THE STUDENT PAPER
Einsemd á tímum Covid Síðustu vikur og mánuði höfum við eytt fleiri stundum ein en við ættum öllu jafna að venjast. Eins og hendi væri veifað var okkur, félagsverunum, falið það verkefni að halda okkur frá öðrum og helst að vera sem mest heima. Við fórum frá því að þjóta á milli staða, hvort heldur sem það var í og úr skóla eða vinnu, á fundi, íþróttaæfingar eða afmæli, yfir í að eyða stærstum hluta vikunnar heima við. Sumir í faðmi fjölskyldu, aðrir með meðleigjendum og hinir hreinlega einir. Áður fól dagleg rútína í sér mikil félagsleg samskipti, en nú hefur henni verið skipt út fyrir verkefni sem við eigum öll miserfitt með að sinna; einsemd. HINN HRAÐI HEIMUR Því er ekki hægt að neita að við lifum í mjög hröðu sam félagi. Oft er eins og dagarnir bókstaflega þjóti frá okkur og þó við séum í óðaönn að krossa hluti af verkefnalistanum virðist hann bara lengjast eftir því sem tímanum líður. Við þeytumst milli verkefna og viðburða og berjumst við að ná taki á því álagi sem á okkur er lagt. Vegna Covid eru margir af þeim viðburðum þó ekki í boði og getum við litið á þennan tíma sem tækifæri til að hægja aðeins á og njóta þess að þurfa ekki að vera á nokkrum stöðum í einu. Að fá smá pásu frá þeirri tilfinningu að þurfa alltaf að vera gera eitthvað áhugavert til að fá samfélagslegt samþykki. Það er nefnilega svo að við lifum í samfélagi þar sem einsemd er litin nokkuð neikvæðum augum og einstaklingar sem kjósa frekar föstudagskvöld uppi í sófa, fá þá tilfinningu að þeir séu ekki að standa sig. Því helst eigum við að eyða helgunum í bústað með öllum vinunum eða klífa fjöll með gönguhópnum, ekki að hanga heima. Þessi tími kann þó að hafa eilítið jákvæðari áhrif á einhverja, því ekki höfum við öll jafn mikla þörf á mannlegum samskiptum og mörgum þykir hreinlega gott að fá loksins að vera í einsemd. Að þurfa ekki að koma með afsakanir fyrir því að vilja eyða helginni heima við. Aðrir forðast hins vegar einveru eins og heitan eldinn og leita stanslaust í félagsskap annarra. Þá eru samfélagsmiðlar vinsæl lausn til að halda samskiptum við vini, fjölskyldu og vinnufélaga, sérstaklega á tímum sem þessum. Þeir gefa okkur tilfinn ingu um samfélagsleg tengsl og geta því minnkað þann einmanaleika sem fleiri finna fyrir nú eða áður. Önnur að ferð er hins vegar er að leitast eftir núvitund og hreinlega að læra að vera ein.
GREIN ARTICLE Selma Kjartansdóttir
HVAÐ ER EINSEMD Einsemd er að vera sátt við einveru, eða sú hæfni að vera okkar eigin félagsskapur án þess að sækjast eftir utanaðkomandi samskiptum. Það er nefnilega ekki sama sem merki milli þess að vera einn og einmana, en það er aftur á móti hæfileiki að vera einn án þess að vera einmana. Einsemd getur hjálpað okkur að staldra við og hætta að sækjast eftir samþykki og athygli annarra. Þegar við erum ein, leyfum við okkur að vera við sjálf og við fáum tækifæri til að vinna í sjálfsmynd okkar og móta hana eftir eigin hugmyndum, en sjálfsmynd mótast að miklu leiti út frá því hvernig við höldum eða viljum að aðrir sjái okkur. Einnig er einsemd mikilvæg fyrir sköpunarferlið. Það er engin tilviljun að við fáum oft bestu hugmyndirnar þegar við liggjum uppi í rúmi og reynum að sofna, eða af hverju rithöfundar sækj ast eftir að vera í einrúmi þegar þeir vilja skrifa. Einsemd opnar á skapandi hugsun og veitir okkur einnig rými til að endurhugsa atburði og aðstæður sem við annars myndum ekki gera. EINSEMD Í DAGLEGU LÍFI Þó flestir myndu líklega vilja taka upp þráðinn fyrir tíma Covid og halda áfram með sinn vanagang, þá er eitt og annað sem við getum tileinkað okkur meðan ástandið er eins og það er. Í stað þess að taka upp símann um leið og það kemur smá dauð stund, til þess eins að fletta gegnum líf annarra á samfélagsmiðlum, þá getum við einbeitt okkur að okkar eigin lífi. Reynt að njóta þess að taka því rólega og finna núvitund í hinum daglegu verkum. Hvað með bókina sem okkur hefur alltaf langað að lesa? Fjallið sem við höfum ætlað að ganga á í mörg ár? Eða uppskriftina sem við höfum aldrei gefið okkur tíma til að prófa? Hvernig væri að læra að taka tíma fyrir okkur sjálf og gera eitthvað sem veitir okkur ró og ánægju. Leyfum okkur að sökkva okkur í hluti sem okkur þykja skemmtilegir, án þess að láta aðra viðburði eða tækni trufla okkur. Lærum að segja nei af og til og taka stjórn á okkar eigin tíma. Leyfum okkur að vera í einsemd og uppgötva leynda hæfileika eða áhugamál, sem hafa alltaf setið á hakanum, því nú er tækifæri til að ná markmiðum okkar án of mikilla utanað komandi truflana. Núvitund og einsemd gera okkur kleift að njóta litlu hlutanna í lífinu og ekki einungis að tengjast okkur sjálfum heldur umhverfinu í kring, heimili okkar og hugsunum.
37