Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 6

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ:

Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu N

ú eru fjórir áratugir liðnir síðan Jóhann Möller bauð Grindvíkingum að leika golf á þeim fjórum golfbrautum sem hann hafði sjálfur útbúið. Þótt langur tími sé liðinn frá frumkvæði Jóhanns þá er óhætt að segja að aldurinn sé afstæður. Golfíþróttin hefur verið leikin í tæp þrjú hundruð ár, þar af í 87 ár hér á landi. Í mannsárum er Golfklúbbur Grindavíkur rétt að verða miðaldra en í golfsögunni er hann enn á grunnskólaaldri. Hvernig sem á málið er litið þá ber klúbburinn aldurinn vel, umvafinn fögrum Húsatóftavelli og drifinn áfram af heilsueflandi samfélagi. Íslenskir kylfingar, þeir redda sér og láta fátt stöðva sig þegar kemur að golfiðkun. Við leikum golf á tímum styrjalda og farsótta - meira að segja í íslenskum haustlægðum og nú síðast innan um spúandi eldfjöll. Minna má það ekki vera í Grindavík. Hjarta og sál golfíþróttarinnar eru golfklúbbarnir og félagsmenn þeirra. Án þeirra væri lítið sem ekkert starf unnið í hreyfingunni og enginn vöxtur ætti sér stað. Það má aldrei líta á það sem sjálfsagðan hlut þegar félagsmenn í golfklúbbum verja frítíma sínum til að gera öðrum kylfingum kleift að leika golf við betri aðstæður. Sjálfboðaliðinn sem sér um ræs-

6

inguna í mótinu, tekur að sér dómgæsluna, situr í vallarnefnd, hirðir golfvöllinn eða málar golfskálann gefur þannig öðrum félagsmönnum frítíma sinn. Margar hendur vinna létt verk og þannig hafa heilu golfklúbbarnir orðið til og vaxið í kjölfarið. Golfklúbbur Grindavíkur er skýrt dæmi þess. Innan klúbbanna verður til vinátta, kynslóðir leika sér saman, börn fullorðn-

ast og eldra fólk nýtur samveru gamalla vina. Golfklúbburinn sameinar félagsmennina og veitir þeim tækifæri til að stunda okkar skemmtilegu íþrótt. Hvort sem það er í keppni eða leik, á níu eða 18 holu velli, þá snýst íþróttin að mestu leyti um félagsstarfið. Það eru forréttindi að tilheyra golfklúbbi en það er golfklúbbum jafnframt lífsnauðsynlegt að eiga félagsmenn. Það á því að vera forgangsverkefni allra aðila innan golfhreyfingarinnar að leggja sig fram við að varðveita félagsandann í hverjum golfklúbbi og þannig næra golfíþróttina og stuðla að framgangi hennar. Þar hefur Golfklúbbur Grindavíkur mikilvægu hlutverki að gegna og ég efast ekki um vilja klúbbsins og getu félagsmannanna til að takast á við verkið. Kæru félagsmenn Golfklúbbs Grindavíkur. Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu því án vinnuframlags ykkar, áræðni og áhuga væri enginn golfklúbbur til og það má aldrei líta á framlag ykkar sem sjálfsagðan hlut. Ég ítreka árnaðaróskir mínar til félagsmanna, stjórnarmanna og starfsmanna klúbbsins. Vegni ykkur vel í starfi og leik næstu áratugina. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands

EC Sk


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.