Ný slökkvistöð á Húsavík Í lok árs 2019 var tekin í notkun ný og glæsileg 1.050 m2 slökkvistöð á Húsavík. Við hönnun stöðvarinnar var reynt að hugsa hvernig best mætti tryggja aðskilnað hreinna og óhreinna rýma í húsinu vegna þeirra staðreynda að sótmengaður fatnaður og léleg þrifaaðstaða almennt getur aukið stórlega líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein vegna starfa sinna í eldsvoðum. Í aðstöðurými hússins eru skrifstofur, kaffistofa, stjórnstöð, búningsaðstaða karla og kvenna með sturtum og saunaklefa. Sérstakt rými var byggt fyrir eldgalla með skápum fyrir alla slökkviliðsmenn þar sem einungis fara inn hreinir og þvegnir gallar og er staðsett við hlið bílasalar og algjörlega aðskilið frá honum. Í bílageymslusal stöðvarinnar voru byggð aðstöðurými m.a. stórt þvottaherbergi með stórum þvottavélum, þurrkara og vöskum til þrifa á eldgöllum og öðrum fatnaði og búnaði slökkviliðsmanna.
30
Á vakt fyrir Ísland
Eftir útköll eru eldgallar og annar persónubúnaður sem er óhreinn skilinn eftir frammi í bílasal eða í þvottaherbergi og fara ekki inn í eldgalla geymslu fyrr en að þrifum og þurrkun er lokið á þeim. Einnig er aðstaða í salnum fyrir slökkviliðsmenn til að gróf þrífa sig áður en farið er inn í sturtur og sauna og með því lágmarkað eins og hægt er að menn beri með sér mengun um allt húsið. Bílar og annar búnaður er einnig þrifnir vel eftir útköll áður en þeir fara inn í bílasal. Eldri stöðin sem notast hefur verið við síðustu 30 ár þar á undan var einungis um 200 m2 og þar var hvorki aðstaða til þrifa á slökkvigöllum né sturtur fyrir slökkviliðsmenn. Grímur Kárason Slökkviliðsstjóri Norðurþing