Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 9

Golfklúbbur Grindavíkur

40 ára

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins Á

rlega gerir Gallup skoðanakönnun um ánægju með þjónustu meðal íbúa 20 stærstu sveitarfélaga landsins. Síðasta könnun var birt í árslok 2020 og er mikil ánægja meðal íbúa Grindavíkur um þjónustu sveitarfélagsins þegar á heildina er litið. Þegar spurt var um ánægju landsmanna með aðstöðu til íþróttaiðkunar í þeirra sveitarfélagi var hvergi meiri ánægja en í Grindavík. Golfklúbbur Grindavíkur er einn af burðarásum íþróttalífs í bæjarfélaginu. Í gildi er samningur milli klúbbsins og Grindavíkurbæjar og með samningnum er ætlunin að efla golfíþróttina í Grindavík til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Í því sambandi skal m.a. boðið upp á fjölbreytt starf þannig að allir fái tækifæri til þátttöku í samræmi við áhuga, vilja og getu. Þá er mikil áhersla lögð á að rækta einstaklinginn og að styrkja sjálfsmynd iðkenda, meðal annars með öflugu íþrótta-, forvarna- og tómstundastarfi fyrir börn og ungmenni. Til að klúbburinn geti ræktað hlutverk

sitt styrkir Grindavíkurbær hann árlega með beinum og óbeinum framlögum. Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins. Sem dæmi um sérstöðu vallarins hefur verið nefnt að

einstakt sé að á einum og sama vellinum sé spilað golf í hrauni, meðfram sjó og að kúlan sé jafnvel slegin yfir flekaskil á milli heimsálfa. Venjulega er opnað fyrir sumarflatir snemma vors, en gjarnan er unnt að nýta völlinn á hvaða árstíma sem er. Félagsmenn taka virkan þátt í starfsemi klúbbsins og hafa unnið dyggilega að uppbyggingu hans. Starfsemin er fjölþætt og efnismikil. Mikill fjöldi móta fer fram á vellinum á hverju sumri og svo mikil var aðsóknin 2020 að erfitt gat verið að fá rástíma fyrirvaralítið. „Því meira sem ég æfi mig, því heppnari verð ég.“ Þessi orð eru höfð eftir Arnold Palmer sem talinn hefur verið einn færasti kylfingur sögunnar. Grindvíkingar eru heppnir og jafnframt stoltir yfir því að Húsatóftavöllur skuli vera í bæjarfélaginu. Félögum klúbbsins eru færðar bestu hamingjuóskir í tilefni afmælisins með ósk um bjarta framtíð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur

9


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.