,,Það þarf að finna einhvern stað fyrir hjúkrunarfræðinginn innan þessarar stéttar” María Sigurrós Ingadóttir hjúkrunarfræðingur og bráðatæknir á Selfossi sagði menntun sína sem hjúkrunarfræðingur nýtast einkar vel á sjúkrabíl. Starf hennar innan spítala hefur veitt henni töluverða reynslu, mun meiri en nám í sjúkraflutningum. Hún sagði löngu tímabært að fundinn sé staður fyrir hjúkrunarfræðinginn innan stéttarinnar. ,,. . . maður hættir ekkert að vera hjúkrunarfræðingur þó maður labbi út í sjúkrabíl”. Hún upplifir menntunina þó ekki metna að verðleikum og veltir fyrir sér hvort ástæðan sé sú að hún er kona.
Lára Bettý Harðardóttir hjúkrunarfræðingur og neyðarflutningamaður á Dalvík sagði það mikils metið af samstarfsfólki sínu á sjúkrabílnum að hún er hjúkrunarfræðingur. Hún veltir því fyrir sér hvort sérnám hennar í bráðahjúkrun spili þar stórt hlutverk. Hún heldur utan um alla faglega þætti, jafnvel þó sú vinna hafi oft á tíðum verið launalaus, og læknar á svæðinu leggja áherslu á samvinnu og traust. Þeir spyrja gjarnan: ,,Lára hvernig metur þú stöðuna og hvað myndir þú gera?” Í alvarlegum tilfellum þar sem sjúkrabíllinn fer um lengri veg fara læknarnir síður með ef Lára er á vakt. Hún telur heilbrigðismenntaða sjúkraflutningamenn og lækna úti á landi kunna betur að meta störf hjúkrunarfræðinga á sjúkrabílum heldur en þá sem engan grunn hafa í heilbrigðismenntun. ,,Með aukinni faglegri þekkingu og aukinni reynslu geri ég mér betur grein fyrir faglegum takmörkunum mínum sem hjúkrunarfræðingur. . . ber einhvern veginn meiri virðingu fyrir vanþekkingu minni en til dæmis sá sem hefur takmarkaða menntun og minni reynslu eða öðruvísi menntun”. Guðbjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og neyðarflutningamaður á Egilsstöðum sagði það mikils metið af samstarfsfólki hennar og læknum að hafa hjúkrunarfræðing á sjúkrabílnum. Þetta viðhorf hefur tekið breytingum frá því hún hóf fyrst störf fyrir um áratug. Þá heyrðist gjarnan sagt: ,,Hvað er hjúkrunarfræðingurinn að halda að hún geti gert sem við getum ekki?”
18
Á vakt fyrir Ísland
Í dag er þetta fyrirkomulag talið henta einkar vel, sér í lagi á stöðum þar sem menntunarstig er lægra. Hjúkrunarfræðingar búa yfir mikilli þekkingu, eru í góðri æfingu og vinna daglega við heilbrigðisþjónustu. Guðrún sagði tímakaupið hins vegar lækka svo um munar við það að stíga út af heilsugæslunni og inn í sjúkrabíl. Lára gengur bakvaktir á sjúkrabíl 11-22 daga í mánuði og á sér þá ósk að HSN horfi til menntunar hennar og bakgrunns og greiði henni laun í samræmi við það. María tók undir þetta og sagði vanta launaflokk fyrir hjúkrunarfræðinga og skýrari stöðu þeirra á sjúkrabíl.
Staða hjúkrunarfræðings á sjúkrabíl óljós
Í vinnuferlum er skýrt hvaða heimildir grunnmenntaðir, neyðarflutningamenn og bráðatæknar hafa en Lára sagði hjúkrunarfræðimenntun ekki gefa neinar frekari heimildir til inngripa. Hún er með uppáskrifað leyfi frá sínum læknum sem gerir henni kleift að framkvæma inngrip sem eru utan heimilda neyðarflutningamanna. ,,. . . af því að þeir . . . þekkja mig og vita hver mín faglega þekking er að þá fæ ég leyfi til gera það frá þeim. Ef ég kæmi til Akureyrar mætti ég ekki gera þetta”. Guðbjörg tók undir og sagði HSA veita hjúkrunarfræðingum á sjúkrabíl á Egilsstöðum umræddar heimildir. Lára sagði HSN ekki veita slík leyfi heldur þarf hver starfsstöð að ákvarða hvernig þessu er háttað innan hennar. ,,Þetta er til dæmis eitthvað sem mér finnst að Landssambandið ætti kannski að vinna í með okkur”. María starfaði um tíma á sjúkrabíl á Húsavík og þar var sömu sögu að segja. Síðan hún varð bráðatæknir horfir öðruvísi við og heimildir hennar bæði skýrari og víðtækari. ,,Ég held að við þurfum að fá ambulance hjúkrunarfræðing inn í ferlið og hvað hann má gera”. Hún sagði hjúkrunarfræðimenntun vega meira en menntun neyðarflutningamanns, til dæmis hvað varðar grunn í lyfjafræði. ,,Þó þú sért hjúkrunarfræðingur og bara grunnmenntaður að þá ertu alveg á pari við mjög góðan neyðarflutningamann”.
Þorbjörg Eva Magnúsdóttir
Vinnuferlar gríðarlega mikilvægur þáttur
Á Selfossi starfar hópur sem hefur haft til skoðunar gerð á stöðluðum fyrirmælum fyrir þeirra einingu. Endurnýjun vinnuferla fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa er nú þegar hafin og María sagði hópinn sammála um að leggja áherslu á samvinnu við yfirlækni utanspítalaþjónustu: ,,Við viljum bara leggja honum lið við að halda áfram að gera þessa ferla sem hann er byrjaður á . . . hann er bara einn maður og getur ekkert endilega gert þetta allt sjálfur”. María, Lára og Guðbjörg telja ósamræmi vera í vinnuferlunum og endurskoðunina ganga of hægt. Lára vann á stórri bráðamóttöku í Noregi áður hún hóf störf sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi og þar var rík áhersla lögð á gott skipulag og skýrar leiðbeiningar. Þar voru gefnir út vinnuferlar sem öllum bar að tileinka sér, óháð staðsetningu og því hvort viðkomandi var hjúkrunarfræðingur, læknir eða sjúkraflutningamaður. ,,. . . ef þú ert að fá brjóstverk á Dalvík þá er sami vinnuferill og er í gangi þegar þú færð brjóstverk á Egilsstöðum eða Ísafirði eða í Reykjavík . . . það fer ekki eftir því hversu vel heimilislæknirinn á svæðinu er búinn að update-a sig í vinnuferli varðandi STEMI síðustu árin”. Hún sagði menntun og faglegan grunn skipta máli þegar kemur