Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“
40
Undirbúningsvinnu fyrir „Á vakt fyrir Ísland 2021“ miðar vel áfram. Því er ekki að neita að covid-19 faraldurinn hefur sett mark sitt á undirbúning. Óvissa ríktilengi um hvort hægt væri að halda viðburðinn og þá með hvaða hætti. Stefnan hefur alltaf verið sú að halda viðburðinn með óbreyttu sniði. Mér sýnist að allt bendi til þess að slíkt geti gerst í haust. Ef óvænt bakslag verður þá munum við bregðast við því.
að taka ákvörðun um hverju þarf að fórna að þessu sinni því af nógu er að taka.
Í undirbúningshóp námstefnunnar eru: Birna Dröfn Birgisdóttir og Kristján Karlsson frá fagdeild sjúkraflutninga, Lárus Petersen og Sigurður Þór Elísson frá fagdeild slökkviliðsmanna auk undirritaðs sem stýrir verkefninu. Hópurinn hefur fundað nokkrum sinnum í vetur á „teams“ og drög að glæsilegri og fjölbreyttri dagskrá liggur fyrir. Einungis þarf
Í október nk. gefst vonandi tækifæri til þess fjölmenna á glæsilega námstefnu, það er í ykkar höndum. Takið frá dagana 22. og 23. október.
Á vakt fyrir Ísland
Í ljósi aðstæðna hefur undirbúningshópurinn einblínt nánast eingöngu á íslenska fyrirlesara og auðvelt er að halda glæsilegan og fróðlegan viðburð án þess að leita út fyrir landsteinana. Auðvitað hefði verið ákjósanlegt að fá til landsins erlenda fyrirlesara, en slíkt gæti verið flókið og kostnaðarsamt að þessu sinni.
Jón Pétursson námstefnustjóri “Á vakt fyrir Ísland” slökkviliðsmaður/neyðarflutningamaður - Firefighter/EMT-I