Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 26

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

Ö

llum er kunnugt um mikilvægi sveitarfélaga fyrir íþróttafélög og Grindavík getur með stolti kallað sig íþróttabæ. Grindavík hefur í gegnum tíðina verið þekkt af keppnisliðum sínum í knattspyrnu og körfuknattleik og um tíma voru báðar greinar með bæði kynin í efstu deild þessara greina á Íslandi. Minna hefur farið fyrir afreksstarfi í golfíþróttinni og má kannski rekja sökina beint til aðstöðuleysis yfir vetrarmánuðina. Þegar ný stjórn Golfklúbbs Grindavíkur tók til starfa fyrir sumarið 2020 og Helgi Dan Steinsson tók við framkvæmdastjórastöðunni, þá var fljótlega ljóst að þessir aðilar gengu í takt og voru sammála um, að nauðsynlegt væri að bæta úr aðstöðuleysinu yfir vetrarmánuðina. Eins og íþróttabæjar eins og Grindavík er von og vísa, var erindi golfklúbbsins mjög vel tekið og er komið á framtíðarfjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar, uppbygging við Húsatóftavöll. Ég settist niður með sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, Eggerti Sólberg Jónssyni en hann er úr Borgarnesi og kynntist golfíþróttinni aðeins þar: „Ég æfði golf í Borgarnesi eitt sumar sem gutti og hafði gaman af. Núna er elsti strákurinn minn áhugasamur um golfið og byrjaður að æfa. Mig langar þess vegna til þess að dusta rykið af kylfunum einhvern tímann enda golf kjörin afþreying fyrir fjölskyldur, að geta verið saman úti í náttúrunni og sameinað hreyfingu og jafnvel keppni, er mjög spennandi finnst mér.“ Eggert er stoltur af aðkomu Grindavíkurbæjar að starfi GG: „Mikið ofboðslega hefði ég viljað geta valið um íþróttir þegar ég var í grunnskóla en í dag fylgja valfög meira áhuga barnanna og það er mjög góð þróun að mínu mati. Stjórnendur grunnskólans hafa verið duglegar við að leita nýrra valfaga. Vonandi verður samstarf milli skólans og 26

sem nú er í vinnslu þar sem íþróttin sameinar svo margt; hreyfingu, útiveru og fyrir þá keppnishörðu þá er golfið einig kjörinn vettvangur. Síðan býr forgjöfin til sanngjarnan leik þar sem kylfingar geta keppt sín á milli. Ég er líka hrifinn af því að sá sem byrjar ungur geti leikið golf allt sitt líf. Í Golfklúbbi Grindavíkur er elsti meðlimurinn 87 ára og sá yngsti 8 ára og þessir aðilar geta keppt sín á milli.“ Grindavíkurbær leggur mikið upp úr jafnrétti og gerir þá kröfu á íþróttafélög í bænum að jafnréttis sé gætt:

golfklúbbsins með bættri aðstöðu hér innanbæjar. Klúbburinn hefur metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á næstu árum. Bæjarstjórn hefur tekið jákvætt í þá uppbyggingu og framkvæmdir við golfvöllinn eru komnar inn á áætlun næstu ára. Það er mjög jákvætt að klúbburinn hafi fundið aðstöðu hér innanbæjar þangað til uppbyggingu lýkur á vallarsvæðinu. Sú aðstaða verður bylting fyrir alla golfara í bænum, bæði unga sem aldna. Það má nefnilega ekki gleyma að þessi framtíðaruppbygging mun ekki bara nýtast börnum, hún mun stuðla að bættri aðstöðu fyrir hinn almenna Grindavíkurkylfing.“ Grindavíkurbær er að vinna að nýrri lýðheilsustefnu og golf passar fullkomlega inn í hana: „Grindavíkurbær hefur stutt mjög vel við íþróttastarf í gegnum tíðina og golfið mun örugglega falla vel að þeirri lýðheilsustefnu

„Grindavíkurbær gerir kröfu um að vel sé staðið að jafnréttismálum hjá íþróttafélögum í sveitarfélaginu. Ef við ætlum að kalla okkur íþróttabæ þá verða öll kynin að hafa jöfn tækifæri til að stunda og iðka sína íþrótt. Við þurfum þá að horfa til aðstöðu, þjálfunar og fjármagns. Markmið sveitarfélagsins með myndarlegum fjárstuðningi er einnig að tryggja öllum börnum og unglingum möguleika á að stunda íþróttir óháð efnahag, kynferði, þjóðerni eða litarhætti. Eitt af mínum hlutverkum hjá Grindavíkurbæ, er að hafa eftirlit með að jafnréttisáætlunum sé fylgt eftir og ég hlakka til samstarfsins við forsvarsfólk klúbbsins.“ Golfklúbburinn vinnur að því að verða fyrirmyndarfélag ÍSÍ: „Ég lýsi sérstakri ánægju minni með þá stefnu GG að gera klúbbinn að fyrirmyndarfélagi ÍSÍ. Það er verðugt verkefni og ég hef fulla trú á að klúbburinn nái þeim áfanga.“ Eitthvað að lokum? „Það er gaman að fylgjast með uppganginum hjá golfklúbbnum og ég er bjartsýnn fyrir hönd klúbbsins og Grindavíkurbæjar. Góður og fallegur golfvöllur gerir íþróttabæ eins og Grindavík að ennþá meiri og betri íþróttabæ.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.