Stúdentablaðið - desember 2020

Page 36

STÚDENTABLAÐIÐ

Eigðu alþjóðleg jól Have Yourself an International Christmas

GREIN ARTICLE Emily Reise, Alþjóðafulltrúi SHÍ The Student ­Council’s ­International Officer

Tíminn er kominn. Dagarnir eru farnir að lengjast. Mariah Carey er að þiðna og við teljum niður dagana þangað til Colin Firth fer til Portúgal og verður ástfanginn af ráðskonunni sinni, Aureliu. Þú veist hvaða tíma ég er að tala um - þetta eru jólin! Þetta er líka tíminn þar sem alþjóðlegir heimshornaflakkarar snúa aftur til sinna heimalanda til þess að vera með fjölskyldunni og nánum vinum - eini tími ársins þar sem öll koma saman og deila sögum af annars fjarlægum lífum sínum. Þú hittir gamla vini og veltir fyrir þér hvort þið mynduð enn þekkjast ef ekki væri fyrir þessi skyldu-jólaboð. Endurfundir við fjölskylduna sem elskar þig skilyrðislaust og fyrirgefur þér fyrir að hafa ekki verið í betra sambandi, þó þú hafir lofað því síðustu jól. En í ár ertu strand í ólgandi hafsjó kórónuveirusmita; öldurnar velkjast um og hindra að þú náir að festa akkeri í þinni heimahöfn og því missir þú af jólahefðunum: sömu jólalögin sem hljóma endurtekið í bakgrunni, endalaus jólaboð, göngutúrar til þess gerðir að nýta þessa örfáu klukkutíma af dagsbirtu, þriggja daga matreiðsluævintýri, laumupúkaleg innpökkun á síðustu stundu - og svo framvegis, endalaust, ár eftir ár. Svona er þetta á hverju ári: barnsleg tilhlökkun í bland við þungmeltanlegan mat - sem endar oftar en ekki á stöðugum flökurleika, þér eldra fólk dæmir lifnaðarhætti þína - sama hverjir þeir kunna að vera. Ef þú ert á lausu ættirðu að finna þér einhvern; ef þú ert í sambandi ættirðu að nýta tímann og hitta fleiri, ef þú ert í skóla og/eða vinnu ættirðu að slaka aðeins á og ef þú lifir í núinu ertu kærulaus. Orkan sem fer í að reyna að halda sér saman í slíkum samtölum eldir þig um mörg ár á núinu en það verður allt þess virði þegar á kvöldið líður og fjölskylduslúðrið kemur upp á yfirborðið með smá hjálp frá votum veigum - sérstaklega ef þú nærð að halda þig einum drykk á eftir og getur þannig lagt leyndarmálin á minnið og geymt þau sem skotfæri, sem þú munt þó aldrei nota. En í ár er þessi kunnuglegi glundroði langt undan og í hans stað komin ný, framandi óreiða. Árið hefur einkennst af óvissu og slíkt getur verið kvíðavaldandi, sérstaklega þegar þú reynir að feta þig í gegnum þegar ófyrirsjáanlegt líf, hvað þá í miðjum heimsfaraldri. Það er ekki ólíklegt að þetta láti þig þrá hefðbundið jólahald meðan þú reynir að finna út hvernig þessi jól verða eiginlega. Ég verð að taka undir kór sjálfshjálparráða sem netið hefur hent í þig alveg frá fyrstu samkomutakmörkunum: líttu á þetta sem tækifæri! Það hjálpar ekki að velta sér upp úr skorti á þínum venjulegu jólahefðum og lenda þannig í vonlausri tilvistarkreppu. Það mun ekki skila sér í kunnuglegum umræðum við jólaborðið. Við ættum öll að gefa hvert öðru smá pásu. Þó svo að þú saknir allra heima núna, skaltu nýta þetta sem tækifæri til þess að gera næstu jól enn betri. Hugsaðu um allt sem þú elskar við jólin heima, leyfðu barnslegum spenningnum að byggjast upp og brjótast út næst þegar þú ferð heim. Í millitíðinni geturðu eytt tíma með vinum þínum - fjölskyldunni sem þú hefur valið þér hér - og búið til nýjar hefðir. Fáðu þér heitt súkkulaði og horfðu á fáránlegan dans Hugh Grant gegnum þingið. Þetta er yndislegasti tími ársins eftir allt saman.

ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir

It’s time. The days are getting longer, Mariah Carey is defrosting, we’re counting down the days until Colin Firth goes to Portugal and falls in love with his housekeeper Aurelia. You know what time it is - it’s Christmas time! It’s also the time of year when international globetrotters return to their home countries to be with their families and closest friends - the one time of year when everyone is back home, sharing anecdotes about their otherwise distant lives. You meet old friends and wonder whether you’d still be in touch with them if it weren’t for mandatory Christmas get-togethers. You reunite with family members, indulging in their unconditional love as they forgive you for not being in touch more, breaking the promise you made last Christmas. But this year, you’re stranded in the tumultuous waters of covid outbreaks, the crashing waves preventing you from returning to your home port and making you miss out on old traditions: the endless loops of Christmas music playing in the background, big family breakfasts, walks during the few hours of daylight, three-day cooking benders, secretive last-minute present wrapping - and so it goes, without fail, year in and year out. The procedure is certainly the same every year: child-like anticipation mixed with heavy food, resulting in a continual state of nausea, your elders questioning your lifestyle, whatever it might currently be like. If you’re single, it’s a shame that you are; if you’re seeing someone, you should make use of your young age and play the field; if you’re in school or working, you should relax and live a little; and if you’re living in the moment, you’re being careless. Merely trying to hold your tongue during such conversations takes years off your life, but it is all rewarded when evening comes and the steady flow of alcohol loosens tongues and produces plenty of family gossip - especially when you manage to stay one drink behind and soak up the secrets, collecting them like ammunition you will never use. But this year, the security of home chaos is replaced by a new, unfamiliar kind of chaos. The whole year has been marked by uncertainty, which can be quite stressful when you’re trying to navigate the uncertainties of life, even without a global pandemic. This can leave you longing for old Christmas traditions, while you try to figure out what to do with yourself over the holidays. To chime in with the choir of self-help tips the internet has thrown at you ever since the first day of lockdown: you can see this as an opportunity! Dwelling on the absence of old Christmas traditions will only get you down, and falling into an existential pit of despair will not bring back conversation with family over Christmas dinner. The collective Christmas gift from anyone to everyone is a break. And while it may leave you missing your loved ones, it can make future holiday celebrations even better. You can allow yourself to reminisce about everything you love about Christmas at home, feeling the child-like anticipation build up for your next reunion. Meanwhile, you get to spend time with friends - your chosen family - and create new traditions for yourselves. So treat yourself to some hot cocoa and watch Hugh Grant ugly-dance through Parliament. After all, it’s the most wonderful time of the year.

36


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Long-Distance Relationships in the 21st Century

3min
pages 48-49

From Beaches and Margaritas to Asphalt and Wool Socks

6min
pages 46-47

100 years of Student Council Success

6min
pages 42-45

Moomin Mugs: Compulsive bying, Hoarding, Love, and Hate

3min
pages 40-41

Have Yourself an International Christmas

2min
page 36

Christmas Gift Ideas for Broke Students

1min
page 16

Jólagjafahugmyndir fyrir blanka stúdenta

1min
page 16

Jólaplaylisti Stúdentablaðsins / The Student Paper's Holiday playlist

1min
page 15

Language Skills and Humanitarian Aid Work

5min
pages 32-34

Equality is Multifaceted and Ever-Changing

5min
pages 24-26

Tíu myndir sem vekja vetrarbarnið í þér // Ten Movies to Reawaken the Winter’s Child in You

2min
page 15

Ten Things that Changed the University of Iceland

1min
page 17

Former Student Council Chairs: A Peek into the Past

8min
pages 8-11

Að sitja í festum á 21. öld

3min
pages 48-49

Malbik og margarítur

5min
pages 46-47

Múmínbollar: söfnunarárátta, kaupæði, ást og hatur

3min
pages 40-41

Sigrar Stúdentaráðs í 100 ár

5min
pages 42-45

Eigðu alþjóðleg jól

2min
page 36

Hvaða bækur verða í jólapökkunum í ár?

4min
pages 37-39

Óður til kvenna Háskólans

10min
pages 29-31

Tungumál og mannúðarstörf

5min
pages 32-35

Viðbrögð leikhússtjóra við banni á sviðslistum

6min
pages 26-29

Jafnrétti er fjölbreytt og síbreytilegt

4min
pages 24-26

Hjálparsíður og smáforrit fyrir nemendur

5min
pages 18-21

DIY jóladálkurinn

3min
pages 22-24

How to Write the Most Christmassy of Christmas Cards

4min
pages 12-13

Tíu atriði sem breyttu Háskóla

1min
page 17

Fyrrum forsetar SHÍ: Afturhvarf til

7min
pages 8-11

Ávarp Forseta SHÍ

6min
pages 7-8

Ávarp Ritstjóra

8min
pages 5-7
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.