4 0 á ra a f mæl i s ri t Gol f k l úbbs Gr indav íkur
Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981
S
tofnfundur Golfklúbbs Grindavíkur var haldinn í barnaskólanum 14. maí 1981. Fjölmargir sóttu fundinn, m.a. Guðni Ölversson, Bjarni Andrésson, Jón Guðmundsson, Jóhannes Jónsson, Guðmundur Guðmundsson, Bragi Ingvarsson, Magnús Þorláksson, Þorsteinn Óskarsson, Halldór Ingvason, Sævar Þórarinsson, Halldór Þorláksson, Sveinn Sigurkarlsson, Aðalgeir Jóhannsson, Sigurgeir Guðjónsson, Björgvin Gunnarsson, Arnar Sigþórsson, Jakob Eyfjörð Jónsson, Gunnar Sigurgeirsson og Birgir Ingvason. Halldór Ingvason gerði grein fyrir tildrögum að stofnun klúbbsins og kom þar fram velvild Jóhanns Möller í garð golfáhugamanna í Grindavík, en Jóhann hefur boðið afnot af velli þeim, sem hann hefur gert ásamt konu sinni á flötunum fyrir neðan Húsatóftir. Einnig gerði Halldór grein fyrir drögum að lögum fyrir félagið en þau lög hafa að mestu verið sniðin eftir lögum Golfklúbbs Suðurnesja í Leiru. Allir mættir fundermenn voru samþykkir stofnun klúbbs, og var því gengið til stjórnarkjörs. Eftirtaldir menn voru kosnir í aðalstjórn: Sveinn Sigurkarlsson formaður, Halldór Ingvason ritari og Sigurgeir Guðjónsson gjaldkeri. Bjarni Andrésson, Sævar Þórarinsson og Halldór Þorláksson í varastjórn. Endurskoðendur:
Eiríkur Alexandersson og Björgvin Ólafur Gunnarsson. Að lokum gerði formaður grein fyrir þeim endurbætum sem gera þyrfti á landi því sem klúbburinn nú hefði til afnota, og þeirri vinnu, er félagsmenn yrðu að leggja af mörkum. Og í því framhaldi yrði leitað eftir möguleikum til stækkunar golfsvæðis og framtíðarmöguleikum. Ársgjald var ákveðið á fundi kr. 500. fyrir meðlimi eldri en 16 ára. Síðar ákveðið gjald þeirra yngri.
36
4 0 ára af mælis r it G olf k lúb b s G r ind a v í k u r