Skipsskaðar 2020 | Strönd Francisca Þann 8. janúar 2020 slitnuðu landfestar flutningaskipsins Franciscu, sem er hollenskt, þar sem það lá við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Mikið óveður gekk þá yfir landið og rak skipið upp í grjótgarð milli Hvaleyrarbakka og Suðurbakka. Tókst að ná skipinu aftur að bryggju þremur tímum síðar með aðstoð tveggja dráttarbáta og urðu talsverðar skemmdir á því en enginn leki kom að því. Hrafn GK 111 Þann 10. janúar 2020 var Hrafn GK á leið úr höfn í Grindavík. Þegar skipið var komið út fyrir varnargarða hafnarinnar missti það ferð og færðist úr leið til vesturs með þeim afleiðingum að skipið tók niðri. Tókst að koma skipinu á frían sjó og því siglt til Njarðvíkur þar sem það var tekið í slipp. Talsverðar skemmdir urðu á skipinu. Ópal Þann 6. febrúar 2020 strandaði skoðunarskipið Ópal austur af Lundey á Sundunum utan Reykjavíkur. Tókst að losa skipið fyrir eigin vélarafli 10 mínútum síðar. Var því siglt til hafnar í Reykjavík með aðstoð dráttarbáts sem kom á móts við skipið en engar skemmdir komu í ljós við skoðun. 44 | Árbók 2021