Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2021

Page 22

Yfirfærsla ábyrgðar við komu

sjúklinga með sjúkrabílum

á bráðamóttökur reynsla heilbrigðisstarfsmanna

Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir eða birtar greinar um sjúkraflutninga hér á landi en nú í byrjun árs 2021 var birt grein í Scandinavian Journal of Trauma, Resuscitation and Emergency Medicine um sjúkraflutninga á Íslandi. Höfundar greinarinnar voru þau Sveinbjörn Dúason, Dr. Margrét Hrönn Svavarsdóttir og Dr. Björn Gunnarsson. Greinin var unnin upp úr meistararitgerð Sveinbjörns sem fjallaði um reynslu sjúkraflutningamanna, hjúkrunarfræðinga og lækna af móttöku sjúklinga sem koma með sjúkrabílum á bráðamóttökur (e. patient handover).

Eins og lesendum „Á vakt fyrir Ísland“ er kunnugt þá eru sjúkraflutningar mikilvægur þáttur í íslensku heilbrigðiskerfi og mæðir oft mikið á þeim þætti þegar um bráð veikindi eða slys er að ræða. Reglugerð um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga (nr. 262/2011) skilgreinir sjúkraflutninga á eftirfarandi hátt: „Til sjúkraflutninga teljast allir flutningar sjúkra og slasaðra utan sjúkrahúsa, hvort sem er í lofti, á láði eða legi.“ Flest allir sjúkraflutningar enda með móttöku sjúklinga og margir byrja einnig þannig, eins og til dæmis í millistofnanaflutningum. Hér skilgreinum við móttöku sjúklings sem „Aðstæður þar sem fagleg ábyrgð á sumum eða öllum þáttum greiningar og/

22

Á vakt fyrir Ísland

Sveinbjörn Dúason

eða meðhöndlunar sjúklings er færð á hendur annars aðila tímabundið eða til frambúðar“. Í bráðatilfellum og öðrum sjúkraflutningum eru flestir sjúklingar fluttir á bráðamóttöku þar sem sérhæfðir starfsmenn taka á móti sjúklingum en um þriðjungur sjúkraflutninga eru til bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi eða bráðamóttöku Sjúkrahússins á

Akureyri. Við móttökuna skapast sú hætta að mikilvægar upplýsingar berist ekki frá sjúkraflutningamönnum til hjúkrunarfræðinga og lækna með afleiðingum sem geta haft neikvæð áhrif á velferð sjúklinga. Rannsóknir hafa sýnt að öryggi sjúklinga getur verið ógnað ef klínísk móttaka er ekki eins og best verður á kosið. Mikilvægur þáttur móttökunnar er að koma réttum upplýsingum um ástand og meðferð sjúklinga á skilvirkan hátt milli heilbrigðisstarfsmanna með það í huga að tryggja öryggi. Skortur á upplýsingum eða misskilningur getur meðal annars valdið töf á greiningu og réttri sjúkdómsmeðferð, aukaverkunum eða vandamálum í meðferð sjúklinga og mistökum við lyfjagjafir. Í verstu tilfellum getur þetta valdið alvarlegum skaða eða jafnvel dauða sjúklinga. Rannsóknir skortir á þessu sviði og mikilvægt að bæta úr því með öryggi sjúklinga í huga og var það haft til hliðsjónar við gerð rannsóknarinnar. Notuð var fyrirbærafræðileg aðferð Vancouver-skólans. Viðmælendur voru valdir með tilgangsúrtaki. Tekin voru hálfstöðluð einstaklingsviðtöl og stuðst við viðtalsramma. Viðtölin voru þemagreind, gerð einstaklingsgreiningarlíkön og heildargreiningarlíkan. Alls tóku 17 sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar og læknar með


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Neyðarljósmyndun

5min
pages 52-53

Medical Education & Training Center During the Pandemic

13min
pages 48-51

Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði

4min
pages 45-47

Krabbameinsnefnd LSS

3min
page 44

Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“

1min
pages 40-43

Björgunarkafarar

7min
pages 36-37

Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS

2min
pages 38-39

Eldvarnagetraunin

1min
page 35

eða við inntöku í nám

8min
pages 32-34

Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja

3min
page 31

FLAIM hermir fyrir þjálfun slökkviliðsmanna

4min
pages 28-29

Ný slökkvistöð á Húsavík

1min
page 30

í íslensku samfélagi?

5min
pages 26-27

Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn LSS

7min
pages 24-25

Þjónusta slökkviliða úti á landi vanmetin

11min
pages 14-17

innan þessarar stéttar

12min
pages 18-21

Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir

5min
pages 12-13

á bráðamóttökur reynsla heilbrigðisstarfsmanna

4min
pages 22-23

Leiðari ritnefndar

4min
pages 8-9

Fagdeild slökkviliðsmanna LSS

3min
pages 10-11

Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS

3min
pages 6-7

Endurmat á störfum viðbragðsaðila

2min
pages 4-5
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.