Akademían

Page 1

Handbók SHÍ til stúdenta

The Student Council's Guide to UI

AKADEMÍAN


Útgefandi // Publisher: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri // Editor: Karitas M. Bjarkadóttir Hönnun, umbrot og grafík // Design, layout and graphics: Sóley Ylja Aðalbjargardóttir Bartsch Þýðingar // Translations: Julie Summers Karitas M. Bjarkadóttir Prófarkalestur // Proofreading: Birgitta Björg Guðmarsdóttir Alma Ágústsdóttir Ljósmyndir af starfsfólki Réttindaskrifstofu stúdenta // Photos of the Student Rights Office Team: Sara Þöll Finnbogadóttir Prentun // Printing: Prenttækni Letur // Typefaces: Durango Kid Univers Sérstakar þakkir // Special thanks: Alma Ágústsdóttir Hjördís Sveinsdóttir Hólmfríður María Bjarnardóttir Isabel Alejandra Diaz Jessý Rún Jónsdóttir Julie Summers Nanna Hermannsdóttir Sara Þöll Finnbogadóttir Vaka Lind Birkisdóttir Vífill Harðarson


EFNISYFIRLIT CONTENTS 4   Ávarp ritstjóra Editor’s Address 6   Ávarp forseta Stúdentaráðs Student Council President’s Address 8   Hvað er stúdentaráð? What is the Student Council? 13  Stúdentaráðsliðar SHÍ Student Council Members 14  Réttindaskrifstofa stúdenta Student Rights Office 20  Menntasjóður námsmanna Icelandic Student Loan Fund 27  Hvert get ég leitað? Where Can I Go for Help? 33 Réttinda-Ronja Rights-Ronja 34  Félagsstofnun stúdenta Student Services 37  Ugla og Canvas Ugla and Canvas 40 Skiptinám Study Abroad 42 Háskólaforeldrar Family Life on Campus 44 Háskólaráð The University Council 46  Fastanefndir Stúdentaráðs The Student Council’s Standing Committees 49 Hagsmunafélög Advocacy Groups 52 Félagslíf Student Life 54  Kort af Háskólasvæðinu Campus Map 56  Háskólaræktin og Háfit The University Fitness Center 59 Stúdentakortin Student Cards 60 Sjóðir Funding Opportunities 64  Ávarp rektors Head Master’s Address 66  Þínar hugleiðingar Your notes


Akademían 2021–22

ÁVARP RITSTJÓRA EDITOR'S ADDRESS

Velkomin í Háskólann kæru stúdentar! Þó svo að mörg ykkar séu eflaust að koma í annað, þriðja eða tíunda sinn og að það sé alltaf jafn ánægjulegt að sjá háskóla­ svæðið fyllast af kunnuglegum andlitum langar mig að beina orðum mínum sérstak­ lega til nýnema skólans. Í fyrsta lagi langar mig að segja ykkur hvað ég er ánægð og spennt fyrir því að þið hafið valið ykkur Háskóla Íslands til að halda áfram námi. Hér er svo ótalmargt í boði og ég efast ekki um að þið hafið fundið eitthvað við ykkar hæfi; eitthvað sem þið munuð blómstra í. Í öðru lagi vil ég segja frá því merkilega riti sem þið hafið nú í höndunum. Akademían, þessi litla og netta en jafnframt lífsnauðsynlega handbók, er lykill ykkar að lífinu í háskólanum þessar fyrstu vikur. Í henni má finna upplýsingar um allt milli

4

Welcome to the University, dear students! Even though many of you are probably here for the second, third or tenth time, and even though it’s always a pleasure to watch familiar faces flood the campus, I want to address the new students specifically. First, I want to tell you how pleased and excited I am that you chose the University of Iceland to continue your studies. It has so much to offer and I don’t doubt that you have found something that fits you perfectly, some­thing that you will flourish in. Secondly, I want to tell you about this extraordinary booklet you hold in your hands right now. Akademían, this small but vital handbook, is the key to life on campus for the first few weeks. In it, you can find information on everything you need, advocacy groups, the Student Council, student cards, the Service Desk, student loans and the social life, anything a curious new student might want to know. In Akademían you can also find a map of campus, for those of you equally bewildered as I am (very), instruc­tions and guides to Uglan and Canvas, and loads of other useful stuff. I encourage you to keep your Akademía close by at all times, at least for the first few weeks, because you can assume that all of your questions will be answered there.


Ávarp ritstjóra Editor's Address himins og jarðar: hagsmunafélög, Stúdenta­ ráð háskólans, stúdentakortin, þjónustu­ borðið, námslánin og félagslífið, allt sem upplýsingaþyrstir nýnemar gætu þurft að vita. Í Akademíunni er líka að finna kort af háskólasvæðinu, fyrir þau ykkar sem eru álíka ratvís og ég (sem sagt ekki), leiðbeiningar um notkun Uglunnar og Canvas, og glás af öðrum fróðleik. Ég hvet ykkur til að geyma Akademíuna í seilingarfjarlægð öllum stundum, svona fyrst um sinn, því gera má ráð fyrir að þar finnist svör við öllum ykkar spurningum. Það er stórfurðulegt að hefja nýtt skólaár með mótefni í blóðinu. Óvættur­inn sem hefur haldið stærstum hluta háskóla­námsferils míns í heljargreipum er vonandi senn á braut og það sem tekur við er svo sannarlega frábrugðið því lífi sem við höfum fengið að venjast síðustu mánuði. En mikið sem ég hlakka til að rölta um gangana, fara í Hámu og kynnast öllu því sem háskólalífið hefur uppá að bjóða, upp á nýtt. Í einhverjum skilningi mætti jafnvel segja að ég sé álíka mikill nýnemi og þau sem ég hef soðið saman þetta rit fyrir, og tel mig heppna að hafa tækifæri til að upplifa þennan spenning aftur. Það er ansi margt skemmtilegt á döfinni, hæst ber auðvitað að nefna nýnemadagana sjálfa og októberfest, auk þess sem ég efast ekki um að nemenda­félögin sem mörg hafa legið í samkomu­takmarkanadvala komi tvíelfd til baka. Mig langar að benda á það að Háskólinn heldur úti dagatali með viðburðum og fréttum og þið getið nálgast viðburði SHÍ á Facebook og á heimasíðunni okkar student.is.

It’s incredibly weird to start a new school-year fully vaccinated. The boogieman that’s had his hands around the neck of almost my whole university experience is hopefully gone for good and the life that waits ahead is very different from the one we have become used to, these last few months. But my, oh my, how excited I am to roam the campus halls, grab a bite in Háma and reacquaint myself with all that uni-life has to offer. In some ways, I am just as much of a newcomer as you, the people I have worked so hard to write this booklet for. And I feel so incredibly lucky to have an opportunity to experi­ence this excitement all over again. There are so many fun things ahead, but of course the most important are Orientation Days and Októberfest. I also have a gut feeling that some of the student unions who haven’t had a chance to party for the last year and a half will make up for it by going twice as hard as usual. Lastly, I want to mention that the University has a calendar on their website with information on events and news, and that you can also see the Student Council’s events on our Facebook and website, student.is. I look forward to meeting you, have fun. Karitas M. Bjarkadóttir Editor

Ég hlakka til að fylgjast með ykkur, góða skemmtun. Karitas M. Bjarkadóttir Ritstýra

5


Akademían 2021–22

ÁVARP FORSETA STÚDENTARÁÐS STUDENT COUNCIL PRESIDENT'S ADDRESS

Kæri nýnemi Mikið er gaman að fá þig í Háskóla Íslands! Stúdentaráð hefur beðið spennt eftir þér allt sumarið og útbúið þessa handbók sérstaklega fyrir þig til að kynnast háskóla­ samfélaginu betur. Þér veitir svo sannarlega ekki af enda er komandi skólaár fullt af tækifærum, bæði hvað varðar hagsmunabaráttu stúdenta og félagslífið sem hefur legið í dvala. Í byrjun sumars hófum við undirbúning á Októberfest, stærstu tónlistarhátíð háskólanema þar sem margt af vinsælasta tónlistar­ fólki landsins stígur á stokk. Stúdentaráð er afar lánsamt að halda hátíðina á ári hverju. Hún er sérsniðin fyrir ykkur og fyrir sum e.t.v. fyrsta skrefið inn í félagslíf háskólagöngunnar. Upphaf haustmisseris er í mörgum tilfellum fyrstu kynni nýrra nema á nemendafélög skólans sem og stúdentahreyfingunni.

6

Dear freshman, Welcome to the University of Iceland! The Student Council has eagerly awaited your arrival all summer and made this guidebook just for you, as an introduction to campus life. And we recommend you make good use of it, because the up­coming academic year is full of opportunities, both when it comes to the fight for student’s rights and the social life that has been lying dormant for quite some time. Early this summer, we started preparing for Októberfest, the largest music festival in Iceland organised by students, for students. There, many of Iceland’s most prominent musicians will perform. The Student Council celebrates the opportunity to throw this festival, every year. It is specifically created for students and will, for some of you, mark your first steps into social life at the University. The start of the fall semester will, for many of you, also mark the first time you get introduced to the student body and student union. The academic year will start off with a bang. We’ll begin by gathering together and celebrating Orientation days and Október­ fest, for the first time there’ll be a so-called Green Orientation day, a day to celebrate the Green Flag, and add a bit more beauty to our campus by planting some trees alongside


Ávarp forseta stúdentaráðs Student Council President's Address Skólaárið hefst því með pompi og prakt. Við ætlum að sameinast í fögnuði nýnemadaga og Októberfest, halda í fyrsta sinn svokallaðan Grænan nýnema­dag til að gera grænfánanum hátt undir höfði og fegra háskóla­ svæðið okkar með því að gróðursetja nokkur vel valin tré, stúdentar og starfsfólk skólans. Umhverfis­málin eiga að fá að njóta sín á þessu ári og ekki síður alþjóðamál nú þegar fer að birta til. Stúdentaráð fer nú með forsæti í stúdentaráði Aurora háskóla samstarfsnetsins í annað sinn, en í þetta skipti er það alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs sem sinnir því embætti. Kynningardagar fyrir erlenda nemendur skipa þar með einnig stóran sess í dagskrá haustsins. Það skiptir máli að stúdentar upplifi sig sem hluta af stærri heild innan um fjölbreytta mannflóru. Háskólinn er ekkert án stúdenta og öfugt. Það verður því að vera sameiginleg stefna okkar að byggja upp samheldinn háskóla og opna faðm okkar allverulega fyrir öllum sem vilja vera með. Stúdentum við Háskólann hefur fjölgað töluvert á síðastliðnu ári og er það hlutverk Stúdentaráðs að standa vörð um að ykkar hagur sé tryggður. Vegna þessa ákváðum við í vor að setja á fót starfshóp fyrir komandi Alþingiskosningar sem hefur um sumarið unnið að því að kjarna áherslur Stúdentaráðs. Við réðum einnig inn verkefnastjóra á réttinda­ skrifstofu ráðsins til að annast upplýsingaog gagnasöfnun um réttindi stúdenta innan velferðarkerfisins, þá sérstaklega réttindi stúdenta til atvinnu- og tekjuöryggis, heil­ brigðisþjónustu, menntunar og félagslegrar þjónustu. Til þess að hægt sé að sinna öflugri hagsmunagæslu verða meðlimir Stúdentaráðs að vera trú sínu hlutverki um að benda á vankanta, vera gagnrýnin og nýta sér þá vettvanga sem þeim standa til boða til að koma málefnum stúdenta áleiðis. Stúdentaráð býður þig, nýnemi kær, hjartanlega velkominn til náms og leiks við Háskóla Íslands og fallegu Vatns­mýrina sem stöðugt blómstrar. Isabel Alejandra Días, Forseti Stúdentaráðs HÍ

the University’s faculty. Environmental issues and international issues will be be made prominent this year. This is the second time one of our own students is elected to lead the student council of the international university cooperation, Aurora, this time it’s our very own International Officer who holds the presidency. Orientation days for inter­national students are also an important event on the fall agenda. It is important that students find a place where they feel a sense of belonging within our diverse student body. The university is nothing without its student and the students are nothing without their university. It needs to be our mutual policy to build an inclusive and tight-knit university community, where we cele­brate those who wish to join us. The last year has marked a vast increase in the number of students regis­tered at the University and it is the Student Council’s role to guard your interests. That’s why we decided, in the spring, to put together a task force regarding the general elections that are coming up, this fall. The task force has worked all summer long to define the Student Council’s emphasis concerning these elections. We also hired a program manager to join the Student Rights Office, whose job it is to collect information and data regarding students’ rights in the welfare system, especially when it comes to employment and financial security, health care, education and social services. In order to effectively guard students’ interests, members of the Student Council need to stay true to their role of pointing out insufficiencies; they need to remain critical and employ all accessible plat­forms to further the fight for students’ rights. With this, the Student Council would like to formally welcome you, dear freshman, to our place of study and our home, here, in the beautiful Vatnsmýri, that stays in bloom, year round. Isabel Alejandra Días, UI Student Council President

7


Akademían 2021–22

HVAÐ ER STÚDENTARÁÐ? WHAT IS THE STUDENT COUNCIL?

Stúdentaráð Háskóla Íslands, SHÍ, sem stofnað var árið 1920, samanstendur af 17 fulltrúum sem kosnir eru af stúdentum háskólans á hverju vormisseri. Stúdentar bjóða sig fram innan síns sviðs og kjósa nemendur á tilheyrandi sviði sína fulltrúa. Allir skráðir nemendur við Háskóla Íslands hafa kosningarétt og kjörgengi til Stúdenta­ ráðs. Verkefni ráðsins eru mörg og fjölbreytt og spanna allt frá því að berjast fyrir hags­ munum og bættum kjörum stúdenta til skemmtanahalds á borð við Októberfest.

MENNTASJÓÐUR NÁMSMANNA Stúdentaráð hefur verið öflugt þrýstiafl sem málsvari stúdenta í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og Menntasjóðs námsmanna (MSNM). Til að mynda stefndi Stúdentaráð stjórn LÍN og íslenska rík­inu árið

8

The University of Iceland’s Student Council (Stúdentaráð Háskóla Íslands, SHÍ) consists of 17 representatives elected by their peers every spring. Each department has its own candidates, and students only vote for candidates in their own department. All registered students have the right to vote and to run for Student Council office. The Student Council has a wide variety of responsi­bilities, from advocat-ing for student interests to hosting exciting events like Oktoberfest.

THE ICELANDIC STUDENT LOAN FUND The Student Council has been a powerful advocate for students when it comes to the Icelandic Student Loan Fund (Menntasjóður námsmanna, formerly LÍN). For instance, in 2014, the Student Council successfully


Hvað er stúdentaráð? What is the Student Council? 2014 vegna breytinga á lánareglum sjóðsins. Stúdentaráð hafði betur í deilunni. Síðustu ár hefur Stúdentaráð staðið fyrir herferð til að vekja athygli á bágum lánakjörum stúdenta. Í kjölfar þess var frítekjumarkið hækkað. Er frumvarp að lögum um MSNM leit dagsins ljós hóf Stúdentaráð vinnu að vaxtaþaki og endurskoðun grunnframfærslunnar.

GEÐHEILBRIGÐISMÁL Stúdentaráð setti af stað herferð til að vekja athygli á undirfjármögnun Háskóla Íslands árið 2018 sem skilaði sér í auknu fjármagni til skólans. Þegar skólinn fékk meira fjármagn krafðist Stúdentaráð þess að því yrði ráðstafað með geðheilbrigðismál í fyrirrúmi. Þessi krafa varð til þess að tveir sálfræðingar til viðbótar voru ráðnir til háskólans og starfar nú starfshópur um geðheilbrigðismál við skólann sem forseti SHÍ hefur sæti í. Á síðasta starfsári beitti SHÍ sér fyrir auknum fjárveitingum til geðheilbrigðismála á háskólastiginu sem skilaði sér í því að allt að 100 milljónum var varið í málaflokkinn í háskólum landsins.

FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA Árið 1968 var Félagsstofnun stúdenta, FS, sett á stofn af Stúdentaráði og Háskólaráði. Félagsstofnun stúdenta tók við bæði bóksölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hefur tryggt stúdentum ýmsar nauðsynja­ vörur á góðum kjörum í fjölda ára. FS sér einnig um aðra þjónustu við stúdenta en stofnunin rekur meðal annars stúdentagarða á háskólasvæðinu, í Brautarholti, við Lindargötu og í Fossvogi.

STÚDENTAGARÐAR Eitt helsta hagsmunamál stúdenta eru stúdentaíbúðir. Stúdentaráð hefur í áraraðir talað fyrir fjölgun stúdentaíbúða og unnið, í góðu samstarfi við Félags­stofnun stúdenta, í málefnum sem tengjast Stúdenta­görðunum. Veturinn 2020 opnuðu á Sæmundargötu stærstu stúdentagarðar á landinu: Mýrar­ garðar. Þá hófst upp­bygging íbúða við Gamla Garð sem var lengi eitt helsta bar­áttu­mál Stúdentaráðs og verða íbúðirnar teknar í

challenged the board of LÍN and the Icelandic government in court because of changes made to rules concerning the fund. The past two years, the Student Council has run a campaign to raise awareness of poor terms for student loans. As a result, the personal income limit was raised. When a bill to overhaul the loan system was introduced in Parliament, the Student Council began calling for the reevaluation of basic support require­ ments and the implementation of an interestrate cap.

MENTAL HEALTH SERVICES In 2018, the Student Council launched a successful campaign to address the univer­ sity’s funding shortage. Once the university secured additional funds, the Student Council insisted that the new budget prioritize mental health services. As a result, the school hired two additional psychologists and established a mental health task force which includes the Student Council President. Last year the Student Council fought for increased budget resources for mental health issues in the universities which resulted in that at least 100 million kr. was poured in to the cause in the universities.

STUDENT SERVICES Student Services (FS) was founded in 1968 by the Student Council and the University Council. FS took over operation of both the bookstore and campus dining services from the Student Council. For many years, FS has provided students with a variety of everyday goods at affordable prices. Additionally, FS operates student housing units on campus, downtown on Lindargata and Brautarholt, and in Fossvogur.

STUDENT HOUSING One of the greatest challenges students face is securing convenient and affordable housing. For years, the Student Council has pushed for additional student residences and worked in close cooperation with FS on student housing issues. Mýrargarður, the largest student residence ever built in

9


Akademían 2021–22

notkun nú haustið 2021. Uppbygging er einnig fyrirhuguð í Skerjafirði.

AFTURKÖLLUN Á SKERTUM OPNUNARTÍMA BYGGINGA HÍ Í kjölfar ábendinga Stúdentaráðs vorið 2016 var ákveðið að draga skerðingu á opnunartíma bygginga Háskóla Íslands til baka á próftímabilum.

AÐGANGSKORT Árið 2006 tókst Stúdentaráði að auka aðgang nemenda að byggingum Háskóla Íslands með aðgangskorti. Aðgangskortin veita aukinn aðgang að „heimabyggingu“ nemenda og Háskólatorgi, en kortin standa öllum stúdentum til boða gegn vægu gjaldi.

HÁSKÓLATORG Tilkoma Háskólatorgs er tvímælalaust ein helsta búbót stúdenta á síðustu árum. Torgið var upphaflega hugmynd stúdenta og þrýsti Stúdentaráð á að byggður yrði samkomu­ staður af þessu tagi. Í dag er það hjarta háskólans og þar er að finna nær alla þjónustu.

STÚDENTAKJALLARINN Félagsstofnun stúdenta vann í góðu samstarfi við Stúdentaráð að uppbyggingu og skipu­ lagningu á núverandi Stúdenta­kjallara sem var opnaður í byrjun árs 2013. Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður og þar fara fram fjölbreyttir viðburðir allan ársins hring. Kjallarinn skipar veigamikinn sess í félagslífi háskólasamfélagsins.

JAFNRÉTTISMÁL Stúdentaráð hefur barist fyrir bættu aðgengi fyrir alla stúdenta í langan tíma. Árið 2018 gerði jafnréttisnefnd SHÍ úttekt á aðgengi á nokkrum stöðum innan Háskóla Íslands og rakst á hverja hindrunina á fætur annarri. Í kjölfarið var skorað á háskólann og stjórnvöld að bregðast við og hefur HÍ nú tekið út nokkrar byggingar í samstarfi við fagaðila. Þá hefur Stúdentaráð að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu og hefur ýmsum titlum innan Stúdentaráðs verið breytt á þann hátt að þeir vísa ekki frekar til eins kyns en annars.

10

Iceland, opened in winter 2020. Around the same time, the Student Council’s persistence in fighting for a new dormitory next to Gamli Garður finally paid off, and the apartments will be rented out in fall 2021. Additional student housing is currently planned for the Skerjafjörður area.

RETURN TO LONGER OPENING HOURS IN UNIVERSITY BUILDINGS In the spring of 2016, at the Student Council’s recommendation, reduced opening hours in university buildings were extended back to normal hours during exam periods.

ACCESS CARDS In 2006, the Student Council approved giving students increased access to university buildings with their student cards. For a small fee, any student can order an enhanced card which grants after-hours access to the University Center and one other building.

THE UNIVERSITY CENTER The opening of the University Center is easily one of the best things to happen to the university community in recent years. The Center began as the brainchild of the students themselves, and the Student Council lobbied for its construction. Today, the University Center is the heart of our campus and houses most central services.

THE STUDENT CELLAR Student Services successfully collaborated with the Student Council on the planning and construction of the current Student Cellar, which opened in early 2013. A restaurant, café, and bar all in one, the Student Cellar is a big part of student life and hosts a wide variety of fun events throughout the year.

EQUAL RIGHTS ISSUES Accessibility has long been a major focus for the Student Council. In 2018, a survey conducted by the Equal Rights Committee to evaluate accessibility at several locations around campus revealed one obstacle after another. In light of these findings, the


Hvað er stúdentaráð? What is the Student Council?

HAGSMUNAMÁL FORELDRA Í HÍ Fjölskyldunefnd Stúdentaráðs hefur það hlutverk að gæta hagsmuna fjölskyldufólks í Háskóla Íslands. Helstu baráttumál nefndarinnar eru að gæta þess að tekið sé tillit til foreldra í námi, til dæmis varðandi námslán, fæðingar­ orlof, tímasetningu kennslustunda utan leikskólatíma og aðstöðu í háskólabyggingum. Stúdentaráð starfrækir jafnframt íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 1-5 ára.

HÍ HÆTTIR AÐ TANNGREINA Stúdentaráð Háskóla Íslands lagðist einróma gegn því að Háskóli Íslands hefði aðkomu að aldursgreiningum á hælis­leitendum og fór fram á að Háskólinn myndi ekki endurnýja þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna þessa. Stúdentaráð barðist fyrir því í tvö ár að Háskóli Íslands hætti ósiðlegum og vísindalega ónákvæmum rannsóknum. Í mars 2020 greindi Háskólinn frá því að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta tanngreiningum.

SJÓÐUR SHÍ, HÍ OG FS Háskóli Íslands brást við beiðni skrifstofu Stúdentaráðs um að koma til móts við fjárhagsvanda stúdenta á stúdentagörðunum með því að ráðstafa fjármagni í sérstakan tímabundinn sjóð fyrir þá stúdenta á görðunum sem höfðu engin fjárhagsúrræði. Gott samstarf Stúdentaráðs við Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta gerði úrræðið að veruleika.

LOFTSLAGSVERKFÖLL Árið 2019 hóf Stúdentaráð, ásamt Lands­ samtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskóla, loftslagsverkföll á hverjum föstudegi. Krafa verkfallana er sú að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála og að þau ásamt fyrirtækjum grípi til aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni. Verkföllin eru innblásin af verkföllum Greta Thunberg, Fridays for future. Loftslagsverkföllin hafa hlotið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg, jafnréttisviður­kenningu Jafnréttisráðs og hafa verið valin maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2.

committee called upon authorities both within and outside the university to take action to improve accessibility, and the university is now working with professionals to evaluate several buildings with accessibility in mind. Additionally, the Student Council is always working to eliminate sexist discourse. To that end, various Student Council titles were recently changed to be gender-neutral.

FAMILY INTERESTS AT THE UNIVERSITY The Student Council’s Family Affairs Com­mittee aims to protect the interests of families at the University of Iceland. The committee’s primary focus is to ensure that the needs of parents who study are taken into consideration, regarding for example student loans, parental leave, classes held outside of preschool hours, and other issues involving family circum­stances. The Student Council also operates a sports program for children ages 1 to 5.

UI HALTS DENTAL AGE ASSESSMENTS The Student Council unanimously opposed the university’s involvement in performing dental age assessments on asylum seekers. For two years, the Council spoke out against these immoral and scientifically imprecise assessments and demanded that the university not renew its agreement with the Directorate of Immigration to perform such services. In March 2020, the university announced that it had decided to halt dental age assessments.

THE STUDENT COUNCIL’S, UNIVERSITY OF ICELAND’S AND STUDENT SERVICES’ FUND The University of Iceland reacted to the Student Council’s plea for aid to students in student housing who had financial trouble by allocate some money into a special and temporary fund. The fund was specifically for those students living in student housing that had no other financial resources. Excellent cooperation the Student Council, University’s

11


Akademían 2021–22

UMHVERFISMÁL Vegan úrvalið í Hámu hefur aukist síðustu árin vegan góðs samstarfs við Félagsstofnun stúdenta. Haustið 2020 bættist t.a.m. við vegan hamborgari á Stúdentakjallarann, sem heitir því frábæra nafni Stúdentaráðsliðinn. Stúdentaráð leggur áherslu á að halda vegan-væðingunni áfram og jafnframt á að U-passinn, samgöngukort fyrir stúdenta á viðráðanlegu verði, sé tryggður enda er það ráðinu hugleikið að efla græna samgöngu­ máta í takt við stefnu Háskóla Íslands. Hægt er að fylgjast með Stúdentaráði á hinum ýmsu samfélagsmiðlum:    student.is /Studentarad @studentaradhi @Studentarad

and Student Service’s made the stimulus possible.

STRIKE FOR THE CLIMATE In 2019 the Student Council in collaboration with the National Union of Icelandic Students (LÍS) and the Icelandic Upper Secondary Student Union (SÍF) started striking for the climate every Friday. The strikers demand that the government declares a state of emergency in regards to the climate changes and they, as well as big corporations do some­ thing to prevent and slow down the climate crises. The strikes are inspired by those of Greta Thunberg, Fridays for Future. The Climate Strikes have gotten awards from the city, the equality award from the Council for Equality. They have also been chosen “man of the year” at local news station, Stöð 2.

ENVIRONMENTAL ISSUES The vegan options in Háma have increased drastically these last few years as the result of great collaboration with Student Services. In the fall of 2020, for an example, a new vegan hamburger was added to the menu of the Student Cellar, wich goes by the great name The Student Council Member. The Student Council wants to continue to veganise campus, and is also currently working on the U-pass, a transportation pass for students at an affordable rate, which is a big step forward in promoting green means of trans­ portation to, from and on campus. Keep up with the Student Council on social media:    student.is /Studentarad @studentaradhi @Studentarad

12


Stúdentaráðsliðar SHÍ Student Council Members

STÚDENTARÁÐSLIÐAR SHÍ STUDENT COUNCIL MEMBERS

FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Rebekka Karlsdóttir (forseti) Erna Lea Bergsteinsdóttir Stefán Kári Ottósson Ellen Geirsdóttir Håkansson Kjartan Ragnarsson

HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Ingunn Rós Kristjánsdóttir (forseti) Margrét Jóhannesdóttir Kristján Guðmundsson

HUGVÍSINDASVIÐ Jóna Gréta Hilmarsdóttir (forseti) Anna María Björnsdóttir Sigurður Karl Pétursson

MENNTAVÍSINDASVIÐ Rósa Halldórsdóttir (forseti) Rannveig Klara Guðmundsdóttir Erlingur Sigvaldason

VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ Ingvar Þóroddsson (forseti) Inga Huld Ármann Helena Gylfadóttir

SCHOOL OF SOCIAL SCIENCES Rebekka Karlsdóttir (president) Erna Lea Bergsteinsdóttir Stefán Kári Ottósson Ellen Geirsdóttir Håkansson Kjartan Ragnarsson

SCHOOL OF HEALTH SCIENCES Ingunn Rós Kristjánsdóttir (president) Margrét Jóhannesdóttir Kristján Guðmundsson

SCHOOL OF HUMANITIES Jóna Gréta Hilmarsdóttir (president) Anna María Björnsdóttir Sigurður Karl Pétursson

SCHOOL OF EDUCATION Rósa Halldórsdóttir (president) Rannveig Klara Guðmundsdóttir Erlingur Sigvaldason

SCHOOL OF ENGINEERING AND NATURAL SCIENCES Ingvar Þóroddsson (president) Inga Huld Ármann Helena Gylfadóttir

13


Akademían 2021–22

RÉTTINDASKRIFSTOFA STÚDENTA STUDENT RIGHTS OFFICE

Innan Háskóla Íslands er stórt og líflegt samfélag fólks úr öllum áttum. Rétt eins og annars staðar geta komið upp deilumál í háskólasamfélaginu, en þegar slík mál koma upp er nauðsynlegt að geta leitað sér aðstoðar. Þess vegna starfrækir Stúdentaráð Réttindaskrifstofu stúdenta. Hlutverk skrifstofunnar er að aðstoða stúdenta í ágreinings­ málum sem kunna að koma upp innan háskólans og veita ráðleggingar um hvernig sé best að leita réttar síns. Farið er með öll mál sem koma inn á borð Réttindaskrifstofu stúdenta sem trúnaðarmál.    3. hæð Háskólatorgs (beint fyrir ofan Bóksöluna) 09:00-17:00 alla virka daga shi@hi.is 570-0850 student.is

14

The University of Iceland (UI) is a large and lively community. Just like in any community of diverse people, conflicts sometimes arise. When that happens, it’s important to know where to turn for assistance. That’s why the Student Council operates the Student Rights Office. Its purpose is to assist students with contentious issues that might come up at the university and to guide students in exercising their rights. All matters that come across the desk at the Student Rights Office are handled confidentially.    University Center, 3rd floor (directly above the bookstore) The office is open weekdays from 9:00 am – 5:00 pm shi@hi.is 570-0850 student.is


Réttindaskrifstofa stúdenta Student Rights Office

FORSETI STÚDENTARÁÐS: →  Isabel Alejandra Díaz Isabel var kjörin forseti Stúdentaráðs annað árið í röð, fyrst allra kvenna og önnur allra í sögu Stúdentaráðs. Isabel stýrir störfum Stúdentaráðs, er málsvari þess innan og utan háskólans og hefur yfirumsjón með innra starfi ráðsins. Þá heldur hún utan um helstu verkefni Stúdentaráðs og sinnir ýmsum tilfallandi störfum á vegum ráðsins. Isabel er í fullu starfi á Réttindaskrifstofu stúdenta og samhliða því er hún í háskólaráði. Hún lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði með spænsku sem aukagrein vorið 2020.

VARAFORSETI STÚDENTARÁÐS: ↓  Sara Þöll Finnbogadóttir Sara er staðgengill forseta í fjarveru hennar og hefur umsjón með ýmsum verkefnum Stúdentaráðs. Hún sér um innra starf Stúdentaráðs og vinnur t.a.m. náið með fastanefndum ráðsins. Sara tekur virkan þátt í daglegum rekstri Réttindaskrifstofu stúdenta, heldur utan um heimasíðu SHÍ og tekur að sér ýmis aðkallandi verkefni. Sara Þöll er í BA-námi í stjórnmálafræði með japanskt mál og menningu sem aukagrein. Hún var auk þess Lánasjóðsfulltrúi Stúdenta­ ráðs 2020-2021.

STUDENT COUNCIL PRESIDENT: ↑  Isabel Alejandra Díaz Isabel was elected the Student Council President for the second year in a row, the first woman to do so and the second person in the history of the Student Council. Isabel directs the Council’s work, manages its primary projects, and takes on a wide variety of tasks as needed. She represents the Council both within and outside the university community. Isabel works for the Student Rights Office full time and also serves on the University Council. She completed a BA in political science with a minor in Spanish in spring 2020.

STUDENT COUNCIL VICE PRESIDENT: ←  Sara Þöll Finnbogadóttir Sara oversees various Student Council projects and acts on behalf of the president in her absence. She oversees the Council’s internal operations and works closely with its standing committees. Sara plays an active role in running the office day-to-day, manages the Student Council’s website, and tackles projects both big and small. Sara currently studying political science and Japanese language and culture at UI. She also served as the Student Loan Represen­tative of the Student Council 2020-2021.

15


Akademían 2021–22

MANAGING DIRECTOR: ←  Vaka Lind Birkisdóttir Vaka oversees daily operations at the Student Rights Office. Rather than being elected, the position of managing director is filled through a formal hiring process each year. Vaka acts as bookkeeper and is responsible for the Student Council’s main events. In addition, she corresponds with various partner organizations. Vaka has a BA in sociology, minoring in economics. She is currently doing a master’s program in international politics in Trinity College.

OMBUDSMAN: ↓  Jessý Rún Jónsdóttir

FRAMKVÆMDASTÝRA STÚDENTARÁÐS: ↑  Vaka Lind Birkisdóttir Vaka hefur umsjón með daglegum rekstri Réttindaskrifstofu stúdenta. Ráðið er faglega í starfið á hverju ári en þetta er fyrst árið sem Vaka sinnir því. Vaka heldur utan um bókhald og fjármál Stúdentaráðs og er ábyrg fyrir helstu viðburðum á vegum ráðsins. Þá á hún í samskiptum við ýmsa samstarfsaðila Stúdentaráðs. Vaka er með BA-gráðu í félagsfræði og hagfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í alþjóðlegri stjórnmálafræði við Trinity College.

HAGSMUNAFULLTRÚI STÚDENTARÁÐS: →  Jessý Rún Jónsdóttir Jessý er helsta hjálparhella allra stúdenta. Hlutverk hennar er að vera með allt á hreinu sem varðar réttindi stúdenta innan Háskóla Íslands. Ef eitthvað bjátar á í námi, við próftöku eða í öðru tengdu háskólanum geta stúdentar leitað til Jessýjar á Réttindaskrif­ stofu stúdenta. Jessý er með BSc-gráðu í iðnaðarverkfræði og stundar nú meistaranám í vélaverkfræði. Hún er auk þess fulltrúi stúdenta í Háskólaráði 2020-2022.

16

Jessý is every student’s greatest advocate. Her job is to maintain a thorough under­ standing of everything related to student rights. Any student who has an issue with their studies, exams, or anything else schoolrelated can come see Jessý at the Student Rights Office. Jessý has a BSc in industrial engineering and is currently doing a master’s program in mechanical engineering.


Réttindaskrifstofa stúdenta Student Rights Office

LÁNASJÓÐSFULLTRÚI STÚDENTARÁÐS: →  Vífill Harðarson Vífill er sérfræðingur stúdenta í lánasjóðs­ málum. Hann svarar spurningum stúdenta um Menntasjóð námsmanna (MSNM) og veitir aðstoð við vandamál og ýmis úrlausnar­ efni sem kunna að koma upp í samskiptum við Menntasjóðinn. Stúdentar geta leitað til Vífils á Réttindaskrifstofu stúdenta með spurningar sem varða MSNM. Vífill er með BA-gráðu í stjórnmálafræði með hagfræði sem aukagrein.

RITSTJÓRI STÚDENTABLAÐSINS: ↓  Karitas M. Bjarkadóttir Karitas ritstýrir Stúdentablaðinu en það er gefið út fjórum sinnum yfir skólaárið. Rit­stjóri er faglega ráðinn á hverju ári. Blaðið er málgagn allra nemenda við HÍ og því ættu stúdentar ekki að hika við að hafa samband við ritstjóra vilji þeir koma málefnum sínum á framfæri. Hægt er að senda henni fyrirspurnir og greinar á netfangið studentabladid@hi.is. Karitas lauk BA-prófi í íslensku með ritlist sem aukagrein í febrúar 2021 og stundar nú meistaranám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu.

STUDENT LOAN REPRESENTATIVE: ↑  Vífill Harðarson Vífillis the go-to expert in all matters pertaining to student loans. He can answer your questions about the Icelandic Student Loan Fund (LÍN) and assist with any problems that may arise. Any student at the University of Iceland can visit Vífill at the Student Rights Office for help with questions related to LÍN. Vífill has a BA in political science, minoring in economics.

EDITOR OF THE STUDENT PAPER: ←  Karitas M. Bjarkadóttir Karitas is editor of the Student Paper, which is published four times a year. The editorship is filled through a formal hiring process. The Student Paper is by students and for students, so don’t hesitate to contact Karitas if you have something to say. You can send questions or articles to studentabladid@hi.is. Karitas has a BA in Icelandic in language and literature, minoring in creative writing. She is currently doing a master’s in practical editing and publishing.

17


Akademían 2021–22

INTERNATIONAL STUDENT REPRESENTATIVE: ←  Alma Ágústsdóttir

ALÞJÓÐAFULLTRÚI STÚDENTARÁÐS: ↑  Alma Ágústsdóttir Alma hefur yfirumsjón með þjónustu Réttinda­ skrifstofu stúdenta við erlenda nemendur í HÍ með það að markmiði að gæta hagsmuna þeirra og auðvelda þeim að gerast virkir þátttakendur í háskólasamfélaginu. Hún er trúnaðar­maður erlendra stúdenta og tekur við fyrirspurnum frá þeim. Alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs er nýtt embætti á Réttinda­ skrifstofu stúdenta en Alma er þriðja til þess að gegna því embætti. Alma er faglega ráðin í embættið. Hún er einnig Aurora fulltrúi stúdentaráðs en Háskóli Íslands er einn af níu evrópskum háskólum sem tilheyra netverkinu Aurora. Alma er með BA-gráðu í ensku og stundar nú meistaranám í þýðinga­ fræði. Hún var kjörin Stúdentaráðsliði, forseti Sviðsráðs Hugvísindasviðs og ritari Stúdenta­ ráðs árið 2016.

18

Alma acts as the Student Rights Office’s advocate for international students, working to guard their interests and help them become active members of the university community. International Student Represent­ ative is a new position in the Student Rights Office and is filled through a formal hiring process. Alma is only the second person to hold the position. She is also the Student Council’s representative on the general council of the Aurora Universities Network, a group of nine European universities, including UI. Alma has a BA in English language and literature and is currently doing a master’s in translation studies. She was an elected member of the Student Council, the president of the School of Humanities committee and secretary of the Student Council in 2016.


Við erum á Facebook og Instagram

/Augljos

L A S E R AU G N A Ð G E R Ð I R Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir

Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is


Akademían 2021–22

MENNTASJÓÐUR NÁMSMANNA ICELANDIC STUDENT LOAN FUND

Vextir

Interest rate

Frítekjumark

1.410.000 kr.-

Personal income limit

1.410.000 kr.-

Endurgreiðsla hefst

1 ári eftir lokun skuldabréfs.

Repayment begins

1 year after end of loan

Hámarksendur­

Háður lánsfjárhæð sem er háð

greiðslutími

þeim skilyrðum að lánið verði

Maximum repayment

Depends on the loan amount,

endurgreitt áður en lántaki

period

which is subject to the

Útborganir

period.

nær 65 ára aldri.

condition that the loan be

Hægt er að velja um

repaid before the borrower

samtímagreiðslur og greiðslu eftir hverja önn.

reaches the age of 65. Disbursements

Students can choose

Lágmarks

44 ECTS einingar á ári eða 22

between monthly payments

námsframvinda

ECTS á önn1.

or a single payment at the

Hámarkslánshæfar

480 ECTS.

end of each semester.

Námsstyrkur

Fjöldi lánshæfra mánaða

44 ECTS credits per year or Minimum academic

22 ECTS per semester1.

Ef lágmark 60 ECTS

progress

480 ECTS.

prófgráðu er lokið á þeim

Maximum ECTS credits

If the minimum 60 ECTS

námstíma sem skipulag

eligible for loans

degree is completed during

skólans á náminu gerir ráð

Study grant

the study period provided for

ECTS einingar

fyrir hefur stúdent rétt á

in the school's organization of

námsstyrk sem nemur 30%

the study program, each

niðurfærslu á höfuðstól

student has the right to a

námslánaskuldarinnar ásamt

scholarship amounting to a

verðbótum á þeim degi sem

30% write-down of the

skuldabréf er fært til

principal of the student loan

innheimtu.

debt together with indexation

9 mánuðir*

on the day the bond is collected. Number of months eligible for loans (within a 12-month period)

1 1

15 ECTS einingar á sumarönn. 15 ECTS credits for summer semester.

20

9 months*


Menntasjóður námsmanna Icelandic Student Loan Fund Framfærsla Menntasjóðsins 2021-2022 Námsmaður í

Á ári

Á mánuði (krónur)

(krónur)

Grunnur

Per ECTS einingu (krónur)

Húsnæðis­

Grunnur

Alls

13.515

90.101

0

90.101

810.909

Húsnæðis­

Alls

lán

lán

0

13.515

foreldrahúsum Hér fyrir neðan er átt við námsmenn í leigu- eða eigin húsnæði Námsmaður

1.764.342

116.187

79.851

196.038

17.428

11.978

29.406

1.553.544

116.187

56.429

172.616

17.428

8.464

25.892

1.553.544

116.187

56.429

172.616

17.428

8.464

25.892

1.639.755

116.187

66.008

182.195

17.428

9.901

27.329

2.233.827

116.187

132.016

248.203

17.428

19.802

37.230

2.329.731

116.187

142.672

258.859

17.428

21.401

38.829

(einhleypur) Námsmaður í skráðri sambúð, ekki barn á heimili Námsmaður í skráðri sambúð með eitt barn Námsmaður í skráðri sambúð, með tvö börn eða fleiri Einstætt foreldri, með eitt barn Einstætt foreldri, með tvö börn eða fleiri Framangreindar tölur miðast við einstakling, þ.e. án framfærslu barna þar sem það á við.

Basic support calculations used by the Loan Fund 2021-2022 Student living with

Annually

Monthly (krónur)

(krónur)

Base

810.909

Per ECTS credit (krónur)

Housing

90.101

Sum

0

Base

90.101

Housing

13.515

Sum

0

13.515

parent(s) The categories below apply to students living in rented accommodation or their own accommodation Student (single)

1.764.342

116.187

79.851

196.038

17.428

11.978

29.406

Student married or in

1.553.544

116.187

56.429

172.616

17.428

8.464

25.892

1.553.544

116.187

56.429

172.616

17.428

8.464

25.892

1.639.755

116.187

66.008

182.195

17.428

9.901

27.329

2.233.827

116.187

132.016

248.203

17.428

19.802

37.230

2.329.731

116.187

142.672

258.859

17.428

21.401

38.829

registered cohabitation, no children Student married or in registered cohabitation, one child Student married or in registered cohabitation, two or more children Single parent with one child Single parent with two or more children The figures above are calculated for an individual. In cases where the student has dependent children, the children’s minimum support requirement is not included in these figures.

21


Akademían 2021–22

STAÐREYNDIR »  Námslán eru ekki styrkir. »  Í stjórn Menntasjóðsins sitja tíu manns, þar af fjórir fulltrúar nemenda. »  Hlutverk Menntasjóðs námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög um sjóðinn2 tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti. »  L ánin eru verðtryggð fyrir vísitölu neysluverðs en vaxtalaus fram að námslokum. Þegar skuldabréfi hefur verið lokað er lántaka heimilt að velja hvort skuldabréfið skuli vera verðtryggt eða óverðtryggt. Þá getur lántaki einnig valið hvort endurgreiðslufyrirkomulag bréfsins skuli vera háð lántökufjárhæð eða háð tekjum. »  Upphæð námsláns ákvarðast í megin­ atriðum út frá grunnframfærslu, fjölskyldu­ högum og búsetuformi, árstekjum og námsframvindu. »  Einstaklingur sem er að endurgreiða námslán samkvæmt eldri lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna á rétt á afslætti aukainnborgunar sem nemur 5-15% af ógjaldföllnum eftirstöðvum skuldabréfs fyrir greiðslu. Hlutfall afsláttar af aukainn­ borgun ræðst af eftirstöðvum námslána greiðanda.

HELSTU UPPLÝSINGAR Grunnframfærsla Við útreikning framfærslugrunns Mennta­ sjóðsins er byggt á grunnviðmiði neyslu­ viðmiða velferðarráðuneytisins og er hann uppreiknaður miðað við hækkun vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands. Húsnæðis­ kostnaður er reiknaður miðað við sömu verðlagsforsendur en tekur jafnframt mið af leigu á stúdentagörðum háskólanna fyrir einstaklings-, para- og fjölskylduhúsnæði.

Áhrif tekna á námslán – Frítekjumark Frítekjumarkið er 1.410.000 kr. 45% þeirra tekna sem fara yfir frítekjumarkið koma til frádráttar við útreikning á lánsupphæðinni og er skerðingunni dreift hlutfallslega á umsóttar einingar. Heimilt er að fimmfalda frítekjumark liggi fyrir að lántaki hafi ekki verið á námslánum hjá sjóðnum s.l. 6 mánuði.

22

FACTS »  Student loans are not grants. »  There are ten people on the board of the Loan Fund, including four student representatives. »  The role of the Loan Fund is to guarantee persons covered by the Icelandic Student Loan Fund Act 2 the opportunity to pursue studies irrespective of their financial standing. »  The loans are indexed according to the consumer price index (CPI), but accrue no interest during the period of study. When a bond has been closed, the borrower may choose whether it should be indexed or non-indexed. The borrower can also choose between basing the repayment schedule on the loan amount or on income. »  Loan amount is determined from mini­ mum support requirements, family finances and living arrangements, annual income, and academic progress. »  An individual repaying student loans according to the terms laid out in the previous Icelandic Student Loan Fund Act is entitled to an additional discount amounting to 5-15% of outstanding bond fees. The percentage of the discount is determined by the remaining loan balance.

IMPORTANT INFORMATION Basic support requirements Calculation of the Loan Fund’s basic support rates is based on the Ministry of Welfare’s minimum support requirements, updated to reflect the current consumer price index published by Statistics Iceland. Housing cost increases are based on the same pricing assumptions, but also take into account rental costs for the univer­sity’s student housing for individuals, couples, and families.

Effect of income on loan amount – Personal income limit Personal income limit is the amount of income a student may earn without reduction of the loan amount. The personal income limit threshold is 1,410,000 krónur. Forty-five 2

ingskjal 1655, 150. löggjafarþing 329. mál: Menntasjóður Þ námsmanna. Lög nr. 60 21. júní 2020.


Menntasjóður námsmanna Icelandic Student Loan Fund

Krafa um námsframvindu Til þess að fá fullt lán afgreitt miðað við lánsáætlun þarf að ljúka fullu námi. Fullt nám er skilgreint sem 60 ECTS einingar á námsári eða 30 ECTS einingar á önn. Námsmaður sem lýkur ekki fullu námi fær lán í hlutfalli við þær einingar sem hann kláraði, en viðkomandi verður þó að hafa lokið að minnsta kosti 22 ECTS einingum á misseri til að eiga rétt á láni.

Að sækja um lán Sækja þarf um námslán fyrir hvert skólaár. Sótt er um námslán á island.is og í gegnum „Mitt Lán“ á menntasjodur.is. Umsóknarfrestur námslána 2021–2022: Sækja skal sérstaklega um námslán fyrir hverja önn og hvert aðstoðarár. Umsóknar­ frestir eru eftirfarandi: Haust 2021: Til og með 15. september 2021 Vetur og vor 2022: Til og með 15. janúar 2022 Sumar 2022: Til og með 15. júní 2022

Námslengd Grunnnám: Meistaranám: Doktorsnám: Svigrúm: Samtals:

180 ECTS einingar 120 ECTS einingar 60 ECTS einingar 20 ECTS einingar 480 ECTS einingar

Skilyrði fyrir því að geta sótt um námslán 1  Umsækjendur verða að vera fjárráða (18 ára) til þess að geta sótt um námslán. 2  Ákveðin búsetuskilyrði gilda og/eða skilyrði um tengsl við Ísland. 3  Til að teljast lánshæfur sem lántakandi hjá sjóðnum má lántakandi ekki vera á vanskilaskrá né standa í vanskilum við sjóðinn þegar sótt er um nýtt lán og bú hans má ekki vera til gjaldþrotameðferðar.

Útborgun námslána Skilyrði fyrir því að mánaðarlegar greiðslur hefjist á síðari önnum námsársins er að búið sé að ganga frá fyrri námsönnum hvað varðar skil á námsárangri og/eða endurgreiðslu

percent of all income above this threshold is deducted from the total loan amount. The deduction is spread equally among all ECTS credits applied for by the student. A student can apply for a five-fold increase of the personal income limit, but must then prove that they have not been studying for the past 6 months.

Academic progress To receive a full loan, a student must complete the required ECTS credits for the study period for which the student has applied. Fulltime studies are defined as 60 ECTS per academic year, or 30 ECTS per semester. The total amount that a student receives is proportional to the number of credits they complete. However, students must complete a minimum of 22 ECTS per semester to be eligible for a loan.

Applying for a loan Students must submit applications for each academic year. Applications can be sub­ mitted on island.is or directly on the Loan Fund website (menntasjodur.is) with a webkey from Iceland Revenue and Customs (available at rsk.is). Application deadlines for the 2021-2022 academic year are as follows: Fall term 2021: Up to and including September 15, 2021 Spring term 2022: Up to and including January 15, 2022 Summer term 2022: Up to and including June 15, 2022

Length of studies Bachelor’s studies: Master’s studies: Doctoral studies: Leeway: Total:

180 ECTS 120 ECTS 60 ECTS 120 ECTS 480 ECTS

Eligibility requirements and conditions for loan applicants 1  A pplicants must be at least 18 years old. 2  Certain requirements regarding the

23


Akademían 2021–22

Útborgun námslána

Greiðsla mánaðarlegra

Greiðsla framfærslulána til

Greiðsla skólagjaldalána til

framfærslulána til þeirra

námsmanna sem óska eftir

námsmanna sem óska eftir

námsmanna sem óska eftir

að fá greitt eftir hverja önn

fyrirframgreiðslu hefjast á

samtímagreiðslum hefjast á

hefjast á eftirfarandi tímum

eftirfarandi tímum

eftirfarandi tímum Haustönn

1. október 2021

byrjun janúar 2022

1. ágúst 2021

Vorönn

1. febrúar 2022

byrjun maí 2022

5. janúar 2022

Sumarönn

1. júní 2022

byrjun ágúst 2022

15. maí 2022

Disbursement of Student Loans

Payment of monthly basic

Payment of basic support

Payment of tuition loans

support to students who

loans to students who opt

to students requesting

request monthly payments

to receive a single payment

prepayment begin at the

begins at the following times

at the end of each semester

following times

begin at the following times Fall term

October 1, 2021

Beginning of January 2022

August 1, 2021

Spring term

February 1, 2022

Beginning of May 2022

January 5, 2022

Summer term

June 1, 2022

Beginning of August 2022

May 15, 2022

vegna ofgreiðslu. Skili námsmaður ekki tilskildum lágmarks námsárangri (60 ECTS) eftir viðkomandi skólaár eru fyrirfram-greidd lán endurkræf samkvæmt úthlutunarreglum Menntasjóðsins.

Námsstyrkur við námslok Námsmaður á rétt á námsstyrk sem nemur 30% niðurfærslu á höfuðstól námslána­ skuldarinnar ásamt verðbótum á þeim degi sem skuldabréfi er lokað ef lokið er við prófgráðu á þeim tíma sem skipulag skólans á náminu gerir ráð fyrir. Námsstyrkur er einungis veittur vegna náms sem er skipulagt sem fullt nám í að lágmarki tvær annir, þ.e. sem nemur að lágmarki 60 ECTS-einingum eða ígildi þeirra. Námsmenn hafa svigrúm til seinkunar í námi án þess að réttur til námsstyrks skerðist og er eftirfarandi: 1  Eitt ár umfram þann tíma sem skipulag iðn-, starfs- og aðfaranáms kveður á um. 2  Eitt ár umfram þann tíma sem skipulag bakkalárs- og meistaranáms kveður á um. 3  Sex mánuðir umfram þann tíma sem skipulag diplómanáms kveður á um. 4  Tvö ár umfram þann tíma sem skipulag doktorsnáms kveður á um.

Staðaruppbót

Þar sem verulega munar á íslenskri fram­

24

student’s residency and/or the student’s connection to Iceland apply. 3  To be considered eligible, applicants: must not be in arrears to the Loan Fund, must not be on the default registry, and must not own property undergoing bankruptcy proceedings.

Disbursement of student loans To be eligible for starting monthly payments in the second semester, a student must have met all applicable terms related to the previous semester, including academic progress require­ments and repayment of any excess amount received. If a student has not fulfilled academic progress require­ments (60 ECTS) at the end of the year in question, loan funds already received must be repaid accord­ing to the Loan Fund’s allocation rules.

Scholarship upon completion of studies A student is entitled to a scholarship amount­ ing to a 30% reduction of the principal loan balance plus indexation on the day the bond is closed if they complete their studies within the time frame laid out by the university. Scholarships are only distributed for studies that are full time or equivalent for a minimum of two semesters, i.e. a minimum of 60 ECTS credits or their equivalent.


Menntasjóður námsmanna Icelandic Student Loan Fund færslu og framfærslu í landinu er námsmaður stundar nám, er heimilt að veita viðbótarfram­ færslu (staðaruppbót). Nánari upplýsingar um staðaruppbótina eru í úthlutunarreglum Menntasjóðsins gr. 4.6.

Undanþágur Þeir námsmenn sem uppfylla ekki skilyrði sjóðsins um lágmarksnámsfram­vindu, þ.e. að ljúka að minnsta kosti 22 ECTS einingum á misseri, geta sótt um undanþágu, til dæmis vegna þeirra að­stæðna sem tilgreindar eru hér að neðan: »  Námslok eru í sjónmáli (12 – 21 ECTS einingar eftir af námi). »  Námsmaður hefur lagt stund á nám þar sem einungis eru 10 ECTS eða 20 ECTS eininga áfangar. »  Veikindi, barnsburður, örorka eða lesblinda. Frekari upplýsingar er hægt að finna í úthlutunarreglum Menntasjóðsins.

Aukið svigrúm Heimilt er að gera upp árangur ársins að loknu skólaári (haust- og vormisseri), en ljúki námsmaður þá samanlagt a.m.k. 44 ECTS einingum á skólaárinu í heild á hann rétt á láni í hlutfalli við árangur á einstökum misserum skólaársins.

Ef í harðbakkann slær Telji námsmaður að afgreiðsla á umsókn hafi ekki verið í samræmi við lög og/eða reglur stendur honum til boða að senda erindi á stjórn Menntasjóðsins og óska eftir því að stjórnin endurskoði ákvörðun sjóðsins. Um þetta er fjallað í 17. kafla úthlutunar­ reglna Menntasjóðsins sem fjallar um vafamál. Ef námsmaður sættir sig ekki heldur við ákvörðun stjórnar og rökstuðning fyrir henni er honum heimilt að áfrýja niðurstöðunni til málskotsnefndar Menntasjóðsins. Fulltrúi SHÍ í stjórn Menntasjóðsins er boðinn og búinn að aðstoða námsmenn við mál sín sem varða Menntasjóðinn eftir bestu getu.

Students can postpone their studies without forfeiting their right to a scholarship. The maximum extra time allowed depends on the type of degree program: 1  One year in excess of the time stipulated for vocational or preparatory programs. 2  One year in excess of the time stipulated for a bachelor’s or master’s degree. 3  Six months in excess of the time stipulated for a diploma program 4  Two years in excess of the time stipulated for a doctoral program.

Local supplement Where there is a significant difference between basic support requirements in Iceland and basic support requirements in the country of study, students may qualify for additional support. Further information about local supplements can be found in the Loan Fund’s allocation rule pg. 4.6.

Exemptions Students who do not meet the minimum requirements for academic progress, i.e. 22 ECTS per semester, may apply for an exemption from the Loan Fund’s conditions if, for example, one of the following should apply: »  Completion of studies is within sight, with only 12-21 ECTS remaining. »  The student has pursued an academic program which consists only of 10-ECTS courses. »  Illness, childbirth, disability, or specific learning disability (e.g., dyslexia). Further information regarding exemptions can be found in the Loan Fund’s allocation rules.

Additional leeway If, at the end of the school year, the student has completed a total of 44 ECTS over the course of the year, they have a right to loans proportional to each semester’s completed credits.

Extenuating circumstances If the loan applicant believes a wrongful decision has been made, they can appeal

25


Akademían 2021–22

HEILRÆÐI SHÍ Aðstoð lánasjóðsfulltrúa og SHÍ Námsmönnum stendur til boða að leita til Réttindaskrifstofu stúdenta varðandi mál sem snerta starfssvið sjóðsins. Vífill Harðarson er núverandi lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs og veitir stúdentum aðstoð og leiðbeiningar varðandi málefni Menntasjóðsins. Hann situr einnig í stjórn sjóðsins fyrir hönd SHÍ.

Skrifleg samskipti

to the board of the Loan Fund. For more detailed information regarding the appeals procedure, please refer to Section 17 of the Loan Fund’s allocation rules. Should the student disagree with the board’s ruling, they may request recon­sideration by an appeals committee. The Student Council represen­ tative on the Loan Fund board is ready and willing to assist students and advise them in all their dealings with the Loan Fund.

Þegar sótt er um námslán getur ýmislegt skolast til beggja vegna borðsins og því er mikilvægt að hafa hlutina á hreinu. SHÍ vill benda lántakendum á að aukið öryggi geti falist í því að hafa samskipti og fyrirspurnir til Menntasjóðsins skriflegar. Til dæmis getur verið betra að senda tölvupóst frekar en að hringja vegna fyrirspurna. Með því móti er auðveldara að rekja samskiptasöguna og hægt að koma í veg fyrir „orð gegn orði“ stöðu milli lántakanda og starfsmanns Menntasjóðsins.

GOOD ADVICE FROM THE STUDENT COUNCIL Assistance from the Student Loan Officer and the Student Council

Fá staðfestingu á móttöku umsóknar

Written communication

Mikilvægt er að vera viss um að umsókn hafi borist sjóðnum og best er að halda öllum staðfestingum þess efnis til haga.

During the application process, we recom­ mend that students use written communi­ cation when contacting the Loan Fund, i.e., correspond by e-mail rather than phone. Having a record of all communi­cations can be beneficial in case of any unexpected situations.

Þekkja úthlutunarreglur og undanþágur Skynsamlegt er að kynna sér úthlutunarreglur og lánaskilmála Mennta­sjóðsins vel og vandlega. Sérstök athygli er vakin á reglum sem veita undanþágur og aukið svigrúm, t.d. vegna veikinda, örorku og lesblindu. Námsmenn verða oft fyrir tekjutapi sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef námsmaðurinn hefði kynnt sér úthlutunarreglur Menntasjóðsins.

Students are welcome to look to the Student Council regarding issues that pertain to the fund’s scope of work. Vífill Harðarson, the current student loan officer on the Student Council, provides students with assistance and guidance regarding Loan Fund-related matters. He also sits on the Loan Fund’s board on behalf of the Student Council.

Get confirmation that your application has been received It is important to make sure that the Loan Fund has received your application and to keep records of all confirmations during the application process.

Know the allocation rules and exemptions Students should acquaint themselves with the Loan Fund’s allocation rules and loan conditions. Students should pay particular attention to rules granting exemptions and increased leeway, for example in case of illness, disability, or dyslexia.

26


Hvert get ég leitað? Where Can I Go for Help?

HVERT GET ÉG LEITAÐ? WHERE CAN I GO FOR HELP?

ÞJÓNUSTUBORÐ HÁSKÓLATORGI Þjónustuborðið er fyrsta stopp stúdenta ef þá vantar hjálp af einhverju tagi. Þar er meðal annars hægt að nálgast lykilorð á Uglu og vottorð, til dæmis um skólavist og námsferils­ yfirlit. Fyrir þau sem vilja fá gögn send, hvort sem er í bréfpósti eða tölvupóst þá er hægt að panta með því að senda tölvupóst á netfangið hér að neðan. Athugið að ekki er hægt að fá staðfest afrit af brautskráningarskír­ teinum á rafrænu formi. Á þjónustuborðið skal einnig skila inn læknisvottorði vegna veikinda í lokaprófum og þar er hægt að kaupa prentkvóta og árskort í Háskólaræktina. Þá eru stúdentakort með aðgangi sótt á þjónustu­ borðið eftir að sótt er um þau í Uglu. Ef nemendur vita ekki hvert þeir eiga að leita geta þeir alltaf spurt starfsfólk þjónustu­ borðsins sem vísar þeim á réttan stað. Net-

SERVICE DESK The Service Desk is usually students’ first stop for any kind of help. At the Service Desk, you can get your password for Ugla; obtain proof of registration and trans­cripts of your academic record. For those that want documents delivered to them, either by mail or email, can send an email to the address below to order their documents. It’s important to note, though, that it is not possible to get a copy of your diplomas on an electric format. At the Service desk you should also hand in your doctor’s notes for sick days during exams and you can also purchase or top up your print quota; and buy an annual pass for the fitness center. If you log in to Ugla and order an enhanced student card with building access, the Service Desk is the place to pick it up. If you miss a final exam

27


Akademían 2021–22

spjall þjónustuborðsins er að finna á heima­síðu háskólans og það er opið frá klukkan 9:00– 16:00 mán-fim og 9:00–15:00 á föstudögum.    2. hæð Háskólatorgs Opið 8:30–17:00 mánudaga til fimmtudaga, 8:30–16:00 á föstudögum 525-5800 haskolatorg@hi.is

NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF HÁSKÓLA ÍSLANDS (NSHÍ) Á meðal þess sem Náms- og starfsráðgjöf býður upp á eru upplýsingar um námsleiðir, ráðgjöf um námsval og vinnubrögð í námi, aðstoð við gerð ferilskrár og undirbúning fyrir atvinnuleit. NSHÍ veitir persónulega og félags­lega ráðgjöf, þjónustar nemendur sem nýta úrræði í námi og prófum og býður upp á sálfræðiráðgjöf. Þá er fjöldi gagnlegra námskeiða og vinnustofa í boði yfir veturinn. Nemendur og þeir sem íhuga nám við skólann, geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum, nýtt sér netspjallið og sent þeim erindi í tölvupósti auk þess sem nemendur skólans geta bókað viðtalstíma hjá sálfræðingum NSHÍ, nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu þeirra.    3. hæð Háskólatorgs. Opið 9:00–15:00 mánudaga til fimmtudaga, 10:00–15:00 á föstudögum. Ráðgjafar eru einnig með símavakt alla virka daga kl. 12:30–15:00 og í netspjalli háskólans kl. 10:00–12:00 525-4315 radgjof@hi.is hi.is/nshi

28

due to illness, you must submit a doctor’s note at the Service Desk. If you aren’t sure where to get the help you need, ask at the Service Desk and staff will point you in the right direction. The Service Desk also has an online chatroom on the univer­sity’s website which is online from 9 am to 4 pm Monday through Thursday and 9 am to 3 pm on Fridays.    University Center, 2nd floor Open 8:30 am – 5:00 pm Monday through Thursday, 8:30 am – 4:00 pm on Fridays 525–5800 servicedesk@hi.is

STUDENT COUNSELING AND CAREER CENTER The staff at the Counseling and Career Center (CCC) can help you understand your academic options, choose a pro­gram, study more effectively, put together a CV, and prepare for the job search. The CCC also offers academic and career counseling as well as mental health services, serves students who require accommodations for classes and exams, and offers a number of practical courses and workshops each winter. Current and prospective students can make an appointment, chat with a staff member online, or contact the office by email. Current students can also make appoint­ments with CCC staff psychologists. Visit the CCC website for more information:    english.hi.is/student_counselling_ and_career_centre. University Center, 3rd floor Open 9:00 am – 3:00 pm Monday through Thursday, 10:00 am – 3:00 pm on Friday. The counselors also have a hotline every week day from 12:30 pm to 3 pm and in the universities chatroom from 10 am to 12 pm. 525-4315 radgjof@hi.is


Hvert get ég leitað? Where Can I Go for Help?

NEMENDASKRÁ Meðal verkefna sem Nemendaskrá annast er að halda skrá yfir alla nemendur og námsferil þeirra. Starfsfólk Nemendaskrár getur til að mynda hjálpað stúdentum með skráningu og innritun í HÍ. Það hefur aðgang að upplýsingum um námsferil nemenda, námskeið, próf og einkunnir. Ef stúdentar þurfa að breyta skráningu í námskeið og próf utan auglýstra skráningartímabila er einnig hægt að hafa samband við starfsfólk Nemenda­ skrár.    3. hæð Háskólatorgs Opið 9:00–15:00 alla virka daga 525-4309 nemskra@hi.is

ALÞJÓÐASVIÐ Alþjóðasvið gegnir lykilhlutverki í alþjóðlegu samstarfi HÍ og veitir nemendum og starfsfólki ýmsa þjónustu og ráðgjöf varðandi alþjóðlegt samstarf og nám. Sviðið hefur umsjón með öllu skiptinámi, starfsþjálfun og sumarnámi erlendis og er jafnframt tengiliður og miðstöð þjónustu við erlenda nemendur og starfsfólk innan háskólans.    3. hæð Háskólatorgs Opið 10:00–12:00 og 12:30–15:00 alla virka daga 525-4311 ask@hi.is

UPPLÝSINGATÆKNISVIÐ Starfsfólk Upplýsingatæknisviðs HÍ hjálpar stúdentum með alls kyns tölvutengd vandamál. Þar er m.a. hægt að nálgast notendanöfn og lykilorð, tengingu við þráðlaust net og upplýsingar um prentun, opin forrit og tölvu­ póstinn.    2. hæð Háskólatorgs og í Stakkahlíð Opið 8:00–16:00 alla virka daga 525-4222 help@hi.is uts.hi.is

STUDENT REGISTRATION Student Registration handles all course regis­tration and monitors students’ academic progress. The staff in Registration can help students with enrollment and course registration and provide infor­mation about students’ academic progress, courses, exams, and grades. Students who need to add or drop courses outside of the open registration period should also contact Registration.    University Center, 3rd floor Open 9:00 am – 3:00 pm Monday through Friday 525-4309 nemskra@hi.is

INTERNATIONAL OFFICE The International Office plays a key role when it comes to the university’s inter­national cooperation, providing services and advice regarding international exchange to both students and staff. The International Office manages all exchange programs, internships and summer programs for University of Iceland students going abroad and is the primary service center for both incoming and outgoing exchange students as well as international students and staff.    University Center, 3rd floor Open 10:00 am – 12:00 pm and 12:30 pm – 3:00 pm every weekday 525-4311 ask@hi.is

DIVISION OF INFORMATION TECHNOLOGY IT staff assist students with all sorts of computer-related issues, such as ob­taining usernames and passwords and connecting to the wireless network. Staff can also provide information about printing services, open-source software, and email services.    University Center, 2nd floor // Stakkahlíð Open 8:00 am – 4:00 pm Monday through Friday 525-4222 help@hi.is uts.hi.is

29


Akademían 2021–22

RITVERIN Umsjónarmaður ritversins er Randi Stebbins. Í ritverinu geta stúdentar geta fengið góð ráð um hvers kyns úrlausnarefni sem tengjast fræðilegum ritgerðum, skýrslum eða öðrum skriflegum verk­efnum. Efnisafmörkun, rannsóknarspurning, mál og stíll, uppbygging, heimildamat, tilvísanir, heimildaskrá, frágangur, útlit og fleira er meðal verkefna sem starfsfólk ritversins hjálpar öllum stúdentum HÍ við. Á heimasíðum ritversins má finna upplýsingar um námskeið sem ritverið stendur fyrir auk ýmissa hagnýtra ráða og fróðleiksmola. Nemendur geta bókað tíma á heimasíðu ritversins sér að kostnaðarlausu.    2. hæð Þjóðarbókhlöðu Innst á bókasafninu í Stakkahlíð ritver.hi.is

JAFNRÉTTISFULLTRÚAR Jafnréttisfulltrúar HÍ hafa yfirumsjón með jafnréttismálum í samvinnu við jafnréttisnefnd og ráð um málefni fatlaðs fólks. Þeir vinna meðal annars að stefnu­mótun og áætlunum sem tengjast jafnréttisáætlun, fylgja eftir jafnréttisstefnu háskólans og sinna einnig fræðslu og ráðgjöf um jafnréttismál. Jafnréttis­fulltrúar stuðla að því að jafnréttismál séu sjálfsagður þáttur í starfi HÍ. Viðtals­tímar eru eftir samkomulagi.    1. hæð Aðalbyggingar 525-4095 og 525-4193 jafnretti@hi.is jafnretti.hi.is

FAGRÁÐ UM VIÐBRÖGÐ VIÐ KYNBUNDINNI OG KYNFERÐISLEGRI ÁREITNI OG KYNBUNDNU OG KYNFERÐISLEGU OFBELDI Kynbundin og kynferðisleg áreitni og/eða ofbeldi er með öllu óheimilt innan HÍ. Fagráðið tekur við og rannsakar tilkynningar um brot innan háskólans, veitir yfirmönnum náms- eða starfseininga, þolanda og geranda umsögn um þær og kemur með tillögur til úrbóta eftir því sem við á. Öll brot sem tengjast starfsfólki eða stúdentum innan eða utan veggja háskólans eru tekin til skoðunar. Formaður fagráðsins er Þóra Sigfríður

30

CENTER FOR WRITING The former School of Humanities Writing Center and School of Education Writing Center have now merged to form the University of Iceland Center for Writing. Managed by Randi Stebbins, the new center has two locations, one on the second floor of the National Library and the other in the library at Stakkahlíð. At the Center for Writing, students can get advice related to academic papers, reports, and other written assignments, and get help with topic selection, research questions, language usage and style, structure, source evaluation, refer­ences, bibliographies, editing, formatting, and more. Visit the center’s website to find out about upcoming workshops and access all sorts of practical information.    National Library, 2nd floor In the library at Stakkahlíð ritver.hi.is/english

EQUAL RIGHTS REPRESENTATIVES The Equal Rights Representatives oversee equal rights-related matters in collaboration with the Equal Rights Committee and the Council for Disability Rights. Among other things, the representatives’ work involves policymaking, strategic planning and management, and education related to equality within the university community. They also provide consultation and education services and work to ensure that equality is a foundational part of the university’s operations. Office hours by appointment.    Aðalbygging, 1st floor 525-4095 jafnretti@hi.is equality.hi.is


Hvert get ég leitað? Where Can I Go for Help? Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis - Geðheilsustöð, og allar ábendingar og fyrirspurnir skulu sendar á hana.    770-7252 fagrad@hi.is

VIÐBRAGÐSTEYMI VEGNA EINELTIS OG OFBELDIS Einelti og annað ofbeldi er með öllu óheimilt innan HÍ og er ekki liðið í samskiptum starfsfólks, nemenda eða annarra sem að starfsemi háskólans koma, s.s. verktaka eða gesta. HÍ hefur því sett sér verklagsreglur, samþykktar af Háskóla­ráði, til þess að tryggja að úrræði séu til staðar ef upp koma tilvik varðandi einelti eða ofbeldi innan Háskóla Íslands. Sviðsstjóri mannauðssviðs hefur skipað viðbragðs­ teymi vegna eineltis og ofbeldis sem tekur til meðferðar mál er varða möguleg brot innan Háskóla Íslands. Viðbragðsteymið skipa Hörður Þorgilsson, sálfræðingur, formaður, Guðrún Margrét Eysteinsdóttir, lögfræðingur á mannauðs­sviði og Erna Einarsdóttir, verkefnastjóri á mannauðssviði. Nánari upp­ lýsingar um viðbragðsteymið er að finna á Uglu og á mannauðssviði.   vidbragdsteymi@hi.is

SÁLFRÆÐIRÁÐGJÖF HÁSKÓLANEMA Sálfræðiráðgjöf háskólanema er þjálfunarstöð meistaranema í klínískri sálfræði. Hún er opin öllum háskólanemum og börnum þeirra. Hjá Sálfræðiráðgjöfinni er gagnreyndum aðferðum beitt við greiningu, mat og meðferð undir hand­leiðslu forstöðumanns. Fullorðnir fá oftast hugræna atferlismeðferð (HAM) við þunglyndi eða sértækum kvíðaröskunum svo sem félagsfælni, ofsakvíða eða einfaldri fælni. Fyrir börn háskólanema býðst hegðunar­ ráðgjöf, svefnráðgjöf og meðferð við kvíða. Best er að leita beint til Sálfræðiráðgjafarinnar í gegnum heima­síðu eða netfang, en einnig er hægt að fá aðstoð frá Náms- og starfs­ ráðgjöf HÍ. Sálfræðiráðgjöfin er í kjallara Nýja-Garðs og hvert viðtal kostar 1.500 kr.    Kjallari í Nýja-Garði salradgjof@hi.is

PROFESSIONAL COUNCIL ON RESPONDING TO GENDER-RELATED AND SEXUAL HARASSMENT AND OTHER SEXUAL VIOLENCE Gender-based and sexual harassment and/or violence is strictly prohibited at the University of Iceland. The Professional Council receives and investigates reports of offenses at the University, communi­cates with the victim, alleged perpetrator, and university authorities, and proposes reforms as needed. Any offense involving students or staff, whether it occurs on or off school grounds, is taken into account. The council chair is Þóra Sigfríður Einarsdóttir, psychologist at Domus Mentis Mental Health Center. All inquiries should be directed to her.    770-7252 fagrad@hi.is

BULLYING AND VIOLENCE RESPONSE TEAM Bullying and other abusive and violent behaviors on the part of staff, students, or others at the university , for an example contractors or guests, are strictly forbidden and will not be tolerated. The university has established policies and procedures, approved by the University Council, to ensure that appropriate resources are in place in case of bullying or violent incidents. The university also has an active Bullying and Violence Response Team that investigates all reported incidents on campus. Learn more about the response team on Ugla or through human resources.    vidbragdsteymi@hi.is

MENTAL HEALTH COUNSELING FOR UNIVERSITY OF ICELAND STUDENTS Counseling services are provided by graduate students in clinical psychology, as a part of their training program. At the Mental Health Counseling they use evidence-based methods to diagnose, assess and handle various problems under professional guidance from certified psychologists. Adults sometimes get cognitive behavioral therapy to help with their depression or anxiety disorders like social

31


Akademían 2021–22

TANNLÆKNAÞJÓNUSTA FRÁ TANNLÆKNANEMUM HÍ Opið er fyrir tannlæknaþjónustuna þegar kennsla fer fram, frá miðjum ágúst út nóvember og frá byrjun janúar fram í miðjan apríl. Bóka þarf tíma í skoðun og greiningu símleiðis milli kl. 9–12 og 13–16 á virkum dögum á kennslutímabilinu. Tímar eru á miðvikudögum milli kl. 12:30–16:10.    2. hæð í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16 525-4850

LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATORS Orator, félag laganema við HÍ, veitir al­ menningi endurgjaldslausa lögfræðiaðstoð símleiðis á fimmtudagskvöldum milli kl. 19:30–22:00. Opið er fyrir starfsemina frá september og fram í apríl, að undanskildum desembermánuði. Lögfræðiaðstoðin fer í jóla- og sumarfrí og því lokar stundum fyrr í apríl eða nóvember. Þau setja alltaf tilkynningar á Facebook-síðuna Lögfræðiaðstoð Orator þegar þau fara í frí. Þar birtast einnig áminningar um aðstoðina þá daga sem hún er opin. Nemendur í meistaranámi við lagadeild HÍ sjá um aðstoðina undir umsjón starfandi lögmanna.    Opið 19:30–22:00 á fimmtudagskvöldum 551-1012

phobia, panic attacks or general anxiety disorder. The children of students at the university can get behavioral counselling, sleep counselling and help with anxiety symptoms. Students can reach out directly through email or their website, or get a referral from the Student Counseling and Career Center. Mental health counseling services are located on the ground floor in Nýi Garður. The fee for each appointment is 1500 krónur.    Nýi Garður, ground floor 856-2526

UNIVERSITY OF ICELAND PUBLIC DENTAL CLINIC Dental services are available while courses are in session, from the middle of August through November and from the beginning of January to the middle of April. Dental students provide services under faculty supervision. To book an appointment for an initial exam and evaluation, call between 9:00 am and 12:00 pm or 1:00 pm and 4:00 pm weekdays during the teaching period (see above). Appointments are offered on Wednesdays between 12:30 pm and 16:10 pm.    Læknagarður, 2nd floor (Vatnsmýrarvegur 16) 525-4850

ORATOR LEGAL AID – LAW STUDENTS’ ASSOCIATION Orator, the University of Iceland law students’ association, provides free legal aid over the phone on Thursday evenings. This service is available from September to April, excluding December. Graduate students in the Faculty of Law provide legal aid under the supervision of practicing lawyers.    Thursday evenings from 7:30 pm – 10:00 pm 551-1012

32


Réttinda-Ronja Rights-Ronja

RÉTTINDA-RONJA RIGHTS-RONJA

Réttinda-Ronja er rafrænn upplýsingabanki sem heldur utan um réttindi og úrræði fyrir fatlaða nemendur og nemendur með sértækar námsþarfir innan háskól­anna á Íslandi. Á vef Réttinda-Ronju er meðal annars að finna aðgengiskort af byggingum HÍ, upplýsingar um úrræði og aðstoð, lög og reglur sem snúa að þessum hópi stúdenta og upplýsingar um styrki og sjóði til úthlutunar. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem framkvæmdar hafa verið af íslenskum fötlunarfræðingum sem og teymi RéttindaRonju, upplifa fatlaðir nemendur og nem­ endur með sértækar námsþarfir mikla vöntun á sýnileika þeirrar þjónustu sem stendur þeim til boða. Ein algengasta birtingarmynd fötlunarfordóma er skert aðgengi að upplýsingum og berst Réttinda-Ronja gegn því. Réttinda-Ronja er því ekki aðeins upplýsingabanki heldur er hún einnig þrýstiafl á háskólann til þess að gera betur í málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértækar námsþarfir. Allir stúdentar eiga að hafa möguleika á því að stunda nám við sitt hæfi og enginn á að þurfa að upplifa skert námsgæði vegna skorts á þjónustu. Til stendur að uppfæra upplýsingar um skólana og allar ábendingar eru vel þegnar. Þær má senda á netfangið:   rettindaronja@gmail.com. Upplýsingar sem koma frá skólunum um réttindi og úrræði þurfa að vera réttar. Upplýsingabanka Réttinda-Ronju er að finna á heimasíðu Stúdentaráðs:   student.is/ronja

Réttinda-Ronja (“Rights-Ronja”) is an online information bank devoted to edu­cating the university community about the rights of students with disabilities or special edu­ cational needs and what resources are available to them. Information on the RéttindaRonja website includes accessibility maps of university buildings; information about available resources and assistance; pertinent laws and rules; and information about scholarships and other available funding. Studies conducted by disability specialists along with the Réttinda-Ronja team reveal a lack of visibility and clear information when it comes to available services. In fact, one of the most common manifestations of disability prejudice is inadequate access to information. This is exactly the issue that Réttinda-Ronja aims to address. Réttinda-Ronja is not only a great source of information; it’s also a means of pushing the university to do better when it comes to accessibility and accommodations. Every student should have the opportunity to study in a manner suited to their individual abilities, and no one should have to sacrifice the quality of their education due to lack of services. Plans to update the information on the schools are underway so all pointers will be well received. You can send them to the email address:   rettindaronja@gmail.com. The information on the schools about rights and resources must be correct. You can find Réttinda-Ronja on the Student Council’s website:    student.is/ronja (Icelandic)

33


Akademían 2021–22

FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA STUDENT SERVICES

Félagsstofnun stúdenta er í eigu stúdenta við Háskóla Íslands og sér um að veita þeim margvíslega þjónustu á háskóla­svæðinu á sem bestum kjörum. Stofnunin vinnur í raun að því að gera sem allra best við stúdenta. Þegar þú kemur við í Hámu og færð þér einn uppáhelltan, hámar í þig ljúffengar sætkartöflufranskar á Stúdenta­kjallaranum eða kaupir yfirstrikunarpenna í Bóksölu stúdenta ertu að nýta þér þjónustu FS. Stofnunin á og rekur einnig Stúdenta­ garðana og Leikskóla stúdenta. FS leggur sig fram við að bjóða upp á næringarríkt og fjölbreytt vöruúrval í Hámu og tekur hug­ myndum stúdenta með opnum hug. FS reynir eftir fremsta megni að höfða til nemenda og matseðill Hámu er til að mynda alltaf birtur í Smá-Uglunni og á heimasíðu Uglunnar.

34

Student Services (Félagsstofnun stúdenta – FS) belongs to the student body at the University of Iceland. With a focus on convenience, quality, and affordability, FS strives to provide students with the best possible service across campus. When you saunter into Háma for a cup of coffee, scarf down a basket of sweet potato fries in the Student Cellar, or buy a pack of highlighters at the bookstore, you’re making use of FS services. FS also owns and manages student housing and on-campus preschools for children of students. When it comes to food and drink, FS strives to offer a healthy and interesting selection at Háma. They always welcome feedback and do their best to keep students’ needs in mind. For example, they post the Háma menu on the Smáugla app and the Ugla home page, so it’s always at your fingertips.


Félagsstofnun Stúdenta Student Services

SKRIFSTOFA FS

FS OFFICE

3. hæð Háskólatorgs Mánudaga – fimmtudaga frá kl. 9:00 til 16:00 Föstudaga frá 9:00 til 14:00 570 0700 fs@fs.is. fs.is

University Center, 3rd floor Monday – Thursday from 9:00 am to 4:00 pm Fridays from 9:00 am to 2:00 pm 570-0700 fs@fs.is. fs.is/en/home/

BÓKSALA STÚDENTA Bóksala stúdenta er staðsett í hjarta háskólasamfélagsins og ætti ekki að fara framhjá neinum þegar gengið er inn á Háskólatorg. Þar fást kennslubækur og önnur námsgögn en einnig ritföng, tímarit og kiljur. Bókakaffi stúdenta er staðsett í Bóksölunni og þar er ljúft að tylla sér með kaffibolla í hönd og virða fyrir sér mannlífið á Háskólatorgi. Í Bóksölunni er einnig að finna Kaupfélag stúdenta þar sem seldar eru skemmtilegar og gagnlegar vörur af ýmsu tagi. Í Bóksölu stúdenta er verðlagi haldið niðri eins og kostur er og því er tilvalið fyrir stúdenta að nýta sér þau góðu kjör sem þar bjóðast.

HÁMA OG KAFFISTOFUR FS rekur veitingasölur víðs vegar um háskólasvæðið sem eru opnar á skólatíma. Háma er á Háskólatorgi, í Odda, Öskju, Eirbergi, Læknagarði, Tæknigarði, Stakkahlíð og í Háskólabíói. Á öllum stöðunum er fjölbreytt úrval af mat og drykk, meðal annars samlokur, súpur og kaffi, og sums staðar er boðið upp á hafragraut á morgnana. Í Læknagarði er salatbar en á Háskólatorgi, í Tækni­ garði og Stakkahlíð er salatbar og heitur matur í hádeginu. Ef þú nýtir þér háskóla­skírteinið þitt getur þú fengið heitan mat og kaffi á sérstökum kostakjörum.

THE UNIVERSITY BOOKSTORE Located in the heart of campus, the University Bookstore is impossible to miss when you enter the University Center. At the bookstore, you can purchase textbooks and other class materials, as well as office supplies, magazines, and books. Within the bookstore is Bókakaffi, the student café, where you can take a load off with a cup of coffee in hand and watch the hustle and bustle of the University Center. You’ll also find Kaupfélag Stúdenta, the student co-op. With com­ petitive pricing and a great selection of fun and useful products, it’s the perfect place for students to shop for deals.

DINING OPTIONS FS has dining options all around campus, open during school hours. Háma has locations at the University Center, Oddi, Askja, Eirberg, Læknagarður, Tækni­garður, Stakka­ hlíð, and Háskólabíó. Each location is stocked with a variety of food and drink options, including sandwiches, soup, and coffee. In addition, some locations offer oatmeal in the mornings. The University Center, Tæknigarður, and Stakkahlíð offer both salad bars and hot meals at lunchtime. Læknagarður also has a salad bar. You can get a discount on hot meals and coffee if you present your student ID card.

35


Akademían 2021–22

STÚDENTAGARÐAR Hlutverk Stúdentagarðanna er að bjóða námsmönnum við Háskóla Íslands hentugt og vel staðsett húsnæði til leigu á sanngjörnu verði. Mýrargarður er þar nýjastur en aðrir garðar eru Skjólgarður, Gamli Garður, Ásgarðar, Skerja­ garður, Oddagarðar, Hjónagarðar, Vetrar­ garður, Skuggagarðar og Skógargarðar. Húsnæðið er af ýmsum gerðum; einstaklings­ herbergi og einstaklingsíbúðir, tvíbýli, paraíbúðir og tveggja til fjögurra her­bergja fjölskylduíbúðir. Á Stúdenta­görðum er líflegt og skemmtilegt sam­félag háskólanema og fjölskyldna þeirra. Garðarnir eru sniðnir að þörfum íbúanna, en áhersla er lögð á góða nýtingu á plássi, hagkvæmni, samnýtingu og samveru til að stuðla að góðum samskiptum íbúa.

STÚDENTAKJALLARINN Stúdentakjallarinn er staðsettur á fyrstu hæð Háskólatorgs. Þar er boðið upp á fjölbreyttar veitingar og metnaðarfulla dagskrá allan ársins hring. Þangað fara stúdentar til að gera sér glaðan dag, sötra ódýran bjór með hjálp stúdentakortsins og gæða sér á dýrindis frönskum. Íþróttaviðburðum er oftar en ekki varpað á stóran skjá á kjallaranum og tónleikahald er áberandi í skemmtidagskrá skólaársins. Dagskrána má nálgast á Facebook-síðu Stúdentakjallarans eða á fallega skreyttu skilti fyrir framan.

36

STUDENT HOUSING The role of student housing is to offer university students conveniently located housing at a fair price. Mýrargarður is the newest residence hall. Other student residences include Skjólgarður, Gamli Garður, Ásgarðar, Skerjagarður, Odda­garðar, Hjónagarðar, Vetrar­ garður, Skugga­garðar, and Skógargarðar. There’s a wide variety of housing options, ranging from single rooms with a communal kitchen area to 2 to 4 bedroom family apartments. In student housing, you’ll find a fun and lively community of students and their families. Housing options are designed to meet residents’ needs and emphasis is placed on efficient use of space and creation of community among residents.

THE STUDENT CELLAR Located on the ground floor of the University Center, the Student Cellar offers meals, snacks and drinks as well as an exciting event calendar all year round. It’s the go-to place to treat yourself to some tasty fries and a cheap beer (remember your student ID card for a discount!). Sporting events are shown on the big screen and concerts are a regular occurrence. The calendar of upcoming events can be found on the Student Cellar’s Facebook page or on the colorful chalk board at the entrance.


Ugla og Canvas Ugla and Canvas

UGLA OG CANVAS UGLA AND CANVAS

Haustið 2020 tók Háskóli Íslands í notkun námsumsjónarkerfi sem heitir Canvas. Það er algengasta námsumsjónarkerfi í háskólum á Norðurlöndum og er notað í mörgum af fremstu háskólum heims, t.d. Harvard, Oxford og Stanford. Canvas býður upp á ótal nýja möguleika í kennslu, til dæmis tækifæri á auknu samstarfi um námskeið þvert á landamæri milli háskóla sem nýta kerfið. Á vormisseri 2020 fóru fram ítarlegar prófanir á kerfinu í Háskóla Íslands þar sem rúmlega 60 kennarar og 2.300 nemendur prófuðu kerfið. Hægt er að kynna sér þessa breytingu á vefsíðunni canvas.hi.is.

Last fall, the University of Iceland began using a learning management system called Canvas. Canvas is the most common learning management system in the Nordic countries and is used at some of the world’s top universities, including Harvard, Oxford, and Stanford. Canvas opens up tons of new possibilities for instruction, for instance the opportunity to collaborate across international borders with other universities that use the system. UI conducted a trial run in spring 2020, with over 60 instructors and 2300 students testing out the platform. You can learn more about the switch to Canvas at canvas.hi.is.

37


Akademían 2021–22

Í Canvas fá nemendur góða yfirsýn yfir námsmat, nálgast námsgögn og les­lista, einkunnir og tilkynningar frá kennurum. Þar geta nemendur og kennarar meðal annars talað saman á myndbands­formi. Gott viðmót og aðgengilegt lestrarumhverfi taka á móti nemendum í Canvas, þar er hægt að stækka texta og skipta um lit á bakgrunni en það gagnast sérstaklega þeim sem eiga erfitt með lestur. Í Canvas er til dæmis hægt að nálgast: »  Einkunnir (Lokaeinkunn verður áfram á Uglunni en einkunn úr verkefnum og prófum færist í Canvas) »  Tilkynningar frá kennurum »  Kennsluáætlanir »  Námsefni »  Skil á verkefnum »  Upptökur af fyrirlestrum Allar grunnupplýsingar og ýmis önnur tól sem nemendur nýta sér verða þó áfram í Uglunni, til dæmis árleg skráning í námskeið, upplýsingar um námsferil, stundataflan, upplýsingar um próf og árleg kennslukönnun. Uglan er innra net Háskóla Íslands. Hún er mikilvægur upplýsingavettvangur og öflugt verkfæri starfsfólks, nemenda og kennara við háskólann. Þar að auki virðist hún eiga sjálfstætt líf og hressir stúdenta við með stórskemmtilegum skilaboðum á heima­síðu sinni á hverjum degi.

SMÁUGLAN OG CANVAS APPIÐ SmáUglan er smáforrit fyrir snjallsíma þar sem stúdentar geta nálgast ýmsar gagnlegar upplýsingar á skömmum tíma. Í SmáUglunni er til dæmis hægt að nálgast: »  Stundatöflu »  Tilkynningar »  Próftöflu »  Kennsludagatal »  Þjóðskrá »  Matseðil Hámu »  Upplýsingar um viðburði »  Opnunartíma bygginga »  Kort af háskólasvæðinu »  Símaskrá starfsmanna

38

Canvas allows students to keep tabs on grading criteria, access course materials and reading lists, view grades, and see announce­ ments from instructors. It also gives students and teachers the chance to video chat. Canvas has a good interface and creates an accessible reading environment, allowing students to zoom in on the text or change the background color, which can be particularly helpful for students with reading difficulties. With Canvas, you can: »  See your grades (final grades will still be visible on Ugla, but grades for individual assignments and exams will move to Canvas) »  V iew announcements from your instructors »  Access syllabi, class materials, and recordings of lectures »  Submit assignments All basic information and various other tools will continue to be available on Ugla, including registration, class schedules, exam information, and annual instruction surveys. Ugla is the univer­sity’s intranet. A powerful tool for students, staff, and instructors alike, Ugla is both an information portal and communication forum. The owl seems to have a mind of its own and often posts creative messages that make students smile.

SMÁUGLA (THE UGLA APP) AND THE CANVAS APP The “Little Owl” app gives students access to all sorts of information at their fingertips. With Smáugla, you can: »  V iew timetables, exam schedules, and the academic calendar »  Access Registers Iceland (Þjóðskrá) »  See announcements and a calendar of upcoming events »  V iew the weekly menu for Háma »  Find the opening hours for campus buildings »  View campus maps »  Search the employee directory


Ugla og Canvas Ugla and Canvas SmáUglan er notuð samhliða Canvas appinu þar sem nemendur geta fylgst með náminu frá A-Ö. Til dæmis fá nemendur tilkynningu í símann þegar einkunn er birt eða þegar kennari sendir skilaboð á hópinn. Þá geta þeir séð yfirlit yfir verkefni sem þarf að skila. Nemendur geta sótt appið bæði fyrir Apple og Android síma.    ugla.hi.is /Ugla.Hi.is

The SmáUgla is used as well as the Canvas app, where students can manage their academic lives from A-Z. For example, students will receive a notification on their phones when grades are posted or when an instructor sends the class a message, and they can see an overview of upcoming assignments. The app is available for both Apple and Android phones.    ugla.hi.is /Ugla.hi.is


Akademían 2021–22

SKIPTINÁM STUDY ABROAD Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla um allan heim. Samstarfið veitir nemendum einstakt tækifæri til að verja hluta af náminu við erlenda háskóla, öðlast alþjóðlega reynslu og skapa sér sérstöðu. Nemendur fá skiptinámið metið inn í námsferil sinn við HÍ svo námsdvölin þarf ekki að hafa áhrif á lengd náms­tímans. Frestur til að sækja um skiptinám er til og með 1. febrúar ár hvert.

HVERS VEGNA AÐ FARA Í SKIPTINÁM? Námsdvöl erlendis hefur jákvæð áhrif á atvinnumöguleika ungs fólks þar sem vinnu­ veitendur leita í auknum mæli eftir fólki með alþjóðlega reynslu. Nemendur geta valið úr fjölda námskeiða við erlenda háskóla sem ekki eru í boði við Háskóla Íslands og styrkt þannig stöðu sína. Þá er dýrmætt að kynnast nýjum kennslu­ aðferðum og annarri menningu innan erlends háskóla og fá þannig nýja sýn á námið. Nemendur geta fengið skiptinámið metið inn í námsferil sinn við HÍ svo námsdvölin þarf ekki að hafa áhrif á lengd námstímans.

SKILYRÐI FYRIR SKIPTINÁMI Grunnnemar þurfa að hafa lokið a.m.k. einu ári (eða 60 ECTS einingum) af námi sínu við Háskóla Íslands áður en skiptinám hefst. Nemendur á fyrsta ári geta því sótt um skiptinám og farið út á öðru ári að því tilskildu að þeir hafi lokið 60 ECTS einingum áður en nám við gestaskólann hefst. Í sumum námsgreinum þarf nemandi að hafa lokið meira en einu ári af námi sínu áður en farið er í skiptinámið og í sumum greinum er eingöngu í boði að fara í skiptinám á framhaldsstigi. Nemendur þurfa að taka a.m.k. helming námsins við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan. Hægt er að sækja um að fara í skipti-

40

The University of Iceland has over 400 partner universities around the world. These connections afford students the unique opportunity to set themselves apart by gaining international experience and completing part of their studies abroad. Credits completed at partner universities are evaluated and transferred toward UI program requirements, so studying abroad does not have to mean taking longer to graduate. The annual deadline to apply for exchange studies is February 1.

WHY STUDY ABROAD? Exchange programs have a positive impact on young people’s job opportunities, as employers increasingly seek out candidates with international experience. At foreign universities, students can choose from a whole host of courses that are not offered at the University of Iceland, setting themselves apart from their peers. Students also gain an invaluable new perspec­ tive on their studies by experiencing new teaching methods and a different culture. Students can have the courses they take abroad evaluated and equivalent credits transferred to UI so their stay abroad doesn’t have to affect the time it takes to complete their studies.

REQUIREMENTS FOR STUDY ABROAD Undergraduate students must have com­ pleted at least one year (min. 60 ECTS units) of their studies at the University of Iceland before beginning studies abroad. First-year students can apply to go on exchange in their second year, provided they will have completed 60 ECTS before attending the host university. Some programs require students to complete more than one year of study before


Skiptinám Study Abroad nám í eitt misseri eða fleiri. Skiptinám má að hámarki vera eitt skólaár sem hluti af hverri námsgráðu. Hægt er að velja milli þess að fara í skipti­nám í eitt misseri eða tvö. Einnig er hægt að sækja um styttri námsdvöl. Í skiptinámi er gert ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi, þ.e. 30 ECTS einingum á misseri.

ÁFANGASTAÐIR Norðurlönd, Evrópa, Bandaríkin, Kanada, Mið- og Suður-Ameríka, Ástralía, Nýja-Sjáland og Asía.

STYRKIR OG FJÁRMÖGNUN Í skiptinámi eru skólagjöld við gesta­skólann felld niður en nemendur greiða árlegt skrásetningargjald við Háskóla Íslands. Ef sótt er um skiptinám í gegnum Nordplus og Erasmus+ áætlanirnar er jafnframt sótt um ferða- og dvalarstyrk. Skiptinám er lánshæft hjá Mennta­sjóði námsmanna. Í sumum tilfellum bjóðast styrkir til skiptináms utan Evrópu. Upplýsingar um þá styrki veitir starfsmaður Skrifstofu alþjóða­ samskipta eftir því sem við á. Kynntu þér málið á:   hi.is/skiptinam

STARFSÞJÁLFUN ERLENDIS Nemendur Háskóla Íslands hafa mögu­leika á að fara í starfsþjálfun eða rann­sóknarvinnu í fyrirtækjum eða stofnunum í Evrópu. Einnig er hægt að fara í starfs­þjálfun að loknu námi í allt að tólf mánuði frá útskrift. Nemendur eiga þannig kost á að öðlast dýrmæta alþjóðlega starfs­reynslu sem getur komið sér vel síðar meir. Erasmus+ styrkir eru í boði. Kynntu þér málið á:   hi.is/starfsthjalfun_erlendis

going out on exchange. Other programs only allow exchange studies at the graduate level. Whether studying abroad at the under­ graduate or graduate level, students must complete at least one half of their studies at and graduate from the Uni­versity of Iceland. Students can apply to study abroad for one semester or longer, with a maximum of one academic year abroad for each degree. Students can choose to go on exchange for one semester or two and can also request shorter exchange periods. Students on exchange are expected to study full time (30 ECTS per semester).

DESTINATIONS The Nordic countries, Europe, the United States, Canada, Central and South America, Australia, New Zealand, and Asia.

SCHOLARSHIPS AND FINANCING Tuition fees at the host university are waived for exchange students. Students pay only the annual registration fee for the University of Iceland. Grants received through Nordplus or Erasmus+ are intended not only to cover the cost of studies, but also to offset travel costs and living expenses. Exchange studies are eligible for loans from the Icelandic Student Loan Fund (MSNM). In some cases, grants for studies outside of Europe are available. Infor­mation about these grants is available from the International Office. Learn more at:    english.hi.is/outgoing_exchange_ students

TRAINEESHIP ABROAD Current University of Iceland students have the opportunity to participate in traineeship programs or research projects at European companies or institutions. Graduates can also apply for a traineeship program up to 12 months after com­pleting their studies. These programs offer students valuable international work experience. Erasmus+ grants are available. Learn more at:   english.hi.is/traineeship_abroad

41


Akademían 2021–22

HÁSKÓLAFORELDRAR FAMILY LIFE ON CAMPUS

FÆÐINGARSTYRKUR Foreldrar sem hafa verið í 75% til 100% námi í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir fæðingu barns, frumætt­leiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur og hafa staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma eiga rétt á fæðingarstyrk í allt að þrjá mánuði hvort um sig. Foreldrar eiga einnig sameiginlegan rétt á fæðingar­styrk í þrjá mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt með sér. Allar upplýsingar um fæðingarstyrkinn er að finna á vefsíðu Fæðingarorlofssjóðs:   www.faedingarorlof.is ATH! Menntasjóður námsmanna veitir aukið svigrúm á kröfu um námsframvindu vegna barneigna.

LEIKSKÓLAR Félagsstofnun stúdenta rekur þrjá leikskóla á háskólasvæðinu fyrir börn stúdenta við HÍ. Leikskólarnir eru allir staðsettir á Eggertsgötu og flest sveitar­félög niðurgreiða leikskólagjöld fyrir nemendur. Leikskólarnir eru fyrir börn á aldrinum sex mánaða til sex ára: »  Leikgarður er fyrir sex mánaða til tveggja ára gömul börn. »  Sólgarður er fyrir sex mánaða til tveggja ára gömul börn. »  Mánagarður er fyrir tveggja ára til sex ára gömul börn.

ÍÞRÓTTASKÓLI STÚDENTARÁÐS Stúdentaráð starfrækir íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára. Tímarnir fara fram í íþróttahúsi háskólans við Sæmundar­ götu á laugardögum og er hver tími fjörutíu mínútur. Foreldrar taka virkan þátt í tímum með því að aðstoða börnin. Frekari upp­

42

CHILDBIRTH SUBSIDY FOR STUDENTS Parents who have been studying full time (75%-100%) for at least six of the twelve months prior to childbirth, adoption, or the taking in of a foster child and have met academic progress requirements during that time are eligible for childbirth subsidies for up to three months each. Parents are also entitled to an additional three-month childbirth subsidy which can be split between them or taken by one parent. More infor­ mation about the childbirth subsidy is available at:   www.faedingarorlof.is. Please note that the Icelandic Student Loan Fund relaxes academic progress require­ ments for new parents.

PRESCHOOLS Student Services (FS) runs three preschools for children of university students, and most municipalities subsidize preschool fees for students with children. All three preschools are located on Eggertsgata, right by the university: »  Leikgarður is for children from six months to two years old. »  Sólgarður is for children from six months to two years old. »  Mánagarður is for children from two to six years old.

STUDENT COUNCIL SPORTS SCHOOL The Student Council manages a sports school for children ages one to five. Sessions are 40 minutes long and are held at the university gym on Sæmundargata. Parents


Háskólaforeldrar Family Life on Campus lýsingar veitir Stúdentaráð á:   shi@hi.is

FJÖLSKYLDUÍBÚÐIR Félagsstofnun stúdenta á og rekur stúdenta­ garða fyrir nemendur HÍ. Þar af eru Ásgarðar, Hjónagarðar, Vetrargarður, Skógargarðar og Skuggagarðar með tveggja-, þriggja- og fjögurra herbergja íbúðum sem einungis eru leigðar til barnafjölskyldna. Garðarnir eru allir á háskólasvæðinu nema Skuggagarðar sem eru á Lindargötu og Skógargarðar í Fossvogi. Íbúar á Stúdentagörðum geta sótt um húsaleigubætur. Hægt er að lesa allt um stúdenta­ garðana á vefsíðu FS.   www.studentagardar.is

FJÖLSKYLDUNEFND SHÍ Fjölskyldunefnd Stúdentaráðs sér um að þjónusta háskólaforeldra og börn þeirra. Nefndin stendur fyrir ýmsum skemmtilegum viðburðum, þar á meðal Fjölskyldu­degi HÍ, jólaballi og reglulegum barna­bíóum á Stúdentakjallaranum, ásamt fleiru. Fjöl­ skyldunefnd berst fyrir réttindum foreldra í háskólanum, meðal annars betri kjörum í fæðingarorlofi, að ekki sé kennt í HÍ eftir klukkan fimm á daginn og fyrir sveigjanlegri sumarfríum á leikskólum.

Við mælum með að: »  T aka þátt í foreldrafélagi SHÍ á Facebook. »  Fylgjast með síðu fjölskyldunefndar SHÍ á Facebook. »  Taka þátt í Íþróttaskólanum með barninu þínu og kynnast öðrum foreldrum. »  Mæta á viðburði fjölskyldunefndar sem eru yfirleitt ókeypis. »  L áta kennara vita af börnum, þeir eru yfirleitt mjög skilningsríkir.

actively participate in classes by assisting their children. More information is available from the Student Council at:   shi@hi.is.

FAMILY HOUSING Student Services (FS) owns and operates a number of residences for University of Iceland students. Five of these residences (Ásgarðar, Hjónagarðar, Vetrargarður, Skógargarðar and Skuggagarðar) feature one-, two-, and three-bedroom family apartments which are only rented out to students with children. All student housing is on campus, except Skugga­garðar, which is on Lindargata (downtown), and Skógargarðar, which is in Foss­vogur. Residents can apply for government housing benefits. You can read all about student housing on the Student Services website:   www.studentagardar.is.

STUDENT COUNCIL’S FAMILY AFFAIRS COMMITTEE The Student Council’s Family Affairs Commit­ tee provides services for parents studying at the university as well as their children. The committee holds all kinds of great events, such as Family Day, an annual Christmas ball, regular family movie nights at the Student Cellar, and more. The committee advocates on behalf of students with children, for example working to secure better terms for parental leave, ensuring that courses are not taught after 5:00 pm, and pushing for preschools to allow families more flexibility in scheduling summer vacation.

If you’re a parent, we recommend that you: »  J oin the Parents’ Association on Facebook (search “Foreldrafélag SHÍ”). »  Follow the Student Council’s Family Affairs Committee on Facebook. »  Sign your child(ren) up for the Sports School and get to know other parents. »  Attend events organized by the Family Affairs Committee, which are usually free. »  Let your instructors know you have children; they’re usually very understanding!

43


Akademían 2021–22

HÁSKÓLARÁÐ THE UNIVERSITY COUNCIL

Háskólaráð er æðsta stjórnvald Háskóla Íslands, en stjórn skólans er falin Háskóla­ráði og rektor. Ráðið sér um að marka heildar­ stefnu í kennslu og rannsóknum ásamt því að móta skipulag skólans. Háskólaráð fer einnig með úrskurðarvald í málefnum skólans og stofnana sem honum tengjast og sinnir almennu eftirliti með þeim. Mál á borði ráðsins eru því ófá.

HVAÐ FER FRAM Á FUNDUM HÁSKÓLARÁÐS? Á fundum Háskólaráðs er fjallað um málefni sviða, deilda, námsbrauta og skólans í heild. Á hverjum fundi fer fram kynning á ákveðinni einingu skólans, samstarfs­stofnun eða verkefni á vegum ráðsins. Þá er einnig fjallað um fjármál skólans, fjárlög og fjármálaáætlanir.

44

Working alongside the rector, the University Council is the University’s highest admin­ istrative authority. The Council is responsible for developing overarching academic and research policies for the university and determining the school’s organizational structure. The University Council also has general oversight over the University and affiliated institutions, as well as executive authority in matters which concern them, so it’s safe to say the Council has no lack of responsi­bilities.

WHAT HAPPENS AT UNIVERSITY COUNCIL MEETINGS? Council meetings deal with issues pertaining to the school’s various faculties, departments, and programs, as well as the university as a whole. Each meeting focuses on a University Council project, a cooperating institution, or a specific facet of the university. The school’s finances, including fiscal policy and planning, are also discussed at Council meetings.


Háskólaráð The University Council

HVERSU MARGAR ERU NEFNDIR HÁSKÓLARÁÐS? Nefndir Háskólaráðs eru átta talsins og eiga stúdentar fulltrúa í fimm þeirra:

Fjármálanefnd Enginn fulltrúi.

HOW MANY COMMITTEES COMPRISE THE UNIVERSITY COUNCIL? There are eight standing committees on the Council, five of which have student representatives.

Gæðanefnd

Finance Committee

Fulltrúi nemenda er Eva Laufey Eggertsdóttir.

No representative.

Skipulagsnefnd

Quality Committee

Fulltrúi nemenda er Ari Guðni Hauksson.

The student representative is Eva Laufey Eggertsdóttir.

Fulltrúi nemenda er Erlingur Sigvaldason, forseti jafnréttisnefndar SHÍ.

The student representative is Ari Guðni Hauksson.

Fulltrúi nemenda er Inga Huld Ármann, forseti kennslumálanefndar SHÍ.

The student representative is Erlingur Sigvaldason, president of the Student Council’s Equal Rights Committee.

Jafnréttisnefnd

Kennslumálanefnd

Samráðsnefnd Háskólaráðs um kjaramál Enginn fulltrúi.

Vísindanefnd

Fulltrúi nemenda er Auður Magndís Auðardóttir.

Planning Committee

Equal Rights Committee

Academic Affairs Committee

The student representative is Inga Huld Ármann, president of the Student Council’s Academic Affairs Committee.

Endurskoðunarnefnd

Consultation Committee for Wage Matters

Enginn fulltrúi.

No representative.

HVERJIR ERU FULLTRÚAR STÚDENTA Í HÁSKÓLARÁÐI?

The student representative is Auður Magndís Auðardóttir

Isabel Alejandra Diaz og Jessý Rún Jónsdóttir sitja í Háskólaráði fyrir hönd Röskvu.

HVERNIG ER KOSIÐ Í HÁSKÓLARÁÐ? Að vori er kosið í almennum kosningum um fulltrúa nemenda í bæði Stúdenta- og Háskólaráð. Kosið er árlega í Stúdentaráð en aðeins er kosið í Háskólaráð á tveggja ára fresti. Næst verður því kosið vorið 2022.

Science Committee Audit Committee

No representative.

WHO ARE THE STUDENT REPRESENTATIVES ON THE UNIVERSITY COUNCIL? Isabel Alejandra Diaz and Jessý Rún Jónsdóttir, both affiliated with Röskva, are the current student representatives on the University Council.

HOW ARE UNIVERSITY COUNCIL MEMBERS APPOINTED? General elections are held every spring to elect Student Council members and every other spring to elect representatives to the University Council. The next election will be held in 2022.

45


Akademían 2021–22

FASTANEFNDIR STÚDENTARÁÐS THE STUDENT COUNCIL'S STANDING COMMITTEES ALÞJÓÐANEFND Alþjóðanefnd Stúdentaráðs vinnur að alþjóðlegri stúdentasamvinnu og hefur umsjón með samskiptum Stúdentaráðs við erlenda aðila. Nefndin tekur til meðferðar mál sem varða hagsmuni erlendra stúdenta við HÍ og mál íslenskra stúdenta erlendis. Alþjóða­nefnd úthlutar skipti­nemum mentor, ásamt því að skipuleggja móttöku þeirra og kynningu á háskólalífinu. Forseti nefndarinnar er alþjóðafulltrúi stúdenta sem starfar á Réttinda­skrif­ stofu stúdenta.

FJÁRMÁLA- OG ATVINNULÍFSNEFND Fjármála- og atvinnulífsnefnd Stúdenta­ráðs sér um málefni sem snúa að atvinnu­málum stúdenta og skilningi þeirra á fjármálum. Markmið nefndarinnar er að gera stúdentum kleift að mynda tengsl til framtíðar við atvinnulífið ásamt því að veita stúdentum fræðslu til að búa þá undir vinnumarkaðinn. Nefndin beitir sér einnig fyrir hagsmunum stúdenta í samstarfi við Háskóla Íslands til að stuðla að námsumhverfi sem býr nemendur undir atvinnulífið. Á hverju ári standa nefndin og Náms- og starfsráðgjöf háskólans að Atvinnudögum þar sem meðal annars eru fjölbreyttir fyrirlestrar og viðburðir fyrir nemendur um það hvernig best er að undirbúa sig fyrir og komast inn á vinnumarkaðinn.

JAFNRÉTTISNEFND Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs vinnur að því að stúdentar Háskóla Íslands séu jafnir óháð kyni, bakgrunni, aldri, fötlun, kynhneigð eða öðru. Nefndin sér til þess að jafnréttisáætlun, stefnu í málefnum fatlaðra og stefnu gegn mismunun sé framfylgt hjá Háskóla Íslands. Í samstarfi við jafnréttisfulltrúa Stúdentaráðs

46

THE INTERNATIONAL AFFAIRS COMMITTEE The International Affairs Committee works to support international educa­tional cooperation and oversees the Student Council’s inter­ actions with foreign entities. The committee deals with issues related to foreign students here in Iceland as well as University of Iceland students studying abroad. To ease incoming exchange students’ transition into the campus community, the commit­tee organizes welcome and orientation events and operates a mentor program. The president of the committee is the inter­national student representative, who works in the Student Rights Office.

THE FINANCE AND ECONOMIC AFFAIRS COMMITTEE Through education and networking oppor­ tunities, the Finance and Economic Affairs Committee aims to increase students’ financial literacy and prepare them for the job market. In addition, the committee works closely with university staff to create an educational environment that will prepare students for the work­place. Each year, the Finance and Eco­nomic Affairs Committee organizes Career Days, bringing a wide variety of speakers and events to campus with the goal of preparing students to enter the job market.

THE EQUAL RIGHTS COMMITTEE The Equal Rights Committee aims to guarantee that all students are treated equally, regardless of gender, background, age, sexual orientation, disability, or anything else. The committee works to ensure that the


Fastanefndir Stúdentaráðs The Student Council's Standing Committees vekur nefndin athygli á jafnréttismálum með ýmsum uppákomum, þar á meðal Jafnréttis­ dögum. Forseti jafnréttisnefndar Stúdenta­ ráðs á sæti í jafnréttisnefnd Háskólaráðs.

UMHVERFIS- OG SAMGÖNGUNEFND Umhverfis- og samgöngunefnd Stúdentaráðs vinnur meðal annars að því að samgöngur séu bættar til og frá háskólanum. Auk þess vinnur nefndin að því að háskólinn sé til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfismálum, samanber endur­vinnslu- og sjálfbærnistefnu HÍ, og er nefndin almennt þrýstiafl þegar kemur að framförum í umhverfismálum. Nefndin aðstoðar nemendafélag meistara­ nema í Umhverfis- og auðlindafræði, Gaia, við skipulag Grænna daga. Auk þess vinna þau að Grænfánaverkefninu „Skólar á grænni grein“, sem er á vegum Land­verndar, fyrir Háskólann.

FJÖLSKYLDUNEFND Fjölskyldunefnd Stúdentaráðs hefur það hlutverk að gæta hagsmuna fjölskyldu­fólks í Háskóla Íslands ásamt því að skipuleggja fjölskylduvæna viðburði á borð við Jólaball SHÍ og fjölskyldudaginn. Helstu baráttumál nefndarinnar eru að gæta þess að tekið sé tillit til foreldra eða forsjáraðila í námi, til dæmis varðandi námslán, fæðingarorlof, tímasetningu kennslu­stunda utan leikskóla­ tíma og aðstöðu í háskólabyggingum.

KENNSLUMÁLANEFND Hlutverk kennslumálanefndar Stúdenta­ráðs er að veita kennslunefndum sviða háskólans aðhald og starfa með þeim. Nefndin starfar samhliða HÍ að úrvinnslu kennslukannana á hverju misseri. Þá heldur nefndin utan um stefnumótun Stúdentaráðs þegar kemur að kennslu­málum og gæðamálum í námi. Þau taka við ábendingum og fyrirspurnum frá nemendum í gegnum netfangið   kennslumalanefnd.shi@gmail.com Einnig ætla þau að setja upp ábendingabox á Facebook-síðu sinni, enda skipta raddir stúdenta þau miklu máli.

university actively follows its policies on gender equality, disability, and discrimination. In conjunction with the Student Council’s Equal Rights Represen­tatives, the committee raises awareness of equality issues through various events, including Equality Days. The president of the Student Council’s Equal Rights Committee is also a member of the University Council’s Equal Rights Committee.

THE TRANSPORTATION & ENVIRONMENTAL AFFAIRS COMMITTEE Among other things, the Transportation & Environmental Affairs Committee is charged with improving transportation options for commuters and pushing for progress on environmental issues. The committee works toward establishing the university as a leader in sustainability and recycling and organizes Environmental Days each year.

THE FAMILY AFFAIRS COMMITTEE The Family Affairs Committee advocates for the needs of students with children and organizes family-friendly events like Family Day and the Student Council’s Christmas Ball. The committee’s main job is to make sure that parents studying at the university are taken into considera­tion when it comes to issues like student loans, parental leave, campus facilities, and classes held outside of preschool hours.

THE ACADEMIC AFFAIRS COMMITTEE The Academic Affairs Committee has oversight of the individual faculties’ academic committees. Each semester, the committee works alongside the university to process course evaluation surveys. In addition, the committee manages the development of Student Council policies related to instruction and quality of education.

THE CULTURE AND SOCIAL EVENTS COMMITTEE The Culture and Social Events Committee oversees all of the Student Council’s biggest

47


Akademían 2021–22

FÉLAGSLÍFS- OG MENNINGARNEFND Félagslífs- og menningarnefnd Stúdentaráðs heldur utan um framkvæmd allra helstu félagsviðburða sem Stúdentaráð stendur fyrir. Sem dæmi um viðburði má nefna Nýnema­ daga, Háskólaport og uppistandskeppni um fyndnasta háskóla­nemann sem haldin er á Stúdenta­kjallaranum á hverju ári. Nefndin leggur mikið upp úr því að gleðja sam­ stúdenta með góðum móral og samheldni.

NÝSKÖPUNAR- OG FRUMKVÖÐLANEFND Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Stúdenta­ ráðs vinnur náið með Icelandic Startups og kemur að framkvæmd margvíslegra verkefna á þeirra vegum. Þar á meðal eru leikja- og sýndarveruleika­ráðstefnan Slush PLAY, Gulleggið, Startup Tourism, Startup Reykjavík, Startup Energy Reykjavík, erlendar sendiferðir og samstarf við erlenda háskóla. Þar að auki er hlutverk nefndarinnar að vekja athygli á starfi Icelandic Startups innan Háskóla Íslands ásamt því að auka sýnileika ný­ sköpunar og frumkvöðlastarfsemi innan veggja skólans.

LAGABREYTINGANEFND Lagabreytinganefnd Stúdentaráðs var sett á fót í kjölfar þess að starfshópur hóf vinnu við lagabreytingar veturinn 2017-2018. Nefndinni var falið það verkefni að fara yfir, endur­ skipuleggja og samræma lögin svo að starf Stúdentaráðs og stúdenta­ráðsliða yrði sem einfaldast. Vinnu starfshópsins lauk vorið 2019, en í framhaldinu tók nefndin fyrir verklagsreglur SHÍ og Réttindaskrifstofu stúdenta. Nefndin tók að sér heildarendurskoðun laga stúdenta­sjóðs árið 2020 og vinnur nú að þýðingu laga SHÍ.

48

events, New Student Days, university flea markets, and the Funniest Student compe­ tition, which is held in the Student Cellar each year. The committee works hard to foster a sense of community and bring plenty of fun to campus life.

THE INNOVATION AND ENTREPRENEURSHIP COMMITTEE The committee works closely with Icelandic Startups to realize a wide variety of projects, including the gaming and virtual reality event Slush PLAY, the Golden Egg competition, Startup Tourism, Startup Reykjavík, and Startup Energy Reykjavík. The committee also collaborates with foreign universities, promotes the work of Icelandic Startups on campus, and increases the visibility of innovation and entrepreneurship in the university community.

THE AMENDMENTS COMMITTEE The Amendments Committee evolved out of a task force that worked on amending Student Council laws in the winter of 2017–2018. The committee was charged with reviewing, reorganizing, and standard­ izing Student Council laws with the goal of simplifying the Council’s work. After the task force completed its work in the spring of 2019, the committee reviewed the Student Council’s and Student Rights Office’s policies and procedures. The committee re-evaluated the laws for the Student Fund in 2020 and is working on translating the laws of the Student Council.


Hagmunafélög Advocacy Groups

HAGSMUNAFÉLÖG ADVOCACY GROUPS

Ýmis hagsmunafélög eru starfrækt innan Háskóla Íslands og hér kynnum við nokkur þeirra til leiks.

FEMÍNISTAFÉLAG HÍ Femínistafélag Háskóla Íslands er þver­ pólitískt félag háskólanema sem vilja berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Tilgangur félagsins er að halda uppi fræðilegri og málefnalegri umræðu innan háskólans um málefni sem snúa að jafnrétti og sjá til þess að HÍ verði leiðandi afl í jafnréttis­baráttu íslensks samfélags. Félagið stendur meðal annars fyrir Píkudögum en þeim er ætlað að koma af stað málefna­legum og opnum umræðum um píkuna og öllu því sem henni tengist. Félagið er virkt á samfélagsmiðlum.    /feministafelaghi @feministarHI @feministarhi feministarhi@gmail.com

Below are just a few of the many advo­cacy groups active at the University of Iceland.

THE FEMINIST ASSOCIATION The University of Iceland’s Feminist Association is a cross-party organization of university students fighting for equal rights. The purpose is to encourage the university community to engage in constructive dialogue on issues related to gender equality and to ensure that the university is a leader in the struggle for equality both on and off campus. Among other things, the Feminist Association hosts Pussy Days, an annual event intended to encourage open and honest dialogue about all things vagina and vulva. The association is very active on social media.    /feministafelaghi @feministarHI @feministarhi feministarhi@gmail.com

AMNESTY INTERNATIONAL STUDENT ASSOCIATION Founded in fall 2018, the Amnesty Interna­ tional Student Association aims to encourage education and spark dis­cussion about human rights within the Icelandic university community and support those whose human rights have been violated. The association has for an example hosted the Human Rights Week and is an exciting platform for University of Iceland students who have an interest in human rights issues and the work of Amnesty International. As well as partici­ pating in the Equality Days at the uni they work closely with the Icelandic depart­ment and Youth Movement at Amnesty

49


Akademían 2021–22

HÁSKÓLAFÉLAG AMNESTY INTERNATIONAL Háskólafélag Amnesty International var stofnað haustið 2018. Tilgangur félagsins er að stuðla að fræðslu og umræðu um mannréttindi í háskólasamfélagi á Íslandi, sem og að veita samstöðu með þeim sem hafa orðið þolendur mannréttindabrota. Félagið hefur meðal annars haldið utan um Mannréttinda­ viku HÍ en hún er spennandi vettvangur fyrir nemendur HÍ sem eru áhugasamir um mannréttindi og starf Amnesty International. Auk þess taka þau þátt í Jafnréttisdögum HÍ og starfa náið með Íslandsdeild og Ungliða­ hreyfingu Amnesty í málefnavinnu og aðgerðarstarfi. Hægt er að fylgjast með félaginu á Facebook til að frétta af viðburðum, fundum og fleiru.    /haskolaamnesty @haskolaamnesty amnestyhaskolahreyfing@gmail.com

HUGRÚN - GEÐFRÆÐSLUFÉLAG Markmið Hugrúnar er að fræða ungt fólk um geðheilsu, geðraskanir og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund um málefnið. Stærsta verkefni félagsins ár hvert er að flytja geðfræðslufyrirlestra í framhaldsskólum landsins og er því sinnt af háskólanemum í sjálfboðaliðastarfi. Sjálfboðaliðar Hugrúnar eru nemendur við HÍ, HR og HA. Til viðbótar reynir Hugrún að ná til ungs fólks með

50

International focusing on policy discussion. Follow the association on Facebook for the latest on events, meetings, and more.    /haskolaamnesty @haskolaamnesty amnestyhaskolahreyfing@gmail.com

HUGRÚN - MENTAL HEALTH ADVOCACY ORGANIZATION Hugrún aims to educate young people about mental health, major mental disorders, and available resources, as well as promote mental health awareness among the general public. The organization’s biggest project each year involves volunteer peer educators giving presentations at secondary schools around the country. Hugrún’s volunteer team includes students from the University of Iceland, Reykjavík University, and the University of Akureyri. Hugrún also uses a variety of other methods to reach young people. For example, they launched the #huguð campaign in 2018, they are active on Instagram, and they manage a website full of helpful information. The website has recently been updated and is now available in Icelandic, English, and Polish. Among other things, it contains tips for parents on how to talk to kids about mental health. Hugrún has previously partnered with artist Alda Lilja, who created beautiful illustrations to help communicate mental health advice.    /gedfraedsla @gedfraedsla gedfraedsla.is (Icelandic) hugrunhugur@gmail.com


Hagmunafélög Advocacy Groups ýmsum hætti, en félagið gaf út herferðina #huguð árið 2018, er virkt á Instagram og rekur virka vefsíðu með ýmsum upplýsingum. Vefsíða þeirra hefur nú verið uppfærð og er aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku. Á síðunni má einnig finna leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig hægt er að ræða um geðheilsu við börn. Hugrún hefur verið í samstarfi með teiknaranum Öldu Lilju, en síðastliðið ár hefur hún teiknað fallegar myndir sem standa með geð­heilsuráðum.    /gedfraedsla @gedfraedsla gedfraedsla.is hugrunhugur@gmail.com

Q - FÉLAG HINSEGIN STÚDENTA Q er fyrir öll þau sem láta sig málefni hinsegin fólks varða. Félagið stendur fyrir félagsstarfi og réttindabaráttu LGBTQ+ stúdenta og vinnur að því að virðing sé borin fyrir margbreytileika innan háskóla­samfélagsins. Q tekur virkan þátt í hagsmuna- og jafnréttis­ störfum innan HÍ. Félaginu er ætlað að vera vettvangur til að hitta og kynnast öðru hinsegin fólki, en meðlimir Q hittast reglulega á hinum ýmsu viðburðum sem félagið stendur fyrir. Á síðasta skólaári tók félagið meðal annars þátt í Jafnréttisdögum þar sem það stóð fyrir rafrænni sýningu á heimildar­ myndinni Intersexion í samstarfi við Intersex Ísland. Einnig stóð félagið fyrir viðburðum á borð við fjarlistakvöld og Wikithon í samstarfi við Femínistafélag HÍ og Ada.    /Qfelag @qfelag Queer.is Queer@Queer.is

Q – QUEER STUDENT ORGANIZATION Q is for anyone interested in issues related to the queer community. The organization works to build community among LGBTQ students and works to ensure that diversity is respected within the university community. Q plays an active role when it comes to equality issues on campus. The organization is a place to meet other queer people, the members of Q meet regularly ath various events the organization hosts. Last year, for instance, Q participated in Equality Days, hosting an online showing of the documen­ tary Intersexion in collaboration with Intersex Iceland. Q also hosted events like socially distant arts night and a Wikithon in collabora­ tion with the Feminist Association and Ada.    /Qfelag @qfelag queer.is/en/ Queer@Queer.is

51


Akademían 2021–22

FÉLAGSLÍF STUDENT LIFE

Háskóli Íslands er þekktur fyrir öflugt félagslíf. Nemendafélög og stúdenta­f ylkingar eru áberandi í skemmtanalífinu en þar að auki er ýmislegt annað í boði. Sem dæmi má nefna Háskóladansinn, Stúdentaleikhúsið, Háskóla­ kórinn og Kvennakór HÍ.

HÁSKÓLADANSINN Háskóladansinn er opið dansfélag og er ætlað nemendum háskólanna sem og öðru dansáhugafólki. Boðið er upp á danstíma í mismunandi dönsum, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, flest kvöld vikunnar. Bæði eru kenndir sóló-tímar þar sem dansað er í hóp og para­dansar. Síðustu annir hefur meðal annars verið boðið upp á tíma í Lindy Hop, swing rock & roll, West Coast swing, Solo Jazz, K-Pop og Choreography Workout. Stefnt er að því að halda danskvöld í hverri viku auk þess sem skemmtikvöld eru einu sinni í mánuði yfir skólatímann þar sem fólk getur hist, dansað saman og kynnst öðrum úr félaginu. Ekki er nauðsynlegt að koma með dansfélaga svo þetta er frábær vettvangur til að kynnast öðrum stúdentum. Annargjaldi er haldið í lágmarki.    /haskoladansinn /haskoladansinn haskoladansinn.is

HÁSKÓLAKÓRINN Háskólakórinn er blandaður kór aðgengi­legur öllum þeim sem hafa áhuga! Kórinn flytur metnaðarfull og skemmtileg tónverk á tónleikum, kórakeppnum og öðrum viðburðum. Kórinn er rekinn af kórmeðlimum sem stuðlar að öflugu félagslífi innan kórsins með virkum nefndum sem skipuleggja alls konar viðburði. Sem dæmi má nefna árshátíðir, útilegur,

52

The University of Iceland is known for its vibrant student community. Student politics and student unions play a large role in student life, but there are other great ways to get involved, like the University Dance Forum, the Student Theater, the University Choir, and the University Women’s Choir.

THE UNIVERSITY DANCE FORUM The University Dance Forum is an open dance association offering a variety of dance classes most nights of the week for beginners as well as experienced dancers. The group plans to host a dance night every week. They have solo-classes where students dance in pairs and groups. The last few semesters they have offered classes in Lindy Hop, swing, rock and roll, and West Coast Swing, Solo Jazz, K-pop and Choreography Workout. They plan on hosting dance-nights every week as well as evening shows once a month during the school year where people can meat up, dance and get to know other people in The University Dance Forum. You don’t have to bring a partner, so it’s a great place to meet fellow students, and the semester fee is kept to a minimum.    /haskoladansinn /haskoladansinn haskoladansinn.is/en/

THE UNIVERSITY CHOIR The University Choir is a mixed choir which holds its own concerts both large and small. The choir tackles an ambitious piece every year, generally in the autumn, and performs for various special school events. Focusing largely on Icelandic music, the choir travels at least every other year to introduce Icelandic


Félagslíf Student Life útlandaferðir, partý og önnur samkvæmi.    /haskolakorinn @haskolakorinn kor.hi.is kor@hi.is

KVENNAKÓR HÁSKÓLA ÍSLANDS Kvennakór Háskóla Íslands hefur starfað síðan í desember 2005. Kvennakór Háskóla Íslands er metnaðargjarn kór, hugsaður bæði fyrir núverandi og fyrrverandi nemendur HÍ og aðra söngelska. Kórinn flytur fjölbreytt og alþjóðlegt úr-val verka á tónleikum og viðburðum gegnum skólaárið, ásamt því að syngja á jólunum og við útskriftir skólans. Kórinn er skipaður söngelskum meðlimum sem hittast reglulega utan æfinga.    /kvennakorhi kvennakorhi@gmail.is

STÚDENTALEIKHÚSIÐ Stúdentaleikhúsið er sjálfstætt starfandi áhugaleikfélag sem setur upp eina leik­ sýningu á misseri. Leikfélagið er ætlað þeim sem hafa náð háskólaaldri en allir mega taka þátt óháð því hvort þeir stundi háskólanám eða ekki. Stúdentaleikhúsið leitar að áhugasömu fólki í ýmis verkefni. Auk leikara þarf að sjá um leikmynd, tónlist, ljós, búninga, förðun og fleira sem við kemur uppsetningu. Þetta er skapandi umhverfi þar sem fólk getur komið og fengið útrás fyrir sköpunargáfuna og upplifað leikhúslífið.    /studentaleikhusid studentaleikhusid@gmail.com

music abroad and collaborate with choirs around the world. In addition, the choir hosts many social events, including a welcome party, an annual party, camping trips, and more.    /haskolakorinn @haskolakorinn kor.hi.is kor@hi.is

THE UNIVERSITY WOMEN’S CHOIR The Women’s Choir was founded in December 2005. The choir is an ambitious choir, that serves both current and past students of UI, as well as other music-lovers. The choir performs various international pieces at concerts and events through the school year, as well as singing at Christmas time and graduations at the university. The members of the choir are music-lovers that meet up regularly outside of practise.    /kvennakorhi kvennakorhi@gmail.is

THE STUDENT THEATER The Student Theater is an independent amateur theater company that stages one show per semester. It is open to college-age individuals, whether or not they’re students. The Student Theater is looking for people interested in various aspects of stage production. In addition to acting, there are opportunities in stage design, music, lighting, costumes, makeup, and more. The Student Theater is a great outlet for your creative energy and the perfect place to experience theater life.    /studentaleikhusid studentaleikhusid@gmail.com

53


Akademían 2021–22

KORT AF HÁSKÓLASVÆÐINU CAMPUS MAP

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14

54

Aðalbygging Aragata 9 Aragata 14 Askja Árnagarður Eirberg Endurmenntun Gamli Garður Gimli Hagi Háskólabíó Háskólatorg Íþróttahús Landspítalinn

15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28

Læknagarður Lögberg Neshagi Nýi Garður Oddi Raunvísindastofnun Setberg Stapi Tæknigarður Veröld VR-I VR-II VR-III Þjóðarbókhlaðan



Akademían 2021–22

HÁSKÓLARÆKTIN OG HÁFIT THE UNIVERSITY FITNESS CENTER

Eftir langan dag á lesstofunni er fátt betra en að kíkja við í Háskólaræktinni og koma blóðinu á hreyfingu. Íþróttahús HÍ við Sæmundargötu er opið öllum stúdentum og starfsfólki gegn vægu gjaldi. Árskort veitir aðgang að skipulögðum tímum í sal, aðstöðu í tækjasal og notalegri sánu í kjallaranum. Þá stendur hópum til boða að leigja íþróttasalinn. Stunda­skrá Háskóla­ræktarinnar fyrir haust- og vormisseri má nálgast á heimasíðu HÍ. Auk þess geta nemendur keypt áskrift að Háfit, faglegri fjarþjálfun sem hönnuð er með þarfir stúdenta nútímans í huga. Æfingaáætlanir gera ráð fyrir því að æfingar spanni tíma á bilinu 20-40 mínútur og næringaráætlanir gera ráð fyrir ódýrum mat sem einfalt er að útbúa. Háfit er er eingöngu í boði fyrir stúdenta og starfsfólk við Háskóla Íslands. Hægt er að kaupa áskrift á vefsíðunni:   hafit.is. Sumarið 2019 var unnið að fram­ kvæmdum í tækjasal íþróttahússins og Háskólaræktin fékk ellefu glæný tæki og býður nú upp á endurnýjað teygjusvæði og jógasal. Árskort í Háskólaræktina eru seld á þjónustuborðinu á Háskólatorgi.

56

After a long day of studying, there’s nothing better than stopping by the gym to get your blood pumping. The University of Iceland’s fitness center on Sæmundar­gata is open to all students and staff for a modest fee. An annual pass grants you access to the equipment room, regularly scheduled group classes, and the sauna in the basement. Groups can also rent out the gymnasium. The fitness center’s class schedule for both fall and spring semester is available on the university’s website. As well as using the gym on it’s own students can purchase a subscription to Háfit, a professional online training program which is considerate of the modern student life. The program is designed so each session takes about 20-40 minutes and nutrition plan regards for cheap meals that are simple to make. Háfit is only available for students and staff at the uni. Subscriptions can be bought on the website:   hafit.is The equipment room was updated in summer 2019 and now features 11 brandnew pieces of equipment, a revamped stretching area, and a yoga studio. Annual passes for the fitness center can be purchased at the Service Desk in the University Center.


Háskólaræktin og Háfit The University Fitness Center

OPNUNARTÍMI ÍÞRÓTTAHÚSSINS OG HÁFIT

OPENING HOURS OF THE FITNESS CENTER AND HÁFIT OFFICE

Mánudaga - fimmtudaga: 7:00-22:00 Föstudaga: 7:00-20:00 Laugardaga: 8:00-18:00 Sunnudaga : Lokað

Monday-Thursday: 7:00 am - 10:00 pm Friday: 7:00 am - 8 pm Saturday: 8:00 am - 6:00 pm Sunday: Closed

Íþróttahúsið er alla jafna lokað á hátíðis­ dögum, yfir jól og áramót og 6 vikur á miðju sumri.

The Fitness Center is closed on holidays, Christmas, New Year’s and for six weeks over the summer.

VERÐSKRÁ

Árskort í Háskólaræktina: 10.000 kr. Árskort í Háfit háskólaþjálfun: 12.290 kr. Leiga á íþróttasal fyrir hópa (45 mín.): 2.500 kr. / 3.500 kr. Leigjendur greiða að lágmarki fyrir 10 tíma fyrirfram. Umsjón með leigu á salnum hefur Birna Úlfarsdóttir:   ithrottahus@hi.is.

FEES

One-year pass for the fitness center: 10.000 kr. One-year pass for Háfit customized exercise and nutrition planning: 12.290 kr. Gymnasium rental for private group, 45-minute session: 2500 / 3500 krónur. Renters must pay for at least 10 sessions in advance. The supervisor for renting the gymnasium is Birna Úlfarsdóttir:   ithrottahus@hi.is.

57


10 GB / 25 GB 250 GB SAFNAMAGN


Stúdentakortin Student Cards

STÚDENTAKORTIN STUDENT CARDS

All University of Iceland students can apply for student ID cards through Ugla. Two types of card are available:

BASIC: ID AND DISCOUNT CARD Allir stúdentar í HÍ geta sótt um Stúdentakort á Uglunni. Kortin eru gefin út í tveimur mismunandi útgáfum:

AUÐKENNIS- OG AFSLÁTTARKORT Kortið er ókeypis og veitir stúdentum fjölmarga afslætti, til dæmis af heitum mat og kaffi í Hámu, fjölbreyttri líkams­rækt, bifreiðaskoðun, deilihjólaleigu og mat og drykk á ýmsum veitingastöðum. Kortið er sent á lögheimili stúdenta eftir að sótt hefur verið um það á Uglu.

RAFRÆNT AÐGANGSKORT Kortið virkar eins og hefðbundið auð­kennisog afsláttarkort en veitir auk þess aukinn aðgang að Háskólatorgi og einni annarri byggingu. Kortið kostar 1.500 kr. og er sótt á Þjónustuborðið á Háskólatorgi eftir að sótt hefur verið um það á Uglu. Lista yfir þá afslætti sem kortin veita má finna á heimasíðu Stúdentaráðs:   student.is/afslaettir ATH! Stúdentar fá ekki nýtt kort árlega heldur er það endurnýjað með límmiða á Þjónustu­ borðinu á Háskólatorgi.

The basic student ID card is free and grants the cardholder discounts on all sorts of things, like coffee and hot meals at Háma, a wide variety of fitness classes and other activities, vehicle inspections, bike rentals, and food and drink at a number of restau­ rants. You can apply for the card on Ugla and it will be mailed to your legally registered address.

ENHANCED: ACCESS CARD For an annual fee of 1500 krónur, the enhanced card gives you all the same great perks as the basic card, plus grants you after-hours access to the University Center and one other campus building of your choice. You can apply for the card on Ugla and then pick it up at the Service Desk in the University Center. To see all the great discounts you’ll get with your student card, go to    student.is/afslaettir (Icelandic) Please note that student cards are not replaced each year. To renew your card, visit the Service Desk at the beginning of the school year for a sticker.

59


Akademían 2021–22

SJÓÐIR FUNDING OPPORTUNITIES

STÚDENTASJÓÐUR Stúdentasjóður er í vörslu Stúdentaráðs og geta allir stúdentar við Háskóla Íslands sótt um styrk, í eigin nafni eða í nafni félags innan háskólans. Hlutverk sjóðsins er fjórþætt; í fyrsta lagi að efla félags-, fræðslu- og menningarstarfsemi stúdenta við HÍ, og í öðru lagi að efla alþjóðasam­starf stúdenta HÍ og erlendra aðila. Í þriðja lagi að koma til móts við kostnað náms­manna sem fara í greiningu vegna sértækra námsörðugleika eða athyglisbrests/ofvirkni (ADD/ADHD) og í fjórða lagi að koma til móts við erlenda stúdenta utan EES svæðisins sem glíma við fjárhagslega erfiðleika hérlendis. Úthlutað er úr sjóðnum fjórum sinnum á ári; tvisvar á hvoru misseri.

60

STUDENT FUND The Student Council manages the Student Fund. Any UI student can apply for a grant, either in their own name or on behalf of a student organization. The fund's role is threefold: to support cultural, educational and social opportunities for students; to strength­ en international cooperation; and to provide financial support to students who require evaluation for ADD/ADHD and other specific learning disabilities. Allocations are made four times a year, twice each semester.   nsn@rannis.is


Sjóðir Funding Opportunities

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA Markmið Nýsköpunarsjóðs námsmanna er að gefa háskólum, rannsóknars­tofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við há­skóla til sumarvinnu við metnaðar­full og krefjandi rann­ sóknarverkefni. Stúdentar eiga sinn fulltrúa í sjóðstjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar var fjármagn til sjóðsins aukið úr 55 m.kr. í 455 m.kr. árið 2020. Árið 2021 hafði sjóðurinn 330 m.kr. í umsýslu, og var úthlutað til 206 verkefna, þar sem 351 nemar voru skráðir til leiks. Nýsköpunarsjóður námsmanna er sam­keppnissjóður með 31% árangurshlutfall. Umsóknarfrestur er í febrúar á ári hverju.   nsn@rannis.is

AFREKS- OG HVATNINGARSJÓÐUR STÚDENTA HÁSKÓLA ÍSLANDS Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands styrkir afburðanemendur til náms við skólann ár hvert. Styrkir eru veittir til framhaldsskólanema sem ná afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Við úthlutun er einnig leitast við að styrkja nemendur sem sýnt hafa sérstakar framfarir í námi sínu eða náð góðum námsárangri þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Árið 2021 er lögð sérstök áhersla á að styrkja þá nemendur sem sækja um kennaranám eða annað nám í menntavísindum og eins þá nemendur sem hafa íslensku sem annað mál. Nýnemar við Háskóla Íslands, innritaðir í nám á haustönn úthlutunarárs, geta sótt um styrkinn. Hver styrkur er að fjárhæð 300.000 kr. auk 75.000 kr. til endurgreiðslu á skrásetningargjaldi við Háskóla Íslands. Styrkhafar fá styrkinn greiddan fljótlega eftir að nám við skólann hefst. Umsóknarfrestur árið 2021 var til 5. júní. Frekari upplýsingar um styrkinn veitir Kolbrún Einarsdóttir;   kei@hi.is

THE UNIVERSITY OF ICELAND STUDENT ACHIEVEMENT AND INCENTIVE FUND The purpose of the University of Iceland Student Achievement and Incentive Fund is to encourage new students at the University of Iceland who have demonstrated academic excellence at the secondary level. The grants are allocated on a yearly basis in the spring. When allocating the board wants to sponsor those students that have demonstrated academic excellence despite difficult situations. In 2021 emphasis was placed on those who were going into the field of education, and those students whose main language is not Icelandic. Each grant is 300.000 kr. as well as the 75.000 kr registration fee the University collects each year from their students. The grant recipients get the money quickly after they start their studies. The application deadline is June 5th. Kolbrún Einarsdóttir can provide more information about the fund.   kei@hi.is

ERASMUS+ Erasmus+ provides students of European universities with the unique opportunity to gain international experience in their studies and improve their position in the labour market. In addition, the new programme promotes equal opportunities to study abroad by providing supplementary grants for students with special needs. Students can apply for two types of grants: »  Erasmus+ exchange study grants allow students to take courses at one of UI's partner universities, which are evaluated for credits upon return to Iceland. Students apply for an exchange program and get a subsistence expenses grant 660-770€ per month and a travel expenses grant 275-820€ (depending on how far away the destination is). NB, these amounts apply for those applica­ tions that come through before the deadline February 1st, 2022. »  Erasmus+ traineeship grants allow students to work on specific projects,

61


Akademían 2021–22

ERASMUS+ ​ rasmus+ veitir nemendum evrópskra E háskóla einstakt tækifæri til að öðlast alþjóðlega reynslu í námi sínu og skapa sér sérstöðu á vinnumarkaði. Að auki stuðlar hin nýja áætlun að jöfnum tækifærum til náms erlendis með sérstökum viðbótarstyrkjum til að mæta nemendum með sérþarfir. Um er að ræða tvenns konar styrki sem nemendur geta sótt um: »  Í Erasmus+ skiptinámi við einhvern af samstarfsskólum HÍ eru tekin námskeið sem síðan eru metin til eininga við heim­komu. Nemendur sem sækja um Erasmus+ styrk til skiptináms fá dvalar­ styrk 660-770€ á mánuði og ferðastyrk 275-820€ (eftir fjarlægð frá áfanga­stað). Athugið að þessar upphæðir gilda fyrir þær umsóknir sem berast vegna frests 1. febrúar 2022. »  Í Erasmus+ starfsþjálfun er unnið að ákveðnu verkefni við fyrirtæki eða hjá stofnun við eitthvað sem tengist námi viðkomandi. Nemendur sem sækja um Erasmus+ styrk til starfsþjálfunar fá 660–770€ á mánuði og ferðastyrk 275–820€ (eftir fjarlægð frá áfanga­stað). Athugið að þessar upphæðir gilda fyrir þær umsóknir sem berast vegna frests 1. apríl 2022.   erasmusplus.is

62

related to their studies, at a company or institution. Students apply for a trainee­ ship program and get a subsistence expenses grant 660-770€ per month and a travel expenses grant 275-820€ (depending on how far away the destination is). NB, these amounts apply for those applications that come through before the deadline April 1st, 2022.   erasmusplus.is


Förum saman í bíó með Námukortinu Það er ekkert árgjald af debetkorti Námunnar og þú færð alltaf 2 fyrir 1 í bíó mánudaga til fimmtudaga.

L ANDSBANKINN.IS/NAMAN


Akademían 2021–22

ÁVARP REKTORS HEAD MASTER'S ADDRESS

Verið velkomin í Háskóla Íslands. Kæru stúdentar, nýtt skólaár er að hefjast í Háskóla Íslands og ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin á háskólasvæðið. Það er alltaf gleðilegt þegar nýtt skólaár hefst. Háskólasvæðið iðar af lífi og eftirvænting og spenna í loftinu. Síðustu misseri hafa verið afar óvenjuleg og krefjandi fyrir nemendur okkar og starfsfólk. Við höfum þurft að takast á við aðstæður sem voru okkur algjörlega ókunnugar og bregðast við áskorunum sem ekkert okkur var að fullu búið undir. Þessi erfiði tími, sem nú er vonandi að baki, kenndi okkur ýmsar mikilvægar lexíur. Til dæmis hversu mikilvægt það er að eiga sterkt og samheldið háskóla­samfélag. Því jafnvel á tímum þegar byggingar háskólans voru lokaðar stóðum við saman og hjálpuðumst

64

Welcome to the University of Iceland. Dear students, a new academic year is beginning at the University of Iceland, and I warmly welcome you to the campus. It is always a pleasant time when a new academic year begins. The campus is alive and you can feel the excitement in the air. Recent semesters have been very unusual and challenging for our students and staff. We have had to deal with situations that we were completely unfamiliar with and responded to challenges that were not fully prepared for. This difficult time, which is now hopefully behind us, has taught us some impor­ tant lessons, including what is the value of having a strong and cohesive university community. Because even in times when university buildings were closed, we stood together and jointly worked on tackling the tasks and safe­guarding the quality of teaching and research. The University of Iceland community is truly important for us. The last few months have been trying for our com­munity. The pandemic reminded us how important it is to be able to be together on campus, including you students inter-acting with your teachers and fellow students.


Ávarp rektors Head Master's Address að við að takast á við verkefnin og standa vörð um gæði kennslu og rannsókna. Samfélagið í Háskóla Íslands er okkur sannarlega dýrmætt. Síðustu misseri hefur sannarlega reynt á það. Heims­faraldurinn minnti okkur á hversu mikilvægt það er að geta verið saman á háskólasvæðinu, ekki síst þið nemendur með kennurum og samnemendum ykkar. Innihaldsrík námsupplifun fæst nefnilega ekki eingöngu með lestri bóka eða með því að hlýða á fyrirlestra. Hún felst ekki síður í samtölum og samneyti við nemendur og kennara, rökræðum, skoðanaskiptum og með því að deila reynslu sinni og læra af öðrum. Þetta er það sem sterkt háskóla­ samfélag gengur út á. Ég hvet ykkur því nú, þegar nýtt skólaár er hefjast, til að njóta þess til fulls að vera í Háskóla Íslands og vera virkir þátttakendur í háskólasamfélaginu. Ég óska ykkur gæfu og velgengni í námskeiðum og verkefnum ykkar á þessu 111. skólaári Háskóla Íslands.

A meaningful learning experience is not only obtained by reading books or by listening to lectures. It is achieved not least through conversations and commu­nication with students and teachers, debates, exchanges of views, by sharing experiences and by learning from others. That is what a strong university commu­nity is all about. I urge you, now that the new aca­demic year has begun, to fully enjoy being a student at the University of Iceland and be active participants in our university community. I wish you great success in your courses and projects during this 111th academic year of the University of Iceland. With my best regards, Jón Atli Benediktsson Rector and President of the University of Iceland

Með kærri kveðju, Jón Atli Benediktsson Rektor Háskóla Íslands

65


Akademían 2021–22

ÞÍNAR HUGLEIÐINGAR YOUR NOTES

66


Þínar hugleiðingar Your notes

67


Háskóli er 50% skemmtun og 50% hryllingur Fáðu aðgang að öllu bókasafni Storytel fyrir 50% af verðinu

Skannaðu QR kóðann til að fá Storytel fyrir aðeins 1.445 kr.- /mán. Almennt verð: 2.890 kr.- /mán.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.