Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2021

Page 32

Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Stöðluð spurning í atvinnuviðtali eða við inntöku í nám Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Hvernig á ég að geta svarað þessu. Ég hef aldrei áður verið meira en þrjú ár í sama starfi. Hvernig á ég mögulega að geta vitað hvar ég verð eftir fimm ár? Eftir þrjá mánuði verð ég samt búinn að vera samfellt fimm ár í sama starfi sem yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og sérfræðingur í svæfingum og gjörgæslu á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Ég hafði gegnt þessu yfirlæknisstarfi í þrjú ár áður samhliða starfi sérfræðilæknis á bráðamóttöku Landspítalans, svo flutti ég mig upp á svæfinga- og gjörgæsludeild LSH til þess að vinna við mína sérgrein og þá var mér gert að hætta í yfirlæknisstarfinu. Ég nýtti þessi tvö ár til að fljúga á sjúkraþyrlu í Noregi samhliða vinnunni á svæfingunni. Svo var ég ráðinn aftur sem yfirlæknir yfir sjúkraflutningunum, fæ að halda áfram að svæfa og er læknir á björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar. Ég get ekki unnið eingöngu við skrifborð, þá fer ég bara að iða í skinninu. Mig grunar að það sama eigi við ykkur flest kæru lesendur, sjúkraflutningar eru ekki beint skrifborðsvinna. Þegar ég var ráðinn í þetta starf fyrir fimm árum lagði ég upp með ákveðnar forsendur. Ég sagðist myndi gefa starfinu tvö ár og á þeim tíma þyrfti ég að sjá einhver viðbrögð við hugmyndum mínum um að bæta sjúkraflutninga hér á landi með þyrlum, annars myndi ég segja því lausu. Eftir ca. tvö ár voru komnar heilmiklar umræður um sjúkraflug með þyrlum þannig að ég átti erfitt með að bakka út. Rúmu ári seinna bar heilbrigðisráðherra hugmyndina

32

Á vakt fyrir Ísland

Viðar Magnússon

um tilraunaverkefni með sjúkraþyrlu undir ríkisstjórnarfund sem ákvað að farið skyldi í það verkefni. Mánuði seinna skilaði ég ásamt fleirum heilbrigðisráðherra annarri skýrslu um framtíð sjúkraflutninga og hugmynd að miðstöð bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Miðstöðin skyldi hafa umsjón yfir faglegri ráðgjöf fyrir sjúkraflutningamenn og lækna á vettvangi, sjá um gerð leiðbeininga fyrir bráðaþjónustuna, halda utan um endurmenntun og fleira. Skýrslunni var vel tekið og stóð til að vinna frekar úr þeim hugmyndum sem þar komu fram. Korteri seinna kom Covid, landið lokaðist, túrisminn stöðvaðist og landinn ferðaðist bara innanhúss. Þyrluhugmyndin var sett á ís enda ákveðinn forsendubrestur þegar ekki var lengur á vísan að róa með tryggingagreiðslur ferðamanna sem áttu að standa undir hluta kostnaðar. Á sama tíma var aðalforritari og meginhöfundur verkefnis

um rafrænar sjúkraflutningaskýrslur fenginn að láni til þess að skrifa Covid rakningarappið og það verkefni fór einnig á ís. Öll verkefnin sem ég var að vinna að sem tengdust sjúkraflutningunum fóru einhvern veginn bara á ís. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Allt í einu gafst mér aukinn tími til að sinna öðrum mikilvægum verkefnum. Endurnýjun á leiðbeiningum og vinnuferlum fyrir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa fór í gang. Þeirri skútu var siglt út á ísilagt Covid hafið. Hún siglir víst áfram en fer hægt í krapanum sem stafar af Covid-19 því enn hefur enginn veitt fjármunum eða mannskap í þá vinnu þó margir sjálfboðaliðar hafi lagt hönd á plóg. En nú er komið vor og ísinn fer vonandi að þiðna, þjóðin er komin í hraðbólusetningarferli og flugfarmar af túristum eru á leið til landsins ef marka má fréttirnar. Vinnan er komin aftur í gang með rafrænar sjúkraflutningaskýrslur og á næstu vikum fáum við að sjá svokallaða „alfa“ útgáfu af appinu sem gefur okkur hugmynd um það sem er í vændum þó það verði ekki að fullu nothæft. Endanleg útgáfa er væntanleg innan árs. Vonandi fáum við svo fjármagn til þess að vinna frekar í leiðbeiningum og vinnuferlum, því þar vantar okkur sárlega verkefnisstjóra (og fullt af flinku fólki til að vinna vinnuna). Við verðum að fá ráðgefandi lækni í góðu fjarskiptasambandi, fyrir allt landið. Einhvern sem veit ALLT um bráðalækningar utan sjúkrahúsa. Ekki bara fyrir sjúkraflutningamenn heldur einnig fyrir lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn í dreifðari byggðum sem þurfa að geta hringt í vin þegar þeir lenda í erfiðum aðstæðum og vita ekki


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Neyðarljósmyndun

5min
pages 52-53

Medical Education & Training Center During the Pandemic

13min
pages 48-51

Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði

4min
pages 45-47

Krabbameinsnefnd LSS

3min
page 44

Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“

1min
pages 40-43

Björgunarkafarar

7min
pages 36-37

Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS

2min
pages 38-39

Eldvarnagetraunin

1min
page 35

eða við inntöku í nám

8min
pages 32-34

Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja

3min
page 31

FLAIM hermir fyrir þjálfun slökkviliðsmanna

4min
pages 28-29

Ný slökkvistöð á Húsavík

1min
page 30

í íslensku samfélagi?

5min
pages 26-27

Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn LSS

7min
pages 24-25

Þjónusta slökkviliða úti á landi vanmetin

11min
pages 14-17

innan þessarar stéttar

12min
pages 18-21

Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir

5min
pages 12-13

á bráðamóttökur reynsla heilbrigðisstarfsmanna

4min
pages 22-23

Leiðari ritnefndar

4min
pages 8-9

Fagdeild slökkviliðsmanna LSS

3min
pages 10-11

Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS

3min
pages 6-7

Endurmat á störfum viðbragðsaðila

2min
pages 4-5
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.