Akademían 2021–22
SKIPTINÁM STUDY ABROAD Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla um allan heim. Samstarfið veitir nemendum einstakt tækifæri til að verja hluta af náminu við erlenda háskóla, öðlast alþjóðlega reynslu og skapa sér sérstöðu. Nemendur fá skiptinámið metið inn í námsferil sinn við HÍ svo námsdvölin þarf ekki að hafa áhrif á lengd námstímans. Frestur til að sækja um skiptinám er til og með 1. febrúar ár hvert.
HVERS VEGNA AÐ FARA Í SKIPTINÁM? Námsdvöl erlendis hefur jákvæð áhrif á atvinnumöguleika ungs fólks þar sem vinnu veitendur leita í auknum mæli eftir fólki með alþjóðlega reynslu. Nemendur geta valið úr fjölda námskeiða við erlenda háskóla sem ekki eru í boði við Háskóla Íslands og styrkt þannig stöðu sína. Þá er dýrmætt að kynnast nýjum kennslu aðferðum og annarri menningu innan erlends háskóla og fá þannig nýja sýn á námið. Nemendur geta fengið skiptinámið metið inn í námsferil sinn við HÍ svo námsdvölin þarf ekki að hafa áhrif á lengd námstímans.
SKILYRÐI FYRIR SKIPTINÁMI Grunnnemar þurfa að hafa lokið a.m.k. einu ári (eða 60 ECTS einingum) af námi sínu við Háskóla Íslands áður en skiptinám hefst. Nemendur á fyrsta ári geta því sótt um skiptinám og farið út á öðru ári að því tilskildu að þeir hafi lokið 60 ECTS einingum áður en nám við gestaskólann hefst. Í sumum námsgreinum þarf nemandi að hafa lokið meira en einu ári af námi sínu áður en farið er í skiptinámið og í sumum greinum er eingöngu í boði að fara í skiptinám á framhaldsstigi. Nemendur þurfa að taka a.m.k. helming námsins við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan. Hægt er að sækja um að fara í skipti-
40
The University of Iceland has over 400 partner universities around the world. These connections afford students the unique opportunity to set themselves apart by gaining international experience and completing part of their studies abroad. Credits completed at partner universities are evaluated and transferred toward UI program requirements, so studying abroad does not have to mean taking longer to graduate. The annual deadline to apply for exchange studies is February 1.
WHY STUDY ABROAD? Exchange programs have a positive impact on young people’s job opportunities, as employers increasingly seek out candidates with international experience. At foreign universities, students can choose from a whole host of courses that are not offered at the University of Iceland, setting themselves apart from their peers. Students also gain an invaluable new perspec tive on their studies by experiencing new teaching methods and a different culture. Students can have the courses they take abroad evaluated and equivalent credits transferred to UI so their stay abroad doesn’t have to affect the time it takes to complete their studies.
REQUIREMENTS FOR STUDY ABROAD Undergraduate students must have com pleted at least one year (min. 60 ECTS units) of their studies at the University of Iceland before beginning studies abroad. First-year students can apply to go on exchange in their second year, provided they will have completed 60 ECTS before attending the host university. Some programs require students to complete more than one year of study before