Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 17

40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

Á Tóftum í júní 2002 Golf gangan er hafin Glæsileg sem fyrr Tóftin tengir staðinn Tíminn stendur kyrr. I Hann kemur gangandi neðan frá sjónum, maður á sjötugsaldri, frakkaklæddur, berhöfðaður. Hárið er gráspengt og flaksandi í norðangolunni. Bíllinn stendur við veginn rétt fyrir neðan golfskálann, gamla húsið á Tóftum. Maðurinn er vel á sig kominn, gengur hraustlega og ber höfuðið hátt, býsna öruggur í fasi. Það sem vakti athygli aðkomumannsins voru flöggin í stöngum á hólnum fyrir utan húsið. Það er margt fólk þarna að snúast um. Þetta var þá veitingastaður hugsaði gesturinn. Vertinn bauð hann velkominn og aðkomumaður fékk sér kaffibolla og heimabakaða köku. Af hverju er flaggað? spurði hann forvitinn. Það er Þriðjudagsmót sagði Vertinn og brosti út í annað, þegar komumaður sagði að það væri fimmtudagur. Þetta er mótaröð, tíu mót. Sá sem stendur uppi að lokum með flest stig verður sigurvegari. Þriðjudagsmótin eru mjög lífleg og halda uppi góðu félagstarfi og lífi í klúbbnum, arfur frá Golfklúbbi Suðurnesja, úr Leirunni. Þeir hjálpuðu okkur að stíga fyrstu skrefin og starfsemin mótaðist í upphafi svolítið eftir þeirra kerfi. Leiran hafði þessi mót á þriðjudögum, en það hentaði okkur betur að hafa þau á fimmtudögum. Við létum nafnið halda sér. Aðkomumaðurinn leit í kring um sig ánægður á svipinn. Það voru myndir á veggjunum úr atvinnulífinu í Grindavík. Margar bátamyndir sem glöddu hann. Hann þekkti suma bátanna og útgerðamennina líka. Margar þekktar persónur báru fyrir augun sem hann kannaðist við. En hvaða spjöld eru þarna á veggnum með nöfnum og ártölum ? spurði hann. Þetta eru nöfn þeirra sem unnið hafa meistaramót klúbbsins í karla og kvennaflokki, sagði Vertinn. Þarna eru líka nöfn þeirra sem hafa unnið Stigamótin (þriðjudagsmótin) bætti hann við. Stjórnarmenn klúbbsins fóru til útlanda í vor til að spila golf í Devon á suður Englandi. Þeir voru hugfangnir af andrúmslofti og stemmningu í enskum golfskálum. Þar voru svona plattar uppi á veggjunum á mjög áberandi stöðum. Plattarnir voru

með nöfnum meistara klúbbanna í samfelldri röð frá 19. Öld. Golfklúbbarnir áttu langa sögu að baki, stofnaðir 1878 til 1890. Þetta var mjög áhrifamikið. Þeir hryntu þessu í framkvæmd í Golfklúbbi Grindavíkur um leið og þeir snéru til baka, sagði Vertinn. Vallarstjórinn kom upp traðirnar að skálanum og fór mikinn. Skömmu síðar kallaði hann á Vertinn og sagðist örugglega fara til himna. Hann var að slá fimmtu brautina. Allt í einu sá hann örlitla hreyfingu beint fyrir framan sláttuvélina. Hann varð að stöðva snögglega til að forða árekstri. Lítill æðarungi stóð stjarfur í grasinu og starði á sláttumanninn með tárin í augunum. Hann tók litla kollubarnið upp, þau horfast í augu og barnið sagði hágrátandi að það væri búið að týna mömmu sinni. Vallarstjórinn, ættaður frá Akureyri, nýútskrifaður frá skóla í Skotlandi þar sem hann lærði umhirðu golfvalla, varð svo mikið um að hann fór líka að kjökra. Hann labbaði með ungann niður að sjó þar sem hundrað kollur og mörg hundruð ungar syntu í hringi þarna í flæðarmálinu. Þegar unginn kom í spegilsléttan sjóinn í góða veðrinu, synti hann rakleitt að kollunni sem var næst landinu með fimm unga. Kollubarnið fann mömmu sína, sem tók á móti honum með kostum og kynjum.

II Eruð þið með fólk í vinnu til að slá golfvöllinn alla daga spyr sá ókunnugi. Já, segir Vertinn, hámenntaðan í faginu og stjórnin nýbúin að kaupa handa honum splunkunýjar sláttuvélar frá Englandi. Ég er svo aldeilis hissa segir ferðamaðurinn. Það er svo sem ekkert nýtt að Tóftamenn standi í heyskap, bætti hann við. „Það var fyrir löngu síðan að margt fólk var hér uppi á Tóftatúni að snúa heyi, hélt hann áfram. Veðrið var mjög gott, stafalogn, þurrkur og spegilsléttur sjórinn. Það örlaði ekki við stein. Þetta var þegar séra Kristján Eldjárn var prestur á Stað. Einhver kíkti út á sjóinn og tók þá eftir svartri þúst úti við sjóndeildarhring í suð-austri. Þústin virtist alltaf vera að breyta lögun, verða stærri eða minni um sig í sífellu. Fljótlega skýrðist hún, virtist fara nokkuð hratt og stefna til lands. Þegar upp undir landið kom, þóttist fólkið sjá, að hér væru höfrungar á ferðinni, en því sýndist líka að einhver stór skepna væri þarna á undan og höfrungarnir sem eltu, börðu stöðugt á henni. Þessi hópferð stefndi á mikilli ferð upp í Garðafjöru. Þarna reyndist vera stór steypireyður að forða sér undan höfr17


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.