Stúdentablaðið - desember 2020

Page 46

STÚDENTABLAÐIÐ

Malbik og margarítur GREIN ARTICLE Kolfinna Tómasdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Ragnhildur Ragnarsdóttir

From Beaches and Margaritas to Asphalt and Wool Socks

MYNDIR PHOTOS Aðsendar Contributed

Síðasta vetur rættist langþráður draumur minn. Umsókn mín um framhaldsnám við Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka, UPEACE, var samþykkt fyrir skólaárið 2020-2021. Þar ætlaði ég að nema alþjóðalög og úrlausn deilumála (e. International Law and the Settlement of Disputes), en þetta framhaldsnám var stór ástæða þess að ég ákvað að læra lögfræði við HÍ til að byrja með. Tilhlökkunin var mikil og planið var að taka pásu frá meistaranáminu hér heima meðan á dvölinni úti stæði, koma svo heim aftur til að ljúka meistaragráðunni í HÍ. Í byrjun 2020 fannst mér sem ég væri strax komin með frosna margarítu í hönd og Hawaiian Tropic túbuna í hina á meðan ég æfði mig í spænskunni og heimsótti mismunandi strendur hverja helgi, þess á milli sem ég nam fræðin af kappi. Ég ætlaði mér að ferðast um Mið- og Suður-Ameríku þar sem ég myndi læra tangó í Buenos Aires, ganga Inkaslóðina til Machu Picchu, sigla niður Amazon og svo margt fleira. Ævintýrin voru endalaus. Það leið ekki á löngu þar til þessi langþráðu plön urðu fjarlægir draumar þar sem margarítunum var skipt út fyrir hvítan Monster og sólarvörninni fyrir kuldakrem og sprittbrúsa. COVID-19 kom og á svipstundu breyttust framtíðarplönin, nýr veruleiki var í mótun og við þurftum öll að aðlagast hratt. Næstu mánuðina var allt í lausu lofti og ég vissi ekki hvað var framundan, í hvaða heimsálfu ég myndi búa, hvort ég ætti að fresta náminu úti um ár og þá við hvorn skólann ég myndi læra á komandi skólaári. Sumarið fór í að skipuleggja plan A, B og C en rúmum 2 vikum fyrir áætlaða brottför varð ljóst að af henni myndi ekki verða. Búið var að úthluta öðrum íbúðinni minni á Stúdentagörðunum og í stað þess að kveðja dásamlegu Lindargötuna með vegabréfið í hönd var ferðinni heitið heim til mömmu. Tekjulaus, sólarlaus og óviss um hvað væri klókast að gera ákvað ég að hefja nám við UPEACE í fjarnámi og klára samhliða þá áfanga sem ég átti eftir við HÍ. Ég áttaði mig á því að önnin yrði strembin, en með þessu móti gæti ég teygt dvölina í Kosta Ríka í hinn endann ef ég þyrfti ekki að drífa mig heim til Íslands til að mæta í tíma haustið 2021. Þetta var hið fullkomna plan, þar til önnin hófst og ég áttaði mig á því hversu þung hún myndi verða.

Last winter, my long-awaited dream came true. My application for graduate studies at the United Nations’ University for Peace (UPEACE) in Costa Rica for the 2020-2021 school year was accepted. My plan was to study International Law and the Settlement of Disputes, a program that played a big role in my decision to study law at the University of Iceland (UI). I was extremely excited, and the plan was to take a break from my postgraduate studies here in Iceland while in Costa Rica and then return and finish my master´s degree at UI. At the beginning of 2020, I already felt like I had a frozen margarita in one hand and a bottle of Hawaiian Tropic in the other while I practised my Spanish and visited different beaches each weekend during short breaks from my enthusiastic studies. I was going to travel around Central and South America. I would learn some tango in Buenos Aires, walk the Inca trail to Machu Picchu, sail down the Amazon River, and so much more. The adventures were endless. But before long, these long-awaited plans became a distant dream. Margaritas were replaced with white Monster and sunscreen for cold creams and bottles of hand sanitizer. COVID-19 hit, and in an instant, all future plans changed. A new reality was upon us, and everyone had to adjust fast. Over the next months, everything was up in the air, and I didn’t know what lay ahead, on which continent I would live, whether I should postpone my courses in Costa Rica for one year, or at which university I would study for the next two terms. I spent the summer making plans A, B, and C but just a little more than two weeks before my planned departure, it became clear that I wasn’t going anywhere. My apartment in student housing had been rented out to someone else, and instead of saying goodbye to wonderful Lindargata with my passport in hand, I headed home to stay with my mom instead. With no income, no sun, and unsure as to what would be the wisest thing to do, I decided to start my program at UPEACE through distance learning, while simultaneously finishing my courses at UI. I realized that the semester would be hard, but by doing it this way I could extend my stay in Costa Rica at the end of my term there and would not have to hurry home to start classes in Iceland in autumn 2021. It seemed like a perfect plan – that is, until the term began, and I realized just how hard it would actually be. It’s amazing to reflect on the way that our fixed plans almost never seem to turn out quite the way we thought they would at the beginning. Life interferes, changing our circumstances or even directing us in completely different directions that we had never even considered, leading us down paths that teach us even more. I still do not know how to digest this year, but I certainly realize how lucky I am to have a roof over my head during this pandemic. The law department in Costa Rica consists of 20 individuals from 14 different countries. At the beginning, planning and dividing my time between two schools was a challenge, but the way the course schedules were structured meant that I mostly attended UI classes in the mornings and UPEACE classes in the afternoons. In the evenings, I’ve been working on assignments

46


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Long-Distance Relationships in the 21st Century

3min
pages 48-49

From Beaches and Margaritas to Asphalt and Wool Socks

6min
pages 46-47

100 years of Student Council Success

6min
pages 42-45

Moomin Mugs: Compulsive bying, Hoarding, Love, and Hate

3min
pages 40-41

Have Yourself an International Christmas

2min
page 36

Christmas Gift Ideas for Broke Students

1min
page 16

Jólagjafahugmyndir fyrir blanka stúdenta

1min
page 16

Jólaplaylisti Stúdentablaðsins / The Student Paper's Holiday playlist

1min
page 15

Language Skills and Humanitarian Aid Work

5min
pages 32-34

Equality is Multifaceted and Ever-Changing

5min
pages 24-26

Tíu myndir sem vekja vetrarbarnið í þér // Ten Movies to Reawaken the Winter’s Child in You

2min
page 15

Ten Things that Changed the University of Iceland

1min
page 17

Former Student Council Chairs: A Peek into the Past

8min
pages 8-11

Að sitja í festum á 21. öld

3min
pages 48-49

Malbik og margarítur

5min
pages 46-47

Múmínbollar: söfnunarárátta, kaupæði, ást og hatur

3min
pages 40-41

Sigrar Stúdentaráðs í 100 ár

5min
pages 42-45

Eigðu alþjóðleg jól

2min
page 36

Hvaða bækur verða í jólapökkunum í ár?

4min
pages 37-39

Óður til kvenna Háskólans

10min
pages 29-31

Tungumál og mannúðarstörf

5min
pages 32-35

Viðbrögð leikhússtjóra við banni á sviðslistum

6min
pages 26-29

Jafnrétti er fjölbreytt og síbreytilegt

4min
pages 24-26

Hjálparsíður og smáforrit fyrir nemendur

5min
pages 18-21

DIY jóladálkurinn

3min
pages 22-24

How to Write the Most Christmassy of Christmas Cards

4min
pages 12-13

Tíu atriði sem breyttu Háskóla

1min
page 17

Fyrrum forsetar SHÍ: Afturhvarf til

7min
pages 8-11

Ávarp Forseta SHÍ

6min
pages 7-8

Ávarp Ritstjóra

8min
pages 5-7
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.