Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 70

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir:

Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar einhvern daginn E

kki er fast að orði kveðið og á neina hallað, ef því er haldið fram að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sé besti kylfingurinn í sögu íslensks kvennagolfs. Með ákveðnum rökum mætti segja að hún sé besti kylfingur Íslandssögunnar án tillits til kyns því engum kylfingi hafði hlotnast sá heiður að vera kjörinn „Íþróttamaður ársins“, þegar Ólafía varð fyrir valinu árið 2017. Alltaf erfitt að bera kynin saman í íþróttum svo látum þann samanburð liggja á milli hluta. Ólafía hefur notið góðs stuðnings fyrirtækjanna KPMG og Bláa lónsins í nokkur ár og hugmyndin að þessu viðtali kviknaði þegar ég sá frétt um næsta skrefið á ferli Ólafíu en það tengist golfi ekkert - hún gengur um kona eigi einsömul, ber sem sagt barn undir belti og er von á frumburðinum í júlí. Keppnisgolf víkur því um stundarsakir og nýtt hlutverk tekur við. Það var gaman að setjast niður með þessari geðþekku ungu konu í húsakynnum GKG í Garðabæ og fræðast um hana, ferilinn hingað til og framtíðarplönin: „Ég ólst upp í Mosfellsbæ og tók fyrstu golfsveifluna þar, væntanlega með bræðrum mínum sem voru að passa mig en öll fjölskyldan var í golfi og ég hafði ekki val um annað – sem betur fer. Ég byrjaði að æfa golf 10 ára og svo fluttum við í Graf-

70

Ólafía með grindvískum heldri kylfingum á kvennamóti Bláa lónsins arholtið þegar ég var 12 ára. Sem betur fer bjuggum við hjá golfvellinum, bæði í Mosfellsbæ og Grafarholti svo það var stutt fyrir mig að fara. Ég byrjaði fljótlega að keppa og man hvað ég var stolt yfir fyrsta 18 holu hringnum, spilaði á 116 höggum og var alsæl! Ég vann ekki mörg mót á GSÍ unglingamótaröðinni fyrst, var oftast í 4. sæti. En bætti mig mikið og var svo 14 ára þegar ég vann fyrsta íslandsmeistaratitilinn minn í unglingaflokki og u.þ.b. 15 til 16 ára þegar

ég var komin í kvennalandsliðið. Ég get ekki þakkað það neinu öðru en þrotlausum æfingum og stuðningi frá foreldrum mínum að vera með mér í þessu og t.d. skutla mér út um allt á golfmót og æfingar en um þetta leyti byrjaði ég að æfa mig mikið aukalega fyrir utan reglubundnar æfingar hjá þjálfara í GR. Ef maður vill ná einhverju fram þarf maður að leggja á sig vinnuna. Það er mikil vinna unnin á bakvið tjöldin þó stundum líti hlutirnir út fyrir að koma að sjálfu sér.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.