Facebook
og Instagram
/Augljos
AU G N A Ð G E R Ð I R Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir
Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is
Hvar er besta Hámukaffið? Where is the Best Háma Coffee?
GREIN ARTICLE Katla Ársælsdóttir MYND PHOTO Sædís Harpa Stefánsdóttir
ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers Ég geri ráð fyrir því að það séu fleiri háskólanemar eins og ég sem drekka mjög mikið kaffi. Sjálf hef ég farið í gegnum fjölmörg kaffikort á mínum háskólaferli og eytt meiri pening í kaffi en ég kæri mig um að vita. Kaffið í Hámu hefur hjálpað mér í gegnum súrt og sætt, hvort sem það séu erfið verkefnaskil eða huggulegt spjall með vinum á Háskólatorgi. Ég hef oft orðið vitni að heitum umræðum um það hvaða Háma geymir besta kaffið, hvort að kaffistopp eigi að vera í Hámu í Odda eða á Háskólatorgi og þar fram eftir götum.
I assume I’m not the only university student who drinks a whole lot of coffee. Personally, I’ve gone through a number of coffee cards over my college career and spent more money on coffee than I care to know. Háma coffee has been there with me through good and bad, whether I’m trying to finish a difficult assignment on time or having a cozy chat with a friend in the University Center. I’ve often witnessed heated arguments about which Háma location has the best coffee, whether you should stop in for a cup of joe at Háma in Oddi, Háma in the University Center, or another one entirely. In an issue of the Student Paper last year, I tackled a similarly controversial topic: frozen pizzas. That’s why I felt it was time to take matters into my own hands and get to the bottom of the coffee question. As there are Háma locations in many different uni-
61
STÚDENTABLAÐIÐ
Í Stúdentablaðinu í fyrra tók ég fyrir álíka umdeilt mál sem varðaði frosnar pítsur. Þess vegna taldi ég tilvalið að taka kaffimálið í eigin hendur og skera úr um málið. Þar sem Háma er staðsett í hinum fjölmörgu byggingum Háskólans sem eru að finna víða um borgina ákvað ég að takmarka heimsóknirnar við fimm verslanir Hámu. Sömuleiðis drakk ég einungis svart uppáhellt kaffi. Svo skiptir auðvitað máli hversu lengi uppáhellingin hefur staðið og reyndi ég því eftir fremsta megni að heimsækja kaffistofurnar á svipuðum tíma dags. Háskólatorg Ég álykta sem svo að þetta sé sú Hámuverslun sem er best þekkt og sú sem mest er verslað við. Ég er í þeim hópi sem verslar nokkuð mikið við þau. Þessi tiltekni kaffibolli sem tekinn er fyrir þótti mér nokkuð þunnur og það mikið eftirbragð. Ég ætla samt ekki að ganga svo langt að segja að hann hafi verið vondur, en það er rými til úrbóta. Oddi Næst skellti ég mér í Odda. Ég hef margoft verslað við þessa kaffistofu enda í grennd við þær byggingar háskólans sem ég ver hvað mest um tíma í. Sömuleiðis er oft minni röð og umhverfið huggulegra en á Háskólatorgi, að mínu mati. Kaffið fannst mér bragðgott, það var ekki sterkt en myndi alls ekki teljast þunnt. Eftirbragðið var ágætt og ekki yfirgnæfandi. Ég var almennt nokkuð ánægð með þennan bolla. Stakkahlíð Ég verð að segja að í Stakkahlíðinni varð ég fyrir örlitlum vonbrigðum með kaffibollann minn. Hann var beiskari og þynnri en þeir sem ég hafði bragðað á undan. Það má vel vera að ég hafi komið á óheppilegum tíma og að kaffið hafi mögulega staðið lengur en venjulega. Þetta var ekki alslæmur kaffibolli og ég myndi drekka kaffi úr þessari Hámuverslun aftur, en líkt og með Hámubollann á Háskólatorgi þá tel ég að það sé rými til úrbóta. Tæknigarður Ég verð að viðurkenna að áður en ég gerði mér sérstaka ferð til að fá mér einn kaffibolla þá hafði ég aldrei komið hingað inn áður. Sem er svo sem skiljanlegt í ljósi þess að ég er hugvísindanemi og hef aldrei haft neina sérstaka ástæðu til þess. Kaffið sem ég fékk var ágætt. Eftirbragðið var ekki mikið og ég myndi ekki segja að það hafi verið þunnt, en ég myndi heldur ekki lýsa því sem bragðgóðu. Engu að síður var gaman að prófa eitthvað nýtt og drekka Hámukaffi í nýju umhverfi. Eirberg Mig langar að byrja á að taka það fram að Háma í Eirbergi minnti mig mjög mikið á Hámu í Árnagarði. Fyrir hugvísindanema sem hefur misst Hámu úr elsku Árnagarði var því súrsæt upplifun að ganga inn í Eirberg. Hvað kaffið varðar var það bragðmikið og eftirbragðið töluvert mikið, meira en ég tel óskandi. Þá verð ég samt að játa að mér fannst Eirberg huggulegasti staðurinn til að drekka kaffið mitt. Ég fann hlýja strauma þarna inni. Niðurstaða Samkvæmt mjög óformlegri skoðanakönnun verður að segjast að besti kaffibollinn sem ég sötraði var í Odda. Þá er vert að taka fram að það eru auðvitað margar breytur sem spila þar inn í. Til að mynda hversu lengi kaffið hefur staðið, hver hefur hellt uppá þessa tilteknu uppáhellingu, gerð uppáhellingarvélarinnar og auðvitað einungis fimm verslanir teknar fyrir. Hver veit nema að besta uppáhellingin leynist til að mynda í Læknagarði?
HVAR ER BESTA HÁMUKAFFIÐ? WHERE IS THE BEST HÁMA COFFEE?
versity buildings across the city, I decided to limit my survey to five. I also only drank black coffee. Of course, how long the coffee has been sitting in the pot makes a difference, so I did my best to visit each café around the same time of day. The University Center I would bet that this is the best-known and most heavily trafficked Háma location. I’m one of the students who goes there a lot. The particular cup of coffee I judged was rather weak and had a strong aftertaste. I wouldn’t go so far as to say it was bad, but there was room for improvement. Oddi Next, I popped over to Oddi. I’ve gone to this café a lot, as it’s near the university buildings where I spend the most time. It has a cozier atmosphere than the University Center, in my opinion, and the line is often shorter. The coffee tasted good, not too strong but certainly not weak. The aftertaste was good and not overwhelming. In general, I was pretty pleased with this coffee. Stakkahlíð I have to say that I was a bit disappointed with my coffee at Stakkahlíð. It was weaker and more bitter than the ones I had tasted before. That could very well be because I came at an inopportune time and the coffee had been sitting out longer than usual. It wasn’t terrible, and I would drink another coffee from this Háma in the future, but just like the University Center coffee, I think it could use some improvement. Tæknigarður I have to admit that I had never been here until I made a special trip to get a coffee, which is understandable, since I’m a humanities student and never had any particular reason to visit Tæknigarður before. The coffee here was good. There was less of an aftertaste, and I wouldn’t say it was weak, but I also wouldn’t describe it as flavorful. Still, it was fun to try something new and drink a Háma coffee in different surroundings. Eirberg I’d like to start by noting that Háma in Eirberg very much reminded me of Háma in Árnagarður. For a humanities student who has missed Háma in our beloved Árnagarður, walking into Eirberg was a bittersweet experience. As far as the coffee went, it was strong, with considerably more of an aftertaste, more than I’d like. But I have to admit, I thought Eirberg was the coziest place to drink my coffee. I felt warm vibes there. Conclusion According to my highly informal study, the best cup of coffee I sipped was from Oddi. Of course, it must be noted that there are many factors that come into play here, such as how long the coffee has been sitting out, who brewed it and with what type of coffee machine, and of course the fact that I only tried five Háma locations. Who knows, maybe the best cup is hiding in Læknagarður.
62
THE STUDENT PAPER
Kaffihúsið fært heim GREIN ARTICLE Unnur Gígja Ingimundardóttir
Laufin falla til jarðar, golan kólnar og myrkrið kemur fyrr á kvöldin. Haustið er komið. Þráin eftir rjúkandi kaffibolla sem yljar manni að innan. Andskotans Covid. Örvænting, komin með leið á svörtum uppáhellingnum. Nýr mjólkurflóari. Afrakstur sparnaðar vegna minnkandi kaffihúsasetu. Gerðu hann heima. Síróp að eigin vali, kannski rjómasletta eða sykurskraut. Latte-lepjandi heimabruggari.
MYND PHOTO Sædís Harpa Stefánsdóttir LATTE Innihald – Mjólk sem freyðir (G-mjólk eða Barista merkt tegund) – Síróp að eigin vali (ég notaði karamellu- og piparkökusíróp) – Sterkt kaffi (espresso eða Nespressokaffi ætlað í mjólkurdrykki) – Saltkaramellusykur (Nicholas Vahé) og kanill til skrauts (ef vill) Aðferð – Mjólkin flóuð (ég nota mjólkurflóara frá Nespresso) – Síróp sett í botn bollans – Espresso hellt út í bollann. Ég velti bollanum aðeins um til að blanda sírópinu við. – Mjólkinni hellt út í – Skreytt að vild – Ég gerði tvær útgáfur, Latte með piparkökusírópi, skreytt með kanil, og karamellusírópi, skreytt með saltkaramellusykri.
ÍSKAFFI Innihald – Vanillumjólk (sjeik mjólk sem fæst út í búð, eins og Joe & the Juice nota. Fyrir vegan mæli ég með vanillubragðbættri vegan-mjólk) – Klakar – Þykk karamella (má sleppa, ég nota saltkaramellu frá Stonewall Kitchen) – Síróp að eigin vali – Sterkt kaffi (espresso eða Nespresso kaffi ætlað í kalda drykki) Aðferð – Klakar, síróp og mjólk sett í blandara og hrært saman þar til það verður að mjólkurkrapi – Glas smurt að innan með karamellunni og mjólkurkrapinu síðan hellt út í. – Kaffiskoti hellt út í (ég nota Nespresso vél, læt glasið undir, vel espresso stillinguna og horfi svo á kaffið blandast fallega við krapið) – Karamella til skrauts og einnig má bæta þeyttum rjóma ofan á.
63
STÚDENTABLAÐIÐ
Fimm bækur til að lesa í haust GREIN ARTICLE Katla Ársælsdóttir MYNDIR PHOTOS Sædís Harpa Stefánsdóttir Nú er haustsins grámi formlega tekinn við af sólríku sumr inu og dagarnir farnir að styttast töluvert. Þá er upplagt að finna góða leið að dægrastyttingum, bæði í takt við veðráttu og ástandið í samfélaginu. Líkt og bókmenntafræðinema sæmir finnst mér lestur góður kostur til slíkra dægrastyttinga. Þess vegna mæli ég með fimm bókum sem ég tel fullkomnar til lesturs að hausti. Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur Þetta er allra uppáhaldsbókin mín og ég tala um hana í tíma og ótíma. Steinunn Sigurðardóttir lýsir lífi Öldu Ívarsen, miðaldra tungumálakennara við Menntaskólann í Reykjavík, á ljóðrænan og einstakan hátt. Alda er í góðri fjárhagslegri stöðu þökk sé foreldrum sínum og lifir góðu lífi í fyrrum húsakynnum þeirra í vesturbæ Reykjavíkur. Hún hefur alltaf verið sjálfstæð og kærir sig lítið um almenningsálit þar til einn daginn rambar hún á ástina sem umturnar lífi hennar að eilífu. Kannski er það af því að sagan hefst á skólasetningu MR að hausti að mér finnst hún svona kjörinn lestur á þess um árstíma. Ég hef lagt það í vana minn að lesa þessa bók á hverju hausti og ég mæli með að þú gerir slíkt hið sama. 10,5/1,5 eftir Viktoríu Blöndal Ég hef mjög gaman af ljóðum og les mikið af þeim. Ljóðabókin 10,5/1,5 kom út í sumar og fannst mér þá kjörið að lesa hana nú þegar hún er tiltölulega nýkomin á markaðinn. Ljóðabókin er fyrsta bók höfundar og saman stendur einna helst af ljóðum og stuttum textum um hversdagsleikann. Ritstíll Viktoríu er ferskur, raunsær og fyndin sem gerir það að verkum að samtíminn er settur í skemmtilegt samhengi í textanum. Hún tvínónar ekki við hlutina í frásögnum sínum og ég efast ekki um að flest nái að tengja við einhver ljóð bókarinnar. Karítas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur Í þessari sögu er sagt frá ævi Karítasar Jónsdóttur, ungrar konu á fyrrihluta 20. aldar. Karítas á erfitt uppdráttar, faðir hennar deyr ungur og móðir hennar berst mjög hart að því að koma öllum sínum börnum til menntunar. Við fylgjum Karítas í gegnum erfið tímabil í lífi hennar sem litast af
sorg, örvæntingu og missi en einnig af hamingju og ást. Þá fá lesendur verksins einnig innsýn í stöðu og hlutskipti kvenna á Íslandi á árum áður. Karítas er mörgum kostum gædd og er hæfileiki hennar á sviði myndlistar einn af þeim. Hún upplifir mikla togstreitu á milli þess sem skiptir hana mestu máli, þ.e. ástarinnar og listarinnar. Þessi bók er ótrúlega áhugaverð og mér þótti mjög vænt um að fá svo hreinskilna og góða innsýn í líf íslenskra kvenna á þessum tíma. Þrátt fyrir að Karítas hafi verið uppi fyrir um það bil hundrað árum fannst mér ég skilja og jafnvel tengja við margt sem hún var að ganga í gegnum. Pride and Prejudice eftir Jane Austen Ég verð alltaf svolítið rómantísk í mér á haustin. Til að upp fylla ástarþrána sem býr í mér þegar trjálaufin visna finnst mér klassískar og jafnframt mjög dramatískar umfjallanir um ástina henta sérstaklega vel. Þess vegna mæli ég með sögunni um Elizabeth Bennet, breska sveitalífið snemma á 19. öld og togstreituna um hvort skuli ganga í hjónaband vegna ástarinnar eða fjárhags. Eitt helsta deilumál lesenda verksins er hvort að Mr. Darcy sé algjör auli eða misskilin persóna, og það er komin tími til að finna endanlega niðurstöðu í því máli. Kláði eftir Fríðu Ísberg Sögurnar í smásagnasafni Fríðu eru sjálfstæðar frásagnir ólíkra persóna í samtímanum. Ritstíllinn er einfaldur en fallegur og auðvelt er að hrífast með frásögninni frá byrjun. Það eina sem allar persónur sagnanna eiga sameiginlegt er að finna fyrir einhverskonar óþægindum eða kláða undan kröfum og væntingum samfélagsins. Það er fullkomið að grípa þessa bók og lesa eina smásögu þegar þörf er á að hvíla námsbækurnar í örskamma stund.
64
THE STUDENT PAPER
Það sem Ísland hefur ekki lært af COVID-19 GREIN ARTICLE Dylan Herrera & Eva Margit Wang Atladóttir ÞÝÐING TRANSLATION Eva Margit Wang Atladóttir
What Did Iceland Fail to Learn from COVID-19?
COVID-19 faraldurinn hefur verið í vexti um allan heim síðan í byrjun mars og viðist ekki vera á förum. Til að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp var komin í samfélaginu lokaði Ísland, sem hluti af Schengen-samstarfinu, landamærum sínum fyrir öllum ferðamönn um frá löndum utan Evrópusambandssins og Schengen svæðisins. Á Íslandi áttu sér stað ein árangursríkustu viðbrögð heims við COVID-19 faraldrinum og í kjölfarið slapp landið sem betur fer við neyðarlokun, lögreglueftirlit að nóttu til og tíðar fregnir af andlátum ástvina. Eftir álagið sem fylgdi þessum dögum þar sem landamæri Íslands voru að hluta til lokuð, og þann árangur sem náðist við að fletja kúrvuna, var Ísland orðið að eins konar fjarstæðukenndum raunveruleika. Landi þar sem COVID-19 sást í sjónvarpinu en var ekki stór hluti af hversdags leikanum, fyrir utan áminningar um fjarlægðartakmörk og einstaka sprittbrúsa hér og þar. En fyrir utan Ísland höfðu neyðarlokanir og meðfylgjandi takmarkanir á ferðafrelsi einkennt fyrri hluta árs og var þar talað um „stríðið gegn COVID-19“. Á meðan þessu stóð tilkynntu fréttamiðlar á borð við CNN að á Íslandi hefði faraldurinn aldrei náð almennilegri fótfestu. Nú eru Íslendingar hins vegar að kljást við þriðju bylgju heimsfaraldursins líkt og í þeim löndum þar sem losað var um hömlur fyrr í sumar. Hvað fór úrskeiðis? Hvað var það sem við lærðum ekki af fyrstu bylgju? 1 Landamærin eru ekki eina hættan Lega landsins er náttúruleg hindrun sem hefur haldið Íslandi frá ýmsum hættum af meginlandi Evrópu ... en ekki COVID-19. Upphaf þriðju bylgju COVID-19 faraldursins á Íslandi sýnir okkur að, líkt og öðrum löndum, mistókst okkur að halda veirunni almennilega í skefjum. Íslendingar slökuðu örlítið á COVID-kvíðanum í sumar og urðu einnota hanskar sjaldséðari í verslunum og öll minning um fjarlægðartakmarkanir hvarf. Það var ekki fyrr en nýlega sem fólk fór að bera grímur fyrir vitum á göt um og í almenningsrýmum en grímur hafa mikið verið notaðar erlendis í stríðinu gegn veirunni. Engir túristar virtust jafngilda engri smithættu í augum Íslendinga. En upp úr miðjum september varð mikil aukning á einstaklingum sem greindust með COVID-19, en ólíkt því sem átti sér stað í fyrstu bylgju faraldursins var stór hluti hinna smituðu ekki í sóttkví. Stærstur hlutinýrra smita frá og með 1. október var greindur í fólki á aldrinum 18–29 ára. 2 „Þetta kemur ekki fyrir mig“ Það var ekki að sjá á börum Reykjavíkur í sumar að COVID-19 hefði átt sér stað. Ólíkt öðrum þjóðum fengu Íslendingar nánast ótakmarkað ferðafrelsi og var sumarið draumi líkast samanborið við samkomubann vorsins. Engar fréttir bárust af greindum smitum í maí, júní og júlí sem fyllti Íslendinga af von fyrir haustið.
After the critical situation began in the beginning of March, Iceland, as a member of the Schengen Area, locked its borders to all non-Schengen and non-EU countries and had one of the most successful institutional responses to COVID-19. The result was that the country managed to evade total lockdowns, police patrols at night, and lines of cars in funeral processions. After the generalized stress of the lockdown and the later success in flattening the curve, Iceland entered a grey zone of surrealness, where COVID-19 was seen on TV but did not seem to be much a part of everyday life, except the 2-meter distance signs and hand sanitizer all around. While the world was talking about waging a war against COVID-19 and the rest of Europe had endured severe lockdowns and mobility restrictions, the worldwide media praised Iceland’s reaction to the pandemic. CNN, for example, described Iceland as a place where the coronavirus appeared to never have happened. Still, just like countries where people were “unleashed” this summer after spring lockdowns, Icelanders are fighting the third wave of contagion. What went wrong? What did we fail to learn from the first wave? 1 Risk doesn't come only from abroad, and lockdown alone won't keep us safe The Icelandic coastline is a natural barrier that has kept Iceland safe from many perils of mainland Europe… but not COVID-19. The beginning of the third wave in Iceland shows us that we, like the rest of Europe, did not learn to restrain the virus in question. Over the summer, the paranoia of gloves and social distancing in all stores vanished, and until a couple of weeks ago, it was quite rare to find people with masks on the street or in public places. “No tourists = no risk of contamination” seemed to be the generalized mantra throughout the country. Even so, since mid-September, the increase in domestic infections has grown. Contrary to the first wave, a significant number of recent cases have been diagnosed outside of quarantine. The demographics of infection have also shifted – as of October 1st, most isolated citizens were aged 18–29. 2 “It's not going to happen to me” Entering a bar in Reykjavik this summer, it seemed as if COVID-19 had never happened. Icelanders did not have to recover their mobility and freedom like other countries that had patrolled lockdowns and full city shutdowns. Through May, June, and July, there were more and more announcements of days with no new infections, so the public’s confidence increased, perhaps to dangerous levels. All notions of space were lost inside bars and nightclubs; walking into any of those places seemed like a time warp back to the summer of 2019 in terms of human contact, proximity, and more. COVID-19 was just a statistic during the Icelandic summer, infections were mild, and clearly “it’s not going to happen to me” appeared to be the belief.
65
STÚDENTABLAÐIÐ
Allri varkárni varðandi nándartakmörk var kastað fyrir bý á börum og skemmtistöðum borgarinnar. Stemningin var líkt og ferðast hafi verið aftur til sumarsins 2019, snertingar og nánd í hverju horni. COVID-19 virtist ekki vera neitt annað en tölfræði í huga Íslendinga í sumar, smit voru fá og hugarfarið: „Þetta kemur ekki fyrir mig“ var einkennandi. 3 Þetta reddast Tala látinna sökum COVID-19 á Íslandi er sem betur fer lægri en sést hefur annars staðar. Lág dánartíðni greindra smita hefur aftur á móti þau áhrif að upp til hópa virðist fólk hafa meiri áhyggjur af tekjumissi en því að sýkjast af veirunni. Vandamálin sem fylgja faraldrinum eru þó töluvert fleiri. Þar með talið er álag á heilbrigðiskerfið, þar sem þriðja bylgjan tekur sinn toll og jafnvel meiri en sú fyrsta sem við upplifðum í byrjun marsmánaðar. Hagmunaaðillar hafa beitt stjórnvöld þrýstingi að virkja hagkerfið jafnvel þótt það þýði að slaka þurfi á reglugerðum við landamærin... hugarfarið „þetta reddast allt saman” hefur verið ríkjandi. En fá andlát sökum fyrstu bylgju COVID-19 þýða ekki að við séum betur í stakk búin til að takast á við næstu bylgjur. Það þýðir bara að við höfum ekki enn misst tökin þegar kemur að baráttunni við faraldurinn. Alþingi mun taka umræður um fjárlagafrumvörp á næsta leiti og það verður áhugavert að sjá hvort hagkerfið verði talið mikilvægara en heilbrigðiskerfið. Önnur vandamál hafa einnig dúkkað upp. Einstaklingar hafa átt í erfiðleikum með að halda utan um vinnu, foreldrahlutverk, nám og sambúð. Álag innan veggja heimilisins hefur haft í för með sér mikil áhrif og hafa tilkynningar um heimilisofbeldi færst í aukana ásamt því að fleiri leiti eftir sálfræðiþjónustu. Þótt að dánartíðnin sé lág er margt sem má betur fara í samlífi okkar með COVID-19. 4 Framtíðin Svo virðist sem Íslendingar haldi að ríkisstjórnin sé ávallt fimm skrefum á undan þjóðinni, en er samfélagið að bregðast við og aðlagast á sama hraða? Ísland stóð sig vel í fyrstu umferð langrar baráttu. Eftir að bakslag varð í þróun bóluefnis við Oxford háskóla er óvíst hvort að heimurinn verði laus undan faraldrinum á næsta ári; en margir virðast tengja vandamálið við árið 2020. Svo virðist sem allir séu að telja niður í 1. Janúar 2021, líkt og þá muni öllum þessum hörmungum ljúka. En er íslenska þjóðin tilbúin til að takast á við árið 2021 ef það verður ekki eins og við vonumst eftir?
Hressandi fjallgöngur á höfuðborgarsvæðinu Refreshing Hiking Trails in the Capital Region
GREIN ARTICLE Selma Kjartansdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir
Þó haustið sé komið og veturinn nálgist óðfluga þýðir það ekki að úti vistarskórnir þurfi að fara upp í skáp. Nóg er af útivistarmöguleikum í kringum höfuðborgarsvæðið og þó kólnað hafi í veðri eru ýmis fell og fjöll til að ganga á svæðinu. Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir að léttum og fallegum fjallgöngum sem hvorki eru langar né langt í burtu og henta því vel í lærdómspásunni eða þegar skóla líkur.
3 “Þetta reddast” Luckily, the number of deaths from COVID-19 is much lower here than in most countries. Nevertheless, the low mortality rate in Iceland appears to have had an influence on behavior, since most people seem to fear a loss of income more than a diagnosis of COVID-19. However, there are other problems regarding the COVID-19 pandemic, such as the pressure it puts on the health system, where the third wave is taking a worse toll than the first. There has been a lot of pressure to activate the economy, even if it means loosening restrictions at the border; after all… Þetta reddast. But the low death rate doesn't mean an excess of capacity to assume new waves of crisis, it just means we have not yet been washed away by the crisis. New budget discussions are coming in autumn sessions of Parliament. What will come out on top, the economy or the health care system? Other problems have also arisen. In domestic life, juggling work, parenthood, school, and coexistence with others has led to increased reports of domestic violence, stress, and the need for support from mental health services. Despite the thankfully low mortality rate, there is much to improve with regards to living with COVID-19. 4 The long term Icelanders expect the government to be five steps ahead, but as citizens, are we acting and adapting at the same pace? Iceland managed well in the first round of a longer-term fight. After the setbacks of the Oxford vaccine, the scope for a solution in 2021 is narrow; nonetheless, people seem to see 2020 as the problem. It is almost as if we are expecting that this will all be over on January 1, 2021. Are we as a nation ready in case 2021 is not what we are expecting?
Although autumn is upon us and winter is fast approaching, there’s no need to put your hiking boots away just yet. There are plenty of outdoor activities to enjoy around the capital region, and although the weather is getting colder, there are various hills and mountains to hike in the area. Below are some ideas of easy and scenic hikes that are neither too long nor too far away and are therefore perfect for study breaks or after school. Nothing compares to time spent outdoors clearing your mind and getting some exercise between the day's tasks. All of the following routes are marked and should be suitable for most people. Note that although they are all of a similar distance, the elevation varies quite a bit from route to route, so it might be a good idea to start with the lowest elevation and move up from there.
66
THE STUDENT PAPER
As always when spending time in the great outdoors, you should check the weather forecast before heading out and make sure you have appropriate clothing, shoes, and gear. It’s also a good idea to bring water and snacks – even coffee to warm you up at the top. The golden rule is to always let someone know about your travel plans, because even if you’re not planning a long trip, something unexpected can always happen. HELGAFELL IN MOSFELLSBÆR Það er fátt sem jafnast á við góða útivist til að hreinsa hugann og ná smá hreyfingu á milli verkefna dagsins. Allar eftirfarandi leiðir eru stikaðar og ættu að henta flestum. Athugið að þó kílómetralengd þeirra sé mjög svipuð, er hækkun þeirra nokkuð misjöfn og því gæti verið gott að byrja á því felli sem hefur lægsta hæð og fikra sig svo upp. Eins og alltaf þegar haldið er út í náttúruna er mælt með að skoða veðurspána og passa að vera nægilega vel klædd, skóuð og með réttu græjurnar meðferðis. Einnig er gott að taka með sér vatn og smá nasl, jafnvel kaffi til að ilja sér við uppi á toppi. Hin gullna regla er að láta alltaf einhvern vita af ferðaplönum okkar, því þó við stefnum ekki á langa ferð getur alltaf eitthvað óvænt komið uppá. HELGAFELL Í MOSFELLSBÆ Hæsta hæð er 216 m og lengd göngu um 6.5 km Einkabíll: stysta leið frá HÍ (17.4 km) GPS bílastæðis: (64°10'42.2"N 21°40'07.5"W) Engar strætósamgöngur MOSFELL Hæsta hæð er 276 m og lengd göngu um 3.8 km Einkabíll: stysta leið frá HÍ (20,6 km) GPS bílastæðis: (64°11'07.9"N 21°37'12.1"W) Strætóstopp: Háholt (Leið 15) – Panta þarf ferð áleiðis í Mosfell (Leið 27) minnst 30 mínútum fyrir brottför. Frekari upplýsingar um pöntunarþjónustu eru á Straeto.is STÓRIHNÚKUR – ÚLFARSFELL Hæsta hæð er 295 m og lengd göngu um 4.6 km Einkabíll: stysta leið frá HÍ (12.8 km) GPS bílastæðis: (64°08'11.5"N 21°43'31.3"W) Strætóstopp: Skyggnisbraut (Leið 18) HELGAFELL Í HAFNARFIRÐI Hæsta hæð er 338 m og lengd göngu um 6 km Einkabíll: stysta leið frá Hí (17.1 km) GPS bílastæði: (64°01'34.7"N 21°52'30.1"W) Engar strætósamgöngur ESJAN AÐ STEINI Hæsta hæð er 597 m og lengd göngu um 6.6 km Einkabíll: stysta leið frá HÍ (21 km) GPS bílastæðis: (64°12'31.2"N 21°42'45.4"W) Strætóstopp: Esjurætur – Hiking Center (Leið 57) MÓSKARÐSHNJÚKAR Hæsta hæð er 807 m og lengd göngu um 6.3 km Einkabíll: stysta leið frá HÍ (24.9 km) GPS bílastæðis: (64°13'23.2"N 21°33'07.1"W) Engar strætósamgöngur
HRESSANDI FJALLGÖNGUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU REFRESHING HIKING TRAILS IN THE CAPITAL REGION
Highest point 216 m, walking distance 6.5 km By car: shortest route is from the University of Iceland (17.4 km) GPS coordinates of parking lot: (64°10'42.2"N 21°40'07.5"W) Not accessible by public transportation MOSFELL
Highest point 276 m, walking distance approx. 3.8 km By car: shortest way from the University of Iceland (20,6 km) GPS coordinates of parking lot: (64°11'07.9"N 21°37'12.1"W) Bus stop: Háholt (Route 15) + Mosfell (Route 27), the second one must be booked at least 30 minutes before departure. More information available at Straeto.is STÓRIHNÚKUR – ÚLFARSFELL
Highest point 295 m, walking distance approx. 4.6 km By car: shortest route from the University of Iceland (12.8 km) GPS coordinates of parking lot: (64°08'11.5"N 21°43'31.3"W) Bus stop: Skyggnisbraut (Route 18) HELGAFELL IN HAFNARFJÖRÐUR
Highest point 338 m, walking distance approx. 6 km By car: shortest way from the University of Iceland (17.1 km) GPS coordinates of parking lot: (64°01'34.7"N 21°52'30.1"W) Not accessible by public transportation ESJAN TO STEINNINN (ESJAN AÐ STEINI)
Highest point 597 m, walking distance approx. 6.6 km By car: shortest way from the University of Iceland (21 km) GPS coordinates of parking lot: (64°12'31.2"N 21°42'45.4"W) Bus stop: Esjurætur – Hiking Center (Route 57) MÓSKARÐSHNJÚKAR
Highest point 807 m, walking distance approx. 6.3 km By car: shortest way from the University of Iceland (24.9 km) GPS coordinates of parking lot: (64°13'23.2"N 21°33'07.1"W) Not accessible by public transportation
67
STÚDENTABLAÐIÐ
Fimm kvikmyndir til að horfa á í haust Top Five Movies to Watch in the Autumn GREIN ARTICLE Gabriele Satrauskaite ÞÝÐING TRANSLATION Bergrún Andradóttir
Ó, árstíðaskiptin. Nú er ekkert betra en að kúra uppi í sófa í lok dags, horfa í gegnum gluggann á rigninguna og laufin sem falla af trjánum, með heitan bolla af súkkulaði og sykurpúðum. Og þá kemur alltaf upp sama vandamálið, að finna réttu kvikmyndina. En þið þurfið ekki að leita lengra! Af því við hjá Stúdentablaðinu erum hérna með bestu haust-kvikmyndirnar fyrir ykkur. Þær eru tilvaldar fyrir svala haustdaga þegar það er best að halda sig inni. Svo kveiktu á kerti, skelltu þér í ullarsokkana og undir teppi. Njóttu kvöldsins!
HOCUS POCUS, 1993 Hocus Pocus er svo sannarlega klassík á haustin og kvikmyndin fagnar 27 ára afmæli sínu í ár! Hún er skrifuð af þeim Mick Garris og Neil Cuthbert og leikstjórinn er enginn annar en Kenneth Ortega. Nýi strákurinn í bænum ákveður að skoða gamalt yfirgefið hús á Hrekkjavöku en slysast til að vekja þrjár nornir til lífsins. Hann neyðist því til þess að verja Hrekkjavökunótt í að reyna að stöðva ráðagerð þeirra um að verða ódauðlegar. YOU’VE GOT MAIL, 1998 You’ve Got Mail er rómantísk gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Kvikmyndin var fyrst gefin út árið 1998, sem gæti vakið nostalgíska tilfinningu fyrir þeim tíma þegar tölvutæknin var bara á byrjunarstigi. Kvikmyndin gerist í hinni fallegu New York borg og þó að allar fjórar árstíðirnar komi fram þá er haustið ef til vill það sem stendur upp úr. Hver hefur ekki heyrt þessa frægu línu, sem Joe Fox, leikinn af Tom Hanks, segir „Ertu ekki hrifin af New York á haustin? Hún fær mig til þess að langa að kaupa skólavörur. Ég myndi senda þér vönd af nýjum, ydduðum blýöntum ef ég vissi nafnið þitt og heimilisfang.” Krúttlegt!
Oh, the seasonal change! There is nothing better than cuddling up on a cozy sofa at the end of the day, looking through the window at the slowly dropping rain, gold-ish leaves falling on mother earth, you with a cup of hot cocoa considering if you should add a marshmallow or two. And then, the dilemma: finding the right movie. Well, the uncertainty ends now! Because we at the Student Paper have the best of the best autumn movies ready for you. These are for those crisp autumnal days best spent inside, so light a candle, squeeze yourself into your fluffy knit, and enjoy your evening. HOCUS POCUS, 1993
Hocus Pocus is a true classic for the autumn season. The movie celebrates its 27th birthday this year. The film is written by Mick Garris and Neil Cuthbert; the director is none other than Mr. Kenneth Ortega. The new kid in town decides to explore the old abandoned house on halloween, accidentally resurrecting three witches. He must spend Halloween night trying to stop their evil plan to become immortal.
YOU’VE GOT MAIL, 1998
You’ve Got Mail is a romantic comedy for the whole family. The movie was first released in 1998, a nostalgic time when computer technology was in its infancy. The film takes place in beautiful New York City, and while all four seasons are presented, autumn is perhaps the most outstanding. And who hasn’t heard of the famous line said by Joe Fox, played by Tom Hanks: “Don't you love New York in the fall? It makes me want to buy school supplies. I would send you a bouquet of newly sharpened pencils if I knew your name and address.” Adorable! CASPER, 1995
Casper is another classic for the spooky season. Those who are scared of ghosts, no need to worry, because Casper is a friendly ghost. The movie is a hilarious comedy that premiered in 1995, starring Christina Ricca, in a very different role from
68
THE STUDENT PAPER
CASPER, 1995 Casper er önnur klassík sem hentar vel fyrir þessa draugalegu árstíð. Þið sem eruð hrædd við drauga ættuð þó ekki að hafa áhyggjur, af því Kasper er vinalegur draugur. Þessi mynd frá árinu 1995 er bráðfyndin en það er hún Christina Ricci sem leikur aðalhlutverkið og það er mjög ólíkt hlutverki hennar sem Wednesday Addams. Kvikmyndin fjallar um sálfræðing framliðinna og dóttur hans sem flytja í hús sem er reimt, með það að markmiði að frelsa andana.
BIRD BOX, 2018 Bird Box er Netflix mynd byggð á samnefndri skáldsögu eftir Josh Malerman. Kvikmyndin kom út árið 2018, sem gerir hana mun nýlegri en hinar myndirnar á þessum lista. Yfirgefin hús og óhugnanlegar sviðsmyndir minna á heim sem liðið hefur undir lok og það heldur áhorfendum við efnið. Myndin er blanda af hryllingi, spennu og vísindaskáldskap og er vel þess virði að kíkja á. Í stuttu máli þá neyðast persónurnar til þess að hylja augu sín hvert sem þau fara, það sem það er eitthvað að elta þau uppi! OCTOBER SKY, 1999 „Frábær mynd sem þú munt alltaf muna eftir.“ Þegar þú hefur séð þessa mynd munt þú ekki geta gleymt henni! October Sky kom út árið 1999 og er heimildadrama/endurminningar byggð á sannri sögu Homer H ickam yngri. Homer er unglingur sem býr í litlum kolanámubæ. Hann á sér stóra drauma eftir að hafa séð rússneska gervitunglið Spútnik taka af stað. Markmið hans er að byggja eldflaug og hann er tilbúinn að fórna öllu fyrir það!
Wednesday Addams. The movie is about an afterlife therapist and his daughter who move to a haunted house in order to free the ghostly spirits. BIRD BOX, 2018
Bird Box is a Netflix movie based on a novel. As it was first released in 2018, it is a much more recent film compared with the others on this list. The post-apocalyptic-style setting of the movie, with abandoned houses and scary scenes in the dark, will really keep you awake! It is a horror/thriller/sci-fi film well worth the watch. In summary, the people are forced to cover their eyes wherever they go, as something tries to hunt them down!
OCTOBER SKY, 1999
“A great movie that will live in your memory forever.” Once you have seen this film, you are not going to forget it! October Sky premiered in 1999 and is a docudrama/memoir based on the true story of Homer Hickam Jr. Homer is a teenager who lives in a small coal miners’ town. He decides to dream big after being inspired by the Russian satellite launch of Sputnik. His goal is to build a rocket, and he is ready to risk everything for his dream!
Gulleggið 2020 Á þín hugmynd heima í raunveruleikanum?
GREIN Joanna Katarzyna Kraciuk MYNDIR Axel Fannar Sveinsson
Sagt er að öll hafi einhvern tímann á ævinni fengið milljón dollara hugmynd. Það er misjafnt hvort að fólk taki undir það eða ekki, en fyrir þau sem vilja skoða hvort þeirra hugdettur geti orðið að veruleika, þá er þáttaka í Gullegginu kjörið „fyrsta skref“.
69
STÚDENTABLAÐIÐ
Keppnin hefur verið haldin árlega síðan árið 2008, og var þá fyrsti formlegi vettvangur sem studdi við frumkvöðlastarfsemi innan veggja háskólanna, auk þess að vera opin utanaðkomandi aðilum. Hún var mikilvægur þáttur í að stuðla að því lifandi samfélagi sem er til staðar í dag fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Einnig er í boði að sækja um þátttöku án hugmyndar og eiga kost á að verða sett í teymi með öðrum í keppninni, en sú leið er sívinsælli með árunum. Þátttakendum bjóðast þrjár vinnusmiðjur á netinu, þar sem þeir hafa tækifæri á að læra um mótun viðskiptahugmynda með hjálp helstu sérfræðinga landsins úr röðum reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra stjórnenda. Í vinnusmiðjunum er farið yfir það helsta hvað varðar mótun hugmynda og stofnun fyrirtækja, áætlanagerð, hönnun og markaðsmál, hagnýt tæki og tól, undirbúning fyrir fjárfesta kynningar og ýmislegt annað gagnlegt. Að vinnusmiðjunum loknum geta teymin sent viðskipta hugmyndir sínar í keppnina sjálfa þar sem þær fara í yfir lestur hjá rýnihópi. Tíu stigahæstu hugmyndirnar keppa síðan til verðlauna frammi fyrir dómnefnd keppninnar. Það hefur þótt mikil viðurkenning að lenda í tíu efstu sætum keppninnar sem fer nú fram í fjórtánda sinn. Ýmis flott fyrirtæki hafa orðið til fyrir tilstilli Gulleggsins, þar má nefna fyrirtæki á borð við Meniga, Controlant og Pay Analytics sem öll hafa náð eftirtektarverðum árangri í starfsemi sinni. Þau tíu teymi sem kepptu til úrslita í Gullegginu árið 2020 eru eftirtalin: Electra – Electra veitir áfengis- og vímuefnasjúklingum sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi bætta þjónustu með tilkomu hugbúnaðar. Eno – Eno gerir notendum kleift að tengja gögn við gagnagrunn og nálgast þau á einfaldan hátt í Excel með notendaauðkenningu. Frosti – Matvælin Frosti innihalda frostþurrkaðar, lífrænar og laktósafríar skyrflögur með íslenskri blárri spírulínu. Hemp Pack – Með því að nýta iðnaðarhamp og örverur mun Hemp Pack framleiða lífplast sem brotnar alveg niður í íslenskri náttúru. Heima – Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægri byrgði heimilishalds jafnt á milli sambýlinga. Kinder – Kinder er leikjavæddur vettvangur þar sem öll geta sótt sér verkefni í sínu nærumhverfi og unnið þau í skiptum fyrir umbun frá sveitarfélaginu. Máltíð – Máltíð þróar næringarútreiknaða matseðla fyrir grunnskóla með það markmið að minnka matarsóun. Orkulauf – Orkulauf er snjallsímaforrit sem hvetur notendur sína til að tileinka sér umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl. Showdeck – Showdeck er miðlægur vefvangur til framleiðslu og varðveislu á sviðslistaverkum og viðburðum á heimsvísu. Your Global Guide – Your Global Guide er rafræn leiðsögulausn fyrir snjalltæki sem hámarkar upplifun ferðamanna og hagnað ferðaþjónustufyrirtækja.
GULLEGGIÐ 2020 Á ÞÍN HUGMYND HEIMA Í RAUNVERULEIKANUM?
Eftir að efstu tíu liðin eru valin er þeim boðið í síðustu tvær vinnusmiðjurnar, þar sem enn frekari aðstoð er veitt við mótun hugmynda. Að þeim loknum kemur að lokadeginum, þar sem sigurvegarinn er valinn. Þetta ár setti sitt strik á lokahóf Gulleggsins, en vegna þeirra sóttvarnarreglna sem settar voru þann 5. október var ákveðið að halda lokahófið á netinu, líkt og allar vinnusmiðjur þetta árið. Þau voru ekki síðri hátíðarhöldin, en meðal þeirra sem fóru með ávarp voru Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, Edit Ómarsdóttir, verkefnastjóri Gulleggsins og Salóme Guðmundsdóttir, forstöðukona Icelandic Start Up. Teymin höfðu hvert eina mínútu til að halda lokakynningu á hugmynd sinni fyrir dómnefnd, sem hafði svo það erfiða verkefni að ákveða hverjar þeirra þóttu skara fram úr. Það var enginn önnur en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sem tilkynnti efstu þrjú sætin: 1 Heima 2 Hemp Pack 3 Frosti Auk þess voru veitt sérverðlaun. Hemp Pack unnu samtalsleit einkaleyfa hjá Hugverkastofu, 8 stunda ráðgjöf hjá Össuri og 20 klukkustunda ráðgjöf hjá KPMG. Frosti unnu 10 klukkustunda ráðgjöf hjá Advel lögmönnum. Við óskum öllum teymum innilega til hamingju, og hlökkum til að sjá hugmyndirnar verða að veruleika í íslensku samfélagi. Að sama skapi hvetjum við öll til að vera vakandi fyrir Gull egginu á næsta ári og prófa að taka þátt sjálf, það kostar ekkert og reynslan er ómetanleg!
70
THE STUDENT PAPER
Að takast á við streitu GREIN Maicol Cipriani
Streita verður sífellt stærri hluti af daglegu lífi okkar. Ef þú finnur stöðugt fyrir streitu þá er þessi grein fyrir þig. Í henni má finna ráðleggingar til að stjórna streitu en þær fann ég í nokkrum bókum 1,2 og greinum. Streita getur verið góð fyrir þig. Hún getur hvatt þig til aðgerða. Góð streita (eustress) er sú tegund streitu sem við finnum fyrir þegar við erum spennt. Þú hefur áhyggjur og finnur fyrir adrenalíni en það er mjög gott fyrir þig og það getur aukið framtakssemi þína. Neikvæð streita (distress) er það sem flestir vísa til þegar þeir tala yfirleitt um streitu. Langvarandi neikvæð streita getur haft mikið af óæskilegum aukaverkunum. Hugtakið streita lýsir viðbrögðum sem einstaklingurinn upplifir þegar heilinn skynjar ógn andi aðstæður. Það eru viðbrögð við einhverju sem hefur kannski ekki einu sinni gerst eða getur aldrei gerst en hugmyndin um að það gæti hafa gerst eða gæti gerst getur valdið því að þú og líkaminn þinn bregðist við á neikvæðan hátt. Langvarandi vanlíðan getur haft mikið af óæskilegum aukaverkunum. Langtíma líkamleg, tilfinningaleg og sálræn áhrif geta sett heilsu þína í hættu. Þegar þú ert undir álagi setur undirstúkan þín af stað viðvörunarbjöllur í líkama þínum og hvetur nýrnahetturnar til að losa um adrenalín og kortisól 3 en kortisól hefur verið tengt aukinni matarlyst og það getur verið ástæða þess að streita fær fólk til að borða of mikið 4 . Kortisól er einnig óvinur ónæmiskerfisins 5 . Að auki er það mjög þreytandi að vera stressaður og hátt streitustig getur einnig valdið þunglyndi og kvíða. Fólk sem er undir streitu snýr sér oft að áfengi, sígarettum eða öðrum lyfjum til að takast á við streituna. GETUM VIÐ VIRKILEGA LÆRT AÐ STJÓRNA STREITU? Með viðeigandi tækni við streitustjórnun getur þú lært að stjórna streitu og tilfinningum þínum. Ef streita hefur hins vegar mikil áhrif á líf þitt er alltaf gott ráð að leita til sálfræðings. Tilgreindu helstu uppsprettur streitu í lífi þínu og byrjaðu að skipuleggja streituvaldandi verkefni fyrir fram. Slæmt skipulag getur ýtt undir streitu. Ef þú hefur allt of mikið að gera verður þú að hafa stjórn á vinnuálagi þínu og þar er skipulag mikilvægt. Þú þarft að forgangsraða verkefnum, einbeita þér að þeim mikilvægustu og lágmarka vinnu við minna mikilvæg verkefni. Gerðu verkefnalista (To do list). Búðu til raunhæfa áætlun og ekki skuldbinda þig í of mikið. Ekki leggja of seint af stað í vinnuna, skólann eða í próf. Þú vilt mæta aðeins fyrr til að undirbúa þig andlega. Slökun á einnig stóran þátt í að takast á við streitu. Taktu reglulega hlé. Einföld leið til að slaka á sjálfur er með
andardrættinum. Þegar þú andar inn og út skaltu nota magavöðvana til að stjórna öndun þinni. Ég mæli með hugleiðsluforritum eins og Calm, Headspace og Breathe. Það er líka mikilvægt að sofa nóg. Forðastu örvandi efni eins og orkudrykki, te, kaffi og kók sem öll innihalda koffín. Forðastu að sofa á daginn og borða seint á kvöldin. Farðu í heitt bað 1–2 klukkustundum áður en þú ferð að sofa 6 . Bjartsýni getur einnig hjálpað til við að takast á við slæmar og streituvaldandi aðstæður. Samkvæmt dr. Leah Weiss, prófessor við Stanford háskóla, getur hver sem er lært að vera bjartsýnn – galdurinn er að finna tilgang í leik og starfi7 og auk þess benda rannsóknir til þess að það sé kostur að vera bjartsýnn. Reyndu að sjá það góða í öllum aðstæðum. Ekki mikla hlutina fyrir þér. Að hugsa um hræðilegustu afleiðingarnar eða hafa neikvæðar hugsanir getur leitt til mikils álags, kvíða og þunglyndis. Þú munt trúa þínum eigin sögum, jafnvel þó að engin raunveruleg ógn sé til staðar. 1 Gladeana McMahon, No More Stress! Be Your Own Stress Management Coach, First published in 2011 by Karnac Ltd. 2 Brian Lomas, The Easy Step by Step Guide to Stress and Time Management, First Published in 2000 by Rowmark Ltd. 3 https://www.mayoclinic.org/healthy-lifestyle/stress-management/in-depth/stress/art-20046037 (sótt 09.10.2020) 4 https://www.health.harvard.edu/staying-healthy/why-stresscauses-people-to-overeat (sótt 09.10.2020) 5 https://askthescientists.com/stress-immunity (sótt 09.10.2020) 6 https://neurosciencenews.com/sleep-bath-14533 (sótt 09.10.2020) 7 https://www.nbcnews.com/better/health/how-train-your-brainbe-more-optimistic-ncna795231 (sótt 09.10.2020)
71
STÚDENTABLAÐIÐ
Hvaða hæfileika geturðu ræktað í samkomubanni? GREIN ARTICLE Arnheiður Björnsdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Emily Reise
Skills to Learn During Lockdown Með hertari samkomutakmörkunum er upplagt að nýta auka tímann sem gefst í að finna leynda hæfileika eða læra eitthvað nýtt. Hér að neðan eru sex góðar hugmyndir sem geta stytt þér og þínum stundir. 1 Hvernig skal láta skeið sitja á nefinu Fyrsta skrefið er að finna skeið í réttri stærð. Bæði te- og matskeiðar geta koma til greina en þó mæli ég með teskeiðum fyrir nef sem tilheyra Homo sapiens, þar sem þau eru nokkuð fíngerðari. Matskeiðar gætu svo verið hentugar fyrir nef af stærri gerðinni, eins og á nef hins langnefja Proboscis apakötts. Galdurinn er að draga djúpt inn andann og leyfa öllum áhyggjum að svífa á brott um leið og skeiðin er sett á nefið. Munið að æfingin skapar meistarann og gangi ykkur vel. 2 Hvað hægt er að gera með einnota hönskum Einnota hanska má nota í margt annað en að verja hendur þínar frá sýklum. Greinarhöfundur mælir þó ekki með því að nota plast að óþörfu, svo að vinsamleg tilmæli eru einn hanski á mann til að leika með. Hægt er að blása þá upp í blöðrur, eða þá að leyfa sköpunargáfunni að ráða og gera ísskúlptúra. Ísskúlptúrarnir verða til með því að fylla hanskann af vatni og setja hann svo í frysti. Skúlptúrinn getur meðal annars tekið á sig mynd friðarmerkisins eða jafnvel er hægt að láta aðeins löngutöng standa upp í loftið. Þú getur svo stillt skúlptúrnum upp á svölunum fyrir aðra til að njóta með þér. 3 Að herma eftir dýrahljóðum Með góðri æfingu er hægt að gefa frá sér hljóð sem líkjast hinum ýmsu dýrum. Það er ekki í venjulegum orðforða meðal manneskju að gefa frá sér dýrahljóð, en ef áhugi er fyrir hendi er möguleiki á því að tala við endurnar á tjörninni, flugurnar í sveitinni og fleiri dýr. Einnig má nefna páfagauka sem geta gefið frá sér svipuð hljóð og mennskir eigendur þeirra. Macaw fuglar eru þekktir fyrir að geta hermt eftir mannfólki á nokkuð raunverulegan hátt og geta þeir jafnvel haldið uppi samræðum. Þær samræður eru reyndar nokkuð einsleitar þar sem orðaforði þeirra er yfirleitt ekki mikill, en möguleikinn er samt sem áður fyrir hendi.
With stricter rules banning us from gathering, we are gifted extra time to focus on learning new skills or improve the ones we already have. Below you will find six suggestions on how to pass the time successfully. 1 How to balance a spoon on your nose The first step is to find the perfect spoon for you. Both tea- and tablespoons are possible candidates for balancing exercises, but I recommend using a teaspoon, since it is the perfect fit for the fine physique of the Homo sapiens nose. Tablespoons are better suited for noses of bigger designs, like, for example, that of the long-nosed proboscis monkey. The trick is to take a deep breath and let all your worries drift away as soon as the spoon touches your nose. Remember that practice makes perfect. 2 The endless possibilities of single-use gloves Single-use gloves are versatile and can do so much more than simply protect your hands from icky germs. However, the author does not condone the unnecessary use of single-use plastic products. With that said, you can keep to one glove per person. It is possible to blow them up like balloons, or, for the more creative minds among us, to use them in the creation of ice sculptures. Ice sculptures are easily made by filling the glove with water and letting it solidify in the freezer. Such a sculpture could, for instance, be formed into a peace sign, or a slightly ruder creation using a single middle finger. Display your sculptures on your balcony so others can partake of their artistic beauty. 3 Mimicry – the art of imitating other animal noises With great practice and dedication, humans can make uncanny impressions of animal noises. Although animal noises are not part of the average human’s vocabulary, interested humans can develop the ability to communicate with the ducks on Tjörnin lake, birds in the countryside, and other animals. It is worth mentioning here that parrots manage to imitate the calls of humans in similar ways. Macaws are known for their realistic mimicry of human voices and can even manage full conversations in human noises. These conversations may, admittedly, be rather one-sided, but the ability still stands. 4 Writing with your non-dominant hand It takes deep concentration to attempt to write with your non-dominant hand. It is proven to be a great exercise in activating all parts of your brain and creating new neural pathways. The unmatched sense of accomplishment that follows this exercise is a happy bonus, and the skill may even come in handy if your natural writing hand is ever handicapped and you are forced to rely on your other hand. Brushing your teeth with the opposite hand can be a great start to this exercise, and then you can progress to thumb wars.
72
THE STUDENT PAPER
4 Að skrifa með vinstri hendi ef þið eruð rétthent Það krefst heilmikillar einbeitingar að reyna að skrifa með þeirri hendi sem þú skrifar ekki venjulega með. Þetta getur verið góð æfing til að virkja bæði heilahvelin og mynda nýjar taugatengingar. Það fylgir því einnig góð tilfinning að ná stjórn á fínhreyfingum beggja handa og getur komið sér mjög vel ef önnur höndin er óvinnufær. Það getur líka verið sniðugt að prófa að bursta tennurnar með þeirri hendi sem vaninn er ekki að nota, svo er tilvalið að æfa þá hendi sem er minna notuð í putta stríði til þess að styrkja hana. 5 Læra á blokkflautu Áttu gamla blokkflautu niðri í geymslu? En sú heppni! Er ekki tilvalið að rifja upp gamla takta sem smjúga ljúflega inn í eyrun og æra mann skapinn í kringum þig af gleði? Það er algjör óþarfi að spila lög eftir nótum, láttu hjartað ráða för um töfraheim blokkflaututónanna. Ef áhugi er fyrir hendi í vinahópnum er hægt að eiga saman ljúfa kvöldstund og spila saman á Zoom. Því meiri fjölbreytileiki hljóðfæra, því betra. 6 Club Penguin Margt fólk á líklegast góðar minningar af því að spila leikinn Club Penguin. Fyrir þau sem kannast ekki við hann er þetta leikur þar sem hægt er að bregða sér í líki mörgæsar. Hægt er að velja lit, föt og hús fyrir mörgæsina. Tilgangur leiksins er fremur óskýr, en þrátt fyrir það er skemmtanagildi hans stórkostlegt. Hvort sem þú vilt skella þér á sleða eða spreyta þig í karate, er það allt hægt í Club Penguin.
Elsku Róna
GREIN ARTICLE Maura Rafelt ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon
My Dear Friend Rona Satt að segja þótti mér leitt að frétta að þú værir umfjöllunarefni þessa blaðs. Ég meina, það snýst allt um þig núorðið. Allar fréttir, samtöl við ókunnuga, samtöl við vini, símtöl við ömmu og annar hver tölvupóstur. Þú ert úti um allt. Ég get ekki einu sinni talað við mínu bestu vini í tíu mínútur án þess að þú ryðjist inn þessa dagana. Þú ert hluti af öllum samtölum. HVERJU. EINA. OG. EINASTA. Ég er meira að segja að skrifa heila grein um þig, þegar ég hefði svo gjarnan vilja skrifa um eitthvað allt annað. En, hér er ég, að berjast við ranghvolfa augunum. En, veistu hvað? Ég ætla að nota þetta tækifæri til þess að segja hvað mér finnst um þig í raun og veru. Ekki misskilja mig. Ég skil þetta mjög vel. Ég skil mjög vel hvað þú hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Það er þér að kenna að við þurfum öll að vera heima. Það er þér að kenna að við megum ekki hitta þau
5 Learn to play the recorder Is there an old recorder from childhood music lessons sitting in your parents’ basement just waiting to be rediscovered? Lucky for you! If this is not the perfect occasion to take up the old instrument and let its subtle notes fill the ears of the people closest to you with love and joy, then what is? Don’t limit yourself to boring sheet music –let your heart guide you through the magical world of recorder improvisation. If you manage to animate your group of friends, you can start a recorder orchestra on Zoom. The more, the merrier! 6 Club Penguin Most of you probably have happy memories from the good old days playing Club Penguin. For those of you who aren’t familiar with it, Club Penguin is an online game where you can make a penguin avatar of yourself, living in a penguin world. You can even choose the color, clothes, and house for your penguin. The objective of the game remains unclear, but it is, nonetheless, of great entertainment value. Whether you want to go sledding or show off your karate moves – it’s all possible in Club Penguin.
I won’t lie, I was not happy to hear that this issue will be all about you. I mean, everything is about you nowadays. The news, conversations with strangers, conversations with friends, phone calls with grandma, every other email. You are everywhere. These days, I can’t even talk ten minutes with my dearest friends without you barging in. You are in every conversation. EVERY. SINGLE. ONE. And now I am writing a whole article about you, while I very much would have loved to write about so many other things. So, here I am, trying, suppressing the urge to constantly roll my eyes. But you know what? I will take this chance to finally speak my mind about you! Please don’t get me wrong, I get it. I fully understand that you have had a great impact on all our lives. Because of you, everyone had to stay at home. We couldn’t see our loved ones anymore. No friends. No family. No travel. No celebrations. Not to mention the mental pressure and the loneliness all of us constantly suffer from. Some of us have lost our jobs, some are suffering severe health issues because of you. You even killed some of us. This is why we talk so much about you. You messed up our plans, our lives, some of our relationships. It is not because we like you or do not have anything else to talk about. Don't you dare think that. Rona, I guess, you could easily get the impres-
73
STÚDENTABLAÐIÐ
sem eru okkur kær. Ekki vini, ekki fjölskyldu. Við megum ekki ferðast, við megum ekki halda veislur. Svo ekki sé minnst á andlega þungann og einmanaleikann sem við upplifum. Sum okkar hafa misst vinnuna, önnur eru glíma alvarleg veikindi. Sum okkar hafa jafnvel dáið af þínum völdum. Þess vegna tölum við endalaust um þig. Þú ert búin að rústa plön unum okkar og samböndum sumra okkar. Það er ekki vegna þess að okkur líkar vel við þig eða vegna þess að við höfum ekkert annað að tala um. Ekki voga þér að halda það. Það er kann að vera auðvelt fyrir að standa í þeirri trú að mér sé farið að þykja smá vænt um þig. Ég er meira að segja búin að gefa þér gælunafn, eins og þú sér náin vinkona okkar. Ég lofa þér að það er ekki tilfellið, við erum ekki nálægt því að vera vinir. Og núna hugsar þú örugglega: „Byrjar hún! Byrjar hún að kenna mér um allt sem amar að!“ Það er ekki satt, ég kenni þér alls ekki um allt. Ég hata bara hvað þú tekur mikið pláss í lífi okkar allra. Andlega og tilfinningalega byrðin sem það tekur að takast á við allt kjaftæðið í þér gæti ég nýtt í eitthvað allt annað og miklu betra. Ég gæti talað við vini mína um hvað skiptir þá raunverulega máli og hvað hreyfir við þeim á þessu erfiðu tímum. Ég gæti átt gæðastundir með fjölskyldunni minni, þótt það væri bara símleiðis. Ég gæti tekið mér tíma, reynt að ná til fólks í samfélaginu, heyrt hvað þau hafa að segja. Ég gæti haft samband við þau sem ég hef misst samband við. Eða bara tekið mér tíma, slakað á og hugsað um sjálfa mig. Kannski er það rétt sem þú segir. Það er nóg komið. Þú virðist ekki ætla að láta okkur vera í bráð. Ég ætla að taka stjórn á eigin lífi. Ég ætla að búa til rými sem þú getur færð ekki aðgang að, bæði huglæg og eiginleg rými sem eru ætluð fólki og hlutum sem skipta mig máli. Ég ætla ekki að leyfa þér að stjórna öllu og huga betur að því sem ég tala um. Við komum auðvitað til með að tala um þig á endanum og ég hlusta auðvitað á áhyggjur þeirra sem eru í kringum mig. Ég er samt búin að sætta við mig við að við getum ekki breytt þér. Ég ætla samt að and skotans sjá til þess að ég eyði ekki minni dýrmætu orku eða tíma í þig lengur. Vinsamlegast hafðu það í huga að þetta erum við á móti þér. Og á endanum vinnum við. Þannig að, fokkaðu þér Rona! Kær kveðja, xxx
The Islands of Birds Part one FOREWORD
Francesca Stoppani created and wrote the story based on her personal experience during the COVID-19 summer of 2020. Giovanna Paola Ruggiero is the illustrator and magician who brought the overall vision to life. The whole project has been completed remotely, with Francesca in the Faroe Islands/Iceland and Giovanna in Italy. The location of the novel is inspired by real places in the Faroe Islands, while the birds are all species that exist in the North Atlantic.
sion that we are growing fond of you. Now we even have this nickname for you, like you’re some close friend of ours. But I can assure you, we are not even close to becoming friends. Oh, I know what you’re thinking now: There she goes again blaming me for all her misery. I do not. I just hate how much space you are taking up in our lives. The mental and emotional capacity I need to handle your daily shit; I could use it so much better! I could talk with my friends about what is really important to them and moves them in these challenging times. I could spend some quality time with my family, even if it is just over the phone. I could take the time and reach out to people in my community and listen to their stories. I could reconnect to people I have lost contact with. Or I could just take the time to pause and take care of myself. Maybe you are right, after all. Enough is enough. As it seems that you do not intend to leave us alone soon, I will take things into my own hands from now on. I will create spaces that you cannot access. Mental as well as actual rooms that are reserved only for people and things I actually care about. I will stop you from dominating everything and pay more attention to balancing my conversations. Of course, we will still talk about you eventually, and I will listen to the concerns of people around me. But accepting that right now we simply can’t change a thing about you, I will make goddamn sure that we are not wasting our precious time and energy on you any more. And please keep in mind, it is all of us versus you. So, eventually, we will win. So, please, go fuck yourself, Rona! Cheers, xxx
GRAPHIC NOVEL Francesca Stoppani Giovanna Paola Ruggiero
We worked really hard and put our whole selves into it. I think this captures the whole pandemic experience, from despair to resilience, from hopelessness to creativity. This graphic novel leaves room for various interpretations, even though it originated as an allegory of the inner void left by COVID-19. The issues touched upon are also linked to depression, mental health, anxiety, and the search for identity.
74
THE STUDENT PAPER
75
STÚDENTABLAÐIÐ
76
THE STUDENT PAPER
77
STÚDENTABLAÐIÐ
78
THE STUDENT PAPER
79
STÚDENTABLAÐIÐ
Við erum til staðar til að leysa úr málum með þér Þú getur alltaf haft samband við okkur í síma eða á netinu þótt við höfum takmarkað aðgengi að útibúum tímabundið. Ef þú þarft að heimsækja útibú eða Fyrirtækjamiðstöð getur þú pantað tíma á landsbankinn.is en við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér rafræna þjónustu eins og hægt er. Þannig vinnum við saman að því að þú getir áfram gengið að allri þinni þjónustu þótt hún sé með breyttu sniði.
Landsbankinn
landsbankinn.is
80
410 4000