Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 94

Uppbygging nýja golfskálans

Árið 1992 var ákveðið af þáverandi stjórn Golfklúbbs Grindavíkur að kaupa íbúðarhúsið að Húsatóftum II af Landsbankanum sem var þá eigandi hússins. Tilboð klúbbsins hljóðaði upp á 4.5 miljónir og samþykkti Landsbankinn þá upphæð. Hús þetta var reist á árunum fyrir 1980 af Sigurði Th. Helgasyni sjávarlíffræðingi sem íbúðarhús, en Sigurður hafði árið 1977 stofnað fyrirtækið Eldi h/f á landi Húsatófta og ræktaði þar lax. Þessi rekstur Sigurðar gekk ekki sem skildi og hætti hann starfseminni að mig minnir 1989 og komst húsið þá í eigu Landsbankans. Eftir að Sigurður flutti úr húsinu og það komst í eigu bankans, höfðu félagar klúbbsins augastað á húsinu. Kom þar tvennt til, húsið stóð þétt við golfvöllinn og því gott fyrir klúbbinn að geta ráðstafað húsinu eftir hentugleika og húsið gat orðið framtíðar golfskálinn því húsið stóð hátt fyrir miðju á framtíðar vallarsvæði. Það sem einkum stóð í félögum var fjármögnunin. Þær litlu tekjur sem klúbburinn hafði (aðallega félagsgjöld) fóru í uppbyggingu vallarins. En eins og áður hefur verið sagt var skrefið stigið 1992 og húsið keypt. Verðið mátti teljast nokkuð viðunandi og mátti greiða það niður á nokkrum árum. Ákveðið var að reyna að leigja húsið og fá þar með tekjur upp í greiðslur afborgana. Grindavíkurbær sem hafði veitt okkur nokkurn styrk til húsakaupanna kom þeim skilaboðum til okkar að æskilegt væri að við leigðum húsið ekki barnafjölskyldum því þá myndi fylgja því veruleg94

Árin 1992 til 1995 voru mjög viðburðarrík í sögu klúbbsins:

Halldór Ingvason ur kostnaður fyrir bæinn að aka börnum til og frá skóla. Ég man eftir að Guðfinnur Bergsson leigði húsið í um ár eða part úr ári. En segja má að það hafi orðið klúbbnum til happs að árið 1994 sóttust sæmdarhjónin Steinþóra og Barði eftir að leigja húsið þá nýlega komin frá Suður-Afríku. Ekki bara það að þau leigðu húsið heldur sáu þau um veitingasölu í golfskálanum (þeim gamla) yfir sumarmánuðina og um tíma rukkuðu þau inn félagsgjöld. Þau leigðu húsið í nokkur ár saman, en eftir að Steinþóra lést dvaldi Barði þar í nokkurn tíma.

Íbúðarhúsið að Húsatóftum II keypt. Samningur gerður við Varnarmáladeild um leigu á landi undir 18 holu golfvöll og var sá samningur til 50 ára. Hannes Þorsteinsson var fenginn til að teikna 18 holu völl og ýta fengin að láni hjá Aðalverktökum til að ýta fyrir vellinum ásamt æfingarsvæði, aðeins þurfti að borga kaup ýtumanns og borga olíu á vélina. En þá er komið að máli málanna þ.e. breyting á íbúðarhúsi í golfskála. Ég held að ég muni það rétt að það hafi verið haustið 2009 að við nokkrir eldri kylfingar, flestir hættir að vinna, vorum að spila golf á vellinum og barst talið þá að Húsatóftarhúsinu sem stóð autt. Ekki man ég hver það var sem orðaði það að nú væri kominn tími til að fara að breyta húsinu í framtíðar golfskála. Í þessum hópi sem oftast hittist eftir hádegi voru: Steinþór Þorvaldsson, Gísli Jónsson, Jón Ragnarsson, Halldór Ingvason, Sveinn Ísaksson og Jón Guðmundsson píp. Þess má geta að bæði Sveinn og Jón voru enn í vinnu, Sveinn að hluta en Jón með eigið fyrirtæki. Rætt var um að við gætum þegar ekki viðraði til að spila golf, byrjað að rífa niður milliveggi í húsinu og gera það að einum geim. Á þessum tíma var Páll Erlingsson formaður klúbbsins og var þessi hugmynd borin undir hann og stjórn klúbbsins. Fannst mönnum hugmyndin góð og ef við værum tilbúnir mættum við hefjast handa.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.