Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 46

4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst! H

eldri kylfingar GG, karlarnir og jafnvel stundum kallaðir gömlu karlarnir, er hópur flottra manna sem flestir áttu þátt í stofnun klúbbsins fyrir 40 árum. Þeir eru duglegir við að spila allan ársins hring, hafa t.d. spilað á Gamlársdegi! Ég ákvað að taka viðtal við þessa frumherja GG og áttu þeir allir að mæta kl. 13 í golfskálann. Degi fyrr hafði ég hitt Gauja frænda (Guðjón Einarsson, 74 ára) og hann sagðist boða sína félaga í skálann daginn eftir. Kl. 13 voru mættir þeir Halldór Ingvason (81 árs), Edvard Júlíusson (87 ára), Sveinn Ísaksson (76 ára), Aðalgeir Jóhannsson (70 ára) og Gísli Jónsson (82 ára). Ekkert bólaði á Guðjóni og þeim sem hann átti að boða… Ég hringdi og hugsanlega er ellikerling farin að klípa Gauja eitthvað í rassinn en hann sagðist varla hafa verið farinn út úr skálanum þegar hann gleymdi að boða félaga sína… Nú voru góð ráð dýr, átti að fresta viðtalinu? Nei aldeilis ekki sögðu þeir sem voru mættir! Það væri líka bara fínt að taka viðtölin í tveimur hollum því þeir sem ekki mættu væru hvort sem er ekki oft að spila á sama tíma, væru í raun ungir kettlingar og ættu ekkert erindi við þetta heldri-manna-borð! (Undirritaður tók að sjálfsögðu strax eftir kímninni og skynjaði strax að nettur metingur væri á milli þessara golfsveita). Hvenær byrjuðu þessir karlar að spila svona eins og þeir gera flesta daga ársins? Halldór tók fyrstur til máls: „Ætli séu ekki orðin einhver 15 – 20 ár síðan við byrjuðum að spila golf á þennan máta en í talsvert langan tíma hefur tíðkast hjá okkur eldri kynslóðinni, að hittast úti á golfvelli kl. 13 og svo er spilað. Helga konan mín, Margrét hans Gísla og fleiri konur koma oft líka og þá eru þær annað hvort á undan eða eftir, þeim finnst skemmtilegra að spila saman og við karlarnir viljum hafa gaman hjá okkur…“ Svenni Ísaks bætti við: „Ég hélt áfram á sjónum eftir að ég varð 67 ára gamall en á milli túra reyndi ég alltaf að hitta á karlana og spila, það hefur gefið mér mikið. Eftir að ég lenti í heilablóðfalli fyrir nokkrum árum þá hafa hinir karlarnir nálgast mig aðeins í getu en ég finn hvernig ég styrkist hægt og býtandi og sé ekki fyrir mér að þeir muni ná mér!“ 46

Frá vinstri: Svenni, Alli, Gísli, Eddi, Gaui, Gunni, Bjarni og Jón.

Alltaf er keppni þegar karlarnir spila, venjulega tveir og tveir saman og samanlagður punktafjöldi ræður úrslitum og spilað er upp á kaffi – stundum fylgir kaka með. Þeir voru sammála um að Svenni sé þeirra bestur og þá sérstaklega áður en hann lenti í heilablóðfallinu en hver þeirra skyldi vera með fallegustu sveifluna? Alli á Eyri vissi að spurningunni væri lúmkst beint að sér og tók til máls: „Ég þykist vita að þessari spurningu sé beint að mér, ég get víst ekki státað af fallegri sveiflu en mér er minnisstætt þegar ég var eitt sinn að spila með nýliða, manni nokk eldri en ég, sem var búinn að vera hjá kennara. Eftir fyrsta upphafshöggið mitt glotti hann við tönn en ég fékk nú samt par á holuna á meðan hann eðlilega sem nýliði, sló rúm 10 högg. Ég átti teiginn á næstu og eftir upphafshöggið þá sprakk þessi ágæti maður úr hlátri og sagði hátt og skýrt; „sjá hvernig þú slærð!“ Félagar mínir gauka þessum frasa stundum að mér í góðu tómi.“

Er eitthvað eftirminnilegt frá þessum árum, einhver góð högg t.d.? Gísli: „Ætli ég eigi ekki besta höggið, fór holu í höggi 18. holu um daginn! Ég ætti kannski að skrá mig í Einherjaklúbbinn! Í minningunni þarf ég nú oftast að reiða fram veskið og kaupa kaffið í lok dags en mér hefði nú fundist eðlilegt að félagarnir hefðu verðlaunað mig fyrir þetta draumahögg en allt kom fyrir ekki! “ sagði Gísli kíminn. Svenni var fljótur að bæta um betur: „Ég get toppað þetta! Ég fór 6. holuna á Albatros um daginn! [fyrir þá sem ekki vita þá er Albatros þegar slegin eru tvö högg á par fimm holu - innskot blaðamanns] Ekki sjást margir kylfingar á sterkustu mótaröðum heims, mikið yfir fimmtudagsaldri en hvenær tóku þessir heiðurskylfingar eftir því að aldurinn væri farinn að hafa áhrif ? Aldursforsetinn Eddi vildi svara þessari: „Ég hef nú aldrei verið högglangur og hef ekkert spáð í hvort drævin mín séu farin að


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.