STÚDENTABLAÐIÐ
Tungumál og mannúðarstörf Language Skills and Humanitarian Aid Work GREIN ARTICLE Anna María Björnsdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYNDIR PHOTOS Aðsendar Contributed
The Student Paper met Hrafnhildur Sverrisdóttir over Zoom to chat about her experience working with the Red Cross. After graduating from the University of Iceland with a BA in French in 2000, Hrafnhildur went on to study international relations at the graduate level, with a focus on human rights issues. Hrafnhildur has extensive on-theground experience, having done humanitarian work around the globe in collaboration with the Icelandic Red Cross, the International Committee of the Red Cross (ICRC), the United Nations, and other organizations. Today, Hrafnhildur works for the Icelandic Red Cross on projects related to international development and humanitarian aid.
,,maður sat kannski með titrandi höku og horfði “You might be sitting there with á, þar sem foreldrar voru your chin quivering, watching að hitta börnin sín eftir as parents met their children margra mánaða, jafnvel ára, after months, even years of aðskilnað vegna átaka.“ separation due to conflict.”
Blaðamaður Stúdentablaðsins hitti Hrafnhildi S verrisdóttur á fjarskiptaforritinu Zoom til þess að ræða reynslu hennar við störf hjá Rauða krossinum. Hrafnhildur útskrifaðist með BA í frönsku frá Háskóla Íslands árið 2000, þá stundaði hún einnig meistaranám í alþjóðasamskiptum með áherslu á mannréttindi. Hrafnhildur býr yfir mikilli reynslu af vettvangi en hún hefur sinnt mannúðarstörfum víða um heim fyrir Rauða krossinn á Íslandi, Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC), Sameinuðu þjóðirnar og fleiri stofnanir. Í dag sinnir Hrafnhildur alþjóðlegum þróunar- og mannúðarverkefnum hjá Rauða krossinum á Íslandi. Í HVERJU FELST STARF HJÁ RAUÐA KROSSINUM? Aðspurð hvað varð til þess að Hrafnhildur ákvað að hefja störf hjá Rauða krossinum segir hún það hafa verið frönskuna sem leiddi hana inn í starfið. Hún hafði unnið áður erlendis, bæði í Kósovó hjá Sameinuðu þjóðunum og sem starfsnemi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, og hana langaði aftur út: ,,kunningi minn minnti mig á Rauða krossinn svo ég lét til leiðast. Ég hafði samband og var komin í viðtal daginn eftir.“ Áður en Hrafnhildur vissi af var hún komin til Genfar í höfuðsstöðvar Alþjóðaráðs Rauða krossins í viðtalsferli þar sem hún fór í gegnum tungumálapróf, viðtöl og verkefnavinnu. Alþjóðaráðið leggur gríðarlega áherslu á frönskukunnáttu þar sem stór hluti þeirra landa sem stofnunin starfar í eru frönskumælandi. Alls er tungumálið talað í 29 löndum um allan heim, þar af eru 26 í Afríku, það er því varla furða að frönskumælandi einstaklingar eru eftirsóttir starfskraftar af hjálparstofnunum. Þetta gekk upp hjá Hrafnhildi og innan skamms var hún komin til Fílabeinsstrandarinnar sem almennur sendifulltrúi. Hún dvaldist í rúmt ár á Fílabeinsströndinni og svo annað ár í Búrúndí við sama starf. Almennur sendifulltrúi hjá Rauða krossinum sinnir til að mynda heimsóknum til fanga, kannar aðbúnað og meðferð þeirra. Einnig sinnir hann leitarþjónustu en Alþjóðaráð Rauða krossins rekur gagnagrunn fyrir einstaklinga sem hafa orðið viðskila í vopnuðum átökum, sem gerir Rauða krossinum kleift að finna fólk úti um allan heim. Til verka almenns
WHAT DOES YOUR JOB WITH THE RED CROSS ENTAIL?
When asked why she decided to start working for the Red Cross, Hrafnhildur said it was her French language skills that led her to the job. She had worked in other countries before, with the UN in Kosovo and as an intern for the Organization for Security and Co-operation in Europe, and she wanted to go abroad again. “One of my acquaintances reminded me of the Red Cross. I got in touch and had an interview the next day,” she explained. Before she knew it, Hrafnhildur found herself at the headquarters of the International Committee of the Red Cross in Geneva, Switzerland. She went through a selection process that involved language evaluation, interviews, and projects. The Committee highly values candidates who can demonstrate proficiency in French, as French is the dominant language in many of the countries where they operate. French is spoken in a total of 29 countries around the world, 26 of which are in Africa, so it’s no wonder that aid organizations are eager to hire French speakers. The interview process went well, and Hrafnhildur was soon sent to work as a generalist delegate in the Ivory Coast. She lived there for just over a year, then spent another year doing the same job in Burundi. Red Cross delegates perform a variety of tasks. For instance, they may visit prisoners or detainees to evaluate the conditions in which they are kept and the treatment they receive. They also help search for missing people; the ICRC maintains a database of people who have been separated in armed conflicts, which makes it possible for them to locate people all over the world. A delegate’s other responsibilities include educating members of the military, law enforcement agencies, and rebel groups about
32