Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2021

Page 10

Fagdeild slökkviliðsmanna LSS Í miðju Covid-19 ástandi tók við ný stjórn fagdeildar slökkviliðsmanna á 18. þingi LSS sem haldið var 24. september 2020. Meiripartur ársins 2020 hafði verið undirlagður af þeim verkefnum sem Covid-19 færði okkur og því ekki nein föst verkefni sem biðu okkar. Á fyrsta fundi skiptum við með okkur verkum og varð ég strax bjartsýnn á framtíðina, enda saman komnir sjö einstaklingar fullir af eldmóð og brennandi áhuga á málefnum okkar slökkviliðsmanna, reiðubúnir að leggja sitt af mörkum. Þar sem verkefnin biðu okkar ekki í röðum þá fórum við að ræða hvað við gætum haft frumkvæði af að gera. Dagur reykskynjarans var væntanlegur og því var farið í að búa til auglýsingu til að minna á mikilvægi reykskynjara. Fagdeildin hefur hug á því að koma nánar að fræðslu og upplýsingum til almennings um mikilvægi eldvarna á heimilum og kunnáttu fólks á að bregðast við eldi. Margir eru að minna á eldvarnir og ber þar að nefna tryggingafélögin, Brunabótafélagið, Landsbjörg, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, LSS ásamt fjölda slökkviliða. Fagdeildin hyggst setja sig í samband við HMS um samstarf í þessum málefnum svipað því sem krabbameinsnefndin gerði því við teljum að hægt sé að gera gott betra. Auglýsingar og herferðir eins og farið er í um jólin gætu verið reglulegri yfir árið og taka þá einstaka þætti fyrir miðað við árstíðir. Facebook-síða fagdeildarinnar hefur verið ansi virk, félagar LSS hafa verið duglegir að senda inn efni af ýmsu tagi. Við munum nota hana áfram til að koma alls kyns upplýsingum og fræðslu áleiðis. Í byrjun árs fóru fagdeildirnar ásamt formanni LSS á fund með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem henni var kynnt núverandi fyrirkomulag á námi okkar og þeirri framtíðarsýn sem við höfum á því. Ráðherra hafði mikinn áhuga á hugmyndum okkar og tók því fagnandi að við skyldum sýna þetta frumkvæði að vilja koma náminu fyrir innan skólakerfisins. Í kjölfarið áttum við fleiri fundi með fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipaði starfshóp um málefni Brunamálaskólans í febrúar. Starfshópinn skipa sjö manns auk verkefnastjóra. Þar inni eru fulltrúar frá HMS, Félagi slökkviliðsstjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og formaður fagdeildar slökkviliðsmanna fyrir hönd LSS ásamt varamönnum. Fulltrúi LSS mun þar framfylgja ályktun frá 18. þingi LSS, en þar var eftirfarandi ályktun samþykkt um nám slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Að nám félagsmanna LSS verði metið með viðurkenndum hætti og því sama og þekkist í öðru fagnámi. Nútíma kröfur til menntunar byggja á fastmótuðu einingakerfi hvort sem það er á framhalds-skólastigi eða háskólastigi”. Við hjá fagdeildinni fögnum því að þessar viðræður séu

10

Á vakt fyrir Ísland

Jón Kristinn Valsson

að fara í gang og byggjum miklar vonir við að þetta sé jákvætt framfaraskref fyrir slökkviliðsmenn. Nú þegar þetta er skrifað er nýbúið að aflétta almannavarnastigi vegna gróðurelda á mest öllu landinu. Þessi vá hefur aukist síðastliðin ár og hafa slökkviliðsstjórar þeirra umdæma sem hafa gróðursælar sumarhúsabyggðir bent á þetta í mörg ár. Umræðan hefur verið hávær á vorin en sofnað svo þegar líður á sumarið og verið vakin upp næsta vor. Þannig hefur það verið í mörg ár. Nú hefur HMS sett á laggirnar þverfaglega skipaða nefnd viðbragðsaðila, sérfræðinga og annarra hagsmunaaðila um gróðurelda. Þar mun LSS hafa fulltrúa innanborðs og bindum við vonir við að hún muni auka þekkingu okkar á því hvernig skuli bregðast við þessari vá. Slökkvilið þurfa aukinn sérhæfðan búnað og ekki má gleyma persónulegum búnaði þeirra sem þurfa að berjast við eldinn. Þungur eldgalli, stígvél og annar búnaður sem við þekkjum til almennra slökkvistarfa er ekki endilega fýsilegur kostur þegar þarf að ganga lengri leið í móa og kjarri til að komast að eldinum og eiga þá eftir að leggja lagnir, draga slöngur og/eða klappa með klöppum í fleiri klukkustundir. Eins þarf að vinna rýmingaráætlanir og að tryggja gott aðgengi slökkviliða að skóglendi. Að lokum vil ég nefna námstefnuna okkar Á vakt fyrir Ísland en þar eru fulltrúar fagdeildanna ásamt Jóni Pétursyni að setja saman fræðandi og skemmtilega dagskrá. Fyrirlesarar verða kynntir þegar nær dregur. Vonandi heimila sóttvarnareglur okkur að koma þar saman, fræðast og njóta. Fyrir hönd fagdeildar slökkviliðsmanna Jón Kristinn Valsson formaður fagdeildar slökkviliðsmanna slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður Slökkviliði höfuðborgarvæðisins


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Neyðarljósmyndun

5min
pages 52-53

Medical Education & Training Center During the Pandemic

13min
pages 48-51

Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði

4min
pages 45-47

Krabbameinsnefnd LSS

3min
page 44

Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“

1min
pages 40-43

Björgunarkafarar

7min
pages 36-37

Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS

2min
pages 38-39

Eldvarnagetraunin

1min
page 35

eða við inntöku í nám

8min
pages 32-34

Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja

3min
page 31

FLAIM hermir fyrir þjálfun slökkviliðsmanna

4min
pages 28-29

Ný slökkvistöð á Húsavík

1min
page 30

í íslensku samfélagi?

5min
pages 26-27

Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn LSS

7min
pages 24-25

Þjónusta slökkviliða úti á landi vanmetin

11min
pages 14-17

innan þessarar stéttar

12min
pages 18-21

Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir

5min
pages 12-13

á bráðamóttökur reynsla heilbrigðisstarfsmanna

4min
pages 22-23

Leiðari ritnefndar

4min
pages 8-9

Fagdeild slökkviliðsmanna LSS

3min
pages 10-11

Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS

3min
pages 6-7

Endurmat á störfum viðbragðsaðila

2min
pages 4-5
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.