4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur
T
il hamingju með 40 ára afmælisárið hjá Golfklúbbi Grindavíkur! Það má segja að það sé í raun kraftaverk að við eigum og séum að halda úti 18 holu golfvelli í Grindavík. Það er ekki sjálfgefið að slíkt sjáist í 3.500 manna samfélagi. Það er hins vegar staðreyndin í Grindavík, en þeir fiska sem róa og það þekkja Grindvíkingar vel. Stórhuga draumar stofnenda golfklúbbsins og vinnuframlag allra sem hafa síðan í hendur lagt, annaðhvort sem stjórnarmeðlimir, félagsmenn eða sjálfboðaliðar, hafa byggt upp auðlindina sem er Húsatóftavöllur.
Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöllur er einstakur golfvöllur þar sem gestir þreyta sig í gegnum þrískiptan golfvöll. Byrjunin á golfvellinum er talin vera erfið en hraunið á þeim hluta vallarins veldur mörgum kvíða og þar geta kylfingar tapað niður höggum ef nákvæmni var ekki tekin með í farteskinu. Um miðjan völl tekur svo við grashluti vallarins og með þeirri skiptingu má oft sjá kylfinga anda aðeins léttar. Hérna gefst mörgum tækifæri til vera djarfari og bregða til sóknar til að bæta upp hugsanlegan höggfjölda sem tapaðist í hrauninu. Þessi hluti vallarins er talinn auðveldastur og þar finnum við þær holur sem gefa oftast flesta fugla á hringnum og það einstaka tækifæri til að slá á milli heimsálfa. Þegar það er svo gengið niður á neðri hluta vallarins tekur við þriðja og jafnframt elsta útgáfan en það er strandvöllurinn. Á þeim hluta ræður vindurinn oft miklu og
þar finnum við bæði holur sem hægt er að sækja á og sem eru fljótar að refsa kylfing-
um. Húsatóftavöllur er hentugur golfvöllur fyrir byrjendur sem lengra komna, unga sem aldna og allir sem keyra suður með sjó getað fundið eitthvað einstakt við það að spila Húsatóftavöll, enn eina auðlindina sem hægt er að finna í Grindavík. Önnur auðlind sem sækir vestur í hverfi eru okkar félagsmenn og þar á golfklúbburinn stóran og dyggan hóp sem samviskusamlega greiðir sín félagsgjöld og stundar íþróttina ár eftir ár - sterkur grunnur sem er klúbbnum mikilvægur. Á árinu 2020 var metaukning í nýjum félagsmönnum og afar ánægjulegt að sjá hversu öflug aukningin var hjá kvenkylfingum en þar tvöfaldaðist félagafjöldinn á milli ára. Fyrir árið 2021 er stefnan hjá okkur að fara vel yfir tvö hundruð og fimmtíu félagsmenn og við teljum niður dagana þangað til við fögnum þeim áfanga að félagatalið fari yfir þrjú hundruð félagsmenn. En það
SKIPARADIO
4