THE STUDENT PAPER
„...við verðum að finna leið til að lifa með veirunni...“ English translation of the article is available on Studentabladid.is
Viðtal við heilbrigðisráðherra Stúdentablaðið ræddi við Svandísi Svavarsdóttur um ástandið í samfélaginu. Starf heilbrigðisráðherra hefur sennilega aldrei verið eins áberandi, aldrei eins mikilvægt og aldrei haft eins mikil áhrif á daglegt líf stúdenta. Svandís Svavarsdóttir tók við sem heilbrigðisráð herra 1. desember 2017 en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Svandís hefur áður gegnt ráðherraembætti, en hún var umhverfisráðherra 2009–2012 og umhverfis- og auðlindaráðherra 2012–2013. Áður en Svandís fór í stjórnmál starfaði hún m.a. sem kennslustjóri í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Við spurðum hana hvort að táknmál ætti að vera skyldufag í skólum. „Já – það væri verðugt markmið. Hins vegar er ákveðin áskorun fólgin í því hversu marga kennara við þyrftum til að ná því markmiði. Best væri að kennararnir væru móðurmálstalandi táknmálsnotendur og sá hópur er ekki stór. Væntanlega þyrfti að ráðast í mikla námsefnisgerð á vef og jafnframt þyrfti að tryggja að efnið væri gagnvirkt eins og nokkurs væri kostur.“ Einn aðstoðarmanna Svandísar er ung kona á þrítugs aldri. Við spurðum hvort Svandísi þætti mikilvægt að ungt fólk sæki í störf hjá hinu opinbera og hvers vegna. „Það er mjög gott að alls konar fólk sinni alls konar störfum, og ég held að það starfi í raun margt ungt fólk í fjölbreyttum störf um hjá hinu opinbera, sem er jákvætt. Það er líka mikilvægt að fólk á öllum aldri taki þátt í stjórnmálastarfi. Ég er með tvo aðstoðarmenn og aldursbilið milli þeirra er 41 ár og mér finnst mjög gott að þau séu annars vegar ung kona með lögfræðimenntun og hins vegar eldri karl með mikla reynslu og þekkingu á heilbrigðissviði, það er góð blanda,“ segir Svandís. MIKILVÆGT AÐ TRYGGJA JAFNT AÐGENGI ALLRA AÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Meðal verkefna sem Svandís hefur beitt sér fyrir eru bætt geðheilbrigðisþjónusta og leiðir til að efla lýðheilsu. Í vor var samþykkt frumvarp um að sálfræðiþjónusta færi undir sjúkratryggingar og yrði hluti af almenna tryggingakerfinu,
GREIN Hólmfríður María Bjarnardóttir Kevin Niezen MYND Aðsend
en það á að taka gildi um næstu áramót. Við spurðum Svandísi hvernig það gengi og hvort hún væri bjartsýn á að það muni koma til framkvæmdar. „Ég hef lagt mikla áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar um land allt; við höfum á meðan ég hef gegnt starfi heilbrigðisráðherra fullmannað geðheilsuteymi um land allt, fjölgað sálfræðingum í heilsugæslunni og lagt áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Nýlega styrkti ég Pieta-samtökin til að efla forvarnarstarf samtakanna gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og ég tók ákvörðun um að fjármagna stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis út næsta ár. Það hefur því mikið gerst á þessu málefnasviði en áskoranirnar á tímum COVID-19 eru margar og erfiðar,“ svarar Svandís. Hún sagði ríkisstjórnina hafa verið meðvitaða um þetta frá upphafi faraldursins og að í apríl hafi verið tilkynnt um átak, sem í færu 540 milljónir króna, til að stuðla að geðrækt og bættri andlegri heilsu íbúa landsins. En í frumvarpi til fjár laga er líka gert ráð fyrir þessari upphæð árið 2021. „Umræðan um geðheilbrigði og andlega líðan er líka orðin mun opnari og meiri en hún var fyrir nokkrum árum, sem er gott,“ segir Svandís og bætir við „Samráð við not endur geðheilbrigðisþjónustunnar og þau sem hafa reynslu af geðsjúkdómum hefur líka verið fest í sessi, enda löngu tímabært. Mikilvægi þess að grípa snemma inn í hefur verið meira áberandi, bæði í fræðilegri umræðu og samfélagsumræðunni, og mikilvægi þess að styrkja þjónustu í nærumhverfi, eins og við höfum verið að gera með eflingu heilsugæslunnar.“ Í viðtali árið 2019 sagði Svandís að stundum sé sagt að það segi mest um samfélag hvernig það fer með sína viðkvæmustu hópa. Aðspurð um hvað sú setning segði um það hvernig við, sem samfélag, komum fram við heimilis lausa og fólk með fíknivanda, svarar hún að sá punktur skipti miklu máli. „Eitt af mínum aðalmarkmiðum í embætti heilbrigðisráðherra er einmitt að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð ytri aðstæðum eins og efnahag, búsetu, kyni og félagslegri stöðu að öðru leyti. Við höfum nú þegar lækkað greiðsluþátttöku sjúklinga umtalsvert á
11