STÚDENTABLAÐIÐ
Jólagjafahugmyndir fyrir blanka stúdenta Christmas Gift Ideas for Broke Students GREIN ARTICLE Jóhannes Bjarki Bjarkason ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers
Shopping for Christmas presents is the most anxiety-inducing part of the holidays for me. Judging a gift by its price tag is a terrible practice; the money spent on a gift doesn’t necessarily reflect the love and care of the giver. Still, of course we want to give our nearest and dearest the finest gifts - because they deserve it! For someone who’s been a student for years, it’s been quite a challenge. If you’re stumped as to what to give this year, start here. Jólagjafainnkaup eru sá hluti hátíðanna sem valda mér mestum kvíða. Það er ljótur siður að halda að verðmæti gjafanna endurspegli á einhvern hátt væntumþykjuna sem er miðluð með þeim. Þrátt fyrir það viljum við auðvitað gefa okkar nánustu það besta og flottasta. Af því þau eiga það skilið! Fyrir stúdent til margra ára hefur þetta verið krefjandi áskorun. Ef þú ert í vanda með jólagjafir geturðu byrjað hér. 1 Heimagerðar gjafir. Flest fólk hefur tvær hendur og þær er hægt að nota til þess að skapa eitthvað nýtt. Þú getur nýtt sköpunargáfu þína og föndrað, málað, saumað, prjónað eða samið lag til viðkomandi. Það er hagkvæmt, sniðugt og skemmtilegt. 2 Ávísun. Ef þú þekkir fólk í kringum þig sem er í vanda er um að gera að bjóðast til að hjálpa fólki við að leysa hann. Ávísun á barnapössun fyrir frændfólk þitt, prjónakennsla eða boð í kvöldmat. Öll erum við góð í einhverju sem hægt er að miðla áfram sem jólagjöf. 3 Heimsæktu nytjamarkaði. Rauði krossinn, Hertex og Góði hirðirinn bjóða upp á notuð föt og hluti fyrir klink og ýmsa fjársjóði er hægt að finna þar. Heppnin gæti verið með þér og þú fundið fullkomna jólagjöf fyrir þín nánustu með smá einbeitingu og þolinmæði. 4 Upplifun. Ef þú hefur lítinn áhuga á að gefa eitthvað áþreifanlegt er um að gera að gefa fólki minningar eða tiltekna reynslu. Sem dæmi má nefna gjafabréf í bíó, jóganámskeið eða bókasafnskort. 5 Áheit í þeirra nafni. Ýmis góðgerðarsamtök eða óhagnaðardrifin félög bjóða upp á áheitasöfnun í öðru nafni en þínu. Þannig má styrkja góðgerðarstarf í nafni einhverra annara.
1 G ive homemade gifts. Most people have two hands, and you can use them to create something new. Use your creative talents to craft, paint, sew, knit, or write a song. It’s clever, fun, and economical. 2 Give coupons. If the people in your life are facing some sort of problem, you can offer to help solve it. Give a coupon for babysitting, a knitting lesson, or an invitation for dinner. Everyone has a talent they can turn into a Christmas gift. 3 Visit a second-hand shop. The Red Cross, Hertex, and Góði Hirðirinn sell used clothing and a variety of other things for pocket change, and they’ve got all sorts of treasures. With some patience and persistence, you might get lucky and find the perfect Christmas gift for your loved one. 4 Give an experience. If you’re not interested in giving something tangible, you can give the gift of good memories or a specific experience. For example, you can give a gift card for the movie theater or a yoga class or give a library card. 5 Give a donation in their name. All sorts of charities and non-profits accept donations under someone else’s name, so you can honor someone and support a good cause at the same time.
16