STÚDENTABLAÐIÐ
MIKILVÆGT AÐ REYNA AÐ VERA FRUMLEG Blaðamaður Stúdentablaðsins spyr Ernu hvort henni finnist eitthvað jákvætt hafa komið út úr ástandinu í samfélaginu fyrir starf nefndarinnar. Hún segir að svo sé ekki en bætir því við að hún sé að sama skapi dugleg að líta á björtu hliðarnar og ef til vill sé fullsnemmt að segja til um hvort það muni hafa einhver jákvæð áhrif á starfið. „Maður þarf alveg að vera frumlegur og kannski kemur einhver nýr og skemmtilegur viðburður út frá þessu sem verður síðan ef til vill fastur liður hjá nefndinni. Það væri alveg jákvætt. Að prófa eitthvað nýtt og prófa að hafa eitthvað rafrænt og sjá hvort það hafi kannski jákvæð áhrif á þátttöku. Maður verður að bíða og sjá hvað það varðar. En það er auðvitað ótrúlega leiðinlegt að fresta viðburðum og það vegur svo þungt. Októberfest og Mínútuleikarnir, til dæmis, er svo góð leið fyrir nýnema að koma sér inn í félagslíf skólans en svo var auðvitað ekki hægt að halda neitt slíkt, sem er auðvitað mikil synd. Það hefur enginn viðburður verið haldinn fyrir nýnema og mér finnst það mjög leiðinlegt og setur ef til vill strik í reikninginn hvað varðar upplifun þeirra á háskólalífinu. Það gæti alveg verið skemmtilegt og eitt hvað sem væri hægt að nýta seinna þó svo að maður megi hittast, það gæti komið mjög skemmtilega út,“ segir Erna Lea. Að lokum vill Erna Lea hvetja nemendur HÍ til að vera eins virk í félagslífinu og kostur er. Þá vill hún sérstaklega hvetja nýnema til að leggja sig fram við að kynnast nýju fólki. „Það er erfiðara á tímum sem þessum en það er mjög mikilvægt að mínu mati. Vera opin og þolinmóð fyrir aðstæðunum og vonandi verður þetta búið sem fyrst.“
positive effects and that she’s trying to look on the bright side. “We need to be creative, and maybe some fun new event will arise out of all of this, which will then become a regular event. That would be positive. To try new things and test the online option and see if that has a positive effect on participation. We just have to wait and see. But of course it’s just so sad to postpone events, and it weighs you down. Oktoberfest and the Minute Games, for example, that’s such a good way for new students to get involved with the social scene on campus, but of course we weren’t able to hold any of that, which is a shame. There’s been no event held for new students, and I think it’s very sad and it does affect their experience of student life. However, it could be fun and something to utilize later, even when we can meet again. It could work out well,” Erna Lea says. Finally, Erna Lea would like to encourage students to actively participate in student life as possible. She especially encourages new students to put in the work of meeting new people. “It’s harder during times like these, but I feel it's very important. Be open and patient with the situation, and hopefully this will be over soon.”
DEAR STUDENTS!
To celebrate the season and help you through the semester, the Student Paper has made a Fall Playlist. We hope you'll enjoy listening this fall and next fall, while you step on leaves, drink coffee (or another beverage of your choice), snooze on the sofa, study, and live life! Have a joyous fall, dear friends!
AÐU Ð N N SK A NN ME U! A IN KÓÐ FY APP TI SPO
S CO CAN T DE H SPO WITH E TIF T Y A HE PP!
ELSKU STÚDENTAR! Í tilefni af haustinu ákváð Stúdentablaðið að skella í Haustplaylista til þess að hjálpa ykkur í gegnum önnina. Við vonum að þið njótið að hlusta í haust og næstu haust, meðan þið stígið á lauf, drekkið kaffi (eða annan drykk að eigin vali), dormið í sófum, harkið yfir lærdómnum og lifið lífinu. Gleðilegt haust elsku vinir!
20