Ólafía Þórunn Kristinsdóttir:
Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar einhvern daginn E
kki er fast að orði kveðið og á neina hallað, ef því er haldið fram að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sé besti kylfingurinn í sögu íslensks kvennagolfs. Með ákveðnum rökum mætti segja að hún sé besti kylfingur Íslandssögunnar án tillits til kyns því engum kylfingi hafði hlotnast sá heiður að vera kjörinn „Íþróttamaður ársins“, þegar Ólafía varð fyrir valinu árið 2017. Alltaf erfitt að bera kynin saman í íþróttum svo látum þann samanburð liggja á milli hluta. Ólafía hefur notið góðs stuðnings fyrirtækjanna KPMG og Bláa lónsins í nokkur ár og hugmyndin að þessu viðtali kviknaði þegar ég sá frétt um næsta skrefið á ferli Ólafíu en það tengist golfi ekkert - hún gengur um kona eigi einsömul, ber sem sagt barn undir belti og er von á frumburðinum í júlí. Keppnisgolf víkur því um stundarsakir og nýtt hlutverk tekur við. Það var gaman að setjast niður með þessari geðþekku ungu konu í húsakynnum GKG í Garðabæ og fræðast um hana, ferilinn hingað til og framtíðarplönin: „Ég ólst upp í Mosfellsbæ og tók fyrstu golfsveifluna þar, væntanlega með bræðrum mínum sem voru að passa mig en öll fjölskyldan var í golfi og ég hafði ekki val um annað – sem betur fer. Ég byrjaði að æfa golf 10 ára og svo fluttum við í Graf-
70
Ólafía með grindvískum heldri kylfingum á kvennamóti Bláa lónsins arholtið þegar ég var 12 ára. Sem betur fer bjuggum við hjá golfvellinum, bæði í Mosfellsbæ og Grafarholti svo það var stutt fyrir mig að fara. Ég byrjaði fljótlega að keppa og man hvað ég var stolt yfir fyrsta 18 holu hringnum, spilaði á 116 höggum og var alsæl! Ég vann ekki mörg mót á GSÍ unglingamótaröðinni fyrst, var oftast í 4. sæti. En bætti mig mikið og var svo 14 ára þegar ég vann fyrsta íslandsmeistaratitilinn minn í unglingaflokki og u.þ.b. 15 til 16 ára þegar
ég var komin í kvennalandsliðið. Ég get ekki þakkað það neinu öðru en þrotlausum æfingum og stuðningi frá foreldrum mínum að vera með mér í þessu og t.d. skutla mér út um allt á golfmót og æfingar en um þetta leyti byrjaði ég að æfa mig mikið aukalega fyrir utan reglubundnar æfingar hjá þjálfara í GR. Ef maður vill ná einhverju fram þarf maður að leggja á sig vinnuna. Það er mikil vinna unnin á bakvið tjöldin þó stundum líti hlutirnir út fyrir að koma að sjálfu sér.“