Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2021

Page 36

Björgunar-

kafarar

Hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er köfunarsveit sem er mönnuð slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. Fjöldi kafara er eins og stendur um 24, en auk þess eru 7 nemendur á björgunarkafaranámskeiði sem verður í tveimur hlutum, öðru lauk nú upp úr miðjum maímánuði og seinni hluta lýkur um miðjan október. Markmið og hlutverk köfunarsveitar SHS er að geta bjargað fólki úr háska, hvort sem er úr vatni eða sjó. Til að gera smá grein fyrir tilurð hópsins þá þarf að horfa ansi mörg ár aftur í tímann, en þegar bílar lentu í höfnum þá komu sjúkraflutningamenn á staðinn og horfðu á loftbólur stíga upp en gátu ekkert aðhafst. Urðu að bíða eftir að björgunarsveitarkafarar væru boðaðir og þá voru boðleiðir lengri en í dag. Eins voru kafarar hjá lögreglunni í Reykjavík en ekki endilega á vakt þegar eitthvað gerðist. Nauðsyn kafarasveitar varð einnig ljós þegar flugslys urðu í Skerjafirði 1988 og 1990. Undirritaður kafaði í flugslysinu 1990 ásamt öðrum starfsmanni SHS en þá vorum við björgunarsveitarkafarar og báðir í atvinnuköfunarnámi. Þrátt fyrir að okkar viðbragðstími hafi verið nokkuð góður, komnir með flugmanninn upp í bát um 33 mínútum eftir útkall, þá var það ekki nóg. Slökkvilið Reykjavíkur tók þá ákvörðun í kringum 1993 að stofna köfunarhóp. Notuð voru sambönd við Slökkviliðið í Gautaborg og tveir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sendir á námskeið þangað. Báðir voru þeir vanir sportkafarar. Sænski herinn hafði umsjón með köfunarnámi í Svíþjóð á þessum tíma og Slökkviliðið í Gautaborg sá um kennslu fyrir björgunarkafara. Þessir tveir luku námi, komu heim og héldu námskeið fyrir SR til að byrja með en síðar komu Landhelgisgæslan og sérsveitin að námskeiðunum. Alls hafa verið haldin níu námskeið. Sökum þess að starfsmenn fyrrgreindra stofnana þiggja laun fyrir störf sín, þá er sú kvöð að námskeiðið sé kennt sem atvinnuköfunarnámskeið og því er farið eftir tilmælum International Diving School Association (IDSA). Eins er námskeiðið háð samþykki Siglingastofnunar um að það uppfylli kröfur um námskrá og búnað. Námskeiðið gefur C-réttindi til atvinnuköfunar með sjálfbirgum búnaði niður á 30 metra og B-réttindi til atvinnuköfunar með aðfluttu lofti að 50 metrum. Til að uppfylla kröfur um nám til C-réttinda þarf nemi að ljúka að lágmarki 12 köfunum og að lágmarki 500 mínútna botntíma að 25 metrum, einnig að lágmarki 6 köfunum og að lágmarki 150 mínútum frá 25 að 30 metrum. Til að ljúka námi til B-réttinda þarf nemi að safna hið minnsta 650 mínútum á 0-9 metrum, 300 mínútum á 10-19 metrum, 200 mínútum á 20-30 metrum með ákveðnum lágmarksfjölda kafana á hverju dýpisbili fyrir sig og svo eru teknar kafanir niður á 40 metra og 50 metra. Til að kafa niður fyrir 25 metra hefur þurft að framkvæma það úr skipum eða bátum því hafsvæðið í kringum höfuð-borgarsvæðið býður ekki upp á mikið meira en um 20 metra dýpi á stórstraumsflóði frá ströndu. Við höfum notið mikillar velvildar aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar hvað

36

Á vakt fyrir Ísland

þetta varðar. Þessar kafanir eru krefjandi og taka toll, nemi getur Guðjón Sig. Guðjónsson nánast ekki misst dag úr köfunum án þess að dragast aftur úr. Að námskeiði loknu eru nemar útskrifaðir en tekin eru próf í afþrýstitöflum, afþrýstiklefum og loftpressum, eðlisfræði, lífeðlisfræði og sjúkdómum tengdum köfun, lögum og reglugerð um köfun, grunni í siglingafræði, krossapróf úr öllu efni og verklegt próf varðandi búnað og leitaraðferðir. Verkefni á námskeiðinu eru fjölbreytt, leitarkerfi, björgun úr bílum, vinna með ýmis tól neðansjávar og fleira. SHS á búnað fyrir um 18 kafara. Það gefur auga leið að sá búnaður kostar sitt, enda viljum við nota góðan búnað. Þegar sveitin var stofnuð gaf Rauði krossinn í Reykjavík andvirði eins sjúkrabíls til búnaðarkaupa, keyptur var búnaður frá Svíþjóð og fékkst ansi mikið fyrir aurana þar sem góðir samningar náðust við birgja þar. Síðan þá hefur þurft að kaupa mikið af göllum sem ganga úr sér við notkun. Notaðir hafa verið gallar úr neoprene sem er nokkurs konar svampur og svo höfum við verið með galla úr cordura-nyloni. Áætlaður kostnaður við búnað hvers kafara er liðlega ein milljón króna eða svo þar sem allt tengt köfun er mjög dýrt en hver kafari hefur sinn eigin galla til afnota. Gallarnir eru settir í köfunarbíl á vaktaskiptum þar sem kafarar geta verið skráðir á öllum fjórum starfsstöðum SHS en bregðast við í nokkurs konar stefnumótakerfi. Köfunarbíllinn er fyrrum sjúkrabíll sem var keyptur af RKÍ og þjónaði á Suðurnesjum áður en hann kom til okkar. Bíllinn er í þokkalegu standi, orðinn


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Neyðarljósmyndun

5min
pages 52-53

Medical Education & Training Center During the Pandemic

13min
pages 48-51

Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði

4min
pages 45-47

Krabbameinsnefnd LSS

3min
page 44

Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“

1min
pages 40-43

Björgunarkafarar

7min
pages 36-37

Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS

2min
pages 38-39

Eldvarnagetraunin

1min
page 35

eða við inntöku í nám

8min
pages 32-34

Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja

3min
page 31

FLAIM hermir fyrir þjálfun slökkviliðsmanna

4min
pages 28-29

Ný slökkvistöð á Húsavík

1min
page 30

í íslensku samfélagi?

5min
pages 26-27

Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn LSS

7min
pages 24-25

Þjónusta slökkviliða úti á landi vanmetin

11min
pages 14-17

innan þessarar stéttar

12min
pages 18-21

Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir

5min
pages 12-13

á bráðamóttökur reynsla heilbrigðisstarfsmanna

4min
pages 22-23

Leiðari ritnefndar

4min
pages 8-9

Fagdeild slökkviliðsmanna LSS

3min
pages 10-11

Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS

3min
pages 6-7

Endurmat á störfum viðbragðsaðila

2min
pages 4-5
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.