Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2021

Page 52

Neyðarljósmyndun „Ég byrjaði í þessu björgunarsveitabrölti þegar ég var 16 ára, fyrir 31 ári síðan. Fyrst sem sjálfboðaliði í björgunarsveit og svo nokkrum árum síðar sem starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það var svo þegar ég lærði ljósmyndun árið 2011 og skipti um starfsvettvang að ég fór markvisst að ljósmynda leit og björgun og önnur neyðarstörf.“

Sigurður Ólafur Sigurðsson er betur þekktur innan neyðargeirans sem Siggi Sig eða jafnvel sigósig, sem er skammstöfum á nafni hans sem varð til af því að hann nennti ekki að skrifa fullt nafn á ávísanir. Á seinni hluta síðustu aldar þurfti að skrifa margar svoleiðis fyrir filmum og ferðabúnaði. Í dag er hann atvinnuljósmyndari sem sinnir alls kyns ljósmyndaverkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir en hans ær og kýr eru það sem hann kallar neyðarljósmyndun. „Neyðarljósmyndun er eftir því sem ég best veit, starfsheiti sem ég bjó til vegna bakgrunns míns í neyðargeiranum og núverandi starfs sem ljósmyndari. Ég hef nefnilega ekki bara mikinn áhuga á mínum gamla starfsvettvangi heldur líka brennandi áhuga á því að skrásetja og sýna störf þeirra sem helga starfs sitt og jafnvel líf sitt því að passa upp á og koma samborgurum sínum til hjálpar. Almenningur hefur mjög takmarkaða sýn inn í störf þessa fólks og jafnvel mjög skakka sýn. Þetta langar mig að laga. Mig langar að gefa meiri og betri innsýn í störf þessa fólks og um leið skrásetja sögu neyðargeirans og tíðarandann hverju sinni. Ég brenn fyrir þessu verkefni.” Síðastliðinn vetur gaf Siggi út bókina „Shooting rescue - Tíu ár að ljósmynda leit og björgun á Íslandi” sem gefur innsýn í störf hans við að ljósmynda íslenskar björgunarsveitir að störfum sl. 10 ár. En á þeim tíma hefur hann einnig ljósmyndað aðra

52

Á vakt fyrir Ísland

neyðaraðila og önnur og minni bók um neyðaraðilana á bakvið Neyðarlínuna kom út á vegum Neyðarlínunnar fyrir nokkrum árum. „Rauði þráðurinn í ljósmyndun neyðargeirans hefur verið í tengslum við Slysavarnafélagið Landsbjörg þar sem ég hef gegnt hlutverki einskonar hirðljósmyndara undanfarin ár. Ég hef hinsvegar einnig unnið mismikið fyrir ýmsa aðra neyðaraðila eins og Rauða krossinn, slökkvilið, Neyðarlínuna, Almannavarnadeild og fleiri tengda aðila. Vinna fyrir þessa aðila hefur svo auðvitað leitt fyrir framan linsuna fjölmarga aðra neyðaraðila í tengslum við útköll og æfingar og aðrar myndatökur og þar af leiðandi inniheldur safnið æ fjölbreyttari flóru neyðaraðila. Svo eru neyðaraðilar, hvort sem um er að ræða sjálfboðaliða eða opinbera aðila, alltaf að gera sér betur ljóst hversu mikilvægt er að starf þeirra sé sýnilegt. Það eru ekki bara sjálfboðaliðarnir sem þurfa að kynna starf sitt fyrir almenningi heldur er líka mikilvægt fyrir opinbera aðila eins og t.d. slökkvilið að kynna sitt starf í sýnu nærumhverfi.”

Þó að markmið hans sé fyrst og fremst að skrásetja störf neyðargeirans hérlendis þá hafa slæðst með verkefni utan landsteinanna tengd þessarri sérhæfingu eins og að ljósmynda starf Nethope samtakanna í flóttamannabúðum í Grikklandi og persónulega verkefnið SAR Europe sem snýst um að ljósmynda björgunarstörf í Evrópu. „Svo detta alltaf inn verkefni fyrir fyrirtæki og aðila sem tengjast neyðargeiranum með óbeinum hætti eins og nýleg og eldri verkefni fyrir Goretex, Taiga, Luminox og fleiri aðila, innlenda og erlenda, eru dæmi um.“ Þegar flett er í gegnum neyðarmyndasöfnin á sigosig.is eða instagram síðu Sigga er nokkuð ljóst að safnið er að verða


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Neyðarljósmyndun

5min
pages 52-53

Medical Education & Training Center During the Pandemic

13min
pages 48-51

Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði

4min
pages 45-47

Krabbameinsnefnd LSS

3min
page 44

Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“

1min
pages 40-43

Björgunarkafarar

7min
pages 36-37

Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS

2min
pages 38-39

Eldvarnagetraunin

1min
page 35

eða við inntöku í nám

8min
pages 32-34

Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja

3min
page 31

FLAIM hermir fyrir þjálfun slökkviliðsmanna

4min
pages 28-29

Ný slökkvistöð á Húsavík

1min
page 30

í íslensku samfélagi?

5min
pages 26-27

Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn LSS

7min
pages 24-25

Þjónusta slökkviliða úti á landi vanmetin

11min
pages 14-17

innan þessarar stéttar

12min
pages 18-21

Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir

5min
pages 12-13

á bráðamóttökur reynsla heilbrigðisstarfsmanna

4min
pages 22-23

Leiðari ritnefndar

4min
pages 8-9

Fagdeild slökkviliðsmanna LSS

3min
pages 10-11

Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS

3min
pages 6-7

Endurmat á störfum viðbragðsaðila

2min
pages 4-5
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.