Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2021

Page 24

Sálfræðiþjónusta fyrir

félagsmenn LSS Undanfarin fjögur ár hafa Sálfræðingarnir ehf. starfað sem þjónustuaðili fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Á þeim tíma hefur aðkoma okkar verið bæði í formi viðtala við aðila á stofu og á vettvangi og hafa fleiri tugir meðlima LSOS sótt sér stuðning síðastliðin ár. Brugðist hefur verið fljótt við stórum atburðum þar sem Sálfræðingarnir ehf. hafa dvalið á vettvangi jafnvel í einhverja daga, eins og í nýliðinni aurskriðu á Seyðisfirði. Öll þessi þjónusta er möguleg og sjálfsögð og hefur skipt sköpum hvað suma aðila hefur varðað. Aðilar leita LSOS þjónustu Sálfræðinganna vegna ýmiskonar vanda m.a. atvika sem upp hafa komið í vinnu, erfiðra stöðu heima fyrir sem hefur áhrif á vinnugetu eða samskiptaerfiðleika á vinnustað. Árið 2019 var gerð grunnrannsókn á líðan slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna annars vegar og lögreglumanna hins vegar sem og björgunarsveita hjá Rannsóknarsetri áfalla við Háskólann í Reykjavík og liggja niðurstöður hennar fyrir. Svörun hjá lögreglumönnum var langbest sem gerir upplýsingar um þá marktækari. Rannsóknin skoðaði hversu algeng greining á Áfallastreituröskun gæti hugsanlega verið og hvort alvarlegir atburðir í starfi síðastliðna 12 mánuði væri áhættuþáttur á meðan félagslegur stuðningur frá fjölskyldu og vinum væri verndandi þáttur fyrir áfallastreitu. Sendur var spurningalisti á alla slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sem og lögreglu og björgunarsveitir gegnum tölvupóst og var þýðið 234 lögreglumenn, 168 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn (89 sem skilgreindu sig fyrst og fremst í sjúkraflutningum og 79 slökkviliðsmenn) og 133 sjálfboðaliðar úr björgunarsveitum. Niðurstöður sýndu að 17,3% lögreglumanna og 11,6% sjálfboðaliða í björg-

Sigríður Björk Þormar

unarsveitum hafði það mikil einkenni áfallastreitu að grunur er um að þau uppfylli viðmið um svokallaða áfallastreituröskun. Hún er greind þegar einkenni eru það mikil að þau fari yfir ákveðin greiningarviðmið í spurningalista en er aldrei formlega greind nema með klínísku viðtali. Þessi tíðni hjá lögreglumönnum og sjálfboðaliðum er marktækt hærri heldur en hjá slökkviliði og sjúkraflutningum þar sem 7,7% greindust yfir svokölluðum viðmiðunarmörkum. Hjá öllum hópunum voru þeir sem höfðu upplifað fleiri alvarleg atvik í vinnu líklegri til að greinast yfir viðmiðunarmörkum um áfallastreituröskun. Það kom einnig í ljós að þau sem voru einhleyp og þau sem unnu úti á landi sýndu tengsl við aukin áfallastreitueinkenni hjá lögreglumönnum. Hjá öllum hópunum var félagslegur stuðningur verndandi þáttur þar sem

góður stuðningur var tengdur minni einkennum um áfallastreitu. Þessar niðurstöður sýna mikilvægi þess að sinna vel sálrænum stuðningi við alla viðbragðsaðila. Það sem kemur á óvart í niðurstöðunum er hversu lítil áfallastreitueinkenni eru hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningsmönnum á Íslandi og er þetta ekki í samræmi við erlendar niðurstöður þar sem tíðnin er oftast í kringum 14% hjá slökkviliði og sjúkraflutningum en frekar í kringum 12% hjá lögreglu1. Eflaust skýrast þessar niðurstöður af því hversu fáir aðilar frá LSOS svöruðu listanum og sýna tölurnar því mögulega skekkta mynd af tíðni áfallastreitu í þeim hópi. En hvað er áfallastreituröskun og hverjir fá hana helst? Það er eðlilegt að alvarlegir atburðir hreyfi við okkur og það taki einhvern tíma að jafna sig. Margir sem lent hafa í áföllum fara í felur með þá líðan sem fylgt getur í kjölfarið og finna jafnvel til skammar yfir því að „jafna sig ekki“ eins fljótt og margir aðrir. Þessi skömm leiddi það af sér hér áður fyrr að aðilar leituðu sér ekki aðstoðar og voru oft komnir í öngstræti með líðan sína. Þetta hefur sem betur fer breyst mikið á undanförnum 5-10 árum. Þegar við stöndum frammi fyrir ógn eða hættu upplifum við oft mikla hræðslu og jafnvel skelfingu, hrylling eða vanmátt. Fara þá í gang ferli í líkamanum sem miða að því að verjast eða forðast ógnina. Um er að ræða frumviðbrögð sem hvetja okkur annað hvort til að berjast eða flýja. Sterk tilfinningaviðbrögð eru því eðlileg eftir alvarlega atburði en þau einkenni eiga smám saman að minnka í styrkleika sínum. Því þarf meira en mánuður að líða frá atburði þar til greiningu um áfallastreituröskun er varpað fram. Þó flestir jafni sig fljótt eftir alvarlega atburði er alltaf einhver hópur fólks eða viðbragðsaðila, mismunandi eftir atburðum, sem þróar með sér áfallastreitueinkenni sem valdið geta veru-

1 Lewis-Schroeder, N. F., Kieran, K., Murphy, B. L., Wolff, J. D., Robinson, M. A., & Kaufman, M. L. (2018). Conceptualization, Assess-

ment, and Treatment of Traumatic Stress in First Responders: A Review of Critical Issues. Harvard review of psychiatry, 26(4), 216–227. https://doi.org/10.1097/HRP.0000000000000176

24

Á vakt fyrir Ísland


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Neyðarljósmyndun

5min
pages 52-53

Medical Education & Training Center During the Pandemic

13min
pages 48-51

Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði

4min
pages 45-47

Krabbameinsnefnd LSS

3min
page 44

Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“

1min
pages 40-43

Björgunarkafarar

7min
pages 36-37

Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS

2min
pages 38-39

Eldvarnagetraunin

1min
page 35

eða við inntöku í nám

8min
pages 32-34

Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja

3min
page 31

FLAIM hermir fyrir þjálfun slökkviliðsmanna

4min
pages 28-29

Ný slökkvistöð á Húsavík

1min
page 30

í íslensku samfélagi?

5min
pages 26-27

Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn LSS

7min
pages 24-25

Þjónusta slökkviliða úti á landi vanmetin

11min
pages 14-17

innan þessarar stéttar

12min
pages 18-21

Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir

5min
pages 12-13

á bráðamóttökur reynsla heilbrigðisstarfsmanna

4min
pages 22-23

Leiðari ritnefndar

4min
pages 8-9

Fagdeild slökkviliðsmanna LSS

3min
pages 10-11

Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS

3min
pages 6-7

Endurmat á störfum viðbragðsaðila

2min
pages 4-5
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.