Víkurfréttir 22. tbl. 44. árg.

Page 8

32 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar FLJÓTLEGRI KOSTURINN Mexíkóskt þema í kvöld? Síður 24–25 Síður 20–21 Síða 22 MEÐAL EFNIS Erla er kokkur í kjól á togara Draumfarir sjómanna Til hamingju sjómenn! Níræður sjómaður Síða 6 Síða 12 Sjóarinn síkáti Halldór vill meira í strandveiðipottinn Giftusamleg sjóbjörgun - sjá viðtöl og myndir í miðopnu Sjómenn á Blika GK voru á strandveiðum í Garðsjónum síðdegis á þriðjudaginn þegar ljósmyndari Víkurfrétta sendi flygildi á miðin. Þeir hafa væntanlega haldið að þarna væri Fiskistofa á ferðinni með sinn eftirlitsdróna og voru hinir prúðustu. VF/Hilmar Bragi Miðvikudagur 31. Maí 2023 // 22. tbl. // 44. árg.

Samþykkja ljósaskilti með fyrirvara

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda umsókn Körfuknattleiksdeildar UMFN um uppsetningu á LED-skilti þar sem svokallað „Ramma-skilti“ stendur á mótum Reykjanesvegar og Hafnarbrautar í Njarðvík.

Körfuknattleiksdeildin hefur verið með skilti á þessu horni í 40 ár og selt á það auglýsingar í aldarfjórðung. Fer deildin nú fram á að

setja upp LED-ljósaskilti eins og er í strætóskýlum á höfuðborgarsvæðinu á umræddan auglýsingaflöt.

Hafna ljósaskiltum við Reykjanesbraut og á Nettóhöllina

Erindi Knattspyrnudeildar Keflavíkur um ljósaskilti hefur verið afgreitt frá umhverfis- og skipulagsráði bæjarins. Sótt var um skilti við Baldursgötu 14, á auglýsingaklukku á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu, við Hringbraut, við Reykjanesbraut ofan Flugvalla og við Þjóðbraut. Einnig á vesturhlið Nettóhallar.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir ljósaskilti á Baldursgötu 14 með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda. Ráðið samþykkir einnig ljósaskilti á auglýsingaklukku við Hafnargötu með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Umhverfis- og skipulagsráð frestaði erindi um ljósaskilti við knattspyrnuvöll við Sunnubraut og

Skipafloti Landhelgisgæslunnar verður í Njarðvíkurhöfn

ráðið óskar eftir breyttri útfærslu á því.

Þá hafnar ráðið uppsetningu ljósaskilta við Reykjanesbraut. Stefna um auglýsingaskilti við Reykjanesbraut hefur ekki verið sett. Umhverfis- og skipulagsráð hafnar einnig auglýsingaskilti á Reykjaneshöll en það samræmist ekki samþykktum skilta.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

Viljayfirlýsing um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrir skipaflota Landhelgisgæslunnar í Njarðvíkurhöfn var undirrituð af dómsmálaráðherra, fulltrúa Landhelgisgæslunnar og Reykjaneshafnar á Marriott hótelinu í Reykjanesbæ síðasta föstudag.

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir að um sé að ræða framtíðarlausn fyrir skipaflota gæslunnar og að eftir um það bil tvö til þrjú ár verði skipaútgerð Landhelgisgæslunnar alfarið flutt í Njarðvíkurhöfn en gæslan fagnar aldarafmæli í júní 2026.

Auðunn Kristjánsson hjá Landhelgisgæslunni segist fagna þessari ákvörðun og verði mikil bylting fyrir stofnunina og eitt skrefið í að efla starfsemi gæslunnar. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri í Reykjanesbæ segist afar ánægður með að þessi áfangi sé nú að komast í höfn. Hugmyndin hafi fyrst komið upp fyrir fimm árum síðan.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri segir að þessi skipaklasahugmynd eigi eftir að hafa mikil og jákvæð áhrif á Suðurnesjum, á atvinnulífið og menntun.

Aðilar að þessari viljayfirlýsingu hafa átt í viðræðum um uppbygg-

ingu á framtíðaraðstöðu fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslu Íslands í Reykjanesbæ. Þau áform hagga ekki útgerð varðskips frá Norðurlandi. Áformin lúta að gerð langtímaleigusamnings um viðlegukant, auk nauðsynlegrar aðstöðu fyrir þau tæki og búnað sem tilheyra rekstrinum, auk veituþjónustu. Markmiðið er að heimahöfn viðkomandi skipa verði Reykjaneshöfn og að starfsemi tengd rekstri þeirra færist að verulegu leyti þangað.

Aðilar að viljayfirlýsingunni lýsa sig reiðubúna til að vinna áfram að því að þessi uppbygging framtíðaraðstöðu verði að veruleika í samræmi við framangreindar áherslur. Landhelgisgæslan hefur lengi horft til þess að komast í varanlega aðstöðu með skipakost sinn þar sem hægt er að tryggja öryggi og starfsaðstöðu bæði fyrir áhafnir og þann búnað sem þarf til reksturs

varðskips. Hugmyndir að uppbyggingu fyrir Landhelgigæsluna í Reykjaneshöfn falla vel að þörfum og væntingum stofnunarinnar um hafnaraðstöðu. Ráðherrann hefur lýst þessum hugmyndum fyrir fjárlaganefnd í umræðum um fjármálaáætlun.

Styttir viðbragð með suðurströndinni

Mikill áhugi er hjá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ að gera Reykjaneshöfn að heimahöfn Landhelgisgæsluskipa. Aðstaðan er hentug að mörgu leyti; einungis 6-7 mínútna aksturfjarlægð frá aðstöðu Landhelgisgæslu Íslands á Keflavíkurflugvelli og gott samgöngunet við höfuðborgarsvæðið. Staðsetning skipa Landhelgisgæslunnar í Reykjanesbæ fremur en Reykjavík hefur ekki áhrif á viðbragðstíma til norðurs, svo sem til Vestfjarða, en myndi stytta viðbragðstíma um a.m.k. tvær klukkustundir suður fyrir landið.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
n Viljayfirlýsing undirrituð af dómsmálaráðherra og fulltrúum Landhelgisgæslunnar og Reykjaneshafnar F.v. Auðunn Kristinsson frá Landhelgisgæslunni, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar undirrituðu viljayfirlýsingu um framtíðarhöfn skipaflota Landhelgisgæslunnar. VF-mynd/pket.
er á vf.is
2
Ljósaskilti á Fitjum í Njarðvík. VF/Hilmar Bragi
// víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Allt fyrir helgina!

Grindavík

Opið virka daga 9–19

Opið helgar 10–19

Iðavellir

Opið 10–21

Krossmói

Opið 10–19

Til

Betra

verð með appinu! Tilboð gilda 1.–4. júní
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
hamingju
daginn,
býður upp á fiskisúpu á sjómannadaginn við íþróttahúsið í Grindavík kl. 18–19.
með
sjómenn! Nettó

Reykjanesbær fái um 75% útgjalda vegna

fjárhagsaðstoðar

Helga Jóhanna Oddsdóttir, Sjálfstæðisflokki, óskaði eftir svörum bæjaryfirvalda við spurningum er varða fjárhagsaðstoð Reykjanesbæjar vegna 6. máls úr fundargerð velferðarráðs Reykjanesbæjar þann 22. mars 2023. Þar kom fram að í febrúar 2023 fengu 365 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, 220 karlar og 145 konur. Fjárhagsaðstoðin var veitt til 88 heimila sem á bjuggu 184 börn. Alls voru greiddar 55.018.424 kr. í fjárhagsaðstoð eða að meðaltali 150.735 kr. pr. einstakling. Í sama mánuði 2022 fengu 152 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, 106 karlar og 46 konur. Fjárhagsaðstoðin var veitt til 34 heimila sem á bjuggu samtals 88 börn. Alls voru greiddar 24.199.275 kr. í fjárhagsaðstoð eða að meðaltali 159.205 kr. pr. einstakling.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, lagði fram svör við fyrirspurn Helgu Jóhönnu en eftirfarandi er fyrirspurnin og svör við henni:

Fjárhagsaðstoð í febrúar 2022 og 2023 til samanburðar. Þarna er um aukningu útgjalda um 127% að ræða og fjölgun heimila um 158%. Ég (Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki) óska eftir því að bæjarfulltrúar fái nánari greiningu á því hvað býr að baki þessari miklu aukningu.

1. Er þetta hrein útgjaldaaukning sem lendir á sveitarfélaginu eða fáum við einhverjar greiðslur á móti, t.d. frá ríkinu?

Svar: Nei, hér er ekki um hreina útgjaldaaukningu hjá sveitarfélaginu að ræða. Varlega má áætla að Reykjanesbær fái um 75% þessara útgjalda endurgreidd frá ríkinu eða rúmlega 41 m.kr. vegna flóttafólks sem fengið hefur vernd á Íslandi og er búsett í Reykjanesbæ. Langfjölmennast í þeim

endurgreidd frá ríkinu

Atvinnuleysi febrúar 2022

Suðurnes 9,50%

Landsbyggðin 5,20%

Höfuðborgarsvæðið 5,30%

Atvinnuleysi febrúar 2023

Suðurnes 5,80%

Landsbyggðin 3,40%

Höfuðborgarsvæðið 3,80%

hópi er flóttafólk frá Úkraínu og Venesúela.

2. Hversu stór hluti hennar er vegna íbúa sem hafa búið skemur en ár í sveitarfélaginu?

Svar: 238 íbúar af þeim 365 sem fengu greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu í febrúar 2023 hafa búið skemur en eitt ár í sveitarfélaginu. 57 hafa búið eitt til þrjú ár í sveitarfélaginu og 70 hafa búið lengur en fjögur ár.

3. Hversu stór hluti fellur til vegna umsækjanda um alþjóðlega vernd?

Svar: Ekkert af greiddri fjárhagsaðstoð fellur til vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá greitt skv. sérstökum samningi við ríkið og ber ríkið þann kostnað. Sveitarfélagið leggur út fyrir þeim kostnaði og fær hann að fullu endurgreiddan.

Við erum í afmælisskapi Reykjanes Optikk er eins árs

Af því tilefni bjóðum við 25% afslátt af öllum gleraugum, 15% af öðrum vörum.

Auka gler fylgja með öllum margskiptum glerjum. Tveir heppnir kaupendur fá söluna endurgreidda!

Gildir fimmtudag 1/6 og föstudag 2/6

Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!

Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is

Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is

4. Hverjar eru helstu ástæður þess að þessi stóri hópur þurfi fjárhagsaðstoð, nú þegar atvinnuleysi hefur sjaldan verið minna á svæðinu og fyrirtæki keppast um að ráða til sín starfsfólk.

Svar: Langfjölmennasti hluti þeirra sem eru á fjárhagsaðstoð eru utan vinnumarkaðar og eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta eða eru með skert réttindi hjá Vinnumálastofnun. Ástæða þess getur verið að einstaklingar hafi ekki áunnið

sér að fullu rétt til atvinnuleysisbóta eða hafi fullnýtt réttindi sín hjá Vinnumálastofnun á undanförnum árum í því háa atvinnuleysi sem ríkt hefur á Suðurnesjum.

75% þeirra sem voru á fjárhagsaðstoð í febrúar sl. áttu ekki rétt til atvinnuleysisbóta eða áttu mjög skertan rétt.

Ekki liggur fyrir greining á ástæðu þess að þeir sem eru á fjárhagsaðstoð komast ekki inn á vinnumarkaðinn en gera má ráð fyrir því að ástæðurnar séu fjöl -

þættar, m.a. að ekki finnist vinna við hæfi, t.d. vegna skertrar starfsgetu, menntun er ekki í samræmi við þarfir vinnumarkaðarins, tungumálahindranir eða heilsufarsástæður svo eitthvað sé nefnt. Einnig er vinnumarkaðurinn að flytja inn erlent vinnuafl til starfa og má ætla að það hafi líka áhrif á starfsmöguleika fólks í atvinnuleit.

5. Getum við fengið greiningu á því hvernig staðan er á vinnumarkaði á hverjum tíma til samanburðar?

Svar: Velferðarsvið hefur ekki undir höndum aðrar upplýsingar en þær sem hægt er að nálgast hjá Vinnumálastofnun. Þar sjáum við að atvinnuleysi milli febrúar 2022 og febrúar 2023 hefur minnkað verulega á milli þessara mánaða/ ára og meira á Suðurnesjum en á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu sem er jákvætt. Atvinnuleysið er þó enn hærra á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem er miður.

Slökkviliðið undirmannað í stórum útköllum

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er undirmannað þegar stór útköll eru í gangi. Þetta kom fram í máli Jóns Guðlaugssonar á síðasta fundi stjórnar Brunavarna Suðurnesja.

Skýrsla slökkviliðsstjóra segir að liðinn mánuður hafi verið nokkuð sérstakur vegna tveggja skipsbruna og bruna í einbýlishúsi. „Það eru fjölmörg ár liðin frá því að við höfum fengið bruna af þessum toga með svo stuttu millibili. Í þessum útköllum hefur komið í ljós að við erum í raun undirmannaðir þegar stór útköll eru í gangi og þegar á sama tíma er fjöldi sjúkraflutninga sem þarf að sinna, en það kemur

alltaf betur í ljós þegar mikið liggur við hversu þéttan og góðan hóp starfsmanna við höfum til þess að leysa þessi krefjandi verkefni,“ segir Jón í skýrslu sinni. Til þess að bregðast við hafa Brunavarnir Suðurnesja, BS, stigið skref til þess að fjölga í varaliði BS og er sá hópur að fara á námskeið nú í maí í slökkvifræðum og mun taka bakvaktir í sumar og um helgar.

Skógræktarfélag Íslands og Nettó tryggja aðgengi að skógum landsins

Nettó og Skógræktarfélag Íslands hafa skrifað undir samstarfssamning um verkefnið Opinn skógur. Markmiðið með samstarfinu er að bæta aðstöðu og auka aðgengi á opnum skógræktarsvæðum í alfaraleið og miðla fræðslu um lífríki, náttúru og sögu svo almenningur geti nýtt sér skógana til áningar, útivistar og heilsubótar. Með samningnum er rekstur verkefnisins tryggður út næsta ár auk þess sem unnið verður að kynningu á því.

Opnir skógar eru nú sautján talsins, öllum opnum og staðsettir víðsvegar um landið. Skógarnir eru allir með góða útivistaraðstöðu og verður unnið áfram að þróun og bættu aðgengi þannig að sem flestir landsmenn geti notið þeirra miklu gæða sem felast í skógunum.

„Þessi samningur skiptir okkur miklu máli og tryggir rekstur

Opinna skóga fram á næsta ár,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.

„Nú munum við kynna verkefnið enn frekar og hvetja landsmenn

til að sækja í skógana enda er þar að finna frábæra aðstöðu til samveru og útivistar enda er þekkt að skógarvist bætir heilsu og hamingju fólks.“

„Þetta verkefni fellur vel að umhverfisstefnu okkar hjá Nettó en við erum alltaf með það markmið að lágmarka umhverfisáhrifin af starfseminni eins og hægt er. Skógræktarfélagið er mikilvæg stoð í náttúru- og umhverfisvernd hér á landi og erum við því gríðarlega ánægð með þetta samstarf,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs-

stjóri Nettó. „Við hvetjum alla sem eru að ferðast um landið að stoppa við í Nettó skógunum út um allt land, taka sér göngu eða nestispásu og njóta náttúrufegurðarinnar á ferðinni um landið.“

w
Jónatan og Helga Dís undirrita samninginn.
4 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Svona flokkum við

Allar matarleifar, til dæmis: Kjöt, fiskur og bein, brauð, sælgæti, grænmeti, ávextir og kaffikorgur.

Allar plastumbúðir, til dæmis: Utan af matvælum, hreinlætisvörum og öðru plasti úr eldhúsi eða baðherbergi.

Allur pappír, til dæmis: Pappírsumbúðir, bréfpokar, pítsukassar, skókassar, dagblöð og tímarit.

Allt sem ekki er hægt að endurvinna, til dæmis: Dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, bökunarpappír, kattasandur og hundaskítur.

Sjóarinn síkáti syngur sig inn í hug og hjörtu landsmanna

Fiskisúpa áður en haldið er á bryggjutónleika á föstudagskvöldinu

Sjóarinn síkáti er sjómanna- og fjölskylduhátíð sem fram fer í Grindavík um helgina. Hátíðin fer fram um sjómannadagshelgina ár hvert, þ.e. fyrstu helgina í júní. Grindvík er einn öflugasti sjávarútvegsbær landsins og því mikið um að vera þessa helgi í tilefni sjómannadagsins. Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar, segir mikla eftirvæntingu vera eftir hátíðinni í ár.

Grindvíkingar taka forskot á sæluna í byrjun vikunnar og byggja upp stemmningu fyrir hátíðinni með viðburðum sem reka hvern annan. Miðvikudagskvöldið 31. maí verður t.d. kvikmyndin Nýtt líf sýnd í Kvikunni, menningarhúsi og fimmtudagskvöldið 1. júní verða tónleikar á veitingahúsum bæjarins.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Margir bíða spenntir eftir föstudagskvöldinu. Í ár er bryddað upp

á þeirri nýjung að Nettó býður Grindvíkingum og gestum upp á fiskisúpu fyrir utan íþróttamannvirkin áður en litaganga leggur af stað í átt að hátíðarsvæðinu neðan við Kvikuna. Þar verður líka lukkuhjól fyrir börnin, tónlist og fleira spennandi.

MEIRAPRÓF FJARKENNSLA

2 HELGAR

3 HELGAR

NÆSTU NÁMSKEIÐ

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

VERKLEG KENNSLA Í REYKJAVÍK, AKUREYRI, AKRANESI OG Á SAUÐÁRKRÓKI

Skráning á aktu.is

Rétturinn

„Við bjóðum alla landsmenn velkomna með okkur í litagönguna og í framhaldi á skemmtilega bryggjutónleika sem ættu að henta allri fjölskyldunni,“ segir Eggert.

Á hátíðarsviðinu kemur fram landsþekkt tónlistarfólk; KK, Daniil, Klara Elías og FLOTT. Kynnar kvöldsins verða Vinir Ragga Bjarna, þeir Björgvin Frans Gíslason og Ásgeir Páll Ásgeirsson.

Á laugardeginum er öllum boðið í skemmtisiglingu áður en við tekur fjölskyldudagskrá á hátíðarsviðinu. Knattspyrnudeild UMFG er að skipuleggja furðubolta og ungmennaráð götuboltamót. Skráning í mótið er hafin á grindavik.is og geta ungmenni, sextán ára og eldri, tekið þátt.

Um kvöldið fer fram sjómannaball á vegum UMFG en það hefur verið vel sótt undanfarin skipti sem það hefur farið fram.

Á sjómannadeginum sjálfum fara fram hefðbundin hátíðarhöld í tilefni dagsins. Sjómannaþraut-

irnar vekja alltaf mikla athygli en keppt er í koddaslag, kararóðri og flekahlaupi.

Í ár verður afhjúpaður nýsmíðaður áttæringur en áttæringar og aðrir árabátar voru þau skip sem Grindvíkingar, og reyndar

Svipmyndir frá Sjóaranum síkáta á síðasta ári.

landsmenn allir, treystu á öldum saman. Báturinn er einstök smíði og á án efa eftir að vekja mikla athygli.

Eggert segist að lokum hvetja

Suðurnesjamenn og landsmenn alla til að eiga góða helgi í Grindavík og njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða.

Dagskrá helgarinnar má finna á sjoarinnsikati.is en nánari upplýsingar um einstaka viðburði er einnig að finna á grindavik.is

Slægði kola með brýndri skeið

Það var mikil stemmning í loftinu núna í byrjun maí, enda hófst strandveiðitímabilið þá og aldrei hafa jafnmargir strandveiðibátar verið á veiðum og þá, aðallega frá Sandgerði.

Þrátt fyrir þessa miklu stemmningu voru veðurguðirnir nú alls ekki á sama máli, enda hafa vetraráttir hálfpartinn ríkt síðustu vikur og til að mynda komust færabátar ekkert á sjó í síðustu viku – og núna eftir hvítasunnuna komust nokkrir bátar á sjóinn, t.d. Dímon GK, Arnar ÁR og Tjúlla GK, allir frá Sandgerði og allir náðu skammtinum sínum.

Þegar þessi pistill kemur út verður nú veðráttan vonandi orðin skárri þannig að þessi gríðarstóri floti komist á sjóinn og allir koma með bros á vör með skammtinn sinn og meira til.

Það er nokkuð árvisst að áhöfnin á Sigurfara GK fari í flakk á dragnót og alla leið vestur til Patreksfjarðar og veiði þar fyrir utan og utan við Arnarfjörð. Er þá að mestu að eltast við steinbítinn og má alveg segja að þær veiðar hafi gengið feikilega vel hjá Sigurfara GK. Þeir lönduðu alls um 207 tonnum í aðeins fjórum róðrum, mest 62 tonn í einni löndun sem landað var í Sandgerði. Öllum aflanum var landaði í Sandgerði nema 33 tonna löndun sem var landað á Patreksfirði. Af þessum afla var steinbítur um 180 tonn. Allur steinbíturinn sem Sigurfari GK landaði var unnin í Miðnesi HF í Sandgerði, líka sá afli sem var landað á Patreksfirði – honum var öllum ekið til Sandgerðis og Garðs. Reyndar veit ég ekki hvort Nesfiskur sendi sína eigin trukka til að sækja aflann en ég veit að þeir hafa sent trukka til Grundarfjarðar til þess að ná í afla af bátunum sínum þar.

Hinir dragnótabátarnir hafa ekki

róið svo mikið en hafa þó verið á hefðbundnum slóðum utan við Hafnarberg og veitt vel þá fáu róðra sem þeir hafa komist í, t.d. er Siggi Bjarna GK með 90 tonn í átta róðrum, Benni Sæm GK 80 tonn í átta, Maggý VE 31 tonn í fjórum róðrum og Aðalbjörg RE 99 tonn í tíu róðrum. Allir landa í Sandgerði.

Þess má geta að Aðalbjörg RE hefur að mestu verið á veiðum svo til vestur af Sandgerði inn í Faxaflóanum og verið að eltast við kola, enda er af þessum afla 31 tonn af skarkola. Maður má nú ekki blóta en ég man sjálfur, þegar ég var á sjó á Þór Péturssyni GK, þegar kolinn kom í trollið var það nú alls ekki það skemmtilegasta sem maður slægði. Sérstaklega sólkolinn sem var sleipur eins og sápa – og reyndar komst ég aldrei upp á lag með það að slægja kola. Reyndar var nú einn sem var með mér á sjónum, hann tók sig til og brýndi skeið og náði ansi góðum

tökum á að nota hana til þess að slægja kolann. Því má segja að áhöfnin á Aðalbjörgu RE fær ansi mikið hrós frá mér fyrir að nenna að vinna og slægja 31 tonn af kola en jú, verð á kola er gott á mörkuðum eða um 460 krónur á kílóið svo þannig má áætla að aflaverðmæti Aðalbjargar RE bara fyrir kolann sé um 14 milljónir í maí og er það ansi gott. Aðeins í netin því að Erling KE var eini stóri netabáturinn sem réri á netum allan maí og náði að veiða 264 tonn í sextán róðrum og mest 28 tonn í róðri. Öllum aflanum var landað í Keflavík en báturinn hefur lítið landað í Njarðvík eftir að Grímsnes GK brann. Hinir bátarnir hans Hólmgríms, Maron GK og Halldór Afi GK, hafa ekkert róið. Hvað verður get ég ekki skrifað um hérna. Kannski síðar.

Að lokum minni ég á vertíðaruppgjörið 2023-1973-1993 sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. 46 blaðsíður og hægt að panta í síma 7743616 (Hrefna Björk).

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS
a F la F r É ttir á S uður NESJ u M Gísli
Reynisson gisli@aflafrettir.is Sigurfari GK138. Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístundaog menningarsviðs Grindavíkurbæjar. Koddaslagurinn er alltaf vinsæll.
24.
28.
13. JÚLÍ
ÁGÚST
SEPT.
6 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

HÚÐVÖRUDAGAR Í LYFJU

25% AFSLÁTTUR

af húð- og snyrtivörum

31. maí - 4. júní

Hugsum

Húðin gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum, hún ver okkur. heldur á okkur réttu hitastigi og skynjar umhverfið okkar.
25%
vel um húðina.

Stuðningsmannasveit grindvíkinga í knattspyrnu, Stinningskaldi hefur heldur betur vakið athygli á þessu tímabili en elstu menn muna ekki annað eins, piltarnir eru mættir í stúkuna þegar flautað er til leiks og þeir syngja stanslaust allan leikinn. Staðan var tekin á þessum hressu strákum á heimaleik grindvíkinga gegn grönnunum úr Njarðvík, mánudaginn 22. maí. Eins var goðsögn í grindvísku knattspyrnulífi, Jónas Þórhallsson, spurður út í þessa vösku sveit auk Hauks Einarssonar, formanns knattspyrnudeildar uMFg, þjálfarans Helga Sigurðssonar og leikmannsins Óskars arnar Haukssonar.

STINNINGSKALDI SLÆR Í GEGN

„Þögn er ekki til í okkar orðabók, við erum að allan tímann. Við ætlum að fjölga í sveitinni og fá stelpur inn líka,“ segir Friðrik Sigurðsson sem fer fyrir nýju stuðningsmannasveit Grindvíkinga.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Friðrik er nokkurs konar fyrirliði hópsins. „Þetta byrjaði má segja í úrslitakeppninni í körfu í vor en þá tókum við okkur nokkrir saman og studdum okkar menn. Þó svo að stuðningurinn hafi ekki skilað sigri í þeirri rimmu, myndaðist góð stemning á meðal okkar, við fundum hvað þetta var gaman. Svo fengum við símtal frá Hermanni Ólafssyni í Stakkavík, hann hafði tekið eftir okkur þegar hann horfði á Grindavík í körfunni og athugaði hvort við værum ekki til í að búa til stemningu í kringum fótboltann. Við ákváðum bara að taka slaginn, við erum ungir og höfum gaman af lífinu og ætlum að hafa góða stemningu í sumar. Þetta hefur verið ótrúlega gaman, við erum að allan tímann og þögn er einfaldlega ekki til í okkar orðabók. Við erum nú þegar búnir að semja nokkra texta fyrir leikmenn, t.d. breyttum við „Suðurlandsins eina von“, í „Suðurnesja eina von, Símon Logi Thasaphon(g)“. Mig grunar að áður en sumarið verður búið, verði kominn texti fyrir alla í liðinu - og þjálfarateymið líka! Við látum líka stuðningsmenn andstæðinganna heyra það með saklausum banter, pössum okkur þó að vera aldrei dónalegir.“

Stelpur velkomnar og

kvennaliðið líka stutt

Friðrik fór yfir aldurskiptinguna og það sé endalaust pláss fyrir nýja stuðningsmenn, og -konur. „Við erum mest átján til tuttugu og tveggja. Það hefur verið að bætast í hópinn, við munum endalaust taka við og við viljum

sjá hressar og skemmtilegar stelpur bætast í hópinn líka. Ég man ekki eftir að hafa séð eins öfluga stuðningssveit hér á Íslandi, við erum alla vega langflottastir í Lengjudeildinni, líklega bara á öllu Íslandi. Við

áttum Valsvöllinn t.d. um daginn í bikarleiknum, stuðningsmenn

Vals áttu ekki roð í okkur, við pökkuðum þeim saman bæði inn á vellinum og í stúkunni. Þetta var þvílík gleði og gaman að sjá hvað bæjarbúar eru ánægðir með okkur, maður getur varla farið í búðina án þess að fólk komi að manni og hrósi.

Við ætlum líka ekki bara að styðja karlaliðið, við munum líka mæta á leikina hjá vinkonum okkar í kvennaliðinu. Það var stíf dagskrá hjá okkur um síðustu helgi, við fórum með karlaliðinu vestur á Ísafjörð og fylgdum svo kvennaliðinu til Vestmannaeyja í bikarleik á móti ÍBV á sunnudag. Þetta voru frábærar ferðir sem við munum lengi geyma í minningarbankanum,“ sagði Friðrik.

Jónas man varla annað eins

Segja má að Jónas Þórhallsson sé lifandi goðsögn í grindvísku knattspyrnulífi. „Þessi stuðningssveit er stórkostleg og ég held að stuðningurinn eigi bara eftir að aukast eftir því sem líður á, sérstaklega ef árangurinn verður góður. Þessir strákar eru mjög frjóir og skemmtilegir og eru að allar 90 mínúturnar. Í gegnum tíðina höfum við oft fengið góðan stuðning, þegar við komumst í Evrópukeppni og þegar gengið var gott í efstu deild. Ég man samt ekki eftir öðru eins, það er sungið og trallað stanslaust frá upphafi til enda, þetta er bara stórkostlegt! Það er auðvelt að hrífast með í stúkunni, ég er nú kannski ekki búinn að læra alla textana en það kemur, auðvitað

eiga allir í stúkunni að taka undir, ekki bara sitja og horfa. Leikmenn finna pottþétt fyrir svona stuðningi og spila þá betur. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu tímabili, það liggur í loftinu.“

Tólfti, jafnvel þrettándi maðurinn

Haukur Einarsson, formaður knattspyrnudeildar UMFG er mjög þakklátur fyrir stuðninginn. „Þetta munar bara öllu, þeir eru tólfti maðurinn í liðinu. Við höfum fundið fyrir vaxandi meðbyr, eftir að við byrjuðum að styrkja liðin með öflugum leikmönnum fann maður hvernig stemningin jókst og svo komu þessir strákar inn í þetta með mjög öflugum hætti. Þetta hefur líka áhrif á mætinguna á leiki, sennilega voru um 700 manns í stúkunni í dag,

við höfum ekki séð svona fjölda í langan tíma. Ég á ekki von á öðru en Stinningskaldi eigi eftir að stækka enn frekar og stelpurnar bætist í hópinn. Það skiptir líka miklu máli að liðin séu að standa sig, það er erfitt að búa til stemningu nema gengið inni á vellinum sé gott, þetta helst alltaf í hendur. Ég held að bæði kvenna- og karlaliðið okkar eigi eftir að berjast um að komast upp um deild,“ sagði Haukur.

Helgi Sigurðsson er þjálfari Grindavíkur, hann á langan feril að baki og man ekki eftir öðrum eins stuðningi. „Þeir eru búnir að vera frábærir frá fyrsta degi, eru bara okkar tólfti og þrettándi maður. Ég hrósaði þeim mikið á fundinum með stuðningsmönnum fyrir leikinn, þetta gefur strákunum í liðinu svo ofboðslega mikið. Ég er búinn að spila með nokkrum liðum og þjálfa nokkur lið, ég man ekki eftir svona stuðningi. Þeir eru bara jákvæðir og skemmtilegir, syngja flotta söngva og búa til mikla gleði, fótboltinn á jú að snúast um gleði.“ Óskar Örn Hauksson skoraði eitt, ef ekki það fallegasta mark í sögu íslenskrar knattspyrnu í bikarleik á dögunum á móti Val, hann skaut fyrir aftan miðju og boltinn söng hinum megin í netinu. „Það liggur við að ég muni ekki eftir fögnuðinum eftir þetta mark, ég féll í hálfgerðan trans. Þó man ég vel eftir Stinningskalda, þeir eru að gefa okkur rosalega mikið og ég man bara ekki eftir öðru eins. Þeir gefa okkur mikla orku,“ sagði Óskar.

8 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

SÝNING Í REYKJANESBÆ 1. JÚNÍ

TOLUM UM LEXUS

6 GLÆSILEGIR FULLTRÚAR TIL AÐ UPPLIFA OG

REYNSLUAKA
LEXUS RZ 450e 100% RAFMAGN LEXUS UX300e 100% RAFMAGN LEXUS NX 450h+ PLUG-IN HYBRID PLUG-IN HYBRID LEXUS RX 350h LEXUS RX 450h+ LEXUS ES 300h HYBRID HYBRID Starfsmenn Lexus verða á svæðinu, gefa góð ráð og upplýsa um allt það nýjasta frá Lexus. Léttar veitingar í boði. Fimmtudaginn 1. júní kl. 15.00–18:00 hjá Toyota, Njarðargötu 19, Reykjanesbæ

Hljómsveitin STORÐ rokkar með barnakór í Paradís

Hljómsveitin STORÐ, sem er frá flestum kimum Suðurnesjanna, fór í Stúdíó Paradís í Sandgerði á dögunum en þar ráða ríkjum feðgarnir Jóhann Ásmundsson, kenndur við Mezzoforte, og sonur hans, trymbillinn Ásmundur Jóhannsson.

Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að með í för var barnakór sem er bæði grindvískur og úr Seljakirkju í Reykjavík. Kórnum stýrir Rósalind Gísladóttir sem kennir söng við Tónlistarskóla Grindavíkur en söngkona STORÐAR heitir Sigríður María Eyþórsdóttir.

Hljómsveitina skipa Sigga Maya eins og hún kallar sig, Bjarni Geir Bjarnason, gítarleikari, Logi Már Einarsson, bassaleikari, og Sturla Ólafsson, ásláttarleikari. Sigga Maya sagði að þetta hefði

verið lokahnykkur á upptökum en von er á fyrstu plötu Storðar.

„Við stofnuðum hljómsveitina á COVID-tímum og vorum dugleg að æfa og semja. Upptökur hófust síðla árs 2021 en við höfum ekkert verið að flýta okkur. Við áttum eftir að klára upptöku á einu lagi, þ.e. barnakórinn en það er ekki hlaupið að því að fá barnakóra til að syngja inn á lög, þeir eru bókaðir langt fram í tímann. Það kom aldrei neitt annað til greina en að fá barnakór í þetta umrædda lag og við vildum frekar bíða með útgáfu í stað þess

að skilja lagið eftir. Við Bjarni Geir, gítarleikari, sömdum lagið sem heitir Deep Black Waters og ég sem textann en það sem barnakórinn syngur er gömul bæn á latínu. Við fengum fyrrum orgelleikara Grindavíkurkirkju, Erlu Rut Káradóttur, til að spila á kirkjuorgel en það var tekið upp á hið frábæra orgel Grindavíkurkirkju. Allt var klárt nema barnakórinn og ég hafði samband við Rósalind Gísladóttur, ég þekki hana í gegnum tónlistarlífið í Grindavík og vissi að hún væri að stjórna barnakór. Við í

hljómsveitinni erum himinlifandi með samstarfið við þennan æðislega barnakór, erum mjög þakklát að krakkarnir skyldu nenna að taka þátt í þessu með okkur.“ Rósalind sagði að barnakórinn hennar í Seljakirkju í Reykjavík hefði fengið búbót úr Grindavík.

„Það hafa verið barnakórar af og til í Grindavík síðan ég hóf störf við tónlistarskólann. Í COVID hrundi kórastarf svolítið niður en ég var með mjög flottan hóp krakka úr Grindavík. Það voru, og eru, mjög fallegar raddir í þessum hópi og ég

ákvað að bjóða þeim að taka þátt í aðventutónleikum með barnakór sem ég hef stýrt í Seljakirkju í mörg ár. Svo kom þetta spennandi verkefni upp með STORÐ, ég bar

þetta undir krakkana og allir voru spenntir. Æfingar hófust í byrjun árs og gengu alltaf vel. Sigga Maya mætti oft á æfingar og þegar kom að sjálfum upptökunum gekk þetta mjög vel. Lagið liggur ansi hátt en með þjálfun kom það hægt og örugglega. Kórinn var allur tekinn upp í einu og einnig þrír til fjórir í einu, ég held að þetta hafi gengið mjög vel og er mjög spennt að heyra útkomuna,“ sagði Rósalind að lokum.

C M Y CM MY CY CMY K ai16848470579_Malbikstodin_255x185_v01.pdf 1 23/05/2023 13:04:25
10 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Komdu pallinum og öllu hinu tréverkinu í sumarbúning með

VISTVÆNNI VIÐAR pallaolíu og viðarvörn frá Slippfélaginu .

VISTVÆNN VIÐAR er betri fyrir umhver ð.

SLIPPFÉLAGIÐ

Hafnargötu 54

Reykjanesbæ

S: 421 2720

Opið: 8-18 virka daga

10-14 laugardaga

slippfelagid.is

Halldór Ármannsson byrjaði ungur á grásleppu með pabba sínum í Húnaflóa. Stór álitamál framundan hjá Landssambandi smábátaeigenda.

Halldór ármannsson er smábátasjómaður frá Sandgerði og gerir bát sinn út þaðan. Þó er hann minnst með bátinn sinn þar því æskuslóðirnar hans liggja norður á Ströndum, á drangsnesi en hann rær mest frá Skagaströnd sem er í sama flóanum, Húnaflóa. Hann býr í Njarðvík og fyrir utan að vera sjómaður, er hann formaður smábátafélagsins reykjanes sem er aðili að landssambandi smábátaeigenda.

Vill meiri aflaheimildir í strandveiðipottinn

Þar sem brælutíð hefur verið um allt land að undanförnu, var Halldór í Sandgerði þar sem hann er með útgerðaraðstöðu, þegar blaðamaður tók símtalið við hann. „Það er búin að vera mikil ótíð að undanförnu en ég hef undanfarin tvö ár róið á strandveiðinni á svæði B, sem er Strandabyggð/ Grýtubakkahreppur. Ég kem yfirleitt alltaf heim á fimmtudögum en á strandveiðinni má einungis róa mánudag til fimmtudags. Ég ákvað að færa mig af D svæðinu sem tilheyrir Reykjanesinu, m.a. vegna þess að fiskeríið hefur vanalega minnkað þegar kemur fram í júní og oft lítið að hafa í júlí og ágúst. Hér áður fyrr var talað um vertíðarlok 11. maí en þá hefur hrygningarfiskurinn verið á okkar svæði frá apríl þegar hann hrygnir en síðan færir hann sig vestur eftir landinu. Fyrir norðan byrjar fiskiríið yfirleitt aðeins síðar en hægt er að vera að allan tímann, þ.e.a.s ef heildarkvótinn sem í ár er tíu þúsund tonn, verður ekki allur upp veiddur. Þó hefur fiskerí á B svæðinu verið með betra móti á þessu strandveiðitímabili. Í þessum töluðu orðum er u.þ.b. 30% strandveiðikvótans veiddur. Það er nokkuð ljóst að ef svo fer sem horfir, að þá muni leik ljúka löngu áður en sjálft strandveiðitímabilið segir til um, í ágúst.“

Fullur sjór af fiski

Það ríkir sjaldnast fullkomin sátt um ákveðin kerfi, hvað þá fiskveiðistjórnunarkerfið og strandveiðikerfið er þar engin undantekning. Eins og kerfið er uppsett í dag, geta þeir sem róa á C-svæðinu sem nær frá Þingeyjarsveit / Djúpavogshreppur, lent í því að allur strandveiðikvótinn sé veiddur

þegar fiskurinn gengur loksins inn

á þeirra slóðir. Halldór veit hvernig hann myndi vilja sjá kerfið. „Eins og kerfið er í dag, er potturinn sem úthlutað er úr alltof lítill. Allir sjómenn vita að sjórinn er fullur af fiski, það hefur líklega sjaldan verið eins mikið af fiski í sjónum og því ætti Hafró að leyfa miklu meiri veiði. Til að jafna leikinn á milli strandveiðimanna um allt land, finnst mér að það ætti að fækka dögunum sem má veiða í hverjum mánuði en í dag má veiða í tólf daga, ég myndi vilja sjá þeim fækkað, jafnvel í

tíu. Þá yrði úr einhverju að moða fyrir hina þegar fiskurinn gengur inn á þeirra slóðir. En auðvitað ætti ráðherra sem vildi láta nefna sig strandveiðiráðherra á aðalfundi LS í fyrra, að úthluta miklu meira magni í strandveiðarnar.

Við getum veitt miklu meira en við gerum í dag, það er ég viss um. Mér hugnast illa pælingar ráðherra með að skipta kvótanum jafnt á milli svæðanna því þá hefst einfaldlega kapphlaup á milli strandveiðimanna. Við höfum því miður dæmi um nokkur sjóslys þar sem

mannskaði varð, því menn fóru út í slæmu veðri, menn tóku þannig séð sénsinn því þeir þurftu að afla. Landhelgisgæslan og Slysavarnaskóli sjómanna, er okkur hjá Landssambandi smábátaeigenda, algerlega sammála um hættuna sem af þessu gæti hlotist,“ segir Halldór.

Grásleppa með pabba Halldór er fæddur á Drangsnesi og bjó þar til átta ára aldurs, flutti árið 1971 með fjölskyldunni í Sandgerði og fljótlega var ljóst hvert hugur hans stefndi. Hann hafði ungur byrjað að róa með pabba sínum á grásleppu öll sumur fyrir norðan, hann var búinn að ráða sig á vertíðarbáta strax eftir að grunnskólagöngu lauk og feðgarnir fóru svo saman í útgerð.

„Mér hefur líklega alltaf runnið sjómannsblóð í æðum, var pjakkur þegar ég fór með pabba og hafði alltaf mikinn áhuga á sjómennsku. Þó var tímabil þar sem ég vann við og lærði pípulagnir og ég tók líka vélstjóraréttindi í kvöldskóla en alltaf togaði blessaður sjórinn í mig. Við pabbi keyptum okkur svo bát árið 1996 og hófum útgerð saman. Við höfðum ekkert nema hendurnar og eignuðumst allan okkar kvóta með kaupum, þ.e. við fengum ekkert gefins. Svona unnum við okkur hægt og bítandi upp, bættum við báti,

gerðum breytingar á bátum og endurbættum, yfir höfuð gekk bara vel myndi ég segja. Pabbi dó árið 2017 og þá ákváðum við systkinin að selja allt en ég tók annan bátinn sem við áttum þá, Guðrúnu Petrínu upp í minn hluta. Ég var ánægður með að kvótinn hélst hér á Suðurnesjum, Einhamar í Grindavík keypti af okkur. Síðan þá hef ég gert út á grásleppu, makríl og strandveiði auk þess að leigja kvóta. Það er bara að verða svo lítið framboð á leigukvóta, stóru smábátaútgerðirnar eru að hreinsa þetta allt upp svo hvernig framhaldið í þessu verður er óljóst, það kemur í ljós hvað maður gerir í haust.“

Landssamband smábátaeigenda

Halldór hefur setið í stjórn Landssambands smábátaeigenda undanfarin ár og er formaður Reykjaneshlutans. „Það er kosið í stjórn einu sinni á ári og einnig fer það eftir fjölda smábáta á viðkomandi svæði, hversu marga kjörna fulltrúa hvert félag fær. Ég er í stjórn Landssambands smábátaeigenda og þrír aðrir félagar úr stjórn Reykjaness mæta svo sem fulltrúar á aðalfund LS. Það eru alltaf næg mál sem smábátaeigendur geta fjallað um, allt frá öryggismálum að strandveiðinni. Grásleppan hefur verið mikið á milli tannanna á mönnum undanfarin ár, þar skiptast menn í fylkingar varðandi hvort setja eigi grásleppuna í kvóta eða ekki.

„Ég er ekki hlynntur því að kvótasetja grásleppuna og sama með strandveiðina en sumir trúa að strandveiðikvótinn endi sem venjuleg kvótaeign, ég mun alltaf berjast á móti því. Ég sé fyrir mér að hart verði barist um strandveiðina á næsta þingi, þar eru menn einfaldlega ekki að dansa í takti og verður líklega hart tekist á um þau mál “ sagði Halldór að lokum.

SJÓMANNSLÍF Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Halldór með vænan þorsk. Myndir úr einkasafni.
12 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Ármann, faðir Halldórs.

Sjómanna- og fjölskylduhátíð í Grindavík

2.-4. júní 2023

Fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa!

Kynntu þér dagskrá hátíðarinnar

á sjoarinnsikati.is

w

Starfsemi Vísis undir Síldarvinnslunni fer mjög vel af stað

Þúsund tonn unnin aukalega

Fyrsta almanaksárið eftir að vísir hf. í grindavík, varð dótturfélag Síldarvinnslunnar í Neskaupstað með skiptum á hlutabréfum, er nú bráðum hálfnað. tilkynnt var um viðskiptin sl. haust en samkeppniseftirlitið þurfti að fjalla um málið áður en hægt yrði að hefjast handa við að aðlaga reksturinn nýju umhverfi. vísir hf. var stofnað árið 1965 af Páli H. Pálssyni og eiginkonu hans, Margréti Sighvatsdóttur. börnin hafa flest komið að rekstrinum en Pétur Hafsteinn Pálsson var framkvæmdastjóri þegar viðskiptin voru gerð og verður það áfram, nú undir stjórn nýrra eigenda.

Pétur fór yfir hvernig fyrstu skrefin hafa verið. „Þetta hefur farið mjög vel af stað enda allar forsendur fyrir viðskiptunum augljósar og þær munu ekki breytast en þær eru staðsetning, fjárfesting og fólk. Vð erum staðsett mitt á milli útflutningshafna bæði fyrir sjó og flugflutninga, við erum búin að fjárfesta að stærstum hluta í nútíma fiskvinnslum og hjá okkur er reyndur og frábær stjórnendahópur. Það síðastnefnda er sá þáttur rekstrar sem ég held að allar

atvinnugreinar munu finna fyrir á næstu árum, að erfiðast er að koma sér upp góðum stjórnendahópi og fá til vinnu. Aðgangur að almennu vinnuafli er gott á þessu landsvæði en við eins og allir þurfum að huga vel að stjórnendum með fagþekkingu á gólfi, skrifstofum og á sjó.

Stærsta verkefnið

Við höfum verið að vinna sextán til átján þúsund tonn á ári en fiskvinnslunar eru gerðar til að vinna að jafnaði 100 tonn á dag. Í 220 daga myndi þetta gera 22.000 þúsund tonn sem er aukning um 25% og höfum við nú þegar fengið inn í vinnslurnar á annað þúsund tonn af þessari aukningu. Í fram- haldinu liggur fyrir að fara í aðlögun flotans að veiðiheimildum samstæðunnar og samræmdri og jafnri stjórnun veiðanna til að gerlegt sé að fullnýta vinnslugetuna. Sú vinna er í gangi og ætlunin er að vanda þau skref, enda ekkert í rekstrinum sem kallar á neinar bráðaaðgerðir. Við höfum áður gengið í gegnum breytingar og aðlaganir og alltaf haft að leiðarljósi að fólk héldi störfum sínum þó breytingar verði á skipsplássi eða vinnustað.

Öðruvísi boðleiðir

Starf Péturs hefur ekki breyst en boðleiðirnar eru öðruvísi. „Mitt

Opnun Silviu V. Björgvins í Bíósal Duus Safnahúsa

listamaðurinn Silvia björgvins opnar „Frjósemi” sumarsýningu 2023 í bíósal duus Safnahúsa í samstarfi við listasafn reykjanesbæjar. Sýningin opnar laugardaginn 3. júní kl. 14:00.

Útgangspunkturinn er minningar um náttúrulegt umhverfi, myndir sem festust í minni Silviu eftir dvöl úti í náttúrunni. Listamaðurinn teflir saman náttúrulegum efnum og gerviefnum, hún lítur á að samsetning þeirra sé nauðsynleg til að sýna óvissuna milli þess sem er raunverulegt og þess sem er gervi.

Það sem augu Silviu nema á láréttu plani, flytur hún yfir á lóðrétt plan í augnhæð. Þannig sér áhorfandinn myndina frá nýjum sjónarhóli. Náttúrulega umhverfið, sem við mennirnir erum hluti af, krefst virðingar sem glataðist fyrir löngu. Við

skulum gæta vel að hvar við göngum og menga ekki uppsprettu lífsins. Listakonan er þverfaglegur myndlistarmaður sem meðal annars hefur unnið við málverk, skúlptúr og myndskreytingu, stafræna ljósmyndun, innsetningar og skartgripi. Hún notar mismunandi tækni til að endurspegla sína persónulegu heimsmynd.

Myndlistarkonan Silvia er spænsk-íslensk. Hún stundaði myndlistarnám í fimm ár í Listaháskóla í Vigo á Spáni og út-

skrifaðist árið 2005 með Mastersgráðu í höggmyndalist og menntun í sjónlistarkennslu við framhaldsskóla frá Háskólanum í Santiago de Compostela á Spáni. Hún lærði skartgripahönnun og gullsmíði í sex ár hjá List- og Hönnunarskóla í Santiago de Compostela og vann á eigin verkstæði á Spáni. Silvia hefur haldið einka- og samsýningar bæði á Íslandi og á Spáni og verk hennar má finna í opinberum og einkasöfnum í Bandaríkjunum, Lúxemborg, Haítí, Dominíska Líðveldinu, Spáni og Íslandi. Náttúran hefur verið sterkur áhrifavaldur í allri list Silvíu.

starf hefur ekki breyst þó ég heyri undir nýja stjórn og ég hlakka bara til að vinna með nýju fólki. Ég þarf að venjast meiri formlegheitum og sætta mig við að hlutirnir muni kannski ekki gerast eins hratt og ég er vanur. Ekki að ég hafi ráðið öllu einn en boðleiðirnar eru breyttar.

Að öðru leyti hefur ekkert breyst nema eigendahópurinn. Það er ekki liðið ár frá því hugmyndin að þessum viðskiptum varð til og

í raun hefur gengið mjög vel að stilla saman strengina. Við vildum byrja á því að kynnast vel áður en hafist yrði handa við að samræma stjórnunarstörf samstæðunnar.

Þær breytingar eru hægt og bítandi að gerast, t.d. hefur Andrew

Wissler sem var fjármálastjóri hjá Vísi, tekið við sem aðstoðarforstjóri Síldarvinnslunnar. Þá er okkur einnig mikilvægt að vera þátttakendur í starfsemi Síldarvinnslunnar með stjórnarmann inni og var Erla Pétursdóttir kjörin í stjórnina á síðasta aðalfundi. Við munum leggja metnað okkar í að standa undir þeim væntingum sem fyrirtæki á markaði gerir til okkar. Ég tel framtíð starfseminnar í Grindavík mjög bjarta, sem og allrar samstæðu Síldarvinnslunnar, og hlakka til að taka þátt í uppbyggingunni sem er framundan, hvort sem það er bolfiskur, uppsjávarfiskur eða fiskeldi.

Útgangspunkturinn eru minningar um náttúrulegt umhverfi, myndir sem festust í minni Silviu eftir dvöl úti í náttúrunni.

GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
14 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Frá undirskrift við sameiningu Vísis og Síldarvinnslunnar.

HÚSASMIÐJU HÁTÍÐ

Miðvikudag til laugardags í Reykjanesbæ

Garðverkfæri (Gildir ekki af Ikra) 25% • Sláttuvélar og orf 25% • Mosatætarar og hekkklippur 25% Rafmagnsverkfæri (Black+Decker, Worx) 25% • Háþrýstidælur (Nilfisk) 25% • Stigar og tröppur (Elkjop) 25% Grill (Gildir ekki á Weber) 25% • Innimálning 25% • Útimálning 25% • Pallaolía og viðarvörn 25% Garðhúsgögn 25% • Smáraftæki 25% • Reiðhjól og fylgihlutir 25% • Rafmagnsreiðhjól og fylgihlutir 25% Búsáhöld 25% • Vinnuhanskar 25% • Pottar og pönnur 25% • Diskar og glös 25% • Ruslapokar 25%

Flísar 25-40%• Parket 25-40% • Blöndunartæki eldhús og bað (Grohe og Damixa) 25%

Vaskar, handlaugar og salerni 25% • Uppblásnir rafmagnspottar 25% ... og margt fleira

Grillum pylsur í Reykjanesbæ

á laugardag kl. 12-14

Birt með fyrirvara um
Úrval getur
Afsláttur gildir ekki af tilboðsvörum og „Lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“. 25
afsláttur
prentvillur og myndavíxl.
verið misjafnt milli verslana.
%

Giftusamleg sjóbjörgun

21. mars árið 1992, er dagur sem rennur áhöfnunum á Ólafi gk-33 og ársæli Sigurðssyni HF-80, seint úr minni. Ólafur hafði komið úr róðri tuttugu mínútum fyrr og var að ljúka löndun þegar Hafsteinn Sæmundsson, fyrrum skipstjóri kom askvaðandi niður á bryggju og tilkynnti Eiríki dagbjartssyni, skipstjóra á Ólafi, að bátur hefði farið á hvolf í innsiglingunni að grindavíkurhöfn. Eiríkur og áhöfn hans ruku strax af stað og tókst að bjarga öllum áhafnarmeðlimum ársæls Sigurðssonar. blaðamaður tók hús á Eiríki, Óskari Sævarssyni, sem var stýrimaður á Ólafi, og viðari Sæmundssyni, sem var skipstjóri á ársæli og var síðastur dreginn upp úr ísköldum sjónum.

Eiríkur man þetta eins og hafi gerst í gær. „Ég var nýbyrjaður sem skipstjóri á þessum tíma, hafði tekið við stjórninni um áramótin svo mín reynsla sem skipstjóri var ekki mikil, ég hafði þó eitthvað aðeins leyst af á rækju yfir sumartímann fyrir vestan. Ég man að við rérum mikið í janúar á línu, komumst nánast ekkert út í febrúar og vorum búnir að skipta yfir á net á þessum tíma þegar þetta sjóslys varð. Við vorum á leið í helgarfrí, höfðum tekið netin upp og vorum í landi um hádegi þennan laugardag. Það var algjör brakandi blíða þennan dag en þegar leið á morguninn fundum við hvernig fór að þykkna í báru, það var bræla suður í hafi sem sendi öldurnar að Íslandsströndum, þetta var oft kallað „norðanáttarbrim“.

Eins bætti ekki úr skák að það var stórstraumsfjara þegar þetta gerðist. Ég man að ég var ósáttur við sjálfan mig þegar við komum inn sundið því það kom hryggur undir bátinn og við fórum á talsverða ferð undan öldunni og þetta kom mér á óvart, ég átti að vera tilbúinn. Strákarnir voru þarna úti á dekki, að ganga frá netum og gera klárt fyrir löndun. Ég kallaði í talstöðina og lét skipstjórann á Eldhamri vita að það væri farið að hryggja á sundinu. Við vorum svo búnir að landa og vorum að hífa tóm kör niður í lestina þegar Hafsteinn Sæmundsson kom askvaðandi og sagði mér að báti hefði hvolft í innsiglingunni. Hafsteinn hafði verið heima hjá sér með kíki að skoða þegar bátar voru að koma inn og sá óhappið, hann sagði konunni sinni að hringja í lögregluna og brunaði svo niður á bryggju. Við vorum að keyra í springinn, áttum að færa okkur eftir löndun og Hafsteinn sleppti og við drifum okkur. Ég kallaði á strákana neðan úr lest, sagði þeim að loka lestarlúgunni og svo drifum við okkur út. Það var stórstraumsfjara og fljótlega sáum við belgi og baujur auk neta, færa og kaðla, báturinn var sokkinn. Sem betur fer fengum við nokkuð sléttan sjó þegar að við komum

út, það er alltaf þannig í svona brimum að það eru lög og ólög, þeir á Ársæli voru óheppnir að lenda í ólagi en þegar við komum út var tiltölulega kyrr sjór.“

Handahreyfingar frá stefni

Óskar Sævarsson var stýrimaður

á Ólafi þegar þetta gerðist. Hann fór strax fram í stefni til að skoða aðstæður í sjónum en ef Ólafur

hefði siglt inn í netadræsu, færi eða eitthvað annað, er nokkuð ljóst að skrúfan hefði stöðvast og þar með hefðu örlög Ólafs GK verið ráðin.

„Við sáum að þetta hafði gerst á snúningnum svokallaða á sundinu, þar sem bátar og skip þurftu að beygja á merkjum. Ég fór beint fram í stefni til að sjá hvernig aðstæður væru í sjónum en hann var fullur af netum, færum og öðru. Ég gaf handabendingar til hægri eða vinstri eftir því sem við átti og Eiríkur gat stýrt bátnum þar til við vorum komnir að fyrsta skipsbrotsmanninum sem var kominn aðeins frá hinum sem héldu sér í knippi af belgjum og baujum. Við náðum þeim fyrsta nokkuð auðveldlega upp, komumst svo nær

hinum og gátum kastað til þeirra færi, vorum nokkuð nálægt þeim og tókst nokkuð vel að ná þeim upp. Mér er minnisstætt þegar Olgeir skipsfélagi minn var búinn

að ná taki á einum þeirra sem vissi að hann væri í einhverri yfirvigt og sagði eitthvað á þessa leið; „Þú nærð mér aldrei upp.“ Olli var fljótur að svara; „Ég er búinn að ná taki á þér, ég sleppi þér ekki!“

Svona náðum við þeim einum af öðrum úr sjónum en Viðar Sæmundsson skipstjóri var eftir. Við köstuðum til hans bjarghring eða færi, ég man það ekki alveg en hann var greinilega orðinn mjög þrekaður. Hann hélt dauðahaldi í belg en sleppti svo loksins og tók í lífsbjörgina og við komum honum um borð til okkar. Hann ætlaði ekki að vilja sleppa takinu á því sem við köstuðum til hans og ég var með hann í fanginu þar til við komum í land. Hann var búinn að gleypa mikið af sjó og mér fannst hann detta inn og út og alltaf þegar mér fannst hann vera missa meðvitund tók ég þéttingsfast utan um hann. Það var mikið af fólki komið á bryggjuna, sjúkrabíll kominn á staðinn en allir skipbrotsmennirnir komust að sjálfsdáðun úr bátnum. Við áttum eftir að hífa netin um borð og ganga frá, það var helgarfrí framundan og líklega áttuðum við okkur ekkert almennilega á þessu afreki. Ég man eftir okkur niðri í lúkar þegar allt var búið og menn sögðu svo sem ekki margt. Við mættum svo ef ég man rétt, kvöldið eftir til að leggja netin og lífið hélt áfram sinn vanagang,“ sagði Óskar.

Kalt í sjónum

Viðar Sæmundsson var eigandi Ársæls Sigurðssonar og skipstjóri. Hann hafði aldrei lent í öðru eins og man atburðinn vel. „Þetta voru ótrúlegar aðstæður, algert dúnalogn en þó var smá undiralda en ekki þannig að maður gæti ímyndað sér hvað væri í aðsigi. Það var nýbúið að endurnýja brúna á bátnum og við vorum þrír í henni og tveir voru fram í lúkari að gera

sig klára. Björgvin Sigurðsson, háseti sem var í brúnni með okkur Guðna Einarssyni vélstjóra, sá í glugganum aftan á stýrishúsinu, að stór alda var að myndast og varaði mig við en það skipti engum sköpum, við tókumst nánast á loft og náðum eflaust 15-20 sjómílna hraða ofan á öldunni. Báturinn snerist á bakborða og við lögðumst á stjórnborðshliðina. Ég man hversu skrýtið hljóðið var þegar vélin stöðvaðist en þarna erum við þrír í einhvern tíma á meðan sjórinn flæddi inn en Guðni var nýlega búinn að smyrja tessana á neyðarglugga sem var bakborðsmegin, því var auðvelt að opna hann og koma okkur þaðan út. Ingibergur Hafsteinsson sem var kokkur og Eysteinn Orri Illugason stýrimaður, náðu strax að koma sér upp á kjölinn að framan og þangað fikruðum við þremenningarnir okkur. Báturinn sökk fljótlega en þá kom björgunarbáturinn upp hálfblásinn. Við gátum haldið okkur í hann, einhverjir komust ofan í hann en hann marraði þó í kafi, hinir héngu utan á honum. Í minningunni var biðin löng eftir því að björgun myndi berast, maður vonaði auðvitað að einhver hefði séð óhappið og það var mikil gleði að sjá Ólaf koma siglandi í áttina að okkur. Eiríkur og hans áhöfn stóðu sig ótrúlega vel í þessum aðstæðum, það er hálf ótrúlegt að þeir skyldu ekki fá neitt í skrúfuna og það tók ekki langan tíma að tína bátsfélaga mína einn af öðrum upp úr ísköldum sjónum. Ég var orðinn ansi þrekaður, var búinn að gleypa talsvert af sjó og var búinn að vera í honum í einhverjar tuttugu og fimm mínútur. Líkamshitinn á mér var kominn niður fyrir 30 gráður. Ég lagðist inn á sjúkrahús og þá kom í ljós að tvær kransæðar voru orðnar stíflaðar og hugsanlega fékk ég vægt hjartaáfall þennan örlagaríka dag. Hugsanlega varð þetta mín lífsbjörg því kannski hefði þessi kransæðastífla ekki komið í ljós ef ég hefði ekki verið fluttur á sjúkrahús. Ég fór aftur í þræðingu árið 2014 og er við

n Óhappið sást úr kíki í heimahúsi og náðist fyrir tilviljun á myndband. n Sambærileg björgun hjá afa skipstjórans - rúmum tuttugu árum fyrr. SJÓMANNSLÍFIÐ Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Eiríkur Dagbjartsson. Líkan af Ólafi GK.
16 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Óskar Sævarsson.

við

Grindavík árið 1992

hestaheilsu í dag. Ég keypti annan bát um haustið þetta ár 1992 en í dag stunda ég strandveiði af krafti og ætla mér að stunda sjóinn um ókomin ár. Ég og mínir bátsfélagar vorum og erum afskaplega þakklátir Hafsteini sem sá óhappið, Eiríki og hans áhöfn. Við hefðum líklega allir látið lífið þennan örlagaríka dag ef þeirra hefði ekki notið við,“ sagði Viðar sem er orðinn 77 ára gamall.

Afi Eiríks bjargaði líka mönnum Áhöfn Ólafs GK-33 samanstóð af fyrrnefndum Eiríki og Óskari, Olgeiri Andréssyni kokki, færeyingnum Nikulás Leo vélstjóra og hásetanum Finnboga (föðurnafn ekki vitað). Þeir voru heiðraðir á Sjómannadeginum þetta ár 1992, Eiríkur Óli verður yfirleitt meyr

þegar hann rifjar atburðinn upp. „Ég gleymi líklega aldrei þessari tilfinningu þegar við vorum komnir öruggir í höfn, nýbúnir að bjarga fimm mannslífum. Ég verð alltaf hálf meyr þegar ég rifja þetta upp og eins þegar ég hitti mennina sem við björguðum. Þetta er ansi stór og mikil tilfinning, að eiga þátt í að bjarga mannslífi. Gömlu karlarnir, skipstjórar sögðu mér á sínum tíma, að þetta myndi hjálpa mér á mínum skipstjórnarferli, ég er ekki frá því að eitthvað sé til í því, mér tókst alltaf að vera farsæll. Það er líka gaman frá því að segja að föðurafi minn, Einar Dagbjartsson tók líka þátt í björgun sem skipstjóri, einnig á bát sem hét Ólafur. Afi keypti bátinn ásamt bróður sínum og öðrum og þeir skírðu hann

í höfuðið á Ólafi Thors. Annan febrúar 1961, fórst Arnartindur

Öryggis- og umsjónaraðilar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli

Landhelgisgæsla Íslands leitar að traustum og áreiðanlegum einstaklingum til að sinna verkefnum á sviði öryggismála og húsvörslu sem og stuðningi við erlendan liðsafla á varnarmálasviði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Um er að ræða vaktavinnu utan dagvinnutíma, þ.e. nætur- og kvöldvaktir. Til greina kemur að ráða í hlutastarf.

Helstu verkefni og ábyrgð:

• Almenn umsjón, húsvarsla, þjónusta og eftirlit með mannvirkjum og flugskýlum á öryggissvæðunum

• Stuðningur við öryggis- og svæðisgæslu

• Móttaka og þjónusta við erlendan liðsafla Minniháttar neyðarviðgerðir og viðhaldstilkynningar

• Rekstur og eftirlit þvottastöðvar fyrir flugvélar

Snjóhreinsun

• Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmenn

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Reynsla og menntun sem nýtist í starfi, s.s. iðnmenntun Reynsla og þekking á eldvörnum

• Reynsla af framkvæmd öryggismála

• Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

• Aukin ökuréttindi/vinnuvélapróf Reglusemi, nákvæmni og snyrtimennska

• Góð enskukunnátta

• Vegna eðlis starfs og starfseminnar er búseta á Suðurnesjum kostur

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

við mjög svipaðar aðstæður og þær sem við lentum í, þeir voru þrír um borð í Arnartindi. Afi og þeir um borð í Ólafi fóru strax út og náðu að bjarga einum en tveir voru taldir af, presturinn var meira að segja búinn að tilkynna eiginkonu annars þeirra að maðurinn hennar hefði farist í sjóslysi. Sá hinn sami kom hins vegar syndandi í land nokkru síðar en hann þóttist sjá hvað verða vildi, fór niður í lúkar og fór í björgunarvesti, sagan segir meira að segja að hann hafi farið í tvö vesti. Svo beið hann einfaldlega niðri og þegar sjórinn var við það að fylla lúkarinn, spyrnti hann sér út og hóf sund til lands. Honum var svo bjargað þegar hann var kominn langleiðina inn í rennuna sem er innsti hluti innsiglingarinnar,“ sagði Eiríkur að lokum.

Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan annast einnig framkvæmd á varnartengdum rekstrarverkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og samning við utanríkisráðuneytið, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar og ratsjár- og fjarskipta-stöðva Atlantshafsbandalagsins.

Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildi Landhelgisgæslunnar eru: ÖryggiÞjónusta – Fagmennska

Landhelgisgæslan starfar samkvæmt jafnréttisstefnu og er jafnlaunavottuð. Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is

Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)

í síma 511 1225.

sjóbjörgun
Viðar Sæmundsson.
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 17
Úr myndskeiði sem Helgi Einarsson tannlæknir náði af sjóslysinu.

FÁIR NÝTT SKIPIN SÍN BETUR

Hulda Björnsdóttir GK 11 verður fyrsta nýsmíði Þorbjarnar hf. og kemur í haust. Ferskfisktogari af nýjustu gerð sem hægt verður að breyta á einfaldan hátt í frystiskip.

gunnar tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf., segir að það séu viss tímamót í sögu fyrirtækisins þegar nýr frystitogari, Hulda björnsdóttir gk 11, verður sjósettur í haust. Hann hefur að sjálfsögðu sínar skoðanir á sjávarútvegi eftir áratugi í rekstri fjölskyldufyrirtækis í grindavík.

Við hefjum spjall okkar við Grindvíkinginn á öryggismálum sjómanna en Gunnar var forseti Slysavarnafélags Íslands þegar landssamtökin sameinuðust Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitinni og til varð Slysavarnafélagið Landsbjörg í október 1999. Hann hefur lengi látið sig varða öryggismál sjómanna og öryggismál almennt. Hér á árum áður var það eitt aðalverkefni björgunarmannsins að ganga fjörur, leita að fólki og bjarga sjómönnum úr sjávarháska, svona var þetta um allt land. Þetta voru skelfilegir tímar í raun og veru þegar maður hugsar til baka. Svona höfðu öryggismál sjómanna verið áratugum saman og alla öldina kannski og einhvern veginn þótti mönnum eins og þetta væri eðlilegt ástand. En núna þegar svo mjög hefur dregið úr sjóslysum blasir það auðvitað við hve óeðlilegt þetta ástand var,“ segir Gunnar. Í dag snúast verkefni dagsins hjá Gunnari að stýra þessari burðarstoð atvinnulífsins í Grindavík og það er í mörg horn að líta. Illviðri hafa tíðum sett svip á yfirstandandi fiskveiðiár og nefnir Gunnar að nokkrum sinnum hafi frystitogararnir þurft að landa í Hafnarfirði vegna aðstæðna í innsiglingunni að Grindavíkurhöfn. Stundum hafi ástæðan ekki verið sú að erfitt hafi verið að sigla skipunum inn til hafnar heldur hafi bæst við óvissa um að þau kæmust út á ný. Þetta er þó ekki stórvægilegt vandamál hvað frystitogarana varðar því þeir eru þrjár til fjórar vikur á veiðum í senn. Dagróðrarbátarnir þurfa að vera betur á varðbergi á hverjum einasta degi. Talið er að bæta megi til muna öryggi í innsiglingunni með byggingu nýs brimvarnargarðs sem sveitarfélagið og höfnin eru að frumhanna í samvinnu við Vegagerðina og sagt var frá í Fiskifréttum 23. mars síðastliðinn. Frá því að börn stofnandans, Tómasar Þorvaldssonar, tóku við fyrirtækinu hefur það haldið að sér höndum hvað varðar nýsmíði á skipum. Nú er hins vegar öldin önnur og nýtt skip í smíðum fyrir Þorbjörn hf. hjá skipasmíðastöðinni Astilleros Armon í Gijón á Spáni.

Fáir nýtt skipin jafn vel

„Það hefur verið sagt meira í gríni en alvöru að þetta sé í fyrsta skipti sem við systkinin stöndum í því að láta byggja nýtt skip. Við höfum verið upptekin við það frá því við byrjuðum í þessari grein í kringum 1970 að nýta skipin. Fyrst síldarbátana sem sumir fóru nánast ekkert á síldveiðar fyrir norðan og austan heldur voru mest nýttir í netaveiðar og svo loðnuveiðar og rækjuveiðar. Þessu fylgdu miklar breytingar á skipunum í hvert sinn sem að endingu var svo breytt í línuskip. Það var því nánast búið að gera allt til þess að nýta þessa skrokka. Svo komu togararnir sem voru flestir smíðaðir í kringum 1972 til 1980. Það þurfti líka að slíta þeim út. Sumir voru reyndar seldir úr landi en öðrum var breytt hér innanlands í frystiskip eða rækjuskip. Ég held að fáir hafi nýtt skipin jafn vel og við Íslendingar.

Norðmenn hafa annan hátt á. Þar verða menn að gjöra svo vel og endurnýja skipin á um það bil tíu ára fresti og selja þau skip sem á að endurnýja ella verða af styrk frá hinu opinbera til þess að smíða það næsta. Norðmenn lenda því nánast aldrei í neinu viðhaldi á sínum skipum. Þeir draga viðhaldið jafnvel á langinn þegar það ætti í raun að vera hafið. Þeir selja svo skipin áður en þeir þurfa að leggja út í viðhaldskostnað. Kannski kaupa Íslendingar þessi skip og þurfa þá að taka á sig viðhaldið. Norska ríkið styrkir líka innlendar skipasmíðastöðvar sem auðveldar mjög öll skipakaup. Þetta er gert víðar, til að mynda á Spáni. Ef erlend eignaraðild í sjávarútvegi væri heimil á Íslandi gætum við fengið veglegan styrk til nýsmíðinnar frá spænskum stjórnvöldum og mjög hagstæð kjör gegn því að skipasmíðastöðin yrði hluthafi í skipinu til ákveðins árafjölda.“

Þessi leið var farin þegar frystitogarinn Ilivileq var smíðaður.

Forsagan er sú að HB Grandi gekk til samninga við Astilleros Armon skipasmíðastöðina um smíði á fimm milljarða frystitogara í maí

2017 sem átti að afhenda 2019 og

átti að heita Þerney RE. Í apríl

2018 keypti Brim 34% hlut í HB Granda og ári síðar verður HB Grandi að Brimi hf. Fyrirtækið gekk inn í samninga HB Granda um nýsmíðina á Spáni en seldi það til Arctic Prime Fisheries á Grænlandi sem þá var 100% í eigu Brims. Þar sem erlent eignarhald í grænlenskum sjávarútvegsfyrirtækjum er heimilt fékkst fullur ríkisstyrkur á Spáni til nýsmíðinnar.

Sett á flot í haust

„Þetta verður sem sagt fyrsta nýsmíðin okkar þarna á Spáni. En við höfum svo sem staðið í öllum þessum breytingum á skipastólnum og erum því ekki óvanir að vinna með skipasmíðastöðvum en bara á allt öðrum forsendum.

Við erum núna að fara þá leið sem aðrir hafa farið og nefni ég þá skip eins og Breka VE og Pál Pálsson ÍS.

Og núna síðast Baldvin Njálsson sem Nesfiskur lét smíða. Þetta eru skip sem Sævar Birgisson hjá

Skipasýn hefur hannað. Skipin eru með skrúfur sem eru fimm metrar

í þvermál og minni og hæggengari vél. Togspyrnan í þessum skipum er mun meiri en í þeim skipum sem við höfum gert út og samkvæmt reynslu Vinnslustöðvarinnar og Hraðfrystihússins – Gunnvarar, sparast 40% af olíu á hvert veitt kíló. Það er ekkert í dag sem sparar meira en hönnun af þessu tagi. Vetni, ammóníak eða metanól er ekki enn á boðstólum og þess vegna er þessi leið hagkvæmust.

Við gengum frá okkar samningi um svipað leyti og Baldvin Njálsson var að koma til landsins og höfðum verið með þetta í undirbúningi

í alllangan tíma áður.“ Sami skrokkur og skrokklag verður á nýsmíði Þorbjarnar og á Baldvini Njálssyni. Hann verður ferskfisktogari en er hannaður með þeim hætti að einfalt er að breyta honum í frystiskip. Sá háttur var hafður á

svo auðveldara verði að selja skipið þegar og ef að því kemur því markaðurinn er stærri fyrir skip sem þannig eru hönnuð. Hönnunin kallaði að vísu á meiri einangrun í lestinni og aðeins meiri lengd en það breytti engu í verði. Skipið fær nafnið „Hulda Björnsdóttir GK 11“ , sem er nafn móður systkinanna, en hún var einn af stofnendum Þorbjarnar hf. 1953.

Smíðin á áætlun Lestarkerfið verður með svipuðu móti og er í nýjustu togurum Brims nema hvað það hefur verið uppfært miðað við nýjustu tækni. Um er að ræða fjarstýrðan lyftubúnað sem færir til körin og er einn maður niðri í lest sem stýrir búnaðinum. „Verkið er á tímaáætlun og vonandi verður það sett á flot í fyrsta sinn í haust. Hugmyndin er að það verði komið hingað eftir um það bil eitt ár.“

Ekki er í smáatriðum búið að ákveða með útgerðarmynstrið á nýja skipinu en Gunnar segir að það geti verið á Vestfjarðamiðum og landað í Grindavík því góður frágangur verður frá fyrstu stundu á fiskinum. Skipið verður með tvö troll og um borð verður flokkunarkerfi og góð aðstaða til blóðgunar um leið og fiskurinn kemur um borð. Þegar fiskurinn hefur verið slægður fer hann í flokkara sem flokkar hann ofan í körin og þau fara niður í lest. Allt er þetta tölvustýrt. Kerfið einfaldar líka flokkunina við löndun. Fiskurinn fer

svo í frekari vinnslu í fiskiðjuveri Þorbjarnar. „Við getum unnið hann ferskan eða flakað hann eða flatt og sett í salt. Við getum flakað hann og framleitt léttsöltuð, fryst flök en svo getum við líka fryst flök og millilagt þau í landi. Við erum því með miklu meiri möguleika í vinnslu með þessu skipi en við höfum haft. Nýlega sameinuðum við þrjár vinnslur í eina þannig að vinnslan er núna öll á einu gólfi sem býður líka upp á mun meiri möguleika,“ segir Gunnar.

Tilfinningalíf manna

Stóru breytingarnar í innlendri fiskvinnslu síðustu árin hafa verið hin gríðarlega aukning í ferskfiskvinnslu en Gunnar segir að ekki síður hafi hlutur léttsaltaðs, frysts fisks aukist til dæmis inn á Spán. Þar sé einna mesti vöxturinn í íslenskri vinnslu á Íslandi í þorski og ýsu. Saltfiskur hafi hins vegar staðið í stað. Frá árinu 2019 hefur Þorbjörn hf. átt sölu- og markaðsfyrirtækið Arctic Saga í Barcelona, í félagi við tvo spænska aðila, sem hefur einnig selt fyrir aðra framleiðendur inn á Spán og Portúgal. Annars hafa alltaf verið miklar markaðssveiflur í viðskiptum með sjávarafurðir og síðustu árin eru engin undantekning. Mestu sveiflurnar hafa orðið vegna samdráttar í veiðum í Barentshafi. Covid árin og Úkraínustríðið hafa líka tekið í. Þá hefur ESB styrkt uppbyggingu fiskvinnslufyrirtækja í mörgum aðildarlandanna, þeim hefur því

fjölgað mjög. Þessar vinnslur hafa svo treyst á fisk úr Barentshafi, sem hefur minnkað umtalsvert og fiskur frá Rússlandi hefur farið í meira mæli til vinnslu í Kína. Auðvitað hefur þetta hækkað fiskverð sem er gott fyrir útgerðina en á móti mikil áskorun fyrir fiskvinnslu á Íslandi að koma þessari fiskverðshækkun áfram inn á erlenda neyslumarkaði í samkeppni við styrktar fiskvinnslur Evrópusambandsins. Haustið 2019 bárust þær fréttir að stóru sjávarútvegsfyrirtækin tvö í Grindavík, Þorbjörn og Vísir, hefðu hafið viðræður um sameiningu fyrirtækjanna. Gunnar segir að samlegðaráhrif þessara tveggja fyrirtækja hefðu verið alveg borðleggjandi. Það liðu þó ekki nema fjórir mánuðir þar til tilkynnt var að fyrirtækin myndu ekki sameinast. „Ætli tilfinningalíf manna hafi ekki ráðið mestu um að svona fór. Það vildu allir vera fremst við borðið en það voru engin efni til þess að leysa úr þeim hnút. Því fór sem fór að þessu sinni en það veit svo sem enginn hvaða reglur eiga eftir að gilda um sjávarútveginn til framtíðar. Kannski eiga þau eftir að fá að stækka meira en þau geta í dag. Hugsanlega með hærra kvótaþaki. Það er alla vega ekki verið að setja hömlur á aðrar sameiningar og þar má til dæmis benda á matvörukeðjurnar. Þar ríkir nú heldur betur fákeppni. Ef menn horfa á samkeppni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja við mun stærri fyrirtæki erlendis þá verður öllum ljóst að þau íslensku eru litlir fiskar í stórri tjörn. Ég vil auðvitað sem mesta fjölbreytni í íslenskum sjávarútvegi. Það þurfa að vera til stór fyrirtæki og minni, smábátar og öll flóran. Það hefði að mínu mati engar breytingar í för með sér þótt kvótaþakið yrði hækkað upp í 15-18% af heimildunum til stærri fyrirtækjanna og þá yrði uppsjávarfiskur meðtalinn í því kvótaþaki.“

VIÐTAL: FISKIFRÉTTIR

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. VF/Sigurbjörn Daði
18 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Hulda Björnsdótir GK 11.

Dreymir fyrir fiskeríi og vandræðum

Magnús Guðmundsson ræðir darumfarir sjómanna.

Magnús guðmundsson, skipstjóri í garðinum, ræddi draumfarir sjómanna í sagnastund sem haldin var á garðskaga í vetur. Það er þekkt að sjómönnum dreymi fyrir fiskeríi eða reiðileysi. í kvikmyndinni Nýtt líf, sem gerist á vertíð í vestmannaeyjum, er þessum draumförum gerð skil á gamansaman hátt. í viðtali við víkurfréttir segir Magnús okkur frá nokkrum draumum. Sumir eru fyrir miklum afla en aðrir voru ávísun á vandamál og reiðileysi. við byrjuðum þó spjallið á því að kynnast Magnúsi og fá að vita hvað hafi valdið því að sjómennskan varð hans ævistarf að mestu.

SJÓMANNSLÍFIÐ

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Hvenær byrjaðir þú til sjós?

„Ég er búinn að vera til sjós alveg frá því að ég var barn. Ég fór að fara með pabba mínum á trillu þegar ég var sjö ára en á stærri bátum byrjaði ég 1970.“

Það er mikil sjómennska í þinni fjölskyldu.

„Já, það er töluvert. Afi minn var til sjós fram yfir áttrætt og bræður mínir eru eða voru sjómenn.“

Og sjómennskan hefur smitast í synina.

„Já, þeir eru báðir í þessu. Annar þeirra er hjá Landhelgisgæslunni og er hjá flugdeildinni núna en hinn er vélstjóri á Sigurfara GK.“

En sjómannsferillinn hjá þér, hvernig var hann?

„Ég tók smá hliðarspor og fór í kennaraskólann en var á sjó á sumrin á meðan ég var í náminu. Þá voru engin námslán eða svoleiðis. Maður varð bara að vinna og ná sér í aur og komast í góð pláss. Mér líkaði sjómannslífið rosalega vel. Ég prófaði að kenna eitt ár fyrst eftir að ég útskrifaðist. Mér fundust launin svo lág og ég get sagt þér um dæmi að ég fór að kenna hérna einn vetur. Í páskafríinu fór ég á bát sem Ísstöðin í Garði átti, Ólaf Sigurðsson GK, og við vorum á netum. Ég fór í fjóra eða fimm róðra og hafði nákvæmlega sömu laun fyrir þessa róðra og kennaralaunin með yfirvinnu voru. Ég sagði: „Nei, þetta er ekki hægt,“ og fór þá alveg til sjós og var þar í 35 ár, eða frá 1973 til 2007. Þá fór ég aftur að kenna en það var bara vegna þess að útgerðin sem ég var hjá hafði hætt.“

Hvar varstu að róa?

„Ég hef aðallega verið hérna á Suðurnesjum. Ég var eina vertíð á loðnu á Dagfara ÞH frá Húsavík sem var reyndar gerður út frá Sandgerði. Svo hef ég líka verið á síld á haustin, bæði á reknetum og nót á bátum héðan og austur á fjörðum og á Hornafirði. Ég var tvö haust á Hornafirði á reknetum. Þá var ég á vertíðum hérna í Keflavík og í Garðinum.

Ég var stýrimaður á Stafnesi KE í sex eða sjö ár með Oddi Sæmundssyni og svo var ég með Hólmstein GK. Ég var á honum í ein sextán ár og með hann í ellefu ár, síðustu árin sem hann var gerður út. Svo keypti ég mér trillu þegar Hólmsteini var lagt og á hana enn og hef verið að róa á sumrin. Reyndar var ég að fara um helgar á vertíðinni þó ég væri að kenna þegar hægt var að fá einhvern kvóta en ég er ekki með neinn kvóta á bátnum og hef bara verið að leigja kvóta.“

Og núna ertu bara að dunda þér á strandveiðum.

„Já, núna er ég á strandveiðum. Ég fór ekkert á sjóinn í vetur því það var ekki hægt að fá kvóta en annars er ég hættur þessu og kominn á eftirlaun og þá er ágætt að vera bara á strandveiðum.“

Er erfitt að slíta sig frá sjónum?

„Já, það er erfitt að slíta sig frá honum, mér finnst það allavega þegar maður er búinn að vera lengi og hefur gaman af þessu. Ég þrífst illa í svona tímavinnu, þar sem þarf að vinna eftir klukku og vera alltaf að stara á klukkuna. Þú mátt byrja að vinna klukkan átta og þú átt að fara í kaffi klukkan

Einn gamall vinur minn og frændi, Ásmundur

hálftíu og þú átt að vera búinn í kaffi klukkan tíu og þú átt að fara í mat klukkan tólf. Ég kann ekki við svoleiðis, ég vil að verkefni ráði eins og gert er á sjó, klára verkefnin og svo förum við í kaffi eða í mat. Það þýðir ekkert að setja fast á miðri trossu og fara í mat. Það gengur ekki og það verður bara að klára það sem er. Akkorðsvinnan, mér hefur alltaf líkað best við hana.“

Þú byrjar á sjó upp úr 1970. Hvernig hefur sjómannslífið breyst á þessum árum?

„Það hefur náttúrlega breyst töluvert, þessir hefðbundnu vertíðarbátar eru eiginlega alveg horfnir. Netaveiði er alveg búin að vera og örfáir bátar sem eru á netum miðað við það sem var áður, þar sem hafnir voru fullar af bátum í Sandgerði og Keflavík. Það sést varla bátur í dag í Keflavík. Svo hafa bátarnir stækkað og allir þessir litlu bátar eru dottnir út. Sjósóknin hefur einnig breyst með kvótakerfinu. Net voru lögð í byrjun janúar og þau voru ekki tekin upp aftur fyrr en í maí. Það var aldrei að menn tækju net í bátinn ef það spáði illa eða eitthvað svoleiðis, það var bara dregið gamalt og ef fiskurinn var lélegur

Björnsson, fórst með Sveini Guðmundssyni GK árið 1992 og ef mig dreymir hann þá fæ ég alltaf brælu á sjó. Það er alveg segin saga einhverra hluta vegna. Ef mig dreymir pabba, Guðmund Guðjónsson, þá er mjög líklegt að ég lendi í einhverju brasi og eitthvað sé að.

þá fór hann bara á hjallana. Það var bara hugsað um að fiska nógu mikið, enda fiskverð miklu lægra þá heldur en núna.

Það sem hefur breyst með kvótakerfinu er að menn eru farnir að vanda miklu meira til hráefnisins. Öll geymsla og annað með því að setja aflann í kör og í krapa eða ís. Þá þarf ekkert að hreyfa fiskinn fyrr en hann er unninn. Þetta var hálfvafasamt allt saman svona eftir á að hyggja. Þetta var bara það sem sem tíðkaðist og við vorum bara langt á eftir mörgum öðrum. Norðmenn, til dæmis, þeir miðuðu aldrei við aflamagn heldur verðmæti sem þeir voru búnir að fiska fyrir. Þeir vissu ekkert hvað þeir voru búnir að fiska mikið í tonnum. Við hugsuðum bara um tonnin, enda keppni á milli manna.“

Það var þekkt hér áður að það var verið að verðlauna aflakónga. Það er ekki í dag, þegar þú veist að hausti hvað þú mátt veiða.

„Keppni verður engin þegar búið er að ákveða fyrirfram hvað þú mátt fá. Við á Stafnesinu urðum hæstir oftar en einu sinni. Oddur Sæmundsson var mikill aflamaður, hörkuduglegur sjómaður.“

Það er svona salt í okkur blóðið

Þú varst á fyrirlestri í vetur, á sagnastund á Garðskaga, þar sagðir þú frá draumförum sjómanna og menn hafi verið að dreyma fyrir fiskiríi og jafnvel aflaleysi. Er þetta engin mýta?

Þetta gerist? „Já og alla vega veit ég um marga og mig hefur oft dreymt fyrir þessu. Ég held reyndar að marga dreymi fyrir einhverjum hlutum, þeir bara átta sig ekki

á því fyrr en kannski eftir á eða eða bara átta sig ekkert á því.

Það er þekkt að fleiri en sjómenn dreymir t.d. fyrir veðrum, eins og

bændur og aðrir sem eru háðir náttúrunni og eru að berjast við náttúruna alla daga og alla ævi. Áhuginn er líka svo mikill á starfinu og konan mín segir gjarnan að þeir sem gera sjómennsku að ævistarfi, þeir séu ekki bara að vinna, þetta sé líka áhugamálið. Og hvað er það sem sjómenn gera þegar þeir fara helgarrúnt? Fara þeir ekki alltaf á bryggjurnar? Ég veit ekki betur –og ef þeir fara til útlanda, þá fara þeir alltaf niðri á höfn. Þetta er bara eitthvað sem togar í okkur. Það er svona salt í okkur blóðið eða eitthvað.“

Hvernig voru draumarnir að birtast þér?

„Það var að með ýmsu móti. Ég get sagt þér frá fiskidraumum og eins bara reiðileysisdraumum. Mig dreymir eins og marga fyrir brælum eða kannski einhverju veseni. Einn gamall vinur minn og frændi, Ásmundur Björnsson, fórst með Sveini Guðmundssyni GK árið 1992 og ef mig dreymir hann þá fæ ég alltaf brælu á sjó. Það er alveg segin saga einhverra hluta vegna. Ef mig dreymir pabba, Guðmund Guðjónsson, þá er mjög líklegt að ég lendi í einhverju brasi og eitthvað sé að. Ég veit ekki hvers vegna, kannski er hann að vara mig við. Ég veit það ekki. Ég og bróðir minn áttum áttum saman tíu tonna bát sem hét Reykjanes.Við fiskuðum mjög vel á hann. Mig dreymdi fyrir eina vertíðina að ég væri staddur í fjörunni fyrir neðan þar sem ég er fæddur, í Réttarholti í Garði. Það hafði greinilega verið brim því það var mikill þari í fjörunni. Ég var að kafa í þarabunkana og sé að það stendur flaska upp úr þarabunkanum og ég tek hana. Þá er þetta koníaksflaska. Ég fer að líta í kringum og þá eru bara fleiri. Ég tíni upp hverja koníaksflöskuna á fætur annarri og er kominn með fullt fangið af koníaki. Þá kemur Oddur vinur

20 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Áhöfnin á Stafnesi KE árið 1984. Mynd/Faxi

minn Sæmundsson og fer að segja við mig: „Þú ert bara með fullt fangið af koníaki.“ Ég svara honum: „Já, blessaður fáðu þér líka, það er nóg af þessu.“ Svo varð draumurinn ekkert lengri og ég var alveg viss um að þetta væri fyrir fiskirí og við rótfiskuðum þessa vertíð.

Það var kominn kvóti á þessum tíma á þessa litlu báta eins og Reykjanes. Við vorum með ágætis kvóta og höfðum fiskað ágætlega. Svo vorum við að verða búnir með kvótann og það var mjög gott fiskerí. Ég sá fram á að við yrðum að hætta því ég gat hvergi fengið kvóta. Það voru engar kvótaleigur komnar þá eins og er núna.

Við bræður vorum bara með tvær trossur í sjó á meðan ég var að reyna að útvega kvóta einhvers staðar en ég þekkti engan sem átti kvóta. Ég hafði heyrt talað um að Landssamband smábátaeigenda væri stundum að útvega mönnum kvóta og hringdi í Örn Pálsson, því ég var félagi í Landssambandinu. Hann vissi ekki um neinn kvóta en hann sagðist skyldi hringja í mig ef hann frétti eitthvað.“

Björg er mjög gott draumanafn

„Ég var alveg orðinn úrkula vonar um að við fengjum eitthvað en þá dreymir mig að ég sé staddur í veislu, þar var langborð sem var fullt af mat. Þá kemur til mín skólasystir mín úr kennaraskólanum. Hún heitir Björg, sem er mjög gott draumanafn. Hún er vestan af fjörðum og kemur til mín og með fat fullt af kjöti og spyr: „Vilt þú ekki fá þér líka?“

Ég hélt það nú. Draumurinn ekki

lengri en við förum á sjó daginn eftir og drógum þessar tvær

trossur sem voru fullar af fiski.

Þá hringir Örn frá Landssambandi smábátaeigenda og segir:

„Heyrðu, ég get útvegað kvóta.“

Þá er það bátur vestur á fjörðum, merkilegt nokk, sem hafði bilað, farið í honum vélin og útgerðin

suður að Stafnesi. Ég segi honum þá að ég ætli bara með honum og leggja netin við hliðina á honum.

Það var bara eins og við manninn mælt, hann rótfiskaði og við fengum ágætt en ekki eins vel og hann alla vikuna. Þetta var alveg greinilegur fiskidraumur.“

Gömul vinkona sem er skelfilegt að dreyma

Magnús kann margar sögur af draumum þegar hann var á Stafnesinu með Oddi Sæmundssyni á síldveiðum.

ætlaði að leigja frá sér allan kvótann. Ég leigði allan kvótann af honum og gat haldið áfram og klárað vertíðina.“

Svakalegur brotsjór

„Ég get sagt þér aðra sögu frá því ég var á Hólmsteini GK. Biggi bróðir [Birgir Þór Guðmundsson] var skipstjóri á Svaninum KE. Við vorum að róa frá Sandgerði og höfðum verið í helgarfríi og með netin í bátnum.

Svo ætlum við að fara að leggja á mánudeginum. Mig dreymir að við séum að fara á sjó, ég og Biggi á Svaninum rétt á undan mér. Við erum að fara út sundið í Sandgerði, komnir út á djúpsundið og það er fínasta veður. Allt í einu, tekur sig upp

svakalega mikið brot og hvolfist yfir

Svaninn fyrir

framan mig, sem fór á kaf, svo á mig líka og gusast yfir bátinn hjá mér en ekki eins mikið. Þegar þetta er liðið hjá fer ég að skima og sé að Svanurinn kemur bara upp úr aftur og heldur áfram. Þá er draumurinn búinn. Ég var alveg viss um það þegar ég vaknaði að þetta væri fyrir fiskeríi. Líklega myndi hann lenda í fiskeríi, ég fái eitthvað af því. Þegar við fórum á sjó ákvað ég að elta Bigga, láta hann um það að finna fiskinn og leggja bara hjá honum.

Það er bara alveg eins og í draumnum, hann er aðeins á undan mér en ekkert brim. Ég spyr hvert hann ætli að fara og hann segir mér það, hann ætli

„Ég man eftir þegar ég var á Stafnesi á síld fyrir austan. Við lögðum upp í söltun á Reyðarfirði fullan bát af síld. Svo förum við út og það er ekkert að frétta af síld, nema einhverjir bátar eru að kasta á síld við Vopnafjörð. Ég lagði mig á leiðinni þangað og kem upp þegar við erum út af Seyðisfirði. Ég spyr Odd skipstjóra hvort það sé eitthvað að frétta og hann segir að veiðin sé ekkert sérstök. Ég segi við Odd að við séum að lenda í reiðileysi og hann spyr: „Var þig að dreyma eitthvað?“ Ég játaði því. Ég sagði honum ekki drauminn en hann var þannig að ég var staddur hérna í Garðinum og í húsinu við hliðina á heimili mínu. Mig dreymir oft fiskidrauma þar. Ég er að ganga inn í húsið þegar bíll stoppar þar fyrir utan. Í honum er gömul vinkona mín og alveg skelfilegt að dreyma hana því það er alltaf reiðileysi þegar mig dreymir hana. Því betri sem hún er við mig, því meira verður reiðileysið. Í draumnum kemur hún út úr bílnum og faðmar mig að sér og mér fannst það óþægilegt. Ég spyr hana hvað hún sé að gera núna og hún segist vera að vinna á Stöðvarfirði. Svo er þetta ekkert meira nema hún fer inn í bílinn og keyrir af stað en stoppar svo og rekur höfuðið út og endurtekur: „Á Stöðvarfirði!“

Fyrst mig dreymdi hana þá var ég viss um að við værum að lenda í reiðileysi og það miklu fyrst hún faðmaði mig. Við siglum norður á Vopnafjörð. Köstum þar og endum inni í nótinni og rífum hana á hælnum. Við urðum að fara til Norðfjarðar og gera við. Eftir að hafa gert við fórum við aftur þarna norðureftir en þá kemur bátur og keyrir inn í nótina hjá okkur og aftur rifnaði allt í tætlur. Við lönduðum fimm eða tíu tonnum. Þegar búið var að laga allt í annað skiptið var farið suður á Berufjörð. Bátar höfðu verið að kasta þar. Við komum þangað undir morgun og þá eru eiginlega allir hættir því síldin var svo smá. Við keyrum um allt og finnum ekkert. Við förum á Fáskrúðsfjörð og finnum ekkert og aftur í Berufjörðinn. Ég sagði þegar við fórum fram hjá Stöðvarfirði, hvort eitthvað hafi verið kíkt þar inn. Þá voru tveir bátar að koma út úr firðinum en höfðu ekkert fundið. Við fórum við til baka í Berufjörðinn og vorum þar alla nóttina og ekkert að finna. Þegar við vorum út af Breiðdalsvík á leið norður spurði ég Odd hvort við ættum ekki að kíkja í Stöðvarfjörðinn. Hann væri svo lítil að við værum enga stund að fara þar inn.

Oddur sagði það ekkert vitlausara en hvað annað. Þegar við vorum að fara inn fjörðinn sagði ég við hann að nú væri síld í firðinum, því það sitja fuglar í skerjunum við fjörðinn. Árið áður hafði annar skipstjóri frá Stöðvarfirði verið með bátinn og hann sagði mér þetta þegar við höfðum veitt í Stöðvarfirðinum. Við finnum síld og köstum tvisvar og fáum 120 tonn. Þá var reiðileysið búið. Það er þannig með sjómenn að þegar við lendum í reiðileysi þá finnst okkur þetta bara vera tímabil sem við þurfum að fara í gegnum. Þegar við erum búin að yfirstíga það og sýna æðruleysi þá kemur röðin að okkur. Skipstjóri sem ég var með frá Hornafirði sagðist engar áhyggjur hafa af þessu, það kæmi einhvern tímann að okkur – og röðin kom svo sannarlega að okkur. Við vorum næsthæstir yfir haustið.“

Síldardraumur upp á kíló!

Hafa tölur verið að birtast þér og jafnvel dæmi sem hafa gengið upp? „Ég hef einu sinni lent í því á netum á Hólm steini GK. Það var oft rólegt á haustin og þá erum við að prófa svona hina og þessa staði sem enginn hafði lagt á, eitthvað sem var ósært. Þá dreymir mig Ingólf heitinn Halldórsson, sem átti Svaninn og var með hann. Í draumnum hitti ég Ingólf og hann gaf mér lórantölur og spyr hvort ég hafi prófað þennan stað. Ég hafði aldrei prófað staðinn en mundi tölurnar þegar ég vaknaði. Ég fór beina leið þangað og lagði og við fiskuðum alveg prýðilega þá vikuna í þessum tölum. Það voru bátar allt í kringum okkur og þeir voru ekki að fá neitt. Þetta var bara á þessum bletti og það var ansi nákvæmt.“ Magnús dreymdi fyrir mikilli síldveiði hjá Stafnesi KE í Ísafjarðardjúpi og sá vigtarnótuna í draumi sínum.

„Við vorum að byrja á síld og höfðum frétt af því að væri síld vestur í Ísafjarðardjúpi en það hafði ekki verið kastað nót í Ísafjarðardjúpi áratugum saman.

Af því við vorum alveg grænir í þessu þá datt okkur í hug að fara þangað en ekki einhverjum öðrum sem voru vanir. Við förum vestur og fáum eitthvað um 121 tonn af síld og förum með til Keflavíkur. Þetta var rosalega stór og falleg síld. Alveg ævintýralega stór síld. Við förum svo aftur vestur og á leiðinni dreymir mig að ég er staddur í húsinu hérna við hliðina á heimili mínu.

Ég er að heimsækja föðurbróðir minn og sit í dyrunum hjá honum þar sem hann er að fella net í skúrnum. Í draumnum sit ég og er búinn að grafa holu í jörðina. Ég er að moka grárri leðju eins og steypu upp úr alpahúfu sem ég er með og sletta henni í holuna. Ég geri þetta nokkrum sinnum og segi svo að holan sé orðin full. Þá kemur maður til mín, Njáll Benediktsson sem var mikill vinur föðurbróður míns, og réttir mér reikning eða nótu. Á nótunni voru tvær tölur og svo niðurstöðutala sem var 252.740.

Ég mundi þessa tölu þegar ég vaknaði eftir drauminn. Við vorum að verða komnir í Djúpið og ég hafði verið vakinn í mat. Ég fór að hugsa þessa tölu, 252, því við komum því magni ekki í bátinn. „Það er útilokað að við komum 250 tonnum í bátinn,“ hugsaði ég. Ég vissi samt að þetta væri fyrir fiskeríi og við fengjum í bátinn í einu kasti. Ég velti þessum draumi mikið fyrir mér en komst svo að niðurstöðu um að þetta væru þá samtals 252 tonn og 740 kíló, því það voru tvær tölur á nótunni. Ég las bara niðurstöðutöluna, eins og maður gerir svo oft þegar maður fær reikning. Þegar við komum niður að borða sagði ég við Odd að við fengjum stórt kast í nótt og fylltum bátinn.“

Strákarnir farnir að efast um draumahæfileikann

„Þegar við byrjuðum að leita gerðist ekki neitt og engin síld fannst. Strákarnir um borð voru farnir að efast um daumahæfni mína. Við förum að sofa en Oddur heldur áfram að leita. Ég vakna snemma um morguninn og fer upp til Odds sem var grútsyfjaður yfir leitartækjunum. Hann er búinn að fara um allt, Jökulfirði og inn Djúpið. Oddur segir mér að eitthvað séu draumarnir að klikka en ég var harður á því að við fengjum síld. Klukkan var að ganga níu að morgni og byrjað að birta af degi en yfirleitt fæst ekkert í birtunni. Ég nefni við Odd að fara upp undir Hnífsdal því við höfðum fengið síld þar í túrnum á undan. Þar er brattur kantur alveg upp undir landi.

Ég fer niður aftur og er varla kominn þangað þegar það er öskrað: „Klárir!“ Þá hafði hann fundið torfu sem var hangandi utan í kantinum og fáum þetta svaka kast og byrjum að dæla. Það er hellingur í og við fyllum hverja stíuna á fætur annarri. Það voru tveir menn í lest til að jafna í og halda bátnum réttum. Svo er ekkert eftir nema bara miðjan, steinsinn. Þá kemur annar mannanna upp og svo hinn rétt á eftir. Skömmu síðar er allt orðið fullt og þá segir strákurinn sem var að koma upp: „Sko, holan er full!“ Það sama og ég sagði í draumnum þegar ég var búinn að fylla holuna úr alpahúfunni. Við dældum svo á dekkið eins og hægt var og slepptum svo niður restinni, það var ekki hægt að koma meiru fyrir um borð. Við förum með þetta til Keflavíkur. Ég var búinn að segja við strákana eftir drauminn að mig hafi dreymt tölu og við gerðum samkomulag um að ég skrifaði hana niður og svo yrði hún bara skoðuð þegar við kæmum til Keflavíkur. Talan var nákvæmlega sú sem stóð á vigtarnótunni þegar ég sótti hana á hafnarvogina í Keflavík. Mig hefur aldrei aftur dreymt svona nákvæmlega fyrir einhverju, þetta var alveg ótrúlegt,“ segir Magnús Guðmundsson, skipstjóri í Garði.

víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 21
Magnús Guðmundsson við Hólmstein GK. VF/Hilmar Bragi

Níræð strandveiðihetja

Reri árabát á haf út fyrir fermingu

Ég hef náð einum róðri á þessu tímabili, ég fer ekki langt og nenni ekki að vera braska þetta nema bara í góðu veðri. Tíðin í maí hefur verið hörmuleg en það mun birta til og þá mæti ég galvaskur.

„Ég mun stunda strandveiðina á meðan ég hef heilsu til,“ segir Einar kristinn Haraldsson sem er nýlega orðinn níutíu ára gamall.

Sjómennska telst væntanlega til erfiðisvinnu og flestir ímynda sér eflaust sjómanninn sem hraustan karlmann á besta aldri. Þetta er hins vegar auðvitað úreld staðalímynd en fullt af konum stunda sjóinn af krafti og eins sigla gamlir menn um höfin blá. Blaðamaður bíður spenntur eftir að frétta af gamalli konu sem vinnur þessa erfiðisvinnu, hún mun pottþétt finnast en það þurfti ekki að leita langt yfir skammt til að vinna gamla sjómanninn, þeir eru nokkrir í Grindavík. Enginn er þó eldri en Einar Haraldsson, kenndan við Hamar austur í hverfi í Grindavík, hann er fæddur níunda apríl árið 1933 og er því orðinn níutíu ára gamall! Einar á Hamri eins og hann er oftast kallaður, hefur stundað sjóinn síðan hann var polli, á ennþá bátinn Hamar og stundar strandveiðina.

Sá á unglingsaldri að sjómennska yrði sín atvinna

Einar byrjaði á að fara yfir æskuna. „Ég var ekki gamall þegar ég fór að

fara með pabba á sjóinn en ég man eftir mér fyrir fermingu með Sigga Garðars að róa árabát, við fórum frá gömlu vörinni, Buðlungavör. Gömlu karlarnir sem voru að fara sjálfir til sjós, hjálpuðu okkur að setja bátinn niður og við dóluðum okkur allan daginn við Siggi og renndum fyrir fisk. Það yrði eitthvað sagt ef þrettán, fjórtán ára guttar væru að leika þetta eftir í dag. Strax á unglingsárunum sá ég að sjómennska yrði mín atvinna, ég réði mig í fyrsta skipti á vertíð árið 1950, þá orðinn sautján ára gamall, á bát sem hét Ægir. Þetta var 35 tonna bátur og við vorum bæði á línu og netum á honum. Næsti bátur sem ég réði mig á var Maí sem Einar Dagbjartsson átti ásamt öðrum, flutti mig svo með Einari yfir á Merkúr sem leysti Maí af hólmi. Ég man nú ekki alla bátana sem ég var á, þeir voru þónokkrir en ég keypti mér líka trillu árið 1952, gat róið á henni á milli þess sem ég var á vertíðum. Svo fékk ég nóg af sjómennskunni, keypti mér vörubíl og vann á honum í nokkur ár en missti síðan heilsuna þegar ég fékk alvarlegt magasár. Eftir það réði ég mig aldrei aftur til sjós, vann hitt og þetta en reri þó trillunni minni á sumrin. Svo bauðst mér starf við höfnina í Grindavík og vann þar í nokkur ár og sigldi lóðsinum þegar þess þurfti, ég

vann þar þangað til ég komst á eftirlaunaaldur. Þá endurnýjaði ég bátinn minn og fékk mér þann sem ég sigli á í dag, Hamar.

Strandveiðin

Sjómaðurinn hefur alltaf blundað í Einari og þegar strandveiðikerfið byrjaði árið 2009, var hann snöggur að stökkva til. „Ég átti

alltaf trilluna og fór á henni mér til yndisauka en þegar strandveiðikerfið byrjaði sá ég mér leik á borði. Ég hef nýtt mér þetta kerfi alveg síðan það byrjaði en ég má ekki fiska um of því þá missi ég ellilífeyrinn, það finnst mér alveg fáranlegt. Það er margt athugavert við þetta kerfi, alveg fráleitt að láta sömu reglur gilda hér fyrir sunnan eða norðaustan. Það á að leyfa okkur að byrja strandveiðina strax í apríl, þá er nóg af fiski fyrir utan Grindavík. Af hverju ekki að leyfa veiði á D-svæði á þeim tíma, leyfa svo veiði á C-svæði á öðrum tíma og svo koll af kolli? Nei, í dag byrja allir á sama tíma og loksins þegar kominn er fiskur fyrir norðaustan, er hugsanlega og líklega, búið að

klára þau tíu þúsund tonn sem má veiða, þetta er alveg fáranlegt að mínu mati.

Fer ekki langt og

nennir ekki brasi

Ég hef náð einum róðri á þessu tímabili, ég fer ekki langt og nenni ekki að vera braska þetta nema bara í góðu veðri. Tíðin í maí hefur verið hörmuleg en það mun birta til og þá mæti ég galvaskur. Mér skilst að einhver frá Víkurfréttum og Suðurnesja magasíni, ætli með mér í róður þegar það verður blíða og ætli sér að gera sjónvarpsinnslag um mig, það verður fróðlegt, ég hlakka mikið til,“ sagði Einar að lokum.

SJÓMANNSLÍF Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
22 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN

REYKJANESHÖFN

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

vinalegur bær

Kvenkokkur á sjónum

Erla ásmundsdóttir er líklega nafn sem allir kveikja ekki á einn, tveir og þrír en flestir vita hver karl faðir hennar er, alþingismaðurinn ásmundur Friðriksson. Þar sem sjómannahelgin er framundan, ákvað blaðamaður víkurfrétta að reyna hafa uppi á konu frá Suðurnesjunum sem starfar sem sjómaður og kom nafn Erlu fljótt upp. Hún er kokkur á ísfisktogaranum Helgu Maríu rE sem brim gerir út.

Erla fór yfir æskuna. „Ég er fædd árið 1984, ólst upp í Vestmannaeyjum þar til ég varð 22 ára gömul en þá flutti ég til mömmu og pabba í Garðinn en pabbi var bæjarstjóri

þar á árunum 2009 til 2012 og við fluttum svo í Keflavík. Árin í Vestmannaeyjum voru skemmtileg, ég kláraði auðvitað grunnskólann og fór svo með hálfum huga í framhaldsskólann þar, fann mig ekki og var fljótlega búin að kaupa mér íbúð með þáverandi kærastanum mínum. Ég var í raun orðin fimmtug þegar ég var nítján ára gömul en svo flosnaði upp úr því

sambandi og þá flutti ég upp á land til foreldranna. Ég fór fyrst að vinna uppi í flugstöð en sótti svo um í háskólabrúna í Keili og var í fyrsta útskriftarárgangi Keilis árið 2008. Fór eftir það í Kennaraháskólann, var í tvö og hálft ár en bauðst þá kennarastaða í Garðinum og var þar í rúm tvö ár. Tók svo eitt ár í Vatnsendaskóla í Kópavogi en fann þá að kennarastarfið heillaði mig ekki.“

Kokkur í kvikmyndaverkefnum

Óvænt bauðst Erlu atvinnutækifæri. Henni bauðst að kokka í kvikmyndaverkefnum. „Ég hafði engan grunn sem slíkan en naut þess að báðir foreldrar mínir eru miklir kokkar og finnst gaman að henda upp veislum fyrir margt fólk, ég var mikið í kringum þau og lærði af þeim. Ég viðurkenni samt fúslega að fyrstu skrefin í þessari eldamennsku fyrir Tom Cruise og 40 aðra karlmenn, sem voru að vinna við myndina Oblivion í Veiðivötnum í sex vikur, voru ansi erfið. Mér var skaffaður Sprinter sendiferðabíll, sagt að kaupa frystikistu, kæliskáp og mat og svo var bara ekið af stað eftir GPS-hniti því þetta var fyrir tíma Google maps.

Ég vissi ekkert hvert ég var að fara en komst auðvitað á leiðarenda.

Fyrstu dagarnir í eldamennskunni voru erfiðir, ég var í stöðugu símasambandi við mömmu, vissi ekki hvernig ég ætti að þykkja sósuna eða hversu lengi ég ætti að elda kjúklinginn.“

Erla komst fljótlega upp á lagið, kláraði þennan fyrsta túr með glæsibrag og vann við þetta næstu sjö árin. Þessi verkefni voru í gegnum veitingastaðinn Laugás, Erla vann þar á milli þess sem kvikmyndaverkefni voru í gangi og gat

lært af matreiðslumeisturunum á Laugási.

„Ég lærði mikið af Gumma Ragnars á Laugarási og Sigga Gísla á Gott í Vestmannaeyjum, þeir kenndu mér það sem ég kann en mamma kenndi mér auðvitað grunninn þessar fyrstu sex vikur í Veiðivötnum.

Ég fór síðan úr því að elda mat, í að selja mat, vann hjá Garra í fjögur ár en fór svo aftur til Vestmannaeyja og gerðist leiðsögumaður hjá Rib safari síðasta sumar. Frábær tími en þá kom annað óvænt atvinnutækifæri,“ segir Erla.

Sjókokkur sem finnur

lítið fyrir sjóveiki

Erla fékk tækifæri á að leysa af sem sjókokkur og hefur ílengst. „Ég fékk símhringingu í júlí, bauðst að leysa af sem kokkur á ísfisktogaranum Helgu Maríu RE sem Brim gerir út. Ég fékk leyfi hjá frábærum eigendum Rib safari og dreif mig í þennan túr í júlí. Sem betur fer var rennisléttur sjór allan tímann svo ég fann ekki fyrir sjóveiki, ég kunni mjög vel við mig og þegar mér bauðst föst staða síðastliðið haust, ákvað ég að slá til. Eftir að hafa eldað fyrir nokkur hundruð

SJÓMANNSLÍF Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Fer í nýjan kjól á hverjum degi á sjónum
kokkaferilinn á því að elda fyrir Tom Cruise 24 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Hóf

manns við hinar og þessar aðstæður í kvikmyndaverkefnunum, er vinnan sem slík, að elda fyrir fimmtán manna áhöfn, ekki erfið. Eldunaraðstaðan er mjög góð en hins vegar getur vinnan verið mjög erfið þegar aðstæður eru erfiðar, vond veður og mikil hreyfing á skipinu. Við það bætist fjarvera frá heimili, maður skýst ekkert út í búð eftir einhverju svo það er margt sem gerir þessa vinnu krefjandi og erfiða myndi ég segja, sérstaklega veðrið. Sem betur fer hef ég nánast sloppið við sjóveiki, ef ég fer út á sjó í brælu eftir frí, finn ég að ég er ekki alveg eins og ég á að mér að vera en er þó aldrei þannig veik að ég æli eins og múkki. Ég gúglaði sjóveiki um daginn og það kom mér á óvart hvað hún getur birst í mörgum myndum, hún snýst ekki bara um að vera flökurt og æla. Maður getur fengið hausverk, ofsaþreytu og brjóstsviða svo dæmi séu tekin. Þegar ég fer út í brælu, er það kannski helst þreyta sem ég finn fyrir og þá er þægilegt að geta stjórnað sér sjálfur, þá get ég leyft mér að þrífa ekki eins mikið á fyrsta degi og læt það bíða til næsta dags. Ég er venjulega fljót að ná mér alveg.“

Saltfiskur í hádegi á laugardegi, steik á sunnudagskvöldi

Erla fær að fara sínar eigin leiðir í eldamennskunni um borð í Helgu Maríu en þarf þó að halda sumar hefðir í heiðri. „Mér var strax sagt að það væri regla að hafa saltfisk og grjónagraut í hádeginu á laugardögum, einhvern skyndibita eins og pizzu, hamborgara eða Taco þá um kvöldið og flotta steik á sunnudagskvöldinu. Strákarnir vilja engar aðrar fastar reglur með hina og þessa máltíðina, vilja frekar láta mig koma sér á óvart. Þeir vilja borða mikinn fisk, ég elda hann fimm til sjö sinnum í viku, oftast í hádeginu og það er helst þorskur sem ég býð upp á. Stundum elda ég ýsu og strákunum finnst mjög gott þegar ég djúpsteiki karfa, hann er algert lostæti. Í síðasta túr eldaði ég blálöngu og það lukkaðist mjög

vel en yfir höfuð legg ég áherslu á að vera með fjölbreyttan mat. Oft er sagt að kokkurinn um borð í skipum sé eins og sálfræðingur, menn þurfa að fá góðan og hollan mat en þetta mega ekki eingöngu vera einhverjar flugeldasýningar, menn vilja bara fá bragðgóðan heimilismat í miðri viku.“

Í kjólnum í eldhúsinu um borð Erla hefur fundið fjölina sína í bili en veit ekki hversu lengi hún muni stunda sjókokkastarfið. „Ég kann mjög vel við þetta starf en það er pínu skrýtið að hugsa til þess að ég verð fertug á næsta ári og ætla ég að enda starfsferilinn til 67 ára, sem kokkur á sjó? Ég veit það ekki en akkúrat núna kann ég mjög vel við mig, góðar tekjur og fín frí inn á milli. Andinn um borð er mjög góður, annars myndi ég ekki höndla þetta, strákarnir eru mjög góðir við mig og góðir við hvorn annan.“

Gaman frá því að segja í lokin að Erla er alger kjólakerling, elskar að klæða sig upp í kjól og á mjög marga. Undanfarin ár hefur hún verið í gjörningi sem hún kallar „í kjólum fram að jólum.“

„Ég á afmæli 25. nóvember og fer í nýjan kjól á hverjum degi fram að aðfangadegi. Ég ákvað að ég myndi ekki hætta þessu þó svo að ég væri búin að gerast togarasjómaður. Hann var fyndinn svipurinn á strákunum þegar ég mætti með átján kjóla á herðatrjám í túrinn í nóvember. Strákarnir mættu spenntir hvern einasta morgun til að sjá í hvernig kjól ég væri, ég lét taka myndir af mér niðri í lest í síðkjól, uppi í skipstjórastólnum og svo framvegis. Ekki nóg með að þeir væru hrifnir af þessu uppátæki, mér tókst að klæða þá nokkra upp í kjól. Upp frá þessum kjólagerningi mínum fæddist „Fanzy Friday“ en þá klæði ég mig alltaf upp á föstudögum, sama hvort ég er í landi eða á sjó, þetta lífgar upp á andann um borð, ekki spurning,“ sagði þessi hressa kona, sjókokkurinn að lokum.

STAÐA KYNNINGAR- OG ÞJÓNUSTUFULLTRÚA VIÐ KEFLAVÍKURKIRKJU

Laus er til umsóknar 75% staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju, Kjalarnesprófastsdæmi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið og verkefni:

● Umsjón með kynningarmálum Keflavíkurkirkju m.a. á samfélagsmiðlum, heimasíðu og öðrum fjölmðlum.

● Utanumhald og þátttaka í athöfnum og viðburðum í kirkjunni.

● Umsjón með starfi sjálfboðaliða og hópa í Keflavíkurkirkju.

● Önnur tilfallandi verkefni.

Þekking og hæfni:

● Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.

● Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu.

● Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt skipulagshæfni.

● Áhugi og reynsla af kirkjustarfi er æskileg.

● Sveigjanleiki til að taka að sér tilfallandi verkefni innan starfssviðsins. Umsækjendur skulu skila inn starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Umsókn ber að fylgja staðfesting á menntun. Þá skulu umsækjendur fylla út eyðublað þar sem biskupsstofu er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. lög og reglur Þjóðkirkjunnar. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Slóð á eyðublaðið: https://kirkjan.is/library/Images/Frettamyndir/Skjol-vegna-fretta/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf.

Frekari upplýsingar um starfið veitir séra Erla Guðmundsdóttir, erla@keflavikurkirkja.is, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli eða Kjartan Ingvarsson kjartan@keflavikurkirkja.is sími 420-4300, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju

Umsóknarfrestur er til og með föstudaginn 9. júní 2023.

Sækja ber um starfið með því að senda tilskilin gögn á tölvupóstfangið kjartan@keflavikurkirkja.is.

víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 25
„Mér var strax sagt að það væri regla að hafa saltfisk og grjónagraut í hádeginu á laugardögum, einhvern skyndibita eins og pizzu, hamborgara eða Taco þá um kvöldið og flotta steik á sunnudagskvöldinu. Strákarnir vilja engar aðrar fastar reglur með hina og þessa máltíðina, vilja frekar láta mig koma sér á óvart.

NETTÓ Í GRINDAVÍK AFGREIÐIR KOST Í NÆR 25 GRINDAVÍKURBÁTA

Góð samskipti við kokkana eru fyrir öllu

n Hressilegt spjall við þá Sebastian Rebisz, verslunarstjóra Nettó í Grindavík, og Magnús Arthúrsson, kokk á Sturlu GK 12 frá Grindavík.

„Við hjá Nettó í Grindavík afgreiðum kost í nær 25 Grindavíkurbáta og þessi samvinna hefur gengið afar vel. Öll stærstu útgerðarfélögin í Grindavík, eins og Vísir, Þorbjörn og Gjögur, eru í viðskiptum við okkur. Í þessari þjónustu skiptir vöruval og sveigjanleiki miklu máli og góð samskipti við kokkana eru jú fyrir öllu,“ segir Sebastian Rebisz, verslunarstjóri Nettó í Grindavík, þar sem hann tekur glaðbeittur á móti okkur ásamt Magnúsi Arthúrssyni, kokki á Sturlu GK 12 frá Grindavík; gamalreyndum sjómanni.

Það er stutt í brosið hjá þeim og ljóst að þarna fara ekki menn sem hittust fyrst í gær þrátt fyrir nokkurn aldursmun. Þeir kunna vel hvor á annan. Þannig er húmorinn á milli þeirra.

VINNAN Í NETTÓ REYNDIST

GÓÐ KENNSLA Í ÍSLENSKU

Það vekur verulega athygli hvað Sebastian, sem er 28 ára, talar góða íslensku þótt hann sé alinn upp í Póllandi. Orðaforðinn er mikill og framburðurinn óvenju góður. Hann fluttist til Íslands frá

Gdansk með foreldrum sínum árið 2006, þá 12 ára. Hann er í sambúð með Alexíu Ósk Sigurðardóttur frá Dalvík og eiga þau tvo stráka. „Það verður gifting á næsta ári,“ segir hann og brosir út í eitt. Hann byrjaði að vinna á kassa í Nettó við Krossmóa í Keflavík árið 2012 og var svo færður til á milli nokkurra verslana er hann hóf störf í Nettó Grindavík árið 2020. Núna er hann vinsæll verslunarstjóri þar í bæ. Og takið eftir; hann þakkar meðal annars starfinu í Nettó sína góðu kunnáttu í íslensku.

„Ég byrjaði að læra íslensku í skólanum, eins og gengur, en mest hef ég lært í vinnunni hér í Nettó.

Þegar ég var á kassanum talaði ég mikið við kúnnana á íslensku, var alveg óhræddur við að reyna það, og þeir svöruðu mér á íslensku. Ég fann fljótt að ég vildi búa hérna og fannst nauðsynlegt að geta talað íslensku.“

SVEIGJANLEIKI OG SAMVINNA

Að sögn Sebastians er mjög mikilvægt að bjóða upp á mikinn sveigjanleika í þjónustunni við bátana sem og þau fjölmörgu önnur fyrirtæki í Grindavík sem skipta við Nettó. „Við erum til taks allan sólarhringinn þegar kemur að bátunum og fyrirtækjunum. Við sveigjum okkur að þeirra þörfum, eins og komutíma bátanna í land. Geri til dæmis vont veður getur afhending breyst með nánast engum fyrirvara. Við mætum og opnum búðina hvernær sem er eftir hefðbundinn lokunartíma til að afgreiða kost í skipin, standi þannig á. Keflavík er okkar svæði líka þannig að leggi Grindavíkur -

bátarnir þar upp afgreiðum við kostinn þar.“

Sebastian segir að þjónustan við stóru viðskiptavinina felist ekki bara í sveigjanleikanum heldur einnig í meira vöruvali, séu óskir þar um. „Við sérpöntum fyrir stærstu viðskiptavinina til að koma sem best til móts við þá.“

ÉG ER KOKKUR AF GAMLA SKÓLANUM

En þá er það hlið kokksins í jöfnunni. Magnús, sem hefur verið til sjós í nær 45 ár, segist vera kokkur af gamla skólanum sem þó hugi mjög að hollustu matarins með auknum kröfum um heilsusamlegt fæði. Hann er jafnan þrjár vikur á sjó og tvær í landi.

GAMLA, GÓÐA LAMBALÆRIÐ Á SUNNUDÖGUM

„Ég býð ævinlega upp á gamla, góða lamalærið á sunnudögum og saltfisk og grjónagraut í há -

deginu á laugardögum. Þetta er hefð sem allir um borð eru sáttir við. Vissulega vill pítsukynslóðin oftar pítsur en maturinn þarf að vera fjölbreyttur og með árunum hefur stóraukin áhersla verið lögð á hollustu og við tökum þátt í heilsuátaki með Nettó.“

Magnús er kokkur sem vinnur líka á dekki og segir hann að það kalli á mikla skipulagningu í pöntunum. „Til að allt gangi upp geri ég nákvæman matseðil fram í tímann fyrir hvern einasta dag. Ég held að sumum kunni raunar að finnast nákvæmnin aðeins of mikil,“ segir hann og hlær.

NETIÐ EKKI NÓG – ÉG VIL

HITTA STARFSFÓLKIÐ

Hann segir að netið sé svo sem gott og gilt en hann leggi áherslu á persónuleg samskipti við starfsfólk Nettó. „Mér finnst nauðsynlegt að koma í verslunina, hitta starfsfólkið, rabba við það – og velja vörurnar sjálfur. Hér fæ ég fína þjónustu og það er allt annað að vera í beinu sambandi við starfsfólkið.

Það er bæði persónulegra og gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra.“

En hvað þá um eldamennskuna þegar hann er í landi? „Það er allur

gangur á því. Það vill nú svo til að eiginkonan, Björk Sverrisdóttir, er matreiðslumeistari og kennari á Ásbrú og því er ágæt samvinna hjá okkur í eldhúsinu heima – eins og vera ber,“ segir Magnús Arthúrsson, kokkur á Sturlu GK 12 frá Grindavík.

„Í þessari þjónustu við bátana eru góð samskipti við kokkana fyrir öllu,“ segir Sebastian.

„Sumt breytist þó aldrei. Ég býð t.d. ævinlega upp á gamla, góða lærið á sunnudögum og saltfisk og grjónagraut í hádeginu á laugardögum,“ segir Magnús.

Sebastian Rebisz, verslunarstjóri Nettó í Grindavík, og Magnús Arthúrsson, kokkur á Sturlu GK 12 sem Þorbjörn í Grindavík gerir út. Mikael Bihac, Mikki, er sá starfsmaður Nettó í Grindavík sem tekur á móti pöntunum og afgreiðir kostinn til Grindavíkurbátanna. Hann er frá Bosníu, borginni Banjaluka, og hefur búið á Íslandi í 24 ár.
26 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Sebastian fyrir framan grænmetið í Nettó en aukin áhersla er nú meðal sjómanna á hollustu í mataræði.

Saknar skólasunds og er hræddur við sprautur

FS-ingur vikunnar:

Nafn: Magnús Máni

Aldur: 18 ára

Námsbraut: Fjölgreinabraut

Áhugamál: Kvenmenn

Magnús Máni er átján ára og er á fjölgreinabraut í FS. Magnús ætlar sér að verða ríkur í framtíðinni og hans stærsti draumur er að eiga nóg af peningum. Magnús er FSingur vikunnar.

Hvað hræðist þú mest? Sprautur.

Snjallsímalausir grunnskólar

Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, fulltrúi í fræðsluráði Reykjanesbæjar.

Á fræðsluráðsfundi í Reykjanesbæ þann 25. maí síðastliðinn mætti formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, Daníel Örn Gunnarsson, og ræddi áhyggjur sínar um snjallsímanotkun nemenda á skólatíma. Daníel var þarna mættur sem fulltrúi nemenda og ég vil nýta tækifærið hér og hrósa honum fyrir vel undirbúið erindi og frábæra framkomu. Ég fæ hlýtt í hjartað að sjá svona ungt og öflugt fólk láta málin sig varða og hér er ekki um neitt smáræðis málefni að ræða. Unga fólkið okkar áttar sig nefnilega alveg á stöðunni og eru mörg farin að hafa áhyggjur af snallsímanotkun. Erindi Daníels vakti mig til umhugsunar og hefur setið í mér síðan.

Það eru svo margar spurningar sem vakna hjá mér af hverju þetta er leyft. Sjálf á ég ekki börn á grunnskólaaldri en ég hefði talið það sjálfsagt að snjallsímar væru almennt ekki leyfðir á skólatíma. Daníel nefnir að ungmenni eyða að meðaltali átta klukkustundum og 40 mínútum á dag í símanum þrátt fyrir að vera í skóla á daginn. Rannsóknir sýna fram á að snjallsímanotkun ungmenna veldur miklum kvíða og félagslegri einangrun. Snjallsímanotkun getur

haft slæm áhrif á námsárangur og slæm áhrif á svefn. Í raun eru allir rannsakendur á sama máli að snjallsímanotkun barna og ungmenna sé áhyggjumál og þetta er vandamál sem við verðum að takast á við.

En ef allir rannsakendur eru á sama máli að of mikil snjallsímanotkun sé skaðleg, ættum við þá ekki að leggja mikið á okkur til að takmarka notkun þeirra?

Daníel nefnir í sinni kynningu að þessi hugmynd hafi mætt mótlæti frá foreldrum sem byggja á þeim rökum að síminn sé mikilvægt samskiptatæki milli foreldra og barna. Því er auðvelt að sýna skilning en hér hljótum við að geta fundið útfærslu sem hentar öllum. Á persónulegu nótunum er ég lítið fyrir boð og bönn. Unglings-Gígja hefði eflaust ekki verið mjög spennt fyrir ströngu símabanni. Því legg ég til að skólastjórnendur í Reykjanesbæ myndi sér stefnu um símalausa grunnskóla og setji sér það markmið að takmarka símanotkun nemenda á skólatíma.

Hvað ert þú gamall? 18 ára.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Skólasund auto.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?

Komst ekki í neinn annan skóla.

Hver er helsti kosturinn við FS?

Guðrún á bókasafninu.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Mid.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Logi Þór og það væri fyrir valdabrjálæði.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Ætli það sé ekki bara Helgi Leó.

Ófeiminn og á kafi í félagsstörfum

Frosti Kjartan er fjórtán ára gamall og stundar körfubolta og golf af miklum krafti. Hann er á kafi í félagsstörfum og segist vera mjög ófeiminn og duglegur einstaklingur.

Frosti er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið?

Enska því það er góður kennari.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Freysteinn, Heimir eða PJ vegna íþrótta.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:

Þegar Sölvi kastaði kúst í brunabjölluna.

Hver er fyndnastur í skólanum? Ég.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Söknuður með Villa Vill.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Herupasta sem er heimagert pasta sem fænka mín bjó til.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Air.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

Gúmmíbát, bensín og GPS-tæki.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt er Conscious Street Clothing og kalt er að Halli fékk ekki að vera formaður.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Allt með Weathergod.

Hver er þinn helsti kostur? Skemmtilegur.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat og TikTok.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Verða ríkur.

Hver er þinn stærsti draumur? Eiga nóg af peningum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Yndisleguræðislegurfrábærgeggjaðurskemmtilegursæturfyndinnmagnaður.

BJARG ÍBÚÐAFÉLAG ÓSKAR EFTIR

SAMSTARFSAÐILUM TIL AÐ SJÁ UM BYGGINGU HAGKVÆMRA LEIGUÍBÚÐA Í REYKJANESBÆ

Verkið fellst í smíði sex 5 íbúða fjölbýlishúsa á tveimur hæðum Trölladal 1- 11 Reykjanesbæ.

Um er að ræða alverktöku þar sem verktaki tekur þátt í hönnunarferli og skilar fullbúnu húsi ásamt lóð á föstu verði. Bjarg leggur til lóð undir húsið

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Frosti

Aldur: 14 ára

Bekkur: 9. bekkur

Áhugamál: Golf, körfubolti, félagsstarf

Hver er þinn helsti kostur?

Að vera ófeiminn.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta flogið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara í meira nám.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Bestur.

Áhugasamir verktakar sendi póst á throstur@bjargibudafelag til að fá nánari gögn og upplýsingar.

BjargíbúðafélagersjálfseignarstofnunstofnuðafASÍogBSRBogerrekinán hagnaðarmarkmiða. Félaginuerætlaðaðtryggjatekjulágumeinstaklingumogfjölskyldumá vinnumarkaðiaðgengiaðörugguíbúðarhúsnæðiílangtímaleigu.

Sjónvarp Víkurfrétta er í snjallsjónvarpinu þínu

á og leitaðu að Sjónvarp Víkurfrétta. Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú á Í ÁSKRIFT Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis! víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 27
Smelltu

Fimm með yfir 9,6 í meðaleinkunn á vorönn

– Ein stærsta útskrift í sögu Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Fimm nemendur voru með yfir 9,6 í meðaleinkunn á vorönn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en skólaslit vorannar og brautskráning fór fram föstudaginn 26. maí. Að þessu sinni útskrifuðust 132 nemendur; 91 stúdent, 26 luku verknámi, sjö útskrifuðust af sjúkraliðabraut, fjórtán af starfsbrautum og einn af framhaldsskólabraut. Þess má geta að sumir ljúka prófi af fleiri en einni braut. Karlar voru 67 en konur 65. Alls komu 92 úr Reykjanesbæ, 17 úr Suðurnesjabæ, 13 úr Grindavík, 4 úr Vogum og aðrir komu frá Reykjavík, Hafnarfirði, Vopnafirði, Kópaskeri og Vestmannaeyjum.

Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Logi Þór Ágústsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Gunnlaugur Sigurðsson kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju var flutt tónlist við athöfnina en að þessu sinni lék Sara Cvjetkovic nýstúdent á píanó og Magnús Már Newman nýstúdent spilaði sneriltrommudúett ásamt Þorvaldi Halldórssyni.

Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og þátttöku í félagslífi og má sjá nöfn verðlaunahafa annars staðar í opnunni. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift. Að þessu sinni voru þau Anita Ýrr Taylor og Stefán Elías Berman bæði með 9,72 í meðal -

FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJA

SÍÐDEGISSKÓLI

Nám í boði:

n HÚSASMÍÐI

n RAFVIRKJUN

n PÍPULAGNIR

n MEISTARASKÓLI IÐNGREINA

n SJÚKRALIÐABRÚ

Kennt síðdegis

Tækifæri til þess að stunda nám samhliða vinnu

Sótt er um á umsokn.inna.is

Innritun lýkur 10. júní

Námið fer af stað ef næg þátttaka næst

Einnig er boðið upp á hefðbundna kennslu í dagskóla í húsasmíði, pípulögnum og rafvirkjun

Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu skólans www.fss.is

Náms- og starfsráðgjafar FS veita upplýsingar um námið

einkunn og fengu bæði styrk úr skólasjóði. Anita og Stefán fengu einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita nemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Logi Þór Ágústsson og

Magnús Már Newman fengu hvor 50.000 kr. styrk fyrir störf í þágu nemendafélags skólans og þær

Elísabet Birgisdóttir, Ragnheiður Ýr Þórisdóttir og Tinna Björg

Hammer Gunnarsdóttir fengu

30.000 kr. styrk fyrir góðan árangur í tjáningu og ræðumennsku.

Við útskriftina veittu foreldrafélag skólans og Reykjanesbær verðlaun fyrir jákvæða framkomu á skemmtunum nemendafélagsins í vetur. Lilja Dögg Friðriksdóttir forvarnafulltrúi skólans afhenti verðlaunin. Það voru þau Jón Garðar Arnarsson og Margrét Norðfjörð Karlsdóttir sem voru dregin úr hópi þeirra nemenda sem uppfylltu skilyrðin fyrir þátttöku en þau fengu bæði spjaldtölvu að gjöf. Við lok athafnarinnar voru þau Þorvaldur Sigurðsson, Björn Sturlaugsson, Gunnlaugur Sigurðsson, Ásta Birna Ólafsdóttir og Jón Þorgilsson kvödd en þau láta nú af störfum við skólann. Þorvaldur gat því miður ekki verið við athöfnina. Skólameistari veitti Gunnlaugi einnig silfurmerki skólans fyrir framlag hans til skólans undanfarin tuttugu ár.

vf
is Fleiri myndir á
28 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 29

Margar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu

Á útskrift vorannar voru veittar fjölmargar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Óvenjumörg verðlaun voru veitt að þessu sinni en þess má geta að fimm nemendur voru með meðaleinkunn yfir 9,6. Að þessu sinni voru tveir nemendur jafnir með hæstu einkunn við útskrift, þau Anita Ýrr Taylor og Stefán Elías Berman en þau voru bæði með 9,72 í meðaleinkunn.

Anita Ýrr Taylor fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í efnafræði, ensku, félagsfræði, forritun og líffræði. Hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í íslensku og verðlaun frá Þekkingasetri Suðurnesja fyrir árangur sinn í náttúrugreinum. Þá fékk Anita Ýrr Menntaverðlaun HÍ fyrir framúrskarandi frammistöðu á stúdentsprófi. Anita Ýrr fékk námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Anita Ýrr 100.000 kr. styrk en hún var með 9,72 í meðaleinkunn. Hún fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Stefán Elías Berman fékk verðlaun frá skólanum fyrir góðan árangur í ensku. Hann fékk einnig verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði, gjöf frá Stærðfræðifélaginu

fyrir árangur í stærðfræði og viðurkenningu frá þýska sendiráðinu fyrir árangur sinn í þýsku. Stefán fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum. Stefán fékk námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut hann 100.000 kr. styrk en hann var með 9,72 í meðaleinkunn.

Stefán fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Krista Gló Magnúsdóttir hlaut viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í efnafræði, íslensku, líffræði og spænsku. Hún fékk einnig viðurkenningu frá Efnafræðifélaginu fyrir góðan árangur í efnafræði og frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Þá fékk Krista Gló Raungreinaverðlaun HR sem veitt eru fyrir góðan árangur í raungreinum á stúdentsprófi.

Vilt þú hafa áhrif?

Elva Sif Guðbergsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í efnafræði, ensku, íslensku, spænsku og viðskiptagreinum. Hún fékk einnig verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.

Valý Rós Hermannsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku, íslensku, spænsku og stærðfræði. Hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum.

Hafliði Breki Bjarnason hlaut viðurkenningar fyrir árangur sinn í ensku, sögu og sálfræði og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum.

Ingólfur Ísak Kristinsson fékk viðurkenningar fyrir góðan

árangur í ensku og spænsku og frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.

Kara Petra Aradóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í félagsfræði, sálfræði og fata- og textílgreinum.

Eyþór Trausti Óskarsson fékk verðlaun fyrir góðan árangur í vefforritun, 75.000 kr. námsstyrk frá

DMM fyrir árangur í forritun og verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.

Dagrún Ragnarsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í listasögu og myndlist.

Georg Viðar Hannah fékk gjafir frá Rönning, Ískraft og Reykjafelli fyrir góðan árangur í rafiðngreinum og viðurkenningu frá

Isavia fyrir góðan námsárangur í verk- og tæknigreinum.

Skafti Þór Einarsson fékk gjafir frá Rönning, Ískraft og Reykjafelli fyrir góðan árangur í rafiðngreinum og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan námsárangur í verk- og tæknigreinum.

Magnús Már Newman hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í tónlistargreinum og störf í þágu nemenda.

Irma Rún Blöndal fékk viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.

Hekla Eik Nökkvadóttir hlaut viðurkenningu fyrir árangur sinn í félagsfræði.

Helga Guðrún Sigurðardóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í húsasmíði.

Kristín Lóa Siggeirsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í fata- og textílgreinum.

Sigurrós Birna Tafjord fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á starfsbraut.

Sólveig María Baldursdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í líffræði.

Helgi Þór Skarphéðinsson og

Jón Ólafur Skarphéðinsson fengu gjafir frá Rönning, Ískraft og Reykjafelli fyrir góðan árangur í rafiðngreinum.

Hekla Eik Nökkvadótti r og Oddný Perla Kristjánsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir árangur sinn í félagsfræði.

Thelma Lind Hjaltadóttir og

Tinna Hrönn Einarsdóttir fengu viðurkenningu fyrir árangur sinn í stærðfræði.

Logi Þór Ágústsson og Sverrir Þór Freysson fengu viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda.

deloitte

Deloitte í Reykjanesbæ leitar að öflugum einstaklingi sem er að stefna á, hefur nýlokið eða er jafnvel að vinna að M.Acc gráðu og langar að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í alþjóðlegu starfsumhverfi. Við leitum að einstaklingi sem hugsar í lausnum, getur unnið sjálfstætt, er drífandi og vill hafa áhrif.

Í starfi þínu gæti hefðbundinn vinnudagur litið svona út: Teymið þitt hjá Deloitte: Bakgrunnur þinn og reynsla:

• Þú vinnur að fjölbreyttum verkefnum í endurskoðun og reikningsskilum

• Þú fylgist með þróun og tækninýjungum á þínu sviði

• Þú nýtir þér námskeið og ráðstefnur á vegum

Deloitte og samstarfsaðila til að auka færni þína og þekkingu

• Þú vinnur undir handleiðslu reyndra endurskoðenda

• Samanstendur af fjölbreyttum hópi starfsfólks

• Er á ólíkum aldri og með ólík áhugamál

• Vinnur náið saman

• Styður hvert annað til að þroskast og þróast í starfi

• Hefur lokið B.Sc. gráðu í viðskiptafræði, hagfræði, fjármálum eða tengdum greinum

• Stefnir á, ert að vinna að eða hefur lokið M.Acc gráðu

• Brennur fyrir það að þróa færni þína í endurskoðun og reikningsskilum

• Býrð yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu í ræðu og riti

• Býrð yfir greiningarhæfni og góðri þekkingu á Excel

• Reynsla af bókhaldsvinnu eða öðru sem nýtist í starfi er kostur

Vilt þú hafa áhrif? Hjá Deloitte skiptir þitt framlag máli því saman, sem ein heild, vinnum við að því að hafa áhrif á viðski ptavini, samstarfsfélaga og samfélag. Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þvert á svið, starfsstöðvar og lönd, auka hæfni þína og færni og hafa góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi.

Tekið er á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Deloitte, deloitte.is, til og með 1 15 júní 2023 Nánari upplýsingar veita Kristján Þór Ragnarsson, yfirmaður Deloitte í Reykjanesbæ, k kragnarsson@deloitte is og Ásta Þyri Emilsdóttir, mannauðssviði, a asemilsdottir@deloitte is is
Anita Ýrr Taylor og Stefán Elías Berman voru jöfn með hæstu einkunn en þau voru bæði með 9,72 í meðaleinkunn.

sport

Sundkappi með fullkomnunaráráttu

Stefán Elías berman er hálfkanadískur, fæddur í kanada en flutti þriggja ára til íslands og um tíu ára aldurinn til keflavíkur. Hann er mikill keppnismaður og keppir í sundi fyrir hönd írb [íþróttabandalags reykjanesbæjar]. Þrátt fyrir stífar æfingar alla daga útskrifaðist Stefán sem stúdent í síðustu viku og náði jafnframt þeim merka áfanga að dúxa. víkurfréttir ræddu við þennan unga afreksmann um sundið og námið.

Byrjaði seint í sundi

„Haustið 2018, fjórtán eða fimmtán ára gamall, byrjaði ég að æfa sund með ÍRB. Þá byrjaði Eddi [Eðvarð Þór Eðvarðsson] að þjálfa mig og núna æfi ég alla daga vikunnar,“ segir Stefán sem þjálfar einnig yngri iðkendur hjá félaginu.

Er ekki svolítið seint að byrja fjórtán ára að æfa sund?

„Jú, allir þessir bestu sem ég er að keppa við hafa verið að æfa frá því að þeir voru fimm ára. Þannig að þeir hafa svona tíu ára forskot á mig. Ég hef samt náð ágætis árangri í sundinu og þótt ég hafi ekki ennþá fengið að taka þátt í landsliðsverkefnum þá hef ég alltaf verið að stefna að því. Ég er alltaf að þokast nær og nær,“ segir Stefán sem segist ekkert vera á leiðinni að fara að hætta að synda.

Hver er þín sterkasta hlið í sundinu?

„Það er skriðsund. Ég er þekktur fyrir að keppa bara í 100 og 200 metra skriðsundi. Mér finnst ég hafa mesta möguleika í skriðsundinu.“

Hvað ertu svo að þjálfa oft?

„Ég þjálfa sex sinnum í viku, er með tvo hópa. Þetta eru tuttugu til þrjátíu börn sem ég þjálfa samhliða mínum æfingum. Sjálfur æfi ég einu sinni til tvisvar á dag, alla daga. Flesta daga mæti ég á morgunæfingu fyrir skólann og svo aftur seinni partinn.“

Ég set mér markmið og gef mig hundrað prósent í að ná þeim ...

Jóhann

Myndi ekki segja að ég væri góður námsmaður

Stefán útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í síðustu viku en samhliða stífum æfingum og sundþjálfun hefur hann náð frábærum árangri sem námsmaður og dúxaði í lokaprófunum.

Hver er galdurinn á bak við þetta, var þetta ekkert mál? „Ég átti ekki von á því að dúxa. Ég vissi að það voru margir aðrir með góðar einkunnir en mig hefur alltaf langað að dúxa, ég lít svolítið á þetta sem keppni. Ég myndi ekki segja að ég sé góður námsmaður vegna þess að það tekur mig lengri tíma en aðra að læra. Ég þarf að setja rosalega mikinn tíma til að undirbúa mig fyrir eins og líffræðipróf eða íslenskupróf, það eina sem ég myndi segja að ég sé góður í er

ÍÞRÓTTIR

stærðfræði. Öllu hinum fögunum þurfti ég að vinna fyrir en ég gerði það af því að ég hugsaði að ég þyrfti að fá tíu, keppnin dreif mig áfram.“

Þannig að þú myndir segja að þú hefðir mikið keppnisskap.

„Já, ég set mér markmið og gef mig hundrað prósent í að ná þeim.“

Myndirðu segja að sundið hafi hjálpað þér í náminu? Að aginn sem þú hefur tileinkað þér hafi hjálpað þér í gegnum þetta?

„Alveg örugglega – að vera í rútínu hjálpaði mér örugglega. Ég fór á morgunæfingu og svo nýtti ég tímann eftir æfinguna til að læra fram að skóla. Svo nýtti ég tímann á milli skóla og æfinga seinni partinn líka í námið. Líka kvöldin.

Það er alltaf svo mikið að gera í sundinu og maður lærir að skipuleggja tímann sinn, maður þarf

að gera það,“ segir Stefán sem er nítján ára en hefur samt náð betri tökum á að skipuleggja sig en flestir. Hann segir að sundþjálfararnir hans, þeir Eddi og Steindór [Gunnarsson], hafi hjálpað honum mikið í gegnum tíðina og hann sé þeim afar þakklátur. „Þeir eru svo miklu meira en bara þjálfarar, þeir eru vinir og félagar.“

Ekki sjálfgefið að halda beint í háskólanám

Nú ertu búinn að klára stúdentinn, hvað sérðu fyrir þér að taki við?

„Mér finnst, út frá því hversu vel mér hafi gengið í námi, að augljóslega eigi leiðin að liggja beinustu leið í háskóla. Fara að læra verkfræði af því ég er fínn í stærðfræði og eðlisfræði. Af því að ég hef mikinn áhuga á því og finnst það mjög skemmtilegt – en það er eitthvað sem fær mig til að hika. Ég er ekki alveg tilbúinn að gefast upp á sundinu, ég hef ekki ennþá náð landsliðslágmarki og mig langar virkilega að taka þátt í einhverju landsliðsverkefni. Það er svo margt sem mig langar að gera í sundinu áður en ég hætti, svo ég er ekki alveg tilbúinn að hætta. Ég er með svo mikla fullkomnunaráráttu að ef ég fer í háskóla þá vil ég standa mig vel þar, ef ég fer í sundið þá vil ég gera það vel. Það er svo erfitt að gera bæði í einu vel. Það er það sem var erfiðast í framhaldskólanum, að ná tíu í prófum, æfa eins og brjálæðingur og á sama tíma ná átta tíma svefni. Það var rosalega erfitt að púsla því saman. Það var mjög oft sem ég þurfti að fórna svefninum. Var að sofa minna til að læra en samt að mæta á allar æfingar, hélt mig við rútínuna. Þannig að ef ég held áfram í námi vil ég einbeita mér að því og ekki láta sundið trufla.“

Stefáni með Steindóri sundþjálfara en Stefán segir að Steindór og Eðvarð Þór séu miklu meira en bara þjálfarar. „Þeir eru vinir og félagar.“

Hefurðu skoðað að fara erlendis í nám út á námsstyrk?

„Já, ég hef skoðað það og hef fengið boð frá skóla í fyrstu deild í Bandaríkjunum. Flestir hafa farið til Bandaríkjanna á námsstyrk en það er ekkert að frétta af þessu fólki, allavega er sundið ekki nógu gott. Það eru kannski góðir skólar en sundið virðist svolítið sitja á hakanum.

Miðað við þá leið sem aðrir hafa farið þá er það ekki sú leið sem ég vil fara. Þetta er fjögurra ára nám og þótt maður sé á góðum námsstyrk er þetta fokdýrt. Ef ég ætla í meira nám get alveg eins farið í þriggja ára nám hér heima, það er töluvert ódýrara. Jafnvel þótt fólk sé að fara á 50–60% styrk er það að borga fáránlega mikið fyrir námið. Mér finnst það ekki þess virði þegar sundið er heldur ekkert sérstakt.“

Finnst þér vera mikil pressa á þig að halda áfram í námi af því að þér hefur gengið svona vel í skóla?

„Já, mér finnst vera mikil pressa. Það eru mjög margir að benda mér á að fara í háskóla og nýta þetta svokallaða „talent“ sem ég hef í námið. Mér líður svolítið eins og ég muni valda öllum vonbrigðum ef ég fer ekki beint í háskóla. Áframhaldandi nám er auðvitað meiri trygging fyrir framtíðina, sundið er ekki að fara að tryggja neitt. Það er enginn peningur í íþróttinni eða neitt þannig,“ sagði Stefán að lokum en hans bíður nú vandasamt val um hver verði hans næstu skref.

Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Sundið hefur kennt Stefáni að skipuleggja tímann sinn vel svo hann nái að sinna æfingum, þjálfun og skóla. VF/JPK Stoltur stúdent með viðurkenningar fyrir námsárangur. Mynd/Facebook

Góð byrjun sundfólks á Smáþjóðaleikunum

Eva Margrét með gull á fyrsta degi og boðsundsveit karla með silfur

Sundfólk úr ÍRB hóf keppni á Smáþjóðaleikunum

á Möltu með landsliði Íslands í byrjun vikunnar. Guðmundur Leo Rafnsson synti 200 metra baksund þar sem hann hafnaði í fjórða sæti eftir hörkubaráttu. Eva Margrét Falsdóttir stakk sér síðan til sunds í 200 metra fjórsundi þar sem hún synti til sigurs á sínum besta tíma í greininni. Hún deildi gullverðlaununum með stúlku frá Andorra sem var á sama tíma.

Eva Margrét Falsdóttir, sundkona úr ÍRB, synti á sínum besta tíma í 200 metra fjórsundi. Hún er fyrir miðri mynd ásamt öðrum verðlaunahöfum.

Því næst stakk Guðmundur Leo sér aftur til sunds með boðsundssveit Íslands þar sem þeir unnu til silfurverðlauna í 4 x 100 metra skriðsundi karla.

Þegar þetta er skrifað eru þau bæði komin í úrslit en Guðmundur Leo á einnig eftir að keppa í 100 metra baksundi og Eva Margrét í 200 metra bringusundi.

Boðsundssveit Íslands, Guðmundur Leo er annar frá hægri.

TIL LEIGU

Best staðsetta veitingarými bæjarins til leigu að Hafnargötu 86. Húsnæðið á neðri hæð er 75m2 með afgreiðslurými, tveimur bílalúgum og nægum bílastæðum. Á efri hæð er einnig 220m2 rými.

Leigist saman eða í sitthvoru lagi.

Tilvalið fyrir metnaðarfulla og hugmyndaríka aðila.

Siglt fyrir utan smábátahöfnina í Keflavík. Myndir af Facebook-síðu Knarrar

Spennandi siglinganámskeið

Siglingafélagið Knörr mun bjóða upp

á siglinganámskeið í sumar fyrir börn og unglinga, tíu ára og eldri, og hefst fyrsta námskeiðið 12. júní. Námskeiðin fara fram í aðstöðu félags við smábátahöfnina í Keflavík. Siglingafélagið Knörr var endurvakið á síðasta ári og síðasta sumar hófust siglinganámskeið á vegum félagsins að nýju eftir margra ára hlé.

Það er gaman að hamast á kajökum í smábátahöfninni.

Aðalfundur 2023

Aðalfundur Rafiðnaðarfélags Suðurnesja verður haldinn þann 14. júní 2023 kl. 19:00 í fundarsal hjá Keflavík við Sunnubraut 34, 230 Reykjanesbæ.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Önnur mál

Veitingar í boði fyrir fund. Kveðja, stjórnin.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Fjármála- og stjórnsýslusvið – Rekstrarfulltrúi Umhverfissvið - Rekstrarstjóri innviða fráveitu Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra

Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Sérkennari Holtaskóli – Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi/sérkennari

Háaleitisskóli - Kennari á miðstigi

Háaleitisskóli - Kennari í nýsköpun Njarðvíkurskóli - List- og verkgreinakennari

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Áhugasamir geta sent mér tölvupóst á steini@kef.is eða hringt í síma 6967777 (Steinþór

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN HÁKONARDÓTTIR

Svölutjörn 18, Njarðvík, lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 27. maí á Landspítalanum. Útförin fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 7. júní klukkan 14.

Elvar Ágústsson

Elva Björk Elvarsdóttir Elvar Örn Brynjólfsson Rúnar Óli – Sara Steinunn Ágúst Rúnar Elvarsson Guðrún Pétursdóttir Arnór Sölvi – Óliver Stormur

Jónsson)
vf.is sport Úrslit leikja og íþróttafréttir birtast á
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 31

Sjómannamessa í Keflavík á sunnudag

Sjómannamessa verður í Bíósal Duus Safnahúsa í Reykjanesbæ sjómannadaginn 4. júní kl. 11. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða söng við undirspil og stjórn Alexanders Grybos. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.

Við lok stundar verður gengið að minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu og þar lagður blómakrans frá Verkalýðsog sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis.

„Verið öll innilega velkomin að koma, njóta orða og tónlistar og leggja íslenska sjómanninn og sjómennsku í fyrirbæn,“ segir í tilkynningu.

Kaffi og nýsteiktar kleinur á borðum.

Daglegar fréttir

Mikill ritudauði við Gerðasíkið í Garði

Ritur eru nú að finnast dauðar í tuga eða hundruðavís við Gerðasíkið í Garði. Fuglar liggja dauðir á bökkum síkisins og í sjálfu vatninu. Íbúi í nágrenninu vill að svæðið verði hreinsað og hræjum fuglanna verði fargað. Eftirlitsstofnanir vilja lítið gera í málinu ef vandamálið berst ekki í alifuglabú. Þó á að taka sýni til að ganga úr skugga um að fuglarnir hafi ekki drepist úr fuglaflensu. VF/Hilmar Bragi

Næstum því álfasaga

Aðalatriði skipta máli, það lærði ég nýverið þegar ég var dunda mér

við að gera snyrtilegt í kringum lítinn sumarbústað sem ég á fyrir austan fjall. Svona dund er algjört sælgæti fyrir sálarlífið, núvitund

á hæsta stigi. Komst að því að ég þurfti á smá trjákurli að halda og

ákvað að renna með kerruna til að ná í smávegis trjákurl. Hreppurinn

hefur komið upp svona trjákurlsstað langt úti í móa, þar sem þeir geta sótt sér sem á þurfa að halda.

Nú er ég ekki maður sem trúi

isvfá álfa eða huldufólk öllu jafnu en þar sem ég er að byrja á að moka kurlinu á kerruna sprettur skyndilega lítill strákur upp úr móanum. Hann var klæddur í fallega íslenska

lopapeysu, með húfu á hausnum. Sennilega hefur hann verið í kringum fimm, sex ára. Verð að viðurkenna að mér brá svolítið, hugsaði: „Geta þessa sögur um álfa huldufólk verið sannar?“

Ég hélt áfram að moka, reyndi að láta sem allt væri eins það ætti að vera. Álfurinn nálgast mig hratt og ég bý mig undir að nú fái ég í fyrsta sinn að upplifa eitthvað yfirnáttúrulegt. Hinn meinti álfur kemur alveg upp að mér, horfir á mig í smá stund og spyr svo: „Vantar þig hjálp?“

Ég velti því fyrir mér hvað hann eigi við. Ekki var hann það stór að hann gæti valdið skóflunni, ákvað að spjalla aðeins við hann og for-

vitnast. „Hvaðan kemur þú?“ spyr ég og fer að lítast í kringum mig og sé þá skurðgröfu nokkur hundruð metra í burtu. „Ég er að hjálpa afa,“ segir hann og bendir á gröfuna um leið og hann eyðileggur álfasöguna fyrir mér.

„Hvað heitir hann afi þinn?“ spyr ég um leið og ég sé að strákurinn hefur engan skilning á þessari spurningu minn og finnst ég bara vera að flækja málið. „Vantar þig hjálp?,“ spyr hann aftur og bætir við: „Hann heitir bara afi.“ Ég svara honum að hjálpin væri vel þegin og með það skýst hann út í móann í átt að gröfunni. Skömmu síðar kemur afinn, sem ég veit ekki enn

hvað heitir, á gröfunni og mokar upp í kerruna hjá mér.

Af þessu lærði ég að það skiptir ekki máli hvað afar heita, þeir eru bara afar og engin ástæða til að flækja það neitt frekar, fremur en svo margt annað sem á vegi manns verður. Það eru aðalatriðin sem skipta máli.

Mundi Sjómenn! Til hamingju með daginn ykkar. Pottar Heitir og kaldir Lok og festingar trefjar.is Óseyrarbraut 29, Hafnarfirði Eldstæði í þremur stærðum Hafðu samband sala@trefjar.is 550 0100 Góðar stundir Sauna tilbúin til notkunar Verð frá 1.167.000 kr. Verð frá 220.150 kr. Sindraskel tilvalin í ferðaþjónustuna Aukahlutir Tröppur, yfirbreiðslur o.fl.
HANNESAR FRIÐRIKSSONAR

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

sport Sundkappi með fullkomnunaráráttu

6min
pages 30-31

Á útskrift vorannar voru veittar fjölmargar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Óvenjumörg verðlaun voru veitt að þessu sinni en þess má geta að fimm nemendur voru með meðaleinkunn yfir 9,6. Að þessu sinni voru tveir nemendur jafnir með hæstu einkunn við útskrift, þau Anita Ýrr Taylor og Stefán Elías Berman en þau voru bæði með 9,72 í meðaleinkunn.

3min
page 29

Fimm með yfir 9,6 í meðaleinkunn á vorönn

2min
pages 28-29

Saknar skólasunds og er hræddur við sprautur

1min
page 27

Góð samskipti við kokkana eru fyrir öllu

3min
page 26

STAÐA KYNNINGAR- OG ÞJÓNUSTUFULLTRÚA VIÐ KEFLAVÍKURKIRKJU

0
pages 25-26

Kvenkokkur á sjónum

5min
pages 24-25

Níræð strandveiðihetja

3min
page 22

Dreymir fyrir fiskeríi og vandræðum

14min
pages 20-21

FÁIR NÝTT SKIPIN SÍN BETUR

7min
page 18

við Grindavík árið 1992

3min
page 17

Giftusamleg sjóbjörgun

5min
page 16

HÚSASMIÐJU HÁTÍÐ

0
page 15

Opnun Silviu V. Björgvins í Bíósal Duus Safnahúsa

1min
page 14

Þúsund tonn unnin aukalega

1min
page 14

Vill meiri aflaheimildir í strandveiðipottinn

3min
page 12

Hljómsveitin STORÐ rokkar með barnakór í Paradís

2min
pages 10-12

STINNINGSKALDI SLÆR Í GEGN

3min
pages 8-9

Slægði kola með brýndri skeið

2min
page 6

vf is

0
page 6

Sjóarinn síkáti syngur sig inn í hug og hjörtu landsmanna

0
page 6

endurgreidd frá ríkinu

3min
page 4

Reykjanesbær fái um 75% útgjalda vegna

1min
page 4

Skipafloti Landhelgisgæslunnar verður í Njarðvíkurhöfn

1min
page 2
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.