Akademían

Page 33

Réttinda-Ronja Rights-Ronja

RÉTTINDA-RONJA RIGHTS-RONJA

Réttinda-Ronja er rafrænn upplýsingabanki sem heldur utan um réttindi og úrræði fyrir fatlaða nemendur og nemendur með sértækar námsþarfir innan háskól­anna á Íslandi. Á vef Réttinda-Ronju er meðal annars að finna aðgengiskort af byggingum HÍ, upplýsingar um úrræði og aðstoð, lög og reglur sem snúa að þessum hópi stúdenta og upplýsingar um styrki og sjóði til úthlutunar. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem framkvæmdar hafa verið af íslenskum fötlunarfræðingum sem og teymi RéttindaRonju, upplifa fatlaðir nemendur og nem­ endur með sértækar námsþarfir mikla vöntun á sýnileika þeirrar þjónustu sem stendur þeim til boða. Ein algengasta birtingarmynd fötlunarfordóma er skert aðgengi að upplýsingum og berst Réttinda-Ronja gegn því. Réttinda-Ronja er því ekki aðeins upplýsingabanki heldur er hún einnig þrýstiafl á háskólann til þess að gera betur í málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértækar námsþarfir. Allir stúdentar eiga að hafa möguleika á því að stunda nám við sitt hæfi og enginn á að þurfa að upplifa skert námsgæði vegna skorts á þjónustu. Til stendur að uppfæra upplýsingar um skólana og allar ábendingar eru vel þegnar. Þær má senda á netfangið:   rettindaronja@gmail.com. Upplýsingar sem koma frá skólunum um réttindi og úrræði þurfa að vera réttar. Upplýsingabanka Réttinda-Ronju er að finna á heimasíðu Stúdentaráðs:   student.is/ronja

Réttinda-Ronja (“Rights-Ronja”) is an online information bank devoted to edu­cating the university community about the rights of students with disabilities or special edu­ cational needs and what resources are available to them. Information on the RéttindaRonja website includes accessibility maps of university buildings; information about available resources and assistance; pertinent laws and rules; and information about scholarships and other available funding. Studies conducted by disability specialists along with the Réttinda-Ronja team reveal a lack of visibility and clear information when it comes to available services. In fact, one of the most common manifestations of disability prejudice is inadequate access to information. This is exactly the issue that Réttinda-Ronja aims to address. Réttinda-Ronja is not only a great source of information; it’s also a means of pushing the university to do better when it comes to accessibility and accommodations. Every student should have the opportunity to study in a manner suited to their individual abilities, and no one should have to sacrifice the quality of their education due to lack of services. Plans to update the information on the schools are underway so all pointers will be well received. You can send them to the email address:   rettindaronja@gmail.com. The information on the schools about rights and resources must be correct. You can find Réttinda-Ronja on the Student Council’s website:    student.is/ronja (Icelandic)

33


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.