Árbók 2021 - Slysavarnafélagið Landsbjörg

Page 4

Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Kæru félagar Það má segja að í grunninn hafi Slysavarnafélagið Landsbjörg og félagseiningar þess ávallt staðið frammi fyrir þrennskonar áskorunum. Ein er sú að byggja upp og viðhalda faglegu starfi, önnur sú að hlúa sem best að félagslega hlutanum og sú þriðja að tryggja fjárhagslegan grundvöll starfsins. Allir þessir þættir eru okkur mikilvægir og forsenda þess að við getum staðið undir þeirri ábyrgð sem á herðum okkar hvílir. Árið 2020 verður sennilega lengi í minnum haft enda er óhætt að segja að hrikt hafi í öllum þessum þremur stoðum starfs okkar sökum heimsfaraldurs inflúensu sem barst til landsins snemma á árinu. Þó svo að einingar félagsins séu skrifaðar inn í viðbragðsáætlanir vegna heimsfaraldurs reyndi blessunarlega ekki mikið á þá þætti enda nóg samt sem takast þurfti á við. Faglega áskorunin var án efa sú að vera áfram til taks og ná að sinna okkar hefðbundnari verkefnum af sama krafti og áður. Fólkið okkar sýndi af sér frábæra blöndu af frumkvæði og samvinnu þar sem einingar lærðu hver af annarri og voru duglegar að miðla af reynslu sinni. Félagslega áskorunin sem einingar þurftu að takast á við var sú að halda uppi félagsstarfi og þjálfun og enn og aftur sýndi samtakamáttur félagsins sig í verki. Ómögulegt reyndist að halda þessu mikilvæga starfi gangandi af fullum krafti en félagið reyndi eftir megni að leggja sín lóð á vogaskálarnar og við getum öll verið stolt af viðbragði björgunarskólans og á hvaða hátt hann náði að bregðast við nýjum veruleika og að laga sig að nýju umhverfi. 4 | Árbók 2021


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.