Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2021

Page 6

Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS er vettvangur allra sjúkraflutningamanna til samráðs og samvinnu. Fagdeildin er sameiginlegur málsvari okkar allra og í gegnum hana höfum við tækifæri til þess að koma málefnum okkar á framfæri með einni sterkri rödd.

Sjúkraflutningamenn koma með misjöfnum hætti að bráðaþjónustu og sjúkraflutningum. Menntunarstig, starfsaldur, starfshlutfall og aðstæður á útkallssvæði geta ásamt fleiri þáttum haft sín áhrif á sjónarhorn hvers okkar og skoðanir okkar á einstaka málum kunna jafnvel að vera misjafnar. Það sem stendur því ofar og það sem sameinar okkur öll er viljinn til þess að gera betur. Viljinn til þess að bæta þjónustuna við skjólstæðinga okkar og alla notendur bráðaþjónustunnar sem við veitum. Notendurnir eru fólkið í kring um okkur, vinir okkar og fjölskyldur. Það eru allir sem búa og dvelja á þessu landi og það erum við sjálf líka. Mikilvægi þjónustunnar sem við veitum er óumdeilt og það er einmitt þess vegna sem við erum að þessu. Það er líka fleira sem við viljum gera betur. Við viljum bæta aðbúnað sjúkraflutningamanna, auka öryggisvitund og auka almennt áherslu á velferð. Við viljum styrkja stoðir grunn- og framhaldsmenntunar og tryggja viðhaldsmenntun sjúkraflutningamanna og við viljum styrkja viðbragðskerfið í heild svo það þjóni samfélaginu á Íslandi sem best. Það er margt sem vel er gert í dag og margt sem við getum þakkað fyrir en þó blasa við stórar áskoranir og þeim viljum við mæta í nafni einnar fagdeildar og eins félags. Röddin okkar heyrist og hún skiptir máli. Hún fær aukinn styrk ef við sammælumst um lausnirnar og núna þegar í undirbúningi eru aðgerðir stjórnvalda til þess að svara ákalli um bætur skiptir máli að við mætum undirbúin í þá vegferð. Við skulum vinna saman og fastmóta sameiginleg áherslumál okkar svo við lendum ekki í því að þurfa að skipta um hest í miðri á. Við ætlum að vera málefnanleg og við viljum vera í góðu samstarfi alla þá sem koma að máli þ.m.t. aðrar fagstéttir, rekstraraðila sjúkraflutninga og stjórnvöld.

6

Birkir Árnason

Við höfum haft nóg að gera

Heilbrigðisráðuneytið (HRN) hefur undanfarin misseri unnið að stefnumótun fyrir málaflokk bráðaþjónustu og sjúkraflutninga og fagdeild sjúkraflutningamanna hefur komið að þeirri vinnu með ýmsum hætti, m.a. með beinu framlagi í vinnuhópi HRN. Við höfum einnig lagt til málsins í gegnum fagráð sjúkraflutninga en fagráðið skilaði inn í byrjun árs umfangsmikilli greinargerð að beiðni HRN þar sem fagráðið lagði til hvernig forgangsraða skyldi aðgerðum stjórnvalda. HRN gaf svo nýverið út drög að aðgerðaráætlun næstu fimm ára fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga en þau voru sett í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin eru mikilvægur áfangi í þessu ferli en þó vantaði kjöt á beinin og ónefnd voru mörg af þeim málum sem bæði fagdeild sjúkraflutningamanna og fagráð sjúkraflutninga hafa lagt áherslu á. Fagdeild sjúkraflutningamanna skilaði inn umsögn í samráðsgáttina og kom sjónarmiðum sjúkraflutningamanna á framfæri. Við munum áfram fylgja þessum málum eftir. Fagdeild sjúkraflutningamanna lagði fram tvær ályktanir á 18. þingi LSS. Það voru ályktun um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga og ályktun um sjúkrabifreiðar með kassayfirbyggingu og voru

þær báðar samþykktar einróma. Fagdeildin hefur fylgt þeim báðum eftir í samskiptum við HRN og mun gera það áfram. Fagdeildin hefur verið í góðri samvinnu við Rauða krossinn vegna endurnýjunar sjúkrabílaflotans. Von er á 25 nýjum bifreiðum til landsins í sumar. Tæknilýsing þeirra byggir á þeirri sömu og notuð var síðast en þó með nokkrum viðbótum. Búið er til að mynda að bæta rafkerfi og bæta aðgengi að stjórnun forgangsbúnaðar. Nokkur öryggisatriði hafa verið bætt og verður í bifreiðunum 360° myndavél með „birds eye view“. Fagdeildin hefur lagt töluverða vinnu af hendi í þetta verkefni en það er allt frá undirbúningi útboðs og samskipta við Ríkiskaup, undirbúningur og framkvæmd gæðamats tilboða og samskipti við seljanda í framleiðsluferli. Við viljum samstarf um þessa hluti og með þessum hætti getum við sem vinnum á vettvangi haft áhrif á hvernig þessi mikilvægu tæki eru útbúin. Svona viljum við gjarnan sjá í fleiri tilfellum en Rauði krossinn hefur nú þegar leitað til fagdeildarinnar um mat á búnaði á borð við hjartastuðtæki o.fl. Fagdeildin hefur einnig tekið að sér mat á nýjum búnaði að beiðni fagráðs sjúkraflutninga og yfirlæknis bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Þetta fyrirkomulag getur gengið framhald á bls 8

Á vakt fyrir Ísland


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Neyðarljósmyndun

5min
pages 52-53

Medical Education & Training Center During the Pandemic

13min
pages 48-51

Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði

4min
pages 45-47

Krabbameinsnefnd LSS

3min
page 44

Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“

1min
pages 40-43

Björgunarkafarar

7min
pages 36-37

Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS

2min
pages 38-39

Eldvarnagetraunin

1min
page 35

eða við inntöku í nám

8min
pages 32-34

Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja

3min
page 31

FLAIM hermir fyrir þjálfun slökkviliðsmanna

4min
pages 28-29

Ný slökkvistöð á Húsavík

1min
page 30

í íslensku samfélagi?

5min
pages 26-27

Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn LSS

7min
pages 24-25

Þjónusta slökkviliða úti á landi vanmetin

11min
pages 14-17

innan þessarar stéttar

12min
pages 18-21

Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir

5min
pages 12-13

á bráðamóttökur reynsla heilbrigðisstarfsmanna

4min
pages 22-23

Leiðari ritnefndar

4min
pages 8-9

Fagdeild slökkviliðsmanna LSS

3min
pages 10-11

Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS

3min
pages 6-7

Endurmat á störfum viðbragðsaðila

2min
pages 4-5
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.