Samfélagsskýrsla ELKO 2022

Page 1

2022 SAMFÉLAGSSKÝRSLA

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 2 EFNISYFIRLIT | ÁRIÐ GERT UPP 5 | HJARTA ELKO 19 | ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR 42 | UMHVERFIÐ 53 | SAMFÉLAGIÐ 77 | MARKMIÐ 89 | TÖFLUR OG ÍTAREFNI 92 1 2 3 4 5 6 7

ÁVARP FRAMKVÆMDASTJÓRA

Við tókum stórt skref árið 2020 þegar við hófum innleiðingu á nýrri stefnu sem var sniðin að nútímasamfélagi með loforði okkar að leiðarljósi í allri ákvarðanatöku um að: „Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli.“ Við vitum að velgengni til framtíðar mun ráðast af trausti og ímynd og markmið okkar hjá ELKO er að standa okkur gagnvart viðskiptavinum, starfsfólki, samstarfsaðilum og samfélaginu í heild.

Sem fyrirtæki berum við töluverða ábyrgð gagnvart viðskiptavinum okkar löngu eftir kaup þeirra á vörum og endurspeglast það einna helst í þeim tugþúsundum verkbeiðna á ári hverju sem eru tilkomnar vegna tækja sem þurfa skoðun, viðgerð eða ráðgjöf um notkun. Því er ekki að ástæðulausu að árið 2022 bar innra starf ELKO yfirskriftina „ár eftirkaupaþjónustu“. Í þeim málaflokki var stærsta verkefnið innleiðing á nýju þjónustupantanakerfi sem kemur til með að bæta þjónustu, draga úr sóun hjá fyrirtækinu og lengja líftíma tækja á markaðnum með öflugum viðgerðarferlum.

ELKO lagði á árinu mikla áherslu á mannauðinn og var verkefnið „Besti vinnustaðurinn“ tekið þriðja árið í röð. Niðurstöðurnar létu ekki á sér standa enda jókst ánægja starfsfólks úr 4,18 í 4,31 milli ára og fengum við viðurkenningu sem Fyrirtæki ársins hjá VR, í fyrsta skipti sem við tókum þátt. Því til viðbótar fengum við viðurkenningu „Jafnvægisvogar FKA“ fyrir jöfn kynjahlutföll stjórnenda sem og viðurkenningu frá CreditInfo fyrir „Framúrskarandi fyrirtæki“. Á árinu lögðum við mikla áherslu á þjálfun og fræðslu starfsfólks og sannaði nýtt stöðugildi þjálfunarstjóra sig með því að búa til öflugri ráðgjafa fyrir viðskiptavini ELKO. Þá var fræðslustarfið ekki eingöngu inn á við, heldur sneri það einnig að viðskiptavinum og almenningi. Á árinu var meðal annars haldin foreldrafræðsla um rafíþróttir og heilbrigða nálgun í notkun tölvuleikja.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 3
„2022 VAR ÁR EFTIRKAUPAÞJÓNUSTU“
„ÞAÐ SEM SKIPTIR ÞIG MÁLI, SKIPTIR OKKUR MÁLI“
ÓTTAR ÖRN SIGURBERGSSON

Styrktarsjóður ELKO var tvöfaldaður á árinu og voru styrkt ótal skemmtileg verkefni, en umfangsmesta verkefnið var þegar ELKO gaf heimilistæki í hátt í 60 íbúðir sem standsettar voru fyrir flóttafólk frá Úkraínu.

Fjölmörg skref hafa verið stigin til að gera viðskiptavinum kleift að nýta stafræna tækni við kaup á raftækjum til að draga úr bílaumferð. Þar má helst nefna myndsímtal ELKO þar sem viðskiptavinir geta fengið persónulega þjónustu í rauntíma heima hjá sér í gegnum netið þar sem söluráðgjafi aðstoðar viðskiptavin, ber vörurnar rafrænt saman og setur þær í körfu fyrir viðskiptavin á elko.is. Dreifing hefur einnig þróast gríðarlega og dreifir ELKO í yfir 60 póstbox með póstinum, á yfir 70 afhendingarstaði í gegnum Dropp og keyrir beint heim að dyrum sé þess óskað. Öflugt dreifingarnet gerir ELKO kleift að minnka umferðarálag og nýta hagkvæmni stærðarinnar í útkeyrslum.

Dregið var úr prentun ELKO-blaðsins sem hefur verið stoð markaðsmála í gegnum árin og stefnum við að því að draga enn meira úr prentun árið 2023. Pappírslaus lánaviðskipti voru innleidd hjá fyrirtækinu á árinu og er reksturinn nú að mestu pappírslaus. Síðasta vígið verður unnið á þessu ári þegar við útrýmum afhendingarseðlum. Á árinu var svo gerð tilraun í Skeifunni með notkun auglýsingaskjáa í stað prentaðs efnis og gekk hún framar öllum vonum. Við stefnum því að því að innleiða skjái í allar ELKO-verslanir fljótlega.

Ráðist var í ítarlega naflaskoðun til að skoða hvernig ELKO gæti lagt sitt af mörkum í umhverfismálum til framtíðar. Í kjölfarið

settum við fyrirtækinu ný langtímamarkmið sem skráð eru í

nýrri umhverfisstefnu sem er kynnt til leiks í þessari skýrslu.

Áhersla er lögð á hringrásarhagkerfið þar sem við tökum þátt

í og styðjum við verkefni til að lágmarka áhrif raftækjaúrgangs

á Íslandi. Gerður var samstarfssamningur við Laufið og ráðist í

að skoða hvaða grænu skref og lauf ELKO hafði þegar uppfyllt sem og að gera áætlun um hvaða skref yrðu sett í forgang. Úr

þeirri vinnu urðu til ný skammtímamarkmið sem við settum okkur fyrir árið 2023.

Mikill árangur náðist með því að koma notuðum tækjum aftur í hringrásarhagkerfið en ELKO keypti yfir 4.000 tæki á árinu á móti 2.100 tækjum árið á undan. Þá fjölguðum við einnig flokkum tækja sem við tökum á móti. Við stóðum okkur betur í að flokka úrgang frá rekstri fyrirtækisins og drógum úr hlutfalli óflokkaðs úrgangs frá starfseminni.

Við í ELKO erum gríðarlega þakklát fyrir viðskiptavini okkar sem halda okkur á tánum og hvetja okkur til að bjóða betri þjónustu og sýna aukna samfélagslega ábyrgð. Eins erum við ótrúlega stolt af starfsfólki okkar sem hefur staðið sig eins og hetjur í krefjandi umhverfi með framúrskarandi þjónustu sinni.

Við ætlum að gera betur í samfélagsmálum enda snerta þau allt okkar umhverfi, inn á við sem og út á við. Sem traustir ráðgjafar í raftækjum ætlum við að hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni og gera líf viðskiptavina okkar betra, þægilegra og skemmtilegra.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 4
„ELKO GAF HEIMILISTÆKI Í HÁTT Í 60 ÍBÚÐIR FYRIR FLÓTTAFÓLK FRÁ ÚKRAÍNU“
„ELKO KEYPTI YFIR 4.000 TÆKI Á ÁRINU“

ÁRIÐ GERT UPP 1

STARFSEMI ELKO

ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins og

rekur þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eina verslun á Akureyri og á Keflavíkurflugvelli ásamt því að reka vefverslunina

elko.is. ELKO er með vöruhúsaþjónustu frá

Bakkanum. Fyrirtækið er í fullri eigu Festi hf.

ELKO er aðili af eftirfarandi samtökum:

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 6
SKEIFAN GRANDI AKUREYRI FLUGSTÖÐ VEFVERSLUN 1.1 KAFLI 1 | ÁRIÐ GERT UPP
LINDIR

VIÐURKENNINGAR ÁRIÐ 2022

Viðurkenningar og tilnefningar sem við höfum fengið á árinu:

Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2022

Jafnvægisvog FKA 2022

Framúrskarandi fyrirtæki CreditInfo 2022

Umhverfisverðlaun Foxway 2022

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 7 1.2 KAFLI 1 | ÁRIÐ GERT UPP

ÁRIÐ 2022 Í TÖLUM

Eins og sést á tölunum hvílir mikil ábyrgð og samfélagsleg skylda á herðum ELKO

ábyrgð gagnvart umhverfinu og uppfylla gagnvart viðskiptavinum og starfsfólki loforðið um að „það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli“.

VIÐSKIPTAVINA

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 8
1.3 KAFLI 1 | ÁRIÐ GERT UPP
„ÞAÐ SEM SKIPTIR ÞIG MÁLI, SKIPTIR OKKUR MÁLI“

HEIMSMARKMIÐIN

ELKO hefur greint hvaða heimsmarkmið

Sameinuðu þjóðanna snerta kjarnastarfsemi

félagsins og vinnur nú að fimm þeirra með

það markmið að ýta undir sjálfbærni og

ábyrga viðskiptahætti.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 9
13 12 1.4 KAFLI 1 | ÁRIÐ GERT UPP

GILDI

FRAMTÍÐARSÝN

MARKMIÐ

ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR

ÞAU EINU SEM FÓLK ÞARF Á

AÐ HALDA VARÐANDI RAFTÆKI

ÁBYRGÐ, METNAÐUR, SKILVIRKNI OG FRAMSÝNI

STEFNA ELKO

ELKO er leiðandi á raftækjamarkaði á

LOFORÐ

ÞAÐ SEM SKIPTIR ÞIG MÁLI, SKIPTIR OKKUR MÁLI

Íslandi og eru allar ákvarðanir teknar út

frá stefnu fyrirtækisins. Áhersluverkefni

hvers árs eru ákveðin og tilgreind með

skýrri framtíðarsýn og kynnt inn á við

HLUTVERKV

TRAUSTIR RÁÐGJAFAR Í RAFTÆKJUM

svo allt starfsfólk ELKO gangi í takt að

tilgreindum markmiðum.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 10
1.5 KAFLI 1 | ÁRIÐ GERT UPP

STEFNUSKRÁ

ELKO leggur áherslu á að ráða og efla hæft starfsfólk sem hefur metnað til að ná árangri í starfi, bjóða sanngjörn laun og viðhalda öflugri fræðslu. Starfsfólki er ekki mismunað eftir kyni, aldri, uppruna eða öðrum þáttum og er hvatt til að sýna frumkvæði og taka virkan þátt í að betrumbæta fyrirtækið.

UMHVERFISSTEFNA

ELKO ætlar að leggja sitt af mörkum við að draga úr álagi á umhverfið vegna raftækjaúrgangs sem fellur til vegna smásölu sem og annarrar losunar sem tengist rekstri fyrirtækisins með beinum hætti. Mikilvægur þáttur í þeirri vegferð er að upplýsa starfsfólk og viðskiptavini um hvernig hægt er að hlúa að umhverfinu fyrir komandi kynslóðir.

MANNAUÐSSTEFNA ÞJÓNUSTUSTEFNA

Stafrænt umhverfi og traustir ráðgjafar í raftækjum veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu með jákvæðu og lausnamiðuðu viðmóti.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 11
1.6 KAFLI 1 | ÁRIÐ GERT UPP 12

JAFNLAUNASTEFNA

Jafnlaunastefna ELKO gildir fyrir allt starfsfólk sem gætir jafnréttis í launaákvörðunum til að starfsfólk hafi jöfn laun fyrir sambærilega eða jafnverðmæt störf óháð kynjum eða öðrum þáttum. Einnig er hún órjúfanlegur hluti af jafnréttisstefnu fyrirtækisins.

INNKAUPASTEFNA

Við munum halda áfram innkaupasamstarfi við samstarfsaðila okkar í ELKJØP og velja aðra birgja á heiðarlegan hátt í samræmi við kröfur er varða samkeppnishæf verð, gæði, þjónustu, markaðssamstarf og samfélagslega ábyrgð.

JAFNRÉTTISSTEFNA

Mismunun vegna kyns er óheimil í hvaða formi sem hún birtist og er það stefna Festi og rekstrarfélaga að gæta fyllsta jafnréttis milli alls starfsfólks. Hver starfsmaður er metinn að verðleikum.

VERÐSTEFNA

Við ætlum að vera ábyrg í verðlagningu, samkeppnishæf gagnvart ytra umhverfi og uppfylla reglur, lög og tilmæli stjórnvalda.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 12
KAFLI 1 | ÁRIÐ GERT UPP 12 12

GÓÐIR VIÐSKIPTAHÆTTIR

Stjórnendur ELKO eru meðvitaðir um þau áhrif sem þeir hafa á samfélagið og leggja áherslu á heilbrigða viðskiptahætti. Siðareglur eru aðgengilegar á heimasíðu FESTI og gilda um alla starfsemi ELKO, starfsmenn og stjórn félagsins sem og verktaka sem sinna verkefnum fyrir fyrirtækið.

Á HEILBRIGÐA VIÐSKIPTAHÆTTI“

Allar verslanir ELKO eru starfsleyfisskyldar og er

samstæðuársreikningur félagsins gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (e. IFRS) eins og

þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 13
1.7 KAFLI 1 | ÁRIÐ GERT UPP
„STJÓRNENDUR ELKO LEGGJA ÁHERSLU

STJÓRN OG STJÓRNARHÆTTIR

Í stjórn ELKO, í samræmi við lög nr. 138/1994 um einkahlutafélög, sitja einn karl og tvær konur í stjórn félagsins og er önnur þeirra stjórnarformaður. Stjórn Festi hf. fer með æðsta vald í málefnum ELKO og annarra rekstrarfélaga í eigu móðurfélagsins á milli lögmætra hluthafafunda.

Framkvæmdastjóri ELKO situr í framkvæmdastjórn Festi og fer framkvæmdastjórn móðurfélagsins með meginábyrgð á rekstri Festi hf. og rekstrarfélaganna, þar með talið ELKO.

Nánari upplýsingar um stjórnarhætti Festi er að finna á heimasíðu félagsins. Félagið leggur áherslu á sanngjarnan vinnurétt og að það sé val starfsmanna hvort þeir eru í stéttarfélagi.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 14
1.8 KAFLI 1 | ÁRIÐ GERT UPP

FORSTÖÐUMENN GANGA Í STÖRF

ELKO leggur mikla áhersla á öfluga tengingu milli deilda og stöðugilda í skipuriti innan fyrirtækisins.

Allir forstöðumenn taka því reglulega vaktir í öllum verslunum fyrirtækisins. Í þeim tilgangi að auka

skilning á störfum mismunandi stöðugilda innan fyrirtækisins og úr þeirri vinnu hafa orðið til mörg krefjandi úrbótaverkefni.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 15
1.9 KAFLI 1 | ÁRIÐ GERT UPP
„ALLIR FORSTÖÐUMENN TAKA REGLULEGA VAKTIR Í ÖLLUM VERSLUNUM FYRIRTÆKISISNS“

HJARTA ELKO 2

HJARTA ELKO

Að mati ELKO er starfsfólkið mikilvægasti auður fyrirtækisins, en hjá fyrirtækinu starfa 238 einstaklingar. Lögð er áhersla á faglegt ráðningarferli og jafnlaunastefnu í samræmi við hæfniskröfur, ábyrgð og árangur. Stefna ELKO er að gæta fyllsta jafnréttis og að starfsfólki sé ekki mismunað vegna kyns, aldurs, uppruna, trúar eða annarra þátta. Öll kyn eru hvött til að sækja um auglýst störf hjá ELKO og gætt er að því að hver starfsmaður sé metinn að verðleikum.

VIÐ VILJUM VERA FYRIRMYNDARVINNUSTAÐUR

OG BÚA TIL STARFSUMHVERFI

ÞAR SEM ÁHERSLAN ER Á ÞJÁLFUN, JAFNRÉTTI, HEILSU OG ÖRYGGI STARFSFÓLKS.

ELKO er virkilega stolt af vinnustaðamenningunni, hversu góð samheldni og samstaða ríkir hjá liðsheildinni. Á vinnustaðnum er lögð áhersla á opin og óþvinguð samskipti og hefur í kjölfarið myndast jákvæður andi og stemning. Starfsfólk fær tækifæri til starfsþróunar og eru fjölmörg dæmi um starfsfólk sem hefur byrjað í hlutastarfi og unnið sig upp í stjórnendastöður, en það eru einmitt svona dæmi sem endurspegla hvað menning ELKO snýst um.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 17
2.0
KAFLI 2 HJARTA ELKO

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI ÁRSINS HJÁ VR

ELKO tók þátt í fyrsta sinn í vinnustaðakönnun VR um Fyrirtæki ársins 2022 þar sem lögð var könnun

fyrir allt starfsfólk. Í könnuninni náðist yfir 60% þátttökuhlutfall starfsfólks og voru niðurstöðurnar mjög

jákvæðar. ELKO fékk viðurkenningu ásamt fjölda

annarra ábyrgra fyrirtækja sem undirstrikar hve vel hefur gengið að hlúa að mannauðnum.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 18
2.1 KAFLI 2 HJARTA ELKO
2022

BESTI VINNUSTAÐURINN

Í byrjun hvers árs er verkefnið „Besti vinnustaðurinn“ sett af stað hjá ELKO, en langtímamarkmið fyrirtækisins er að eiga ánægðasta starfsfólkið á raftækjamarkaði.

Lykilatriði er að starfsfólk hafi rödd og að til verði samtal um hvernig hægt sé að bæta

vinnustaðinn. Samtal við starfsfólkið á sér

stað á þremur mismunandi vettvöngum:

VINNUSTOFUR UM BESTA VINNUSTAÐINN

Haldnar eru vinnustofur með öllu starfsfólki fyrirtækisins þar sem öllum gefst tækifæri til að koma með sínar hugmyndir hvernig ELKO getur orðið enn betri vinnustaður. Allar hugmyndir eru leyfilegar og kjósa þátttakendur um aðalverkefnin í lokin sem fara áfram í úrbætur.

15 MÍN. SPJALL VIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRA

Framkvæmdastjóri tók 15 mínútna spjall við allt starfsfólk árið 2022 og munu forstöðumenn aðstoða með samtölin næstu ár. Mikilvægustu punktar spjallsins eru skráðir nafnlaust niður og að lokum settir inn í heildargagnalista sem er notaður til að halda utan um verkefni sem þarfnast úrbóta.

VINNUSTAÐAGREINING - VINNUSTOFUR

Á hverju ári er framkvæmd vinnustaðagreining sem mælir líðan og afstöðu fólks til vinnustaðarins. Hver starfsstöð velur málefni sem skoraði lágt og kemur starfsfólk með tillögur að úrlausnum til að bæta um betur. Niðurstöður samtalanna eru settar upp í stóran lista þar sem fýsileiki hvers atriðis er metinn og að lokum er það mikilvægasta sett inn í verkefnið.

NIÐURSTÖÐUR

Besti vinnustaðurinn er svo formlega kynntur fyrir starfsfólki og staða verkefna gefin upp ársfjórðungslega. Í árslok er heildarniðurstaða verkefna kynnt og hvernig gekk að leysa úr þeim verkefnum.

ÉG ER STOLT(UR) AÐ

STARFA HJÁ FYRIRTÆKINU:

MÉR FINNST GÓÐUR

STARFSANDI Í MINNI DEILD:

ÁNÆGJUMÆLINGAR

STARFSFÓLKS MILLI ÁRA:

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 19
2.2 KAFLI 2 HJARTA ELKO 2020 2021 2021 4,17 4,37 4,46 2021 4,18 2022 2022 2022 4,31 4,34 4,52

OG STARFSMANNA

Stjórnendur ELKO taka 15 mínútna 1:1 samtöl með starfsfólki sínu einu sinni í mánuði. Samtalið getur verið fjölbreytt og er markmiðið að gefa bæði stjórnendum og starfsfólki tækifæri til að spyrja spurninga í tengslum við vinnu, vinnuálag, vinnuaðstöðu, vinnuframlag eða almennt um líðan í vinnu. Aðalmarkmiðið með samtalinu er að auka traust á vinnustaðnum, auka skilning á líðan starfsfólks dagsdaglega í vinnunni og hvort hægt sé að ráðast í úrbætur, sé þess þörf.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 20
2.3
KAFLI 2 HJARTA ELKO
VIRKT SAMTAL STJÓRNENDA

JÖFN TÆKIFÆRI FYRIR ALLA

Jafnlaunavottun er í ELKO og áhersla lögð á að starfsfólki sé ekki mismunað í launum fyrir sömu

eða jafnverðmæt störf. Jafnlaunastefna fyrirtækisins

styður við Heimsmarkmið 5 um jafnrétti kynjanna.

Stefnan er rýnd árlega ásamt því að framkvæmd er launagreining. Niðurstaða jafnlaunavottunar árið

2022 sýndi að kynbundinn launamunur dróst saman

milli ára og mælist nú 0,10%.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 21
2.4 KAFLI 2 HJARTA ELKO
LAUNAMUNUR KYNJANNA: 2020 0,67% 2021 0,64% 2022 0,10%
ÓÚTSKÝRÐUR

2.5

FRÍÐINDI OG VIÐBURÐIR

ELKO býður upp á fjölmörg fríðindi fyrir starfsfólk í formi styrkja, afslátta og stuðnings. Starfsfólk er hvatt til að nýta sér fríðindin til að bæta líf sitt þegar það er hægt. Öll fríðindi eru skráð og kynnt fyrir starfsmönnum í nýliðakynningu. Dæmi um fríðindi eru skó- og buxnastyrkur og afslættir í Krónunni, ELKO og N1.

Fjölmargir viðburðir eru einnig á vegum

ELKO, þar má helst nefna uppskeruhátíð, óvissuferðir og jólahlaðborð ásamt árshátíð sem haldin er á vegum FESTI og starfsmannafélagsins. Mökum er boðið á meirihluta viðburða hjá ELKO til að fólk fái tækifæri til að kynnast hópnum betur með sínum betri helming.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 22
KAFLI 2 HJARTA ELKO

UPPLÝSINGAGJÖF ER LYKILLINN AÐ VELGENGNI

Á árinu innleiddi ELKO samskiptakerfið Relesys. Kerfið er notað sem upplýsingaveita til starfsfólks, frá stjórnendum eða á milli starfsfólks. Smáforritið er aðgengilegt í tölvu eða snjallsíma og er eini staðurinn sem starfsfólk þarf til að eiga samskipti eða ná sér í upplýsingar. Fjölmargar rásir eru í boði þar sem starfsfólk getur leitað sér aðstoðar með sínar áskoranir í starfi eða einungis til að eiga samskipti milli starfsstöðva um vinnu eða félagslíf. Nokkrum dögum eftir að kerfið var innleitt hafði 80% starfsfólks skráð sig inn í kerfið, sem notað er daglega.

ÖFLUGT

SAMSKIPTAKERFI STARFSFÓLKS

Mánaðarlega eru haldnir starfsmannafundir þar sem farið er yfir nýjustu fréttir, breytingar, áherslur og önnur mál er varða starfsfólk. Árlega er svo haldinn viðburðurinn stefnumót þar sem farið er heildstætt yfir vegferð fyrirtækisins, hvert það stefnir og stærstu verkefnin sem fram undan eru. Stefnan er að veita frekar meiri upplýsingar en minni og er ekki mikil upplýsingaleynd í fyrirtækinu.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 23
2.6
KAFLI 2 HJARTA ELKO

HEILSUEFLANDI VINNUSTAÐUR

ELKO er annt um starfsfólk sitt og með því að bjóða því velferðarpakkann styður fyrirtækið við heilbrigðan lífsstíl og líferni ásamt því að huga að andlegum þáttum. Á meðal þjónustu sem starfsfólki stendur til boða í gegnum velferðarpakkann eru sálfræðitímar, áfallahjálp, lífsstílsráðgjöf, íþróttastyrkur, starfslokanámskeið, hjónabandsráðgjöf og margt fleira. ELKO hvetur starfsfólk sitt til að nýta réttindi sín og fríðindi. Velferðarpakkinn er því vel kynntur fyrir öllum sem byrja hjá fyrirtækinu.

VELFERÐARPAKKINN:

Lífsstílsráðgjöf

Næringarráðgjöf

Hjónabandsráðgjöf

Uppeldisráðgjöf

Velferðarþjónusta

Sálfræðiþjónusta

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 24
2.6 KAFLI 2 HJARTA ELKO

ÁVEXTIR OG HOLLUR HÁDEGISMATUR

ELKO styður við heilbrigðan lífsstíl og heil-

brigt mataræði hjá sínu starfsfólki. Á öllum

starfsstöðvum ELKO er starfsfólki boðið upp

á niðurgreiddan hádegismat, auk þess sem

því stendur til boða að fá sér millimál í formi

ávaxta og heilsustanga.

ÁVEXTIR Á ÖLLUM STARFSSTÖÐVUM

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 25
KAFLI 2 HJARTA ELKO

SIÐFERÐISGÁTTIN

ELKO vill hlúa að andlegri heilsu starfsfólks og hefur sett upp viðbragðsáætlun

ef starfsfólk upplifir einelti eða kynferðislega áreitni á vinnustað. Þolendur geta

tilkynnt tilfelli til síns næsta stjórnanda, mannauðsdeildar eða til Siðferðisgáttar.

En um er að ræða vettvang þar sem starfsfólk getur á öruggan hátt leitað til ráðgjafa.

„SIÐFERÐISGÁTTIN ER

HLUTLAUS VETTVANGUR EF

UPP KEMUR VANLÍÐAN HJÁ

STARFSFÓLKI Á VINNUSTAГ

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 26 KAFLI 2 HJARTA ELKO

STARFSFÓLKI GEFINN KOSTUR Á

HREYFINGU

Starfsfólk er hvatt til að stunda líkamsrækt

og hreyfingu. Í hverri viku er frjáls mæting í

tíma með þjálfara í líkamsræktarstöð fyrir þá

sem hafa tök á að mæta í hádeginu. ELKO

býður einnig upp á sal einu sinni í viku fyrir

áhugasama fótboltaspilara.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 27
KAFLI 2 HJARTA ELKO

LÍFSHLAUPIÐ

Til að efla heilsu starfsfólks og hvetja til hreyfingar enn frekar þá tók ELKO þátt

í Lífshlaupinu árið 2022. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og

Ólympíusambands Íslands, og stendur

yfir í þrjár vikur. Veitt voru verðlaun til þess

starfsmanns sem var með flestar mínútur

skráðar yfir þessar vikur og hefur þátttaka

aukist með hverju árinu. ELKO var í tólfta sæti

árið 2022 og efst fyrirtækja í verslanarekstri

í sínum flokki.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 28
KAFLI 2 HJARTA ELKO
ELKO VAR MEÐ 50.000 MÍNÚTUR Í LÍFSHLAUPINU
STARFSFÓLK

HEILSU- OG VELFERÐARMÁNUÐUR

Á árinu var október titlaður sem heilsu- og velferðarmánuður í ELKO. Starfsfólki var boðið upp á fimm mismunandi heilsu- og velferðarspretti í formi rafrænna námskeiða sem öll sneru að andlegri og líkamlegri heilsu. Gefið var út hreyfidagatal með alls kyns hugmyndum að hreyfingu og starfsfólk hvatt til að taka þátt.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 29
KAFLI 2 HJARTA ELKO

COVIDAÐGERÐIR

ELKO tók strax mjög hart á sóttvarnareglum í faraldrinum til að vernda bæði starfsfólk og viðskiptavini. Ekkert var gefið eftir í fjöldatakmörkunum, settar voru upp sprittstöðvar fyrir viðskiptavini og virkt gæðakerfi var á þrifum á snertiflötum. Þá var grímuskyldu viðhaldið öllum stundum og starfsfólki og viðskiptavinum stóð til boða að fá grímur. Heimapróf voru í boði á hverri starfsstöð fyrir þá sem vildu.

MIKILL STUÐNINGUR VIÐ STARFSFÓLK Í COVID

Ljóst var að sérstakan stuðning þurfti fyrir starfsfólk sem var alla daga í framlínunni á þessum erfiðu tímum og þeir sem þurftu voru hvattir til að nýta sér sálfræðiþjónustu í gegnum velferðarpakkann. Stöðuuppfærslur og hughreystandi skilaboð voru reglulega birt öllu starfsfólki, þá sérstaklega í tengslum við tilmæli og breyttar aðgerðir stjórnvalda.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 30
KAFLI 2 HJARTA ELKO

SAMSKIPTASÁTTMÁLINN

Samskiptasáttmáli var settur á laggirnar innan fyrirtækisins til að sporna gegn því að starfsfólk efndi til eða drægist inn í umræðu sem tengdist fyrirtækinu á netinu. Þá helst með það að markmiði að koma í veg fyrir að slíkt hefði neikvæð áhrif á líðan fólks.

Sáttmálinn setur skýrar línur og minnir starfsfólk á mikilvægi þess að sýna ábyrgð og setja ekki hvað sem er á netið. Á þetta meðal annars við um myndbirtingar og umræðu um viðskiptavini eða samstarfsfólk á samfélagsmiðlum.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 31
KAFLI 2 HJARTA ELKO

VEL TEKIÐ Á MÓTI NÝJU STARFSFÓLKI

ELKO leggur metnað sinn í að fyrstu kynni nýs starfsfólks séu hlý og persónuleg. Til að tryggja það er haldin stöðluð nýliðafræðsla strax á fyrstu dögum hvers og eins í starfi. Fræðslan er óháð stöðugildi viðkomandi. Starfsþjálfunarkerfi

ELKO tekur svo við í verslunum þar sem núverandi starfsfólk kynnir vinnustaðinn og menninguna og veitir gagnlegar upplýsingar sem gerir nýju starfsfólki kleift að kynnast skráðum og óskráðum reglum vinnustaðarins. Starfsþjálfarar veita einnig félagslegan stuðning og huga að því að nýliðar myndi tengsl innan hópsins. Hver ELKO-verslun hefur að minnsta kosti tvo starfsþjálfara innanhúss sem hafa það markmið að efla vöruþekkingu og kynna verkferla, starfsreglur og þjónustu ELKO fyrir nýju starfsfólki.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 32
„NÝLIÐAÞJÁLFUN OG
KAFLI 2 HJARTA ELKO
STARFSÞJÁLFARAR STYRKJA NÝLIÐA“

FRÆÐSLA OG ÞJÁLFUN

Hjá ELKO starfa 238 einstaklingar og er markmiðið að allir séu vel upplýstir um fyrirtækið, vörur og þjónustu, verkferla og til hvers er ætlast af þeim í starfi. Á hverju ári eru nýliðar þjálfaðir, núverandi starfsmenn bæta við sig fræðslu og enn aðrir fá upprifjun. Í hverjum mánuði kemur fram á sjónarsviðið ný tækni og eiginleikar og er líftími raftækja í sölu skemmri en tólf mánuðir að jafnaði og getur fræðsla því verið krefjandi. Því þarf öflugt fræðslustarf til að viðhalda þekkingunni og hefur þjálfunarstjóri ELKO gegnt þessu mikilvæga hlutverki síðan árið 2021.

ÁNÆGJA MEÐ ÞJÁLFUN OG

FRÆÐSLU ÁRIÐ 2022:

4,22

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 33
KAFLI 2 HJARTA ELKO
EFNI NÁMSKEIÐS VAR FRÓÐLEGT
EFNI NÁMSKEIÐS MUN GAGNAST MÉR
4,39

FRÆÐSLUSTARF ER ALLTAF Í GANGI

Fastur hluti hverrar vinnuviku er helgaður fræðslu fyrir starfsfólk, sem miðar meðal annars að því að kynna nýjar vörur og skerpa á þekkingu um eldri vörur ásamt þjónustutengdri fræðslu. Oft á ári eru haldin sérstök námskeið fyrir ákveðin tímabil með viðfangsefni sem við gerum ráð fyrir að gagnist til þess að undirbúa starfsfólk að geta svarað spurningum viðskiptavina eftir bestu getu sem og boðið þeim upp á framúrskarandi þjónustu.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 34
KAFLI 2 HJARTA ELKO
„FRÆÐSLA Á FÖSTUM TÍMUM Í HVERRI VIKU“

RAFRÆN ÞJÁLFUN OG

FRÆÐSLA

Inni á samskiptakerfinu Relesys má einnig finna öflugan fræðsluvef fyrir starfsfólk ELKO. Er tilgangurinn að veita upplýsingar um vörur og ferla, ásamt að þar er að finna leiðbeiningar og annað starfsmannatengt efni á borð við öryggishandbók ELKO. Enska er ráðandi tungumál í raftækjaheiminum en allar upplýsingar eru aðgengilegar á íslensku. Það veitir starfsfólki aukna þekkingu á þeim vörum sem ELKO býður upp á sem auðveldar því að miðla henni til viðskiptavina, og um leið stendur fyrirtækið vörð um íslenska tungu.

ALLIR STARFSMENN ERU

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 35
ELKO-SKÓLANUM KAFLI 2 HJARTA ELKO
MEÐ RAFRÆNAN AÐGANG AÐ

FRÆÐSLA FRÁ SAMSTARFSAÐILUM

Starfsfólk ELKO hefur aðgang að víðtæku

fræðslusafni Akademías sem framleiðir

námskeið fyrir framlínu, skrifstofu og stjórnendur fyrirtækisins. Helstu sérfræðingar

Íslands sjá um kennslu á hverju sviði. ELKO er einnig skráð í Stjórnvísi sem og Dokkuna

þar sem starfsfólk getur fylgst með áhugaverðum fyrirlestrum og bætt við sig þekkingu.

ELKO á farsælt samband við vörubirgja og

umboðsaðila sem bjóða starfsfólki reglulega

í heimsókn til þess að kynna nýjar vörur.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 36
KAFLI 2 HJARTA ELKO

RÁÐSTEFNA ELKJØP

Sumarið 2022 fóru yfir þrjátíu starfsmenn

ELKO til Noregs að bæta við sig þekkingu

á Campus, einni stærstu raftækjaráðstefnu

Norðurlanda. Þúsundir starfsmanna ELKJØP

samstæðunnar sækja viðburðinn ár hvert og fá tækifæri til að kynnast framleiðendum, prófa nýjustu vörur þeirra og efla kunnáttu sína til að geta þjónustað viðskiptavini sína á sem allra besta hátt.

30 STARFSMENN FARA

ÁRLEGA Á STÆRSTU

RAFTÆKJARÁÐSTEFNU

NORÐURLANDA

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 37
KAFLI 2 HJARTA ELKO

ÖRYGGI SKIPTIR MÁLI

Febrúar er á ári hverju tileinkaður öryggi. Í öryggismánuðinum er lögð

áhersla á að framkvæma áhættumat

verslana ásamt því að haldin eru

ýmis námskeið er varða lýðheilsu, líkamsbeitingu og öryggisatriði.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 38
KAFLI 2 HJARTA ELKO

ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR

ELKO ætlar að veita framúrskarandi þjónustu með markmiðið að eiga ánægðustu viðskiptavini á raftækjamarkaði.

3

LEIÐIN AÐ ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINUNUM

Árið 2020 hófst vegferð ELKO með innleiðingu nýrrar stefnu þar sem langtímamarkmiðið var að eiga ánægðustu viðskiptavini raftækjamarkaðar. Síðan þá hefur ELKO lagt upp með fjölmörg verkefni með áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 40
3.0 KAFLI 3 ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR

NIÐURSTÖÐUR ÍSLENSKU ÁNÆGJUVOGARINNAR Í FLOKKI SMÁSALA Á ÍSLANDI:

ÍSLENSKA ÁNÆGJUVOGIN

Íslenska ánægjuvogin er árviss samræmd mæling sem Stjórnvísi stendur að, þar sem ánægja viðskiptavina er metin ásamt ímynd fyrirtækja, mati á gæðum og tryggð viðskiptavina. Á árinu náði ELKO gríðarlega góðum árangri og var í fimmta sæti í íslensku ánægjuvoginni af öllum helstu smásölum landsins. Langtímamarkmið ELKO er að vera efst í ánægjuvoginni á raftækjamarkaði. ELKO var í öðru sæti árið 2022 í þeim flokki, en þess má geta að það var ekki marktækur munur á tveimur efstu sætunum.

„FIMMTA SÆTI AF ÖLLUM SMÁSÖLUM Í ÁNÆGJUVOGINNI“

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 41
3.1
KAFLI 3 ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR 1. SÆTI 75,6 75,3 75,2 74,4 73,7 72,0 71,7 71,1 70,5 68,9 2. SÆTI 3. SÆTI 4. SÆTI 5. SÆTI 6. SÆTI 7. SÆTI 8. SÆTI 9. SÆTI 10. SÆTI

ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR

Á HVERJUM DEGI

Það er ELKO mikið kappsmál að hafa vitneskju um ánægju viðskiptavina í rauntíma. Ánægja er mæld með könnunum út frá „HappyOrNot“

staðli. Viðskiptavinir geta svarað könnunum

á leið sinni út úr verslunum í þar til gerðum

stöndum með því að gefa viðeigand bros-

eða fýlukall og með opnum svörum eða

athugasemdum, kjósa þeir svo. Stjórnendur

ELKO vakta ánægjumælingarnar daglega og

skoða opin svör til að geta gert viðeigandi

ráðstafanir hafi orðið þjónustufall. Mælingin

hefur reynst ELKO afar dýrmæt í gegnum

árin og hefur náðst ótrúlegur árangur síðustu

ár frá því leiðin að því að eiga ánægðustu við-

skiptavinina hófst árið 2020.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 42
3.2
KAFLI 3 ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR NIÐURSTÖÐUR ÚR HAPPY
KÖNNUNUM: 2019 2020 2021 2022 89,7 92.6 94,2 93,8
OR NOT

HVERNIG BÆTUM VIÐ ÞJÓNUSTUNA?

Árleg þjónustukönnun er framkvæmd hjá ELKO með

það að markmiði að bæta þjónustu fyrirtækisins.

Í könnuninni eru viðskiptavinir spurðir út í upplifun

sína af verslunum og þjónustu ELKO, sem og tryggð

þeirra við fyrirtækið.

Árið 2022 náði ELKO

bestu niðurstöðum

þjónustu könnun arinnar til þessa og hækkaði marktækt í öllum flokkum milli

ára. Mesta ánægjan mældist með 30 daga skilarétt, 30 daga verðöryggi og með verðsöguna á elko.is, ásamt netspjalli og viðbótartryggingu sem skilaði sérstaklega góðri einkunn.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 43
3.3
FYRIRTÆKIÐ KANN AÐ META MIG: ÁNÆGJA MEÐ ÞJÓNUSTU ELKO: HEILDARUPPLIFUN Í VERSLUN: TRYGGÐ VIÐSKIPTAVINA VIÐ FYRIRTÆKIÐ: KAFLI 3 ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR 7,25 7,85 8,15 8,10 7,30 7,90 8,20 8,15 7,35 7,95 8,25 8,20 7,40 8,00 8,30 8,25 7,45 8,05 8,35 8,30 7,50 8,10 8,40 8,35 7,55 8,15 8,45 8,40 7,60 8,20 8,50 7,65 8,25 8,55 7,70 8,30 8,60 7,75 8,35 8,65 8,45 2019 2019 2019 2020 2020 2020 2021 2021 2021 2021 2021 2022 2022 2022 7,40 8,40 8,40 7,40 7,50 8,00 8,00 8,20 8,30 8,20 8,40 7,70 8,30 8,60
„BÆTING Í ÖLLUM ÞJÓNUSTUMÆLIKVÖRÐUM“

AÐSTOÐUM ALLA LEIÐ

Þjónustuver ELKO var formlega sett á laggirnar í ársbyrjun

2020 og hefur síðan þá verið í mikilli mótun og uppbyggingu.

Þjónustuverið er opið til klukkan 18 alla daga og netspjallið til klukkan 21. Í þjónustuverinu starfa vel þjálfaðir ráðgjafar sem

aðstoða viðskiptavini með alla þjónustu sem þeir kunna að

þarfnast í gegnum alla helstu samskiptamiðla, svo sem síma, tölvupóst, samfélagsmiðla og netspjall.

TUGÞÚSUNDIR ERINDA ÁR HVERT

Viðskiptavinir gera sífellt meiri kröfur til bættrar þjónustu og

því fylgja nýjar áskoranir og spennandi verkefni. ELKO leggur

því mikla áherslu á þjálfun og áframhaldandi uppbyggingu

þjónustuvers síns með það að markmiði að halda áfram að

bjóða viðskiptavinum sínum upp á framúrskarandi þjónustu.

Ánægja með þjónustu sem veitt er í gegnum netspjall og

tölvupóst hefur aukist á milli ára sem gefur vísbendingu um að

þjónustuverið styðji vel við stefnu ELKO og hjálpi til við að ná

markmiði félagsins, sem er að eiga ánægðustu viðskiptavini á

raftækjamarkaði.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 44
3.4
KAFLI 3 ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR 2020 70.000 72.000 74.000 76.000 78.000 80.000 82.000 84.000 2021 2022 74.492 75.550 83.314
FJÖLDI ERINDA Í ÞJÓNUSTUVERI:

ELKO RÁÐLEGGUR ÞÉR ÚT

UM

ALLT LAND

Á árinu hóf ELKO að bjóða upp á rauntímaaðstoð söluráðgjafa í gegnum myndsímtal á elko.is. Viðskiptavinir geta bæði fengið tæknilega ráðgjöf hjá sérfræðingi vegna vöru sem þeir hafa keypt eða fengið söluráðgjöf og keypt vöru í gegnum símtalið. Söluráðgjafinn aðstoðar viðskiptavini, sýnir og ber saman vörur og getur sett vöruna í körfu, allt á rauntíma. Þessi þjónusta gerir ELKO kleift að bjóða upp á persónulega þjónustu út um allt land, hvar sem viðskiptavinir eru staddir sem getur þar af leiðandi sparað akstur hjá fjölmörgum.

VERSLAÐU Á SNJALLARI MÁTA, ÓHÁÐ BÚSETU, AÐGENGI AÐ

VERSLUNUM EÐA AÐSTÆÐUM

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 45
3.5
KAFLI 3 ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR

EINFÖLDUM VÖRUAFHENDINGU OG UPPSETNINGU

Fjölmargir möguleikar eru í vöruafhendingu fyrir viðskipta sem versla á netinu til að auðvelda þeim lífið. Afhendingar mátar eru allt frá því að viðskiptavinir geti sótt vöru á fjöl mörgum N1 stöðvum og sótt í afhendingarbox vítt og breitt um landið, yfir í að fá þvottavél afhenta beint inn í þvottahús og fengið hana uppsetta af fagmanni. Með hagkvæmni stærðarinnar í flutningum næst sparnaður í útblæstri viðskiptavina sem annars hefðu komið í verslun.

YFIR 130 AFHENDINGARSTAÐIR ÞAR SEM

VIÐSKIPTAVINIR GETA SÓTT VÖRUR SÍNAR

ELKO rekur sitt eigið afhendingarbox sem uppsett er í ELKO Lindum fyrir pantanir úr vefverslun og er það opið allan sólarhringinn. ELKO býður upp á tækniþjónustu og upp setningu í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum samstarfsfyrirtæki sitt, Herra Snjall.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022
3.6

LENGJUM LÍFTÍMA TÆKJA MEÐ ÖFLUGRI VIÐGERÐARÞJÓNUSTU

Árið 2022 var yfirskrift ársins innanhúss ár eftirkaupaþjónustu. Markmiðið var að geta boðið bestu eftirkaupaþjónustu á raftækjamarkaði og voru fjölmörg verkefni innleidd í kjölfarið en stærsta verkefnið var án efa innleiðing á rafræna þjónustupantanakerfinu Golíat. Það er byggt upp til að halda utan um eftirkaupaþjónustumál. Markmiðið er að bæta þjónustu ELKO og draga úr sóun. Kerfið sendir reglulega stöðuuppfærslu til viðskiptavina vegna vöru í viðgerð.

Golíat hefur nú þegar aukið ánægju starfsfólks og viðskiptavina og hefur skilað sér í betra utanumhaldi á öllum tækjum í viðgerðarferli.

Allar vörur sem ELKO selur eru með skilgreint eftirkaupaþjónustuferli, en það getur verið mismunandi eftir eðli vörunnar. Í viðgerðarferli hverrar vöru er tekið mið af umhverfissjónarmiðum, en einnig þörfum og væntingum viðskiptavina. Flestar vörur sem keyptar eru hjá ELKO eru í ábyrgð í tvö ár eftir kaup og sumar eru með kvörtunarrétt, allt að fimm árum eftir kaup. ELKO teygir sig lengra í skilmálum gagnvart við skipta vinum sínum en söluaðilar almennt gera til að tryggja ábyrga eftirkaupaþjónustu og lengri líftíma raftækja. ELKO á í samstarfi við um 60 verkstæði um land allt sem sinna viðgerðum á raftækjum fyrir ELKO. Viðskiptavinir sem flytjast búferlum geta einnig fengið þjónustu á öllum Norðurlöndunum í gegnum samstarfsaðila ELKO. Með öflugu eftirkaupaþjónustuferli er mögulegt að lengja líftíma vöru og draga þar með úr sóun.

„60 VERKSTÆÐI UM LAND ALLT“

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 47
3.7
„ÞJÓNUSTUKERFI TRYGGIR SKIPULAG“
KAFLI 3 ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR
BETRI UPPLÝSINGAGJÖF VIÐGERÐARÞJÓNUSTU UMFANGSMIKIL VIÐGERÐARÞJÓNUSTA

ELKO AÐSTOÐAR VIÐ FJÁRMÖGNUN

Í nútímasamfélagi er gerð rík krafa um að boðið sé upp á fjölbreytta möguleika til að greiða fyrir og fjármagna vörukaup.

Greiðsluvalmöguleikar verða að vera einfaldir, aðgengilegir og fljótlegir, en ELKO býður upp á

fjölbreytt úrval greiðslumáta, þ.e. reiðufé, greiðslukort og lán. Raftæki

geta verið stór fjárfesting og hefur

ELKO létt viðskiptavinum lífið eftir

ELKO AUÐVELDAR

FJÁRMÖGNUN

þörfum hvers og eins og boðið upp á fjölmarga lánamöguleika.

Vinsælustu og hagstæðustu lánin eru vaxtalaus lán í allt að 12

mánuði. Í boði eru þó margir valkostir, allt frá 14 daga lánum sem eru án kostnaðar og upp í 60 mánaða afborganir.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 48
3.8
KAFLI 3 ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR

BROSTRYGGING

Eitt af loforðum ELKO er „það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli“. Brostryggingin er ein leið til að uppfylla þessa stefnu og felst hún meðal annars í eftirfarandi atriðum:

30 DAGA SKILARÉTTUR

Til að stuðla að ánægju viðskiptavina býður ELKO upp á 30 daga skilarétt. Ef viðskiptavinum líkar ekki varan geta þeir skilað henni og fengið inneign eða vöruna endurgreidda að fullu. Þetta á líka við um vörur sem búið er að opna og prófa.

FRAMLENGDUR SKILARÉTTUR

ELKO framlengir skilarétt á jóla- og fermingargjöfum ár hvert. Venjulegur skilaréttur er 30 dagar en framlengdur skilaréttur á jólagjöfum eða fermingargjöfum getur verið allt að 105 dagar. Hjá ELKO verður ekki til nein sóun vegna gjafa sem missa marks því skilavörur rata alltaf hendur nýrra eigenda.

VERÐÖRYGGI

Lækki vara verði hjá ELKO innan 30 daga frá kaupum í verslun geta viðskiptavinir haft samband og fengið mismuninn endurgreiddan að því gefnu að varan sé enn til í vöruúrvali. Verðöryggi gildir einungis um vörur sem keyptar voru í ELKO.

GJAFAKORT OG INNEIGNARNÓTUR

Ef viðskiptavinir fá gjafakort úr ELKO eða eignast inneign vegna vöruskila þá eiga þeir þá upphæð inni hjá fyrirtækinu.

ELKO hefur í hávegum heiðarlega viðskiptahætti og því er enginn gildistími á inneignum eða gjafakortum.

VERÐSAGA

ELKO vill stuðla að trausti í viðskiptum og leggur áherslu á gagnsæi, þjónustu og aukið samtal við viðskiptavini. Liður í því er birting verðsögu hverrar vöru á elko.is. Verðsagan sýnir nákvæma þróun verðs á vöru frá því að hún kemur inn á lager. Ef vara fer á tilboð eða hækkar í verði er það sérstaklega merkt verðsögunni. Með þessu stuðlar ELKO að trausti og að viðskiptavinum séu tryggð réttindi sín.

GJAFAMIÐAR

Þegar viðskiptavinir ELKO kaupa gjöf er boðið upp á gjafamiða. Sá sem fær gjöfina má prófa vöruna og ef honum líkar ekki við hana er honum velkomið að skila henni og fá nýja vöru, inneignarnótu eða endurgreiðslu að því gefnu að gjafamiði sé fyrir hendi. Rúmur skilaréttur gjafa hafa minnkað töluvert sóun vegna gjafa sem hitta ekki í mark.

VIÐBÓTARTRYGGING

Með langflestum vörum og tækjum býður ELKO viðskiptavinum sínum upp á viðbótartryggingu. Hún nær yfir óhöpp og tjón á tækjum sem heimilistryggingar ná oft ekki að bæta. Ekki skiptir máli hvort óhappið hafi átt sér stað heima eða á ferðalagi, viðbótartryggingin gildir um allan heim. Áður en kemur til útskipta þar sem skemmt tæki er bætt með nýju tæki er ávallt viðgerð reynd á skemmda tækinu. Þannig reynir ELKO að lengja líftíma vara og vernda umhverfið. Sífellt er bætt í úrval trygginga hjá ELKO og má til dæmis nefna skjátryggingar sem komu nýjar inn á árinu.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 49
3.9
KAFLI 3 ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR

4 UMHVERFIÐ

ELKO ætlar að vera leiðandi

fyrirtæki í hringrásarhagkerfi

raftækja á Íslandi

UMHVERFISSTEFNA ELKO

ELKO er leiðandi fyrirtæki á íslenskum raftækjamarkaði og tekur ábyrgð sína á sviði umhverfismála alvarlega. ELKO er með skráða umhverfisstefnu sem nær til allrar starfsemi fyrirtækisins með það að markmiði að draga úr álagi á umhverfið og að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í daglegum rekstri. Markmið ELKO er að lágmarka áhrif starfsemi sinnar á umhverfið en í því felst mikill umhverfislegur ávinningur. ELKO leggur áherslu á að flokka, endurvinna og endurnýta eins mikið og mögulegt er.

ELKO ÆTLAR AÐ VERA

LEIÐANDI FYRIRTÆKI

Í HRINGRÁSARHAGKERFI

RAFTÆKJA Á ÍSLANDI

Framtíðarsýn ELKO er að fyrirtækið sé leiðandi í hringrásarferli raftækja á Íslandi, þá með sérstaka áherslu á að gömul raftæki rati inn í hringrásarhagkerfið í formi fræðslu og fjárhagslegra hvata til viðskiptavina. Þannig stuðlar ELKO bæði að lengri líftíma raftækja ásamt því að þau tæki sem fara í endurvinnslu séu endurunnin eftir ítrustu stöðlum sem tryggir að sjaldgæfir málmar og aðrir íhlutir rati rétta leið í endurvinnsluferlinu.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 51 4.1 KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

MARKMIÐ UMHVERFISSTEFNU ELKO

Flokkaður úrgangur verði orðinn meira en 90% hlutfall af heildarúrgangi ELKO árið 2030

2022: 73,1%

2030: >90%

Gróðursettar verði 470.000 trjáplöntur fyrir lok árs 2025 og rekstur félagsins þannig kolefnisjafnaður til næstu 50 ára

2022: Engar trjáplöntur

2025: 470.000 trjáplöntur

Hlutfall gallaðrar vöru sem fargað er lækki í

0,6% fyrir árið 2030

Fyrir árið 2030 verði minnst 20 þúsund vörum á ári komið í hringrásarhagkerfið

Árleg sala notaðrar vöru verði um 10.000 fyrir árið 2030

2022: 0,92%

2030: 0,6%

2022: 4.355 vörur

2030: 20.000 vörur

2022: 385 notaðar vörur

2030: 10.000 notaðar vörur

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 52
4.1.1 KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

VIÐURKENND KERFI

STAÐA UMHVERFISMÁLA SÝNILEG ÖLLUM

ELKO hefur farið í gegnum stjórnkerfi Laufsins. Laufið er stafrænn vettvangur þar sem íslensk fyrirtæki geta hagnýtt sér verkfæri í vegferð að sjálfbærari fyrirtækjarekstri, samfélagslegri ábyrgð og baráttu við loftslagsvána. ELKO hefur skráð þau grænu skref sem hafa verið tekin sem og aðra lykilþætti í rekstrinum í Laufið sem eru fimmþætt: flokkun, umhverfisstefna, loftslagsáhrif, miðlun þekkingar og vistvænni innkaup. Fjölmörg úrbótaverkefni hafa verið skráð út frá þessari vinnu fyrir árið 2023. Kerfið býður upp á að neytendur geti flett fyrirtækjum upp og séð hver staðan er hjá þeim og borið þau saman. Í gegnum Laufið fær starfsfólk ELKO sjálfbærnifræðslu þar sem farið er yfir hvernig hægt sé að hlúa betur að umhverfinu.

NÁKVÆMAR MÆLINGAR

ELKO skráir öll töluleg gögn tengt umhverfi, félagslegum þáttum og stjórnarháttum í kerfið Klappir. Úr kerfinu fá stjórnendur svo mælaborð og tölulegar upplýsingar til að sjá beint stöðuna varðandi markmið hverju sinni. Í kerfinu er m.a. hægt að sjá stöðu á kolefnisspori, eldsneytis-, rafmagns- og heitavatnsnotkun og flugferðum á mánaðargrundvelli.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 53 4.2
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ
Í ÖFLUGU KERFI

ELKO LOFAR AÐ DRAGA ÚR LOSUN

Markmið ELKO er að draga úr kolefnisspori sínu og hefur fyrirtækið skuldbundið sig með loftlagsyfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Festu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs með því að setja sér mælanleg markmið til framtíðar.

ELKO ÆTLAR

AÐ STANDA SIG

TIL FRAMTÍÐAR

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 54
4.3
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

MÆLD LOSUN

KOLEFNISJÖFNUÐ 4.4

Mæld losun frá starfsemi ELKO fyrir árið 2022, bein og óbein, úr aðgerðasviðum 1, 2 og 3 er kolefnisjöfnuð í gegnum móðurfélagið Festi hf. Fram að þessu hafa á hverju ári verið keyptar óvottaðar kolefniseiningar frá Kolvið til að mæta mældri losun gróðurhúsalofttegunda frá samstæðunni. Í ár keypti

ÖLL

Festi vottaðar kolefniseiningar í Gold Standard úr verkefni í Búlgaríu. Verkefnið snýst um að draga úr losun metans og framleiða raforku.

Keyptar voru 2.127 einingar, árgerð 2020 af Greensteps GMbh í verkefni nr. GS4238. Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu

þjóðanna nr. 6, 11 og 13. Ekki er öll kolefnislosun frá rekstri og virðiskeðju ELKO mæld. Öll losun sem fellur undir umfang 1 og 2 er mæld en þeir þættir sem eru mældir í umfangi 3 eru flugferðir og úrgangur.

AÐGERÐASVIÐ

1:

Bein losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi og eldsneytisnotkun farartækja.

AÐGERÐASVIÐ 2:

Óbein losun gróðurhúsalofttegunda sem tengd er raforkunotkun og notkun á heitu vatni í fasteignum og á lóðum ELKO.

AÐGERÐASVIÐ 3:

Óbein losun gróðurhúsalofttegunda í virðiskeðju ELKO, úrgangur frá rekstri og viðskiptaferðir.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 55
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ
MÆLD LOSUN ELKO KOLEFNISJÖFNUÐ MEÐ VOTTUÐUM KOLEFNISEININGUM

ÁTAK Í FLOKKUN SORPS

ELKO leitar allra leiða til að minnka hlutfall óflokkaðs sorps sem kemur frá starfseminni og hefur til að mynda margfaldað fjölda flokkunartunna, jafnt fyrir starfsfólk og viðskiptavini, þar sem flokkað er í 13 mismunandi flokka. Almennt sorp sem til fellur er pressað, baggað og sent til Evrópu þar sem það fer í brennslu í hátæknibrennslustöð. Orkan sem verður til er nýtt til rafmagnsframleiðslu og upphitunar húsa þar sem annars væru notuð kol og olía. ELKO vill alltaf gera betur og hefur því sett skýr umhverfismarkmið og sett umhverfismál í forgrunn í rekstrinum. Í þeirri von að sýna viðskiptavinum og öðrum fyrirtækjum gott fordæmi og vera öðrum hvatning að gera slíkt hið sama með því.

EFTIRFARANDI SORPFLOKKUM ER SKILAÐ Í ÁBYRGA ENDURVINNSLU:

Raftæki í hringrásarhagkerfi

Raftæki í ábyrga förgun

Dósir og flöskur til endurvinnslu

Almennt sorp

Bylgjupappi

Brettaplast

Lífrænn úrgangur frá kaffistofu

Pappír og fernur

Málmar

Plast og plastumbúðir

Trúnaðargögn til eyðingar

Perur og flúrperur

Rafhlöður

Úrgangur frá rekstri og viðskiptaferðir

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 56
4.5
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% FLOKKUNARHLUTFALL ÚRGANGS 2020 46% 72% 2021 73% 2022 ENDURVINNSLUHLUTFALL ÚRGANGS 44% 2020 70% 2021 81% 2022

HJÁLPUM VIÐSKIPTAVINUM AÐ FLOKKA

Í anddyri verslana ELKO er að finna

endurvinnsluskápa þar sem viðskiptavinir geta komið með smærri

raftæki, farsíma, fartölvur, rafhlöður og fleiri vörur. ELKO tryggir að þeim sé komið í ábyrgt endurvinnslu- eða

hringrásarferli í gegnum Foxway og

Íslenska Gámafélagið.

ELKO greiðir sérstakt gjald til Úrvinnslusjóðs vegna innflutnings raftækja, sem tryggir ábyrga og örugga

förgun að loknum líftíma tækjanna án aukagjalds. Úrvinnslusjóður sér

um umsýslu og ráðstöfun úrvinnslugjalds með það að

markmiði að skapa

hagræn skilyrði fyrir

endurnýtingu úrgangs og endanlega

förgun spilliefna.

ÁBYRG FÖRGUN

TRYGGÐ FYRIR VIÐSKIPTAVINI

Hlutfall raftækjaúrgangs á einstakling

í Evrópu er með því hæsta sem gerist

í heiminum, en í úrganginum er oft að finna hættuleg efni. Framleiðsla á hátæknibúnaði krefst hágæða og sérhæfðra málma og því skiptir

miklu máli að raftækjum sé fargað á

ábyrgan máta.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 57
ÁBYRG
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ
FÖRGUN RAFTÆKJA

PAPPÍRSLAUS STARFSEMI 4.6

ELKO var eitt fyrsta fyrirtæki á Íslandi til að innleiða rafræna verðmiða sem hafa allt að sjö ára líftíma og leysti þar með af hólmi alla óþarfa útprentaða verðmiða. Verð og eiginleikar

t.d. sjónvarpa eru birt beint á skjám

til að spara notkun

hillumiða. Rafrænar verð- og eiginleikamerkingar spara

fyrirtækinu töluverðan tíma og fyrirhöfn ásamt því að minnka pappírsnotkun um leið og viðskiptavinum er veitt betri þjónusta.

Ný tínslulausn við tiltekt á vefpöntunum í vöruhúsi gerir starfsfólki kleift að taka saman pantanir með rafrænum skannalausnum þar sem pantanir eru flokkaðar í tölvukerfi í stað þess að prenta þær út. Áætlaður pappírssparnaður við nýju tínslulausnina er rúmlega hálft tonn á ári ásamt því að afköst starfsfólks jukust umtalsvert.

YFIR 20.000

NÓTUR SÓTTAR

RAFRÆNT Á

ELKO býður viðskiptavinum upp á val um hvort þeir vilji útprentaðar kvittanir eða nótur en hægt er að óska eftir afriti reikninga í tölvupósti þegar viðskiptavinir ljúka við vörukaup á elko.is. Viðskiptavinir geta einnig með rafrænum skilríkjum skráð sig inn á innri vef á elko.is sem kallast „mínar síður“ og séð þar allar kaupnótur, gildistíma trygginga, ábyrgðartíma raftækja og fleira. Árið 2022 voru rúmlega 20.500 nótur sóttar í gegnum mínar síður.

MÍNUM SÍÐUM

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 58
RAFRÆNIR VERÐMIÐAR RAFRÆN
ENGIN KVITTUN OG ENGINN PAPPÍR KAFLI 4 | UMHVERFIÐ HIELDARNOTKUN Á A4 BLAÐSÍÐUM: 2020 384.291 363.218 238.000 2021 2022 0 50.000 100.000 150.000 200.000 250.000 300.000 350.000 400.000 450.000 „SPÖRUÐUM UM 100.000 A4 BLAÐSÍÐUR ÁRIÐ 2022 MEÐ RAFRÆNUM TÍNSLULAUSNUM“
TÍNSLA VEFPANTANA

DREGIÐ ÚR PRENTUN ELKOBLAÐSINS

Dregið hefur verið jafnt og þétt úr prentun

ELKO-blaðsins síðustu ár með töluverðum

sparnaði í pappírsnotkun og er stefnt að enn

frekari sparnaði næstu ár. Blaðinu er alltaf

dreift rafrænt á meðlimi póstlista ELKO og er einnig aðgengilegt á www.elko.is.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 59
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

HÆTTUM AÐ PRENTA AUGLÝSINGAEFNI Í VERSLUNUM

Gerð var tilraun með að setja upp auglýsingaskjái í nýrri verslun ELKO í Skeifunni í stað þess að notast við prentað auglýsingaefni.

Tilraunin heppnaðist vel og er markaðsefni í verslun ELKO í Skeifunni nú stýrt miðlægt af markaðsdeild ELKO og prentun á auglýsingaefni heyrir sögunni til. Stefnt er að uppsetningu skjáa í öllum verslunum ELKO næstu tvö árin.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 60
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

FÁÐU EITTHVAÐ FYRIR EKKERT HRINGRÁSARHAGKERFIÐ

ELKO á í samstarfi við eistneska fyrirtækið Foxway um kaup á notuðum raftækjum viðskiptavina. Markmið samstarfsins er að koma notuðum raftækjum í ábyrgt endurvinnsluferli ásamt því að stuðla að því að þau komist í hringrásarhagkerfið.

Samstarfið hefur gengið vel og raftækjum sem skilað er til Foxway fjölgar á hverju ári.

eitthvað fyrir ekkert

Komdu með gömlu snjalltækin og við kaupum þau af þér. Þau verða tekin í sundur, endurunnin og endurnýtt eins og hægt er.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 61
4.7
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

ENDURNÝTUM EINS MIKIÐ OG HÆGT ER

Foxway einsetur sér að endurvinna hvern einasta smáhlut raftækja þannig að ekkert fari til spillis. Sum raftækjanna innihalda hættuleg, eitruð og umhverfisskaðleg efni en einnig er að finna dýrmæt efni sem ætti að endurnýta. Tryggja

þarf endurnýtingu þessara

efna því takmarkað magn er af þeim í heiminum og

uppspretta sumra þeirra ekki

endurnýjanleg. Foxway er

með um 10.000 fm verkstæði í Eistlandi og starfsmenn eru um 380. Tækin eru flutt sjóleiðina til Foxway og eru tekin

þar til skoðunar, ýmist er gert við tækin eða þeim komið í hringrásarhagkerfi raftækja, varahlutir endurnotaðir og/eða

þeim er komið í ábyrga endurvinnslu.

ENDURNOTAÐAR - STÓR VIÐGERÐ

FARTÖLVUR 595 STK

ENDURNOTAÐAR - LÍTIL VIÐGERÐ

ENDURNOTAÐAR - GAGNAVIÐGERÐ

ENDURNOTAÐAR - ENDURUNNAR

FARSÍMAR 2.873 STK

ENDURNOTAÐIR - VIÐGERÐ

ENDURNOTAÐIR - GAGNAVIÐGERÐ

ENDURNOTAÐIR - ENDURUNNIR

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 62
„FOXWAY ER MEÐ UM 10.000 M² VERKSTÆÐI“
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

HVAÐ VARÐ UM TÆKIN SEM ELKO SENDI ÚT Á ÁRINU?

Nákvæm skrá er haldin um hvað verður um tækin sem send eru til Foxway. Sem dæmi eru farsímar og fartölvur greindar eftir ástandi. Sum tæki þurfa gagnaviðgerð og önnur þurfa frekari viðgerð fyrst. Við viðgerð á vörum er í eins miklum mæli og hægt er notaðir varahlutir úr öðrum tækjum áður en keyptir eru nýir varahlutir. Sum tæki eru ekki viðgerðarhæf en eru þá endurvinnanleg og hægt að endurnýta íhluti, góðmálma og önnur efni. Til að fullkomna ferlið selur ELKO endurnýjaða síma úr hringrásarhagkerfinu til eigin viðskiptavina og er varan þá sérmerkt sem slík.

FJÖLDI TÆKJA KEYPT Á ÁRINU

Árið 2022 er áætlað að skil ELKO og viðskiptavina á raftækjum jafngildi samdrætti í kolefnisfótspori (e. carbon footprint) sem nemi 209.110 kg af CO², en magnið nemur árlegri bindingu tæplega 9.500 fullvaxta trjáa. Til samanburðar var forðun kolefnisfótspors nærri helmingi minni árið 2021 eða 111.903 kg af CO².

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 63
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ ÁÆTLAÐUR SPARNAÐUR Í CO² KG: 2021 111.903 CO² KG 2022 209.110 CO² KG

FJARÐARHORN

FYRSTA VOTTAÐA KOLEFNISBINDINGARVERKEFNIÐ

ELKO var í gegnum móðurfélagið FESTI meðal fyrstu fyrirtækjanna til að skrá vottað kolefnisbindingarverkefni í Loftlagsskrá Íslands sem unnið er í gæðakerfinu Skógarkolefni. Verkefnið felst í að gróðursetja um 450.000 plöntur á árunum 2022 til 2024 á tæplega 200 hektara eignarlandi FESTI

við Fjarðarhorn í Hrútafirði nærri Staðarskála. Áætlað er að með verkefninu verði bundin ríflega 70.000 tonn af CO² á næstu 50 árum.

FESTI ÆTLAR AÐ GRÓÐURSETJA

450.000 PLÖNTUR

Kolefnisbinding í þessu verkefni er áætluð um 84% af losun vegna starfsemi rekstrarfélaga FESTI á sama tímabili miðað við núverandi losun. Stefnt er að því að draga úr losun til að koma til móts við það sem út af stendur. Ef markmið um samdrátt nást ekki verður ráðist í frekari verkefni til kolefnisbindingar.

FRÁ 2022 TIL 2024

LOFTSLAGSSKRÁ ÍSLANDS SKRÁIR ÁRANGURINN

Skógarkolefniseiningarnar eru skráðar hjá Loftslagsskrá

Íslands og er skráning möguleg þar sem unnið er eftir viðurkenndu gæðakerfi Skógarkolefnis.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 64
4.8
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

SKÓGARKOLEFNI TRYGGIR GÆÐIN

Gæðakerfið Skógarkolefni tryggir að verkefnið í Fjarðarhorni skili umhverfinu raunverulegri kolefnisbindingu og er hún mæld í skógarkolefniseiningum. Ein skógarkolefniseining samsvarar einu tonni af koltvísýringi (CO²) í andrúmsloftinu sem bundið er í skógi. Til að jafna losun á einu tonni af CO² þarf því að telja fram eina skógarkolefniseiningu. Til að slíkar einingar geti orðið til þarf að rækta nýjan skóg og fá kolefnisbindinguna vottaða og skráða í Loftslagsskrá Íslands.

„VIRKT EFTIRLIT MEÐ

VOTTUÐU GÆÐAKERFI“

Einingarnar eru skráðar „í bið“ til að byrja með. Eftir fimm ár frá gróðursetningu er skógurinn metinn til að sjá hvort hann sé á réttu róli og komi til með að binda það magn CO² sem til er ætlast. Matið er svo staðfest með óháðri vottun og í kjölfarið verða skógarkolefniseiningarnar fullgildar. Tíu árum seinna er skógurinn fyrst mældur og kolefnisbindingin staðfest og vottuð. Þegar skógarkolefniseiningar hafa verið notaðar til jöfnunar á losun er ekki hægt að nota þær aftur og þar með er komið í veg fyrir tvítalningu.

SKÓGURINN Í DAG

Á svæðinu hefur mikil vinna átt sér stað og er girðingarvinnu utan um gróðursetningarsvæðið að mestu lokið. Jarðvinnslu verður lokið sumarið 2023, en um 60-70% þess verkþáttar var lokið 2022. Enn fremur var um 60% af vinnu við slóðagerð lokið síðasta sumar og mun klárast á þessu ári.

Á árinu voru gróðursettar um 90 þúsund plöntur og hefst gróðursetning að nýju vorið 2023. Áætlað er að gróðursetja um 256 þúsund plöntur árið 2023 og svo lýkur gróðursetningu sumarið 2024 þegar um 103 þúsund plöntur verða gróðursettar. Í heildina verða gróðursettar um 450 þúsund plöntur og er áætlað að gróðursetningu ljúki um vor/sumar 2024.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 65
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

ÁBYRG INNKAUP

ELKO kaupir meirihluta sinna vara til endursölu frá samstarfsaðilanum ELKJØP. Aðrir birgjar eru valdir í samræmi við kröfur

ELKO varðandi samkeppnishæf verð, þjónustu, skilmála og samfélagslega ábyrgð.

Samkvæmt upplýsingum frá ELKJØP vilja átta af hverjum tíu viðskiptavinum frekar kaupa vöru sem er sjálfbær og tekur

ELKJØP ábyrgðarhlutverk sitt alvarlega. Langtímasjálf bærnimarkmið

ELKJØP, sem ELKO nýtur góðs af, eru einföld:

METNAÐARFULL MARKMIÐ

HJÁ AÐALBIRGJA ELKO

Kolefnisjafnaður rekstur, söluhæstu vörurnar umhverfisvænar, allar vörur viðgerðarhæfar og allar vörur endurvinnanlegar.

ELKJØP nýtir sér enn fremur mælikvarðann EcoVadis þar sem framleiðendum er gefin einkunn út frá umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Einkunnina má sjá á fjölda vara á elkjop.no að því gefnu að búið sé að meta framleiðandann og stefnir ELKO að því að Ecovadis einkunni verði aðgengilegar á elko.is fyrir lok árs 2023. Ecovadis er eini alþjóðlegi sjálfbærnimælikvarðinn sem til er, með yfir 100.000 fyrirtæki í mælingu.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 66 4.9
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

SPÖRUM ORKU TIL LÝSINGAR

Til að spara orku hefur ELKO innleitt LED-lýsingu við endurnýjun verslana. Í lok árs 2022 var LED-lýsing komin í 60% í verslunarrýmum ELKO, en stefnt er á að ljúka LED-væðingu árið 2023. Verslun ELKO í Lindum verður LED-vædd árið 2023. LED lýsing er að meðaltali 80% orkunýtnari en flúor-perur.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 67 4.10
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

GAMLAR INNRÉTTINGAR OG TÆKI GEFIN

ELKO opnaði á árinu nýja verslun í Skeifunni og tæmdi gömlu verslunina, þar sem rekstur hafði verið frá 2004. Starfsfólki og samstarfsaðilum var boðið að koma í gömlu verslunina og hirða gamlar innréttingar og rekstrarvörur sem ekki nýttust í nýju versluninni. Töluvert magn fór til endurnýtingar. Þessu til viðbótar var sett af stað herferð til að selja skilavörur, sýningartæki og aðrar eftirleguvörur í versluninni. Salan gekk gríðarlega vel þessa daga og fengu mörg tæki nýtt heimili. Með þessu studdi ELKO við hringrásarhagkerfið og lengdi líftíma tækja, innréttinga og rekstrarvara.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 68 4.11
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ outlet

Allt rafmagn sem ELKO nýtir í sínum rekstri á uppruna sinn í 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er tryggt með kaupum ELKO á upprunaábyrgri raforku frá Landsvirkjun.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 69 4.12
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ
RAFMAGN FRÁ ENDURNÝJANLEGUM ORKUGJÖFUM

ELKO AÐSTOÐAR VIÐSKIPTAVINI VIÐ AÐ MINNKA RAFORKUNOTKUN

Í verslunum ELKO og á elko.is eru valdar vörur

merktar með stöðluðum orkumerkingum

sem gefa til kynna hversu mikla orku

tækið notar og veitir upplýsingar um gæði orkunýtingar þeirra. Söluráðgjafar aðstoða

viðskiptavini við að lesa úr þessum upplýsingum, auk þess að aðstoða þá við val á rétta tækinu.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 70 4.13
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

ELKO VELUR UMHVERFISVÆNAR FLUTNINGALEIÐIR

ELKO leggur áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum innflutnings og fara því 98% innfluttra vara sjóleiðina til Íslands. Öll innkaup eru áætluð fimm til sex vikur fram í tímann og gámahleðsla skipulögð þannig að gámar séu fullnýttir við flutning. Samstarfsaðili ELKO í gámaflutningum hóf samstarf með EcoVadis árið 2020 og fengu silfurmedalíu það ár með markmið um platinum-medalíu árið 2025. Samstarfsaðilinn stefnir að kolefnishlutleysi árið 2040 líkt og íslensk stjórnvöld en þetta er um 10 árum áður en kolefnishlutleysi á heimsvísu þarf að nást til að markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C náist.

STÆRSTI HLUTI INNFLUTNINGS FER SJÓLEIÐINA

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 71 4.14
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

UMHVERFISVÆNIR

FERÐAMÁTAR

Hleðslustöð fyrir starfsfólk hefur verið staðsett í ELKO Lindum í fjölmörg ár. vvv

ELKO er að þær verði komnar upp við allar starfsstöðvar fyrirtækisins árið 2024 til að stuðla að umhverfisvænum ferðamáta. Nú þegar er búið að leggja lagnir fyrir hleðslustöðvum fyrir bifreiðar starfsfólks í Skeifunni og á Akureyri. Öllu starfsfólki stendur til boða að geyma reiðhjól og lítil rafmagnsfarartæki

inni í starfsmannarými ELKO, til að hlaða eða geyma, meðan á vinnu stendur.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 72 4.15
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

SVANSVOTTUÐ RÆSTINGARÞJÓNUSTA

ELKO er umhugað um að umhverfisvottuð hreinsiefni séu notuð við þrif hjá fyrirtækinu og hefur ræstingarþjónusta, sem vottuð er með norræna gæða- og umhverfismerkinu Svaninum, séð um þrif hjá fyrirtækinu frá árinu 2010.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 73 4.16
KAFLI 4 | UMHVERFIÐ

5 SAMFÉLAGIÐ

Það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli

ELKO GEFUR TIL SAMFÉLAGSINS

Á hverju ári styrkir styrktarsjóður ELKO fjölmörg verkefni og hefur það að markmiði að hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni.

Lögð hefur verið sérstök áhersla á að styrkja verkefni sem nýtist öllum til að njóta tækni, efla nýsköpun og lífsgæði. Sjóðurinn úthlutar styrkjum að jafnaði fjórum sinnum á ári.

ÚTHLUTANIR ÚR STYRKTARSJÓÐI ELKO ÁRIÐ 2022:

Rauði krossinn

Safnað fyrir hjálparstarf í Úkraínu með framlagi frá viðskiptavinum og mótframlagi frá ELKO

Styrkveiting í formi raftækja í 60 íbúðir

Fyrir flóttafólk frá Úkraínu

Bleik vika í ELKO

10% af sölu á bleikum vörum rann til átaksins

Bleika slaufan

Sala á bleiku slaufunni

Mottumars

Sala á Mottumars-sokkum

Samfés

Lánsbúnaður fyrir rafíþróttamót Samfés til að jafna möguleika barna og ungmenna til þátttöku

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

ELKO veitti verðlaun

Virtual Dream Foundation

ELKO gaf sýndarveruleikagleraugu

Verkherinn í Hafnarfirði

ELKO gaf PlayStation tölvu og búnað

Píeta samtökin

ELKO gaf fartölvur til samtakanna

Hetjurnar Akureyri

ELKO lagði fram raftæki

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 75 5.1
KAFLI 5 SAMFÉLAGIÐ

Starfsfólk og viðskiptavinir ELKO hafa fengið að tilnefna, kjósa um og velja styrktarmálefni sem standa þeim nærri. Það er partur af því að sýna í verki loforð fyrirtækisins um að það sem skiptir þig máli, bæði viðskiptavini og starfsfólk, skiptir ELKO máli.

VIÐSKIPTAVINIR OG

STARFSMENN VELJA MÁLEFNI STYRKTARSJÓÐS

Árið 2022 voru alls valin tólf málefni sem fengu hátt í 3.000.000 kr. styrk úr styrktarsjóðnum í formi peningagjafa, raftækja og afþreyingar.

Viðskiptavinir völdu Félag krabbameinssjúkra barna af lista málefna sem kosið var um í desember, og fékk málefnið 1.000.000 kr.

Starfsfólk ELKO tilnefndi svo ellefu styrktarmálefni sem standa því nærri og afhenti starfsfólkið sjálft styrkina fyrir hönd ELKO.

ÚTHLUTANIR ÚR STYRKTARSJÓÐI ELKO

EFTIR TILNEFNINGAR FRÁ VIÐSKIPTAVINUM

OG STARFSFÓLKI ÁRIÐ 2022 :

Félag krabbameinssjúkra barna

Laugarás meðferðageðdeild Landspítalans

Barnadeild SAK

Kvennaathvarfið

Hringrás

Stómafélagið

Heilindi

Ljónshjarta

Einstök börn

Bjarkarhlíð

Einhverfusamtökin

Stígamót

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 76
ÞAÐ SEM SKIPTIR ÞIG MÁLI SKIPTIR OKKUR MÁLI
KAFLI 5 SAMFÉLAGIÐ

FULLT AF SKEMMTILEGUM VERKEFNUM

BLEIKA VIKAN

Síðastliðin þrjú ár hefur ELKO verið með bleika

viku í aðdraganda bleika dagsins í október. Í

bleikri viku renna 10% af öllum seldum bleikum

vörum óskert til Krabbameinsfélagsins.

Bleika vikan gekk vonum framar og seldust

bleikar vörur fyrir tæpar 5.000.000 kr. og

nam styrkurinn til Krabbameinsfélagsins

500.000 kr. auk

sölu á rúmum 500

bleikum slaufum, en salan hefur aldrei

verið eins mikil.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 77
„ELKO SELDI YFIR 500 SLAUFUR“
5.2 KAFLI 5 SAMFÉLAGIÐ

HVATNINGARGJÖF ELKO OG DÓTTIR

ELKO og Dóttir tóku saman höndum og

gáfu kvennaliði Þróttar í knattspyrnu, Dóttir, heyrnartól sem hvatningargjöf eftirað liðið fékk

ekki viðeigandi verðlaunarafhendingu eftir að

hafa hampað Reykjavíkurmeistaratitlinum.

ÉG ÆTLA

Í tengslum við meistaramánuð á

ári hverju hefur ELKO stuðlað að

heilbrigðum lífsstíl í febrúarmánuði

þar sem átakið „Ég ætla“ fer í gang

þar sem hvatt er til hreyfingar og

markmiðasetningar.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 78
KAFLI 5 SAMFÉLAGIÐ

MOTTUMARS

ELKO hefur lengi unnið með Krabbameinsfélaginu að styrktarátökum og seldi ELKO

mottumarssokkana í öllum verslunum líkt og síðastliðin ár. Salan hefur aldrei verið jafn

góð eða tæplega 600 sokkar og stefnir ELKO

á þátttöku aftur næstu ár.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 79
KAFLI 5 SAMFÉLAGIÐ

ÞROSKAHJÁLP OG VIRTUAL DREAM FOUNDATION

ELKO studdi við verkefni Virtual Dream Foundation og Þroskahjálpar með því að

útvega sjö Meta Quest VR sýndarveruleikagleraugu. Verkefnið fólst í því að búa til sýndarveruleika fyrir fólk með þroskahamlanir til að æfa sig að framkvæma athafnir sem virðast framandi eða ógnvekjandi í

fyrstu. Fólk getur því æft sig þar til það er orðið nógu öruggt til að stíga skrefin í raunveruleikanum.

Búnar voru til sviðsmyndir

í samvinnu við kjör

Reykjavík, Strætó, Reykja

dal og Bjarkarhlíð hvernig það

væri að kjósa, taka strætó, mæta

í sumarbúðir og leita sér að þolandi ofbeldis.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 80

HEILBRIGÐ NÁLGUN

Á TÖLVULEIKI

Rafíþróttir eru sífellt að verða umsvifameiri í samfélaginu og ekki síst hjá börnum. Því er mikilvægt að nálgast tölvuleikjaiðkun með

heilbrigðu og góðu hugarfari og spila tölvuleiki á jákvæðan hátt.

FORELDRAFRÆÐSLA

BOÐI ELKO

ELKO bauð foreldrum upp á fræðslukvöld um rafíþróttir þar sem Arnar Hólm hélt fyrirlestur um heilbrigða nálgun barna og unglinga að

rafíþróttum og hvernig rafíþróttaiðkun getur haft jákvæð áhrif í daglegu lífi. Einnig var farið yfir hvernig foreldrar og börn geta átt í opnum samskiptum um rafíþróttir.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 81
Í
KAFLI 5 SAMFÉLAGIÐ

FRÆÐSLUBÆKLINGUR FYRIR FORELDRA UM RAFÍÞRÓTTIR OG HEILBRIGÐAN LÍFSSTÍL

ELKO, í samstarfi við Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) og Samfés, gaf árið 2021 út fræðslubækling til foreldra um rafíþróttir og heilbrigða nálgun sem ætlaður var sem fróðleikur fyrir foreldra og tölvuleikjaspilara. Bæklingurinn var aðgengilegur í

verslunum ELKO og er hægt

að skoða hann

ELKO FIRMAMÓTIÐ

„ÖFLUGT SAMSTARF VIÐ RAFÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS“

á elko.is en honum var einnig

dreift rafrænt á póstlista

ELKO, ásamt að vera

legur í fræðslustarfi RÍSÍ sem og

á viðburðum á vegum Samfés.

LÍKAMI & SÁL

ELKO, í samstarfi við Rafíþróttasamband Íslands hefur staðið að

rafíþróttamóti meðal fyrirtækja undir nafninu ELKO firmamótið í

rafíþróttum. Þar sem mótið var fært

til á almanaksárinu þá fór mótið ekki

fram árið 2022 en undirbúningur við mótið stóð yfir á haustmánuðum

2022 og fór mótið af stað í janúar

2023. Mótið skapar vettvang fyrir starfsfólk fyrirtækja að taka þátt í

sameiginlegu áhugamáli. Reynslan hefur verið sú að það skapast mikil

samstaða innan fyrirtækja sem taka

þátt í mótinu og miðað við þátttöku

þá virðist firmamótið vera komið til þess að vera.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 82
KAFLI 5 SAMFÉLAGIÐ
RAFÍÞRÓTTAÆFING

SAMSTARF VIÐ SAMFÉS

uppbyggingu á rafíþróttastarfi Samfés.

Samstarfið felur í sér að styðja við og styrkja bæði fræðslustarf og mótahald Samfés í

rafíþróttum. Með samstarfinu vilja báðir aðilar stuðla að áframhaldandi uppbyggingu

í rafíþróttastarfi ungmenna og efla heilbrigða nálgun og miðla fræðslutengdu efni fyrir bæði unglinga og foreldra.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 83 KAFLI 5 SAMFÉLAGIÐ
ELKO heldur áfram að styrkja við faglega

GRÆJUHORNIÐ Í BÍTINU

Græjuhornið í Bítinu á Bylgjunni er á dagskrá alla fimmtudagsmorgna og er eins konar framlenging á ELKOblogginu þar sem fjallað er um nýjustu tækninýjungar, þjónustu og hringrásarhagkerfið, svo eitthvað sé nefnt. Græjuhornið er frábær vettvangur til að miðla fræðslu um

raftæki og eiginleika þeirra ásamt öryggis- og umhverfismálum.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 84
ÚTVARPINU KAFLI 5 SAMFÉLAGIÐ
ELKO TALAR UM
NÝJUSTU TÆKNI VIKULEGA Í

ELKO-BLOGGIÐ

Bloggið er vettvangur þar sem ELKO gefst tækifæri til þess að fræða og miðla upplýsingum til viðskiptavina. ELKO-bloggið stuðlar að hlutverki fyrirtækisins, að hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni. Þar er að finna upplýsingar eða fræðslu um vörur, notkun á mismunandi vörum, nýjungar, þjónustu eða öryggismál, svo eitthvað sé nefnt.

„GÓÐ UPPLÝSINGAGJÖF

OG FRÆÐSLA Í GEGNUM

ELKO-BLOGGIГ

Bloggið þjónar einnig tilgangi fréttaveitu fyrirtækisins, sem er svo almennt miðlað áfram á þá miðla þar sem ELKO hefur haslað sér völl á. Má þar einna helst nefna Facebook, Instagram og Linked-In.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 85
KAFLI 5 SAMFÉLAGIÐ

ELKO FORÐAST EKKI SVIÐSLJÓSIÐ

Stefna ELKO árið 2022 var að vera mun sýnilegri gagnvart sínum viðskiptavinahóp, tala um vegferðina og láta vita hvað væri að gerast í félaginu. ELKO forðast ekki fjölmiðla, sækist eftir umfjöllun og hefur það markmið að svara öllum fyrirspurnum sem berast.

EKKERT FEIMNISMÁL

Í nokkur ár hefur það verið á dagskrá ELKO

að bjóða upp á nýjan vöruflokk. Verslunin var ein fyrsta raftækjaverslun landsins til að

bjóða upp á unaðsvörur, sem eru nú til sölu

á www.elko.is og í brottfararverslun ELKO á Keflavíkurflugvelli.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 86
KAFLI 5 SAMFÉLAGIÐ

6 MARKMIÐ ELKO ÁRIÐ 2023

MARKMIÐ ELKO ÁRIÐ 2023

ELKO vill alltaf gera betur til að styðja við samfélagslega ábyrgð og hafa verið sett skammtímamarkmið fyrir

árið 2023:

2 3 4 5 6

Yfir 90% starfsmanna telji nýliðamóttöku ELKO hafa verið góður undirbúningur til að hefja störf.

Bjóða upp á fjórfaldar flokkunartunnur í almennum rýmum starfsmanna og viðskiptavina. Auka fræðslu til viðskiptavina og starfsmanna um umhverfisstefnu ELKO, flokkun og hringrásarhagkerfið.

Að allir starfsmenn þekki velferðarpakka ELKO

Að stærri hluti forflutnings gáma erlendis í skip verði með lest í stað flutningabíla.

Málefni sem styðja við hringrásarhagkerfið hljóti amk 30% úthlutana úr styrktarsjóði.

7 8 9 10 11 12 13

Undirbúa innleiðingu á hleðslulausnum fyrir starfsfólk og viðskiptavini sem og hjólageymslulausnum fyrir viðskiptavini.

Gera sjálfbærnimat á birgjum sem samanstanda af yfir 80% af innkaupaveltu.

Bjóða upp á afpökkunarborð og flokkun á umbúðum fyrir viðskiptavini í völdum verslunum ELKO.

Aðeins séu keyptar umhverfisvottaðar rekstrarvörur og vinnusvæði verði merkt með upplýsingablöðum um matarsóun og heilsu.

Að allar starfsstöðvar og verslanir séu með LED-lýsingu.

Yfir 95% starfsmanna ELKO telji sig vera trausta ráðgjafa.

ELKO byrjar með rafræna afhendingarseðla í stað prentaðra í vöruhúsið.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 88
6.0
1
KAFLI 6 MARKMIÐ ELKO ÁRIÐ 2023

TÖFLUR OG ÍTAREFNI 7

REKSTRAR Þ ÆTTIR

REKSTRARÞÆTTIR

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 90
Rekstrarbreytur Einingar 2020 2021 2022 Heildartekjur m. ISK 13.100,67 15.430,74 16.949,93 Eigi ð fé alls m. ISK - -Fjöldi stöðugilda starfsgildi 127 144 154 Heildarflatarmál fyrir eigin rekstur m² 7.753 7.753 8.423 Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda Einingar 2020 2021 2022 Losunarkræfni orku kgCO₂ í/MWst 49,91 35,01 46,55 Losunarkræfni starfsmanna kgCO₂ í/stöðugildi 324,46 316,4 809,58 Losunarkræfni tekna kgCO2í/milljón ISK 3,15 2,95 7,36 Losunarkræfni eiginfjár kgCO2í/milljón ISK - -Losunarkræfni á hvern fermetra kgCO₂ í/m 5,31 5,88 14,8 Orkukræfni Einingar 2020 2021 2022 Orkukræfni starfsmanna kWst/stöðugildi 6.500,4 9.037,3 17.393,2 Orkukræfni tekna kWst/milljón ISK 63 84,3 158 Orkukræfni á fermetra kWst/m 106,5 167,9 318 Úrgangskræfni Einingar 2020 2021 2022 Úrgangskræfni starfsmanna kg/stöðugildi 368,7 359 343,4 Úrgangskræfni tekna kg/milljón ISK 3,57 3,35 3,12 Nasdaq: E2|UNGC: P7, P8|GRI: 305-4 |SDG: 13|SASB: General Issue / GHG Emissions, Energy Management Nasdaq: E4|UNGC: P7, P8|GRI: 302-3|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI

LOSUNARBÓKHALD

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 91
LOSUNARBÓKHALD
Mótvægisaðger ðir Einingar 2020 2021 2022 Samtals mótvægisaðger ðir tCO₂ 20 0 125 Mótvægisaðger ðir með skógrækt tCO₂ 20 0 0 Mótvægisaðger ðir með endurheimt votlendis tCO₂ 0 0 0 Aðrar mótvægisaðger ðir tCO₂ 0 0 125 Gróðurhúsalofttegundir Einingar 2020 2021 2022 Umfang 1 tCO₂ 20 19,6 13 Umfang 2 (landsneti ð tCO₂ 7,1 11,4 25,1 Umfang 1 og 2 tCO₂ 27,1 31 38,1 Umfang 3 tCO₂ 14,1 14,6 86,6 Losun gróðurhúsalofttegunda (Umfang 1, 2 og 3) tCO₂ 41,2 45,6 124,7 Umfang 1 Samsetning losunar Einingar 2020 2021 2022 Heildarlosun tCO₂ 20 19,6 13 Eldsneytisnotkun farartækja tCO₂ 20 19,6 13 Lekalosun tCO₂ - -Umfang 2 Samsetning losunar Einingar 2020 2021 2022 Heildarlosun tCO₂ 7,1 11,4 25,1 Rafmagn tCO₂ 3,3 3,6 13,2 Hitaveita tCO₂ 3,9 7,8 11,9 Umfang 3 Losun
Einingar 2020 2021 2022 Flokkur 3:
og orkutengd starfsemi Heildarlosun tCO₂ - -Losun á fyrri stigum vegna eldsneytisnotkunar tCO₂ - -Losun á fyrri stigum vegna rafmagnsnotkunar tCO₂ - -Flutnings- og dreifitap raforku og hitaveitu tCO₂ - -Framlei ðsla á áframseldri raforku tCO₂ - -Nasdaq: E1|UNGC: P7|GRI: 305-1,305-2,305-3|SASB: General Issue / GHG Emissions|TCFD: Metrics & Targets Flokkur 5: Úrgangur frá rekstri Heildarlosun tCO₂ 14,1 7,4 5,3 Flutningur, förgun og meðhöndlun á úrgangi tCO₂ 14,1 7,4 5,3 Flokkur 6: Vi ðskiptafer ðir Heildarlosun tCO₂ - 7,2 81,3 Flugfer ðir tCO₂ - 7,2 81,3 KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI
á fyrri stigum
Eldsneytis-

UMHVERFISÞ ÆTTIR

UMHVERFISÞÆTTIR

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 92
Orkunotkun Einingar 2020 2021 2022 Heildarorkunotkun kWst 825.554 1.301.370 2.678.560 Jar ðefnaeldsneyti kWst 79.312 77.456 51.164 Lífeldsneyti kWst - -Rafmagn kWst 311.001 338.631 1.280.133 Hitaveita kWst 435.241 885.282 1.347.264 Bein orkunotkun kWst 79.312 77.456 51.164 Óbein orkunotkun kWst 746.242 1.223.914 2.627.396 Orkusamsetning Einingar 2020 2021 2022 Heildarorkunotkun kWst 825.554 1.301.370 2.678.560 Jar ðefnaeldsneyti % 9,6% 6% 1,9% Endurnýjanlegir orkugjafar % 90,4% 94% 98,1% Kjarnorka % 0% 0% 0% Eldsneytisnotkun Einingar 2020 2021 2022 Heildareldsneytisnotkun lítrar 7.871,2 7.670,6 5.066,7 Bensín lítrar 180 2Díselolía lítrar 7.691,4 7.668,4 5.066,7 Metan lítrar - -Vatnsnotkun Einingar 2020 2021 2022 Heildarvatnsnotkun m³ 7.504,1 15.263,5 23.228,7 Kalt vatn m³ - -Heitt vatn m³ 7.504,1 15.263,5 23.228,7 Samsetning raforku Einingar 2020 2021 2022 Heildarnotkun raforku kWst 311.001,5 338.631,4 1.280.132,6 Jar ðefnaeldsneyti % - -Endurnýjanlegir orkugjafar % 100% 100% 100% Nasdaq: E5|GRI: 302-1|SDG: 7|SASB: General Issue / Energy Management Nasdaq: E6|GRI: 303-5|SDG: 6|SASB: General Issue / Water & Wastewater Management Nasdaq: E3|UNGC: P7, P8|GRI: 302-1, 302-2|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management Kjarnorka % - -Meðhöndlun úrgangs Einingar 2020 2021 2022 Heildarmagn úrgangs kg 46.823 51.703 52.891 Flokkaður úrgangur kg 21.535 37.103 38.640 Óflokkaður úrgangur kg 25.288 14.600 14.251 Endurunnin úrgangur kg 20.490 36.184 43.054 Úrgangi fargað kg 26.333 15.519 9.837 Flokkunarhlutfall úrgangs % 46% 71,8% 73,1% Endurvinnsluhlutfall úrgangs % 43,8% 70% 81,4% Viðskiptafer ðir Einingar 2020 2021 2022 Heildarvegalengd km - 82.149 995.439 Flugfer ðir km - 82.149 995.439 KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI

ENVIRONMENTAL MANAGEMENT

Umhverfisstarfsemi

Fylgir fyrirtæki ð formlegri umhverfisstefnu?

Fylgir fyrirtæki ð sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum? já/nei

Já Notar fyrirtæki ð þitt vi ðurkennt orkustjórnunarkerfi? já/nei

Nasdaq: E7|GRI: 103-2|SASB: General Issue / Waste & Hazardous Materials Management

Loftlagseftirlit

Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða st ýrir loftslagstengdri áhættu? já/nei

Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu? já/nei

Nasdaq: E8, E9|GRI: 102-19, 102-20, 102-29, 102-30, 102-31|SASB: General Issue / Business Model Resilience, Systematic Risk Management|TCFD: Governance (Disclosure A/B)

Mildun loftlagsáhættu

Heildarfjármagn sem árlega er fjárfest loftslagstengdum innvi ðum, seiglu og vöruþróun m. ISK

Nasdaq: E10|UNGC: P9|SASB: General Issue / Physical Impacts of Climate Change, Business Model Resilience|TCFD: Strategy (Disclosure A)

UMHVERFISSTJÓRNUN

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 93
Einingar 2020 2021 2022
já/nei Nei Já Já
Nei Nei
Nei Nei Nei
Einingar 2020 2021 2022
Nei Nei Nei
Nei Nei Nei
Einingar 2020 2021 2022
4,89 15,27
-
KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI

FÉLAGSLEGIR Þ ÆTTIR

FÉLAGSLEGIRÞÆTTIR

S2|UNGC: P6|GRI: 405-2 SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion

S1|UNGC: P6|GRI 102-38 Aðrir

P6|GRI: 401-1b|SDG: 12|SASB: General Issue / Labor Practices

Hnattræn heilsa og öryggi

hlutfall af heildarfjölda starfsmanna % 0,06% 0% 0%

Einingar 2020 2021 2022

Hefur fyrirtæki ð birt og framfylgt vinnuverndarstefnu og/eða heildrænni heilsu- og öryggisstefnu? já/nei Já Já Já

Fjarvera frá vinnu vegna veikinda (X) sem hlutfall af vinnustundum allra starfsmanna X:1 - 0,03 0,046

Barna- og nauðungarvinna

Einingar 2020 2021 2022

Framfylgir fyrirtæki ð stefnu gegn barnaþrælkun? já/nei - - Já

Framfylgir fyrirtæki ð stefnu gegn nauðungarvinnu? já/nei - - Já

Ef já, nær

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 94
Launahlutfall forstjóra Einingar 2020 2021 2022 Laun og bónusgrei ðslur forstjóra (X) sem hlutfall af mi ðgildi launa starfsmanna fullu starfi X:1 - - 8,5 Er þetta hlutfall sett fram af fyrirtækinu þínu skýrslugjöf til yfirvalda? já/nei Nei Nei Já Launamunur kynja Einingar 2020 2021 2022 Mi ðgildi heildarlauna karla (X) sem hlutfall af mi ðgildi heildarlauna kvenna X:1 - -Ni ðurstaða jafnlaunavottunar % 0,67% 0,64% 0,1% Starfsmannavelta Einingar 2020 2021 2022 Starfsmenn fullu starfi Árleg breyting starfsmanna fullu starfi % 21,5% 23,5% 6,7% Starfsmannavelta kvenna % - 7,9% 1,3% Starfsmannavelta karla % - 15,6% 5,5% Starfsmenn hlutastarfi Árleg breyting starfsmanna hlutastarfi % - - 23,5% Aldur <20 % - - 2% 20-29 % - - 22% 30-39 % - - 5% 40-49 % - - 0% 50-59 % - - 0% 60-69 % - - 0% 70+ % - - 30% Kynjafjölbreytni Einingar 2020 2021 2022 Starfsmannafjöldi Hlutfall kvenna fyrirtækinu % 25% 29% 26% Framkvæmdastjórn Hlutfall kvenna framkvæmdastjórn % - - 0% Forstöðumenn Hlutfall kvenna stöðu forstöðumanna % - - 45%
S3|UNGC:
Hlutfall
% - - 0% Aðrir starfsmenn Hlutfall kvenna af almennum starfsmönnum % - - 27% Hlutfall tímabundinna starfskrafta Einingar 2020 2021 2022 Prósenta starfsmanna hlutastarfi % - -Prósenta verktaka og/eða ráðgjafa % - -Aðger ðir gegn mismunun Einingar 2020 2021 2022 Fylgir fyrirtæki ð þitt stefnu er var ðar kynfer ðislegt áreiti og/eða jafnrétti? já/nei Já Já Já Vinnuslysatíðni Einingar 2020 2021 2022 Heildarfjöldi áverka og banaslysa sem
stjórnendur
kvenna öðrum stjórnendastöðum
stefnan gegn barna- og/eða nauðungarvinnu einnig til birgja og seljenda? já/nei - - Já Mannréttindi Einingar 2020 2021 2022 Hefur fyrirtæki ð birt og framfylgt mannréttindastefnu? já/nei - - Já Ef já, nær mannréttindastefnan til birgja og framlei ðenda? já/nei - - Já S10|GRI: 103-2 (See also: GRI 412: Human Rights Assessment 2016 & GRI 414: Supplier Social Assessment 2016)|UNGC: P1, P2|SDG: 4, 10, 16| SASB: General Issue / Human Rights & Community Relations S7|GRI: 403-9|SDG: 3|SASB: General Issue / Employee Health & Safety S8|GRI: 103-2 (See also: GRI 403: Occupational Health & Safety 2018)|SDG: 3|SASB: General Issue / Employee Health & Safety S9|GRI: 103-2 (See also: GRI 408: Child Labor 2016, GRI 409: Forced or Compulsory Labor, and GRI 414: Supplier Social Assessment 2016)|UNGC: P4, P5|SDG: 8|SASB: General Issue / Labor Practices S4|UNGC: P6|GRI: 102-8, 405-1|SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion S5|GRI: 102-8|UNGC: P6 S6|UNGC: P6|GRI: 103-2 (see also: GRI 406: Non-Discrimination 2016)|SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI

STJÓRNARHÆTTIR

G1|GRI 405-1|SDG: 10|SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion (See also: SASB Industry Standards)

STJÓRNARHÆTTIR

G2|GRI: 102-23, 102-22

G3|GRI: 102-35

G4|UNGC: P3|SDG: 8|GRI: 102-41|SASB: General Issue / Labor Practices (See also: SASB Industry Standards)

birgja

Nei Nei Ef svari ð er já, hversu hátt hlutfall birgja hefur formlega staðfest að þeir fylgi si ðareglunum? %

Ber seljendum fyrirtækisins og birgjum þess að fylgja si ðareglum? já/nei

G5|UNGC: P2, P3, P4, P8|GRI: 102-16, 103-2 (See also: GRI 308: Supplier Environmental Assessment 2016 & GRI 414: Supplier Social Assessment 2016|SDG: 12|SASB General Issue / Supply Chain Management (See also: SASB Industry Standards)

Siðfer ð og aðger ðir gegn spillingu

Framfylgir fyrirtæki ð si ðareglum og/eða stefnu gegn spillingu og mútum? já/nei

Ef já, hvaða hlutfall starfsmanna hefur formlega staðfest að það fylgi stefnunni? %

G6|UNGC: P10|SDG: 16|GRI: 102-16, 103-2 (See also: GRI 205: Anti-Corruption 2016)

Framfylgir fyrirtæki ð persónuverndarstefnu?

Hefur fyrirtæki ð þitt hafist handa vi ð að fylgja GDPR reglum?

G7|GRI: 418 Customer Privacy 2016|SASB: General Issue / Customer Privacy, Data Security (See also: SASB Industry Standards)

Birtir fyrirtæki ð sjálfbærniskýrslu? já/nei Já Já Já Inniheldur skýrslugjöf fyrirtækisins til stjórnvalda gögn um sjálfbærni? já/nei Nei Nei Nei

G8|UNGC: P8

Starfsvenjur við upplýsingagjöf

Einingar 2020 2021 2022 Veitir fyrirtæki ð þitt uppl ýsingar um sjálfbærni til vi ðurkenndra aðila með skipulögðum hætti? já/nei Nei Nei Nei

Leggur fyrirtæki þitt áherslu á tiltekin heimsmarkmi ð Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)? já/nei Já Já Já Setur fyrirtæki ð þitt markmi ð og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmi ða S Þ ? já/nei Já Já Já

G9|UNGC: P8

Gögn tekin út/sannreynd af ytri aðila

Einingar 2020 2021 2022 Er uppl ýsingagjöf um sjálfbærni tryggð eða staðfest af þri ðja aðila? já/nei Nei Nei Nei

G10|UNGC: P8|GRI: 102-56

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 95
Kynjahlutfall stjórn Einingar 2020 2021 2022 Hlutfall kvenkyns stjórnarmeðlima (samanbori ð vi ð karla) % 66% 60% 40% Hlutfall kvenkyns nefndarformanna (samanbori ð vi ð karla) % 100% 33% 33% Óhæð stjórnar Einingar 2020 2021 2022 Bannar fyrirtæki ð forstjóra að sinna stjórnarformennsku? já/nei Já Já Já Hlutfall óháðra stjórnarmanna % 100% 100% 80% Kaupaukar Einingar 2020 2021 2022 Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á svi ð sjálfbærni? já/nei Nei Nei Nei Kjarasamningar Einingar 2020 2021 2022 Hlutfall starfsmanna sem falla undir almenna kjarasamninga % 99% 100% 100% Siðareglur
Einingar 2020 2021 2022
- - -
Nei
Einingar 2020 2021 2022
Já Já Já
- -Persónuvernd Einingar 2020 2021 2022
Já Já Já
já/nei Já Já Já Sjálfbærnisskýrsla Einingar 2020 2021 2022
já/nei
KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

3.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ótímabærum dauðsföllum af völdum annarra sjúkdóma en smitsjúkdóma verið fækkað um þriðjung með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð og stuðlað að geðheilbrigði og vellíðan.

3.8 Komið verði á heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð fjárhagslegri stöðu, aðgengi veitt að góðri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og að öruggum, virkum og nauðsynlegum lyfjum og bóluefni á viðráðanlegu verði fyrir alla.

3.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ótímabærum dauðsföllum af völdum annarra sjúkdóma en smitsjúkdóma verið fækkað um þriðjung með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð og stuðlað að geðheilbrigði og vellíðan.

3.8 Komið verði á heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð fjárhagslegri stöðu, aðgengi veitt að góðri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og að öruggum, virkum og nauðsynlegum lyfjum og bóluefni á viðráðanlegu verði fyrir alla.

Tenging við stefnu Festi Heiti markmiðs Undirmarkmið Nýtt Markmið Lokið Mæliening 2021 2020 2022

NASDAQ UFS

Stefna ELKO:

Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli.

Velferð starfsmanna

Að allir starfsmenn viti hvernig hægt er að nýta sér velferðarpakkann og siðferðisgáttina.

Hlutfall starfsmanna sem kunna að nýta sér þjónustuna

Stefna ELKO: Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli.

Velferð starfsmanna

Að allavega helmingur starfsfólks ELKO nýti sér 30.000 kr. árlegan líkamsræktarstyrk

Hlutfall starfsfólks sem nýtir sér styrkinn

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 96
HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR. 3
>80% >50% 2025 2024 % % 34,1% S8 26,9% 29,4% S8
KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

3.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ótímabærum dauðsföllum af völdum annarra sjúkdóma en smitsjúkdóma verið fækkað um þriðjung með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð og stuðlað að geðheilbrigði og vellíðan.

3.8 Komið verði á heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð fjárhagslegri stöðu, aðgengi veitt að góðri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og að öruggum, virkum og nauðsynlegum lyfjum og bóluefni á viðráðanlegu verði fyrir alla.

3.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ótímabærum dauðsföllum af völdum annarra sjúkdóma en smitsjúkdóma verið fækkað um þriðjung með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð og stuðlað að geðheilbrigði og vellíðan.

3.8 Komið verði á heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð fjárhagslegri stöðu, aðgengi veitt að góðri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og að öruggum, virkum og nauðsynlegum lyfjum og bóluefni á viðráðanlegu verði fyrir alla.

Tenging við stefnu Festi Heiti markmiðs Undirmarkmið Nýtt Markmið Lokið Mæliening 2021 2020 2022 NASDAQ UFS

Stefna ELKO: Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli.

Velferð starfsmanna

Aukum ánægju starfsmanna í vinnu

Meðaltal mánaðarlegra ánægjukannanna

Stefna ELKO: Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli.

Velferð starfsmanna

Viðhalda góðum starfsanda hjá starfsfólki

Árleg mæling starfsmanna „mér finnst góður starfsandi í minni deild“

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 97
HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR. 3
4,2 4,5 0-5 4,18 0-5 4,46 4,17 4,31 S8 4,52 S8
KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR.

3

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

3.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ótímabærum dauðsföllum af völdum annarra sjúkdóma en smitsjúkdóma verið fækkað um þriðjung með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð og stuðlað að geðheilbrigði og vellíðan.

3.8 Komið verði á heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð fjárhagslegri stöðu, aðgengi veitt að góðri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og að öruggum, virkum og nauðsynlegum lyfjum og bóluefni

á viðráðanlegu verði fyrir alla.

Tenging við stefnu Festi

Heiti markmiðs Undirmarkmið Nýtt Markmið Lokið Mæliening 2021 2020 2022

NASDAQ UFS

Stefna ELKO:

Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli.

Velferð starfsmanna

Allir starfsmenn fái samtal við stjórnanda reglulega á hverju ári

Árleg mæling starfsmanna hvort þeir fái samtal reglulega >80% 2025 S8

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 98
KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR.

5

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

5.5 Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn

tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku

á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi.

5.5 Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn

tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku

á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi.

5.5 Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn

tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku

á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi.

5.5 Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi.

Tenging við stefnu Festi Heiti markmiðs Undirmarkmið Nýtt Markmið Lokið

Jafnlaunastefna

Jafnlaunavottun

Lækka óútskýrðan launamun kynjanna

Jafnréttisstefna

Jafnrétti

Að jafna hlutfall kynja í starfi

Hlutfall óútskýrðs launamuns kynja úr jafnlaunakerfinu Konur sem hlutfall af heild

Jafnréttisstefna

Jafnrétti

Jafna hlutfall kvenna stöðu forstöðumanna

Konur sem hlutfall af heild

Jafnréttisstefna

Jafnrétti

Jafna hlutfall kvenna í stöðu stjórnenda

Konur sem hlutfall af heild stjórnanda með

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 99
mannaforráð <3% >35% >40% >40% 2030 2030 % % % % 0,64% 29% 40% 0,67% 25% 20% 0,10% 26% 44% 0% S2 S4 S4 S4
NASDAQ UFS KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI
Mæliening 2021 2020 2022

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR. 8

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

8.2 Aukinni framleiðni í atvinnulífinu verði náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun, meðal annars með því að beina athygli að vinnuaflsfrekum geirum sem fela í sér mikinn virðisauka.

8.2 Aukinni framleiðni í atvinnulífinu verði náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun, meðal annars með því að beina athygli að vinnuaflsfrekum geirum sem fela í sér mikinn virðisauka.

8.2 Aukinni framleiðni í atvinnulífinu verði náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun, meðal annars með því að beina athygli að vinnuaflsfrekum geirum sem fela í sér mikinn virðisauka.

8.2 Aukinni framleiðni í atvinnulífinu verði náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun, meðal annars með því að beina athygli að vinnuaflsfrekum geirum sem fela í sér mikinn virðisauka.

8.2 Aukinni framleiðni í atvinnulífinu verði náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun, meðal annars með því að beina athygli að vinnuaflsfrekum geirum sem fela í sér mikinn virðisauka.

Tenging við stefnu Festi Heiti markmiðs Undirmarkmið

Stefna ELKO: Ánægðustu viðskiptavinirnir

Markmið Lokið

2021 2020 2022

Aukum ánægju

Þjónustuáherslur

viðskiptavina verslana ELKO í ánægjumælingum Happy or Not

Hlutfall ánægðra viðskiptavina

Þjónustustefna

Þjónustuáherslur

Auka hlutfall vefverslunar af viðskiptum ELKO innanlands

Mannauðsstefna

Mannauður

Allir starfsmenn séu skráðir í rafrænt samskiptakerfi

Hlutfall vefverslunar af sölu verslana innanlands Hlutfall skráðra í samskiptakerfi af starfsmannafjölda

Mannauðsstefna

Mannauður

Auka rafræna þjálfun starfsfólks

Hlutfall starfsfólks sem hefur nýtt sér rafræna þjálfun

Mannauðsstefna

Mannauður

Að þjálfunar- og fræðslustarf gagnist starfsfólki

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 100
Ánægjumælingar með fræðslustarf 95 >35% >99% 75,0% 4,20 2025 2026 2026 % % % % 0-5 94,19 25,10% 92,55 27,40% 93,84 26,10% 90% 46,2% 4,22 S10 E7 S3 S3 S3
Nýtt
Mæliening
NASDAQ UFS KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR. 12

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.

12.6 Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.

12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.

12.6 Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.

12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.

12.6 Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 101
Umhverfisstefna Umhverfisstefna Umhverfisstefna Flokkun Sjálfbærni raftækja Sjálfbærni raftækja Auka flokkun á úrgangi Auka fjölda tækja sem fara í hringrásarferli Lækka hlutfall gallaðra vara eigu ELKO sem er sett í endurvinnslu Flokkunarhlutfall úrgangs Fjöldi tækja sem fer í hringrásarferli Hlutfall afskrifta á móti sölu 90% 20.000 0,60% 2030 2030 2030 % stk % 71,80% 2.419 1,01% 46,00% 0,96% 73,10% 4.355 0,92% E7 E7 E7 Tenging við stefnu Festi Heiti markmiðs Undirmarkmið Nýtt Markmið Lokið Mæliening 2021 2020 2022 NASDAQ UFS KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI 12

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR. 12

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.

12.6 Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.

12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.

12.6 Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.

12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.

12.6 Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.

Umhverfisstefna

Umhverfisstefna

Flokkun Sjálfbærni raftækja

Sjálfbærni

raftækjaúrgangs Auka birtingu sjálfbærnivottana á vörum í heildarúrvali

umhverfisverkefni Hlutfall vara í úrvali með sjálfbærnivottun 10.000 30% 20% 2030 2026 2026 stk % % 650 0% 0% 581 0% 0% 395 0% 0% E7 E10 E7 Tenging við stefnu Festi Heiti markmiðs Undirmarkmið Nýtt Markmið Lokið Mæliening 2021 2020 2022 NASDAQ UFS KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI 12

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 102
Umhverfisstefna raftækja
Auka sölu á notuðum vörum
Auka styrki gegnum styrktarsjóð til verkefna tengdum minnkun
Notaðar vörur seldar til endaneytenda Hlutfall styrkja

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR. 12

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.

12.6 Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.

12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.

12.6 Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.

Tenging við stefnu Festi

Heiti markmiðs Undirmarkmið Nýtt Markmið Lokið Mæliening 2021 2020 2022 NASDAQ UFS

Umhverfisstefna

Sjálfbærni raftækja

Hafa virkt sjálfbærnismat birgja á meirihluta innkaupa ELKO

Hlutfall innkaupaveltu frá birgjum með sjálfbærnimat

Umhverfisstefna

Klára 60% græn skref viðskiptalífsins

Hlutfall grænra skrefa sem eru kláruð

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 103
>80%
2026
% % 0% 0% 0% 47% E7 E10
60%
2025
KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI 12

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR. 13

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

13.1 Auka viðbragðsáætlanir og forvarnir við vá af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamfara alls staðar í heiminum.

13.2 Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í landsáætlunum, stefnumótunum og skipulagi.

13.1 Auka viðbragðsáætlanir og forvarnir við vá af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamfara alls staðar í heiminum.

13.2 Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í landsáætlunum, stefnumótunum og skipulagi.

Tenging við stefnu Festi Heiti markmiðs Undirmarkmið

Markmið Lokið

Loftslagsyfirlýsing

Loftlagsmarkmið

Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í umfangi 1

Mæld losun umfangi 1: jarðefniseldsneyti

Loftslagsyfirlýsing

Loftlagsmarkmið

Auka hlutfall bifreiða sem ganga á umhverfisvænum orkugjöfum

Hlutfall bifreiða með umhverfisvænum orkugjöfum

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 104
>80% 100%
tCO₂í % 19,6 0% 20,0 0% 13,0 0% E1 E5
2026 2026
Nýtt
Mæliening
2022 NASDAQ UFS KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI 13
2021 2020

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

13.1 Auka viðbragðsáætlanir og forvarnir við vá af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamfara alls staðar í heiminum.

13.2 Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í landsáætlunum, stefnumótunum og skipulagi.

13.1 Auka viðbragðsáætlanir og forvarnir við vá af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamfara alls staðar í heiminum.

13.2 Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í landsáætlunum, stefnumótunum og skipulagi.

Tenging við stefnu

Heiti markmiðs Undirmarkmið

Loftslagsyfirlýsing

Loftlagsmarkmið

Skilgreindar mælingar í umföngum 1, 2 og 3 eru kolefnisjafnaðar með vottuðum kolefniseiningum

Loftslagsyfirlýsing

Loftlagsmarkmið

Móðurfélag ELKO gróðursetur trjáplöntur í vottuðum skógi til kolefnisjöfnunar framtíðinni

Fjöldi trjáplantna gróðursettar frá upphafi

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 105
HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR. 13
Já 450.000 2025 Já/Nei stk Nei 0 Nei 0 Já 90.000 E1 E10
Festi
Nýtt
Mæliening 2021 2020 2022 NASDAQ UFS KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI 13
Markmið Lokið

SKÝRSLUNA

Skýrslan er unnin af starfsfólki og sér-

fræðingum hjá ELKO og nær yfir starfsemi

rekstrarársins 2022. Sérfræðingar hjá

Laufinu veittu aðstoð við gerð skýrslunnar.

Gögn um CO² uppgjör eru fengin frá Klöppum.

Framfarir hafa verið í öflun gagna frá skýrslu

ársins 2021 og eru töluleg gögn í þessari

skýrslu því réttari.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 106
UM
KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI

SJÁLFBÆRNISUPPGJÖRIÐ

Félagið er skráð á aðallista NASDAQ og er sjálfbærniuppgjör þetta unnið með hliðsjón af ESG leiðbeiningum NASDAQ á Íslandi og Norðurlöndum og ESG Reporting guide 2.0 útgefnum í febrúar 2020 með ársskýrslu. Þær leiðbeiningar byggja á ráðleggingum sem settar voru fram árið 2015 af Sameinuðu þjóðunum, samtökum um sjálfbærar kauphallir (e. Sustainable Stock Exchange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (e. World Federation of Exchange). Upplýsingar í skýrslunni koma frá starfsfólki og sérfræðingum á viðkomandi sviðum hjá ELKO.

CO² uppgjör eru fengin í gegnum vef Klappa þar sem þeim hefur verið streymt í gagnabanka þeirra. Skýrslan nær yfir alla starfsemi félagsins og byggir á rekstrarárinu 2022. Fjöldi flugferða var gefinn upp hjá viðkomandi flugfélagi og eldsneytislítrar úr viðskiptamannabókhaldskerfi N1, upplýsingar um sorplosun eru fengnar frá viðkomandi losunaraðila og orku- og vatnsnotkun frá viðkomandi veitum. Samanburðarupplýsingar geta breyst milli ára ef betri uppfærðum upplýsingum hefur verið streymt í gagnabanka Klappa. Uppgjörið er ekki staðfest af 3. aðila.

SAMFÉLAGSSKÝRSLA ELKO 2022 107 KAFLI 7 TÖFLUR OG ÍTAREFNI

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

SJÁLFBÆRNISUPPGJÖRIÐ

0
page 108

HEIMSMARKMIÐ

5min
pages 97-106

STJÓRNARHÆTTIR

2min
pages 94-96

MARKMIÐ ELKO ÁRIÐ

0
page 87

FULLT AF SKEMMTILEGUM VERKEFNUM

2min
pages 78-83

ELKO VELUR UMHVERFISVÆNAR FLUTNINGALEIÐIR

0
page 72

ÁBYRG INNKAUP

0
page 67

FÁÐU EITTHVAÐ FYRIR EKKERT HRINGRÁSARHAGKERFIÐ

3min
pages 62-66

PAPPÍRSLAUS STARFSEMI

0
page 59

HJÁLPUM VIÐSKIPTAVINUM AÐ FLOKKA

0
page 58

ÁTAK Í FLOKKUN SORPS

0
page 57

MÆLD LOSUN KOLEFNISJÖFNUÐ

0
page 56

VIÐURKENND KERFI 4.2

0
page 54

UMHVERFISSTEFNA ELKO

0
page 52

BROSTRYGGING 3.9

1min
page 50

LENGJUM LÍFTÍMA

1min
page 48

EINFÖLDUM VÖRUAFHENDINGU OG UPPSETNINGU

0
page 47

AÐSTOÐUM ALLA LEIÐ

0
page 45

ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR

0
page 43

VEL TEKIÐ Á MÓTI NÝJU STARFSFÓLKI

0
page 33

COVIDAÐGERÐIR

0
page 31

UPPLÝSINGAGJÖF ER LYKILLINN AÐ VELGENGNI

0
page 24

FRÍÐINDI OG VIÐBURÐIR

0
page 23

BESTI VINNUSTAÐURINN

1min
page 20

HJARTA ELKO

0
page 18

STJÓRN OG STJÓRNARHÆTTIR

0
page 15

STEFNUSKRÁ

1min
pages 12-13

ÁVARP FRAMKVÆMDASTJÓRA

3min
pages 3-4

SJÁLFBÆRNISUPPGJÖRIÐ

0
page 108

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR. 8

3min
pages 100-106

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR. 5

1min
pages 98-99

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA NR.

0
page 97

STJÓRNARHÆTTIR

2min
pages 94-96

MARKMIÐ ELKO ÁRIÐ 2023

0
page 87

ÞROSKAHJÁLP OG

1min
pages 80-83

FULLT AF SKEMMTILEGUM VERKEFNUM

1min
pages 78-79

ELKO VELUR UMHVERFISVÆNAR FLUTNINGALEIÐIR

0
page 72

ÁBYRG INNKAUP

0
page 67

FÁÐU EITTHVAÐ FYRIR EKKERT HRINGRÁSARHAGKERFIÐ

3min
pages 62-66

PAPPÍRSLAUS STARFSEMI

0
page 59

HJÁLPUM VIÐSKIPTAVINUM AÐ FLOKKA

0
page 58

ÁTAK FLOKKUN SORPS

0
page 57

MÆLD LOSUN KOLEFNISJÖFNUÐ 4.4

0
page 56

VIÐURKENND KERFI 4.2

0
page 54

UMHVERFISSTEFNA ELKO

0
page 52

BROSTRYGGING 3.9

1min
page 50

ELKO AÐSTOÐAR VIÐ FJÁRMÖGNUN

0
page 49

LENGJUM LÍFTÍMA TÆKJA MEÐ ÖFLUGRI VIÐGERÐARÞJÓNUSTU

1min
page 48

EINFÖLDUM VÖRUAFHENDINGU OG UPPSETNINGU

0
page 47

ELKO RÁÐLEGGUR ÞÉR ÚT

0
page 46

AÐSTOÐUM ALLA LEIÐ

0
page 45

ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR

0
page 43

VEL TEKIÐ Á MÓTI NÝJU STARFSFÓLKI

0
page 33

COVIDAÐGERÐIR

0
page 31

UPPLÝSINGAGJÖF ER LYKILLINN AÐ VELGENGNI

0
page 24

FRÍÐINDI OG VIÐBURÐIR

0
page 23

BESTI VINNUSTAÐURINN

0
page 20

HJARTA ELKO

0
page 18

STEFNUSKRÁ

1min
pages 12-13

ÁVARP FRAMKVÆMDASTJÓRA

3min
pages 3-4
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.