Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 93

40 ára a fmælisr it Golfk lúbbs Gr in d a ví ku r

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði! Ritstjóri blaðsins bað mig um að setja niður á blað, mínar „hole in one“ – sögur. Þar kennir ýmissa grasa má segja… Ég myndi segja að ég hafi komist ágætlega upp á golfíþróttina strax á unga aldri á Akranesi en ég var kominn í unglingalandsliðið þegar ég var 14 ára. Í mínum huga er augljóst að þeim mun betri kylfingur sem maður er, þeim mun meiri líkur eru á því að fara holu í höggi. Öll þau skipti sem ég var nálægt, setti boltann í stöngina eða hvað þá, lenti boltanum ofan í holuna en hann skoppaði upp úr, gæti nánast fyllt heilt svona blað en ég ætla að hlífa þér við því kæri lesandi. Ætla frekar að lýsa einu magnaðasta atvikinu en þar vorum við tveir saman í holli sem upplifðum sömu vonbrigðin! Ég var að spila með Akureyringnum Sigurpáli Geir Sveinssyni í Íslandsmótinu á Hellu einhvern tímann á síðustu öld. Á öðrum degi á holu tvö, sló ég fyrst. Við Siggi Palli vorum sammála um að höggið væri gott, jafnvel frábært og ágætis líkur væru á holu í höggi! Siggi Palli stillti sér upp og sló högg sem við töldum, jafnvel ennþá betra en mitt! Holan er blind svo við sáum ekki boltana fyrr en við komum á flötina – og trúðum ekki okkar eigin augum! Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði! Eftir öll þessi „næstum því hola í höggi“ skipti þá var ég nokkurn veginn búinn að segja sjálfum mér að þetta ætti einfaldlega ekki fyrir mér að liggja. Því kom það ansi vel á óvart þegar draumurinn loksins rættist – á par 4 holu!! Þetta var á Akranesi og ég var að spila í Greensome móti með mági mínum, Einari Guð-

berg Einarssyni. 10. holan á Akranesi er um 250 metrar og það var smá hliðarmótvindur. Ég náði mjög góðu höggi með dræver og við sáum boltann lenda inn á flöt. Þegar við komum að holunni þá sá ég djúpt boltafar og línu sem stefndi beint á holuna… Ég sagði við Einar að annað hvort væri þessi bolti ofan í eða í djúpu röffi fyrir

aftan flötina og þá værum við í slæmum málum! Eftir öll vonbrigðin í gegnum tíðina neitaði ég að fara að holunni til að skoða svo mágur minn fór í verkefnið. Hann stóð í nokkrar sekúndur yfir holunni og gaf mér svo það fallegasta bros sem ég nokkurn tímann fengið frá honum. Helg Dan Steinsson

Skriðið inn á flöt og bolta laumað í holuna! Leifur Guðjónsson hefur komið fyrir í þessu blaði en hann er einn stjórarfólks GG. Leifur er einn af betri kylfingum klúbbsins og kann líka að slá á þá léttu og hér áður fyrr var hann óttarlegur prakkari! Áður en völlurinn varð 9 holu völlur, þá var önnur holan uppi á efri velli par 3 hola – blind… Það var unglingamót í gangi og Leifur að spila og var í hollinu á undan Birni Skúlasyni. Bolti Bjössa lenti ekki langt frá Leifi og púkinn kom upp í honum… Hann náði í boltann, skreið inn á flötina og setti boltann í holuna! Leifur kannaðist ekkert við að hafa heyrt í boltanum né sé hann lenda og upphófst leit. Eftir þónokkra leit fannst boltinn og voru fagnaðarlæti Bjössa gífurleg en auðvitað er það draumur golfarans að fara holu í höggi, Bjössi lýsti fagnaðarlátunum: “High Five og faðmlög með öllum sem voru á staðnum!” Um það leyti sem átti að fara skrá Bjössa í Einherjaklúbbinn þá lagði Leifur spilin á borðið – við mikil vonbrigði Bjössa!

Bjössi annar frá vinstri í miðröð, með u.þ.b. 25% brosins þegar "draumahöggið" kom. Leifur standandi hægra megin við flaggstöngina, strax kominn með prakkarasvip! 93


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.