Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 58

4 0 á ra a fmæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Lífsreynslusaga á golfvelli:

S*it happens!

V

ARÚÐ! Áður en lengra skal haldið þá ert þú lesandi góður, hér með varaður við þessari lesningu. Ef þú ert hneykslunargjarn, viðkvæmur eða hvað þá klígjugarn, þá skaltu hætta lestrinum núna. Eitt sinn var ég á Akureyri og átti pantað flug um kvöld til Reykjavíkur. Sökum ófærðar var flugið fellt niður og nýtt sett á morguninn eftir – með Twin Otter flugvél eins og Flugfélag Íslands var líka með í þá daga. Tekið skal fram að Twin Otter er 19 sæta flugvél, EKKI MEÐ NEINU KLÓSETTI... Flugið var 7:30 og ég mætti um 7:00 og beið í biðsalnum. Svo eru farþegar kallaðir út í vél á tilsettum tíma og ég stend upp en fæ þá alveg svakalegan sting í magann! Ég horfði á eftir farþegunum út og einhverra hluta vegna datt mér ekki í hug að segja afgreiðslukonunni að ég yrði að fara á klósettið áður en haldið yrði af stað, ég sá einfaldlega fyrir mér að þetta myndi líða hjá... Jæja, flugtakið tókst vel og fljótlega var tilkynnt um flugtímann sem var rúm klst á 58

móti 45 mínútum á Fokker en Fokker ER MEÐ KLÓSETT... Ég sat á fremsta bekk í vélinni og var vélin full ef ég man rétt. Eftir u.þ.b. 20 mínútur fæ ég aðra pílu í magann og mátti hafa mig allan við í rúma mínútu að drulla ekki í buxurnar!! Ég fann kaldan svitann spretta fram yfir tilhugsuninni um þetta slys í háloftunum og flugferðin ekki hálfnuð! Jæja, ég rétt náði að halda þessu í mér og leit á klukkuna og sá mér til mikillar hrellingar að ennþá voru um 45 mínútur eftir af fluginu!!! Ég ákvað að reyna hugsa ekki neitt um þetta og fór að reyna dreifa huganum, las öryggisleiðbeiningarnar og annað hrútleiðinlegt lesefni í vasanum fyrir framan mig... Eftir aðrar 20 mínútur þá fékk ég aftur pílu og mátti ég teygja úr mér öllum í miklum rembingi við að halda gumsinu áfram innandyra, augun í mér stóðu hreinlega á stilkum! Úff... ég fæ nánast kaldan svita þegar ég hugsa um þessi hugsanlegu örlög sem þarna biðu mín! Aftur náði ég rétt svo að halda þessu í

mér og bað bænirnar þess efnis að komast á klósettið í tæka tíð! Ég sá Reykjavík nálgast og þar með ljósið við endann á göngunum. Vélin lenti og allt virtist ætla fara vel en um leið og ég stóð upp þá kom enn eitt skotið og nú voru góð ráð dýr! Ég ruddist fram fyrir alla inni í vélinni og einhverra hluta vegna ríghélt ég um afturendann á mér á meðan ég hljóp inn í flugstöðina (hvað átti höndin að gera ef baráttan myndi tapast?) Ég þekkti eina af afgreiðslukonunum á flugstöðinni og því miður þá tók hún eftir mér þegar ég kom á öðru hundraðinu á leið minni á dolluna. Hún kallaði: „Hæ Sibbi“ og ég rétt náði að öskra eitthvað á þessa leið: „Ég verð að flýta mér á klósettið!“ Sjaldan eða aldrei hef ég verið eins fljótur að girða niður um mig og Drottinn minn dýri hversu ljúft var að setjast á dolluna í tæka tíð! Ég hefði ekki viljað vera næstur á eftir mér inn á þetta klósett... Nokkrum árum seinna eldaði ég kvöldmatinn heima hjá mér og var boðið upp á gamaldags kótilettur í raspi (ástæða þess að ég nefni þetta er að kannski tengist þetta endalokum sögunnar). Ég hafði planað golf eftir kvöldmatinn með Almari Þór Sveinssyni vini mínum en hann rann úr skaftinu svo Arnar nokkur Ólafsson (stundum kallaður Arnar STÓRI til aðgreiningar frá öðrum meistara sem ber sama nafn) hljóp í skarðið fyrir Almar. Golfvöllurinn í Grindavík var 13 holur á þessum tíma og byrjað var að spila bakkana svokölluðu. Þegar við vorum búnir með upphafshöggin á 6. holu sem liggur meðfram golfskálanum þá fékk ég „flashback“ síðan í flugvélinni forðum því ég fékk netta pílu í magann. Ekki var nú vitið meira en það að ég hugsaði með mér að þegar þetta væri liðið hjá, að frábært yrði að klára þessa skák á heimavellinum með gott blað í hönd að loknum golfhringnum... Þegar við vorum komnir eins langt frá skálanum og hugsast gat þá fékk ég annað skot, nokkuð verra en það fyrsta. Ekki hafði ég nú samt miklar áhyggjur, sá bara dolluna heima í hyllingum. Þegar við slóum upphafshöggin á næstsíðustu holunni þá var ég með mitt högg nálægt golfskálanum. Ég sló inn á grín og var í bullandi birdie-séns svo því sé haldið til haga... Fékk þá enn eina píluna og nokkuð verri en þær tvær fyrri. Ég hugsaði með mér að ég myndi líklega ekki meika það heim svo ég myndi klára þetta dæmi í skálanum að lokinni einni holu í viðbót. Þegar ég var við það að reka birdie-púttið niður þá kom


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.