FLAIM hermir fyrir þjálfun
slökkviliðsmanna Nú í vor tók Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þátt í rannsókn um kosti og nothæfi sýndarveruleika fyrir slökkvistörf. Notast var við sýndarhermi frá ástralska fyrirtækinu FLAIM Systems og verkefninu var stýrt af VR Support Center Europe. Rannsóknin er unnin af Western Norway University of Applied Sciences og kallast verkefnið ,,Project VR Effect - Research Project about the effectiveness of Virtual Reality (VR) for Firefighter Skills Training”.
Hann samanstendur af:
• VR gleraugum með heyrnartólum • Stút sem er sambærilegur þeim sem notaður er í slökkviliði sem búinn er skynjurum og aðgerða hnapp • Vesti sem gefur frá sér hita þegar nálgast er sýndareld • 30 metra slöngu sem tengd er við stútinn og draghjól sem togar í og líkir eftir bakþrýstingi • Lunga sem mælir öndunartíðni og loftnotkun • „Loftkút” sem er í raun stjórntölva og rafhlaða til að keyra búnaðinn. Kúturinn er sambærilegur að vigt og stærð og hefðbundinn 10 lítra loftkútur. Búnaðinum fylgir spjaldtölva sem stjórnandinn notar til að velja sviðsmyndir, erfiðleikastig verkefnisins, bakþrýsting á slöngu miðað við vatnsþrýsting, val um slökkvimiðil og hita sem hitavestið gefur (40-90°C).
28
Á vakt fyrir Ísland
Ómar Ágústsson
Auk þess getur stjórnandinn séð upplýsingar um notkun stútsins, slökkvitækni, vatnsnotkun, öndunartíðni, loftnotkun og ýmis önnur gögn um framkvæmd verkefnisins. FLAIM Trainer er aðeins þriggja ára gömul tækni og er í stöðugri þróun. Sýndarumhverfið verður sífellt fullkomnara og raunhæfara með stöðugri þróun. Í dag er hægt að velja um 40 mismunandi verkefni. Meðal þeirra eru íbúðareldur, árekstur og eldur í göngum, sinueldur, eldur í hreyfli á flugvél, logandi bíll á eldsneytisstöð með flæðandi olíu, eldur í gámi, brennandi mótor í lyftikrana og klassískur pottur á eldavél. Viðtökur slökkviliðsmanna hjá SHS hafa vægast sagt verið mjög góðar. Hvort sem notendur höfðu reynslu af tölvuleikjum og sýndarveruleika eða
ekki voru flestir mjög fljótir að lifa sig inn í senurnar og hefja slökkvistörf líkt og í raunveruleikanum. Almennt fannst öllum upplifunin vera mjög skemmtileg og töldu þessa tækni geta nýst vel sem viðbót við þjálfun í slökkvistörfum. Sérstaklega þótti æfingin með stútinn vera góð, þjálfun í samskiptum og aðkomuáætlunum einnig. Mikill kostur við þessa hermiþjálfun er að hægt er að setja upp æfingar og aðstæður sem er nánast útilokað að skapa við æfingar í raunheimum. Þar að auki er þjálfun með þessu móti 100% eiturefnalaus, vistvæn og hættulaus. Stjórnandinn fylgist með því sem fer fram á skjá eða skjávarpa og getur einnig hlustað á umhverfishljóðin sem notandinn heyrir. Hann getur breytt erfiðleikastigi verkefnisins meðan það er í gangi, stýrt bakþrýstingi slöngunnar, hversu heitt vestið verður og hvort notað er vatn eða froða við slökkvistörfin. Fyrir varðstjóra og stjórnendur í slökkvistörfum er notagildið mjög mikið því hægt er að biðja um virk fjarskipti frá notanda til að skilja hvernig hann vinnur, meta slökkvitæknina, aðkomu, ágengi að eldinum og með notkun maskans er hægt að sjá mun á loftnotkun og öndunartíðni notenda. Hægt er að setja upp verkefni fyrir vaktina og opna umræður um slökkvistörf, hættur og aðrar pælingar. Það tekur aðeins um 20 mínútur að stilla upp öllum búnaðinum og hefja