Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 66

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

G

uðjón Einarsson eða Gaui í Ásgarði eins og hann er betur þekktur meðal Grindvíkinga, er einn frumkvöðlanna í Golfklúbbi Grindavíkur og hefði ekki verið fyrir sjósókn 14. maí 1981, þá væri nafn hans í stofnfundargerðinni sem er að finna í blaðinu á bls. 36. Gaui sem er föðurbróðir minn, er langt í frá besti kylfingur GG, er alls ekki með fallegustu sveifluna en er klárlega einn af litríkari karakterunum í klúbbnum! Árið 2007 lenti hann í að vera TEKINN og var það elsti sonur hans, Ingvar sem átti hugmyndina. Ingvar: „Þetta gerðist þegar Húsatóftavöllur var bara 13 holur, ég var staddur á 14. teig sem í leiðinni var 1. teigur. Pabbi, Bjarni Andrésar og Jón Gísla voru komnir á 13. holuna sem var par 3 en þar voru nándarverðlaun í boði. Pabbi gengur undir nafninu „Radíó“ á meðal grindvískra golfara sökum háværs tals á golfvellinum en aldrei hafði ég heyrt hann jafn háværan eins og á þessari stundu! Það var greinilegt að hann var að gæla við að fá nándina. Ég og félagar mínir í hollinu þurftum að bíða með upphafshöggin okkar á 14. holu á meðan ærslabelgirnir luku mælingunni á 13. holu og slökktu á útvörpunum sínum, þvílík læti! Hugmyndin kviknaði í raun þarna og fyrsti parturinn í leikfléttunni var að fá þáverandi formann, Gunnar Má Gunnarsson til að spila með.“ Gunnar Már sem er umboðsmaður Sjóvá í Grindavík, hringdi í Gauja og sagði honum að kvörtun hefði borist eftir mótið og hann hefði verið sakaður um að hafa verið með frjálslega mælingu á nándinni, hann yrði að gjöra svo vel að skila nándarverðlaununum á meðan fundið væri út úr þessu. Oft er talað um að veifa beitu og ekki þurfti mikið að hafa fyrir því við Gauja, hann kokgleypti þetta um leið og eftirleikurinn var í raun auðveldur! Samdægurs kom hann arkandi inn á skrifstofu Sjóvár í Grindavík, sagði nánast ekki orð við formanninn, grýtti umslaginu með nándarverðlaununum í 66

Gunna og sagði að viðkomandi gæti stungið þessari nánd þar sem sólin myndi ekki skína! Sama kvöld kíkti Ingvar á foreldra sína og þetta svindlmál bar að sjálfsögðu á góma og Ellu heitinni hans Gauja, fannst ansi illa að sinni elsku vegið og var jafnvel aðeins tortryggin á meðan ekki vottaði fyrir efa hjá fórnarlambinu! Ingvar tók því mömmu sína afsíðis og setti hana inn í hrekkinn og átti Ella nánast leiksigur þegar hún spurði Gauja: „Getur kannski verið Gaui minn að þú hafir gert eitthvað misjafnt?“ Við það varð Gaui alveg brjálaður, að hafa ekki fullan stuðning sinnar heittelskuðu og festi sig ennþá betur í netinu! Daginn eftir barst Gauja þetta bréf: Alltaf gaman þegar tvær flugur eru slegnar í sama högginu og því náði Ingvar því Bjarni Andrésson sem var með Gauja í hollinu, beit líka á en eftir að hafa verið skemmt yfir fyrri partinum í bréfinu, þá runnu á hann tvær grímur þegar hann var líka vændur um svindl! Fljótlega voru samt Bjarni og Jón Gísla látnir vita af tökunni og Jón kíkti svo í kaffi til vinar síns þar sem þetta mál var rætt fram og til baka. Jón átti ansi bágt með að halda niðri í sér hlátrinum, slíkur var atgangurinn í Gauja yfir þessu óréttlæti sem hann taldi sig beittan! Næsta dag kíktu Bjarni og Ingvar í heimsókn til Gauja og lögðu hart að honum að hringja bara í manninn sem sendi honum bréfið, Gunnar Jóhann Sveinsson framhaldsskólakennara úr Kópavogi. Einn af betri vinum Ingvars er Gunnar Gunnarsson, oft kallaður Gassi en hann hefur tekið þátt í ófáum hrekkjunum í gegnum tíðina með Ingvari og var viðbúinn símtali frá Gauja. Það kom á besta, já eða versta hugsanlega tíma því Gassi var staddur í Bakaríi á Akureyri og þurfti nánast að halda

símanum í metersfjarlægð á meðan Gaui las framhaldsskólakennaranum pistilinn: Gassi: „Klukkan var tíu mínútur í tólf 9. september árið 2007 og ég var nýkominn inn í bakarí þegar síminn hringdi og ég svaraði: „Gunnar Jóhann“. Eftir 10 sekúndur þurfti ég að færa símann fjarri eyranu á meðan ég var spurður hvað ég hefði verið að saka hann um, hvað ég teldi mig vera o.s.frv. Ég var rólegur og yfirvegaður, sagðist vera menntaskólakennari og þá fékk ég að heyra að ég væri menntasnobbari og eitthvað fleira en Guðjón sprakk endanlega þegar ég sakaði hann um að vera Framsóknarmann og frægan kvótasvindlara! Ekki urðu orðaskiptin neitt miklu fleiri áður en Guðjón skellti á mig.“ Ingvar er góðhjartaður maður og vildi ekki halda pabba sínum mikið lengur í spennutreyjunni svo Gaui fékk nándarverðlaunin sín aftur og nýtti þau vel! Gaui á eftir að segja þetta sem allir verða að segja þegar þeir eru teknir: „Ég heiti Guðjón og ég var TEKINN!“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.