Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 14

4 0 á ra a f mæ li s ri t Gol f k l úbbs Gri nda v íkur

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

G

unnlaugur Sævarsson er sigursælasti kylfingur í sögu Golfklúbbs Grindavíkur, með níu titla og státar af þeim ótrúlega árangri fram að síðasta mótinu sem hann tók þátt í árið 2009, að hafa alltaf unnið þegar hann tók þátt! Sigurhrinan hófst árið 1993 og vann Gulli eins og við þekkjum hann, þá fimm sinnum í röð en frá 1998 til 2003 tók hann ekki þátt. Mætti svo aftur 2004 og bætti við þremur titlum, tók pásu 2007 og mætti svo aftur 2008 og bætti þeim níunda í safnið! Því miður þá missti Gulli af tækifærinu á að hafa unnið tíunda sigurinn og halda þessari sigurhefð þegar hann mætti til leiks en hvað klikkaði 2009 og var ekki sárt að hafa ekki náð að fylla tuginn? „Nei, ég afmæli 9. nóvember svo eftir á að hyggja var miklu betra að hafa titlafjöldann í samræmi við afmælisdaginn minn. Nei, að öllu gamni slepptu þá mætti ég til leiks þetta ár 2009 og ætlaði mér auðvitað að halda hefðinni. Ég var reyndar ekki viss hvort ég myndi geta tekið þátt því ég hafði slasað mig á olnboga á sjónum en ég mætti á æfingarsvæðið rétt áður en skráningu í mótið lauk og olnboginn hélt og því tók ég þátt. Á lokadeginum náði ég að vinna upp forskot Hávarðs sem endaði sem sigurvegari, var kominn með eitt högg í forskot en á gömlu sjöundu holunni lenti ég í veseni og fékk sjö eða átta högg á holuna og þar með fór allur vindur úr mér. Ég missti meira að segja Leif fram úr mér og endaði í þriðja sæti. Auðvitað vonbrigði en svona er þetta.“ Hvenær hófst golfferillinn? „Ég byrjaði eitthvað að sveifla golfkylfunum hans pabba þegar við fluttum á Leynisbrún 15 en þar rétt hjá er Vallartún [margir Grindvíkingar þekkja þetta tún sem hestatúnið, n.tt. er er það á vinstri hönd við veginn sem liggur út á golfvöll – innskot blaðamanns]. Fyrsta settið keypti ég mér svo í siglingu með pabba til Bretlands, á stofnári klúbbsins 1981 þá 11 ára gamall. Ég var langt í frá eitthvert undrabarn til að byrja með og mátti alltaf lúta í lægra haldi fyrir Badda Jobba [Guðmundur Örn guðjónsson – Innskot blaðamanns] í unglingaflokki í meistaramótunum. Ég tók svo allt í einu 14

miklum framförum og náði góðum tökum á íþróttinni og þakka það miklum æfingum, ég var ekki bara að spila eins og algengt var á þessum tíma á meðal grindvískra golfara, heldur æfði sveifluna, glompuhögg o.fl. Ég tók eftir að fyrstu klúbbmeistararnir, Sigurgeir Guðjóns og Gummi Braga lögðu jafn mikla rækt við æfingar eins og ég og það skilaði sér pottþétt. Ég reyndi að hugsa leikinn og náði einhvern veginn góðum tökum á honum, man að ég fékk t.d. golf-videóspólur hjá Jonna Péturs sem var með videóleigu, horfði og reyndi að stúdera þá bestu. Það hjálpaði mér pottþétt.“ Hvenær tókstu fyrst þátt í meistaramóti fullorðinna? „Það hefur verið 1988 eða 1989 ef ég man rétt. 1991 klúðraði ég tækifæri á að landa fyrsta titlinum en þá var ég með 11 högga forystu fyrir lokadaginn en Jonni Péturs tók titilinn, ég var greinilega ekki búinn að stilla taugarnar á þessum tíma! Ég var síðan á sjó þegar Siggi sonur Jonna tók titilinn 1992 en svo upphófst sigurganga mín sælla minninga árið 1993.“

Síðasta meistaramótið hjá Gulla var árið 2009 en þá var hann á besta aldri eða 39 ára gamall, hvað gerðist síðan fyrir meistarann? „Á þessum tíma var ég byrjaður að spila Bridge og einhvern veginn tók það við af golfinu, það var erfitt að stunda báðar íþróttir af fullum krafti og ég man að stundum var ég í golfi, orðinn of seinn og reyndi að komast fram fyrir næsta holl og keyrði svo á öðru hundraðinu inn í Reykjavík til að ná Bridgemóti! Ég náði strax góðum tökum á þeirri íþrótt, hef orðið Íslandsmeistari fjórum sinnum, komst í landsliðið og varð Norðurlandameistari tvisvar sinnum og er ennþá á fullu í Bridge. Ég spila samt alltaf eitthvað golf og hver veit nema ég snúi mér aftur að golfinu af meiri krafti fljótlega.“ Hvenær má eiga von á Gulla aftur í meistaramót GG? „Ég held að áhuginn sé að koma aftur, ég finn og sé hvað klúbburinn okkar er í mikilli uppsveiflu. Helgi Dan er að gera frábæra hluti og hver veit nema ég verði mættur á fyrsta teig á fyrsta degi meistaramótsins 2021 með Helga í holli, það yrði gaman!“ Að lokum, er margfaldi meistarinn með skilaboð til ungra kylfinga? „Ég fann fljótlega hvað það er mikilvægt að spila golf með hausnum, góð speki segir að golfið sé spilað á 20 sentimetum á milli eyrnanna á þér. Ég fór strax að hugsa leikinn, spá og spekúlera og ef ég átti slæmt högg þá spáði ég mikið í hvað hefði farið úrskeiðis og undantekningarlaust fylgdi gott högg í kjölfarið. Stutta spilið hefur alltaf verið minn sterkasti hlekkur í golfinu, ég var og er ekkert sérstaklega högglangur en ef maður ætlar að verða góður í golfi, þá verður maður að vera góður í stutta spilinu!“

Gulli er jaxl við hliðina á sumum meðlimum GG…


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.