Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 13

40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla I

ngibjörg Grétarsdóttir eða Bjögga eins og hún er oft kölluð, er sigursælasti kvenkylfingur GG en hún hefur hampað titlinum í Meistaramóti GG alls sjö sinnum. Mörgum gæti þótt það magnað afrek þar sem Bjögga hóf ekki golfiðkun fyrr en hún var 25 ára gömul en hvernig hófst golfferillinn? „Ég er frá Þingeyri og þegar ég kom þangað eitt sumarið þegar ég var 25 ára gömul, þá plataði Rúrik [Rúrik Hreinsson, eða Rikki eins og margir í Grindavík þekkja hann – innskot blaðamanns] bróðir mig með sér í golfmót og þá hafði ég aldrei áður sveiflað kylfu. Áður en við mættum í mótið þá slógum við nokkra bolta á grasbletti fyrir ofan húsið þar sem foreldrar mínu bjuggu og það gekk ekki betur en svo að ég sló boltanum í jörðina þannig að hann skaust upp og í munninn á mér og tönnin dó (varð svört með árunum)! Mótið gekk vel og við systkinin unnum og ég fann að þetta myndi ég vilja gera meira af og strax sumarið eftir byrjaði ég á fullum krafti með konunum í Grindavík, Sjana og Sigrún tóku mig að sér og kenndu mér og ég spilaði mikið með þeim.“

um og endaði á að vinna mótið með 39 högga mun!“

Ingibjörg tók ekki þátt í næstu þremur meistaramótum, þau Viktor maðurinn hennar fóru að ferðast meira um landið og spila aðra velli en bara í Grindavík. Það stefndi allt í að Bjögga yrði ekki með 2009 en sonur hennar ýtti henni af stað: „Hluti ástæðunnar fyrir því að ég tók ekki þátt 2006-2008 var vinna, ferðalög og fjölskyldan, m.a. vorum við dugleg að fylgja syni okkar í hin og þessi fótboltamót og þegar illa gekk hjá honum og liðið mátti þola stórt tap, þá reyndi ég að peppa hann upp og sagði honum að það væri ekki aðalatriðið að vinna, bara vera með. Fyrir meistaramótið 2009 var hann að spyrja mig af hverju ég ætlaði ekki að taka þátt og ég bar því við að ég væri ekki í nógu góðri æfingu og eitthvað en þá stakk hann upp í mig, sagði að það væri ekki aðalatriðið að vinna heldur vera með! Ég varð því að mæta og spilaði mitt besta golf í þessu móti, náði erni og einhverjum fugl-

Bjögga hefur ekki tekið þátt síðan 2009, hvað veldur og er von á henni í Meistaramót GG á afmælisárinu? „Áhugamálin hafa breyst á undanförnum árum, við Viktor elskum að ferðast um landið okkar og reynum alltaf að spila golf en ég lenti í brjósklosi í baki og það er ekki gott fyrir golfið svo heilsan er líka ástæða þess að ég hef ekki mætt á undanförnum árum. Er ekki viss hvernig mér myndi ganga að spila fjóra daga í röð en eigum við ekki að segja að stefnan sé sett á að mæta til leiks í ár, á afmælisárinu. Gaman ef gamlir meistarar eins og Sigrún hans Jonna mætir, Gulli Sævars o.fl. Segjum að stefnan sé sett á þetta!“ Ertu með góð ráð til golfkvenna? „Ég er lýsandi dæmi um að það er aldrei of seint að byrja! Auðvitað hefði verið betra að byrja fyrr en sem betur fer byrjaði ég og náði svo að draga Viktor með mér í golfið og það er frábært! Ég hvet þær stelpur og konur sem eru að byrja, til að hitta strax kennara til að læra réttu handtökin. Rúrik bróðir er nú örugglega ekki besti kennarinn en hann kenndi mér fyrstu handtökin en sem betur fer fékk ég fljótlega góða leiðsögn sem hjálpaði mér mikið. Sigrún reyndi að kenna mér að pútta en það gekk ekki mjög vel og hún sagði að ég púttaði eins og fífl og því miður er ég ennþá að pútta eins og fífl, en er að vinna í þessu núna því Karen Sævars golfkennari er með púttáskorun á Facebook og maður þarf að klára visst mörg pútt á dag svo vonandi kem ég vel undirbúin fyrir sumarið!“

Hvenær kom fyrsti titillinn og var hann eftirminnilegur? „Ég byrjaði í GG 1995 ef ég man rétt og náði fljótt fínum tökum á íþróttinni og vann minn fyrsta klúbbmeistaratitil 1998. Ég man ekkert sérstaklega eftir þessum fyrsta sigri en man að það var gaman að hampa titlinum og mikið stuð var á lokahófinu.“ Það leið tími þar til sigurhrina hófst en eftir að hafa misst titilinn ´99 og ´01 þá komu fjórir sigrar í röð, frá 2002 – 2005. Átti engin kona roð í Bjöggu á þessum árum? „Jú jú, þetta var alltaf hörkukeppni en einhvern veginn tókst mér að vinna og það var auðvitað gaman. Á þessum tíma var ég að spila nokkuð stöðugt og gott golf og það skilaði mér í efsta sætið.“

Bjögga í góðum félagsskap með Kristínu Mogensen og Hildi 13


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.