Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2021

Page 31

Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja Flugvellir 29, 230 Reykjanesbær

Þrifaðstaða slökkvigalla, reykköfunartækja og fylgihluta auk bifreiða og mannskaps. Þegar stjórn Brunavarna Suðurnesja samþykkti að fara í byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Reykjanesbæ árið 2018 fór af stað greiningarvinna á plássþörf starfseminnar og hönnunarvinna. Það sem var þar ofarlega í hugum manna var aðstaða fyrir mannskapinn og þar á meðal var farið að hugsa um hvernig þrifum á búnaði og öðru yrði háttað en sú umræða er búin að vera hávær á síðustu árum því við vitum það best sjálfir að slökkvistörf eru eitruð og allt annað en þrifaleg og krabbamein því meiri áhættuþáttur í okkar starfi. Gamla stöðin við Hringbraut sem var reist árið 1967 fyrir hlutastarfandi lið var búin að þjóna okkur vel en þar var engin aðstaða til þrifa á búnaði eða a.m.k. mjög takmörkuð. Undirritaður var með í hópi félaga okkar í slökkviliðum SHS, SA, BÁ og fleiri slökkviliða sem Fastus innflutningsaðili Electrolux þvottavéla fór með til Svíþjóðar í höfuðstöðvar Electrolux þar sem setinn var fundur um þá vinnu sem Electrolux var búin að vinna og þróa með sænskum slökkviliðum um hvernig best væri að haga þrifum á slökkvigöllum, tækjum og tólum og voru þeir einnig í samstarfi við Ecolab sem var með þau hreinsiefni sem við átti. Á seinni degi þessarar ferðar var farið á slökkvistöðina í Vesterås og fengum við þar að skoða hvernig þeir settu upp sína aðstöðu til þrifa. Undirritaður sá þar strax mikla möguleika á að setja þrifaðstöðuna á nýju slökkvistöðinni í Keflavík upp á svipaðan máta. Í nýju stöðinni er verkstæðið í enda stöðvarinnar í tveimur bílabilum á breidd og verður þar þvottastöð fyrir bíla og búnað. Hugsunin er sú að þegar bílar og búnaður fara yfir í bílasal er allt hreint og þessi endi hússins er sem sagt skítuga svæðið. Búið er að setja upp lágþrýst þvottakerfi til þrifa á bílum með kvoðukerfi og unnið er í að setja upp undirvagnsþvott sem er tengt þvottakerfinu. Þegar vaktirnar koma úr útköllum þar sem mikil reykköfun hefur verið og búnaður og tæki eru skítug eru þau sett inn í enda og fara þau fyrst í grófþvott ef þurfa þykir en síðan eru PPE-L þvottavél fyrir kúta og bakbretti og síðan önnur PPE-H fyrir maska. Þær eru reyndar báðar þannig uppsettar að þær eiga að geta þvegið

Sigurður Skarphéðinsson

hvorutveggja. Slökkviliðsgallar fara síðan í Barrier gallaþvottavélina sem er 27 kg vél sem getur tekið fjóra galla í einu. Þeir eru síðan teknir út í innra herberginu þar sem þeir fara í þurrkskápinn. Þar er þvottavél og þurrkari fyrir einkennisfatnað en þar á að koma stærri þvottavél og þurrkari sem verða semi iðnaðarvélar sem eru hugsaðar fyrir undirgalla o.þ.h. Maskar og bakbretti fara inn í samsetningarherbergið, fyrst í þurrkskápa og loftkútar fara í gegn og inn í næsta herbergi í áfyllingu. Þeir eru það eina sem kemur til baka í samsetningu en fara í gegn hreinir og síðan eftir samsetningu fer búnaður inn í bílasal og á sína staði í slökkvibifreiðum. Allt er þetta komið í notkun að mestu leyti þó ennþá sé örlítið eftir að gera og byggist það að einhverju leyti á því að aðalverktaki hússins er ekki búinn að skila af sér að fullu. Í búningsklefum mannskapsins er svo gufubaðsklefi eins og til er ætlast og samstarfsverkefni slökkviliðsins og starfsmannafélagsins er í gangi þar sem verið er að setja upp glæsilega verönd með gufubaðstunnuklefa og heitum og köldum potti ásamt sturtu. Eru starfsmenn allir mjög ánægðir með þessar framkvæmdir og tel ég að við séum að gera þetta á mjög góðan máta en síðan þurfum við bara að vera á verði og tilbúnir að bæta í ef þarf. Með sumarkveðju,

Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja

Á vakt fyrir Ísland

31


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Neyðarljósmyndun

5min
pages 52-53

Medical Education & Training Center During the Pandemic

13min
pages 48-51

Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði

4min
pages 45-47

Krabbameinsnefnd LSS

3min
page 44

Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“

1min
pages 40-43

Björgunarkafarar

7min
pages 36-37

Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS

2min
pages 38-39

Eldvarnagetraunin

1min
page 35

eða við inntöku í nám

8min
pages 32-34

Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja

3min
page 31

FLAIM hermir fyrir þjálfun slökkviliðsmanna

4min
pages 28-29

Ný slökkvistöð á Húsavík

1min
page 30

í íslensku samfélagi?

5min
pages 26-27

Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn LSS

7min
pages 24-25

Þjónusta slökkviliða úti á landi vanmetin

11min
pages 14-17

innan þessarar stéttar

12min
pages 18-21

Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir

5min
pages 12-13

á bráðamóttökur reynsla heilbrigðisstarfsmanna

4min
pages 22-23

Leiðari ritnefndar

4min
pages 8-9

Fagdeild slökkviliðsmanna LSS

3min
pages 10-11

Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS

3min
pages 6-7

Endurmat á störfum viðbragðsaðila

2min
pages 4-5
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.