Akademían

Page 56

Akademían 2021–22

HÁSKÓLARÆKTIN OG HÁFIT THE UNIVERSITY FITNESS CENTER

Eftir langan dag á lesstofunni er fátt betra en að kíkja við í Háskólaræktinni og koma blóðinu á hreyfingu. Íþróttahús HÍ við Sæmundargötu er opið öllum stúdentum og starfsfólki gegn vægu gjaldi. Árskort veitir aðgang að skipulögðum tímum í sal, aðstöðu í tækjasal og notalegri sánu í kjallaranum. Þá stendur hópum til boða að leigja íþróttasalinn. Stunda­skrá Háskóla­ræktarinnar fyrir haust- og vormisseri má nálgast á heimasíðu HÍ. Auk þess geta nemendur keypt áskrift að Háfit, faglegri fjarþjálfun sem hönnuð er með þarfir stúdenta nútímans í huga. Æfingaáætlanir gera ráð fyrir því að æfingar spanni tíma á bilinu 20-40 mínútur og næringaráætlanir gera ráð fyrir ódýrum mat sem einfalt er að útbúa. Háfit er er eingöngu í boði fyrir stúdenta og starfsfólk við Háskóla Íslands. Hægt er að kaupa áskrift á vefsíðunni:   hafit.is. Sumarið 2019 var unnið að fram­ kvæmdum í tækjasal íþróttahússins og Háskólaræktin fékk ellefu glæný tæki og býður nú upp á endurnýjað teygjusvæði og jógasal. Árskort í Háskólaræktina eru seld á þjónustuborðinu á Háskólatorgi.

56

After a long day of studying, there’s nothing better than stopping by the gym to get your blood pumping. The University of Iceland’s fitness center on Sæmundar­gata is open to all students and staff for a modest fee. An annual pass grants you access to the equipment room, regularly scheduled group classes, and the sauna in the basement. Groups can also rent out the gymnasium. The fitness center’s class schedule for both fall and spring semester is available on the university’s website. As well as using the gym on it’s own students can purchase a subscription to Háfit, a professional online training program which is considerate of the modern student life. The program is designed so each session takes about 20-40 minutes and nutrition plan regards for cheap meals that are simple to make. Háfit is only available for students and staff at the uni. Subscriptions can be bought on the website:   hafit.is The equipment room was updated in summer 2019 and now features 11 brandnew pieces of equipment, a revamped stretching area, and a yoga studio. Annual passes for the fitness center can be purchased at the Service Desk in the University Center.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.