Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 32

4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi Hugum að öllum þáttum árangurs: NÆRINGU – ÆFINGUM – SVEFNI – SÁLARLÍFI

T

il þess að ná árangri í erfiðri íþrótt þarf að huga að öllum þessum þáttum og tengja þá alla saman, því „enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn“. Ef t.d. næringin er ómarkviss og léleg eru meiri líkur en minni að það bitni á árangrinum á golfvellinum. Flestir leggja mikið í æfingar og mót á golfvellinum og eru með flottustu og bestu kylfurnar og annan útbúnað en eru svo með súkkulaðistykki og koffíndrykk í pokanum til að næra sig! Með þessu er miklu meiri líkur á meiðslum, veikindum (veikt ónæmiskerfi) og að þú verðir langt frá þeim árangri sem þú stefndir að. Leggið líka áherslu á að ná 7 – 8 klst. nætursvefni (fullorðnir einstaklingar) og það mun skila mun betri árangri í golfinu, því í svefni erum við byggja okkur upp og endurnýja líkamann. Það má því segja að með því að ná góðum og endurnærandi nætursvefni séum við á æfingu, því líkamlegu og andlegu áhrifin af góðum svefni eru meiri en af hörkuæfingu. Sálarlífið er líklega það svið árangurs sem skilur milli þeirra sem skara fram úr og þeirra sem eru sífellt að reyna það án þess að takast. Ef þú hefur óbilandi trú á þér og þínum verðleikum þá eru mun meiri líkur á því að það skili sér í golfinu og lífinu almennt. Sjálfstraust, einbeiting og sigurhugsun er sérlega mikilvæg í golfi þar sem ein hola eða tvær geta klikkað, það má ekki láta það skemma allan leikinn. „Mikilvægasta sveiflan í golfi er næsta sveifla“ – Ben Hogan Almennt hollt fæði – Góðar daglegar venjur Mikilvægt er að tryggja góða almenna daglega og fjölbreytta næringu með

næringarríkum máltíðum reglulega yfir daginn. Ekki vera í endalausum átökum eða kúrum en þess á milli í rugli næringarlega séð. Á leiðinlegum hversdagslegum þriðjudögum um miðjan vetur er líka mikilvægt að nærast vel eins og í kringum æfingar og mót. Með þessu almenna holla fæði ertu að stuðla að betri svefni, meiri einbeitingu og stöðugri árangri í golfinu. Munum kolvetnin fyrir úthaldið – Besta bensínið Golf er úthaldsíþrótt þar sem iðkendur geta verið á hreyfingu í 4 klst. og orkunotkun getur orðið 1500 – 2000 hitaeiningar í hverjum leik. Besta bensín líkamans í úthaldsíþróttum eru kolvetnin. Þó er mikilvægt að nærast af réttum kolvetnum sem veita langvarandi orku s.s. ávöxtum, grófum kornvörum, haframjöli og baunum en forðast kolvetnamatvörur með viðbættum sykri eins og sætindi, gosdrykki, kökur, kex og kruðerí. Setjum góð kolvetni í golfpokann, en munið einnig að drekka vel með kolvetnunum. Prótein – Frábær til endurheimtar og uppbyggingar Prótein eru m.a. uppbyggingarefni vöðva, taka þátt í efnahvörfum og það orkuefni sem allir íþróttamenn þurfa að huga vel að. Amínósýrur eru byggingareiningar próteins og það eru 20 amínósýrur sem mynda prótein og 9 af þeim eru lífsnauðsynlegar því líkaminn getur ekki myndað þær sjálfur. Því er mikilvægt að neyta próteina sem innihalda allar þessar lífsnauðsynlegu amínósýrur. Unbroken er niðurbrotið laxaprótein með stökum amínósýrum eða dí- eða

Hraunsvík 32

Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur trípeptíðum (tvær eða þrjár amínósýrur) og því mjög fljótt upptekið, þetta tryggir mjög hraða endurheimt. Auk þess inniheldur það allar nauðsynlegu amínósýrurnar, þar af BCAA (branched chain amino acids). Prótein í bland við kolvetni er öflugt í endurheimt eftir æfingar. Á mjög löngum golfæfingum og mótum mætti taka fjórar Unbroken töflur, eina fyrir æfingu, aðra á fyrstu 9 holunum, þriðju á seinni 9 og svo þá fjórðu í lok æfingar/hrings. Á léttari dögum er æskilegt að taka 2 – 3 töflur á dag. Drekkum nægan vöka Vatn er lífsins vökvi og þurfum við að gæta vel að því að fá nægan vökva og sérstaklega þegar íþróttir eru stundaðar. Hlutverk vatns í líkamanum er m.a. að stjórna hitastigi líkamans, bera næringarefni og súrefni um líkamann, smyrja liði og vera höggdeyfir. Heilinn er um 73% vatn og vatn hjálpar til við meltingu matvæla.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.